Heimskringla - 29.08.1928, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.08.1928, Blaðsíða 6
HEIMSKRINGLA WINNIPEG 29. ÁGÚST 1928 Fjáisjóða- hellrarnir. Séra Magnús J. Skaptason, þýddi. “Nú er fundurinn bráðum búinn,” sagði læknirinn er hann leit á úrið sitt. “Við erum ekki mínútu of fljótir því að bátar þeirra hafa styttri leið hingað en við höfum. — Ef að við gætum sökkt bátnum svo að hann færi í kaf.” “Eg get það,” sagði Benny; “það er hoia í honum og tappi í holunni. Það er ekiii annað en að láta nóg grjót í hann.” m Við vorum nú fljótir að láta grjótið í hann, og kom Wardrop með feykilega stóra steina, sem enginn annar maður hefði getað lyft frá jörðu. Beni Hassan fór svo með bátinn út og tók úr honum negluna og sökk hann þegar, en Hassan synti í land. En í fjarska heyrðum við þunglyndisleg hljóð berast á vatninu; það voru hornahljóð og trumbuhljóð frá musterinu, og vissum við nú að bænagjörðinni var lokið. Nú var sem kolin og viðardrumbarnir lifnuðu við aftur í kolaskúffunum, og heyrðum við nú söng fólksins berast að eyrum okkar. Ef allt hefði nú veriö með feldi og spekt þá hefðum við staðið rólegir og hlustað á þetta; en nú hlup- um við allt sem við gátum upp á aðalveginn og byrjuðum hina erfiöu leið. Voru þar eng- ir aðrir menn á ferð en við. ■> Eg hafði létt- ustu byrðina, því að Wardrop hafði tekið þyngstu byrðina, sem hann var vanur, en þó fanst mér byrðin mín vera þung sem blý, ög ég sá að bæði Benny og læknirinn höfðu nóg með sínar byrðir. Við fórum loksins fram- hjá seinustu húsunum, beggja megin við veg- inn, og stönsuðum þar. Hljóp þá læknirinn til og fór að reyna að toga í einn steininn, en gat ekkert hreyft hann, og hljóðaði við og bað hina heilögu móðir að hjálpa sér, en varð að gefast upp. “Hvaða steinar eru það sem þú 'villt losa,” spyr þá Wardrop. “Þessir tveir,” sagði Morgano. “Þeir eiga að koma út hingað, og þá ætti gangurinn að opnast.” Wardrop rétti nú fram báða hina sveru arma sína, og náði tökum á steinunum og lagðist á af afli, en ekkert bifuðust steinarnir Hætti hann þá um stund og lagaði sig til og fékk sér viðspyrnu, og blés þungan. En svo fór hann til aftur og tók að nýju. Supum við þá hveljur er við sáum mosann rifna og viðarteinungana rifna, og björg stór koma þar út, og var þar hola mikil fyrir mann að ganga þar um. En Wardrop féll aftur á bak, með steinana í fangi sér. Benny fór nú inn í holuna með blys sitt að skoða gang þenna, og sagði aó gangurinn væri rakur, en nóg loft væri þar inni, og bað þá fá sér bögglana. Við gerðum það og komum svo á eftir einn og einn og var War drop seinastur, og vorum við þó hræddir um að gangur þessi kynni að verða of þröngur fyrir jafn stórann mann. En þar sem þrengst var tróð hann sér í gegn, þó að hann rifi bæði föt sín og skinn á því, og þegar inn kom úr holunni þá lokaði hann henni með því að ýta hellunni inn með herðum sínum. Vorum við nú óhultir þarna, og hresti þaö við huga vorn, að nú fundust okkur byrðarnar vera léttari og héldum við nú áfram þarna á sléttu hellisgólfinu; fórum að geta okkur til hvað gangur þessi væri langur. Loks komum við þó að endanum og urðum við að dást að mönn- um þeim, sem höfðu gert þenna gang í fyrstu, því að hann var gerður af hinni fomu Maya- Þjóð. Við fórum nú að leita fyrir okkur og loks fundum við vegg mikinn og þreifuðum okkur með honum, þangað til að við komum að öðru opi, og voru þar tröppur upp úr þeim gangi, og tók þar við annar iangur gangur. Eftir honum fórum við svo þangað til við komum í herbergi eitt, lítið, og var þar loftið ferskt og svalt. Þar sofnuðum við, og hin seinasta hugs- un mín var aðdáun fyrir stúlkunni, Marzidu, sem á öllum flóttanum hafði aldrei látið hug- fallast, og aldrei kvartað, en einlægt viljað bera eitthvað af farangrinum, en nú var hún oltin út af, uppgefin og steinsofnuð eins og bam, og sængin hennar voru yfirhafnir okkar, en læknirinn lá á steingólfinu, með hendurn- ar utan um þyngsta böggulinn, sem hann hélt í fangi sér, eins og móðir heldur ungu barni sínu. 14. KAPÍTULI. Eg var nú nokkuð sár og stirður af því að sofa þarna á berum steinunum, og sár mín nýgróin, og vaknaði og leit á úrið mitt með lýsandi skífunni og sá að þrátt fyrir óþægindin, höfðum við sofið þarna fulla sjö klukkutíma. Settist ég þá upp og fór að núa stýrurnar úr augunum, til þess að vita % hvort þetta væri nú allt saman verulegt, eða einhver blekking. En einhversstaðar nokkuð í burtu sá ég þá hvítan geisla, sem stakkst þar inn sem spjót væri, og endaði á hvítum bletti á veggnum, og var bletturinn kringlóttur. Og nú, er ég vandist ljósinu, fór ég að sjá fél- aga mína sofandi þarna hjá mér. “Jæja,” sagði ég; “við erum þó hingað komnir allir.” Og nú settust þeir upp og néru stýrurnar úr augum sínum, eins og ég hafði gert, og fóru að spjalla. En það fyrsta sem við gerðum var að forvitnast um það, hvaðan þessi ljósgeisli kæmi. “Nei! hver skrambinn,” sagði Wardrop, “það var þó leiðinlegt að við skyldum stansa hérna, í staðinn fyrir að fara hundrað fetum lengra. Hér er eitt af þessum skringilegu litlu herbergjum með mótvigtum, alveg sams- konar vigtir, og þær sem opna stóru hliðin á hellirnum.” Svo sýndi hann okkur þetta með því að leggjast á aðalvigtina, og lyftist hún þá upp með braki og brestum, og kom þá inn í hellirinn skínandi sólskinið, og lá nærri að það blindaði okkur. En við lokuð- um fljótlega dyrunum og héldum svo burtu. “Hversvegna voruð þið að gera þetta?” hrópaði þá læknirinn, og starði allt í kring um sig. “Eg hef aldrei séð þenna stað áður.” Hann hafði ekki sagt meira, en það sem okkur öllum kom til hugar. Eg vissi ekki hvað ég átti að gera, og horfði á opið, þar sem okkur hafði verið sagt að höggorms- myndin væri skorin á steininn, neðanundir hellisdyrunum. En þegar ég fór nú að gæta betur að, þá sá ég vel að höggormsmyndin var skorin þarna út á steininn, en mosinn var orðinn svo mikill á steininum, að það var erf- itt að sjá myndina, nema menn vissu af henni þarna. Eg snéri mér nú við og leit niður á hæðirnar fyrir neðan mig, og sá þar sömu skógarflækjuna, en enga hóla eður klappir, og hvergi gat ég séð tindana tvo; ég sá að- eins sama klettavegginn óslitinn fyrir ofan mig. Pór ég þá ofan fjallshlíðina og kom þar loks á hæð eina, og þar sá ég loksins klettana tvo, og voru þeir nokkrar mílur frá þeim stað, þar sem við höfðum komið úr göngunum. Eg kallaði nú til hinna, og komu þeir þá fljótlega til mín. “Jæja,” sagði ég; “eigum við að fara að líta eftir því, hvað mikla fæðu við höfum hér með okkur?” Þeir féllust allir á það nema læknirinn. Hann hugsaði ekki um það, en fór strax að skoða mosann vel og vandlega. Við fórum nú að skoða hvað það væri, sem við hefðum borið á herðum okkar þessa leið, og þá ekki seinast lang þyngstu bynðina sem Wardröp hafði borið á hinum breiðu herðum sínum. Og þegar við vorum búnir að losa böndin og lyfta segldúkunum, þá sáum við að þetta var allt saman einn voða mikill hlaði af skrifbók- um og handritum. Við Wardrop fórum nú skjótlega að raula tvísöng af óánægju og blóts yrðum, ok kom þá læknirinn fljótlega til okk- ar og hlustaði þegjandi um stund á það sem við sögðum, en svo greip hann loksins til máls: “Vinir mínir, þið gleymið yður! Eða hvers virði væri fæðan eða dót eitthvað, föt og farangur, og hvers virði væri jafnvel líf okkar allra, ef að ég flytti ekki með mér hinar mikilfenglegu rannsóknir mínar. Eg, lækn- irinn, Páll Morgano, er hinn mesti núlifandi fornfræðingur, og hef nú í meir en þrjú ár ver- ið svo lánsamur, að geta grafið upp meira af fornum fræðum, en nokkur annar lifandi maður hefir nokkuru sinni átt kost á.” Við höfðum engin orð til að svara hon- um en stóðum þarna orðlausir, en fórum að tína upp matinn seen við áttum eftir. Sá- um við þá að við höfðum aðeins mat til tveggja daga handa okkur öllum. Og einu vonina um að geta sloppið burtu þaðan, urðum við nú að byggja á matvælum þeim, sem við höfðum fleygt við rætur hæðanna tveggja og fórum því þrír á stað, Wardrop, Benny og ég, til þess að vita hvort við gætum ekki fund- ið það. En það var erfiðara en okkur grunaði því á einum stað hafði klöppin runnið yfir hæðina, svo að þar var ókleift yfir. En seint um kveldið komum við þó að fyrverandi veru- stað okkar, og fundum þar allt eins og við höfðum skiiið við það fyrir mörgum mánuð- um síðan, er við höfðum verið þar. Jafnvel kjötið í blikkdósunum var í bezta lagi. Þegar við vorum nú orðnir vissir um þetta, þá vild- um við forvitnast um það, hvort vörður nokk- ur væri haldinn um hina helgu borg, og var það vel að við gerðum það, því að þarna ná- lægt uppsprettunni voru 14 menn, sem höfðu búið þar um sig, og þar fyrir neðan sáum við reykinn af eldum fleiri manna, sem sýndi það, að þeir biðu eftir að þeir fengju að koma inn í hina helgu borg. En Benny hafði verið að horfa yfir skóginn í kíkirnum og sagði okkur að nokkuð lengra í burtu væru enn aðrir eld- ar, sem reykinn lagði af, og væru þar einnig menn, sem myndu ætla sér inn í borgina. “Jæja,” sagði Wardrop, er hann rétti Benny kíkirinn og hagræiddi glerauganu í auga sér; “þetta er nú allt saman ljóst. Þeir Pozocan, Juarno, og félagar þeirra eru nú sannfærðir um að þeir geta komið fram ráð- um sínum, og hafa sent eftir öllum félögum sínum og safnað þeim hér saman. Og það geta verið hundrað hér í þessum græna, þétta skógi, og — við höfum ekki eitt tækifæri af þúsund til þess að komast í gegnum þá, ef við förum eftir þeim leiðum, sem við þekkj- um.” Og þó mér félli það illa þá varð ég þó að samþykkja þetta með honum. Vegurinn í gegnum skóginn, hægt og hægt, sem við vorum neyddir til að fara, var eins lokaður fyrir okkur eins og alfaravegur, og eins hættulegur. Við þorðum ekki að fara hann. Ef að hún Marzida hefði ekki verið með okkur, þá hefðum við líklega hætt á það. En með henni vildum við ekki eiga það á hættu. Steinþegjandi tókum við nú af matforða okkar aðeins það sem við þurftum til að lifa á, og gerðum af því þrjár byrðar, og var hver þeirra svo þung sem við treystum okkur til að bera. Hið nýja tungl kom nú upp og undir geislum þess og birtum frá stjörnunum urðum við nú að leggja út í skóginn, sem beið okkar með allri sinni fegurð. Því að við vissum hvað það var að fara um ókunnan veg — við, sem einu sinni vorum nærri búnir að láta lífið í myrkviði þessum. Það Var nærri kominn dagur þegar við komum að búðum okkar og sögðum við ekk- ert af ferðum okkar og fórum undireins að sofa. En þegar sólin var sem næst komin í hádegisstað, og fór að leita okkar í skjóli klettanna, sem við höfðum tekið okkur, þá fann hún okkur og sló okkur með hita sín um svo, að við vöknuðum og þá fórum við þegar að segja hinni þolinmóðu Marzidu og litla vísindamanninum frá ferðum okkar og fregnum, sem ekki voru skemtilegar. War- drop hafði orðið fyrir okkur, og þegar hann hafði lokið máli sínu, snéri hann sér að hinni dásamlegu stúlku, sem hann elskaði, og sagði ofurrólega: “Marzida, það er ekki sanngjarnt af mér að láta þig gera þessa tilraun. Það er nærri vonlaust að freista þess. Og þessvegna — nei, bíddu nú dálítið við — og þessvegna ætla ég að fylgja þér til baka, leiðina sem við kom- um, og gefast upp með þér — en þeir hinir halda áfram og annaðhvort deyja, eða kann- ske komast af heilir á húfi, og leiða farsæl- lega til lykta fyrirætlanir sínar. En óðara stökk hún Marzida upp í faðm inn Wardrops, og fór að grátbæna hann um það að fóma ekki sjálfum sér fyrir hana. Og ég varð að snúa mér við líka, og litli læknir- inn fór að beygja sig yfir dóti sínu, og einu sinni sá ég hann strjúka hendinni um aug- Iun. ' “Benny — Beni Hassan,” kallaði hann rólega. “Kondu og hjálpaðu mér hérna.” Og svo bætti hann við á arabiskri tungu: “Þessi frú ætlar með okkur. Hún hefir göf- uga sál, því að hún elskar aðra meira en sjálfa sig; hún er óttalaus og vill fara með okkur: Beni Hassan hjálpaðu mér að taka þetta dót og fara með það inn í herbergið í klettinum; þar getur það verið óhult þó að þú og ég förum burtu báðir. Því að leiðin okkar er löng og hörð, en við skulum taka það eitt að bera, sem bjargað getur lífi henn- ar. Allt það sem þú eða ég hef gert er einskisvirði í samanburði við þessa skínandi ást hennar.” Þá var það loksins að ég sá hina sömu og fögru sál hans. Hann vildi þarna gefa allt sem hann átti til. Og hann myndi ekki meta líf sitt meira, ef að á hefði þurft að halda, og á kvalabaknum hefði ekki verið hægt að kreista hljóð úr honum. Og Beni Hassan hljóp fram til að hjálpa honum og ég fór til líka og við þrír bárum aftur í litla her- bergið öll þessi fomu handrit hans og minnis- bækur, og, sem hann hafði safnað um æf- ina með svo mikilli iðni og dugnaði, og stund- um þrælað fyrir, og stundum jafnvel stolið. Og þessa dýrmætu fjársjóðu doktorsins Páls Morgano tókum við og bárum í fanginu inn þarna og skildum við það í hrúgu á hellis- gólfinu. En hann stóð þarna eins og sannur mað- ur í hellinum hvítur af hærum, þreyttur og -uppgefinn, gamall af elli, og nú yfirbugaður af kringumstæðunum. Hann hallaði sér á- fram þegar Beni Hassan var farinn, og hélt þá á bók einni sem hann klappaði mikið, en fleygði svo aftur í hrúguna. Virtist hann þá gleyma því að ég var nærstaddur; hann snéri sér frá mér og gekk meðhendur sínar fyrir aftan bakið og slangraði þ/angað sem ljósið var, sem honum hefir líklegast fund- ist vera eitthvert heilagt hulið skrín. 15. KAPÍTULI Stundum finnst mér lífið vera svo erfitt að það sé ekki sanngjarnt að skrifa upp sögu þeirra sem liðið hafa. Það finnst oft vera nóg að þeir skuli halda lífinu sem lífið hafa. Og sumir verða að taka út þjáningar og kval- ir, sem ekki er viturlegt að skrifa um. Og það er eins og menn verði fegnir að sleppa við að skrifa um hættur og þjáningar, eða sögu um það, hvernig menn brutust inn í frumskógana, veglausa, með sólina fyrir leið- arstjörnu á daginn en stjömur himinsins á nóttunni, og kafþéttan skóginn einlægt yfir höfði þeirra, svo að illt var að greina dag frá nóttu, og mennirnir urðu svo þreyttir á þessu, að þeir hirtu lítið um það hvert heldur var dagur eða nótt. Og stundum deila menn af kappi um eitt eða annað og hvorugur get- ur sagt að þessi sé réttur en hinn sé rangur, og vanalegt er það, að engum tveimur mönn- um ber saman, um hinn sama hlut; þeir geta báðir verið rangir. Það má segja, að þó að við séum allir lifandi, þá beri engum saman um hinn sama hlut, eða hluti. En þó var það mjög verulegt atriði, sem skeði í litlu kirkjunni á Livingstone stræti, þegar þau Marzida og Wardrop voru gefin saman í heilagt hjónaband; og nú voru þar allir prúðbúnir og engann hafði grunað það, að við værum nýkomin frá framandi landi, ókunnu og æfagömlu, en sem þó var ókunn- ugt öllum öðrum af kynflokki okkar, okkur þessum fáu sem rétt nýlega höfðum verið að ferðast um það. Við skildum nú um tíma eftir giftinguna því að þau Wardrop og kona hans fóru með gufuskipi sama daginn til Bandaríkjanna, og skugginn Wardrops, hann Beni Hassan fór með þeim. En við, doktor Morgano og ég, héldum tveir einir til Frakklands. Gufuskip- ið sem við vorum á var fullt eins gott og vana- lega gerist, og hélt ég að litli vísindamaður- inn dr. Morgano, myndi gleðjast yfir þæg- indum öllum á skipinu, en það var lítið um gleði fyrir honum. Hann virtist hafa elst svo mikið á þessum stutta tíma að ég varð algerlega undrandi yfir því. Klukkutímum saman sat hann í ruggustólnum sínum, með opin augun og höfuðið hangandi á bringu nið- ur, og horfði á öldurnar, rétt eins og hann væri að telja þær. Eg fór nú að verða hræddur um hann og hélt að hann yæri að falla í ólæknandi þunglyndi, þrátt fyrir allt sem ég reyndi til að hressa hann upp. “Heyrðu kunningi, þetta dugar ekki,” sagði ég við hann eitt kveld þegar við vorum tveir einir. “Getur þú ekki sagt mér frá því hvað það er, sem að þér gengur? Ertu sjúk- ur á sál eða líkama?” Hann brosti þunglyndislega til mín og hristi höfuðið. “Hinrik,” sagði hann; “þú ert tilfinninga næmur og vinur minn. En — þú getur ekki skilið þetta. Mér finst sem heili minn og hjarta hafi orðið eftir þarna—” og nú veif- aði hann hendinni í vesturátt — “sé grafið í hellinum, þar sem aliar leifar verka minna eru, — verka minna sem kostuðu mig svo mikla fyrirhöfn, en töpuðust svo hörmulega.” “En þú hlýtur að geta skrifað meginhlula þess upp aftur,” sagði ég. “Nei,” sagði hann hörmulega. “Eg fer ekki að lappa upp á það aftur; það væri að bæta bót á gamla flík, og þar yrði mörg bótin garmaleg og færi ekki vel, og væri óáreiðan- leg. Þar myndi svo mikið vanta að flík sú yrði óhafandi.” “Jæja þá, fyrst þú hefir ekki minnisblöð þín, því lætur þú það ekki liggja milli hluta fyrst um sinn. Það er ekki óhugsandi að þú kunnir seinna að ná þeim, þegar allt fer að verða með ró og spekt í hinni helgu borg. Sá tími hlýtur að koma fyr eða síðar..”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.