Heimskringla - 12.09.1928, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.09.1928, Blaðsíða 2
J. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 12. SEPT. 1928 Andlegt líf á Soviet Rússlandi Þegar sagt var frá atvinnumálum og afkomu í Sovjet-Rússlandi í síð- asta blaði var þess stuttleg’a getið, að einn sá þáttur þjóðlífsins þar, sem merkastur væri til athugunar á hinu nýja ástandi, væri andlega líf- ið eða bókmentirnar. Það er kunn- ugt að síðara hluta seinustu aldar og fram yfir aldamót áttu Rússar hvern merkishöfundinn öðrum fremri og þeir höfðu margvislegt áhrif á andlegt lif annara Evrópuríkja og urðu á ýmsan hátt leiðtogar nýs tíma, auk þess, sem þeir mótuðu þjóðlífið heima fyrir eða komu þar á margskonar róti. Voru þá rædd af ákafa á Rússlandi, að vísu með nokkrum hömlum ritskoðunarinnar, hin mikilsverðustu úrlausnarefni þjóðfélagsmála, trúmála og heim- speki og svo afstaða Rússra sjálfra í heimsmenningunni. Margt í þeim umræðum hefir haft heimssögulegt gildi í byltingum þeim, sem á eftir fóru. En tæpast hafa Rússar eign- ast nokkurt skáld á síðustu bylting- arárunum, sem jafnist á við öndvegis skáld fyrri tíma og hafa þó átt og eiga enn ýms góð skáld. Og bol- shevíkar hafa á ýmsan hátt látið sér ant um listir og vísindi í land- inu. Öðrum þræði hafa þefr þó líka komið fram einstrengislega í jþessum efnum og hefir stjórnin. eins og annað einræði, tilhneigingu til þess að þrælka listirnar undir oki flokksaga síns og stjórnmálastefnu. A árunum milli byltinganna 1905 og 1917 var Alexander Blok merk- asta skáld Rússlands. Hann var ekki beinlínis bolshevíki, en orkti helzta verk sitt um byltinguna 1917, og fagn aði henni á ýmsan hátt. Hann var alltrúhneigður og “guðleitandi” í skáldskap sinum eins og titt var um Rússa og hneigðist mjög í þjóð- ræknisátt og tignaði á gamla vísu hið dularfulla og víðfeðma rússneska þjóðareðli, gagnstætt eðli Evrópu- mannsins, og menningar hans, sem að ýmsu leyti hefði haft skaðvænleg áhrif á rússneskt líf. Þetta er gam- alt og margrætt efni í rússneskum bókmentum. Aðrir öndvegishöfund ar frá sama tima og síðustu árum eru Belyi og Remisow. En helztu höfundar á timum bolshevíkastjórn- arinnar hafa annars verið Jesenin, Iwanow, Pilniak og Samiatin og svo Majakowskij og Gorki hefir skrifað ýms beztu rit sín á síðustu árum. Þeir hafa allir skrifað merkilegar og góðar lýsingar á rússnesku lífi byltingaráranna og hugleiðingar um ástandið og enganveginn gylt það eða skrumað af því, en viljað horf- ast í augu við veruleikann og þó halda trú sinni á hugsjón hins nýja tíma. Pilniak hefir i einni helztu sögu sinni lýst hörmungum bylting- aráranna í rússneskum smábæ og mun hafa verið eitthvert fyrsta skáldið, sem lýsti byltingunni frá þeirri hlið. Eitt af þessum skáldum, Belyi, hefir skrifað um hinn nýja öreiga- skáldskap og afstöðu hans m. a. á þessa leið: Spurningin um list og menningu öreiganna var rædd ákaft um skeið. Annar flokkurinn pré- dikaði veldi, tign og nýjung öreiga- menningarinnar og reyndi að ákveða form hennar sem nákvæmast. Or- eigaskáldin áttu að yrkja ljóð undir einföldum og alþýðlegum bragarhátt- um. — Einstaklingshyggjan átti að deyja í list þeirra, og orðið “ég” átti að hverfa úr orðabók þeirra og “vér” að koma í staðinn. Hinn flokkurinn lét skýringuna á öreiga- skáldskapnum eiga sig, en fullyrti að hann væri kraftlaus, fánýtur og blælaus. Oreigaskáld var aðeins beinaber náungi, sem hafði það helzí fyrir stafni að brjóta styttu Pusch- kins og prédika einhverja alþjóða- stefnu. En meðan þessum deilum fór fram var í öreigaskólunum lögð vaxandi áherzla á það, að lesa, skilja og skýra skáld hins gamla tíma, eins og Puschkin og Gogol og á það að hagnýta sér verðmæti hinnar eilífu menningar. Kvæði öreigaskáldanm eru nú orkt undir fínustu og flókn- ustu bragarháttum og bókmentasmekk urinn beinist í ýmsar áttir, til Pus- chkins eða Tiutschews eða Tagore’s eða til Blok’s. I stað þess að fyrir- lita einstaklingshyggjuna fóru öreiga skáldin að prédika að eina viðreisnar von öreigalistarinnar væri efling ein- staklingshyggjunnar. Menn fóru jafnvel að deila um það, hvort nokk- ur öreigaskáldskapur væri mögu- legur. Rússneskum bókmentum siðustu áranna hefir því farið eins og oft hefir farið áður undir svipuðum kringumstæðum. Þær hafa byrjað sem ákafar og flokksbundnar bylt- ingar og niðurrifsbókmentir, en síð- an færst meira og meira í þá átt að losa sig undan flokksaganum til þess að standa sem sjálfstæðastar gagn- vart viðfangsefnum sinum og hafa þá jafnframt farið að lita friðsamlegar á menningarverðmæti fyrri tíma og hagnýtt sér þau. Byltingin af- neitar ekki beinlínis sjálfri sér, en hún endurskoðar sjálf^ sig og lag- ar á margan hátt. I öllu þessu róti hafa í rússneskum bókmentum komið fram mörg merk verk og ýms- ir frömuðir stjórnmálanna hafa skrifað merkilega um andleg mál, s. .s Trotsky og Titsjerin, sem sjálf- ur fæst við skáldskap. Það, sem margir rússneskir höfundar telja að nú hái þroska bókmentanna mest, eru afskifti rikisins af bókaútgáfunni og ýmiskonar “vinnuveiting” ríkis- valdsins til rithöfunda, sem á að vera gerð í einskonar styrktarskyni eða til þess að hagnýta starfskrafta rit- höfundanna á “skipulagsbundinn’’ há;t, en verður til þess að dreifa og spilla störfum skáldanna, segja þau sjálf, enda búa þau mörg við þröng- an kost. Ymsir merkir Rússar vinna þvi að þvi, að losa bókment- irnar sem fyrst undan áhrifum rik- isvaldsins, ritskoðunar og rikisút- gáfu. R'íkisútgáfan reynist illa. En rússneskt líf og rússneskt andríki á meira en nóg efni í nýja og glæsi- lega list. Rússnesk bcendamenning Þegar rætt er um rússneska kom- munismann heyrist þess oft getið, að hann muni stranda alveg á mótspyrnu bændanna, enda hefir sovjetstjórnin orðið að slá mjög af kröfum sin- um um þjóðnýtingu landbúnaðarins. En nýleg fregn segir að hún sé nú aftur farin að framkvæma þjóðnýt- ingarkröfurnar á þv; sviði. Nýlega hefir einnig komið fyrir smáatvik. sem bregður dálitlu ljósi yfir ástand- ið, og sýnir, að þótt það sé illt nú, þá þykja mörgum bændum umskift- in allgóð frá því sem var. ' Vol- konsky prins, sem nú er landflótta í Frakklandi, sendi nýlega bréf fyr- verandi landsetum sínum í Rússlandi, en hann átti miklar jarðeignir í Ry- azon-héraði. Kvaðst hann halda fram rétti sínum til jarðanna sam- kvæmt lögum zardæmisins og ætla að hverfa til þeirra aftur, “þegar kristi legri stjórn hefir verið komið á í hinu þjáða föðurlandi.” Bændurnir sendu prinsinum svohljóðandi svar: “Við höfum ekki gleymt hnútasvip- um yðar og hýðingarlurkum, sem riðu á þrælkuðum herðum okkar. Fyrir tíu árum brendum við í ofnum okkar öllum zarlögum um eignir yð- ar. Stóreignum yðar er nú heið- arlega skift milli okkar. Loks verð um við að minna yður á það, að okk- ur skjátlaðist stórlega, þegar við létum yður sleppa lifandi út úr Sov- jet-Rússlandi.” —Lögrétta. Hernann Keyserling' greifi, um framtíð menningarinnar A síðustu árum hefir margt verið rætt um framtíð hinnar vestrænu menningar. Virðist sumum svo, að sú menning sé nú að hruni komin og eru k en n i n g a r Spenglers kunnastar þeirrfe skoðana. Einnig hefir Keyserling greifi, sem Lög- réttu lesendum er einnig kunnur, skrifað um þetta, en er mun bjart- sýnni en Spengler. Er hér á eftir sagt frá nýrri ritsmíð eftir hann um þetta. Við stöndum nú á þröskuldi nýs myrkurtímabils, tímabils eins og þess, sem kom á eftir tímum hins róm- verska glæsileiiks. Þetta merkir ekki það, að hnignunartími sé um það bil að koma á eftir framfhra- tíma, en aðeins það, að nýtt tíma- skeið er fyrir höndum, ólíkt í eðli sinu því tímabili, sem lá milli endur- reisnaraldarinnar og heimsstyrjald- arinnar. Tími undirbúnings, en ekki fullkomnunar. Og hv<ar skeð- ur undirbúningur nýs tímabils, ef ekki í myrkrinu? Og úr myrkrinu kemur það í ljós gegnum óskapnað og ófegurð. Tímabil ljóssins eru ekki, eins og flestir halda, þýðingar- mestu timarnir. Þeir eru blátt á- fram tímar uppskerunnar, fullkomn- uninnar. Því munu þessi tímabil sífelt skiftast á. Hin sönnu öfl sögunnar eru ekki efnisleg, heldur andleg. Efnisöflin, sem slik, hafa nauðalitið gildi. Það er merking þeirra og tilgangur, sem á veltur. Því það er einmitt þetta, sem menn kalla merking og tilgang, eða mein- ingu, sem lýsir hinu skapandi afli mannsins. Enginn maður lifir fyr- ir það, sem að hans áliti er ekki vert þess að lifa fyrir. Þeir tim- ar hafa verið til, að mannkynið taldi fátæktinni, sem hugsjón, allt það til gildis, sem menn nú telja góðum lífskjörum til gildis . Merki hinnar nýiu myrkuraldar eru augljós. Nú á tímum, eins og í upphafi miðaldanna, lætur hin nýja kynslóð sér gersamlega í léttu rúmi liggja hugsjónir og markmið feðra sinna. Menningararfurinn hefir ekki lengur sín gömlu áhrif, hversti fagur sem hann kann að vera, hvorki í trúmálum né listum. Svo rná segja, að sú manntegund, sem kalla má bílstjóramanninn, sé nú alstaðar að verða fyrirmynd og hugsjón, en það merkir að maðurinn er aftur að komast á hið frumlega sálarlífsstig, en hefur á valdi sínu alla véltækni nútímamenningarinnar. Heimsstyrj- öldin hefir sannað þetta allt. Hin raunverulega afleiðing heimsstyrj- aldarinnar er ekki fólgin í sigri banda manna, eða stjórnarfarsbreytinguiir ríkjanna, hún er fólgin í breytingu á sálarlífi og eðliseinkennum. Það er ekki á Rússlandi einu, að ný mann tegund vex upp. Það á einnig við um Þýzkaland og England, pafnvel Ameriku. Og hinn nýi maður er ekki menningatmaður, hann er “bíl- stjóri,” það er að segja hann er þrunginn af frumlegu ofbeldi, fullur af lífsfjöri og yfirlæti æskunnar. 1 sögu heimsins hafa orðið margar brteytingar tnenningar og antllegs lífs. En við þekkjum aðeins eina slíka breytingu, sem með réttu kall- ast “myrk”,— miðaldir Vesturlanda. Breytingarnar, sein nú eru að verða eru eins róttækar og þær, sem gerð- ust fyrir 2000 árum. Og þá þver- brotnaði beinlínis sam'hengið milli fornaldar og miðaldaheimsins, þvi það sem lifði úr hinu gamla var notað til að holdga nýja sál. Ef litið er í einni svipan yfir mannkyn nútímans, munu menn sjá, að það er bolshevismi en ekki þjóð- ræði (demokrati) sem hefir orðið hin almenna afleiðing heimsstyrjald- arinnar, ekki krafa um frið, heldur um ofbeldi, ekki virðing fyrir göml- um réttindum, heldur stofnun nýrra réttinda, það er mark aldarandans. Anteríka er nú einangruð frá öllum umheimi, Bandarikin ein hafa hald- ið i niðurstöður hins gamla skipu- lags. Þess vegna er því svo farið — gagnstætt því, sem almennt er talið, — að heimurinn hefir aldrei verið fjær þvi en nú, að verða amer- ikanskur. Amerfikar hugsjónir og fyrirmyndir hafa aldrei verið heim- inum í heild sinni fjarlægari en nú. Andi hins svonefnda nýja heims er farinn að verða gamall og úr sér giengim^. , Menn trúa nú tæpast lengur á hugsjónir lýðræðisins, á rétt eignanna, stranigleika siðvendninnar. Munur hins nýja og gamla sést á muninum á Rússlandi og Ameríku og skýtur hið nýja þó einnig upp höfðinu í Ameríku. En hvorki RÚSslandi né Ameríka eru fyllilegt framfíðarmark. Þjónusta og “samstarf” voru orð- tök og einkenni miðaldanna, engu síður en nútimans. En samfélags- ríki (collektiv-ríki) er ekki menning- arríki langt á leið komið, það er hið almenna, frumlega ríki. En það er ekki hið almenna, heldur hið ein- staka, sem sýnir blóma menningarinn ar. Þegar menn aftur eru vaxnir upp úr samfélag’sríkinu, sem er nauðsynlegur liður þróunarinnar, munu nýjar einstaklingsstefnur aft- ur ná sér niðri. Nú vill allt mann- kynið lifa lífinu fullkomlega. Það vill eyða öllum sérréttindum. Hið nýja myrkurtímabil, sem fyrir hönd- um er, er hlið þesa æðra ríkis. Lát- um því okkur ekki örvænta vegna þeirrar baráttu og erfiðleika, sem bíða okkar. Þær einar geta látið nýja og æðri menningu fæðast. —Lögréttja. Jón Laxdal Með Jóni Laxdal er í valinn fall- inn sá hinna eldri söngmentamanna íslenzkra, sem mörgum mun mest eftirsjá að. Hann elskaði listina vegna hennar sjálfrar, fölskvalaust og án eigingirni. Þó að ýms við- leitni i íslenzku tónmentalífi síðari tíma hafi ef til vill verið honum tor- skilin, þá átti það nýja engum kala að mæta hjá honum. Hann var fús á að styðja hverja þá viðleitni, sem hann fann að var af hreinum toga spunnin. Og hann hvatti fremur en lajtti hina yngri tólnmentamenni, þó að hann léti í ljósi að aidursmun- ur væri svo mikill, að sjálfur gæti hann lítið lið veitt þeim. Hann hafði einna mestar tónlista- gáfur til að bera af þeim Islending- um sinnar kynslóðar, sem störfuðu í sömu grein tónmentar, þó að kunn- átta hans hafi hvorki náð lengra né skemmra en hinna. En hann lét svo um mælt að hann teldi sig “ekki til eiginlegra tónskálda,” og gaf með því í skyn að honum væri fullljóst að ekki væri um æðri list að ræða, heldur alþýðuskáldskap, þó að af göfugum toga væri spunninn. I lögum hans ber mest á því ljúfa og ljósa og býr í þeim mörgum ótvíræð listræn tilfinning. Frá Islandi. Jarðarför dr. Valtýs Guðmundssonar fór fram hér í bænum á mánudaginn var. Var líkið flutt hingað með “Islandi.” Séra Ölafur Olafsson kirkjuprestur talaði í kirkjunni. Sungið var kvæði eftir Þorstein Gíslason. Þingmenn fyrverandi og núverandi báru kistuna úr kirkju, en háskólaprófess orar í garðinn. R’vík. 11. ágúst. Síldaraflinn. Frá Siglufirði er símað á fimtudag linn: Góður síldarafli á mánudag og þriðjudag, t. d. fékk E. s. Namdal 1100 tunnur, E. s. Papey 700 tunn- ur, M. s. Hrefna 500 tunnur, önnur skip minna. Lögreglan hér hefir að boði lands- stjórnarinnar hvað eftir annað stöðv að uppskipun á bræðslusild úr erl- endum skipum, en verksmiðjueigend- urnir halda áfram afgreiðslunni. — Stöðvaði lögreglan þó til dæmis einn daginn þrisvar sinnum afgreiðslu sama skipsins, E.s. Jöna hjá Goos. Nýjar landssímastöðvar Eftirtaldar 3 flokks stöðvar hafæ nýlega verið opnaðar: Hruni og Galta fell í Hrunamannahreppi, Asar og Holt í Gnúpverjahreppi, Fellsmúli í Landmannahreppi, Stóridalur i Svínavatnshreppi, Hnjúkar, Flaga, Eyjólfsstaðir og As i Vatnsdal. Stöð in á Varmá hefir verið flutt að Ala- fossi. Ur Borgarfirði er símað 4. ágúst: Heyskapur gengur alstaðar vel, hey hirt eftir hendinni. Flestir búnir að slá það í túnum, sem slegið verður að sinni. Snöggustu blettina hafa margir beð- ið með aö slá. A Hvanneyri eru konmir upp undir 2000 hestar í hlöð- ur. Tööufengur allmikið minni en vanalega. 1 fyrra heyjuðust á Hvanneyri 4400 hestar, en verður varla meira en 3,400 — 3,500 hest- ar j ár. 1 Hvítá er verið að steypa stöp- ul þann hinn mikla, sem verður úndir miðri brúnni. Aætlað var að sögn,. að fara myndu 1500 sementspokar til stöpulsins. Gengur brúarsmíðin vel. Sundkonur Tvær ungar stúlkur hafa nýlega 'getið sér góðan orðstír fyrir sund. Synti önnur þeirra, Anna Gunnars- dóttir, nemandi á Hvanneyri, yfir þveran Borgarfjörð, um 2600 metra. Var hún einn klt. og 20 mín. á leiðinni. Sjávarhiti var 13—14 stig. Hin stúlkan heitir Asta Jóhannes- dóttir héðan úr bænum. Synti hún úr Viðey inn á Reykjavíkurhöfn. Ei : sú vegalengd talin um 4 kílómetrar. Var hún tæpa tvo tíma á leiðinni. Sjávarhiti var 12 1-2 stig. Tvisvar áður hefir verið synt úr Viðey til Reykjavíkur. Fyrst synti | Ben G. Waage þessa vegalengd 19 14 og síðan Erlingur Pálsson 1925. Vegagerð er um það bil að hætta í Norðurárdal, verður hætt þegar vegurinn er kominn yfir Sanddalsá, sem verið er að brúa. Fara vega- gerðarmennirnir síðan að bæta verstu kaflana á Holtavörðuheiði, til þess að gera þá greiðfærari bif- reiðum. Ennfremur er verið að ryðja Stóravatnsskarð, verður þá al- veg fært bifreiðum alla leig úr Borg- arnesi til Skagafjarðar.— Bifreið- ar fara nú úr Borgarnesi til Blöndu óss eftir hverja bátsferð. — Tvisvar er nú búið að fara fram og aftur í bifreið til Stykkishólms. Er nú ver- ið að ryðja veginn á fjaliinu, svo að- hann verði nokkurnveginn fær bif- reiðum. A Hvanneyri er nýlega byrjað á mikilli fjósbyggingu yfir 80 n'aut- Það var bjart yfir öllum mannin- um og munu fáir landar vorir frek- ar hafa geta borið nafnið ‘‘gentle- man” en einmitt hann. Þó var hann alveg laus við allt, sem kallast gæti / óhreinlyndi, eða skortur á hreinskilni, og þeim mönnum kann að hætta til, j sem leggja áherzlu á Ijúfmannlegt við mót. Hann gat lýst áliti sinu í j mjög skýrum dráttum og eindregið , ef því var að skifta. Höfðingi var I hann í lund, mikill vinur Hannesar ! Hafstein. Hann leitaði ljóss, feg-1 urðar og yndis í allri sinni lífshög- | un, eins og títt er um marga listgefna menn. Þetta gat engum dulist sem kom á heimili hans, sem var prýtt ' þannig að sumir myndu nefna “lux- j us,’’ en þar var bragur smekks og menningar á öllu. ENDURGREIÐSLA C FTIR að búið er að selja vörurnar, þá er greið og hagkvæm innheimta alls varðandi. Frændi hans, Eggert M. Laxdal, | hefir nú öðlast skilyrði til þess að þroska í Ijósi evrópskar menningar þá ættgengu listgáfu, sem ekki fékk ■ notið sín hjá Jóni Laxdal, þó að á öðru sviði væri. Þar lýsir sér : munur tveggja kynslóða. Minnig Jóns Laxdal er björt óg hlý. —Jón Leifs. —Vörður Auk þeirarr þekkingar er vér höfum á kröfum vörusendanda, og þess hagræðis er af því stafar, þá er tryggð öll fjárheimta með útibúa kerfi voru yfir allan Canada og í 31 ríki utanlands. The Royal Bank of Canada EIGIÐ ÞÉR VINI A GAMLA LANDINU ER VILJA KOMAST TIL CANADA? SJE SVO, og langi yður til þess að hjálpa þeim hingað til lands, þá komið að finna oss. Vér önnumst allar nauðsynlegar framkvæmdir. ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents UMBOÐSMENN ALLRA FARSKIPAFJELAGÁ 607 MAIN STRKKT, WINNIPEG SfMI 26 861 BVa kver umbnðsmatlur CANADIAN NATIONAL irm cr. TEKIÐ Á MÓTI FARÞEGUM VIÐ LANDGÖNGU OG Á LEIÐ TIL ÁFANGASTAÐAR FARBRÉF FRAM OG AFTUR TIL allra staða í veröldinni

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.