Heimskringla - 12.09.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.09.1928, Blaðsíða 4
4. BLAUÍSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 12. SEPT. 1928 1 Híimskrin^la (Ittfaal 1MM> Krnor ■ t I hrrrlnin nnrlfcldrll KIOKNDUR: VIKING PRESS, LTD. 8BS >( 8BB SAItfiRlfT AVE. WIJI.VIPEG TAIrSIMl! 8« nX7 VtrV blaflslns «r IS.00 árgangurlnn b»TJ[- lnt fyrlrfram. Allar borganlr seniltst THE VIKING PlíIífcS L/TÐ. 8IGPÚ6 HALLDÓRS Ir6 HöfBum Rritstjórl. l'lBiiflskrlll tll hlabnlnsi THK VIKINfi PIIISSS, lAd., Bol SIOS l'tanAxkrlft tll rltntjðrnnMi EDITOft HBINBKRInQLA, Bol SIOS WINNIPRfi, MAN. “Helmskrlngla ls pnbllsbed by Tbe Vlkln* Prcno l.td. and prlnted by C'IT Y PBINTINO <t PUBLISHINfl CO. SSSS-SSS SorKMit A ve.. Wtnntpes. Mnn. Telephonei .8« SS T WINNIPEG 12. SEPT. 1928 “Friður á jörðu,, “.....Nefndin er þess fullviss, að þau gögn er hún hefir safnað ættu að sefa óttann um það, að heræfingadeildirnar (the Cadet Corps), með því sniði sem nú er á þeim, efli hernaðarandann með kanadiskum æskulýð.” — “Nefndin leggi fram ályktun, sem bæði kirkjan og þjóðerniskenndin í landinu, er vér byggjum, mega vel við una.” — Ef blessuð kirkjan er þá ek'ið alltaf sjálfri sér lík. — í hittifyrra skipaði kirkju þing hinnar nýstofnuðu “Sameinuðu Kirkju í Kanada” nefnd til þess að bolla- leggja það, hvort nokkur hernaðarandi myndi eiga sér stað í sambandi við her- æfingar skóla- og æskulýðsins í Kan ada. Og fyrri málsgreinin, tilfærð hér að framan, er megin álvktun þeirrar nefndar lögð fram á þriðja ársþing þess- arar stofnunar, sem haldið er hér í Winnipeg þessa dagana. Stórblöðin hér geta þess að “aug- ljóst hafi verið að þetta kirkjuþing hafi verið ásátt um það, að afar mikils væri vert um afstöðu þess (’: Kirkjunnar) til ófriðar eða friðar.” — En auðvitað var ekki við því að búast að þessir guðsmenn, lærðir né leikir, gætu tékið nokkra af- stöðu til þeirra mála svona í snatri. Þess- vegna var nú á ný skipuð nefnd til þess að melta það ofan í samkunduna. Síð- ari málsgreinin, tilfærð hér að framan, er ein af þeim leiðbeiningum, er nefndin fékk í nestið, til þess að geta betur áttað sig á meðalhófinu! Því kirkjan er nú fyrir langa löngu orðin nógu reynd og ráðsett til þess að skynja það, að það er betra að fara var- lega þegar spursmálið er um það hvort skynsamlegt geti verið eða réttmætt af mönnum að úthella blóði bræðra sinna, í viðlögum, t. d. í “varnarstríði,” af “föðurlandsásL” Já, oss fer öllum fram með aldrinum. Og kirkjan er svo löngu komin fram úr meistara sínum, Jesú Kristi frá Nazareth í þessu efni, eins og svo mörgu öðru. Hann var svo ógætinn stundum, meist- arinn frá Nazareth. Hvílík yfirsjón, að honum skvldi ekki detta í hug að skipa einhverja af postulunum í nefnd til þess að segja áiit sitt um tilverknað Péturs. áður en hann ávítaði hann fyrir að sníða eyrað af Malkusi. Því hefði hann Baft þá forsjá til að bera, þessa gætni, sém kirkjan hefir löngu öðlast, þá hefðu orð hans “Sliðra þú sverð þitt; því að allir þeir, sem grípa til sverðs munu farast fyrir sverði.” og “Þér skuluð ekki rísa gegn meingjörðarmarminum, en slái ein- hver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum,” ekki haldið kirkjunni í þetesari stöðugti klípu', /ár eftir ár og öld eftir öld, að sjóða saman afsakanir fvrir “heilögum stríðum” og “varnarstríðum,” í hvert skifti sem eíii- hver þjóðhöfðingi eða þjóð hefir treyst kröftum sínum til þess að girnast eigin- konu, uxa eða asna náunga síns. * * * Fallega væri það nú gert, ef þetta kirkjuþing kastaði “gætninni” fyrir borð, og tæki sér ákveðna afstöðu gegn ófriði. En þess er ekki að vænta. Kirkjan hefir aldrei farið langt fram úr stjórnmálamönnunum. Og þeir eru ekki komnir langt fram úr fyrirrennurum sínum, hvað sem líður öllum fagnaðar- látunum út af Kellogg samningnum. Því sannleikurinn er sá, þrátt fyrir öll lofs- yrðin sem á hann hefir verið og er lok- ið, að eins og hann var úr garði gerður síðast og samþykktur í París, býður hann kunnugum, hugsandi mönnum nauðalitla eða engu meiri tryggingu fýr- ir varanlegum alþjóðafriði en samningar er áður hafa verið rofnir, þegar hverjum sýndist eða samningamir sem gerðir hafa verið eftir ófriðinn mikla og sem þessi samningur átti að endurbæta. Hefði hann verið samþykktur eins og liann kom fyrst frá hendi Kelloggs, hefði verið nokkuð öðru máli að gegna. En því var nú ekki að heilsa. Kellogg samningurinn er afleiðing- in af tilraunum Briands í fyrravor, á þá leið, að Frakkar og Bandaríkin skyldu ekki framar grípa til vopna hvor á móti öðrum. Svaraði Kellogg þeim mála- leitunum í desember 1927, og vildi láta samninginn um það að grípa ekki til vopna út af ágreiningsmálum ná til allra stór- veldanna og annara helztu ríkja. Þá breyttist hljóðið strax dáiítið í Frökkúm, en þó svöruðu þeir því að þeir myndu fallast á slíka samningsgerð, að því leyti að skuldbinda sig til að leggja ekki í “árásarstríð.” Kellogg vildi eng- ar slíkar takmarkanir hafa og svarar því í febrúar 1928, eftir miklar bréfaskriftir fram og aftur, að sér finnist óhjákvæmi- lega, að ef stjórnirnar ætli að láta hug 'sjónir sínar í friðaráttina takmarkast af því að hengja sig í vissan skilning vissra t orðatiltækja, að þá muni það stórúm rýra, ef ekki algerlega eyðileggja hina sönnu viðleitni til þess að afnema allan ófrið, og verða aðeins þrotabúsyfirlýsing öllu mannkyni til stórra vonbrigða. Og í ræðu sem hann heldur fvrir utanríkis- ráðanefndinni ((Council of Foreign Re- lations) 15. marz í vor áréttar hann þetta ennfremur á þessa leið: “Mér virgist sem allar tilraunir til þess ai5 skilgreina orSiS “árásastríð” og allar undan- tekningafl- og skilmálasetningar um það. hve- nær álita skuli að þjóðir hafi rétt til þess að segja hver annari stríð á hendur, muni stórum veikja raunverulegan árangur slíkra samninga sem þess, er nú er á prjónunum, og í raun réttri eyðileggja allt jákvætt gildi þeirra, sem “frið- artryggingu.” Frakkar þumbast við, og bera það fyrir sig að þeir séu á ýmsan hátt bundnir svo af Locarno samningnum og ýms- um öðrum samningum, að þeir verði að halda fast við sinn skilning, (þ.e.a.s. í raun réttri að undanskilja “varnarstríð.”) Og nú fer Keliogg að láta undan síga. Fleiri koma nú líka til umræðanna, og þá náttúrlega fyrst og fremst Sir Aust- en Chamberlaín, utanríkisráðherra Breta, fyrir þeirra hönd. Hann lýsir yfir því í stjórnarskeyti til Bandaríkjanna í maí- mánuði í vor, að hann fallist á amerísku tiilöguna með sömu undantekningum og Frakkar og bætir þessari við: A vissum svæðum í heiminum hagar svo til að velferð þeirra og það að þau séu látin afskiftalaus, er lífsnauðsynlegt skilyrði fyrir friði vorum og öryggi. Stjórn Hans Hátign- ar hefir látið sér annt um það að þessu, að gera það öllum skiljanlegt, að hún þolir enga afskiftasemi á þessum svæðum. Að verja þær árásum er varnarráðstöfun Bretaveldi. Menn verða að gera sér glögga grein fyrir ;því að stjórn Hans Hátignar á StórbreUandi gengur að þessum nýja samningi að því greinilega til- skildu, að hann hafi engin áhrif á það, að hún geri þœr ráðstafanir er henni sýnist í þessu til- liti. Stjórn Bandaríkjanna hefir samskonar hagsmuna að gæta, og hefir lýst því yfir, að hún álíti það fjandsamlegar aðgerðir, ef eitt- hvert útlent stórveldi taki ekki fullt tillit til þeirra.” Setningin, sem prentuð er með breyttu letri hér að ofan, er endurtekin í stjórnarskeyti frá Bretum 18. júlí, 1928, þar sem þeir lofa að skrifa undir samn- inginn aðeins með þeim skilningi, að brezka stjórnin hafi fulit ráðstöfunar- vaid á þeim svæðum, hvar í heimi sem er, er hún á “sérstakra og lífsnauðsynlegra hagsmuna að gæta.” » * * Menn fara nú sennilega að renna grun í það, að samningar með þessum skilmálum og þessum skilningi Frakka og Breta er ekki alveg gailalaus og óbilandi verja gegn hverskonar ófriði um allar aidir. Allir, sem nokkuð hafa fylgst með og eitthvað lært af sögunni, vita það, að aldrei hefir stríð svo verið háð, að minsta kosti ekki um langt skeið, að það hafi ekki verið “varnar- stríð” keimafyrir, h e i m a þ j óð- in aldrei lagt í það af öðrum orsökum en þeim einum, að á hana var hafið “árásar- stríð” af hinum aðilanum, að nnnsta kosti ef jafnokar eigast við. Franski skilningurinn er því eilíflega opin smuga fyrir hvern sem er, þegar svo ber undir. Og þegar stórveldi dettur í hug að ráðast á lítilmagnann, hvort sem hann býr í Nic- aragua eða Suður-Afríku, þá er það vit- anlega heldur ekki “árásarstríð” af stór- bokkans hálfu, heldur neyöist hann í það, aðeins til þess að gæta “sérstakra og lífsnauðsynlegra hagsmuna sinna,” hversu þvert sem honum er það um geð, að svo skuli þurfa til að takast. Þar hefir brezki skiiningurinn í skeyti Cham- berlain’s því búið til aðra eilíflega opna smugu, í hvert einasta skifti, sem um ó- jafnan leik er að ræða, hversu hróplega ójafn og óréttlátur hann kann að vera. En að þessum skilningi gengur Kellogg samt, og hinir aðrir, er undir samninginn hafa skrifað. Einn af allra færustu sérfræðingum í alþjóðarétti, sem nú er uppi í Banda- ríkjunum, Edwin M. Borchard, prófessor í alþjóðarétti við Yale háskólann kemst, að þessari niðurstöðu, eftir að hafa grandgæfilega athugað samninginn: “Fyrsta uppástunga Mr. Kellogg’s var skilyrðislaust afnám stríðs. Samningurinn, sem nú cr takmarkaður af undanþáguskilyrðum Frakka og Brcta, inniheldur enga skuldbindingu um að halda sér frá ófriði eða afnema hann, licldur cr hann í rauninni og frá lagalegu sjón- armiði hátíðlegt staðfcstubréf fyrir öllum stríð- tim, scm tilncfnd cru í undantekningunum og skilyrðunum * * * Friðarþráin í öllum löndum er, sem betur fer, afarsterk. Á því er enginn efi. En hún er líka sjálfsagt öruggast skýli voninni um alþjóðafrið. Því stjórn málafulltrúar stórveldanna hafa enn sem fyr brugðist lýðnum, með nákvæmlega sömu gömlu “gætninni,” alveg eins og kirkjan. Það eru líka fleiri en pró- fessor Borchard, sem litla trú hafa á raunverulegann mátt Kelloggssamnings- ins, í Norðurálfunni, engu síður en í Bandaríkjunum. Að smáríkin í Norður- álfunni telji sér lítið hald í honum, má bezt sjá á ræðu þeirri, er Ludwig, norski íulltrúinn hélt á alþjóðafundinum í Gen- eva fvrra fimtudag, 7. þ. m. Og hvers halda menn að annar eins herra og Muss olini muni virða slíkan samning, þó hann skrifi undir hann, maðurinn, sem hvæsir þessu að Þjóðverjum, meðan hann er að kremja lífið og sálina úr ættbræðrum þeirra í Týról: “Minnist Þýzkaland þess, að ítalía er þess reiðubúin, ef nauðsyn krefur, að bera fána sína yfir landamær- in, en aldrei til baka. Vér heimtum tvö augu fyrir eitt auga og allan tanngarð- inn fyrir að missa eina tönn.” ORÐ OG EFNDIR ...Flyrst lofar hann öllu og svo svíkur hann allt. —Gömul vísa. Menn hafa sögur af því, að Bólu Hjálmar kom eitt sinn úr kaupstað með drápsklyfjar á einu áburðartruntunni sem hann hafði í förinni. Öðru megin vor'u loforð kaupmannsins, hinu megin svikin. Þyngri klyfjar hafði hann aldrei flutt. Álíka búsílag á nú Manitobafylki að reiða heim frá kaupmanninum í Ottawa: innanríkisráðherranum, Honorable Charles Stewart, að því er Winnipeg blaðið Free Press skýrir frá, eins og sjá má á öðrum stað hér í blaðin.u Öll von einiægra framsóknarm.um björg un Sjö-systra fossanna úr klóm vatns- orkuhringsins stóð til Mr. Stewart. Hvað sem menn annars segja, þá hefir Mr. Bracken aidrei farið dult með það, að hann vildi láta W. E. fá fossana til virkj- unar, eins og til stóð samkvæmt samn- ingunum, er hann gerði við félagið í vetur, um þinglokin. Hann hefir eng- um fortölum tekið síðan, enda líklega ekki ónáðaður með þeim af þingmönn- um sínum, þingmönnum framsóknar- manna. Af honnm voru menn því löngu hættir að vænta nokkurs. En Mr. Stewart hafði hátíðlega lofað því að á engan hátt skvldi hann ráðstafa fossunum fyr en hann hefði ráðfært sig við sambandsþingmennina frá Manitoba, er mótnræltu því, að fossarnir skyldu af- hentir W. E. félaginu. Nú tilkynnir hann að hann hafi enga úrkosti átt aðra en að láta að óskum fylkisstjórn- arinnar í þessu máli. En um leið staðhæfir hann að hann hafi ráðfært sig við þingmenn- ina, að Mr. Woodsworth und- anskildum, áður en hann veitti endanlegt samþykki sitt til sam ningsins. Hér er um auðsæja mótsögn að ræða. Því yfirlýsing Mr. Stewarts ber það með sér deginum ljósara, að koma hans hingað um daginn og samtal hans við Mr. Bracken þá, í sama mund og hann segist hafa “ráðfært” sig við sambands- þingmennina, var ekkert annað en trúðleikur til þess að þyrla sandi í augun á skilningssljóum og dottandi kjósendum. Með öðrum orðum: að afdrif Sjö- systra fossanna hafa þegar ver- ið ákveðin á ráðstefnunni um afhendingu auðsutppsprettanna fyrir mörgum vikum síðan, en alls ekki um daginn. Og fyr- ir þá ráðstefnu hafði Mr. Stew- art, ekki minnst á þetta við nokkum sambandsþingmann- inn, að því er séð verður, né heldur —. og er það verra — gefið þeim eða öðrum hina minstu átyllu til þess að halda að úrslit þeirrar ráðstefnu yrðu þau, að Mr. Stewart hefði ekki eftir sem áður fullt úrskurðar- vald um Sjö-svstra fossana, heldur þvert á móti. * * * Þrátt fyrir það, að nú er auð- séð hvað verða vill, eins og sigurhljómurinn í rödd Free Press bendir ótvírætt tii, þá er þó hugsanlegt að mögulegt væri að varðveita fossana fyrir hið opinbera ennþá, fjrrir mála. flutning Mr. J. T. Thorson, er olli úrskurðarfrestun, senni- lega um rúman vikutíma. En það er auðsjáanlega því aðeins mögulegt. að flokkslþingmenn Mr. Bráckten skerist í leikinn á elleftu stundu. Og það eiga þeir að gera. Því ef W. E. félagið fær foss- ana með þessu móti, þá eru ekki einungis þingdagar margra þeirra taldir við næstu kosn- ingar, heldur og framsóknar- hreyfingunni hér í Manitoba búinn ómetanlegur hnekkir. Því þótt gengið sé að því vísu, að fyrir Mr. Bracken vaki gott eitt, að hann álíti samn- inginn hagstæðan fyrir fylkið, og iafnvel þótt gengið væri út frá því, að almenningur fengi ekki dýrseldari orku meðan samningurinn stendur yfir, sem reyndar er oss ótrúlegra en svo að það gæti verið nokkur huggun, þá er hér um annað og langt um meira að ræða. Hér er að ræða um stefnuatriði, hvað sem fjárhagshlið samn- ingsins líður í bráð, eins og Mr. Thorson benti ríkisráðinu á, og auk þess ýms siðferðis atriði nólitísk, að því er samn- ingsaðferðinni iýtur. Hér er verið að magna þann fjanda á hendur Manitobabúum, sem almenningsheill hefir verið einna þyngstur í skauti í þess- ari álfu, síðan að hann fór að ná sér niðri; fianda, sem ná- grannar vorir, Ontariobúar, undir forystu mikilmennisins Sir Adams Beck ráku af hönd- um sér; fjanda, sem hefir vak- ið skelfingu og viðbjóð með at- ferli sínu í hinu volduga ná- grannaríki fyrir sunnan oss, svo að beztu menn þjóðarinnar þar hafa risið í hvíldarlausa baráttu gegn honum, vatns- orkuhringnum voðalega og ó- seðjandi. Að vísu er tiltöiulega langt til þess að næstu fylkiskosn- ingar eiga að fara fram. En það er skammur tími af þeim þrjátíu árum, sem samningur- inn gildir, er selur fossana í hendur vatnsorkuhringsins. • Það er svo langur tími, að hvorki Mr. Bracken eða Mr. Robson — sem annars hefir engin afrek að baki sér — end- ist aldur til þess að lifa af sér þa'nn pólitízka. álitsniissi, er þeir verða fyrtr, verði þiessf samningur nú staðfestur. Það þarf enga spádómsgáfu til þess að segja það fyrir, að fái hvorkí fylkisþing né almenningur að leggja síðustu hönd á þenna samning, þá eru þeir, og flestir flokksmenn þeirra á þingi póli- tízkt dauðir menn eftir næstu kosningar. Allir sannir fram sóknarmenn munu þá með hrolli spýta þeim úr munni sér eins og óþroskuðum græn_ jöklum, er þeir hafa í misgán- ingi tínt sem bláber í berjamó þjóðmálanna. ----------x---------- í hejítarmóð (Frh. frá 1. bls. iega enga ástæðu til, eöa hag í, að flytja landann fyrir $22 minna og þar yfir, en þaö þurfti, því máli var því sjálfdæmi sett af sjálfboðanefnd- inni. Öðru máli er hér að skifta með sjálfboðanefndina, sem hefSi átt að lita eftir hag landans, frekar en fél- agsins, og sem er því beint völd að því, aS hver einasti maSur, sem heim fer 1930, verSur aS borga $22.00 og- þar yfir meira fyrir farbréf sitt, en hann hefSi þurft, ef nefndin héTSí ekki meS opin augu og af ásettu ráSi skorist í máliS, til þess aS leitast við aS koma ÞýóSræknisnefndinni fyrir kattarnef, svo aS hún gæti ekki haft neinn veg af málinu, þó meS því yrSi máliS sjálft fótum troSiS og eySi- lagt. Eg hefi nú lítillega minst á nokkur atriSi þessa máls, sem fólki var nauS- synlegt aS vita um, áSur en ég tek lexíuna sjálfa, bráSabirgSar uppkast- iS og ummæli Mr. Bergmans um þaS, til íhugunar. Eg hygg, aS óþarft sé hér aS ræSa liSi uppkastsins hvern út af fyrir sig. Sjötti liSurinn hefir gengiS í augu Mr. Bergmans öSrum fremur, enda er hann efnisríkastur. En Mr. Bergman hefir auðsjáanlega ekki fundist hann nógu ríkur samt, því þegar aS hann skilur viS hann, er hann búinn að gera ‘hann $82.000 virSi, og gefur svo ótvíræSilega t skyn, aS heimfararnefnd ÞjóSræknis- félagsins ætli aS stinga þeirri fúlgu í sina eigin vasa. Ekki vantar *ú góSgirnina. Mér þykir vænt um aS sjá, hve mikla trú kunningi minn, Mr. Berg- man, hefir á því, aS Vestur-Islend- ingar muni fjölmenna á hátíðina. Honum telst svo til, aS 3,000 manns muni fara með eSa á vegum heim- fararnefndariminar, og á þeirri tölu hyggir hann fúlgu þá, sem hann gef- ur í skyn aS viS, heimfararnefndar- menn, ætlum aS draga undir okkur. ÞaS myndi H. Bergman aldrei gera, nema hann væri sannfærður um sann- leiksgildi þeirrar staShæfingar, til þess veit ég að hann er of sannleiks- elskur maSur. Og svo annaS eins á vegum sjálfboSanna, Cunard lín- unnar og Thorstínu Jackson’? En meSal annara orSa, hvað verSur um umboSsþóknunina, sem greidd verður af farbréfum þeirra, sem meS Cunard-línunni fara? Eiga Islendingar aS fá að njóta nokkurs þar af? A aS afhenda Cunardlínu félaginu hana lika, ásamt löndunum,, skilmála- og skilyrSislaust ? Hún verður sannarlega ekki lítil þákklæfis- skuldin, sem t Cunardlínan verSur í viS sjálfboðana, eftir aS þeir eru 'búnir aS taka $82,000 úr vösum Is- lendinga, til aS gefa félaginu --- $82,000, sem samkvæmt viðteknum viðskiftareglum á meðal eimskipafél- aga landsins, eiga að ganga til sjálfboðanna, og þá til þeirra, sem meS þeim fara heim. Mr. Bergman spyr, eftir aS hafa sett fram hiS einkennilega reiknings- dæmi sitt: “Er unt aS verja þetta?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.