Heimskringla - 12.09.1928, Blaðsíða 5

Heimskringla - 12.09.1928, Blaðsíða 5
WINNIPEG 12. SEPT. 1928 HEIMSK.RINGLA S. BLABSIÐa — verja þá aðstööu heimfararnefndar innar, að veita uirtboðsþóknun, sem henni hefir verið boðin, af öllum eimskipafélögum, sem hún hefir átt tal við, móttöku, ef samningar tækj- ust á milli hennar og einhvers af slíkum félögum ? Svar mitt er já. Það er ekki hægt að neita því, með nokkurri sanngirni. Segjum að á vegum heimfararnefndarinnar réðu sig 300 manns til heimferðar árið 1930, næmi umboðsþóknun fyrir þá tölu $3,600. Þessi upphæð, eða um- boðsþóknun, er lögð ofan á sann- virði farbréfanna, af Norður-Atlanz- hafs ráðinu í öllum tilfellum, að þvi er siglingar á rnilli Canada og Evrópu snertir. iSpursmálið er því ékki um að “heimta” þóknun, eins og Mr.-Eerg- man kemst að orði, heldur hver eigi að hirða hana — þjónar félaganna, sem ekkert hafa til hennar unnið, félagið sjálft, sem ekkert tilkall á til hennar sökum þess, að það hefir lagt hana ofan á farbréfsverðið, eða heimfararnefndin, sem fer með umboð þeirra er á hennar vegum ferðast. Eg efast ekki um að þú, Mr. Berg- man, munir verða mér samdóma um, að frá öllu sanngjörnu sjónarmiði, þá eigi nefndin að gera það,. Ekki samt til þess að draga það fé undir sig, eins og gefið er fyllilega í skyn, heldur til þess að þeir peningar séu ekki Islendingum með öllu tap- aðir. Mr. Bergman er hvað eftir annað að væna heimfararnefndina um ó- ráðvendni í sambandi við þessa um- boðsþóknun. Segir samt hvergi, að hún ætli beint að stela peningunum, en siglir nærri nógu markinu til þess að það komist inn í huga fólks, að nefndin ætli sér að draga þá undir 1 sig. Mér finst að Mr. Bergman , eins og brezkum jurista sæmir, myndi gefa nefndinni “henefit of the doubt,” eins og dómarar gefa glæpamönnum í brezka ríkinu áður en hann kvað slíkan dóm upp. Nefndin hefir ekk- ert um það sagt, hvað hún ætli að gera við þessa peninga — hún hefir ekki einu sinni ráð á neinu slíku fé — ekki einu einasta centi. Hví þá að vera að væna hana um óráðvendni og óheiðarlegar hvatir í sambandi við það ? Veit ekki Mr. Bergman að það er ekki ærlegra drengja at- vinna ? Langt mál ri-tar Mr. Bergman um það, að heimferðarnefndin eig'i ekki \ ^ að stinga þessu fé í vasa sinn, heldur fara fram á, að landinn sé látinn fá þeim mun ódýrari farbréf, sem þess- um um'boðslaunum svarar. Aftur vil ég, fyrir hönd meðnefnd- armanna minna og mín, afþakka þetta óráðvendnismerki, sem Mr. Berg- man er svo ant um að festa við okk- ur, og segja honum, þó ég búist ekki við að þess þurfi, því hann veit betur, og öllum löndum mínum, að uppá-1 stunga hans um að lækka fargjaldið sem umboðsþóknuninni nemur, getur! ekki komið til nokkurra mála, fyrTr þá einföldu ástæðu, að það er brot ^ gegn ákvæðum Norður-Atlanzhafs- j ráðsins. Það er ekki hægt að verja einu einasta centi af þessu umboðs- þóknunar fé til þess, eins og hann getur sjálfur gengið úr skugga með, ef hann vill. En þar með er ekki sagt, að ekki sé hægt að nota það fé í aðrar þarfir ferðafólksins. Eftir að Mr. Bergman er búinn að sýna fram á, hvernig að umboðs- þóknun og ókeypis farbréf eigi að lækka farbréf manna, sem ekki er hægt, segir hann: “Því á landinn að þur fa að borga toll til nefndarinnar fyrir að fá að ferðast með skipi, eða járnbraut, sem nefndin hefir samið við?” Mér getur ekki annað skilist, en að hér sé ranghverfunni snúið alveg út. Það er svo langt frá því að landinn þurfi að borga toll til nefnd- arinnar seni frekast má verða. Land inn borgar toll til eimskipafélagsins, um leið og hann kaupir farbtéf sitt. Nefndin innkallar tollinn aftur frá félaginu til þess að landinn geti haft eitthvað gott af honum. Annars væri hann honum með öllu tapaður. Og finst mér vera langt frá því, að sú afstaða nefndarinnar sé “óréttlæt- andi,” því ég veit að Mr. Bergman trúir því ekki með sjálfum sér, að 5nefndin ætli að stela peningunum, þó hann geri sér far um að koma því inn í almenning. Mikið finst Mr. Bergsnan til á- gengni heimfararnefndarinnar, sem fram kemur í sjöunda lið bráða- birgða uppkastsins. Það er eins og maður heyri hjarta hans slá út af kvíða fyrir því, að heimfararnefndin muni setja þessi eimskipafélög á hausinn, og sýnir það að minsta og sannar, að nefndin er og hefir verið, að íeitast við að framkvæma það loforð sitt, að komast að sem hagkvæmustum samningum við fél- ögin fyrir hönd þeirra manna, sem heimfararmálið fólu henni, og því ætlar heimfararnefndin að halda á- fram, hvort sem honum líkar það betur eða ver. Hvað eftir annað staðhæfir Mr. Bergman, að þessi umboðsþóknun sé tollur, sem heimfararnefndin sé að leggja á Islending'a. Eins og tekið er fram hér að framan, þá er ekki hinn minsti flugufótur fyrir þeirri staðhæfing. Þó að nefndin afsalaði sér ÖI1U tilkalli til þessarar umboðs- þóknunar, sem henni dettur ekki í hug að gera, eða hefði aldrei á hana minst, þá hefði það engin áhrif haft á verð farbréfanna, menn hefðu orð- ið að borga alveg sama prísinn, $172.00, fyrir þriðja farrými fram og aftur,, $194.00, eða um það fyrir annað farrými, “The Tourist Class,” sem nú er farið að nefna annað far- rými, og $300.00 fvrir það fyfsta.— Nefndin hefir ekki lagt toll á nokk- urn mann, né heldur er það á henn- ar valdi að gera það, og því blekk- ing ein að vera að halda sliku að fólki. Það eina, sem nefndin ætlar sér að gera, er að sjá um, að þetta umboðsfé sé farþegum ekki með öllú tapað. Mr. Bergman er hræddur um, að eimskipafélagi verði það dýrt spaug, að taka ísl. umboðsmann í þjónustu sína og að Winnipeg-menn gangi ekki gruflandi að því, hver hann muni verða. Eg á ekki von á, að það geri mikinn mismun hver umboðs- maðurinn yrði, sem heimfararnefndin beldi. Aðal atriðið er, að hann verði duglegur. En annars ætti það ekki að verða neitt tilfinnanlegra fyr- ir félag það, sem heimfararnefndin semur við, að halda umboðsmanni í þjónustu sinni, en fyrir Cunardlínu- félagið, að ráða ungfrú Jackson í sína þjónustu í sama tilgangi, og hefi ég engann heyrt bera neinn kvíð- boga fyrir því, að hún muni ríða á slig því féla-gi. Að endingu vildi ég enn á ný 'fara fratn á það við Mr. Bergman og alla sjálfboða, að þeir hættu persónuleg- um deilum um þetta mál. Það er að sjálfsögðu útséð um, að samkomu lag geti orðið í málinu á milli máls- aðilanna. En við ættum að geta unnið að því, þó við séum skiftir, án þess að úthúða og útata hvorir aðra — unnið að því með það eitt fyrir augum, að gera sem bezt'ur því sem orðið er, ef ekki vegna sjálfra vor, sem manna og Islendinga, þá vegna málefnisins, sem um er að tæða og við öll víljum heiðra. Jón J. Bildfell, forseti heimfararnefndarinnar. Salmagundi Það er mikið talað og ritað, þessa dagana, um að fyrirbyggja styrjald- ir með samningum. Sumar helztu þjóðirnar hafa núna nýverið haft þetta mál á prjónunum og hafa “stígið á stokk og strengt þess heit” að herja ekki hver á aðra þótt eitt- hvað beri á milli. Eru, að visu, handhægar bakdyr að þessum samn- ingum (sem kenndir eru við Kellogg, ríkisráðherra Bandaríkjanna) og ekki óhugsandi að tilefni til stríðs finnist, þrátt fyrir allt og allt, sé þess æskt. Fara sum blöð fremur lítils- virðingarorðum u'11 þessi handbrögð, og eitt helzta tímarit Bandaríkjanna fer svo langt að segja , að nú sé loks verið að löghelga stríð sem þjóðarstefnu (policy). Þó má ganga að því sem vísu, að þeim mönnum, sem fremstir standa ,að þessum samn- ingum, sé fyllilega alvara mefj áð útlægja stríð á þennan hátt. Hvort slíkir samningar mega sín nokkurs, ef um “þjóðarheiður” er að gera, er annað mál. Afstaða langflestra einstaklinga til striðs yfirleitt, mun vera sú, að þeir vildu ekki bera vopn í öðru en réttlátu stríði; en hængurinn á þess- ari afstöðu er sá, að öll stríð, ný af nálinni, virðast “réttlát’’ stríð. Það er sjaldnast fvrr en eftir að síðasta skotið er riðið af hiá sigurvegurun- tim, að þeir yfirvega tildrögin; og auk heldur þá er vart við nokkru frekar að búast en hálfvolgri viður- kenningu, að ástæður fyrir stríðinu hafi kannske ekki verið eins eindregn ar og þær virtust í byrjun, og meðan að á stríðinu stóð. Það er til of mikils ætlast af nokkurri þjóð, að hún viðurkenni að hafa varið rang- an málstað. Þessvegna eru, og verða, öll stríð “réttlát” stríð. ¥ * ¥ Við elskum friðinn, svona allflest, meðan ekkert ber út af. Við dáum friðinn — erum friðar-sinnuð, og finnst mér því viðeigandi að láta hátt nieðan ekkert annað er á döfinni en þessar smástyrjaldir sem eru svo handhægar til að flytja Afríku- skríl norðlæga menning með sprengi- kúlum. Mér er annt um að komast á skrá sem friðarhetja nú, ef ske kynni að ég ærðist með hinum, þegar meira ber að höndum, svo að ég ekki treystist til að sitja hjá, en færi að spígspora með fylkingunum niður Portage Avenue, eða máske selja Victory Bonds. Og svo þegar sög- urnar um hryðjuvterkin fæ.ru að berast til okkar ærðist ég kannske enn frekar; því að sjálfsögðu fremdu óvinirnir hryðjuverk sem okkur öll- um óaði við. Það hefir víst ekki oft brugðist. Því finnst mér vel, að við séum öll friðarsinnuð meðán tækifærið gefst, að utanríkisráðherrum meðtöld um, og að sem flestum samningum sé komist, í þá átt að útlægja styrjald- ir; því að sá tími kemur, nær sem er, að við verðum ekki okkar eigin sannfæringu ráðandi hvað “rétt- læti” styrjalda snertir. Fyrr en var- ir verður ráðist að okkur, með yfir- gangi, og þá verður ekki um annað að gera en að verja land og þjóð, að ógleymdum “þjóðarheiðrinum.” Það getur að vísu verið að stundin og tildrögin krefjist þess að við herjum inn vfir landamæri þess, er á oss herjar; en svo skiftir það minnstu. “Réttlæti” tiltektarina er alls ekki raskað með smáatriðum. En að sinni erum við öll á friðarins bandi. L. F. Islandsminni Flutt á Islendingadegi Vatnabygðar 2. ágúst sl. -X- Bréf íil Hkr. 3212 Portland Str., New Westminster,B.C. 5. sept. 1928. Herra Ritstjóri S. H. f. Höfnum. Eg sé í seinustu Heimskringlu að vinur minn J. P. Pálsson, hefir ekki skilið mig, i bréfi sem ég sendi H!kr. frá Hecla P. O. Eg veit að ég er klaufi að láta skilja mig, en ég hélt að þeir þarna í Vatnabygðum yrðu seinastir til að misskilja það sem ég meinti. Eg nefnilega vissi að herra Björgvin Guðmundsson fór vestur til Sask., ásamt herra Sigfúsi Halldórs frá Höfnum og ungfrú Rósu M. Her- mannsson, og ég stóð í þeirri mein- ingu að þessir þrímenningar hefðu farið þessa ferð til þess að hafa söng samkomu'r v Vatnabygðúm sérstak- lega. Eg beið eftir fréttum af Þá ágústsól með unaðsbrag, að Islands háttagjörðum, sig breiðir yfir bygðarlag, með blíðalogn á fjörðum; og “Fossar” vaða víðan sjó, en, vænst er ferð á hestum, og börnin krjúpa í berjamó, en býlin fagna gestum,— þá svífum ofar öldnum mar, við upphaf gleðilagsins, í sveitina’ heim, og syngjum þar við síðsta geisla dagsins. Og fyllum brjóst með andans auð, því insta’ og fleyga’ að lyfta; - svo hugurinn eigi hentugt brauð til hinstu vistaskifta. Vér hlutum gullið fræga flest úr feiknaháum sigunii Því Islendingar una bezt í efstu hæðastiguni. Það skerpir engin “Skuld” þá egg, sem skaðar kærleiksbandið. Það hleður engin hönd þann vegg, sem hylur bræðralandið. —FRIÐRJK GUtíMUNDSSON. þessum samkomum, ef nokkrar yrðu, skilji, því þar var ég í vafa um að og svo þegar ekkert fréttist þá kom nokkur skildi, en þarna hef ég fengið ég m^'ð þetta klaufalega spursmál, einn, og ekki þann heimskasta. sem líklegast enginn hefir skilið. E^l Eg væri þakklátur hverjum þeim er ekki séfstoklega g*Veyminn, 'sem ekki skilur mig ef hann eða gamall sé, og ég vildi óska að Vest- hún vildu veita mér þá virðing, að ur-Islendingar vildu muna skýrt og spyrja mig hvað ég meinti, því mis- lengi að þeir hafa eignast tónskáld skilningur er vondur fyrir báða máls af Guðs náð þar sem Björgvin er.. 'aðila: þann sem segir, og hinn, sem Mér voru sannar gleðifréttir þeg- hlustar, eða les. ar ég las að J. P. Pálsson segir að I Með vinsemd og virðing, i ég' hafi lag á að yrkja svo hann | Sigurður Jóhannsson. VISIT OUR OREAT 49* Anniversary g^Jg Of Hígh Grade Home Furnishings I i i w Sale Opens Thursdaythe 14th And Closes Saturday August the 22nd 9 Great Sale Days The Reliable.Home Furnishers

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.