Heimskringla - 12.09.1928, Blaðsíða 8

Heimskringla - 12.09.1928, Blaðsíða 8
t. BLAÐSTÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 12. SEPT. 1928 Fjær og nær. Séra Þorgeir Jónsson messar í Árnesi á sunnudaginn kemur, 16. september, á venjulegum tíma. Næstkomandi sunnudag mesar séra Friðrik A. Friðríks- son í Wynyard. Ferming ung- menna og altarisganga íer fram. Aö kveldi þess 29. ágúst s. 1. and- ■aöist úr hjartasjúkdómi að heimili sínu og fóstursonar síns, G. S. Guð- mundssoner í Keewatin, Ontario, Anna Pálína Benjaminsdóttir Beck rúmlega 78 ára gömul, fædd 23. júní. Hún var jarðsungin frá heimilinu, 1. septemher í grafreit Protestanta i Kenora, Ont., af ensk- um presti, séra Diamond. — Akur- eyrarblöðin eru vinsamlega beðin að taka upp þessa dánarfregn. Með ágústmánuði í sumar hóf göngu sína nýtt blað, “The Pro- spector,” gefið út í The Pas, Maru, miðstöð námahéraðanna í norður Manitoba, sem útlit er fyrir að verði einn af stærstu bæjum fylkisins áð- ur en langt líður. Ritstjóri blaðsins •er möngum Islendingum að góðu kunnur., enda Islendingur sjálfur, Mr. Guðmundur Thorsteinsson, B. A., er hefir verið skólastjóri að Lundar, Selkirk, Gimli, St. James hér í Winninpeg og nú síðast i The Pas. “The Prospector” er stórt átta síðu blað, fer vel á stað frá ritstjór- ans hendi, og er að öðru leyti vel úr garði gert, svo að fá sveitahéraðs blöð hér munu vera svo álitleg. Á fimtudagslkveldið kemur, 13. þ. m., verður dregið um myndir þær er happdrættismiðar hafa verið seld- ir að undanfarandi til ágóða fyrir berklaveika stúlkrt. Happdrættið fer fram í Sambandskirkjunni, Bann- ing and Sargent. Iðunn Annað _hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið til mín og er þegar sent til allra kaupenda og útsölumanna. Eins og ég hefi áður auglýst, geta nýir kaupendur fengið einn eldri árgang ókeypis, meðan þær leifar hrökkva. Iðunn kostar $1.80 ár- gangurinn — á 'fjórða hundrað blað- síður af einkar fræðandi og skeinti- legu lesmáli. M. Peterson, 313 Horace Str., Nonvood, Man. A laugardaginn var gáf séra R. Pétursson saman í hjónaband ungfrú Ruby Þorbjörgu Thorvaldson, dótt- ur Sveins kaupmanns Þorvaldsson frá Riverton, af fyrra hjónabandi, og ErnestLlewelyn Couch, enskan að ætt. Framtíðarheimili þeirra hjóna verður hér í bænum. — Heimskringla óskar til hamingju. Hinn 10. ágúst síðastliðinn heim- sóttu okkur hjón nokkrar konur hér i bæ, og safnaðarpresturinn, séra Jónas A, Sigurðsson. Hafði hann orð fyrir gestum og gat hann þess að heimsóknin væri í minningu um 25 ára sambúð okkar hjóna. Sömu- leiðis gat hann þess, að sö'kum þess að húsfaðirinn hefði nú um lengri tíma verið veikur, væru þau heim- sótt að þeirra eigin- heimili. Þar næst afhenti presturinn okkur hjón- um peningasjóð á silfurdiski með hlýjum orðum og síðan framreiddu konurnar myndarlegar veitingar. Við þökkum ölhim sem lögðu í sjóð þennan af hlýjum hug til okkar, en innilegast þökkum við konunum, sem fyrir þessu gengust og gáfu okkur glaða stund með heimsókn sinni. Guð blessi alla þá, sem hafa á ein- hvern hátt létt okkur veikindabyrð- ina. Selkirk, Man., 10. september, 1928. Mr. og Mrs. St. G. Stefánsson. Þakkarávarp Við undirrituð þökkum af alhug öllum löndum okkar í Keewatin, kon- um og körlum, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur hjálp eða hluttekn- ingu við fráfall fósturmóður okkar, Onnu Pálínu Beck. Sérstaklega minnumst við þeirra, sem með fá- dæma alúð og nærgætni hlúðu að henni og hjúkruðu nætur og daga í banalegunni. Það er huggun okkar, áð við vitum að launin liggja í verk- unum og hugarfarinu sem framleiðir þau. Petrína Björnson Guðm. Svavar GuðmundSson. Keewatin, Ont. WONDERLAND. Nú fyrst hafa hin broslegu og yndisþekku skapgerðareinkenni negr- anna, sem svo góð skil hafa verið gerð í bókmentunum, fengið að njóta sín í kvikmyndunum.— I “Ham and Eggs at the Front” eru aðalhlutverk- in í höndum tveggja frægra film- kýmileikara. Það eru Tom Wilson og Heinie Conklin er í fyrsta sinn dulbúa si.g með brendum korki. Hina <lökku kvenhetju leikur Myrna Loy, og er þetta talin bezta skapgerðar- tjáning hennar, er hefir nýlega get- i« sér svo mikin orðstir í Warner myndunum. Endurfæðing hnefaleikara úr fá- tækrahverfinu gegnum skelfingar ó- friðarins og konuást, er efni “First National” leiksins “The Patent Leath- er Kid,’’, þar sem Richard Barthel- mess leikur aðalhlutverkið með sömu Snilldinni, sem gerði hann heimsfræg- an af “Tol’able David,” “Broken Blossoms” og “Way Down East.” Er sagt að Ieikur hans í “The Patent Leather Kid” taki jafnvel öllu hinu fram. Eins og sjá má af áuglýsingu í þessu blaði, verður sjúkrasjóðs tombóla stúkunnar Heklu haldinn næsta mánudag. þann 17. þ. m. — Verða þar ýmsir góðir drættir, svo sem kol, viður, mjöl, og fleira. Fjölmennið. Takið eftir! Goodtemplara stúkan Skuld hefir ákveðið að hafa tombólu mánudaginn 1. okt. 1928. Agóði af tombólunni gengur í líknarsjóð stúkunnar. Nán- ar auglýst í næstu blöðum. —Nefndin. Messur og fundir í kirkju Sambandssafnaðar Sofnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimíudagskvöld í hverjum mánuði. Hfálparnefndin: Fundir fyrsta DRáurúdagskvöId í hverjum mánuði. Kvtnfélagið: Fundir annan þriðju íag hvers mánaðar. kl. 8 að kvöld- bru. Söngflokkurinn: Æflng-ar á hverju f imtu dagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum wtnnudegi kl. 11—12 f. h. ROSE LEIKHUSIÐ Gestavinir Rose Leikhússins eiga reglulega skemtun í vændum,, að sjá “Coney Island,’’ rífandi áhrifa- leik innan um gauraganginn á kjöt- kveðjuhátíðinni á Coney Island. Að- alhlutverkið er í höndum Lois Wil- son, sem kunnug er frá “The Cov ered Wagon,” ‘‘‘The Thundering Herd,” “Bluebeard’s Seven Wives,” “The Show Off,” The Great Gats- by,” og “The Gingham Girl.” Hún var kosin sem fegurðarímynd Ala bamabúa, en gekk lítið í Hollywood unz hún vakti sérstaka eftirtekt með litlu hlutverki. Allir dómar telja “Coney Island” bezt við hennar hæfi. — Aðalmynd næstu viku er saga eftir hina si-vinsælu Gene Stratton Porter, “The Harvester.” Það er stórfenglegri mynd en “The Keeper of the Bees,” hugnæmari en “The Magic Garden,” og áhrifa- meiri en “Laddie.” Misstu ekki af þessari mynd hvað sem öðru Iíður. NDINflVUMl IflMERICflN Stór hratl- skrelS gufu- skip til ISI. A .\I>S n m KAUP’IIBÍm. FRA SEW YORKi IOSCAR II. Ifrederick VIII. IUIYITED STATES I IIF.I.I.IOK OI.AVE (OSCAR II..... Ifrkderick viíl. lU.VITBD STATES I HEUI.IG OI. VV __5. *ep(. 8. ■ept. 15. *ept. 2». okt. «. 13. okt. 20. okt. 3. nov. nov. FBRÐAMAJf Jf AKUKFAR j Ö3. tarrý ml A þeim er nú völ allt ftriöl o. ,H* *lllEr Olav,” "Unlted1 States” og "Oscar II.” og elnsl 4 venfulesum 1 oi 3. far-l rýmlsklefum. I Mlktll SparnatSur 4 “Tourlst” o* lfr3' farr^ml »*ra eöa blöar lelis Hvergi melri þserlndl. AgteUr Ikjefar. Afbragfis matur. Kurtels Iþjönusta. Kvlkmyndasýnlnrar á ■ ollum farrýmum. I FsrnlS.r frá lalaadl seldir til lallra bseja i Canada, menn snúl |eer tll nsesta umboösmanna eöa SCAVDIVAVIAV—AMKRICAV UIVK Haustvísa Sttmars blíða er burtu að líða, bregður kvíða í þorið. En við skttlum bíða betri tiða, blómrunn skrýðir vorið. Miðsv.-vísa Vetrar-æðis úfið tröll, unaðs gæði bannar. Lilju klæði eru öll undir slæðú fannar. V orvísa Sólin kyssir kalin strá þó klaki hryssing unni. Straumur flissar stíflum á stefnu ei missa kunni. Hret Finn ég næðings kul um kinn Króknar í fæðing gróðurinn. Syngur of græði síhrakinn sorgarRvæði vorfíug.linn. Vor Fönn burt hrakin, fellur skúr, fagurt kvakar lóa. Blómin klakakreppu úr kviknuð taka að gróa. Ef horfum sáttir hátt sem lágt hrynur fátt að grunni. Því allífs-máttur æðaslátt, eykur náttúrunni. — G. L. HRINGHENDA Yst á slóðum regin rúms, rökkur-flóð sem lauga. Utúr móðu hríms og húms, horfir glóðarauga. F. H. B. T ilefni Haustið 1914 var ég á ferð i rökkurbyrjun suðvestan við Kand- ahar, Sask. Sólskin hafði verið um daginn, en loftkuldi mikill. Eft- ir sólsetur lagði hrímþokueim yfir láglendið vestur með Big Quill, mest í grend við Dafoe. Allt í einu eygði ég einkennilegt Ijós, er skein sem eldauga út úr kuldamistrinu í vestri. Það var leiðarljós á C. P. R. eimlest, (The headlight of the locomotive). (Höf.) p ° s p THEATRE 1* Sargpnt and Arlington The \Ve»t End» Fine»t Theatre. THIR—FRI—SAT —Thli Week “COÍSEY ISLAND” —WITH— Lois Wilson A melodramic thriller of the World’s Greatest Playground. ALSO COMEDY - SCENIC - FABLES ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 SkrSfstofa: 5. Gélfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. MOV—TUES—WED. NEXT WEEK Gene Stratton Porter’s Gireateat Story ‘THE HARYESTER” , — ALSO— COVIEDV - SCENIC - NEWS TIL ASTEYTINGAR (hagkveðlingaháttur) Listir smækka í ljóðmælum. Lygar stækka í blöðunum. Drottins fækkar dáendum. Djöflar hækka í metorðum. (GEIR). í Asttneyjafórnir Unglingur unni stúlku. Ei vildi stúlkan hann. Stúikan elskaði annan. LTnglingnum heiptin brann. Fór hann á fögru kvöldi, fljóðið til bana skaut Síðan skaut hann sig sjálfan. Að sjá hvernig blóðið flaut! * ¥ # Svo fer sjálfboðanefndum. Sitt vita tapað mál. Henda í heiptaræði heimför og sæmd á bál. Baccheus. Mr. Thor Lífman frá Árborg kom til bæjarins í gærdag að norðan Sagði hann allt gott þaðan; upp skeruhorfur með bezta móti. Séra Allært E. Kristjánsson frá Lundar var hér í bænum eftir helg ina og fer heim til sín aftur í dag Framkvæmdarstjóri ^fiskisamlags Manitoba, hr. Guðmundur Jónasson frá Winnipegosis, kom hingað til bæjarins um helgina. Vr bréfi frá austfirskri merkiðkonu á Islandi “.....Hissa er ég á þrasinu út af styrkveitingunni til heimferðarinnar 1930. Það er rétt eins og það liggi í blóðinu hjá Islendingum, að vera alltaf í einhverju þrasi. Eg sé ekki að þeim sé nein vanvirða að þiggja styrkinn, og líklega enginn hér, heldur þvert á móti. J 461 Maln Str., 'VlonlpeK, M«h, 1123 So. 3r* Str.,Mlnneapolli,lfi*n. 11321 41 h Ave., Se.tfle, Waih. 1117 No. Drorhorn Str., Chlcaro. 1 111. G0Ð MJ0LK Heldur við góðri heilsu Mjólkin sem þér notið fyrir fjöl- skyldu yðar þarf að vera sú bezta sem unt er að fá, sökum heilsunnar. Þessvegna vilja gætnar húsmæður eingöngu hreina gerlasneydda City Milk. Kaupið- mjólkina hjá CITY DAIRY LIMITED Sími 87 647 SÍMI 57 348 SÍMI 57 348 DOMINION LUMBER AND FUEL CO. LTD. Verzlar með allskonar tegundir af Timbri og Efnivið fyrir byggingar, jafnt smáar sem stórar. Hefir jafnan á reiðum höndum allskonar eik, furu, gluggakarma o. s. frv. Allur trjáviður þur og vel vandaður. 667 Redwood Avenue WINNIPEG —:— MANITOBA. ►ID Misskilningur I fundargerning frá Glenboro er getið til að ég muni vera farinn að líta öðrum augum á málið; á hvaða mál vita flestir, — ég hlífist við að nefna það, — það er svo mjög níðst á því nafni. Það mál lít ég sömu nornaaugum og fyr; ég skrifaði nafnið mitt á sjálfboðalistann með fullu ráði, — með mestu ánægju — en ég stari ekki svo fast á yfirsjón heimfararnefndarinnar, að ég ekki verði var við öll hin stærri afrek sjálfboðanna. Það er haft eftir einum hinna stærri sjálfboðanna, að þeir hafi farið að vinga sig við Cunard-línu félagið, til að sýna að ekki þyrfti aðra peninga en fargjald- ið til að fara heim til Islands — heldur er búist -við að höfðingja- blóðið sé farið að þynnast í æðum okkar Vestur-Islendinga, ef við eig- um að geta heimsótt fátæka ætt- jörð og þjóð með tvær hendur tóm- ar. En þeir um það. R. J. Davíðsson. WONDERLANn THEATRE Snrgcnt nnd Sherbrook St. contlnuous dailjr from 2 to 11 p.m Thuri.—Frld.—Sat. — Thli Week HAM and EGG.S at the FRONT” —WITH— Tom Wilson, Heinie Conklin, Myrna Loy. —Comedy— Hr. Sveinbjörn Ölafsson, guðfræði nemi frá Evanston, III., kom hing- að í fyrradag að sunnan. Dveiur hann hér i orlofi sínu um hálfan mánuð eða svo og heldur til hjá mági sínum og systur, Mr. og Mrs. Sig. Thorsteinsson, 662 Simcoe Str. T0MBÓLA 0G DANS Til arðs fyrir sjúkrasjóð St. Heklu No. 33 I. O. G. T. | Mánudag. 17. sept. 1928, í G. T. Húsinu við Sargent Ave I Byrjar kl. 8. e. m. --- Dansinn kl. 10. Inngangur og einn dráttur — 25c. Góður hljóðfærasláttur ---- Allir velkomnir. ÞAÐ ERU TIL ÓTAL PIAN0S En það er yður bezt að velja þag bezta Ánægjan og hrifningin er hafa má út úr Piano og eigi verður annars- staðar fundin, er fullkomnari við Heintzman, Weber eða Gerard- Heintzman en önnur. Þau eru þýóð kunn og með þeim er mælt af heilum herskara listamanna fyrir hljómfegurð þeirra og endingu. Hagsýnir katipendur kannast við jafnan borgi sig bezt að kaupa það sem vandaðast er. Kaupskilmálar héntugir. Heintzman Weber Grand-Heintzman J.J.H.M9LEAN10 LTÞ, 329 PORTACE AVE. “Elzta hljóðfærabúð í Vesturlandinu’’

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.