Heimskringla - 12.09.1928, Blaðsíða 7

Heimskringla - 12.09.1928, Blaðsíða 7
WINNIPEG 12. SEPT. 1928 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA Frú Margrét Stephensen F. 8. mars 1851. D. 19. ágúst 1928. Þess var getið í blöðunum íslenzku fyrir tveimur vikum síðan að andast hefði hér i bænum hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. P. N. Johnson, frú Margrét Stephensen frá Seyðisfirði. Margrét heitin var fsedd á Hólum í Hjaltadal í Skagiafjarðarsýslu 8. marz 1851. Voru foreldrar hennar þau hjónin séra Stefán Björnsson aðstoðarprestur séra Benedicts Vig- fússonar á Hólum og Anna Runólfs- dóttir. Tæpra 6 ára að aldri misti Margrét föður sinn og innan við fermingaraldur móður sína. Fór hún þá til Víðvíkur, til séra Olafs Þorvaldssonar og ólzt þar upp til 18 ára aldurs, en þaðan flutti hún til Seyðisfjarðar og giftist þar Jónasi Stephánssyni, prests á Reynivöllum, Stefánssonar antmanns í Hvítárvöll- um, Stephensen. Kyntust þau í Víðvík, þar sem Jónas ólzt upp, hjá móðurbróður sínum séra Olafi Þor- valdssyni. A Seyðisfirði bjuggu þau í 32 ár, eða þangað til þau fluttu alfarin frá Islandi, sumarið 1904. Eftir að hingað kom bjuggu þau fyrst hér í bæ, og svo síðar í Mozart í Sask., og lengst af hjá dóttur sinni og tengdasyni er áður eru nefnd, og með þeim fluttust þau hingað til bæjar aftur fyrir tæpum tveimur ár- um síðan. Systkini Margrétar sál., er til ald- urs komust voru 'þau: Þorsteinn Run- ólfur, verzlunarmaður á Seyðisfirði og Anna gift Guðmundi timburmeist- ara Jónssyni á Seyðisfirði og voru börn þeirra, frú Stefanía leikkona, °g Jón gullsmiður, nú til heimilis i bænum Gilby, i N. Dakota. Þau Jónas og Margrét eignuðust 6 börn. Tvö mistu þau á Seyðis- firði í snjóflóðinu mikla, dreng 4 mánaða gamlan og stúlku á fjórða ári. Söknuðurinn eftir þau og miss irinn, gengu Margréti svo nærri að heilsa hennar bilaði og varð aldrei söm og áður. Bar hún minjar þess til æfiloka. Fjögur börnin nálðu fullorðinsaldri; Stefán, ntesti efnis maður, andaðist hér á fyrstu árum þeirra í Winnipeg; Sigurður, kvæntur Kristiönu Christie, búa í bænum St. James við Winnipeg; Anna gift Pétri Níkúlássyni timbur- meistara Jpnssonar frá Seyðisfirði og Elín gift fyrverandi sýslumanni í Vestrrihnneyjum Karli Einarssyni, nú búsett í Reykjavík. Fyrir 5 árum síðan fékk Margrét heitin aðkenning af slagi. Mátti heita eftir það væri hún jafnan meira eða minna veik, hafði þó fóta- vist fram að mánuði fyrir andlátið, að hún lá rúmföst og þungt haldin. Hún andaðist aðfaranótt sunnu- dagsins 19. ágúst, og fór jarðarförin fram þriðjudaginn næsta eftir. Dr. Björn B. Jónsson flutti húskveðju á heimilinu, en séra Rögnv. Pétursson ræðu í Sambandskirkjunni þangað sem líkið var borið. Hún var jörð- uð í Brookside grafreit, þar sem Stefán sonur hennar hvílir og fleiri vandamenn og vinir. R. P. Guðmundsson húsameistari hefir teiknað. Meginálman á að verða 35 m. löng, og tvær hliðarálmur 27 m. langar og 11 m. breiðar. 100 gamalmenni eiga að geta verið á heimilinu og lánar bæjarsjóður 100 þús. kr. til byggingarinnar. Annar; er ellilíeimilið rekiðj fyrir frjáls framlög einstaklinga. Sigurbj. A. Gíslason hefir undanfarið verið erlendis til þess að kynna sér fyrir- komulag elli'heimila og sér hann um þetta nýja heimili hér. Grasbrestur er sagður á Aust- fjörðum og mjög slæmur heyskapar- horfur, svo pantað hefir verið kjarn- fóður mjög mikið. Bakið yðar eig- in kranð m Fyrirmynd^ að gæðum í meir en 50 ár. Frá íslandi. Sigurður Skagfcldt söngvari hélt hljómleika í Gamla Bíó 27. f. m. við góða aðsókn og ágætar viðtökur. Hnan hefir prýðilega rödd og hefir farið mikið fram í meðferð hennar, frá þvi hann var hér síðast. Hann er ráðinn við söngleikhús í K’höfn næsta vetur. EUiheimili nýtt á að fara að reisa hér í bænum, veglegt hús, er Sig: Til Kristjáns G. Kristjánssonar og Svanfríðar Frá gömlum samferðamanni. Flutt í gullbrúðkaupi þeirra. Að flytja ykkur kvæði í fáeinum línum Mér finst vera ofvaxið starfskröftum mínum, Og því bið ég alla sem eru nú hér I andlegum skilningi að vorkenna mér. Eg er of gamall þó margs sé að minnast, Að muna og skemta er góðvinir finnast, Og sögurnar ýmsar frá æskunnnar tíð, Ósjálfrátt rninna á þrautir og stríð. Eg sá ykkur fyrst fyrir fimtíu árum Og fylgst hef með ykkur á tímanna bárum, Einn af þeim fáu, sem þekti ykkur þá Af þeim sem nú lifa og sagt geta frá. Við sigldum út fjörðinn á sumardags kveldi Og sólin málaði fjöllin með eldi: Hryggur ég hvaddi þann fríða fjörð, Frændur og vini, og himin og jörð. Með prýði þið hafið í stöðu ykkar staðið, Stundum þó hleypt væri á tæpasta vaðið. En óspart sáðuð ást og von og trú Og uppskeruna glöggt þið sjáið nú. I hálfa öld þið hafið gæfu notið I hjónabandi og Drottins vilja lotið Og loksins eftir strit og starfá dags Er stutt að 'bíða hinsta sólarlags. Þið byrjuðu fátæk í framandi landi En framtíðarhúsið ei bygt var á sandi. I þrotlausa starfinu funduð þið frið Og friðurinn eilífi tekur svo við. Með óskum alls hins 'bezta, K. N. Júlíus. Þrir íslcnskir kennarar eru í sumar á Englandi til þess að kynna sér ensk skólamál. Hefir Vísir áður getið um ferðal'ag Hall- gríms Jónssonar í þeim erindum, en á undan honum voru farin frú Anna Bjarnadóttir Ottesen og Hervaldur Bjarnason skólastjóri. Þau fóru um miðjan maímánuð. Var Hervaldur fyrst á Skotlandi í nokkrar vikur og sótti þar skólasýningu mikla, er haldin vár í Glascow og Edinborg. Þaðan fór hann suður í Yorkshire og sótti þar m. a. tima i kennaraskól- anum í Leeds, en hann er stærstur, og af mörgum talinn beztur, kennara skóli á Eng'landi. Alls heimsótti Hervaldur fjórtán skóla á Skotlandi og Norður-Englandi. — Frú Anna fór strax til tSuðiur-Englands og dvaldi einkum í Kent, en þar þykja kenslumálin sérstaklega vel rækt. Skólar eru þar almennt með nýtízku fyrirkomulagi og margskonar nýj- ungar í kenslu um hönd hafðar. Sótti frúin að staðaldri kenslustundir í nokkrum þeirn barnaskólum, sem fremstir þvkja, í Rochester og bæjum þar í grend. I júlílok er gefið sumarleyfi í öllum enskurn barnaskól um og eru þau Hervaldur og frú Anna síðan á kennaranámsskeiði við háskólann í Lundúnum og verða þar fram í septembermánuð. — Þessar Englandsferðir kennara sýna það, að mönnum er nú farið að skiljast að “viðar er guð en i Görðunt” og að hyggilegt sé fyrir okkur að kynnast uppeldismálum fleiri þjóða en Dana. Mun kennurum þessum virðast að margt megi af Bretum læra i þeim efnum. Fyrir sívaxandi kröfur um kenslu > enskri tungu er það auk þess nijög æskilegt að kennar^r sæki meira til Englands en þeir hafa gert að undanförnu, enda má efalaust gera ráð fyrir að svo verði. —K. Prófessor Wedepohl hefir dvalist hér í bænum síðan hann korn hingað og mun halda kyrru fyrir frant um ntiðjan mán- uð, en ferðast þá eitthvað út um sveitir. Hann býr i Tjarnargötu 16, á meðan hann stendur hér við, og hefir verið að mála mannamynd- ir síðan hann kom. Þeim, sem hug hafa á að láta mála af sér myndir, ntun ráðlegast að hitta hann sem fyrst. —Þegar hann kemur til Berlínar í haust, ætlar hann að halda sýrjingu á mannamyndum Piéðan.— Eins og áður er frá skýrt hér í blað- inu, málaði hann niynd af Vilhjálmi Stefánssyni í New York og mörgum öðrum nafnkunnum mönnum. Hann gerði þar og málverk af Indíána- höfðingja einum. Húsfrú Björg Eiríksdóttir, kona Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðarkróki andaðist að heimili sínu 31. júlí. Banameinið var heila- blóðfall. Björg heitin var mesta merkiskona í hvívetna, höfðingi heim að sækja og hin mesta rausn- arkona og skörungur um alla hús- stjórn, enda komin af hinum beztu ættum, frá Svalberðingum að lang- feðgatali. Prófessor Eiríkur Briem í Viðey flaug hér umhverfis bæ- inn í gær í Súlunni. Hann var nýlega kominn austan frá Stóra- Núpi og hafði á heimleið farið á góðum hesti, þá i bifreið og síðast í mótorbát til Viðeyjar. En þeg- ar hann reyndi þetta nýja samgöngu- tajkí, flugvélina, fanst honum hún bera af öllum hinum og vera lang- þægilegust. Hann hefir nú tvo um áttrætt og er elstur allra þeirra, sem flogið hefir hér á landi. hafa betur mátt njóta vitsmuna sinna, þekkingar og dugnaði með ríkari þjóð og orkumeiri en Islend- ingar eru. En hann er svo rammur Islendingur í hvívetna, að hugur hans hefir ekki hvarfað frá málefn- am ættjarðarinnar. Þau hafa ávalt verið í fyrirrúmi. I öllum sjálf stæðiskröfum og öðrum menningar- málum hefir hann skipa ðflokk und- ir fremstu merkjum. Páll Torfason er hinn ^gervileg- asti i allri framgöngu, prúðmann- legur og aðsópsmikill, höfðingi heirn að sækja, manna örvastur, glaðlynd ur, hnyttinn i orðum og skarpur í rökrasæðum. “Ekki” er að sjá að elli hann saki” og væntum vér hon- um enn langrar ævi og orku til framkvænula þarflegra mála landi voru. R’vík. 21. ág. Rafvcita ísafjarðarkaupstaður er byrjaður á undirbúningi undir rafveitu til bæj- arins, sem ætlast er til að nægi til ljósa, suðu og iðnaðar. Aflið á að taka úr Fossá og er byrjað á fyrir- hleðslu þar. um þeir er síld veiða til bræðslu. Reknetabátar hafa og aflað sæmi- lega. Bezt hafa herpinótarskipin aflað á Húnaílóa, en lítið hefir veiðst á Eyjafirði og Skagafirði, og er slíkt óvenjulegt. Þann 11. f. m. var afli alls: Saít- að 45.224 tunnur. Kryddað 10.003 tunnur en sett í bræðslu 284.508 hektolitrar. I fyrra um sama leyti var aftli nær tvöfaldur. R’vík. 15. ág. Dr. Jón Hclgason biskup kom heim í gærkveldi. Hann hafði visiterað 18 kirkjur í Arnes- sýslu og fór síðan austur að Breiða- bólsstað í Fliótshlíð. Hann hefir nú visiterað 248 kirkiur víðsvegai^ um land og hefir farið um öll bygð- arlög landsins, nema Hvalafjörð og Dýrafjörð. Dr. Jón biskup hefir teiknað myndir af öllum kirkjum Iandsins, sem hann hefir visiterað. og er það orðið merkilegt safn. —Vísir. “White Seal” It is the Mait It is the Hops. langbeztt bjórinn R’vik. 18. ág. Síldvciðin Hefir gengið heldur stirðlega. Þó I hafa togararnir aflað sæntilega, eink- KIEWEL Talsími 81 178 og 81 179 Eldiviður að haustinu. A svölum kveldum er þörf á eldi í ofni og hlöðum. Gott brennibirki, ösp, tam- arak og fura, af beztu Arctic tegund, bætir úr þeirri þörf. Símið eftir- iinu cord. rARCTIC. ICEsFUELCCLl.ro 439 PORTACE AVE. CW*ouU PHONE 42321 R’vík. 31. júlí. Páll J. Torfason frá Flateyri i önundarfirði er sjö- tugur í dag. Hann er nú staddur hér i bæqum ásamt frú sinni. Er bústaður hans hér á Hverfisgötu 32. En fast heimili hafa þau hjón- in haft í Kaupmannahöfn um mörg ár. Páll er kominn af nafnkunnum höfðingjaættum í Vestfjörðum. Voru forfeður hans margir garpar miklir. athafnamenn, stórfengir í skaplyndi og höfðinglyndir. Kippir Páli nijög í kyn. Mest hefir Páll starfað að ýmsum fésýslumálum og framfara utan lands og innan og hafa hugsjónir hans jafnan stefnt að því alT réftá við fjárhag þjóðar sinnar. Hann var einhver öflugastiír hvattanaður að stofnun IslandSbanka og hafði mikið starf við að kom a honum á fót, en ekki mun hann hafa hlotið laun eða viðurkenning þess verks að sama skapi. — Hann var og hvatamaður að samtökum þar vestra um skipakaup til fiskiveiða og lét ekki staðar numið fyrr en fram gekk, þótt þungan róður væri að sækja. Þá stofnaði hann og til fyrirtækis, er vinna skyldi salt úr sjó, bræða málrn úr jörðu, lýsa og hita kauptún og bændabýli á Vestfjörðum, en heimsstyrjöldin bæg'ði ölium fr'am- kvæmdum. Þó vinnur Páll enn ó- sleitilega að þessum hugsjónum stn- um og mun nú horfa vænlegar en áður. Ennfremur hafði Páll með höndum sölu á íslenzkum vörum á styrjaldarárunum og gekst fyrir að ná samningum um lán í Lundúnum Islandi til handa. Mörg önnur stórmál hefir Páll haft með höndum, er verða hag lands vors. Páll 'hefir jafnan verið mjög stór huga og að mörgu leyti langt á undan s'mtun thna, Myndi hann S K I F T I D YÐAR FORNFÁLEGU H0SGÖGNUM Skiftið óþörfum og úr sér gengnum húsbúnaði upp í nýjan. Símið eftir matsmanni vorum. Fáið hæsta verð fyrir. Þér getið látið gömlu húsgögnin ganga upp í þau nýju. Viðskiftatími 8:30 a.m. til 6 p.m. Laugardögum opið til ld. 10 p.m. SÍMI 86 667 J.A.Banfield LIMITED 492 Main Street- Húsgögn tekin í skiftum aeld 1 sérstakri deild með góðum kjörum. Stofnað 1882. Löggilt 1914. D.D. Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD Frecldent HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD Treasnrer Secretary (Plltamlr aem mlntxi reyna nV þðknavt) VERZLA MEÐ: BYGGINGAREFNI — KOL og KOK BÚA TIL OG SELJA: SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE SAND — MOL OG MULID GRJOT GEFIÐ OSS TÆKIFÆRI SÍMAR 87,308 — 87,309 — 87,300 Skrifstofa og v«rksmi8ja: 1038 Arlington Str. (milli Ross og Elgin) Winnipsg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.