Heimskringla - 02.01.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.01.1929, Blaðsíða 1
Agætustu nýtízku litunar og fatahraitt*- unarstofa i Kanada. Verk unnl« á 1 defi. VVinnipcg —s— Man. Dept. H. ■r FATAIjITUN OG HREINSUN Bllica Ave. and Slmcoe Str. Slml 37244 — tvœr llnar Hnttar hrelnnnlSir o#r endurnýjatllr. Betrl hrelnaun jnfnödýr. XLIII. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN JAN. 2., 1929. NUMER 14. FRETTIR KAN A DA Undanfari'ö hefir verið mikið um rán hér í Winnipeg’borg, og hafa helzt lyfjabúðir verið rændar. A fim'udagskveldið var komu tveir menn inn í lyfjabúð Leslie Dighy Poyntz, sem margir Islendingar kann ast við, að 871 Westminster Ave. Poyntz var í búðinni, en í lyfjakomp- unni innar var kona er hjá lionum vann, Mrs. Gertrude M. Pascal. Menn vita ekki glöggt ennþá hvað farið hef ir fram milli Poyntz og aðkomu- manna, en allt i einu heyrði , Mrs. Pascal skot og sá Poyntz falla. Rak hún upp hljóð, og flýðu þá morð- ingjarnir; hafa sennilega ekki búist við fleirum en Poyntz i búðinni. Andaðist hann þegar. Hafði hann verið skotinn í bakið, undir herða- b'aðið vinstra og fór kúlan í gegn um hjartað. Morðingjarnir sluppu í stolnum F'ordbíl, sem fannst i hlið- argötu, og þóttu ekki jniklar líkur til þess að upp á þeim hefðist. En á sunnudaginn umkringdu 14 leyni-lögreglumenn húsið nr. 47ó á McDermot Ave. Satná dag voru teknir fastir norður í bæ tveir bræð- ur Edward og George Vanderlip, itngir menn. Klukkan hálf tíu á sunnudagskveldið neyddi lögreglan annan bræðranna til þes sað sima í Carl McGee, leiganda í nr. 476 Mc- Dermot og biðja hann að mæta sér. Kom hann út að vörmu spori og hélt vestur McDermot. A Harriet stræti gekk yfirliðþjálfi í leynilög- regluliðinu, Maclver að McGee, ot- aði skammbyssuhlaupi í rifin á hon- um og skipaði honum að koma með sér. McGee, sem hafði hendur í vösuni, snéri sér snarlega við, og skaut gegnufn hægri vasa sinn, þrem skotum í mjöðmina á Mclver, er féll við. Tók McGee þá á fás, en aðri.- leynilögreglumenn, er þar voru nær- staddir skutu þá á hann og féll hann á gangstéttina ekki alllangt frá þeini stað, er hann skaut Maclver. Hélt hann þó áfram að skjóta unz kúla eins' leynilögreglumannsins hitti hann i hjartastað og drap hann þegar. Enginn vafi mun leika á því, að þet‘a var sami maðurinn, sem drap Poyntz og rænt hefir lyfjabúð- írnar undarfarið, með aðstoð Vand- erlipsbræðranna,: líklega aðallega Ed- wards, sem mun hafa játað meðsekt þeirra bræðra i þessum glæpum. Carl McGee var nafntogaður ræn- ingi sunnan úr Californíit og hafði ver íð sex ár í St. Quentin fangelsinu fyrir rán. Var hann nú laus gegn loforði um góða hegðun (on par- <ole). En því vildi lögreglan eigi taka hús á honum, að hún hafði vitneskju utn að hann var vel vopn- aður og sveifst einskis, en konur og börn í húsinu, er hefðu getað orðið illa úti, ef skothríð hefði hafist þar inni. Fanst i herbergi hans ' allur útbúnaður meiri háttar ræningja. A Winnipeglögreg'lan þakkir skilið fyrir skjóta úrláusn þessa hroðamáls. A mánudagsmorguninn var fóru Jreir R. Nicholson, yfirliðþjálfi í lögregluhestliðinu R.C.M.P. og J. Ri Watson fylkislögregluþjónn, til þess að taka hús á William Eppinger bónda við Molson (um 38 mílur hér austur af Winnipeg) er grunaður var um brennivínsbruggun. Er þeir :ná1guðust Eppinger, til þess að taka hann íastan, þreif hann riffil og er Nicholson hljóp á hann reið skot úr ' rifflinum. Kom kúlan í lærið á Nicholson rétt ofan við hné. Var ’hún broddskorin (dum-dum-kúla) og kom út um mjöðmina eftir að hafa rifið voða'egt sár unt fet á lengd og um átta þumlunga á breidd upp eftir lærinu á Nicholson. Andaðist hann samdægurs, en F.ppinger slapp. þar eö Watson varö fyrst fyrir að stumra yfir félaga sínum. — Byggingaleyfi Winnipeglxrrgar námu á ári.nu 1928 rúmlega tíu og hálfri miljón dollara. Er það þran miljónum meira en 1927. Reist voru á árinu 825 íveruhús, er kostuðu nærri fjórar miljónlr dollara. Tutt- ugu stórhýsi til íbúðar voru einnig reist og eru þau talin að hafa kost- að nærri tvær miljónir dollara. Af öðrum byggingum, svo sem vöru- húsum, skólutn og öðrum byggingum hins opinbera, iðnaðarhúsum og bit'- reiÖaskýlutn hefir mesti urmull ver- ið byggðut', eða svo mikið að nemur nærri þrem miljónum. Bygginigar- leyfin hafa því að rniklu leyti öll verið notuð enda var byggingarstarf- ið rekið af krafti siðas'liðið sumar. Verzlunarráðið í Winnipeg hefir skrifað Hon. P. J. Veniot yfir-póst- meistara í Kanada og tjáð honum að óánægja sé í vestur-fylkjunum ríkj- andi út af því að fiug-póstflutningarn ir þar voru lagðir niður. Póstmála- stjórninni þótti ferðirnar ekki borga sig, en verzlunarráðið telur það ekki reynt til hlýtar ennþá. 1 mentalegum og' hagfræðislegum skilningi telur ráð ið flug-póstferðirnar ómissandi. Manitoba talsímakerfið hefir tekið inn á árinu 1928 $3,674,140.85. Er það talsvert meira en í fyrra og nokkru sinni áður. Hrei.m ágóði er sagður $306,555.26 og er hann fimtíu og einu þúsundi hærri en á- góðinn var árið 1927. Til þess að gefa hugmynd um vöxt og viðgang félagsins, skal þess getið að i byrjun ársins 1922 námu allar tekjurnar $888,805.43. * A miðvikudaiginn var fóru þeir Hon. W. R. Clubb, sem ráðherra- sessinn skipar í fjarveru forsætisráð- herrans, og Hon. W. J. Major K.C. dómsmálaráðherra, suður til Battle Creek sanatorium í Michigan þar sent forsætisráðherra Hon. John Bracken nú dvelur sér til heilsubótar, til þess að ráðfæra sig við hann um málir. sem fyrir komandi þing verða lögð. Þó ekkert sé víst um það ennþá, er búist við að fylkisþingið korni sam- an 24. janúar eða eins og að undan- förnu tveim vikum eftir ársfund bændafélagsins í Manitoba. En sá fundur verður haldinn í Brandon 8. janúar. Þrátt fyrir þetta feröalag ráðherranna suður, er búist við að forsætisráðherrann verði kominn það til Heilstj. að hann komi heim um núðjím janúar eins og áformað hafði ve/ið. Um 50 drengi er verið að panta .frá Englandi,• sem. búist er við að komi í kring um 15. marz hingað. Á að kenna þeinr á akuryrkjuskólan- um hérna i Winnipeg landbúnað, o’ taka þeir sér svo seinna búnað f-yrir hendur. Manitobastjórnin hefir tekið höndum saman við sambands- stjórnina unt að sjá drengjum þess- um farborða, því þetta er ein af hin- um mörgu innflutninga-plötum lands stjórnarinnar eða innflutnigaráðhérr ans Forke’s. Hér hefir auðvitað ekk ert verið til af drengjum sem með- tekið gátu þessar velgjörðir. -----------x----------- íTnvtmsknm)la óskar öllum íslendingum gleðilegs nýárs með þökk fyrir g a m 1 a a r i ð FINNUR JÓNSSON sjötugur 1858 — 29. mai — 1928. I. Mér er fyrir löngu úr minni liðið. hvenær ég heyrði Finns Jónssonar fyrst getið. En hann varð mér ekki að umhugsunarefni fyrr en haustið 1899. Þá fékk ég í hendur nýtt rit úr Bókasafni alþýðu: “Um Grænland að fornu og nýju.’’ Þar hafði próf. Finnur ritað fyrra hlutann og var mynd hans framan við bókina. En undir myndina hafði hann rítað þe‘ta erindi úr Hávamálum: Eldr er beztr með ýta sonum ok sólar sýn, heilindi sitt ef hafa náir, ok án löst at lifa. Þrettán ára vizku minni þótti vís- an heldur illa valin. Eg kunni aðr- ar visur úr Hávamálum, sem mér þóttu stórfelldari og háfleygari: um orðstir, sem aldrei deyr, mikit mann- vit o. s. frv. Gæði þau, sem í vís- unni voru talin, þóttu mér hversdags- leg' og auðfengin. Maður er ekki smáþægur á þeim aldri. Eg hefi lík legast sagt við sjálfan mig eitthvað á þá leið, að víst myndi Finnur þessi vera lærdómsmaður mikill á fornan kveðskap, en ekki kynni hann að þvi skapi að velja sér úr honum hæfileg einkunnarorð. Eg er enn á þvi máli, að Finnur að arðinúm af starfi hans og fyrir- rennara hans væri öllum safnað í eina kornhlöðu. Eg hygg, að dóm- ur Björns M. Olsens um þau muni lengi standa: “F.itt er víst: F.f vis- indamenn síðari tíma komast feti lengra en Finnur Jónsson í þessu efni, þá er það af því, að þeir standa á hinum breiðu og sterku herðum hans og' byggja á þeim grundvelli, sem hann hefir lagt.........” (Skirnir 1912, 377). Mætti þetta vera áminn ing þeim mönnum, sem með ærnu yfir læti hafa gert athugasemdir við þetta verk og fært þar til s‘einvölur sem útgefandinn og meistarar hans veltu björgum. , y En um erindið úr Hávamálum hef ég skift skoðun. Margar vísnaskýr- ingar Finns Jónssonar finnst mér mikið til um. Eg minnist þess jafn an með ánægju, hvernig hann skýrði Hávamál haustið 1907, þegar ég var orðinn lærisveinn hans við H'afnar- háskóla (smbr. hina ágætu útgáfu og skýringar kvæðisins frá 1924). En þessa einu vísu hefir hann skýrt fyrir mér með lífi sínu og starfi, svo að ég þykist nú skilja hana betur en flestar aðrar. Nú dáist ég ekki einungis að því, hversu vel Finnur Jónsson kunni að velja sér einkunnar órð. Eg undrast hitt, að nokkur maður skuli geta fundið sér einkunn 1 svo vel við sitt hæfí í skáldskap ann- ( ars manns. II. Engan skyldi furða, þó að Finni Jónssyni þyki eldurinn beztur. Eld- urinn er sú höfuðskepna. sem hann er mest í ætt við. Mér þykir ekki Jónsson þekki vel fornan kveðskap ótrúlegt, að á æskuárum hans hafi norrænan og íslenzkan. Það er ekki stundum blátt áfram veriö sagt um of mikið um mælt, að í hinni löngu I hann, að hann væri “funi.” Þeir, og merkilegu skýringasögu dróttkvæð i sem hafa hevrt hann taka þátt í anná beri þrjá menn hæst. Svein- j deilum um stjórnmál og trúrnál, og björn Egilsson, Konráð Gíslason og reyndar hvaða mál, sem hann lætur Finn Jónsson. Hitt er ekki nema i til sín taka, vita, að honum hitnar spá ein eða geta, að því verki-sé nú I fljótt, og engurn andstæðingi hans svo langt komið, að aldrei verði | mun hafa til hugar komið að bregða fjórða manni skipað þar á bekk. Það er ekki af handahófi, sem ég minnist þessá hlutans, af starfi Finns Jóns- sonar, þó að annars verði engin til- raun gerð til að telja verk hans í þessari stuttu grein. Rannsókn hins forna kveðskapar, útgáfa kvæð- anna og skýring hefir verið höfuð- þáttur hinnar margþáttuðu vísinda- starfsemi hans, þar sem hvert stór- virkið hefir rekið annað. Á mál- fræðingafundinum í Stokkhólmi 1886 lagði hann fram fyrirætlan gína um nýja útgáfu dróttkvæðanna. þar sem textinn væri prentaður bæði nákvæm lega eftir öllum handritum og færður eftir föngum til réttrar upprunalegrar rnyndar. Eftir 30 ár var verkinu lokið, Den norsk-islandske skjalde- digtning í fjórum bindum og annari útgáfu skáldamálsörðabókar Svein- bjarnar Egilssonar (Lexicon poetic- uml. í þessum verkum mátti segja. honum unr hálfvelgju. Samt hafa öll slík mál ekki verið nema auka- atriði í lífi hans, hitinn hefir blossað þar upp í logum. En vísindastarf- ið hefir verið meginatriðið. I á- huga hans i ransóknum norrænna og islenzkra fræða hefir eldurinn brunn ið jafnt og sifelt, innfjálgur og ó- slökkvandi. Finnur Jónsson trúir af alhug á mátt ogi verðmæti vís- indanna. Hann er í þeim efnum senr fleirum fasthaldur á þær skoð- anir, sem hann tók tryggð við á yngri árúni. En sérstaka trú hefir hann á sínum eigin vísmdum, norrænum fræðum. Hann gleymir þvt vafa- laust oft, hversu Htill reitur þau ertt á víðlendi mannlegrar þekkingar og hversu skammt áhrif þeirra ná. Hann ritaði um dr. Kr. Kaalund sjötugan í afmælisrit hans og kemst þar svo að orði.þar sent hann segir frá því,að Kaa lund hafi orðið bókavörður við safn Arna Magnússonar “Aldrei hefir nýtari maður komist í þatfari stöðu.” Ekki langar miig til að gera lítið úr norrænum fræðunt né sta.-fi annars eins afbragðs manns og Kaalund var. En þó vöknuðu ýms dæini til sam- anburðar, þegar ég las þetta, dæmi manna. sem höfðu verið hvorttveggja, miklir visindamenn og velgjörða- ntenn alls mannkynsins. Og ég gat ekki annað en brosað að þessum stóru orðum. En brosið fer af við nánari um- hugsun. Því að Finnur Jónsson á með að segja stór orð unt vtsindi sítt Þau verða ekki í munni hans tnálróf né gífuryrðk Þar stendur ntaður bak við orðin. Hafi nokkur maður fórnað lífi sínu fyrir vísindi sín 02' sýnt svo trú sína á gildi þeirra í verkinu, þá er það hann. Eg vii aðeins nefna allar útgáfur hans til dæmis. Að taka orðamun úr hand rituni, oftast nteir og1 minna torlesn unt, er illt verk, seinlegt, leiðinlegt. fer illa með augu, heila og hug. Það er líka vanþakklátt. Fáir gefa orðamuninum gaum, enda er oft og einatt talsvert af honum bersýnilega einskis virði. En útgefandinn tekur hann út í æsar, til þess að spara öðr- utn íræðimönnum efasemdir óg fyrir- höfn. Utgáfur Finns Jónssonar eru meira en vinna. Þær eru afskap- legt þolinmæðisverk, unnið af rnanni,, sem að eðlisfari er örgerður og ó- þolinmóður. Þær eru persónuleg fórn mannsins til þeirra fræða, sem hann hefir unnað af heilum huga, fórn, setn er ekki færð einu sinni fyr- ir allt i andartaks tuóði, heldur á óteljandi vinnustundunr og þrevtu- stundum. Hann hefir oflxtðið heilsu sinni, svo sterk sem hún hefir verið, ekki ætlað sér af. Menn hafa spurt hann um, hvernig hann færi að afkasta öllum þessum ósköpum, eins og hann byggi þar yfir einhverju leyndarmáli. En það leyndarmál er ekki annað en ástin á starfinu, — eldurinn. Eg held, að slíkum manni verði að fyrirgefa, þótt hann sé ekki sífellt að meta gildi fræða sinna á heimspekings vísu, bera það saman við gildi annara greina né líta á vís- indin sem skeljabrot á ströndinni við úthaf vanþekkimgarinnar. En Finnur Jónsson hefir ekki ein ungis sýnt áhuga sinn á norrænum fræðum í einrúmi viö ritstörf sln. Það er varla hægt að tala við hann, án þess að verða snortinn af sama anda. Félagi ntinn einn fór til hans að tala við hann um kjörsvið til meistaraprófs. Hann ætlaði að kjósa goðafræði, en fannst hún svo mikið rannsökuð, að örvænt væri að gera nokkuð n>út. Þessu stundi hann upp við prófessor Finn. Svarið var stutt og laggott: “Það er allt ógert.” Félagi minn kom heim aftur sigri hrósandi, með nvja trú á efnínu. Því miður hefir Finnur Jónsson orð- ið að sá þessutn áhuga sínum í grýt’a jörð, þar sem hafa verið nemendur hans við Hafnar-háskóla. Þegar ég minnist kennslu þeirrar, sem ég naut hjá honum, verður mér lika oftar, hugsað til skrifstofunnar heirpa hjá hónum á Nyvej 4 eu kennslustof- unnar í háskólanurh. Eg kom þrá- sinnis heim til hans .að leita ráða og bera upp efasemdir. Auðvitað kom ég ekki að tómum kofunum. Þekking hans á fræðum sinum cr bæði nákvæm og víðtæk. Sanit erú það ekki svörin, sem mér ervi minn- isstæðust. Einn einfeldingur getur spurt meira en sjö vitringar geta svarað. Og þegar út í vafaefnin kemur, verður hver að finna sjálfum sér leið. En ég minnist þess, hvern ig ég igtekk niður Frederiksbergs Allé, léttari og stæltari í spori og gat ekki fengið af mér að setjast upp i sporvagn. Eg hafði fengið nýja trú á fræði mín, datt margt í hug, treysti sjálfum mér betur: “Komi nú einhver og fáist við mik!” Eg hafði snert á andlegri aflstöð og fór burt hlaðinn orku. Getur nokkur kennari igefið lærisveini sínum betra vegarnesti frá stuttri heimsókn ? III. Ok sólar sýn. Finnur Jónsson unir sér bezt við birtu og heiðviðri. Mollurigningar og þokuloft Kaup- mannahafnar fyrri hluta vetrar þótti honum þungt að búa við. Og í and- legum efnum er honunr ljós hugsun fyrir öllu. Veldur þessu bæði gáfna far hans sjálfs, íslenzkt eðli, sem ber merki skóglauss lands og tærs lofts, og efnishyggja og raunhyggja síðara hluta 19. aklar, sem hann er alinn upp við. í trúarefnum er hann á- kveðinn fylgismaður Brandesar, og það er ó’nætt að segja um báða, að þeir hvorki skilji né vilji skilja þau svið trúarlífs og bókmenn’a, sem liggja fyrir utan landamæri skýrrar hugsunar. Finnur hefir oft sagt við mig. þegar vísindaaðferðir hefir borið á góma, að ekki væri til nema ein visindaaðferð: heilbrigð skyn- semi. Mörg andans stórmenni myndi vera á því máli, að ráðningu sumra gátna yrði að sækja inn t skógarmyrkur draunta og djúpsýnar. og til væri sá sannleikur, 9em óra mætti fyrir. án þess skynsemin gæti náð fastatökum á honum. En hinu verður ekki neitað, að það eru full- trúar 'hinnar heilbrigðu skynsemi, sem leggja grundvöll vísindanna, og urn gildi þess starfs verður varla deilt. Skoðun Finns Jónssonar á þessum efnum hefir líka hæft honum að því leyti, að hann hefir mestmegn- is fengist við að igæfa út, skýra og skrifa um rit, sem mörkuð eru skýrri og sterkri hugsun. Hann er í rann sóknum sínum laus við óra og hugar- burð. Þar sér alltaf til sólar. Stund urn kann hann að vera fullharður við þá menn, sem honuin þykja fara með heilaspuna eða léttúðugt andríki. En þvi verður ekki neitað að hann hefir stundum sópað burt miklu af reyk og þoku, sem þyrlað hefir ver- ið upp að óþörfu, með því að segja fáein orð af viti, sem hæfðu í mark. Rannsóknum norrænna fræða hefir alltaf stafað hollustu af honum. Ekkert sýnir ljósar heilbrigða skynsemi Finns Jónssonar en hvernig hann hefir kunnað að velja sér verk- efnt. Hann hefir ekki verið að gaufa í útjöðrum fræða sinna, ekki sýnt tilfyndni sína í tómum smámun- um, eins og komið getur fyrir mikla hæfilelkamenn. Hann hefir jafnan ráðist þar á garðinn, sem hann var hæstur og þörfin mest að vinna. Því bera vísindin hans svo ntiklar minjar. Verk eins og dróttkvæðaútgáfan og bókmenntasagan hafa átt nieginþátt i því að koma norrænum fræðum af æskuskeiði á fullorðinsaldur. IV. * Sólar sýn, heiíindi, lastaleysi — þetfa er heílbrigði líkama, vits og vilja. Finni Jónssyni hefir verið gefið þetta.allt saman. “Finnur er hyggður úr íslenzku stuðlabergi,” sagði franskur kunningi minn einu sinni við mig. Þó að hann revndi einu sinni svo á heilsu sína, að það hefði brotið flesta menn, beygði það hann aðeins um stundar sakir. Hann rétti aftur við, án þess að hafa látið hlé verða á starfinu, og ber nú sjötíu árin rakkur og reifur. Allir vinir hans og þeir, sem fræðum hans unna, munu taka undir þá ósk, að hann megi enn lengi njóta lífs og heilsu. Þó að hann. láti nú af kennslu, eftir rúmra 40 ára starf við Kaupmanna- hafnar-háskóla, er engin hætta á, að hann skorti verkefni. Það má ; vita með vissu, að hvet dagur, sem (Frh. i 4. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.