Heimskringla - 16.01.1929, Blaðsíða 1
Ágætustu nýtízku litunar og fatahreins
unarstofa í Kanada. Verk unnit5 á 1 degi.
cj0^
BLLICE AVE., and SIMCOE STR.
Winnlpeg —:— Man.
Dept. H.
FATALITUN OG HRBINSUN
Elilce Ave. and Slmcoe Str.
Sfml 37244 — tvær llnnr
Ilattnr hreiuMaðlr og endnrnýjaClr.
Betrl hreinsnn jafnódýr.
XLIII. ÁRGANGUR
WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 16. JAN., 1929
NÚMER 16
FRÉTTIR
KANADA
*
Kanda bygggist viöstööulaust, og
á hverju ári komast ný landflæmi
óyrkt, í samgöngusamband viö við
J)á landshluta, er örustum framleiðsl-
ustraum veita til miöstööva neyzlu og
verzlunar.
C. P. R. sækir nú um leyfi til þess
aö leggja 1200 mílur af nýjum járn-
brautum, um óbygÖ héruö, eða óyrkt,
í Vestur-Kanada, að kalla má. Er
áætlað aö sú brautagerö muni kosta
um $50,000,000 og igerir félagið ráö
fyrir að ljúka henni á fimm árum.
Ekki hefir enn verið gert uppskátt
"hvar þessar brautir muni nákvæmega
'verða lagðar, en fullyrt að mikilvæg-
astar afleiðingar muni verða í norð-
urhluta Saskatchewan fylkis. Mun
áreiðanlega fyrirhugað, að leggja
braut frá Nipawin beint norður að
Eyjafossum (Island Falls), yfir
Churchill fljótið og norður að Hrein-
dýravatni (Reindeer Lake), sem er
eitt af stærstu vötnum i Kanada, því-
mær jafnstórt Winnipegvatni, og þá
:sennilega upp fyrir austan það. Sagt
er að C. N. R. hafi líka í hyggju að
■byggja hliðarbraut um Eyjafoss,
gegnum Flin Flon og Sherritt Gordon
námuhéruðin, að Hudsonflóa braut-
inni ekki all langt frá Fort Churchill.
Uá sækir og C. P. R. um leyfi til
brautarlagningar beint norður frá
Prince Albert, nokkur hundruð mílur
að minnsta kosti. Um endastöð
J>eirrar brautar er með öllu óvíst, en
«kki talið óhugsandi, að hún verði
alla leið norður við Lac la Ronge.
Er þetta talið auðugt námasvæði, og
allmargir staurað þar fyrir námum.
Þá er gert ráð fyrir braut norð-
vestur frá Prince Albert, þvert yfir
fylkið og alla leið inn í Albertafylki.
Fái C. P. R. þessi leyfi fær það
tvær aðalbrautir norður um auðugustu
námahéruð Saskatchewanfylkis, og
myndi, að því er álitið er, algerlega
bola Þjóðbrautunum (C. N. R.) frá
J>eim miklu framtíðarsvæðum. Líkt
er að segja um brautina frá Prince
Albert til Alberta; hún myndi hlið-
sneiða margar C. N. R. brautir, og
koma í veg fyrir að margar af þeim
yrðu framlengdar; þareð C. P. R.
hefir gert svo upp reikninginn, að
brautin sem þeir hyggjast þarna að
leggja, liiggi um endastöðvar C. R.
brautanna.—
Frá Edmonton var símað 9. þ.m.,
að fylkisstjórn Alberta hafi borist
tilboð frá MacKenzie King forsætis-
ráðherra, fyrir hönd sambandsstjórn-
arinnar, um auðsuppsprettur fylkisins.
Merkust atriði í tilboðinu eru þessi:
1) Sambandsríkið selur Alberta-
fylki í hendur allar auðsuppsprettur
þess, að undanskildum þeim svæðum,
er þegar hafa verið kjörin til almenn-
inga (National Parks).
2) Með tilliti til námuréttinda á
almenningum innan fylkisins, skal
Alberta hlíta sömu ákvæðum og önnur
sambandsfylki.
3> Að því er snertir skólalönd og
tryggingarsjóði, á hvorttveggja að
hverfa í umsjá fylkisins, en á að vera
haldið sér, til styrktar skólunum, í
samræmi við bókstaf og anda stjórn-
arskrárinnar.
4) Að eftir það að fylkið hefir
fengið full umráð yfir auðsuppsprett-
um sínum, skuli ríkissjóður greiða
því árleiga $562,500 sem^landskuld,
að því tilskildu að aukagreiðsla fram
yfir það, er ákveðin var undir sér-
stökum kringumstæðum meðan auðs-
uppspretturnar voru i ríkisins höndum,
skuli burtu íalla þegar er fylkið tekur
við auðsuppsprettum sínum.
Brownlee forsætisráðherra Alberta
kvað sjjórn sína þurfa tvent að at-
huga; I fyrsta lagi hvort ákvæðin um
ráðsmennsku skólalanda og trygging-
arsjóða væri aðgengileg fyrir fylkið;
og í öðru lagi það, að víst væri að
ríkisstjórnin gæti ekki komist að
samningum við Saskatchewan ag
Manitoba fylki nenia með því að
greiða hærra árstillag. Og yrði Al-
bertafylki þá að ráða það við sig,
hvort því þætti tilvinnandi, að ganga
að töluvert lægra árstillagi frá stjórn-
inni en hin fylkin, til þess að fá
tafarlaust í sínar hendur umráð yfir
auðsuppsprettum sínum, er nú, sem
stæði, væru sannanlega verðmætari,
en hinna fylkjanna.
----x——
Heimskringla gat um það í síðasta
blaði, að sendinefnd Bandaríkjanna,
er sat á rökstólum við kanadiska nefnd
í Ottawa, í vikunni sem leið, um fyrir-
hugað samstarf um vínsmyglunar-
gæzlu við landamærin, myndi fara
fram á það, að Kanadaríki neitaði að
gefa farmskírteini er um útflutnimg
áfengis úr landinu væri að ræða hvort
heldur á sjó eða landi. Berst sú
fregn frá Ottavva, að Kanadanefndin
hafi tekið óstinnt i þá málaleitun og
ætli sér að leggja til við sambands-
þingið, að hvorki það, né framsala
kanadiskra borgara, er að vínsmyglun
til Bandaríkjanna hafa orðið uppvísir,
| skuli lögleitt á Sambandsþinginu, er
| fer í hönd.—
i --------
Forstjóraskifti eru orðin við
Winnipeg Electric Company. Hefir
Mr. A. W. McLimont, sem um margra
ára skeið hefir verið framkvæmdar-
stjóri félagsins orðið að láta af því
starfi sökum heilsubrests. — Eftir-
maður hans var kosinn Edward And-
erson, K.C., sem í mörg ár hefir
verið lögfræðislegur ráðunautur fél-
agsins.
Það er mál manna að sjaldan muni
duglegri maður hafa skipað likt sæti
og A. W. McLimont en hann. Er
liann talinn einn ýtnasti, slungnasti
og þrautseigasti samningamaður, er
hið opinbera hafi átt við að skifta,
enda þykir mörgum sem hann hafi :
viðskiftum sínum við hið opinbera,
bæjarráð sem stjórnarvöld, alla jafn
an dregið laglegan fisk undan borði
pg oftast þann, er hann hafði í
fyrstu augastað á, þótt ekki muni
þeim er við hann áttu jafnaðarlega
liafa orðið það ljóst fyr en síðar. Er
því enginn efi á þvi að McLimont
var félagi sínu hinn þarfasti og öfl-
ugasti starfsmaður, en þá líka ekki
um leið að sama skapi þarfur al-
menningsheill, er hún kom i bága
við hagsmuni félagsins. En í því
er hann ekki frábrugðinn fyrirrenn-
ara sínum né eftirmönnum, aðeins
duglegri og ötulli en þeir flestir.
Frá Ottawa hefir verið tilkynnt
nýlega að Hon. Herbert M. Marler
frá Montreal hafi verið skipaður
sérstakur og fulvalda sendiherra
Kanada i Tokyo, Japan.
Mr. Marler er þekktur löigfræðing
ur. MacKenzie King forsætisráð-
herra kallaði hann til ríkisráðssetu
með sér og ráðherrum sínum 1925, og
sat hann þar til kosninganna 1927/að
hann féll frá þingsæti og sagði sig
þá úr ríkisráðinu.
Niundi jarlinn frá Egmont á Eng-
landi er nýlega látinn. Erfingi
hans er Frederick Joseph Perceval,
bóndi í Albertafylki, rúmlega fim-
tugur að aldri. Hefir hann verið bú-
settur í Alberta í 28 ár, og hefir tek-
ið því ástfóstri við landið og bónda-
s’örfin, að hann ætlar ekki að taka
sæti í lávarðadeild 'brezka þinigsins
sem honum ber nú, sem 10. jarlinum
frá Egmont, heldur sitja kyr á bú-
garði sinum, þar sem hann gengur
að allri vinnu, eins og hver annar
bóndi. Þykir smásnobbum bæði
í sveit og borg þetta einkennilegt.
Torontofregn hermif, að Dunning
samgöngumálaráðherra sé í hinni
mestu úlfakreppu á milli breiðfylkinga
hinna voldugu járnbrautarrisa C. T. ■
R. og C. N. R.
Þegar er C. P. R. hafði gert heyrum
kunnar fyrirætlanir sínar um brauta
lagningu, þær er getið er um hér að
framan, birti forstjóri þjóðbrautanna
kanadisku, Sir Henry Thornton yf-!
irlýsingu um það að ágreiningur
hefði undanfarið verið milli félaganna
um brautarlagningu í nánustu fram-
tíð. 'Og felst þá um leið í þessari
yfirlýsingu Sir Henry Thornton á-
sökun um það, að C. P. R. sé að
reyna að ganga á hag þjóðbrautanna.
með því að seilast með járnbraptutn
sínum inn í þau héruð, er C. N. R.
hefir iþegar lagt brautir til, og kom-
ið vndir nýlendunáni.
Ennfremur ásalcar Sir Henry járn-
brautarráðið þar sem hann segir, að
þessi ásælni C. P. R. sé ekki nýtil-
komin, því i fvrra hafi það fengið
leyfi hjá járnbrautarráðinu ril þess
aö leggja hliðarlínu milli VViliir.g-'
don og Edmonton í Alberta, og hati
þetta verið algerlega óþörf tvöföldun
í samgöngubrautum þar sem C. N. R.
var þarna fyrir með braut. Kærði
C. N. R. þetta fyrir hæstarétti Kanada
og varaði um leið C. P. R. við því,'
að ef þeir héldu áfram brautarlagn- |
ingunni, þá yrði C. P. R. að bera
ábyrgðina. Sinnti C. P. R. því
ekki en lauk við brautarlagninguna.
áfellisdóm á þinginu svo að það neit-
aði að ganga að samningunum er
hann hefði igert við félagið, þá myndi
Winnipeg Electric aldrei íærast í
faríg að byrja að virkja Sjö-systra
fossana þvert ofan i vilja löggjafar-
valdsins.
* * *
Dómsmálaráðherra Manitobafvlk-
I . '
is Hon. W. J. Major varði gerðir
! stjórnarinnar fyrir ársþingi U. F. M.
á miðvikudagskveldið var. Kvað
hann stjórnina hafa orðið að bregð-
ast á þetta ráð til þess að forða
opinberri vatnsvirkjun í Manitoba
frá “fórnfærslu á altari ódugnaðar
og heimsku.” Eklci verður á fregn-
inni séð hver rök Mr. Major færði
að þessari staðhæfingu. Aftur á
móti segir þessi fregn, að leitað hafi
verið samþykkis þingsins á ráðstöfun
stjórnarinnar á Sjö-systra fossunum.
* * *
Daginn eftir, á fimtudaginn var,
fékk Mr. T. W. Bird, sambandsþing
maður frá Nelson kjördæmi leyfi til
þess að andmæla Mr. Major, en Mr.
Bird er, sem kunnugt er eini hreini
framsóknarmaðurinn, sem eftir er á
sambandsþinginu af framsóknarflokk
Manitobafylkis þar. Ekki fékk þó
Mr. Bird í fyrstu það hljóð, sem Mr.
Major var gefið; hrópuðu nokkrir,
að þetta mál kæmi ársþinginu eigi
við. Þögnuðu þeir loks er Mr. Bird
kvað málið koma þinginu eins við,
er það væri flutt af sínuni vörum
ejns og af vörum dómsmálaráðherr-
ans, enda væri heituska ein að segja.
að málið kæmi ekki U. F. M. við,
er tvær tillögur, hvor í sína átt lægju
fyrir frá tveim deildum U. F. M.
til þingsályktunar, og sérstaklega þó
auðvitað sökum þess, að ekkert mál
hefði um langt skeið verið á döfinni,
er meira varðaði bændur og búalið
í Manitoba og reyndar alla fylkis-
búa, en einmitt þetta mál.
Hermir fréttin að Dunning sam-
göngumálaráðherra og stjórnin sé
mjög óvær yfir þessu og hafi Ijpeði
hann og forsætisráðherra reynt að
miðla málum milli félaganna og þá
liklega ekki síður fyrir þá sök, að
sumar brautirnar sem þrætt er urn,
eiga að- liggja um kjördæmi forsætis
ráðherrans. En samkomulag milli
þessara samgöngujötna hefir ekki
fenigist, að því er fregnin hermir,
og er allt útlit fyrir, að Sir Henry
muni ætla að halda málinu til streitu
á þingi í vetur. —Væri ekki ósæmilegt
til þess að ætlast, að Mr. Dunning
sæi svo um, að brautir ríkisins sjálfs
þyrftu ekki að lúta í lægra haldi fvr-
ir hinu volduga einkafélagi.
Mikið hefir verið talað um vatns-
virkjimarmálin hér í fylkinu í sam-
bandi við ársþing U. F. M. í Bran-
don, og nærveru þriggja fylkisráð-
herra þar.
Leiðtogi konservatíva í Manitoba,
F. G. Taylor hersir ávarpaði árs-
þingið frá Dauphin í op'inberri ræðu,
og kvaðst neyddur að tala úr fjarlægð,
þar eð sér hefði ekki verið boðið á
þingið þótt þretn ráðherrum Mr.
Brackens hefði verið þanigað boðið.
Vildi hann brýna fyrir þingmönnum,
að vera ekki of fljótir til þess að
gleypa við því, er ráðherrarnir hefðu
að segja stjórninni til afsökunar, og
samningunum til málsbóta. Skyldu
þeir bíða, unz Mr. Bracken yrði til-
neyddur, sem hann áreiðanlega myndi
verða, að ræða málið á þingi. Væri
það trú sín, að enn kynni að vera
tínú til þess að bjarga málinu, því
ef svo færi, að Brackenstjórnin fengi
Kvað Mr. Bird að eftir að hafa
heyrt í gærkveldi af vörum dóms-
málaráðherrans “ómengaðan sann-
leikann,’’* þá hlyti hann að játa að
skilningur þeirra á sannleikann í
þessu máli væri allt annar. Kvað
hann stjórnina vafalaust hafa ívilnað
háskalega 'félagsskap stórgróðahá-
karla hinnar verstu tegundar, með
því að afhenda Winnipeg Electric
Sjö-systra fossana, enda farið þar
þvert ofan i stefnuskrá þá. er reisti
fylkisstjórnina til valda.
* * *
\
Eins og áður er sagt„ lágu tvær
tillöigur um þetta mál frá héraðs-
deildum fyrir til samþykkingar, önn-
ur frá Springfield, er aðhylltist ráð-
stafanir stjórnarinnar, en hin frá
Swan River, er áfelldist stjórnina.
Höfðu margir gert sér vonir um að
traustsyfirlýsingin til stjórnarinnar
myndi verða samþyk’kt, sérstaklega
eftir yfirlýsingu kvendeildaforsetans.
F.n er Mr. Bird hafði talað, fór svo,
eftir mikið þjark og þref. að báðar
tillögurnar voru teknar aftur af frani
sögumönnum þeirra, svo að þingið
hafnaði þar með, að taka nokkra
endanlega afstöðu í málinu.
* ¥ *
*Hér átti Mr. Bird við það, að
eftir að Mr. Major hafði skýrt málið
frá stjórnarhliðinni, lýsti forseti
kvenfélagsdeildanna, U. F. W. M.
yfir þvi í heyrandi hljóði, líklega
umboðslaust þó, að eftir að hafa
heyrt “ómengaðan sannleikann” af
vörum Mr. Major í þessu máli væri
það fullvíst, að U. F. W. M. myndu
standa fast á bak við stjórnina í
þessu máli.
A láugardaginn var hélt Taylor
hersir fund í Swan River og las þar
símskeyti er skýröi frá afdrifum þessa
máls á ársþingi U. F. M.. Taldi
hann það mikinn ósiigur fyrir stjórn-
ina, að þrír ráðherrar hennar hefðu
ekki getað talað svo um fyrir þing-
mönnum, að þeim litist að greiða
stjórninni traustsyfirlýsingu. Lofafði
hann mjög fram'komu Mr. T. W.
Bird frá Nelson. er hann kvaðst ann-
ars ósamþykkur um mjög margt. En
hann væri eini sambandsþingmaður-
inn er fram á þennan dag berðist
hvíldarlaust og örugglega gegn því
að Sjö-systra samningurinn næði
að síðustu fram að iganga. Gæti
hann ekki nógsamlega lofað áhuga
hans og djarfmannlega framkomu á
ársþingi U. F. M. í Brandon.
Annars kvað Mr. Taylor það eft-
irtektavert tákn tímanna og vert fyr-
ir kjósendur í Manitoba að leggja á
minnið, að einmitt satni maðurinn,
setn i fyrra hefði afhent Mr. Brack-
en samþykkt ársþings U. F. M. þá,,
um að krefjast opinberrar virkjunar,
hefði nú tekið sér það fyrir hendur,
að ferðast um fylkið þvert og endi-
langt til þess að fá héraðsdeildir
bænda til þess að lýsa yfir velþóknun
sinni á stjórnarráðstöfun Sjö-systra
fossanna. og hefði nú komið til Bran
cion i þeini erindum að fá félag sitt,
U. F. M. til þess að lýsa yfir fullu
trausti sínu á Mr. Bracken fyrir að
láta fossana af hendi við Winnipeg
Electric. Þessi maður væri Mr.
Brown, einn af forystumönnum U.
F. M.
Frá Ottaw^a er símað 12. þ. m., að
þrátt fyrir bríðar og fannfergi síð-
ari huta desember mánaðar, hafi
Hudsonflóabrautinni skilað vel áfram
í vetur, svo að 29. desember hafi
teinar verið lagðir norður að 467.
mílu og þá eftir aðeins 43 mílur til
Fort Churchill. Verði veður þolan-
legt það sem eftir er vetrar, er búist
við að teinar yerði komnir norður
að Churchill snemma í vor.
*
Frá Brandon var símað 12. þ. m.,
að R. C. Browm, er síðustu tvö árin
hefir verið fylkisritari “United Far-
mers of Manitoba” hafi sagt af sér
í lok ársþings (sem er lúð 27. í röð-
inni). Hafði liann verið tilnefnd-
ur sem formaður félagsins, en ekki
kosið að vera í kjöri. Kveðst hann
ætla að taka við ráðsmennsku á bú-
jórð fóður síns í Lisgar — Suriir
hat'a getið þess til, að þessi ákvöröun
N1 r. Brown kunni að standa í ein-
Hverju sambandi við undantarna
fylgisöflun hans, fylkisstjórninni til
styrktar í Sjö-systra málinu.
SJÚKDÓMUR KONUNGS
Af sjúkdómi konungs er ekkert
nýtt að frétta, hefir engin breyting
orðið síðpstu viku önnur en sú, að
það miðar heldur í bataáttina, þótt
svo hægt fari. að tæpast sé merkj-
anlegt dag frá degi. En aHigóðar
vonir má nú gera sér um það að
hann nái aftur fullri heilsu, og er
það þegnum hans hið mesta gleðf-
ii. Heflr það komið glöggt í
ljós í veikindum konungs, að hann
er vinsæll og ástsæll með afbrigðum
utanlands og innan.
(Frh. á 8. bls.)
0PIÐ BRÉF
til ritstj. Heimskringlu
Kæri herra ritstjóri!
I dag barst inér desemberhefti
Canadian Bookinan, sem er málgagn
officialis skálda og rithöfunda lands-
ins okkar, Canada. Þetta hefti á víst
að vera til hátíðabrigðis — allt ljóð
eftir einhverja (óumræðilega) skáld-
konu að nafni Christina Willey. Nú
vildi ég. vinsamlegast, biðja þig að
líta á ljóðin, og útskýra fyrir þeim
sem fáfróðari eru cn þú, hvar neist-
ar fljúga undan fótum Pegasus. Eg,
í fáfræði minni, stend undrandi og
steini lostinn yfir leirburðinum.
Menn kvarta undan alþýðuhagyrðsk-
unni hérna vestra eins og hún kemur
fyrir í \slenzku blöðunum; en til þess
að verja sig fyrir leirburðinuin henn-
ar “Christinu,” söngla ég við sjálf-
an mig: “A Sargent götu svipur
birtist nýr,” og annað bull eftir vest-
urheimska hagyrðinga. Sýndu nú
skáldavit þitt, lierra ritstjóri, og snú
mér frá villu míns vegna, sýn mér,
og oss öllum, þetta dýrlega “message”
sem Canadian Bookmait flytur lesend-
um sinum um jólin, anno domini
1928.
Vinsamlegast,
Norman Vestri.
* * *
Það liggur við áð vér stökkvum
á fætur og gerumst erfiðir í lund, er
svona pistlar berast, og væri það
ekki fyrir smjaðrið, sem oss er svo
gómsætt, þá hefði oss ekki dottið í
hug að lita við svona bónorði. Því
hvers vegna skyldum vér þurfa að rífa
oss með valdi í gegnum þetta “Book-
nian’-hefti, með öllum þeim þján-
ingum sem því fylgja, af þeirri á-
stæðu einni, að hr. Vestman Norman,
eða hvað hann nú heitir, er svo
einfaldur, að borga peninga, úr eig-
in vasa, eða konunnar sinnar, til
þess að fylgjast með í því sem sett
er í Hendingar á ensku máli hér í
Kanada.
En svo vér ritum eitthvað í fúl-
ustu alvöru og af—livað var það nú
aftur? — “skáldaviti” voru, hvaða
skepna sem það kann að vera, ef hr.
Suð-austur Norman er þá ekki hreint
og beint að skensa oss, þá er það
til að segja að vér skiljum ekki hvar
hann hefir augun, eða heilabúið.
Skaparinn hefir að minnsta kosti
ekki gefið honum nein skynfæri af-
gangs, og þau fáu sem hann hefir
fengið hafa áreiðanlega ekki verið
Stimpluð Al, úr því hann ekki getur
bæði séð og fundið, já, vorir elskan-
legir jafnvel brennt sig á neistaflug-
inu úr kvæðum Kristínar (Afsakið
þessa “eldlegu” setninigu, Hr. Nor-
Vestan, vér vorum að enda við að
lesa eina hugvekju Meistara Jóns).
Vér skulum t. d. leyfa oss að benda
hr. Suðran Austman á kvæðið “The
Western Year,” er hreif oss meira
en góðu hófi gegndi fyrir mann á
vorum aldri og í vorri stöðu.
Fyrst og fremst er kvæðið, eins
og gagnrýnendur hér segja, óum-
ræðilega lærdómsríkt. Vér lærðum
þar meira um allt eðli og ásigkomu-
lag Sask.-fykis, að undanteknum
mannskepnum og kýrbeljum, er þar
iganga á beit, og sem höfundurinn
hefir eðlilega ekki getað komið fyr-
ir ásamt öllu hinu, í svo stuttu kvæði
—lærðum meira, segjum vér, af þessu
eina litla kvæði, en jafnvel laglegasti
skólakennari hefði getað komið inn í
höfuðið á oss, þótt vér hefðum setið
á skólabekk og starað á liana í sex
mánuði. Með öðrum orðum: Þetta
(Frh. á 5. bls.)