Heimskringla - 16.01.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 16. JAN., 1929
(•Itofnun 1SM«>
Krmnr «i á hvrrjnm mlHirlkndefi
EIGENDUR:
VIKING PRESS, LTD.
S.13 »K K.1.', K A II <■ K\T AVE, tt lS.VIPEO
TAI.KtMli KO r>:t7
v«r» olatt'lns er «3.00 Argangurtnn borg-
i»i fyrlrfram. Allar borgantr sendlst
the viking pkeks ltd.
9IGFPS HALLDGRS fiá Höfnum
RltstjArl.
lilauAnkrllt tll lilattntnnt
l'HK V’IKIVO PlllfiStt, 1,1(1., l»o* sioa
I tuuAnkrlfl tll rilntiOraUHl
•Clirl'OH HEIIISKIIIVIÍI.A, Boz 8105
VV IVMI’KO. >1 AN.
•Helmskrlngla Is publlshed by
The V Ikluir l’rrnn l.ltl.
and printed by
nft PHINTIVO .t l’l HI.ISIIIVO co.
nlut-K5A Karieent Ave.. Wliinlpes:, Mau.
Telephouel .Kfl 58 7
WINNIPEG, 16. JAN., 1929
Fólksfiutningar
til Kanada
Á ársþingi bændafélagsins “United
Farmers of Manitoba,” sem haldið var í
Brandon vikuna sem leið, skýrði nýlendu
málaráðherra Kanada, Hon. Robert
Forke, þann veg, er hann og stjórnin ætla
sér að þræða framvegis til þess að koma
fólksinnflutningum til Kanada í sem
ákjósanlegast horf.
Mr. Forke tilkynnti þegar í upphafi
máls síns, að það væri ætlun sín (það er
að segja stjórnarinnar), að takmarka á
þessu ári tölu innflytjenda frá “óvöldum”
(non-preferred) löndum, svo að frá þeim
öllurn samtals flyttust ekki fleiri en 12,
000 manns inn á árinu 1929.
Mr. Forke bjóst við að eiga “á viss-
um stöðum” ákúrur í vændum, fyrir
þessa ráðstöfun. En hann áleit hana
viturlega, er litið væri til vandræða, er
orðið hefðu síðastliðið vor.* Þá hefði
komið ákaflega mikið af útlendum inn-
flytjendum, (hér á Mr. Forke auðvitað
við þá eina, er ekki eru fæddir á brezku
eyjunum. Þeir sem, þar eru bornir eru
ekki “útlendir.” Þeir eru auðvitað fyrir
guðs náð bornir til ríkis og landa í Kan-
ada, svo að segja) svo að hann hefði orð-
ið að skerast í leikinn til þess að stemma
stigu fyrir þeim straum. Hingað kæmu
allt of margir Suður-Evrópumenn. Hann
hafði auðvitað ekkert að þeim að finna.
én “þetta er brezkt land, og vér viljum
halda stofnunum vorum brezkum.* Ekki
ætti að flytja inn fleiri en svo, að þeir
renni auðveldlega saman við hina stjórn-
arfarslegu þjóðarheild.* Kannidameinn
hafa rétt til þess að ákveða þjóðskipulag-
ið, þar sem þetta er vort land.” (Þau
orð, sem hér eru innan tilvitnunarmerkja
höfð eftir Mr. Forke, segir Winnipegblað-
ið Tribune, í riustjórnargrein, að bæri að
skrásetja gullnu letri, og hengja á vegg
í hverri innflutningaskrifstofu).
Ekki kvaðst Mr. Forke aðhyllast.
nokkra áætlun sem gerði ráð fyrir því að
greiða opinbert fé til þess að koma inn
flytjendum að landnámi. Kvað hann
hina mestu fjarstæðu, að brezkum inn-
fjytjendum væri íþyngt samanborið við
innflytjendur frá meginlandinu, og sæist
gleggst á því að Sambandsstjómin borg-
aði $17.00 á nef hvert, fyrir hvern brezk-
an innflytjenda, þar sem hver innflytjandi
frá Norðurálfunni kostaði stjóraina ekki
nema fáein cent.
Mjög leizt Mr. Forke vel á innflutn-
ing brezkra drengja, á vegum stjórnar-
innar, er ætlar að greiða götu þeirra til
landbúnaðarnáms og jarðnæðis, sem kunn
ugt er. Að því er snerti kanadiska drengi,
þá gegndi mikið til sama máli.* Ef
fylkisstjórnirnar sæju kanadiskum pilt-
um fyrir jarðnæði, með löngum afborg-
unartíma, þá myndi sambandsstjórnin
hjálpa þeim nákvæmlega jafn mikið og
Bretastjór)n brezku piltunum.
* * *
Það væri ef til vill ekki úr vegi, að
athuga nokkuð þessi ummæli Mr. Forke,
er skrá skyldi gullnu letri, áður en þau
verða hengd á veggina í innflytjendastof-
unum og þá sömuleiðis önnur þau um-
*Auðkennt hér
mæli hans þarna á bændafundinum, sem
auðkennd hafa verið hér að framan, og
þá stefnuskorðun innflutningsmálanna í
framtíðinni, sem þau bera vott um.
Mr. Forke á nú ekki langt í land í
þá vör, sem Lloyd Sask. biskup og kana-
diska kirkjan yfirleitt ætlar honum og
Iandinu. Það á að hrúga brezkum mönn
um inn í landið, og norrænar, og jafnvel
germanskar þjóðir allar eiga að fá að
fljóta með, auk Frakka, án þess herða á
eftirlitinu með þeim. Að því er virðist
ber guðsmanninum og ráðherranum að-
eins eitt á milli: Þjóðverjarnir. Biskup-
inn er, eins og prótestantiskum lærisvein-
um Jesú Krists er títt, þetta mikið heift-
ræknari en ráðherrarnir, að hann teiur
þjóðverjana auðsjáanlega enn meðal
hinna “skítugu, laukþefjandi Norðurálfu-
manna,” sem eru jafnvel brezkum öreiga-
lýð svo miklu óæðri siðferðislega, að ekki
má hleypa inn í landið árlega, nema 2
pro cent af þeirri tölu Þjóðverja, er var
í Kanada samkvæmt manntalinu 1901.
Þetta viðhorf Lloyd biskups og ann-
ara prótestantiskra brezkra kirkjuhöfð
ingja hér þarf svo sem engum að koma á
óvart. Því yfirleitt eru engar skepnur
æsilega þrútnari af þjóðrembingi, en pró-
testantiskir íhaldsklerkar, — og hér í
Kanada fyllir yfirgnæfandi hluti klerka
þann flokk, hverja trúarjátningu sem
þeir aðhyllast. Er þetta hugarfar mjög
skiljanlegt hjá mönnum er trúa því að
guð hljóti að miða allt við þá sjálfa og
þeirra. í augum þeirra er þjóðin, sem
þeir tilheyra, alveg sérstaklega Guðs út-
valin þjóð, sbr. prótestantiska íhaldsklerka
í öllum löndum á ófriðarárunum. Er
kaþólska kirkjan þar vafalaust víðsýnni,
eins og víðar, er til veraldlegra mála tekup,
því fyrir henni er aðeins eitt ríki til: hin
heilaga, almenna kirkja. —En þetta er að
verða allt önnur saga, eins og Kipling
segir.
Og svo komið sé aftur að aðal-
atriðunum og Mr. Forke, þá er í sjálfu
sér ekki óeðlilegt, að hann sem brezk-
fæddur maður, vilji heldur brezkfædda
borgara yfir til Kanada, en annara. þjóða
menn, að minnsta kosti að öðru jöfnu.
Honum er það ekki láandi og ekkert er á
móti því hafandL En það verður ekki
af nokkru séð í máli hans, að honum hafi
einu sinni dottið í hug þetta: að öðru
jöfnu. Og fyrir það hugsunarleysi er
ekki annað mögulegt en að áfellast hann,
sem kanadiskan borgara og alveg sérstak-
lega sem einn af forráðamönnum kana-
diskrar þjóðar.
En hvað erum vér annars að segja?
Kanadiskur? Kanadiskt? Slík skepna
fyrirfinnst ekki, eins og vinnukonan
sagði í dýragarðinum forðum, að því er
skilja má á Mr. Forke.
Og hérmeð er á kýliny gripið, að
í raun og veru skoðar Mr. Forke sig ekki
sem Kanadamarin fyrst og fremst, heldur
Breta. Hér er allt brezkt og á að varð-
veitast svo um aldur og æfi, stofnanir.
land og þjóð. (Hvað myndu Frakkarn
ir í Quebec með Bourassa í broddi fylk-
ingar leggja til þess máls?). Þess
vegna eru hér allir “útlendingar,” kyn-
slóð fram af kynslóð, nema brezkrar ætt
ar séu. Þess vegna eiga þeir einir hing-
að að flytjast, er skjótast “renna inn í
þjóðarheildina,,” en það er aftur þannig
að skilja, að menn glati sem fyrst sér-
einkennum sínum, tungu og skaphöfn;—
að íslenzkur alþýðumaður til dæmis gan&i
það mörg fótmál ofan stigann, sem hann
þarf til þess að skaphöfn hans og siðgæðis
þroski komist á jafnsléttu við skaphöfn
og siðgæðisþroska óbreyttrar brezkrar
alþýðu. Þess vegna þarf nýlendumála-
ráðherra að taka það sérstaklega fram,
að sambandsstjórnin hér muni sjá svo
um, að kanadiskum drengjum, eða þá
iíklega réttara sagt drengjum, fæddum í
Kanada, skuli þó ekki gert erfiðara fyrir
með landnám eða búskap, en brezkum
drengjum, (þ. e. a. s. brezk-brezkum,
fæddum á Bretlandi). Og þess vegna
á oss í Kanada að blæða nú, ef
í það fer, og sennilega um alla framtíð,
fyrir afglöp brezku stjómarinnar í at-
vinnumálum heima fyrir. Og þá auð-
vitað fyrir öll afglöp, er eftir hana kunna
að liggja í utanríkismálum. — og gleðjast
yfir því, að fá að blæða á þenna hátt.
Hannes Hafsteinn orti um þjóðremb-
ing íslendinga:
Bara ef lúsin íslenzk er
er þér bitið sómi.
Og þó veit hamingjan að þjóðrembirgur
íslendinga átti sér ekki öflugar rætur þá.
Færi svo, að óbreyttur alþýðumað-
ur legði sig eftir hugsunaferli Mr. Forke,
væri það vel fyrirsjáanlegt að honum
lcynni að detta í hug að breyta vísuhelm
ingnum á þá leið, ef hann kynni íslenzku,
að sá broddur, er hann setti á hana, stingi
fyrst þá menn, er svo eru brezkhollir, að
þeir gleyma að þeir eru fyrst og fremst
Kanadamenn. En í þeim flokki eru
ekki allir menn brezkir.
Og svo stritast Rt. Hon. MacKenzie
King og aðiir embættisbræður Mr. Forke,
ásamt fleiri mikilsmetnum flokksbræðr-
um við að blaðra fullan orðabelginn um
það, að Kanada sé í raun og veru alger-
lega-sjálfstætt ríki. Hvílíkt sjálfstæði!
* * *
Npi, ef um nokkurt sjálfstæði væri
að ræða, ef hér hefði talað maður, er
fyrst og fremst finnur til sín sem Kanada
manns, þá hefði yfirlýsingin um þessa
nýju stefnu aldrei verið flutt og sízt á
þann veg, er hér var gert, sem löðrung-
ur á kinn hvers manns í Kanada, sem
ekki er brezkrar ættar. Því enda þótt
einhverjir kunni að vera svo einfaldir að
halda, að vér norrænir menn séum undan
skildir, þá er það í raun og veru eigi
svo; yfirlætið nær jafnt til vor fyrir það,
þótt vér séum eigi tilnefndir sérstaklega.
Allir skilja t. d. að þar sem Mr. Forke
talar um Suður-Evrópumenn þá er engu
síður átt við allar slavneskar og latneskar
þjóðir auk Magyara (Ungverja),, þótt
hann af einhverjum ástæðum veigri sér
við að nefna þá hreinskilnislega. Og Mr.
Forke hefir svo sem ekkert á móti þeim.
Síður en svo. Hann tekur það fram, að
hann hafi ekkert að þeim að finna. En
í sömu andránni segir hann að of mikið
af þeim komi hingað til lands, — þessum
óaðfinnanlegu mönnum! — af því að
landið Kanada er brezkt land.
Þetta er auðvitað hin stakasta endi.
leysa og eldabuskuskraf úr munni nýlendu
málaráðherra ríkis, sem er í óða önn að
leita sér að bólfestumönnum, og sem
þegar er byggt óteljandi þjóðflokkum,
svo að haugavitleysa er að kalla Kanada
endilega brezkt land kynfræðislega. Það
er ekkert á móti því, þótt ungt ríki, jafn-
vel ríki með ótæmandi auðsuppsprettur,
og takmarkalítið landfiæmi, eins og Kan-
ada, réyni að takmarka fólksinnflutn-
inga. En það verður að vera gert af
einhverju viti, og við það skiljum vér,
að það verði að gerast með tilliti til fram-
tíðar komandi kynslóða, en ekki sam-
kvlæmt. Iþjóðernisgeðþótta einhvers ein-
staklings, né fyrst og fremst með tilliti
til þess, hvort landið er nú meira eða
minna að nafninu til undir brezkum,
frönskum, eða þýzkum yfirráðum.
Sú eina takmörkun, er má eiga sér
stað, þar sem svo stendur á, hlýtur að
miðast við það eitt, hvort innflytjandinn
sé líklegur til þess að verða landinu til
uppbyggingar, eða til byrði og trafala.
Og er til þess.kemur, þá er sannar-
lega eigi minni vanþörf á því,að hafa hönd
í bagga til þess að takmarka skynsamlega
innflutning frá brezku eyjunum. Því
eins og það er víst að menn hafa ekki
með öðrum þjóðum klifið hærra í há-
tind menningarinnar, en brezkir afbragðs
menn, þá er hitt jafn víst, að töluvert
mikiil hluti brezkrar alþýðu stendur á
frekar lágu stigi mannfélagsþroska, ekki
einungis að því leyti, að með fáum Ev-
rópuþjóðum standi öreigalýðurinn ver
að vígi en brezkur öreigalýður nú
sem stendur, heldur er það íhugunarvert,
hvort sú stétt manna á Bretlandi sé ekki
margra orsaka vegna meiri vonarpening-
ur að bjarga sér, í landi eins og Kanada
er, og kornast þar fyllilega til manns,
heldur en alþýðustéttir annara
þjóða, þótt þær standi ekki á hærra sið-
ferðisstigi, og jafnvel máske skör lægra,
að sumu leyti.
Mr. Forke kveður mestu vandræði
hafa hlotist af innstreymi úr suður- og
austurhluta Norðuiálfu i sumar sem leið.
Jú, það heyröist eitthvað um það, að inh-
flytjendur þaðan væru í hálfgerðu reiði
leysi fyrstu mánuðina, að fá atvinnu. En
það var ekkert hjá vandræðunum sem
vor góði nýlendumálaráðherra stofnaði
til sjálfur með innflutningi brezkra námu
manna, er skyldi gera hvorttveggja í
senn: létta atvinnuleysi á Englandi og
hjálpa Kanadabændum með uppskeruna.
Sá gauragangur, er áf því fyrirtæki hlauzt,
var aðeins ytri vottur þeirrar staðreynd-
ar, að þar lét Mr. Porke og
stjórnin, blautgeöja, brezka, en
ekki kanadiska þjóðerniskennd
narra sig fyrirhyggjulaust út í
foræði, sem hann nú virðist
hafa kviðhleypt í, án þess að
nokkur þakki honum, og allra j
sízt meiri hluti vesalings náma
mannanna, er ekki að ástseðu-
lansu skoða sig sem tilrauna- ;
dýr, er fórnað skyldi í því
skyni að Kanada ætti að
reyna að bæta fyrir afglöp og j
hjóllyndi Stanley gamla Bald- ;
win, (sem er mesti heiðurskarl
persónulega) og stjórnar hans,
yfir á Bretlandi.
Það yrði of langt mál hér, að
færa rök, þótt nóg muni til, að
því, að það muni vera álitlegur
meirihluti brezkættaðra manna,
samanborið jafnvel við slav-
neska og ungverska alþýðu,
(sem íslendingar einu nafni
nefna “Galla’). er hrökiast hafa
af jarðnæði sínu fyrir kunnáttu-
eða þolleysi við nýbýlayrkju, og
sogast inn í hringiðu stórbæj-
anna, og fjöldi niður um leið.
Það er tæplega um það deil-
andi, að framtíð Kanada er
betur borgið með svo og svo
mörgum fjölskyldum úr mið- og
austur Evrópu, hversu ómann-
aðar andlega, sem þær kunna
að vera, ófágaðar og enda
ruddalegar í framgöngu, sem
yrkja landið er þær byggja, og
endurbæta það um leið og þær
auðgast sjálfar, heldur en með
brezkum fjölskyldum á líku
menningarstigi, (þótt betur
kunni að falla í geð samlöndum
þeirra), sem annaðhvort flosna
upp af jarðnæðinu, eða vilja
aldrei þangað fara, heldur þyrp
ast inn í stórbæina, til þess að
lifa þar á snöpum eins og nag-
dýr, og stuðla að þ\d, að fjölga
örbirgðarlýðnum andlega og
líkamlega. Það er nokkurn-
vegin segin saga að þriðja eða
fjórða, jafnvel önnur eða fyrsta
kynslóð “hinna skítugu, lauk-
þefjandi útlendinga,” verða Kan
ada þarfari borgarar. í þessu
dæmi, en Bretinn með allan
“óðalsréttinn.”
Mörg blöð hér áfellast járn
brautarfélögin fyrir að hrúga
inn Evrópufólki af handahófi, |
bara til að fylla farklefa sína !
vestur um haf. Þetta er rétt-
mæt aðfinnsla. En Mr Forke
og skoðanabræður hans gera
sig seka í nákvæmlega hinu
sama, ef þeir ætla að hrúga inn
íólki frá Bretiandseyjum, til
þess að svala persónulegum
þjcðemiskenndum sínum á
kostnað annara þjóðflokka er
með svitadropum sínum og blóði
hafa stuðlað að byggingu þessa
mikla lands, oft á þeirn stöðum,
sem engin brezk sála hefir
fengist til að leggja hönd að
plógi.
Plf takmörkun á að eiga sér
stað, þá skyldi takmarkað með
tilliti til þeirra líkinda, sem eru
fyrir starfsvilja, eljanþreki og
manngildi innflytjandans, þeg-
ar hann hefir hér fengið starfs-
svið og þann frið til þess að
njóta sjálfur góðs af starfi sínu.
sem hann oft kann að hafa farið
á mis við í Evrópu, hvort sem
hann er brezkur eða ekki.
Það er rétt hjá Mr. Forke, að
Kanadamenn eiga að ráða því.
sjálfir, hverjir byggja þetta
land. En Kanadamenn eru
fleiri en brezk-fæddir menn.
Sé talið um sjálfstæði vort
nokkuð annað en ómerkilegasta
tevatnsþvaður, þá verður það
sama að ganga yfir innflytjend-
ur frá Bretlandseyjum við
hingaðkomuna eins og þjóðbræð
ur allra vor hinna, sem ekki
erum brezkfæddir, en stuðlað
höfum af lífi og sál að bygg-
ingu þessa mikla sameiginlega
framtíðarlands vors, hvaðan svo
sem vér og þeir erum úr Norður
álfunni komnir.
í fulian aldarfjórðung hafa
Ðodds nýrna pillur verið hin
viðurklenndu meðuJL, við bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm^
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfabúð
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
Frumherjar
JÓNAS HALLGRÍMSSON
(Framh.)
j A smalaþúfunni lærðu Islendingar
j a8 yrkja. Þar gafst hljóð til a5
; hugsa, og í námsstofu náttúrunnar
í har ýmislegt fyrir augun. sem örfaðí
andann til áreynslu.
ÞjóSsögurnar likömuðust í þokunni ;
| hamrarnir urSu aö hrikadröngum,
| drangarnir aö tröllum. Frá smala-
| kofanum sást lika sígræn þústa —
hetjuhaugur. Framan úr órafyrnsku
var sagan sög'ð um unga afreksmann
inn, sem bar þarna beinin. Sveitar-
skáldiö haföi um hann rímur kveöið.
Mátti nú ekki reyna aö bæta viö
einni bögú? Hálf kveönar hend-
ingar hlupu fram í hugann, og áður
en varði, var unglingurinn farinn aö
yrkja.
Mér veittist æfinlega auÖveldast
að hugsa um Jónas, sem hjarðskáld.
þó andi hans auðgaðist auðvitað
meir i útlendum skólum, en íslenzkuni
búfjárhögum. En ofan úr dölunum,
innan frá hjarta Islands fynst mér
óður hans berast í blænum út yfir
sveitirnar, inn í bæinn, hjörtum til
hressingar.
Þetta er ekki bókmennta ritgjörö
á vísinda vísu, heldur viðleitni til
að verðleggja lífsgildi ljóða.
Munið þiÖ íslenzku kvöldvökurnar ?
Norðangarrinn ber utan bæinn; frost
dýnkir heyrast, sem ferlegar feigðar-
stunur; allt líf virðist grafið undir
fannferginu. Harðinda-kvíðinn leggst
á hugann; móðirin vakir; hún hefir
svo marga munnana að seðja. A
hyggjurnar byrla henni andvöku.
Hún hlustar. Veðurdunurnar kljúfa
kveldkyrðina. Bassaraddir storms-
ins blandast saman við ýlfrið í ýlu-
stráunum. Hugurinn leitast við aö
flvja úr vetrarvoðanum út í sumar-
ið, frá dauðanum til lífsins. Hálf
gleymt kvæði kemur fram í hugann:
“Nú andar suðrið sæla vindum
þýðum”.......
Á svipstundu er sálin flúin úr
vetrarvonskunni út í sólskinið, ömur-
leiki umhverfisins gleymist, en and-
inn unir sér við undramyndír ís-
lenzkrar sumarsælu. Hrollurinn
dvínar í hjartanu, þreytan eyðist.
Hugurinn verður djarfur til dáða,
igróðrarmáttur lífsins hefir gagntek-
ið sálina.
Enginn veit hve margar gleðistund-
ir skáldin hafa gefið Islendingum.
eða hversu oft þau hafa í þá kjark-
inn kveðið.
Jónas var náttúruskáld fyrst og
fremst. Elest af náttúrukvæðum
hans eru hreinasta listaverk. Lestur
þeirra vekur nákvæmlega sömu til-
finningar og ferðalag um fagrar
sveitir, á sólheiðum strmardegi. Það
er sem sjálf náttúran tali í gegn um
skáldið, svo nákvæmlega túlkar hann
alla tóna hennar. Öður hans er í
raun og veru eintal andans, ósjálf-