Heimskringla - 16.01.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 16.01.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 16. JAN., 1929 HE1MSK.RINGLA 7. BLAÐSIÐA Maxim Gorki Maxim Gorki hefir á síSustu árum veriö að skrifa ítarlega æfisögu sína. Hún er sennilega bezta verk hans, ofið saman endurminningum úr hinu fjölbreytna og æfintýralega lífi hans og beztu einkennum frásagnarlistar- innar í sögurtí hans. Þessi minn- ingabók er mikið verk og segir í nokkrum sérstökum þáttum frá æsku hans, lærdómsárum og flökkuárum, unz honum tókst að verða hinn heims- kunni rithöfundur, sem hann er nú. Æfi hans hefir verið full af allskon- ar -eymd og skorti og niðurlægingu frá upphafi og fram á hin síðustu ár ófriðarins og byltingarinnar. En þá var hann um skeið starfandi heima í Rússlandi í þjónustu sovjet-stjórn- arinnar, sem einn af leiðtogum hins nýja skipulags og lét einkum til sín taka mentamál. En það var hvoru- tveggja, að hann var ekki allskostar ánægður og svo -var hann heilsuveill og fór þvi utan og hefir uppá síð- kastið dvalið lengstum í Ítalíu pg haldið áfram ritstörfum sinum. Ný skáldsaga er til dæmis komin út eftir hann ekki alls fyrir löngu. Auk þess sem Gorki segir i minningabók sinni frá sjálfum sér og ýmsum ó- kunnum vinum sínum og samverka- mönnum, sérkennilegum rússneskum alþýðumönnum af ýmsum stéttum. lýsir hann allnákvæmlega ýmsum hjnum kunnustu öndvegismönnum rússneskrar menningar, sem hann hefir komist í kynni við, til dæmis’ Korolenko og Tolstoy. Á Korolenko ( sem dó í eymd 192P hafði hann miklar mætur og segir að menningar- starf hans hafi haft mjög mikil á- hrif i þá átt að vekja varanlega rétt- arvitund mikils hluta rússnesku þjóð arinnar. Um Tolstoy skrifar hann einnig af samúð og skilningi, þótt ekki sé hann honum einlægt sammála. Öll er minningabók Gorki’s einhver merkasta og læsilegasta þessháttar bók, sem lengi hefir verið skrifuð. —Lögrétta. ----------x---------- Fjármá! Soviet líðveldisins Margt er talað um bolshevíkana í Rússlandi og stjórnarfar þeirra og hefir Lögrétta sagt frá mörgu þaðan að austan, -bæði því, sem snertir efna hag og andlegt líf. Einna bezta hugmynd um stjórnarfarið, eða fjár málin sérstaklega fá menn með því að kynna sér fjárlög ríkisins. A rússnesku fjárlögunum 1925—26 voru tekjurnar áætlaðar 4036 miljón rúblur, eða 117 miljón rúbla tekju- afgangur. Ýmsar tekjurnar brugð- ust samt og urðu 291 milj. rúblu lægri en áætlað var, en aðrar hækk- uðu að visu, einkum tekju og eignar- skattur og búnaðarskattur um 200 miljón rúblur, en lántökur fóru fram um áætlun. svo raunverulega varð nokkur tekjuhalli. Af einstökum liðum má til dæmis nefna það, að járnbrautirnar voru reknar með 81 milj. rúbla halla. Á yfirstandandi fjárhagsári átti að reyna að kippa í lag ýmsu því. sem aflaga fór um fjárfarið, en ekki er enn vitað, hver árangurinn hefir orðið. En það er ekki sízt eftirtektavert að skuldabyrði rí.kis- ins fer sívaxandi. Fyrsta október 1922 voru skuldirnar aðeins taldar 2J4 miljón rúbla, en næsta ár voru þær komnar upp í 118 miljónir, 1924 upp í 245 milj., 1925 upp í 367 milj., 192 upp í 417 milj. og 1927 upp í 714 miljón rúblur. Af gjaldaliðum fjárlaganna vekja ekki sízt athyggli gjöldin til ýmsra nientamála, sem eru áætluð 800 milj. rúblur, en koma að vísu að mestu á herðar hinna einstöku ríkja í sam- bandinu, nema 21 milj. sem veittar eru sambandsfjárlögunum. Til samanburðar má geta þess að her- málagjöldin eru áætluð 742 miljón rúblur, ýmiskonar stjórnarkostnaður 657 miljón rúblur, járnbrautirnar 1, 999 milj. rúblur og póstur og sími 178 milj. rúblur. Þar að auki komu svo ýms framlög ríkisins til atvinnu- mála, s. s. 600 milj. rúblur til iðn- aðar, 136 miljónir til rafvirkjunar, 172 miljónir til landbúnaðar, 408 milj. til verzlunar, 13 milj. til sam- vinnufélaga, 12 milj. til varna gegn atvinleysi, 6 milj. til heimilislausra barna, 3 milj. til örkumla manna úr heimsstyrjöldinni o. s. frv. Loks eru það svo háar upphæðir, sem stjórnin virðist hafa til frjálsra af- nota og ekki virðist fáanlegar um opinberar skýrslur í einstökum atrið- um. En slíkur “varasjóður til af- nota fyrir þjóðfulltrúaráðið” er tal- inn 112 miljón rúblur á fjárlögum og auk þess hefir stjórnin 12 milj. rúbla gjöld áf blaðaútgáfu. Ýms fleiri atriði úr fjárlögurn gæti verið fróðlegt að nefna, til dæm- is hag tryggingastofnana ríkisins. En veltan á reikningum almannatrygging arinnar er um 1 miljarður rúbla á ári. Ennfremur er fróðlegt að kynn ast ýmsum lánsstofnunum ríkisins og rekstri þeirra (skuldabréfum, happ- drættum o. sl.), gn slík lán voru á- ætluð á yfirstandandi ári alls 525 miljón rúblur. Til .þess að sjá það, hvernig sov- jet stjórnin hyggst að afla tekna til að standa straum af þessrm gjöldum skal getið helztu tekjuliðanna. Bein- ir skattar eru áætlaðir 1,112 miljón rúblur og óbeinir 2,828 miljón rúblur og helztu aðrar tekjur 2,632 miljón rúblur þar af 1,685 miljón rúbia tekjur af járnbrautum, 250 miljón rúbla tekjur af iðnaði, 230 miljón túbla tekjur af skógum, 62 miljónir af námum. 5 miljónir af sérleyfum, 78 miljónir af bönkum, 21 niilj. af verzlun, 171 milj. af pósti og síma. —Lögrétta. ----------x--------— Stefán Zweig um Lca Tolstoy Stefan Zweig heitir einn hinna kunn ustu höfunda er á þýzku rita og er Austurríkismaður. Hann hefir sjálfur orkt ýmislegt og þýtt ýms merkisrit erlend og skrifað um er- lendar bókmenntir. Hann var með- al margra annara viðstaddur hátíða- höldin t Rússlandi í tilefni af aldar- afmæli Tolstoys. Hann segir m. a.: Hinn nýji tími mun ekki meta þjóðirnar eftir því, hversu mörgum öðrum þjóðum þær hafa sálgað, eða eftir því hversu margar þær undir- oka, heldur eftir hinu hversu mtirga afburðaanda þær færa heiminum. Gildi Tolstoys má marka af því, að tvær einhverjar mestu andans bardaga- hetjur nútímans, Romain Rolland á Vesturlöndum og Gandhi i Austur- löndum eru báðir beinlínis lærisvein- ar hans. Dauði hans var einnig dáð. Það er sjaldgæft, að andlegt líf endi i eins göfugu tákni sjálfs síns' eins og dauðdagi hans í Asta- • povo var. Tign hans verður ekki líkt við annað en dauða Sócratesar í fangelsinu. Nú tilheyrir Tolstoy öllum heiminum. Þess vegna er há- tíð í flag um víða veröld. Margir aðrir merkismenn urðu til þess að heiðra minningu Tolstoys þennan dag. Lunatsjarki menta- málaráðherra hélt þá aðálræðuna i Moskva. Hann sagði, að þrátt fyrir það þótt erfðaskoðanir aðalsmensku Tolstoy hefðu á ýmsan hátt verið hemill á hugsunarferil hans, hefði hann vaklið byltingu í hugsunarhætti samtíðar sinnar, og þannig orðið brautryðjandi framfaranna, leiðar- Ijós byltingarinnar. Amerískur há- skólakennari einn sagði meðal ann- ars að Tolstoy væri meira en Rússi og meira en skáld, hann væri hinn stórfenglegasti alþjóðaspámaður síð- ustu aldar, máske mesti spámaður, sem nokkru sinni hefði verið uppi í heiminum. —Lögrétta. Ástandið í kola- námunum í suð- ur-Wales Hálf miljón manna án fceðis og klœðis , Einn af blaðamönnum “Daily Her- ald,’’ aðalblaðs jafnaðarmanna í Englandi, fór nýlega rannsóknarför til námubæjanna í Suður-Wales. Saga sú, er hann hefir að segja af ástandinu meðal námaverkamannanna, er hræðileg og lýsir með ógurlegum myndum meinsemdum samkeppnis- skipulagsins. Birtist hér útdráttur úr skýrslu blaðamannsins: Fyrir 8 árum unnu 265,757 verka- menn í námunum í Suður-Wales. Nú vinna þar aðeins 159,797 verka- menn og er það tuttugu og átta þús- untjum færra en í fyrra. “Astandið í námabæjunum var svo hræðilegt að maður gat grátið, grátið af með- aumkun og reiði,” skrifar blaðamað- urinn. “Fólkið var klætt í tötra; sumsstaðar sást gegnum götin í nakinn líkamann. Börnin voru enn þá ver klædd en þeir fullorðnu. Þau höfðu ekkert á fótunum, gengn ber- fætt á illa löguðum gangstéttum, þau voru blá i framan af kulda og hungri, þau stóðu í hópum með fingurna upp í sér. Augu þeirra voru óvanalega £tór, og skein úr þeim hungrið og áfergjan.” “Borgjarstjórinn í Cardiff hinum stóra iðnaðar- og hafnarbæ í Suður- Wales segir um ástandið: “Eg vildi óska að/ 3—4 miljóna- mæringar kæmu hingað i kolahéruð- in og sæju neyðina eins og hún er. Þeir gætu ekki horft á eymdina án þess að rétta hjálparhönd. því að nú getum við ekki lengur hjálpað okkur sjálfir. Ymsir hafa gengist fyrir samskotum, og þannig hafa safnast 35,000 sterlingspund. Fyrir það fé kevptum við ýmsar nauðsvnjar handa þeim, sem verst voru staddir. En þessir peningar hrukku skamt. Við gáfum 50 mönnum, sem fóru í at vinnuleit til Kanada, nokkurt fé, og ennfremur höfum við greitt fyrir verkamönnum, sem fluttu héðan i þeirri von, að þeim myndi takast að fá einhverja lítilfjörlega vinnu ein- hversstaðar. Þeir fóru héðan von- lausir og án þess að vita nokkuð um, hvar þeir myndu lenda. Þeir fóru héðan af því að þeir voru orðnir heimilislausir og allslausir. Búist er við að fjöldi barna og kvenna deyi þegar vetrar úr kulda og skorti. Hafa enskir jafnaðar- menn sagt, að ef menn eigi ekki að deyja í hundraðatali í námubæjun- um, verði nú þegar að veita bæjar- félögum um 22 miljónir króna til hjálpar.” Þannig er ástandið í “Gósenlandi” frjálsfár samkeppni, Englandi. — I kolanámunum hur^gra börn og konur. t Lundúnum lifa námaeigendur og stórlaxar í auði og allsnægtum. Þeir eiga hallir og stórhýsi, fjölda gæð- inga, þjóna og einkabifreiða. Bisk- uparnir rifast um handbók kirkjunn- ar og prestarnir um sálmabókina. — Neðan úr djúpunum heyrast neyðar- óp hinna útskúfuðu. —Alþýðublaðið. Or bréfi San Diego, Cal., 20. des. 1928 Nú er næstum ár síðan ég hef sent þér línur og látið þig vita um líðan mína, og er það af mér ogxokkur að segja, að okkur líður ágætlega og við erum sezt hér að til veru, að minnsta kosti fyrir nokkuð langan tima. Eins og mintist á við þig í fyrra, þá líkaði mér hér þessi bær bezt hér á ströndinni í Suður-Californíu ýmsra orsaka vegna. Er það fyrst að hér er veðurblíða meiri en víða annars- staðar, aldrei neinir ofsahitar því að við erum hér við sjóarfjörð er skerst inn í landið, en fyrir norð- vestan bæinn liggur hár tangi út í sjóinn sem heitir Point Loma og ver sá hryggur bæinn fyrir stór- byljum af hafi, um leið og hann er ein mesta prýði bæjarins. Hann er, héðan að sjá, þar sem ég á heima, eins og stór dreki, sem liggur fram á lappir sínar og er vörður fyrir bæinn. Er það dýrðleg sjón að sjá sólina setjast í vestri á kveldi og strá sínum gullnu stöfum á fjörðinn og hverfa niður að baki drekans. Rétt sunnan við þennan tanga er ör- mjótt fjarðarmynni sem öll stór skip fara um inn á fjörðinn, sem er um rúina mílu á breidd og um 14 mílur ö. lengd og liggur Correydo eyjan þar fyrir sunan og tangi sem skerst sunnan undan Mexico. Er sú eyja mikið byggð og gengur ferja ein- lægt á hverjum hálftima yfir fjörð- inn úr evnni og í bæinn. San Diego er nijög fallegur bær, en ekki er hann ^léttur því hánn er mest allur með einlægum hæðum og sundurskorinn af dölum og giljum og grafningum,, en allt í kring um bæinn eru hæðir, og tiltölulega fallegt fjallaútsýni, og er mjög fallegt að keyra út um landið hér í austur og norðurátt. 1 miðjum' bænum stend- ur Bilboa Park, og er á stærð 14 hundruð ekrur. Er mjög skemtilegt að fara þangað í frístundum sínum; er það frítt fyrir alla, því að það er eign bæjarins. Svo eru fleiri smá- garðar hér sem eru eign bæjarins og er víða mjög skemtilegt að eyða frí- stundum sínum. Götur bæjarins eru breiðar og fallegar og umferð á flestum götum j hér er mikið stilltari en i Los Angel- ] es. fiesi bær er tnjög vel raflýstur. Aldrei á æfi minni hef ég séð eins mörg loftskip eins og hér eru á flugi á hverjum degi; það er oft hægt að telja 35 flugvélar í hóp. Einn dag voru 400 flugvélar á terðinni hér yfir J okkur í sumar og var það sannast að segja ljóti gauragangurinn, en fall- egar voru sumar flugsveiflur þær er þeir gerðu, og leikir er þeir sýndu i loftinu. Það sýnist sem þeir geti flogið að nóttu sem að degi til; er gaman að sjá þau loftskip líða áfrani uni geiminn því að þau eru vel upp- j lýst. Hér austur af bænum er | nokkuð hátt fja.ll, sem að ég kalla Heklu, því að það er undur líkt til- sýndar og gamla Hekla okkar heima; (en það heitir nú samt Mt. McGill). 1 Eru þeir nú búnir að setja þar upp leiftrandi ljósvita á hæsta tindi þess fjalls; er það viti fyrir loftskipin. J A kveldin eiga þessi ljósleiftur að sjást í 60 mílna fjarlægð. Hér í San Diego er að rísa upp ein stærsta * loftskipastöð, sem Bandaríkin eiga. Svo hafa þeir hér um eða yfir 100 herskip, sem liggja hér á höfninni mest allan árstímann, og það lítur ekki út með allan þann herskipaflott og loftflota, að þeir búist við al- heimsfriði í nálægri framtíð. Þesi bær er 16 mílur fyrir norðan Mexico-línuna, en við línuna er smá- bær Mexico megin, sem heitir Tia Juana; er það óttalegt drykkju og ólifnaðarbæli og er það vist annað stærsta spilavíti í heimi. Er þang- kað fjarska mikil aðsókn héðan að norðan og frá Los Angeles. Eg hef orðið svo frægyir að konia .þangað einu sinni, en ég hekl að ég heimsæki ekki þann stað aftur. Hér í San Diego eiga heima um 200 Islendingar, að National City meðtaldri, sem er San Diego áföst. Líður þeim öllum heldur vel. Við höfum hér með okkur töluverðan félagsskap — félag sem heitir Vík- ingur. Er það nokkurskonar þjóð- ræknisfélag. Einnig höfum við kvennfélag. Ekki veit ég hvað það heitir, en það get ég sagt með sanni, að okkur kemur ágætlega saman i félagsmálum, því þó við séum tví- skiftir í kirkjumálum og ýmsum öðrum málum, þá jöfnum við það allt með okkur í bróðerni. Já, við erum fjarska geðgóðir hérna í surn- arblíðunni, sem er hér árið í kring og er ég sannfærður að hvergi er betri tið í Ameríku en einmitt hér í San Diego; aldrei of heitt á sumr- , in og aldrei kalt á vetrum. Þó hefir morað ofan á vatni 2. síðustu morgna. Já, við hnakkrifumst aldrei, það er nefnilega ekki kom- inn neinn vestur-íslenzkur stéttamun- um á milli okkar, hvorki efnalega, né í andlegum efnum. Bæði blöðin koma hingað, bæði Heimskringla og Lögberg og eru bæði velkomnir gestir, sem okkur þyk ir vænt um, en ekki hefir okkur þótt ykkur stórmennunum koma vel saman á síðasta sumri, og stundum hefir mér legið við að brosa kalt, þegar ég hef verið að lesa suniar blaðagreinarnar, því ég þekki svo vel nienn og skynja nokkuð málefnin. Ekki held ég að ég fari heim til Is- lands 1930. Eg er búinn að fara heim, það var nóg fyrir mig. En ég býst við samt að koma heim til Winnipeg 1930, ef guð lofar, og sjá ykkur, sem heima verðið, því að ég hy&g að þið farið ekki allir heim til Islands. Tímar hér eru heldur daufir, en þó er þessi bær í nokkuð miklum upp gangi og töluvert er byggt hér og all- ir spá góðum tímum í nálægri fram- tíð. Verkalýðurinn hér eru Mexi- kanar, og því mikið erfiðara fyrir hvíta menn að fá vinnu hér þvi Mexikanarnir vinna svo ódýrt. Hér er flest^allt heldur ódýrara en hjá ykkur. Eg álít að 60 pró cent jafni sig upp með lifnaðarkostnað hér og heima. Jæja, nú held ég þér sé farið að leiðast að lesa ruglið. Eg bið þig að virða á betri veg. Sigfús Paulson R. 3 Box 538 San Diego, Cal. Innköllunarmeim Heimskringlu í CANADA: Árnes.............. .. .. Amaranth................ Antler.................. Árborg ................. Ashern ................. Baldur................ Belmont ................ Bella Bella............. BeckvP’e................ Bifröst . :............... Brown................... Calgary................. Churchbridge.............. Cypress River........... Ebor Station............ Elfros.................. Eriksdale .............. Framnes.............. . Foam Lake............... Gimli................. .. Glenboro ............... Geysir.................. Hayland................. Hecla................... Hnausa.................. Húsavík................. Hove...................... Innisfail............... Kandahar ............... Kristnes................ Keewatin................ Leslie.................. Langruth................ Lonely Lake ............ Lundar................. Mozart.................. Markerville............. Nes..................... Oak Point............... Oak View ...........!... Ocean Falls, B. C....... Poplar Park............. Piney .................. Red Deer.............. .. Reykjavík................. Riverton ............... Silver Bay ............. Swan River............. . Selkirk................. Siglunes................ Steep Rock ... ......... Tantallon............... Thornhill............. Víðir................... Vogar ................ Winnipegosis............ Winnipeg Beach.......... Wynyard................. .. F. Finnbogason .. Björn Þórðarson .. .. Magnús Tait .. G. O. Einarsson . Sigurður Sigfússon ,. Sigtr. Sigvaldason ......G. J. Oleson .. .. J. F. Leifsson .. Bjarn Þórðarson Eiríkur Jóhannsson . .. Jón J. Gíslason Grímur S. Grímsson . Magnús Hinriksson .. .. Páll Anderson .. .. Ásm. Johnson J. H. Goodmundsson ... ólafur Hallsson . Guðm. Magnússon ,, .. John Janusson .. .. B. B. Ólson .. .. G. J. Oleson .. Tím. Böðvarsson .. Sig. B. Helgason Jóhann K. Johnson .. F. Finnbogason . .. John Kernested .. Andrés Skagfeld . Jónas J. Húnfjörð . .. F. Kristjánsson . .. Rósm. Árnason .. Sam Magnússon . Th. Guðmundsson ólafur Thorleifsson .. Nikulás Snædal .....Dan. Lindal ...... J. F. Finnsson . Jónas J. Húnfjörð .... Páll E. ísfeld . . Andrés Sltagfeld Sigurður Sigfússon . .. J. F. Leifsson . .. Sig. Sigurðsson . .. S. S. Anderson .. Jónas J. Húnfjörð .. NikuláJs Snædal Guðm. O. Einarsson ,... Ólafur Hallsson .. Halldór Egilsson .. B. Thorsteinsson . .. Guðm. Jónsson . .. Nikulás Snædal .. Guðm. ólafsson Thorst. J. Gfslason , .. .Aug. Einarsson ,. .. Guðm. Jónsson .. August Johnson . .. John Kernested . .. F. Kristjánsson I BANDARÍKJUNUM: Blaine.......................... Bantry.......................... Chicago......................... Edinburg........................ Garðar........................... Grafton........................ Hallson .. .................... Hensel......................... Ivanhoe ....................... , Californía...................... Miltoc......................... Mountain......................... Minneota ....................... Pembina......................... Point Roberts................... J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold .. ..’.................... Upham.......................... .. St. O. Eiríksson .. Sigurður Jónsson .. Sveinb. Árnason . Hannes Björnsson .. S. M. Breiðfjörð .. Mrs. E. Eastman .. Jón K. Einarsson .. Joseph Einarsson . .. G. A. Dalmann G. J. Goodmundsson .. .. F. G. Vatnsdal . Hannes Björnsson . .. G. A. Dalmann Þorbjörn Bjarnarson Sigurður Thordarson .. .. Seattle, Wash. .. Björn Sveinsson .. Sigurður Jónsson The Viking Press, Limited Winnipeg,' Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.