Heimskringla - 16.01.1929, Síða 2

Heimskringla - 16.01.1929, Síða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 16. JAN., 1929 PROFESSOR WHITEHEAD um vísindi og trú Prófessor Alfred North White- head, sem nú er kennari viÍS Harvard háskólann, en var áöur í Englandi, er einn af kunnustu fræðimönnum Breia, er stæröfræöingur og Heim- spekingur. Hann hefir skrifaö ýms eftirtektarverö rit, m.a. allstóra bók um ‘ v:sindin og r.útímann,” (Science and the modern world). I bók þessari vill hann gera grein fyrir ýmsum einkennum vestrænnar menn ingar á þremur síöustu öldum, aö því leyti sérstaklega, sem hún hefir orÖið fyrir áhrifum vísindanna. En hann segir aÖ þaö sé sannfæring sín, að hugsunarháttur hvers tímabils spretti af þeirri heimsskoöun, sem efst sé á baugi hjá mentuöu 'fólki þess þjóöfélags, sem um er aö ræöa. Er uppistaöan í þessum hugsunar- hætti, eöa þær hneigöir mannsins. sem til greina koma í heimsskoöun hans, eru fólgnar í afstööu hans til siðgæðis og fegurðar, visindanna og trúarinnar. Stundum ræður eitt af þessum atriðum mestu. stundum renna þau saman o. s. frv. Prófessor Whitehead gerir svo grein fyrir þessu öllu í ýmsum köflum og í einum þeirra ræöir hann m. a. um trú og vísindi, en á þeim efnum hafa margir áhuga nú á tímum. Erfiöleikarnir á því, aö gera sér ljóst samband eða afstöðu trúar og vísinda eru ekki síst í því fólgnir, segir hann, að menn gera sér það ekki ljóst hvað átt er viö með orð- unum “trú” og “vísindi.” Þess vegna hafa deilurnar einnig oft orö- ið óþarfar, lopalangar og hvassar. Því er haldið fram, að á síðustu hálfri öld eða svo, hafi niðurstöður vís- indanna og kenningar trúarinnar komist í ákveöna andstöðu, sem engin leið sé út úr, nema meö því eina móti, að hafna annaðhvort skýrri kenningu vísindanna eða skýrri kenn ingu trúarinnar. Þótt ýmislegt í deilunum um þetta sé ekki sérlega uppbyggilegt, verður að hafa fulla samúö með rannsókn málsins og viröingu fyrir mikilvægi þess. Þegar þess er gætt, hvað trúin er mannkyn- inu og hvað vísindin eru því, þá eru það engar öfgar að segja, að rás sögunnar í framtíðinni velti á því, hvernig núlifandi kynslóö snýst við sambandi trúar og vísinda., Þarna erd tvö meginöflin, sem mest áhrif hafa á menn, (auk hversdagslegra áhrifa skynjananna) — og þau eru sögð rísa hvort gegn öðru. En menn mega ekki venja sig á það, að horfa of smámunalega á málin, menn þurfa að ala sig upp við hin stóru sjónarmiðin — líta langt yfir söguna og langt yfir löndin. Þegar þetta er gert sést tvennt merki- legt. I fyrsta lagi það, að einlægt hafa verið árekstrar milli trúar og vísinda og í öðru lagi, að bæði trú og vísindi hafa tekið sífelldum breyt- ingum. I frumkristninni var það almenn trú, að heimsendir myndi verða á dögum þálifandi manna. Þessi trú reyndist röng og kristnar kenningar samþýddust þeim brejting um, sem það hafði í för með sér. Kirkjan gerði sér ákveðna mynd hins sýnilega heims og um hana hefir orð- ið ýmiskonar árekstur milli hennar og vísindanna og hún breytzt. En það gæfi samt ranga hugmynd um málin, ef haldið væri að allir erfið- leikarnir stöfuðu einungis af and- stöðu trúar og vísinda, eða ef menn halda, að í þessum deilum hafi trúin ávallt rangt fyrir sér, en vísindin á- vallt rétt. Sannleikurinn um sarri- band þeirra er mun flóknari og verð- ur ekki lýst í svona stuttu máli. Innan guðfræðinnar sjálfrar koma fram nákvæmlega sömu einkenni þróunar stig af stigi, og orsakast af ýmsum árekstrum milli hugmyndanna milli hennar eigin hugsanaferils. A 17. öld sýndi lærður Jesúíti, faðir Peta víus, fram á það, a'ð á fyrstu þrem- ur öldum kristninnar hefði hún not- ast við ýms orðatiltæki og fullyrðing- ar, sem voru álitnar villa síðan á 5. öld. En vísindin eru næstuni því enn- þá breytilegri en guðfræðin. F.nginn vísindamaður getur nú skrifað skil- yrðislaust undir allar skoðanir Gali- leo's eða Newton’s, og jafnvel ekki undir sinar eigin vísindalegu kenn- ingar fyrir tíu árum. Eitt dæmi skýrir dálítið hvernig ástatt er. Gali- leo sagði að jörðin snérist, en að sólin stæði kyr. En rannsóknarrétt urinn sagði að jörðin stæði kyr en sólin snérist. Stjörnufræðingar á Newton’s vísu sögðu að bæði jörðin og sólin hreyfðust. En nú segja vísindin, að allar þessar þrjár full- yrðingar séu jafn sannar, samkvæmt þeirra skoðunum á “kyrð” og "hreyf- ingu.” En á dögum Galileos var sönnunaraðferð Galileos tvimælalaust frjósöm málfærsla fyrir rétti visinda- legra rannsókna. En í sjálfu sér var skoðun hans ekki sannari en skoðun rannsóknarréttarins. En á þeim tímum var nútímaskoðunin um afstæðis hreyfingu ekki til í nokkurs manns huga og fullyrðingarnar yoru þvi framsettar í vanþekkingu þeirra einkenna, sem nauðsynleg voru til þess að koniast að fullkomnari sann leika. Samt sem áður lýsir þessi deila um hreyfingu jarðar og sólar raunverulegri staðreynd í himingeinin- um, og allir aðiljarnir höfðu mikils verðan sannleika, sem snerti þessa staðreynd. Samkvæmt þessu ættum við ekki að leggja trúnað á neitt, á hvorugu sviði hugsunarinnar,sem okkur virðist ekki staðfest af gildum sönnunum, annað- hvort reistum á gagnrýni og rann- sóknum sjálfra okkar eða annara góðra fræðimanna. En þegar við höfum heiðarlega farið eftir þessu ætti árekstur milli einstakra atriða ekki að leiða okkur til þess, aö hafna því, sem við höfum skýrar sannanir fyrir. Það getur verið, að við sé- um hneigðari fyrir eina kenningu en aðra, en við eigum ekki að hrapa að neinu, heldur bíða átekta. Við eig um að bíða, en samt ekki að bíða að- gerðarlausir og í örvæntingu. A- reksturinn eða andstæðan sýnir það einmitt, að til er viðtækari sannleikur og finni útsýn, 'þar sem finnast mun samræmi dýpri trúar og skarpari visinda. Það hefir því stundum verið lögð óþarflega hvöss áherzla á andstöð- una milli trúar og visinda. Deilur á grundvelli rökvísinnar einnar geta aðeins bent á nauðsyn ýmsra endur- bóta, sem ef til vill eru ekki mikils virði. Menn Verða að minnast þess, hversu viðhorfið er mismunandi hjá trú og visindum. Visindin fást við það almenna ástand eða þau skil- yrði, sem athugunin segir að ráði eðli tyrirbrigðanna. En trúin fæst öll við fegurðar- og siðgæðisgildi. Annarsvegar er þyngdarlögmálið, hinsvegar íhugun fegurðar og heilag leika. Önnur hliðin missir af því sem hin sér. Athugum t. d. • líf John Weslev eða Franz frá Assisi Fyrir eðlisvisindunum er ekki annað fólgið í æfi þeirra, en hversdagsleg dæmi um líffræðilega og efnafræði lega starfsemi og áhrif taugaorku; (Frá tjrúarinnar sjónarmiði eru í Hfi þeirra fólgin hin mestu verðmætt' fyrir sögu mannkynsins. Það væri kraítaverk ef sjónarmiðið væri ekk: eitthvað ólíkt þessunt efnum. Aftur væri það rangt að halda að vjð ættum ekki að láta okkur neinu skifta deilurnar milli trúar og vís- inda. Það, sem á veltur er þetta, í hvaða atida eigum við að snúast | við viðfangsefninu. Það er ekkert slys þótt kenning- um slái sanian, það er tækifæri, til- efni til annars meira. Whitehead tekur dænti. Þyngd nitrogen atom’s var vel þekkt. Það voru einnig viðurkennd visindi, að eðlisþyngd slíkra atoma væri ávalt söm og jöfn. Tveir vísindamenn, Rayleigh lávarð- ur og Sir William Ramsay tóku eft- ir því, að þegar þeir fóru með nitro genið á tvennan mismunandi hátt, sem hvorutveggja var jafngóður, þá kom ávalt fram ofurlítill mismunur á þyngdinni á atomunum í hvoru til fellinu. Hefði það nú verið rétt af þessum mönnum að örvænta vegna þessa áreksturs milli hinna visinda- Iegu athugunar og kennisetningar efnafræðinnar. Hefðu þeir átt að fordæma allar kennisetningar efna- fræðinnar. Það hefði verið rangt. Þeir gerðu annað. Þeir gerðu ráð fyrir því, að þeir væru þarna að kom- ast á spor, sem leitt gæti til nýrra og merkilegra kenninga í efnafræð- inni — þeir höfðu tækifæri til að öðlast nýja þekk'ngu. Og endirinn er alkunnur — efnið argon var fund ið og af þvi leiddi enn meiri upp- götvanir annars visindamanns, As- ton’s o. s. frv. Svona fara vísindin að. Þegar Darwin eða Einstein koma fram með nýjar kenningar, sem breyta eitthvað hugmyndum okk ar, þá er slíkt talin sigur visind- anna. En það er ekki básúnað út, að nú séu vísindin búin að vera, nú hafi þau beðið einn ósigurinn enn, því bent hafi verið á skekkju í þeim. Við vitum að vísindin hafa stigið nýtt spor áfram. Þannig mun trúin heldur ekki öðlast aftur sitt forna vald, fyr en henni lærist að snúast við breyting- unum í sama anda og vísindin. Grund vallaratriði hennar geta verið eilíf, en búningur þeirra þarf sífeldra bóta. Venjulega munu framfarir vísind- anna hafa það í för með sér að ein- hverjar trúarsetningar þurfi að laga í hendi sér. En ef trúin er heilbrigð ímynd sannleikans, þá mun slík breyt- ing aðeins sýna enn betur en áður„ það sem á veltur, að svo miklu leyti, sem vísindin og trú koma saman. Trúin lýsir einnig tegund af mik- ilsverðri reynslu mannkynsins, trú- arleg hugsun verður æ nákvæmari í setningum sínum og samstarfið milli trúar og vísinda er mikilsVert atriði í þá átt. En trú og leit manns andans að guði. Trú er sýn ein- hvers þess, sem stendur að baki, eða býr í straumi atburðanna, einhvers. sem er raunverulegt, en á samt eftir að verða að veruleika, einhvers, sem OH I c Stofnað 1882. Löggilt 1914. D.D. Wood& Sons, Ltd. KOLA KAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni á viðskiftin SOURIS—DRUMHELLER FOOTHILLS, SAUNDERS CREEK POCAHONTAS, STEINKOL, KOPPERS, SOLWAY EÐA FORD KÓK ALLAR TEGUNDIR ELDIVIÐAR. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington Str. Vér færum yðuir kolin hvenær sem þér viljið er fjarlægur möguleiki, en.samt hin mesta staðreynd nútímans, einhvers sem setur skynsamlegan tilgang í allt, sem gerist, en verður samt ekki skilið, eitthvað sem er fjarlæg hug- sjón og vonlaust keppikefli. Máttur guðs er sú tilbeiðsla, sem hann knýr til. Tilbeiðsla guðs er æfintýri and ans, vængjatak í áttina til þess, sem ekki verður náð. Dauði trúarinnar kemur þegar heft er hin glæsilega von um æfintýrið. —Lögrétta Frá Islandi Þvcrá og Markarfljót I haust hefir sú breyting orðiö á, að Þverá hefir hlaupið úr sínum fyrra farvegi og rennur nú engin kvísl norðanvert við Öldustein, allt vatnsmagn Markarfljóts rennur nú syðst á eyrunum meðfram láglefid inu norðanvert við Eyjafjallajökul meðfram Jökultungu og Langanesi alt út undir Nónhnúka. Smákvísl renn ur í Affalls farvegi og önnur smá- kvísl í Ala, en mest' allt vatnið er Markarfljóti. í Þverá er mjög lít ið vatn, svo menn hafa farið yfir h^na í bil, og eins yfir Affall og nið- ur Austur-Landeyjar. LENIN Æjisaga cftir Valcriu Marcu I í i ►lO Lenin er einhver aðsópsmesti mað- ur í Evrópusögu síðustu áratuga. j Líklega hefir enginn stjórnmálamað- ! ur síðari tíma verið eins hataður og hann og fáir jafn tignaðir af fylgis mönnum sínuni. Bókmentirnar um hann og kenningar hans eru orðnar að heilli og allflókinni fræðigrein. SÍcoðanir hans eru orðnar að einum helzta “isma” nútímans (Leninismi heitir ein helzta bók ^talins) og fylg- ið við hann er orðið að átrúnaði. Allt uni þeta veit allur almenningur fremur lítið með rökum um hann og kenningar hans, en af framkvæmd þeirra í Rússlandi fer tvennum sög- um, sögum um grimd og blóðsúthell- ingar eða sögum uni allskonar inenn- ingar- og mannlifsbætur. I hvor 'igum sögunum er sannleikurinn all- ur. Á íslenzkp eru helzt frásagnir um Lenin og rússneskú málin um og eft- ir ófriðarárin í Heimsstyrjöld Þor- steins Gíslasonar (bls. 331, 380, 396, 74 og víðar.J. En úti um lönd- in vaxa sífellt bókmenntirnar um hann, ekki sízt eftir að hann féll frá 1924. En mjög margt af þessum ritsmíðum er litað af flokksfylgi með eða móti sovjetstjórninni. Einhver bezta bókin um Lenin er talin æfisaga hans, sem komin er út fyrir nokkru á þýzku, eftir Valeriu Marcu og heitir Lenin, þrjátíu ára Rússlandssaga og hefir verið ge’ið stuttlega í Lögréttu áður. Hún er skrifuð af samúð með Lenin, en á- kafa- og öfgalaust að fróðra manna dómi. \ Lenin komst snemma í kynni viö það rússneska eymdarástand og þá óstjórn eða harðstjórn, sem varð til þess að eggja svo marga af hinum beztu yngri kynslóðar mönnum, fyr- ir og um aldamótin síðustu, til and- s'*|öðu og uppreisnar gegn keisara- stjórninni. Þegar hann var 17 ára gamall stúdent var bróðir hans hengd- ur fyrir stjórnm.afskifti'’sín og sjálf- ur var hann rekinn frá háskólanum i Kasan af sömu ástæðum. Hann lagði stund á þjóðfélagsfræði og hreifst snemma af kenningum Marx. Annars lifði hann mikið með bænd- unum og kyntist lífi þeirra og hög- um og ofbauð hvorutveggja. Iðn- aðurinn óx en landbúnaðinum hrak- aði. Lenin fór að halda fyrirlestra í Pétursborg þegar hann var 24 ára, fór sama ár til Sviss, en þar var þá Pileikhanof, h-elzti forVígismaður Marxkenninganna í Rússlandi, en varð litið ágengt. Það var Lenin sem fyrstur kom verulegum krafti og fjöri í hreyfinguna og varð fyrsti leiðtogi hennar upp frá því. En starf hans heima í Rússlandi misheppnaðist lengi vel, svo að segja algerlega, og dvaldi hann oftast erlendis og gaf út blað t. d. í Munchen blaðið Iskra (GneistannL En samvinnan um þessa blaðaútgáfu tókst illa, þar var sífeld togstreita milli hægfara og hraðfara jafnaðarmanna, eins og þeir eru stundum kallaðir. A árun- um 1903.—5 urðu ýmsar byltingar í Rússlandi og svo kom ófriðurinn við Japana og hinn mikli ósigur og und- r oki hans erfiðaði þjóðin næsta áratuginn og enn voru sífeldar ó- eirðir,, einkum bændaóeirðin á stjórn- artímum Stolypins. A þessum árum 1908, fór Lenin í útlegð og næstu fjögur árin voru erfiðustu ár æfi hans. Hann gat þá ekkert gefið út af ritum sínum. Eg var eins og : FORD COKE —All Sizes— Western Gem Coal Lump, Stove and Nut Pea THE . WINNIPEG SUPPLY & FUEL CO. LTD. Tel. 876 15 — 214 Ave.Bldg. ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Btrgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrífstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. ■o 401 SÍMI 57 348 SÍMI 57 348 DOMINION LUMBER AND FUEL CO. LTD. Verzlar með allskonar tegundir af Timbri og Efnivið fyrir byggingar, jafnt smáar sem stórar. Hefir jafnan á rciðum höndum allskonar eik, furu, gluggakarma o. s. frv. Allur trjáviður þur og vel vandaður. 667 Redwood Avenue WINNIPEG —MANITOBA. MO

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.