Heimskringla - 23.01.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.01.1929, Blaðsíða 2
2. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. JAN., 1929. Þurfum við SYKURVATN? eg A mínum yngri árum, meöan fór til kirkju. sumpart af hlýðni vit5 móður mína, sumpart til skemtunar sjálfum mér, að komast í strákahóp og fljúgast á, skildi ég lítiö af ,því, sem presturinn sag'ði, en þaö var eins og mér fyndist litiö til um þaö. Mér fannst það eðlilegt, aö ég skildi ekki þetta, sem kallað var guös orö. Aö vísu var ég spurður út úr ræðunni, en lítið mun ég hafa getaö sagt, er ég var ungur, og þar viö sat. Eftir aö árin færöust yfir mig, og ég hefði átt að þroskast aö skilningi, rak ég mig á sömu vandræðin, er ég fór til kirkju. Eg skildi ekki “guðs orðiö.” Um margra ára skeið fylgdist ég samt sem áöur með straumnum og sótti kirkju, þó langt væri frá því aö ég fvndi sálubót. Eg fór þangaö í svipuðum tilganigi og á danssamkomu: að finna kunn- ingjastúlkur mínar aö máli; og ef vel lánaðist, fékk ég samfylgd úr kirkjunni og koss. Nú er ég kvong- aður, og er hættur að brjóta þau boðorð. Eftir að ég var kominn á það skeið, gat ég beitt allri athygli minni að ræðu prestsins, þegar ég fór í kirkju. Árangurinn er i stuttu máli sá, að ég er hættur að sækja kirkju. Sem sagt, aldrei orlðið arðsins var. Mér hefir fundist það eigi ósenni- legt, að það, sem birt væri á prenti úr þeirri átt, þ. e. frá prédikunar- stólnum, myndi vera helzt það, er skaraði fram úr á því sviði, og hefi ég nú um nokkur undanfarin ár lesið stólræður þær, er birst hafa i íslenzku blöðunum hér vestra. Þótti mér um stundar sakir, sem geislar morg- unsólar gægðust yfir sjóndeildar- hringinn, þá er fyrstu ræður séra R. E. Kvarans fóru að birtast í Heims- kringlu. Má ég þar tilnefna ræðu hans um altarissakramentið, sem mun hafa verið ein af þeim fyrstu, er hann birti, skrifuð af frjálsri hugsun og hispurslaust. í minni einfeldni liugðist ég hér sjá rofa fyrir degi, og af því ég ann dagsbirtunni meira en myrkrinu hlakkaði ég til að eiga hana’ í vænd- um. En það varð aldrei nema fyrsta dagsbrúnin. Einn af leyndardómum kirkjusið- anna er það, að ræðu prestsins má ekki “dæma” (criticize) í kirkjunni. Sjálfsagt eru það eftirstöðvar þess skilnings, að prestlærðir menn einir bæru skyn á guðsorð. En þar sem þessu er nú algerlega snúið við, og prestar eru þeir menn, sem minnst skyn bera á guð, (hér eru margar undantekningar) virðist sem sjálfsagt, að leyfa frjálsar umræður eftir messu, og spurningar, sem leitt gætu til qukins skilnings, því ekkert vafa- mál er það, að slík aðferð er nauð- synleg til skilnings, nauðsynleg ti! að festa betur í minni það sem sagt hefir verið —ef það hefir þá nokkuð verið sem óbrjálaður mannlegur heili getur melt — og nauðsynlegt til örf- unar kennimönnum, að flytja ræður sínar á rökföstum grundvelli, og á ótvíræðu máli, ag i enn öðru lagi, til þess að gera þessar samkomur frjáls- legri: gera þær eins og til dæmis fyr.irlestrasamkomur, þar> sem sú kurteisi er sýnd, að leyfa málfrelsi hverjum er óskar. Hafa þær í nú- tíðarforrni, en ekki mörg hundruð ára >nilu formi. stundað ég femgið Eg hefi þessi síðustu ár landbúnað. Eitt ár hefi góða uppskeru; meðaluppskeru annað ár, en uppskerubrest öll hin árin. Eg hefi beðið með þolinmæði eftir því, að þetta lagaðis(, og bíð enn. Eg hefi á sama tíma beðið eftir þvi, að meira rofaði til á því sviði, er ég áður nefndi og sól hækkaði nokkuð á loftven það er líkast þvi, að Jósúa hafi komið' til sögunnar og skipað sólinni að standa kyrri. Margs getur maður sér til. þá er huigsað er, og naumast mun þeirri hugsun varist, að einhver “Jósúa” hafi hér komið í spilið, þvi enn lít ég svo á, að séra Ragnar niyndi hafa haldið beint í horfið á hinni mjög þýðingarmiklu braut til meiri upp- lýsingar, ef ekkert hefði hindrað. Til þeirra manna er telja sig “frjáls lynda” í trúarefnum (en frjálslyndi i trúarefnum hef ég ekki skilið enn- þá, því hálmstrá hjálpar eþki drukn- andi manni, hann þarf skip,) vil ég leyfa mér að segja það, að breyting í þessa átt er frjálslynd, og í fullu samræmi við — að ég hytgg grund- völl þann, er sú kirkja er reist á, seirn kastað hefir af sér klafa allra bundinna játninga. Því óneitanlega er það í rétta átt, að leita í áttina til sannleikans. En þess verður þó ð gæta, að langt er enn i land, og ekki sæmir að lina róðurinn, ef nokkur alvara er innanborðs. Vonast ég til, að frjálslyndir menn taki mér það ekki illa upp. þótt ég tali hisp- urslaust til þeirra, því hér er talað af góðvild en ekki illvilja. Og meðan ég þá dvel við ytri venjur kirkjunn- ar, get ég ekki varist því, að minn- ast á sálmasömginn, sem í flestum tilfellum er ómögulegur. T fyrsta lagi eru valdir sálmar, sem þannig eru úr garði gerðir, að eins vel mætti kyrja á kínversku. Vera má, að höf undar þeirra hafi verið “innblásnir,” en það hjálpar okkur lítið til skiln- ings. Til hvers er svo” söngflokk- ur, þegar öllum í kirkjunni er leyft að syngja ? Nei, “leyft” er rangt, “þvingað” er betra. Þeir, sem orga ámáttlegast, eru taldir guðhræddast- ir. I>essi aðferð er auðvitað ágæt, þar sem söfnuðurinn er að búa siig undir að kasta sér niður og velta sér, en ég skil aldrei hvernig almennur kirkjusöngur getur verið aðlaðandi. Mér finnst liann skrílslegur. Sé um góðan söngflokk að ræða — sem flestar kirkjur leitast við að hafa— og góðan organista, er það oftar en hitt, sú eina unun, sem maður hef- ir af ferðinni; og er þá illt til þess að vita, að henni sé spillt, og meira en það; að maður fyllist af: “shut up, you fool,” til næsta bekkjarnauts, það er að segja, ef maður er þá nokkuð smekkbetri sjálfur. Eg býst við, að sumum finnist að þeir þurfi sörig og þurfi bænir, þó oftast muni það bara ímyndun. En rangt væri að amast við þvi, að þeir, sem þurfa söng, þ.e.a.s. þurfa að syngja sjálfir — og það mun að miklu leyti vera sá sami hópur er þarf bænahalds — fái það. En hitt er jafn rangt, að þvinga aðra til að hlusta á slíkt. Ætti þess vegna að skifta þessu þannig, að bænasamkomur væru haldnar sér, og ræðuhöld sér. Það er furða, hvað menn endast til að viðhafa bænafleip- ur, sem þó ætti að vera fullkomlega reynt að því, að vera árangurslaust. Má vera, að sá atburður, að kirkju þing sé “sett” án bænalesturs, sé í þá átt, að hætta við þessa eldgömlu siðvenju sem stafar auðvitað frá þeim tímum, er guð var mjög grimm ur, mjöig voldugur, mjög drembilát- ur konungur, hátt uppi; uppi í þess- ari hvelfingu, sem þá var þak yfir flatri jörðunni, i hásæti úr guili, með kórónu á höfði, með horn íram úr enni, með sverð í hendi, þar sem “ógn var í oddi en í eggjum dauði, hugur i fal, en heift i skafti.” Auð- ‘að þurfti að krjúpa á kné fyrir þessum konungi, eins ög öllum öðrum konungum. ef hann átti að Iíta i náð sinni niður til mannsins. Eftir því sem konungar urðu mildari, urðu þeir kröfuminni að lágt væri lotið. Dugði þá að sitja í s*ti sínu og byrgja augun. Org nú er konungurinn orð- inn svo mildur, að hann leyfir að hul unni sé lyft af augunum. Frjáls- lynd kirkja er ekki “frjálslynd,” fyr en þetta er skilið. Þykir mér, sem nokkuð horfi í þá átt nú ,og meir en áður hefir átt sér stað. Er liinn áð- urnefndi atburður loforð um slíkt, og þá mikiö frekar sá atburður, að nú er byrjað að skýra guðshugmynd- ina af skynsemi, sbr. ræðu séra Benjamíns Kristjánssonar í Heims- kringlu, 28. nóvember. En eitt af því, sem er mér óskiljanlegt í kirkjti frjálslyndra manna eru “textarnir.” Þeir eru undantekningarlaust úr ritningunni. Og því þá? Þa'rf prestur “texta?” Má vera. En þarf hann að vera úr biblíunni ? Því ekki heldur úr daglegu lífi okk- ar, sem við gerum allt of litla til- raun til að skilja.heldur en úr daglegu lífi Gyðiniga, fyrir mörg þúsund ár- um siðan'? o> 9 Stofnað 1882. Löggilt 1914. D.D. Wood& Sons, Ltd. KOLA KAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru og veleeneni á viðskiftin SOURIS—DRUMHELLER FOOTHILLS, SAUNDERS CREEK POCAHONTAS, STEINKOL, KOPPERS, SOLWAY EÐA FORD KÓK ALLAR TEGUNDIR ELDIVIÐAR. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington Str. Vér færum yðuir kolin hvenær sem þér viljið Mér virðist. sem þetta úiuni stafa frá þeim tímum, sem almenningur trúði á innblástur biblíunnar, og kom saman til kirkju, í þeim tilgangi, að fá útskvringar á því merkilega orði, því þá var almenningur ekki læs. Nú er öðru máli að gegna. Nú er almenningur Iæs. svo hver og einn getur lesið fyrir sig, og þá auðvitaö eins biblíuna, sem aðrar sögur. “Frjálslyndir” menn lesa ritning- una á sama hátt qg aðrar sögur, þann ig að "já” meinar oftast já og "nei” nei. Öðru máli var að gegna meðan prestarnir einir voru læsir á þetta guðsorð, presturinn einn gat lesið úr aldri sköpunarverksins. Eg spyr því ennþá: því taka “frjáls- Iyndir” prestar endilega texta sína úr ritningunni ? Eitt af því allra nauðsynlegasta fyrir mannkynið er að þekkja sam- tið sína, en næstum engin tilraun er gerð til þess, og hefir aldrei verið. Menn grúska í hið löngu liðna. ag þykjast ekki skilja samhengi atburð anna, fyr en svo langt er um liðið að engin not er hægt að hafa af þeim eldgömlu dæmum. Menn geta skilið samtíð sina, en það þarf glöggt auga til þess, og það ætti að vera verkefni “frjálslyndra’’ presta, og úr samtíðinni ættu þeir að taka texta sína. Texta, sem hægt er að útskýra | á ótvíræðu máli. 0|g kem ég þá að því, er í raun og veru liratt þessari ritgerð af stað, þótt efni hennar hafi lengi verið mér i huga, en það er ræða sú,'er birtist í Heimskringlu 19. desemlier, eftir Rev. Clayton Brown, B.D., Th.D. hvað sem það meinar. Mig langar ekki til að þurfa að hugsa til þess, að séra Friðrik af einskærri ást eða aðdáun fyrir ræðunni hafi tekið sé.r það fyrir hendur að þ’ða hana. Heldur hitt, að höfundurinn sé eitt af þessum aðlaðandi góð- mennum, sem næstum því hrífa menn til sín formálalaust. Maður nokkur hét Halldór. og var vinnumaður á efri Dálksstöðum í Eyjafirði. Hann var vitfirrtur mjög með köfluný en ekki áberandi vitlaus hinn tímann. 1 köstunum heimtaði hann meðöl, og engin með- öl vildi hann sjá, sem ekki voru frá frú Valgerði á Laugalandi. Hún var hans átrúnaður, og þaðan varð hjálpin að koma. En það var langt frá Dálksstöðum fram í Laugaland, og hvumleitt mjög um heyskapartíma að þurfa að taka mann og liest frá vinnu, til slíkrar ferðar, svo annað var reynt. Meðalið var bruggað heima, úr vatni, sykri og brennivíni. Síðan var einn af vinnumönnunum ettur á hestbak í viðurvist Halldórs, og reið hann svo dálitla krókaleið á engjarnar; kom síðan eftir hæfilega langan tíma með iglasið, og fékk Hall- dóri. Honum batnaði æfinlega. Mér kemur ræða Rev. Clayton Brown B.D., Th.D.. o. s. frv., svo fyrir sjónir, að hún geti máske læknað einh-vern "Halldór” og það er það bezta, sem um hana verður sagt. Ekki ætja ég að skrifa ritdóm um þessa ræðu, en á örfá atriði í henni ætla ég að minnast, og á ég ekki von á, að það hneyksli “frjálslynda” menn þó ég snerti kæðafakl þessa kenni- manns. Til að byrja með, er mér fyrirsögnin ráðgáta: “Fæðing guðs- sonarins.” Hélt ég að nú liefðu fornfræðimgar uppgötvað eitthvað merkilegt, en við lesturinn verða það vonbrigði. og ræðan er, “minm Jesú,” eða svo myndi mér finnast tilhlýðileg fyrirsögn. En svo gerir minnst um fyrirsögnina. ef eitthvað væri sagt i ræðunni, sem bætti upp en litið er um það. Ræðan er orða- fjálgleikur frá upphafi til enda. í henni er ekkert sagt sem miðar til úrlausnpr á þessu þrætuefni kirkju- flokka um faðerni Jesú. En þar sem ræðan er tilraun til skýringar á því atriði, Og þar sem engin skýring er gefin, sem heilbrigð skynsemi getur fært sér í nyt, er ræðan að minu áliti “tóm orð.” Og tóm orð eru auðvitað verri en engin orð. Þau 'tefja fyrir. Hvað þýðir það, að faðerni Jesú sé “veigamesta atriðið ?’ Er í raun og veru faðerni nokkurs manns skuggi eða geisli á brcvtni hans? “Frjálslyndir” menn halda auðvitað fram mannakynbótum, en á sama tíma viðurkenna þeir frá- w PIIRITV g| PLOUR I Moré Bread and Bread 'S'h*}') | and Better Pasíry too. 2 A\. NWny ffSHfl wm iwjám USE IT IN ALL YOUR BAKING Nils Karleby bærleik þeirra manna, sem frábærir eru, þótt ekkert faðerni geti þeir helgað sér. “Frjálslyndir” menn telja Jesús mann. Og' þvi þá að bendla hann við annarlegt faðerni en aðra menn ? Það er um tvennt að ræða í okkar trúarbrögðum í þessu efni.. Annaðhvort er Jesús Gu<f, eða hann er maður. Ennþá sem komið er hafa vísindin ekki kannast við — svo mér sé kunnugt — að kona geti orðið þunguð, án sam- fara við mann. Þess vegna fellur það alveg úr sögunni, að “frjáls- lyndir” menn ge‘i aðhyllst það á nokkurn hátt. “Frjálslyndir” menn láta vísindi koma í stað trúar. Þvi eru þa “frjálslyndir” menn að brúka allra handa vöflur um þetta atriði ? Því ekki að vera hreinskilinn, og segja hispurslaust það, sem, manni býr í brjósti'? Því þá að breiða fyrir sólarljósið ? Almenningur verður alltaf i þoku, meðan tvöfeldni er brúkuð. “Það eru ailir sammála um það, að Jesús sé Guðssonnr,” sagði presturinn á einum stað. Til hvers er fáni frjálslyndis, fáni visindaransókna látinn blakta yfir byggingu. þar sem svona er lágt undir loft? Það var ekki tilganigurinn að elta mikið ólar við þessa ræðu, en eitt- hvað á þessa leið hefði ég orðað það, ef ég hefði verið í kirVjunni, og haft málfrelsi. Og tel ég víst að næsta afmælisræða prestsins hefði orðið nokkru skiljanlegri, með dá- litið “mannlegri” fyrirsögn. Minni Krists Jósefssonar til dæmis, þar sem einhverjum æfiatriðum væri lýst, sem hægt væri að færa sér í nyt nú á timum. Nema svo sé, að “frjáls lyndir” nienn þurfi ennþá “sykur- vatn” frá frú Valgerði. Valdi Júhanncsson. Nýjungar í jafnaðarstefnum. Engin þjóðmálastefna hefir vakið eins mikla athygli á síðustu áratugum. eins qg jafnaðarstefnan, og engin eins miklar deilur. En þegar þess er gætt, hversu margt er skrifað og skrafað um þessi efni og hversu há- værar deilurnar eru oftast, þá er það merkilegt hversu lí'ið allur þorri manna veit með sannindum um þessi efni. Þjóðmálaþekkingín er miklu minni en þjóðmálaáhuginn. Það eru að mestu leyti yfirborðsatriði málanna, sem menn þekkja, slagorð- in úr dægurdeilum flokkanna, en eðli málsins og innstu rök eru allt of mörgum hulin. Öfrjósamar og ó- viturlegar flokkadeilur eiga nokkura sök á þessu og kæruleysi alls almenn- ings. Það er að visu heldur enginn hægðarleikur, oft1 og tíðum, að átta sig á öllum þeim stefnum eða “ism- um,” sem haldið er að fólki. Ti! dæmis eru það nú orðnar a!l margar stefnur og nokkuð sundurleitar, sem allar kalla sig jafnaðarstefnur. Og ennþá fleiri eru þær stefnur, og ó- líkari, sem einkenna sig einna helzt neð því, að þær séu andstæðar bylt- ingu, eða umrótskenningum jafn- ðarmanna. Uti um heiminn fer nú víðá’ fram alvarleg og ákveðin endurskoðun á gömlum verðmætum og slagorðum flokka og þjóðfélagshugmynda, Lög- rétta hefir áður skýrt frá ýmsu í þessa átt. Einna merkastar eru í þessum efnum ýmsar hreyfingar inn an alþýðufiokkanna, eða meðal ungra jafnaðarmanna, víða um lönd. A- hugasamir flokksmenn hafa tekið ýmsar kenningar stefnanna til athug- unar í Ijósi þess veruleika, sem prak- tisk þátttaka í þjóðmálunum hefir varpað á þau. Þessi endurskoðun hefir að ýmsu leyti snúist upp í all- harða gagnrýni á ýmsum skoðunum Marx og hinna eldri jafnaðarmanna, þótt hið mikla gildi hans fyrir grund völlun og framgang stefnunnar sé viðurkennt og mennirnir séu gall- harðir flokksmenn eftir sem áður. En nýtt umhverfi og ný viðfangsefni krefjast nýrra úrlausna og nýrra að- ferða. Það er að visti heldur ekki yngri mennirnir, sem eru cinir urrr þetta. Það er alkunnugt, hversu harðvítugir mar.gir liinir gömlu ensku jafnaðarmanna eru í garð bolshevism ans, sem telur sig hinn sanna “marx- isma,” enda hafa komunistar nú ný- lega verið reknir úr alþýðuflokknum enska. McDonald, leiðtogi enskra jafnaðarmanna, hefir einhverntima komist svo að orði, aö “marxism- inn væri allur saman skakkur.” En fræðileg endurskoðun jafnað- arstefnunnar hefir þó ekki aðallega Fljótasta og: áreióanlegasta meT5al- IÍ5 vlt5 bakverkjum og ölium nýrna- og blöörusjúkdómum, er GIN PILLS. Þær bæta heilsuna meö því at5 lagr- færa nýrun, svo aö þau leysl sitt rétta verk, aö sígja eitrinu úr blóbínu. BOc askjan hiá lyfsala yt5ar. 136. FORD COKE —All Sizes— Western Gem Coal Lump, Stove and Nut Pea THE WINNIPEG SUPPLY & FUEL CO. LTD. Tel. 876 15 — 214 Ave.Bldg. PJER SE M NOTIÐ TÍMBUR KAUPIÐ A F The Empire Sash and Dcor COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. **M SÍMI 57 348 SfMI 57 348 DOMINION LUMBER AND FUEL CO. LTD. Verzlar með allskonar tegundir af Timbri og Efnivið fyrir byggingar, jafnt smáar sem stórar. Hefir jafnan á reiðum höndum allskonar eik, furu, giuggakarma o. s. frv. Allur trjáviður þur og vel vandaður. 667 Redwood Avenue WINNIPEG MANITOBA. ►«o

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.