Heimskringla - 23.01.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.01.1929, Blaðsíða 1
FATALITUN OG HREINSUN ■Um Are. aad Slmcoe Str. 8(ml 37244 — tvær llnnr Hattar hreinaatUr o£ endurnýjatitr. Betrt hretnana Jafnödýr. NÚMER 17 XLIII. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐWKUDAGINN 23. JAN., 1929. Ágætustu nýtízku lituaar og fatnhr.ln.- unarstofa í Kanada. Vark unniV 4 1 ð«cL ELLICE AVE., and SIMCOE STR. Wlouipeg —:— Man. Dept. H. S06090sc09000ð000»60000ccs0se00000060s000000050000s« I FRÉTTIR { 0508090C0999956000008090Scae0800060080BOSOeG860089BC« KAN A DA Agnes Jónatanssdóttir Finnbogason Fædd 6. júní, 1855 — Dáin 18. des., 1928 Foldina hylur fölið mjúkt. Frosið er vatn við sand. Und fölinu hvílast flestir þeir, sem fyrstir hér námu land. En uppi í mannlreimum eru jól. Enn þá hækkar sól, En ofar og fjær eru englar þeir, sem oss buðu fyrstu jól. Hvar er vort íslenzka æfintýr, sem ólifað dreymt var hér? Móðir jörð breiðir sitt bjarta lín á barnið í faðmi sér. Ármorgni lífs er í aftan breytt, aftni í næturgrið, gullbrúðkaups sálmi í andláts orð og andláti’ í jólafrið. Þótt gengin séu gleðileg jól og gamlárið horfið sýn, byggðin og vinimir ár eftir ár í ást sinni minnast þín. Sigurinn okkar og æfilaun, er allt það, sem dreymt var bezt, hvort var það í ástum, í verki, í trú, það verndaði hjartað mest. Og draumurinn þinn og dýrðin lífs til daganna enda var að hjálpa og græða — að gleðja.hvem, sem grátinn í hjarta bar. Við bjóðum þér dýrðlegt annars lífs ár, Agnes, og kveðjum þig hljótt, og þökkum öll gömlu’ árin gengin á jcrð. í guðsfriði — sofðu rótt. Þ. Þ. Þ. J FYLKISSTJÓRI LÁTINN Á föstudagskveldið var, skömmu fyrir miönætti, andaSist á almenna sjúkrahúsinu hér í bæ Hon. Theo- dore A. Burrows, fylkisstjóri i Man- itoba. Haföi hann gengið undir holdskurð viS botnlangabólgu rúmri viku áöur og var orðinn svo hress, að búist var viö, aö hann færi heim í þessari viku. Dó hann snögglega af hjartaslagi, er orsakaðist af blóö- tappa. Hann varð 71 árs aö aldri. Við fylkisstjóraembætti tók hann 8. október 1926. Jaröarförin fór fram í ‘gær með mikilli viðhöfn á kostnað fylkisins. Meðal annars fylgdu fulltrúar ríkis stjóra, forsætisráöherra ríkisins, fylk- isstjóra og forsætisráðherra Mani- toba, er enn liggur sjúkur; aðrir fylkisráðherrar, háyfirdómarar. dóm arar, herforingjar, o. fl., o. fl. * * * Eftirmaður fylkisstjóra verður rnjög bráðlega skipaður, með því að jafnan verður staðgengill konungs, að veita stjórnarvöldum forstöðu, hvort heldur er að ræða um fylki eða sambandsríkið. J. Y. Reid hersir hefir verið tilnefndur sem sennilegur eftirmaður Mr. Burrows. Frá Ottawa er símað að með til- liti til hinar stórvaxandi námafram- leiðslu í norðurhéruðum Manitoba og Sask.fylkja og í norð vestur héruð- ■unum, hafi innanríkisráðherrann, Hon. Charles Stewart gefið út tilskip- anir um námuréttindi á þessum svæð- um. Námuleyfi gilda eitt ár í senn, og til 31. marz ár hvert. Námuleyfi eru ónauðsynlag eftir að leyfishafi hefir öðlast fullnaðarréttindi á land- námi sínu. Leyfishafi má nema og skrásetja þrjár námaspildur fyrir sjálfan sig og þrjár fyrir hvorn af öðrum tveimur leyfishöfum, eða níu alls, í hverri námuhéraðsdeild. sem þessum fylkisnámuhéruðum verður skift í, og helmingi fleiri í norð- vesturhéraðsdeildunum. Mé hver leyfishafi taka sér námurétt á 450 ekrum í hverri fylkisdeild og 900 ekr- um í norð-vestur-deildunum. Þegar staurað er fyrir landi, skal nota fjögra staura aðferðina. Þar sem skóglaust er má nota málmhólk, sex þumlunga langan, eða jafnvel blikkílát í staðinn fyrir lögmætan staur. Vísitöluspjöld, til að merkja landnámið, fást hjá því opinbera. Aður en leyfishafi fær endanlegt afsalsbréf fyrir landnáminu, verður liann að vinna 200 dagsverk í hverju landnámi á fimm árum eða skemmri tíma, og eigi skemur en 40 daiga á ári hverju eftir skrásetninguna. I Norðvesturhéruðunum er mönnum eíinn 18 mánaöa frestur, en eigi lengri, til þess að ljúka lögboðinni vinnu hins fyrsta árs. Eftir að leyfishafi hefir látið vinna 200 dagsverk á tilteknum tíma í hverju landnámi og uppfylt viss skilyrði önnur, á hann rétt umbóta- skírteini (certificate of improve- ments) og borgi hann þá leigu og skrásetningargjald innan þriggja mánaða, á hann heimtingu á leigu- bréfi, er gildir í 21 ár. án frekara af- gjalds, og rétt til þess að endurnýja það, að þeim tima liðnum, fyrir jafn- langan tíma, gegn afgjaldi. Um starfræksluafgjald eru ný fyrir mæli. I stað þess að greiða 2yí per cent. af söluverði framleiddra afurða, skal afgjald greitt af ágóða, er nemur meira en $10,000 á ári. Af þeim ágóða og allt upp að miljón dölum, skulu greidd 3 per cent.; frá einni og upp í fimm miljónir 5 per cent.; frá fimni og upp i tiu miljón- ir 6 per cent, og síðan 1 per cent. að auki fyrir hverjar fimm miljónir þar yfir. Þetta afgjald skal greitt 1. október ár hvert. Verða og leyfis hafar að gera stjórninni aðvart, er þeir hefja námsstarfsemi, eða hætta henni. Á fimtudaginn var féll dómur í máli er einna lengst allra mála mun hafa verið fyrir rétti hér í Manitoba. Voru frændur tveir. William Thomas Alexander og Frederick H. Alex- ander ákærðir fyrir “samsæri, svik, falsaðar skýrslur og falsaða reikn- iniga,” í sambandi við ráðsmennsku þeirra á “Great West Permanent Loan Co.;” “The Imperial Canadian Trust Co.,’’ og “The Canada National Fire Insurance Co.” 131 stefna hvíldi á þeim írændum. Fann kviðdómurinn þá seka um allar ákærur eftir að hafa setið á rökstól- um frá því kl. 5.45 síðdegis á mið- vikudaginn þangað til kl. 11.15 fyrir hádegi á fimtudagsmorguninn. Kil- gour dómari dæmdi W. T. Alexander í þriggja ára tugthússvist og F. H. Alexander í tveggja ára tugthússvist, í Stony Mountain tugthúsi. Um fjöigur miljón dalir höfðu horf ið af innstæðufé almennings i þessum fyrirtækjum, er þeir frændur veittu forstöðu, og verður á engan veg séð hvernig allt það fé hefir farið í súg- inn. Manitobafylki festi á fimtudaginn kaup á landspildu mílu vestur af Headingly, 506 ekrum alls, fyrir hegningarhús og bújörð því tilheyr- andi. Kostaði þessi spilda $25,600. Er ætlun stjórnarinnar að byggja hegningarhús þarna í sumar. og skal það fullgert í haust, svo að hægt verði að flytja fanga þangað úr hegningar húsinu við Vaughan stræti, er flesf- um hefir lengi verið þyrnir í augum, þótt ekki væri nema nálægðar þess við háskólann. Á ársþingi U. F. M. í Brandon er nýlega fór fram, var samþykkt, að félagsskapurinn skyldi mega þiggja fjárhagshjálp af samvinnukaupfél- ögum, þó að því til skildu, að sam- vinnukaupféflögin mættu ekki fyrir því á nokkurn hátt fá áhrif eða sér- stök réttindi gagnvart U. F. M. — Voru sumir á því, að eigi bæri að þiggja þessa hjálp nema eitt ár, meðan verið væri að losna úr verstu kröggunum, og skyldi skipa nefnd til þess að útvega nýja meðlimi i U. F. M., svo að félagið mætti á þann hátt verða efnalega sjálfstætt. Fengu þessar hugmýndir eigi byr, því mik- ill nieiri hluti var á þeirri skoðun. að U. F. M. gæti vel þegið þenna fjárstyrk, sem uppeldis Qg| fræðslu- félagsskapur fyrir allskonar sam- vinnufélagsskap. Forseti félagsins var endurkosinn Thomas Wood, frá McDonald. Vara- forseti var kosinn J. M. Allan, frá Brandon. Fregn frá Ottawa hermir, að samn- ingur um aukna vatnsleiðslu til orku- framleiðslu frá Niagarafossunum, hafi fyrripart þessa mánaðar verið undirritaður af forsætisráðherra Kan- ada, W. L. MacKenzie King og sendiherra Bandarikjanna í Kanada, William Phillips. Samkvæmt gamla samningnum,er um orkuvatnsleiðsluna var gerður 1905, voru Kanada leyfð 36,000 teningsfet á sekúundunni, en Bandaríkjunum 20,000 teningsfet. Leyfir þessi nýi samningur hvoru ríkinu fyrir sig 10,000 teningsfet meira. Ennfremur er í þessum samning gert ráð fyrir fjárframlögum frá báðum ríkjum til þess að fegra foss- ana; aðallega með því að gera þrær í strengjaflúðirnar fyrir ofan foss- ana, til þess að veita meira vatni frá álnum út yfir grynningaflesjurnar, svo að á öllum tímum árs flæði þar nægilegt vatn yfir til þess, að hylja snasir, er koma upp úr fossbrúninni þegar minnst er í fljótinu, svo að óslitnar fossbrúnirnar megi eygja landa á milli. — Er gert ráð fyrir að þetta kosti Kanada -300,000, en Bandaríkin -1,450,000. Nokkrir læknar í Toronto hafa ný- lega lokið við lækningu, er hér vestra að minnsta kosti er talin einstæð í annálum læknisfræðinnar. I fyrrasumar brann inni fjölskylda þar eystra, svo að aðeins einn drenig ur, Morris Klianman, náðist með lífsmarki, en svo skaðbrenndur að öll húðin var af lendum og mjöðm- um og holdiö brunnið sumstaðar, og var óttast fyrst að brunagat væri inn í kviðarholið. Til þess að koma í veg fyrir ígerð og blóðeitrun, segir fregnin, tóku læknarnir það ráð, að dæla sútunarsýru á drenginn allstað- ar þar sem einhver vottur af húð var eftir. svo að hún yrði hörð sem leður. Ennfremur dældu þeir salt- vatni óslitið í æðar hans (“contin- uous intravenous saline solution”) til þess að stilla áhrif brunaskemd- anna. Og svo var náttúrlega ný húð grædd á brunablettina eftir því sem liægt var. Lá Morris litli í hálfan mánuð milli heitns og helju, en á endanum reyndist þessi nýstár- lega “sútunarlækning,” eða hvað menn vilja kalla það, brunasóttinni yfir- sterkari. Fullyrðir fregnin, að hún og hin “'Stöðuga saltvatnsdæíling” hafi vakið mikla eftirtekt meðal am- erískra lækna. Eins og eðlilegt er hefir oft verið haft orð á því, að þegar Hudsons- flóabrautin væri fullgerð, þá þyrfti Winnipeg að fá beinna brautarsam- band við hafnarstaðinn við Hudson flóann en hún fær með þeirri braut er nú er verið að ljúka við. A fimtudaginn var, flutti J. T. Thorson, M. P. erindi um þetta efni fyrir “Greater Winnipeg Liberal Association.” Gat hann þess, að fjórar leiðir hefðu komið til orða: gagnbraut frá Mafeking til The Pas; framlenging Gypsumville brautarinn ar um Stórfossa (Grand Rapids) og norður á meginbrautina; vatnaleið- in frá Winnipeg og eitthvað norður í Nelsonfljót og svo járnbraut frá þeim lendingarstað, norður á megin brautina, og bein braut annaðhvort frá Emerson eða Winnipeg til Fort Churchill austan við Winnipegvatn. Er það stytzta leiðin og þótti Mr. Thorson hún æskilegust, án þess þó hann vildi endilega staðhæfa það að svo stöddu. — Aðal hlunnindin, við þessa braut, er væri lífsspursmál fyrir Manitoba fylki, hluta af Saskatchewan og fjög- ur nágrannaríki í Bandaríkjunum, benti Mr. Thorson á að væru þessi: 1J Hagnaður fyrir kornyrkjumenn í Manitoba og suð-vestur Sask., að fá þarna 300 mílum styttri leið á hafnarstöð fyrir framleiðslu sína 2f Hagnaður fyrir gripabændur, þar sem Winnipeg liggur sem ákjós- anfpgast fyrir stórkostlega gripa- verzlun. 3) Möguleikar fyrir miklum farm- flutningum frá Bandaríkjunum til E' ópu, sérstaklega haganlegt fyrir Norður og Suður Dakota, Minnesota og Wisconsin. 4) Líkindi fyrir brezkri viðskifta- ívilnun sökum vaxandi innflutninga frá Stórbretlandi. — 5) Áreiðanleg iðnaðarmiðstöð í Winnipeg. 6) Efling sjávarútvegs við Hudson flóann, sem færði brautinni í aðra hönd farm aftur til Bandaríkjanna. 7) Aukiiir möguleikar fyrir mjólk- urafurðir vesturlandsins, er óðum væru að ryðja sér til rúms á Bret- landi. 8> Fullvissa um stóraukna náma- framleiðslu í héruðunum austan við Winnipegvatn, svó að ónfögulegt væri að gera sér fulla grein fyrir. Hinn frægi þjóðmálafræðingur, rithöfundur og fyrirlesari frá Banda- ríkjuntim, Scott Nearing prófessor, hélt fyrirlestur á sunnudaginn í Dominion leikhúsinu er hann enfndi “sundurliðun alríkisins brezka’’ (“The Crumbling British Empire”). Hélt hann því fram, að Stórbretaland hefði í raun og veru stofnað til styrjaldar- innar miklu í hagsmunaskyni fyrir aúðvald sitt. Hann kvað árin, er liðin væru síðan friður komst á, ekkert vera annað en undirbúningsár ófriðar milli Banda- ríkjanna og Bretlands. Spáði hann algjörðum sigri Bandaríkjanna, er sennilega myndi gerbreyta stórvelda- skiftingu Evrópu, eða réttara sagt eyðileggja alla stórveldamyndun þar, því Bandaríkin myndu siigra, ráða og ræna allri jörðunni. Á Stórbretalandi væri allt í sífelldum handaskolum og ógöngum sökum kyr- stöðu í iðnaði, sem stafaði af hags- munamótsögnum kapítalisma og im- perialisnta. Stríðinu mikla líkti hann við hundabardaga, þar setn Þjóðverjar og Englendingar hefðu bitið hvorti annan á barkann, meðan Bandaríkin glefsuðu frá þeim beinið, sem barist var um: einokum í alþjóðaviðskiftum. Verkantenn á Stórbretalandi bitu hver aðra á barkann til þess að skera úr því hvort brezku eða þýzku al- veldissinnarnir og auðvaldssinnarnir ættu að verða ofan á. Bretland ætti í endalausum styrj- ölduni, en styrjaldir væru eina að- ferðin, er auðvaldið þekkti til þess að skera úr viðskiftaágreiningi. Hefði það aldrei enn brugðist, að ófriður færi t kjölfar alvarlegrar við- skiftasamkeppni þjóða á milli. • Væri einmitt ágætt dærni fyrir höndum hvernig Bretar hefðu á þann hátt bolað Þjóðverjum frá alþjóðlegri við- skiftasamkeppni; en nú myndi eigi líða á löngu þangað til að Bandaríkin færu eins með Bretland. En síðan myndu þau fara eins með Evróptt. “stappa hana í mauk,” og gera sér hana skattskylda. I lok ræðu sinnar benti hann á Rússland til eftirdæmis. “Verkamennirnir á Bretlandi finna nú álögurnar af því að þar er allt að fara um hrygg, en í Sovjet Rúss- landi verða þeir varir við örvun framþróunarinnar.” “Mr. Bowrnan, starfsmaður Dom- inion Unemployment Service hér í bæ, segir að sumir af þeim 600 at- vinnuleysingjum, er stöðugt leiti til skrifstofu hans um vinnu, þjáist hreint Oig beint af hungri. Hann segir að sumir af þeim séu svo beygðir og úrvinda af stöðugri ár- angurslausri atvinnuleit, að þegar þeir komi inn til hans, þá setjist þeir niður hágrátandi af vonleysi og ein- stæðingsskap. Það virðist ótrú- legt að þetta skuli eiga sér stað hvern veturinn á fætur öðrum, svo að engin vegur sé enn fundinn til þess að sjá þessum mönnum farborða. En frásögn Mr. Bowman er órækur vottur.” — Free Press, 12. jan. 1929. Fjármálaráðhérra Sask.-fylkis, Hon. W. J. Patterson, tilkynnti í fjárhags- ræðu sinni, að fjárhagsárið 1927— 28 hefðu tekjur fylkisins numið $13, 495,642 en gjöld 13,449,632.'— $600, 000 hefðu komið inn fyrir áfengis- söluna, eða jafn mikið og í fyrra. -------x------- BANDARfKIN Hoover forsetaefni brá sér til Florida á sunnudaginn, og væri auð- vitað ekkert frásagnarvert um það, ef ekki hefði staðið svo á, að for- vitnir höfðu fastlega vonast eftir því, að hann igerði eitthvað uppskátt um það hverja hann myndi kjósa í ráðu- neyti sitt, áður en hann færi þangað suður. F.n þær vonir brugðust. Mr. Hoover fór til Florida þögulli um þau efni en fiskurinn í sjónum. Ekki skortir hann þó frambjóðend- ur í þau embætti, fremur en önnur, að því er hermt er. Telja fróðustu menn þar um, að hann eigi þar kvöl- ina sem völina, flestum forsetaefnum fremur, af því að í svo mörg horn sé að líta. Fyrst og fremst séu hinir gömlu orustujálkar flokks hans, er enn hafa eigi fengið ráðherrastöðu sem umbun verka sinna. I öðru lagi séu háskólabræður hans, þ.e.a.s. þeir, sem á ýmsan hátt hafa ska'rað fram úr; álitlegur hópur, en Hoover drengur góður og vinfastur, eins og þar stendur Og í þriðja lagi sé að velja úr stórum hóp aðstoðarmanna hans, þeirra er mest sköruðu fram úr við líknarstarfsemina í Belgíu og á Rússlandi. Helzt hafa menn getið sér til. að Andrew Mellon muni eiga að gegna fjármálaráðherraembættinu eitt ár enn og er það talið stórþóknanlegt auðvaldshringum og stóriðjuhöldum í Bandaríkjunum. Er þá og talið sennilegt, að varamaður Mellons, Og- den Mills, eigi að verða eftirmaður hans, er Mellon lætur af embætti. Þá hefir þess og verið getið til, að Wilbur,, rektor Stanford háskólans, er Hoover stundaði nám við, muni eiga von á ráðherrasæti, ef hann óski. Gaf hann Hoover mörgum sinnum fagran vitnisburð meðan á kosninga- hríðinni stóð. —Tveir menn hafa rétt undanfarið öllu líklegri verið taldir til ríkisráðherrastöðunnar en Borah öldungaráðsmaður, en það eru þeir Alonzo B. Houghton, fyrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Lundún- um, og Dwight Morrow, sendiherra Bandaríkjanna í Mexico. — Frá Washington er símað að nafn- kunnur líffræðingur við Smithsonian Institute, Dr. Austen H. Clark, hafi nýlega varpað gríðarlegri sprengi- kúlu í herbúðir stéttarbræðra sinna með því að fullyrða, í grein, er hann hefir ritað í ársfjórðungsrit líffræð- inga, að maðurinn sé til eingöngu fyrir dutlunga náttúrunnar, og sé jafn vitlaust að halda því fram, að hann hafi þróast af lægri dýrum eins og þvi, að hann hafi verið skapaður úr leirkekki. Maðurinn segir dr. Clark að hafi skyndilega komið fram á jörðunni á Pliocene tímabilinu, rétt fyrir ísöld- ina, og þá að mestu leyti í sömu mynd og hann er enn þann dag í dag, fær um að ganga og hugsa. Arangurslaust væri að leita að hin- um “týnda hlekk.” Hann hefði aldrei verið til. — Breytiþróunarmenn og sköpunarsögumenn ræðu jafn mikinn sköpunarsögpimenn væðu jafn mikinn ættu ekkert skylt við ólífræna hluti.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.