Heimskringla - 23.01.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 23.01.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐStÐA * J N G LA WINNIPEG, 23. JAN., 1929. Hann fór yfir vatnið á kornskipi, sem klaustrið átti. Hagstæður vindur stóð í segl. um, og hjarta hans var þrungið af hugrekki og gleði ferðarinnar. 1 Constanceborgin, með virkjum sínum og dómkirkju, varð greinilegri og greinilegri eftir því sem birti betur af degi, og um hádegi voru þeir komnir til borgarinnar. Ekkehard hljóp á land glaður í skapi. Hann hefði getað dval- ið eitthvað í Constance og reynt gestrisni biskupshirðarinnar. En hann kærði sig ekki um það. Hann hafði ímugust á staðnum og hataði hann af hjarta. Ekki fyrir þá sök, að umhverfið væri ekki nógu aðlaðandi, því ekki stóð það að baki nokkurum stað við vatnið að fegurð, heldur vegna þess, að við staðinn 'var tengt nafn sérstaks manns, er hapn fyrirleit. Maðurinn var Salómon biskup, sem skömmu áður hafði verið jarðaður í dómkirkjunni með mikilli viðhöfn. Ekkehard var heiðarlegur og óspiltur maður. Honum virtist það vera rangt af manni í þjónustu kirkjunnar, að sýna sig drembiijn og stærilátan; og viðurstyggilegt að beita slægð og fantaskap heimsins barna; en furðulegast af öllu að halda heimsfrægð sinni þrátt fyrir þessa spillingu hjartans. En alt þetta mátti um Salómon biskup segja. Ekke- hard mintist þess vel, er hann hafði heyrt gamla félaga úr klaustrinu segja frá því, hvernig þessi ungi aðalsmaður hefði komist með slægð inn í klaustrið og verið þar eins og njósnari; hvernig honum hefði tekist að telja keisaranum trú um, að hann gæti ekki án hans verið, þar til hann hefði náð í mítur biskupsins í Constance ofan á tign ábótans í St. Gallusar- klaustri Og jafnvel börnin á strætunum gátu sagt söguna um hin hræðilegu örlög, sem greif- amir Erchanger og Berthold höfðu hrept. Hinn slægvitri kirkjuhöfðingi hafði reitt þá til reiði og svívirt þá, þar til þeir leituðu hefnda með vopnum og tóku hann til fanga. En þrátt fyrir það, að hin fagra eiginkona Berth- olds hjúkraði honum og annaðist, eins og hann væri hennar eigin maður, og fengi hann til þess að heita friði með kossi, og æti jafnvel af sama diski og hann, þá slökknaði þó ekki hefndarþorsti hans fyr en báðir greifamir voru hálshöggnir, samkvæmt skipun keisarans. Og dóttirin sem hann hafði eignast á gáskafullum námsárum sínum, var nú abbadís við dómkirkjuna í Zurich. ust eitraðir snákar og önnur skriðkvikindi í fúnafenunum. En Sintlaz landstjóri hafði fengið Pirmin ferðabiskup til þess að fara út í eyjuna. Hann blessaði yfir henni og snák- arnir og höggormarnir lögðu þá af stað, og var það mikill sægur. Fremst í fylkingunni fóru nöðrur, þá skorpíónar og alt sem skríður eða skreiðist í röð eftir metorðum, en froskar og eðlur síðastar. Kvikindin gátu ekki staðist særingar biskupsins, og alt skreið til strandar —þar sem Schopfel virkið síðar stóð—og síð- an niður, niður í djúp vatnsins, en fiskarnir nær og f jær héldu mikla veizlu .... Upp frá þessari stundu dafnaði klaustrið, sem Pirmin hafði sett á stofn, ágætlega, og varð frægt um alt Þýskaland fyrir aga og regl- usemi. Ekkehaid ákvað að heimsækja þetta klaustur, sem var keppinautur hælis hans um frægð. Fiskimaður stóð á hvítum sandinum á Ermatingenströndinni og var að ausa bát- inn sinn. Ekkehard benti með stafnum sín- um út í eyjuna. “Ferjaðu mig yfir, vinur góður,” sagði hann. Búningur munkanna riægði oftast á þeim dögum til þess að bónum þeirra væri sint. En fiskimaðurinn hristi gramur höfuðið og sagði: “Eg ferja engan ykkar, fyrst þið dæmduð mig til þess að greiða silfurpening í sekt á síöasta dómþingi.” “Plvers vegna varst þú sektaður?” spurði Ekkehard. “Vegna Kreuzmanns.” “Hver er Kreuzmann?” “Allmann.”* “Eg þekki hann ekki,” sagði Ekkehard, “hverju er hann líkur?” “Hann er úr látúni,” sagði fiskimaðurinn önuglega, “tvær spannir á hæð og heldur á tveimur vatnsliljum í hendinni. Hann stóð í gamla píliviðartrénu í Allmannsþorpi og það var gott að hann skyldi vera það; en þeir tóku hann úr trénu eftir síðasta þing og fóru með hann inn í klaustrið sitt. Og nú stendur hann á gröf ítalska biskupsins í Niederzell, og livaða gagn ætla sé að honum þar? Hjálpar hann gömlum dýrlingum til þess að veiða fisk?” EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Hann hafði eitt sinn verið ábóti, en sjónleysið olli því, að hann varð að segja af sér. Gluggi var opinn til þess að gamli maðurinn gæti not- ið sólarhlýjunnar. Ekkehard hafði oft eytt nokkurum tíma til þess að rabba við hann. Blindi maðurinn þekti fótatakið og kallaði á hann. “Hvert ert þú að fara,” spurði hann. “Eg er að fara ofan—á morgun fer ég burtu. Réttu mér hönd þína, eg á að fara til Hohentwiel.” “Slæmt!” sagði blindi maðurinn, “mjög slæmt.” “Hversvegna, faðir Thieto?” “Það er ilt fyrir mann sem vill ganga rétta götu, að þurfa að þjóna konu, og enn verra þó er að þjóna við hirð. En hvemig skyldi það þá vera, er hvorutveggja fer saman.” “Þetta er fyrirskipað,” sagði Ekkehard. “Megi St. Gallus vernda þig og blessa þig,’ sagði Thieto. “Eg skal biðja fyrir þér. Réttu mér stafinn minn.” Ekkehard bauð að leiða hann en gamli maðurinn vildi það ekki, heldur gekk sjálfur að skáp í veggnum og tók þaðan svolitla flösku. Hann rétti Ekkehard hana og mælti— “Þetta var vatn úr ánni Jórdan, sem ég kom sjál ur með hingað. Þegar rák heimsins fellur yfir þig og blindar augu þín, þá skaltu þvo þau úr þessu. Eg þarf ekki lengur á því að halda. Vertu sæll.” Sama kvöldið gekk Ekkehard upp á hæð- ina, sem klaustrið lá við. Hann hafði lengi haft mesta yndi af þessari skemtigöngu Döklc furutrén spegluðust í fiskitjörnunum, sem liöfðu verið búnar til af mannahöndum, til þess að sjá kiaustrinu fyrir fiski á föstum. Hægur andvari ýfði yfirborð vatnsins og það glampaði á fiskana, er þeir skvettu sér upp. Hann gekk brosandi fram og aftur. “Hvenær skyldi eg næst bragða einn af ykkur?” sagði hann við sjálfan sig. Kyrð hvíldi yfir skóginum efst uppi á Freudenberg. Hann nam staðar og leit yfir útsýnið fyrir fótum sér. , Klaustrið var rétt fyrir neðan hann, með öllum húsunum og múrveggnum umhverfis. Þarna, I garðinum, var lindin, sem hann þekti svo vel; aldingarðuiinn, glóandi af haustblómum, blasti við honum og allir gluggarnir í klaustrinu í löngum röðum. Hann þekti sérhvern þeirra og hefði getað bent á sinn eigin. “Guð vaki yfir þér, kyrláta herbergi!” sagði hann við sjálfan sig. Staðurinn þar sem vér höfum eytt dög- unum, löngum æskudögum áreynslu og þols, er eins og segulstál fyrir hjörtu vor. Það þarf svo lítið til þess að draga oss að, og sá einn er fátækur, sem ekki hefir unnist tími til, í braski og bramli veraldarinnar, að finna kyrlátan hvíldarstað, þar sem honum finnist hann eiga heima að líkama og sál. Ekkehard leit upp Spegilslétt Constance- vatnið glitraði í fjarska eins og forboði bjartrar framtíðar. Ströndin hinumegin við það og hæðirnar þar fyrir ofan, vorú huldar í þoku; en hér og þar sást í Ijós, sem speglaðist í vatn- inu, og var það vottur þess, að þar byggju menn. “Því er þetta myrkur að baki mér,” sagði liann hálfhátt við sjálfan sig og sneri sér við. Tindarnir og hnúkarnir á Santis-fjalli gnæfðu við himinn, að baki furuklæddum hlíðunum. Hlýir sólargeislar léku sér fyrir ofan yeðurbaröa klettana og börðust við skýin, brutust í gegnum þau og skinu á fyrri ára snjó, sem lá í sköflum í giljum og beið næsta vetrar. Þungt ský hékk yfir Kamorfjalli. Það dreifð ist fljótt og huldi sólina. “Er þetta tákri fyrir mig,” spurði Ekke- hard sjálfan sig. “Eg skil það ekki. Mínir veg- ir liggja ekki til Santis-fjalls.” Hann gekk niður hlíðina í þungum þönk- um. Hann baðst fyrir um nóttina við gröf St. Gallusar og kvaddi svo snemma næsta morguns. Virgil og flösku Thietos setti hann i mal sinn ásamt öðru, sem hann átti. Sá, sem ekki ræður yfir sínum eigin lík- ama, óskum og þrám, getur enn síður haft eignir eða lausafé til umráða. Ábótinn gaf honum tvo gullpeninga og nokkura silfurmynt til þess að greiða með því ferðakostnað og önnur útgjöld. Ekkehard var kunnugt um þetta alt, og hann kærði sig ekki um að biöjast fyrir í kirkjunni, þar sem þessi maður var grafinn. Það má virðast óréttlátt aö láia liatriö, sem maður hefir vakið, koma niður á staðnum, þar sem hann hefir lifað og dáið, en það er ekkert óskiljanlegt við það. Ekkehard hristi rykið í Constance af fót- um sér og hélt út um hliðið, en áin Rín, sem enn var ekki nema lítill lækur úr vatninu, var á hægri liönd lionum. . Hann skar sér sterkan göngustaf úr heslivið. “Verði stafur þessi, með blessunum drottins, vopn mitt til varnar og lilíf mín gegn vondum mönnum á leið minni, eins og stafur Arons, sem óx í húsi drottins, var tákn allrar ættar hans í mótsetningu við hina uppreistar- fullu pyðinga!” sagði hann, og var þetta göm- ul bæn yfir göngustöfum. Hugur hans var fullur af fögnuði er hann hélt nú áfram. Hversu þrunginn er ekki sá af von og gleði, sem leggur út á ókunna braut til þess að reyna ókunna framtíð á blómatíma æsk- unnar. Allur heimurinn er framundan, blár himininn yfir höfði hans, hugurinn hress og ákafur og honum finst se'm blóm muni spretta upp og lauf, og bera ávöxt gæfunnar eiru§ og gullið epli á greinum sínum, hvar sem hann stingi niður staf sínum. ó, æska! haltu áfram leið þína! Sá dagur mun koma, er þú munt staulast áfram í ryki þjóðbrautarinnar, stafur þinn skorpið þrik, svipur þinn fölur og tekinn, og börnin benda á þig og spyrja í háði: Hvar er gulleplið? .... Engan skugga bar á gæfu og bjartsýni Ekkehards. Það fór ekki vel á því að andlegr- ar stéttar maður syngi göngumanna söng; söngur Davíðs, sem hann nú hóf, átti betur við— “Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem eg má næðis njóta.” Ef til vill hefir það verið ritað niður í sömu Bók Minninganna, sem verndar- englar æskunnar skrifa söngva farandsnáms- manna og iðnaðarsveina. Vegur hans lá um engi og fram hjá háu sefgresi. Reiclienau eyjan, löng og lágvaxin, lá á brjóstum vatnsins og spegluðust klaust- urveggirnir og turnarnir í því. Vínekrur, ald- ingarðar og engi báru vitni um starfsemi íbú- anna. Tveimur hundruðum ára áður hafði eyjan ekki verið annað en óbyggileg auön, og héld- Ekkehard skildi að kristin trú fiskimanns- ins var ekki sérlega rótföst og gat sér þess einnig til, að látúnsmyndin myndi hafa valdið sektinni. Hann hafði fórnað myndinni kið. lingi á náttarþeli, til þess að netin fylltust af silungi, og yfirvöldin höfðu refsað fyrir þess- ar menjar heiðindómsins, samkvæmt lögum keisarans. “Vertu nú skynsamur og gleymdu AI- mann, vinur minn,” sagði Ekkehard, “og ég skal bæta þér upp góðan hluta af sekt þinni, ef þú ferjar mig yfir um.” ‘‘Eg sný því ekki fram og aftur, sem ég hefi sagt,” svaraði gamli maðurinn, “eins og það væri hringur á fingri. Eg ferja þig ekki. En drengurinn minn getur gert það, og hann gerir það.” Hann blés hátt í fingur ser, og sonur hans, hávaxinn fiskimáður, kom þá og hann var fús til þess að ferja Ekkehard yfir um. Ekkehard hélt til klaustursins eftir að hann var stiginn á land; það var á miðri eynni, innan um aldingarða og hæðir, sem þaktar voru vínviði. Þetta var síðla um haustið og ungir og gamlir voru önnum kafn- ir við vínuppskeruna. Hér og þar sást á munkahettu, sem bar greinilega af við rauð og gul vínviðarlaufin. Feður eyjarinnar höfðu safnast saman á lítilli hæð og horfðu ánægðir á uppskerumennina fyiir neðan. Þeir höfðu haft eftirlit með því, er nýja vínið var borið í stórum marmarakerum (sem sagt var að væru sömu kerin og þau, er notuð voru í brúðkaupinu í Kana) og höfðu helgað það samkvæint öllum reglum. Gleðióp og fjar- lægur kliður kvað við um alla eyna. Ekkehard komst heim að klaustrinu án þess að eftir honum yrði ^ekið. Hann átti ekki nema fáein skref eftii', þegar turninn mikli og hvelfingarnar, sem skreyttar voru rauðum og gráum sandsteini á víxl, komu í ljós. í klausturgarðinum var allt kyrlátt og hljótt. Stór hundur dillaði rófunni framan í gestinn án þess að urra. Hann var of vel van- inn til þess að gelta að nokkrum í munka- *) Alemanus Herkúles var goðsagnakon- ungur, sem dýrkaöur var sem herguð; Maxim- ilian keisari flutti látúnslíkneski af honum frá Niederzell til Innsbruch. Allmannsþorp er norður af Constance. klæðum. Milt hau3tveðrið hafði sýnilega freistað klaustursbúanna allra til þess að fara út. Ekkehard gekk inn í biðstofukvelfinguna við hliðina á aðal innganginum. Jafnvel litla herbeigi dyravarðarins var autt. Alstaðar voru opin ker, sum full af ilmandi nýja víninu. Steinbekkur var að baki þeim, út við vegginn. Ekkehard hafði lagt snema af stað og útivist- inn á vatninu hafði gert hann syfjaðann. Hann lagðist því niður á bekkinn með stafinn við hlið sér, og sofnaði þegar. En nú hefði mátt heyra hægt fótatak, sem nálgaðist svalt herbergið. Það var hinn virðulegi bróðir Rudimann, kjallaravörðurinn, sem var á leiðinni. Hann hélt á steinbrúsa í hægri hendinni. Hann ætlaði sér að bragða á nýja víninu, svo sem stöðu hans bar. f.ros lék um varir hans, eins og þess manns, sem er sáttur við allt og alla. Hvít svunta var fest um þriflegt mitti hans. Stór lyklakippa hékk við belti hans. “Til kjallaravarðar skal sá maður valinn, er liefir góða dómgreind, dagsfarsgóður og eigi hneigður til munaðar, eigi þrætugjarn né aðfinnslusamur, eigi letingi né eyösluseggur, en guðhræddur maður, sem verið getur sem faðir öllu bræðrafélaginu” — og Rudimann reyndi að sameina þessar dyggðir í fari sínu, að því leyti sem veikleiki holdsins leyföi. Á honum hvíldi ennfremur hin óskemtilega skylda að framkvæma allar refsingar. Það var hans hönd, sem batt sökudólginn við stoöina, þegar hýðing átti fram að fara, og enginn gat kvartað um, að ekki liefði hann nægilegt afl í örmum. En færi hann auk þess með illgjarnt þvaður og bæri óviðurkvæmi legar sögur um klausturbræður sína í eyru á- bótans, líkt og íkorninn Ratatöskur í Eddu, sem rann upp og niður askinn Yggdrasil og bar öfundarorð milli arnarins í limunum og Níð- höggs við ræturnar — þá var það ekki hluti af embættisverkum hans. Hann gerði það af sjálfsdáðum. í dag var mesti þýðleikssvipur á ásjónu hans, og stafaöi hann af áhrifum liins ágæta víns. Hann tók ekkert eftir ókunna mann- inum, en dýfði brúsanum niður í kerið, lyfti honum svo upp á móti ljósinu og drakk í djúpum þönkum hinn höfuga drykk. ‘‘Þetta er líka indælt,” sagði hann, “þótt það sé norðanmegin í hlíðinni. Lof sé drottni, sem litið hefir í náð á aumlegt líf þjóna hans á eynni, og hefir gefið þeim svo ágætt ár og hagstætt, eftir öll lélegu árin.” Yfirþernan, Kerhildur, gekk í þessu fram hjá dyrunum o ghélt á fati með vínþrúgum, sem áttu að fara í vínpressuna. “Kerhildur,” kallaði kjallaravörðurinn blíð- lega, “taktu þennan brúsa og fylltu hann með nýja víninu frá Wartberg, sem er lijá vínpress- unni, svo ég geti borið það saman við þetta.” Kerhildur yfirþerna lagði frá sér byrði sína, gerði eins og Rudimann hafði fyrir hana lagt og kom til hans til baka. Hún rétti hon- um brúsann, leit kankvíslega upp til hans. því að hann var mikið hærri, og sagði: “Þín skál!” Rudimann tók langan, guðraikilegan teig, svo að hann gæti til fulls^ reynt kosti hins nýja víns. Því næst tók hann til múls “Það verður gott og sætt,” sagði hann og leit upp augunum, reikulum af hrif lin'u. Það var naumast honum að kenna, þótc liamim yrði litið á brosandi andlitið á þernunni, því að hún hefði haft nægan tíma til þess að vera farin. Hann hélt áfram með fjálgleik: ‘‘En þegar ég lít á þig, Kerhildur, þá gleðst hjarta mitt enn meira, því að blómi þinn er sem blómi þrúgnanna í haust. Kinnar þínar eru eins og þroskuð granatepli. Fagna með mér yiir þesari ágætu uppskeru, þú, hin bezta af öllum þernum!” Og kjallaravörðurinn lagði Ihandlegginn utan um mittið á dökkhærðri þernunni, sem ekki veitti mikla mótspyrnu. Því að hvað er koss um uppskerutímann, og var henni ekki kunnugt um, að Rudimann var greindur mað- ur, sem kunni sér hóf í öllu, eins og kjallara. verði sómdi? Sá, sem á steinbekknum svaf, hrökk upp af blundi sínum. Einkennilegt hljóð, sem ekki gat af öðru komið en kossi, sem hitt hafði á rétt- an stað, barst að eyrum hans. Hann gægðist út á milli keranna og sá munkakuflinn og þar með tvær hárfléttur, sem alls ekki gátu verið af kuflmanninum Ekkehard spratt upp í reiði, því að hann var ungur og ákafur; aginn í St. Gallusklaustri hafði einnig verið strangur, og honum hafði aldrei komið annað eins til hugar og það, að maður í hinum helga reglu- búningi skyldi kyssa kvenmann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.