Heimskringla - 30.01.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.01.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐStÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 30. JAN. 1929 ff-eímakringla (StofnnH 188«) Kmr nt • k«rjnm mlKrlknltil EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 <>K 855, SARGENT AVE, WINJIIPEG TAUSIMl! 86 537 VnrD blafislns er »3.00 á.rgangurlnn borg- Int fyrlrfram. Allar borganir sendist l'HE VIKING PRE6S LTD. 8TGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Rltstjórl. UtanAnkrltt tlt hlntintnst THB VIKING PllliSS, I,t(l., Ilox 8105 UtanAskrlft tll rltatJOrnnsi ROITOR HKIMSKHINGL.A, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “HeimskrlPgla Is publlshed by f Tbe VlklnK Prens l,td. and prlnted by CITV PKIN'I'I IS !■ <t PUBI.ISHkNG CO. 853-855 SarKent Ave., WlnnlpeK. Mnn. Telephonei .86 53 T WINNIPEG, 30. JAN. 1929 Fróðleg endurskoðun ófriSarlygar / Af því sem ritað hefir verið um al- þjóðamál mun fátt hafa vakið meiri eft irtekt, nú um skeið, en löng og ítarlega rökstudd skýrsla eftir A.A.W.H. Ponson- by, fyrverandi vara-utanríkisráðherra Breta, um þann lygavef, er ofinn var um öll lönd í ófriðnum mikla.til þess að æsa hugi alþýðu heima fyrir, til hins grimmi- legasta haturs á óvinunum. Skýrsla þessi kom út nú rétt eftir nýárið; nær 200 blaðsíður, og ein óslitin röksemda- keðja, fyrir þeim rógi og lýgi og við. þjóðslega ódrengskap, er á sér jafnan stað á ófriðartímum, þvert ofan í hinn sítuggna ósannindaþvætting stjórnmála- snata hvers ríkis, um ‘‘drengilega her- mennsku” og ‘‘fair play” sinna eigin her- foringja, stjórnmálaleiðtoga og blaða- manna. Flettir skýrsla þessi sérstak- lega ofan af álygum “bandamanna” ((Engl., Frakka, og fél. þeirra) á Þjóð- verja, um ‘‘sekt” þeirra og hryðjuverk, en nefnir einnig nóg til af ófriðarlygum Þjóðverja til þess að sýna, að þeir gerðu sig einnig seka um samskonar athæfi. Að nákvæmast eru gagnrýndar æsinga lygar ‘‘bandamanna” mun stafa af því fyrst og fremst, að höiundurinn er ensk- ur stjórnmálamaður, og hefir því veitt auðveldast að hafa hendur í hári lygaill- gresisins, er þeim megin spratt, og þá einnig af því, að þeim varð langt um bet- ur ágengt í álygaróðri sínum heldur en Þjóðverjum, svo að á ófrðarárunum stóðu Þjóðverjar og samherjar þeirra brennimerktir öllum svívirðingum frammi fyrir hinum ‘‘hlutlausa’’ alheimi, en hin- ir í því nær óflekkuðum skrúða alsak- leysisins, enda er enginn vafi á því því, að “bandamenn” voru langt um ötulli við þessa atvinnu en Þjóðverjar og sam- herjar þeirra, enda áttu þeir greiðari að- gang að umheiminum. Ýmsir hafa auðvitað áður flett ofan af þessum soðpotti rógs og lyga, fært upp úr suma feitustu keppina og sýnt al- menningi innan í þá. En þessi afflett ing þykir merkilegust og ótvíræðust allra, sökum þess, hver höfundurinn er, því engir, er þetta starf hafa áður að sér tekið, munu hafa verið í færum um að rökfesta jafn rækilega staðhæfingar sín- ar. Er því ekki úr vegi, að geta hans nokkuð sjálfs, áður en drepið er á sumt ið helzta í skýrslu hans, sem nú er sér- staklega tímabært, er til tals hefir komið, án þess að mótbárum hafi verið hreyft, að Englendingar bjóði heim frægasta fjandmanni sínum úr stríðinu mikia. Hindenburg marskáiki og ríkisforseta. * * * Arthur Augustus William Harry Ponsonby er af göfugum ættum ensk- um, (eins og sjá má af því, að slíkur skírnarnafnsíburður er ekki ótíginna borgara), er komið hafa við stjórnmála- sögu enska; t. d. var einn langafi hans, Grey jarl, forsætisráðherra Bretlands 1830—1834. í barnæsku varð Ponson- by hirðsveinn Victoríu drotningar, er geðjaðist svo vel að ‘‘that dear Ponsonby child,” eins og hún nefndi hann, að hún hélt honum fimm ár í þeirri þjónustu. Og tæpum tíu árum síðar, fékk hann, kornungur maður, aðgöngu að stjóm- málunum. Var hann einkaritari forsæt- isráðherrans, Sir Campbell - Bannerman, 1906—1908, en í þá stöðu komast ekki nema valdir menn. Hann er einn af hinum framsæknu liberölum frá tímum Sir Campbell - Bannermanns, er haldið hafa áfram yfir í flokk hinna íhaldssam- ari jafnaðarmanna. Við stjórnmál og þingstörf hefir hann látlaust fengist frá því hann fyrst fór að gefa sig við opin- berum málum, og varð hann vara-utan- ríkisráðherra í ráðuneyti Ramsay Mc- Donalds, og hans hægri hönd, því McDon ald fór sjálfur með utanríkismálin í siniíi stjórnartíð, eins og lesendur Heimskringlu kannske muna. Mega menn af þessum lífs og embættisferli skilja, að fáir, eða engir, hafa verið betur settir en Ponsonby, til þess að kynna sér allt sem nauðsyn- legast var til þess að koma af þessu ætl- unarverki sínu: að ónýta að minnsta kosti eitthvað af ‘‘þeim blekkingargildr- um,” er fylgisöflunarsnatar bandamanna egndu á ófriðarárunum og sérstaklega að fletta ofan af hinum meiriháttar lygum. er dreift var út af ‘‘fylgisöflunarskrifstofu brezka ríkisíns í Crewe House, undir for ystu Northcliffe lávarðar,” eins og Pon- sonby kemst að orði. Og úr því að á opinbera fylgisöfiun er minnst, þá má geta þess, að Bandaríkjamönnum þykir einmitt rétt sem stendur ekki ófróðlegt að verða þess vísari af þessari skýrslu, að árið 1917, er Bandaríkin fóru í ófrið- inn, voru 10,500 brezkir fylgisöflunar- snatar, launaðir af hinu opinbera, starf- andi í Bandaríkjunum. Er ekki nema vonlegt, að Eiigilsaxarnir beggja megin hafsins, séu fullir vandlætingar yfir fylg- isöflun Sovjetstjórnarinnar. ¥ ¥ ¥ Hið helzta, sem Ponsonby sannar, þvert ofan í ófriðarlygarnar og almenn- ingsálitið meðal Bandamanna, er 1) að yfirleitt hafi þýzk hryðjuverk (‘‘German atrocities”)) verið afar sjaldgæf; og að sérstaklega hafi þýzkir hermenn í Belgíu og á Frakklandi aldrei höggvið hönd af einu einasta barni; 2) að fylgis- öflunarsnatar bandamanna hafi logið á Vilhjálm keisara ummælunum um hinn fyrirlitlega litla her Englendinga (‘‘Eng- lands contemptible little army”), sem varð eitthvert allra öflugasta eggjunar- vopn Breta í öllum ófriðnum, til þess að knýja fram sjálfboðana; 3) að Þjóðverjar sökktu ‘‘Lusitaníu” með fullum rétti, þar sem liún hafði skotfæri meðferðis; 4) að foringjar þýzkra neðansjávarbáta hafi aldrei á nokkurn hátt aukið á vandræði skipshafnar eða farþega á skipum þeim er þeir sökktu, með nokkru “hryðjuverki” eða mannúðarleysi; og 5) að sá hluti Versalasamningsins, er skellir ófriðar- skuldinni á Þjóðverja eina, sé hreinasta bull. Margar, eða jafnvel allar þessar stað- hæfingar eru ekki algert nýmeti, þeim er með einhverri samvizkusemi hafa reynt að fylgjast með því sem um ófrið- inn mikla hefir ritað, en enginn mun áð- ur hafa fundið þeim staðhæfingum svo öruggan stað sem Ponsonby, auk þess að vitund hans um þetta er vafalaus. éins og áður var sagt. Hann hefir kynnt sér til hlítar skjöl og uppljóstranir, er í ljós hafa komið frá því um vopnahlé og fram á þenna dag, og safnað sönnun- um frá skjalfestum ummælum einmitt þeifra stjórnmálam., er létu undirm. sína búa til ófriðarlygarnar, eða leyfðu þeim að nota þær sem vopn. Vitnar Pon- sonby í ‘vers og kapítula,” að se^ja má, blaðsíðu og línu, er hann færir sannanir að þessum fimm staðhæfingum, er hér voru að framan taldar. 1) í endurminningum Signor Fran- cisco Nitti, forsætisráð.herra ítala 1918— 1920, er svohljóðandi yfirlýsing: ‘‘Á ófriðarárunum breiddu Frakkarx út, á- samt öðrum bandamönnum sínum, að vorum ítöisku stjórnvöldum meðtöldum, hinn fáránlegasta uppspuna, til þess að vekja vígahuginn með alþýðu vorri. Blóðið storknaði í æðum manns yfir hryðjuverkunum, sem Þjóðverjum voru eignuð.. Vér heyrðum sögur um vesal- ings litlu belgisku börnin, sem “Hún- arnir” höfðu höggvið hendurnar a,f. Auðugur Ameríkumaður, sem mjög hafði komist við af fylgisöflun Frakka, sendi erindreka til Belgíu eftir ófriðinn, í þeim tilgangi að taka að sér og sjá fyrir börn unum, sem vesalings litlu hendurnar höfðu verið höggnar af. Honum tókst ekki að hafa upp á einu einasta. Þegar ég veitti forstöðu ítölsku stjórninni, þá efldum við Mr. Lloyd George *):il ítar- legra rannsókna, til þess að grafast fyrir sannleikann í þessum voðalegu ákærum, er sumar, að minnsta kosti, tilgreindu nöfn og staði. Hver einasta saga er rann sökuð var reyndist að vera helber til- búningur.* 2) Enn þann dag í dag einkenna Bretar, er börðust á Frakklandi 1914, sig dálítið drýgindalega, sem hluta úr heild inni “Hinir fyrirlitlegu” (Old Contempt- ibles). Þetta stafar frá því, að 24. sept. 1914 lásu þeir í ‘‘Daglegum fyrir- skipunum sendiliðsins brezka” (British Expeditionary Force Routine Orders of the day), að 19. ágúst 1914 hefði keisar- inn sagt í almennri fyrirskipun, gefinni út í yfirherstjórnarbúðum Þjóðverja, í Aix-la-Chapelle: “Það er mín konunglega og keisara- lega fyrirskipun, að þér (þýzkir hermenn) gjöreyðileggið fyrst hina svikulu Englend inga; fótumtroðið hinn fyrirlitlega litla her French yfirhershöfðingja!” Sem sannanir fyrir því, að þessi um mæli séu brezkur tilbúningur færir Pon- sonby það til í fyrsta lagi, að það er vafa- laus sannreynd, að yfirhersstjórnin þýzka átti sér aldrei aðsetur í Aix-la-Chapelle, og í öðru lagi, að brezki yfirhe'rshöfð- inginn Sir Frederick Maurice, sem eftir ófriðinn iét mjög nákvæmlega rannsaka þýzk skilríki og skjalasöfn, lýsti yfir því, að hann hefði hvergi rekist á þýzkt blað eða skjal, er benti til þess að Vil- hjálmur II. hefði nokkurntíma látið sér þessi orð um munn fara. 3) Um Lúsitaníu vísar Ponsonby til skjalfestra ummæla núverandi fjármála ráðherra Breta, Right Hon. Winston Churchill, er hann hefir ritað undir með eigin hendi: “í farminum er hún (Lúsitanía) hafði meðferðis var dálítil sending af riff ilskotfærum og sprengikúlum, um 173 tonn.” 4) Þetta atriði rökstyður Ponsonby meö svohljóðandi yfirlýsingu Williams S>. Síms, Bandaríkjaaðiníráls: Engin ábyggileg skýrsla er til um grimmdar- verk er nokkumtíma hafi verið framin af foringja eða liðsmönnum á þýzkum neð- ansjávarbát. Blaðafréttir um slík grimmdarverk voru einungis búnar til í fylgisöflunarskyni.” % Sem dæmi um það hvernig þessar hi-yðjuverkasögur voru búnar til og síðan komið á gang, skýrir Ponsonby frá af- rekum jungfrú Kate Hume, frá Dum- fries á Skotiandi. Árið 1914 falsaði hún og sendi brezkum blöðum bréf frá systur sinni, jungfrú Grace Hume, þar sem hún var látin segja frá því, að þýzkir hermenn í Belgíu hefðu skorið af hennl hægra brjóstiö. Jungfrú Grace Hiume, sem aldrei hafði stigið fæti út fyrir brezka jörð, þótti illt afspurnar að hún væri limlest á þenna hátt, mótmælti þessu sjálf, en ekki fýr en sagan var orð- in þjóökuún, svo að allir trúðu. 5) Tfl rökstuðningar staðhæfingu sinni um þann kafla Versalasamnings ins, er leggur alla sökina á þjóðverja eina, ber Ponsonby þann samning saman við Locarnosamninginn, er lesendur Hkr. munu minnast. Versalasamningurinn, (1918), lýsir því yfir, að ‘‘stjórnarvöld bandamanna (the Allied and Associated Governments) staðfesti, og Þjóðverjar játi á sig ábyrgð- inni ..... af ófrið þeim, er þeim hafi verið á hendur færður af Þjóðverjum og samherjum þeirra;” en Locarnosamning urinn (1925) ræðir ujn “þjóðirnar, er urðu fyrir ófriðarplágunni 1914—1918.” Þýzkaland er því þarna, eftir sjö ár, haf- ið úr hraksessi glæpamannsins, er ját- að hefir á sig allri sekt, og á sig einan, upp á ^"kkinn í samfélag hinna marg- hjáðu guáiuæddra. Auðvitað er kenn. ingin um að þeir séu einir í sökinni enn- þá bindandi samkvæmt lagastafnum, þar sem hún er innifalin í einni ákvæðis- grein (231) Versalasamningsins, en ofan- skráð ummæli Locarnosamningsins er aðeins að finna í formála hans og þess- vegna á engan hátt bindandi, — svo þýð- ingarmikil, sem þau þó eru í raun og veru. ¥ ¥ ¥ r Fyrir þá, sem aldrei þora að j kynnast einhverju óþægilegu j til hlítar, af því að “fær of mik- ið á þá,” er alltof átakanlegt j og sorglegt til þess að lesa það, eða hlusta á það, er þó að minnsta kosti ein blaðsíða, eða ! svo, í þessu voðaiega dóm- { skjali Ponsonby’s, sem getur j komið manni til að brosa; sýn- | ishorn af því hvernig blaða- j mennimir gerðu fimm hænur úr einni fjöður, bættu hverri : lýginni ofan á aðra alveg fram j í algleyming, unz hin ógurleg- j asta hryðjuverkasaga um Þjóð- verja var að lokum framleidd alsköpuð úr engu. Þegar Þjóðverjar unnu Ant- wærpen í nóvember 1914r þá gat þýzka blaðið “Kölnische Zeitung” þess að kirkjuklukk- um hefði verið hringt, í svo- hljóðandi málsgrein: ‘‘Þegar fréttist um fall Ant werpen var kirkjuklukkum i hringt.” Nú taka blöð bandamanna þessa fregn og færa hana í eitt litklæðið af öðru á þenna hátt: “Eftir því sem “Kölnischle Zeitung” segir frá, voru prest- arnir í Antwerpen neyddir til þess að hringja kirkjuklukkun- um, þegar borgin var unnin.” Le Matin (París) “Eftir því sem ‘‘Le Matin” hefir frétt frá Köln, hafa belg- isku prestarnir, sem neituðu að ^hringja kirkjuklukkunum þegar Antwerpen var unnin, verið gerðir brottrækir.” —The Times (London) Eftir því sem “The Times” hefir frétt frá Köln, gegnum París, voru hinir óhamingju- sömu prestar, sem neituðu að hringja kirkjuklukkunum þeg- ar Antwerpen var unnin, dæmd ir í hegningarvinnu.” —Corriere della Sera Milano) “Eftir því sem “Corriere della Sera” hefir frétt frá Köln, gegnum London, er það sann- að að hinir hrottafengnu (bar- baric) sigurvegara Anterwerp en hafa refsað vesalings prest- unum fyrir hetjuskap þeirra. að neita að hriiígja kirkjuklukk unum, með því, að hengja þá upp í klukkurnar sem lifandi kólfa, svo að höfuðið vissi nið- ur.” —Le Matin (París). --------X-------- >* A sjkotspónum Einhver ágreiningur er nú, á millf “hálærSra’’ fornfræðinga, og þeirra sem elska fífla og sóleyar og blá- klukkur, í blómaskrúða vordaganna. —Og líta tárvotum vonaraugum til framtíðarinnar. — Þeir sem gengist hafa fyrir forn- menja-greftri, i Asíu og öðrum sögu- frægum stöðum, þar sem forfeður okkar háðu hildarleik fyrir tilveru sinni — og niðurskurði annara, við dagsbrún sögunnar. — Fornfræðingar halda því fram, að sem stytztum tima sé varið, til garðræktar, akur- yrkju og trjáplöntunar. Þeir segja, að það sé nægilegur forði af eplum, og appelsínum, og svo hafi ætíð verið, frá því að Eden var skapaður. — Utvöldum mönnum til íbúðar. — Bláklukkur, sóleyjar, og önnur skraut blóm hafi eiginlega sama sem ekki neitt verðgildi, búfræðislega reiknað, og ætti helzt að vera upprætt úr akurlendinu. En það mætti kannske nota þess konar “dót” sem húsblóm — innan fjöigiurra veggja, með ströngu eftirliti, ríkis og kirkju, undir um- sjón kirkjuhollra, skriftlærðra manna. Ungir rnenn hér i “álfunni.”— Ajmeríku, — hafa látið þá skoðun ejnarðlega í ljósi, opinberlega, að lendir menn ættu að gefa allan sinn tíma til þess að hlynna að jarðrækt, og trjáplöntun. Sumir þessara ungu I fullan aldarfjórðung hafa Ðodds nýrna pillur verið hiu viðurtóenndiu jneðuji, víð bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum iyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint | frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda ; andvirðið þangað. manna gerast svo djarfir, að halda ; því fram, að þesskonar starfsemi, ! geti máske hjálpað frelsisbaráttunni, J hér á meginlandinu, sem ekki hefir verið lokið við jarðarför George Washington, eða Abrahams Lin- ilns. — II. Sagt er að Evrópu “kongar” tveir, hafi nýlega farið í fiskiróður norður fyrir Skotland. I fyrstunni var ferðinni heitið bara til strandarinn- ar, eftir skreið. En sökum afla- leysis, og óhagstæðrar veðráttu fyrir fiskiþurkun, þá trrðu þeir sjálfir a5 leita miðanna, úti fyrir ströndinhi. Skotarnir sögðust ekki hafa nægilegt til matar, af þurkuðu skreiðinni, og- þverneituðu “kongunum” um nokkra úrlausn. Þess vegna ieigðu þeir byrðing einn forn-fále'gann, og lúðu net. — Sjósó’knin heppnaðist sæmi- lega, þó hafði hvorugur háan hlut. “Þeir hétu hluta merktum hundrað pundum af ertum.” “Trúi þeir sem trúa vilja, mér og mínum að meina-lausu." III. “Það ætlar að verða þokkalegt veður í dag.” — Eitthvað líkt þessu mátti lesa út úr. svipléttum og svip- fríðum andlitum New York borgar, engu síður heldur en þeim, sem minni fríðleik höfðu að bjóða, hinn {•18. dag októbermánaðar síðastl. I Umhverfið og andrúmsloftið var skuggalegt um morguninn. Þess vegna voru þannig lagaðSr tjlfinn- ingar — þannig lagaðar vitsmuna- lega uppbygg'ðar hugleiðingar, ekkí ástæðulausar. — Þar var engum var- mensku veraldarbrag um að kenna.— Þetta var sjötti verudagur minn í New York. Það var ekki hvíldar- dagur skaparans. \ Eg hafði oft komið til New York áður. — Já, ég held nú það. Eg’ hafði verið þar heimilisfastur lausa- maður, allmörg velti- vellíðunarár. Þegar mögru kýrnar voru annað- hvort týndar, eða vegviltar uppi æ öræfum, hjá tröllunúm. sem döguðtt uppi í dagrenning. — Allir stór- igripirnir, höfðu haft nægilegt a5 borða. — Skeð getur að sumir samverkamenn mínir í New York, frá fyrri árum, afneituðu því þrisvar, að hafa nokk- urntíma séð mig þar, í borginni. — En léttlyndari málkunningjar mínir myndu sýna mér þá velvild, að kann- ast við mig.— Það var óvanalega heitt veður, fyrir síðari hluta október mánaðar. Eg var að hvíla mig, eftir fremur erfiða ferð yfir álfuna þvera. — Yfir Norður Ameríku. í Eg hefi aldrei tekið sérlega mikiö mark á draumum mínum. — Ekki er ég með því að gefa í skyn, að ég hafi borið minni virðingu fyrir mín- um nætur-fyrirbrigðum, heldur eru annara samferðamanna í manna mun.— Sjöttu nóttina sem ég dvaldi í New « -------------

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.