Heimskringla - 30.01.1929, Qupperneq 5
WINNIPEG, 30. JAN. 1929
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSÍÐA
York, þá dreymdi mi.g', eitthvað und-
arlega. Eg vaknaöi snemma um
morguninn; ég fann ekki til myrk-
fælni, en af einhverjum óskiljanleg-
um ástæöum, þá rifjaöist upp fyrir
mér, Grettis-saga, og Eyrbyggja.
Sögufróðir Islendingar kannast við
þaö hversu myrkra-vofurnar —draug-
ar — afturgöngur, — voru þess vald-
andi? að nýlendu-búar á gamla
“Fróni, höfðu ekki mikla ánægju af
mána-skini, eða stjörnu-ljósi, á þeim
tímum, sem þær sögur fjalla um.—
Eg snéri mér við í rúminu, það var
í mér hrollur, þrátt fyrir það þó ég
vissi um veðurblíðuna úti fyrir. —
Eg sofnaði aftur. —
Morguninn var næstum fram-geng-
inn, þegar ég neytti morgunverðar.
Eftir að ég hafði sötrað dreggjarnar,
úr fremur bragð-daufum kaffibolla,
þá labbaði ég út í “Central Park.”—
Eg átti þar geymdar fremur igóðvilj-
aðar endurminningar. Þar eru bæði
klettar og vötn, og einkennilega
myndaðir skógarrunnar.
Eg settist niður, í loðinni og ó-
kembdri grasbrekku. Voru þar
klettahæðir í kring á þrjá vegu, en
leikvöllur nokkurnvegin beint fram-
undan. Eg eldaði mér fremur við-
feldinn vindil. Milli tíu og tuttugu
menn — flest allir fyrir innan miðj-
an aldur — voru þarna í nágirenni
við mig. Sumir sátu uppi á lclett-
unum, en hinir voru þó fleiri, sem
sátu eða lágu endilangir, víðsvegar
í brekkunni. Mér virtust þeir allir
vera fremur þreytulegir, datt mér í
hug, að sumir þessir menn, væru
máske leynilögregluþjónar.
Eftir að ég hafði setið þarna í
brekkunni, á að gizka tuttugu mín-
útur, þá kom lögregluþjónn yfir
hæðina á bak við mig. Hann hefir
ekki mikið að gera, þessi laga-vernd-
ari, fremur en óg, flaug mér í hug,
án þess að gera mér nokkra minnstu
hugmynd um erindi hans. En ég
þurfti ekki lengi að bíða í óvissu.
Hann skipaði þeim, sem þarna voru
staddir, að hafa sig á kreik sem
skjótast, burtu úr brekkunni.
Eg var sannfærður um það að
lögregluþj ónninn hafði ekkert lög-
iegt vald til þess að gera þeim nokk-
urt ónæði, sem þarna voru staddir.
—Þeim, sem þarna voru að hvíla sig
siðsamlega í ró og næði. Það var
engin auglýsingt þarna, sem gæfi hið
gagnstæða til kynna. Þessi staður
var almennings eign. til allra siðsam
legra nota. En þrátt fyrir það, þá
var það áform mitt að sýna enga
opinbera “óbótamanns þrjósku,” Eg
stóð upp úr sæti minu eins og hinir
mennirnir. — En ég var ekkert að
flýta mér. E^ átti ekkert heimili
eða neina vini í þessu nágrenni. Eg
hafði stundum fundið bibliur í gisti
húsum Norður Ameríku, en ég hefi
aldrei fundið gestrisni eða góðvild.
líka því sem Norðurlandamenn voru
eitt sinn frægir fyrir. Eg bjóst til
þess að taka skemstu leið út á gang-
stéttina, til hægri handar, frá þeim
stað, þar sem ég hafði setið. En
þess konar fyrirætlanir áttu ekki að
lánast, síður en svo.—
Lögregluþjónninn stóð nokkru ofar
í brekkunni, með hendur á mjöðmum
(sér). Hann var auðvitað að bíða
eftir því að skipunum sínum væri
hlýtt. Eg hefi líklega hagað mér
eitthvað svipað, nema hvað ég hafði
það fram yfir lögregluþjóninn, að
ég hafði vindil í munninum, og
henigxli staf-prik mitt á hægri hand-
legg, í olbogabót; skeð gæti að lög-
regluþjónninn segði. að stafurinn
minn hefði verið nokkru neðar. Hver
sem orsök hefir verið til þess, að
lögregluþjónninn snérist að mér, þá
varð sú reynzla mín. Enda var ég
orðinn þarna einsamall. Hann hróp-
aði til mín að koma ofar i brekkuna.
“Here is the way out,” kallaði hann
fremur ruddalega. Ekki trúi ég því
að málrómur min hafi verið eins
tuddalegur, þegar ég svaraði hon
urn. “You are a fool. you don’t
know what you are doing.” "Eg
var ekki fyrri búinn að sleppa þess-
um orðum af tungu mirini, heldur en
að hann kallaði til mín: “You are
under arrest.” Um leið kom hann
niður brekkuna, og lagði hendur á
Halldór Laxness og
(Frh. frá 1. bls.
þau á braut aftur, eða með öðrum
orðum að bera þau út.—
En nú vita allir, að veruleikanum
er ekki svona “viturlega” fyrir kom-
ið og hr. Laxness vill vera láta,
svo að allar hugleiðimgar hans þar
að lútandi eru ekkert nema háfleygur
skáldskapur. Hvert afkvæmi á svo
náttúrlegan rétt til umhyggju for-
eldra sinna, að jafnvel skynlaus
skepnan gengst við því. Og enda
þótt það tíðkaðist í sið feðra vorra,
að bera út börn og henda á spjóts-
oddum, þá þótti það jafnan níð-
ingsháttur og hið mesta ódrengskap-
arbragð. Enda virðist svo af fram
haldi greinar hr. Laxness, að ekki
hafi sú verið ætlun hans að gefa
þetta í skyn. Hann fyllist heilagri
vandlætimgu yfir því, að Reykjavík-
urbær sé “í háalofti af glæsilegum
vonum um að takast megi að kreista
lífið úr óskilgetnum hörmum, me»ð
því að færa niður meðlag með þeim.’’
Vill hann láta hengja þá menn án
dóms og laga, er berjast fyrir slík-
um hugsjónum. Eins og að ofan
má sjá, myndi liann þá ætlast til að
allur Reykjavíkurbær yrði festur
upp í einn galga. Er hvorttveggja
jafn hófsamlegt og ánægjulegt. lýs-
ing hr. Laxness á Reykjavíkurbúum
og stjórnarbót sú, er hann vill gera.
Annars er ekki orðum eyðandi að
slíkum öfgum, og furðulegt að nokk-
ur rithöfundur skuli láta sér slíkt um
munn líða.
En ef hr. Laxness er það jafn ljóst
og hann lætur, að það sé “á barninu,
sem þjóðfélagið rís” og framtíð hvers
ríkis sé komin undir þvi, hver rækt
barninu sé sýnd — hví hrakyrðir
hann þá Ólaf Ölafsson fyrir baráttu
hans gegn barnaútburði ? Er Ölaf-
ur ekki að því leyti eindreginn sam-
herji hans? Er ekki Halldóri Kilj-I
an skuldlaust að velja Ölafi trúboða
hæðiyrði, fyrir baráttu hans gegn
samskonar hátterni og hann sjálfur
telur hengingarsök? Ef sú stefna
er ill á Islandi, að þrengja hlut ó-
skilgetinna barna, hví skyldi það þá
vera svívirðilegt verk, að reyna að
koma því inn í siðferðisvitund Kín-
verja, að ósæmilegt sé, að myrða
börn sín? Finnst ekki Halldóri
Kiljan Laxness, að samt væri til
nokkurs unnið, þótt eigi hefðist ann
að upp úr trúboði Ölafs Olafssonar,
mig, en sleppti mér þó fljótlega.
Gengum við svo' spölkorn, þar til
að við komum þar að, sem gang-
stéttirnar skiftust. Bjóst ég þá til
þess að skilja við fylgdarmanninn.—
Taldi líklegt að hann hefði áttað sig
á því, að hann hafði enga ástæðu til
þess að hindra ferð mína. En hann
virtist vera á annari skoðun. Snér-
ist hann því all snúðugt að mér og
tók óþyrmilega um hægri handlegginn
á mér. “You think I am going to
stand for that you calling me a
fool,’’ hreytti hann úr sér. “We are
all .fools,” sagði ég. Hann sleppti
mér. — Sleppti lagaverndunartakinu.
Þegar við komum út úr “Central
Park” þá kallaði laga-vörður þessi
á leiguvagn, var hann þá nokkru
kurteisari, t. d. sýndi hann mér þá
virðingu, að leyfa mér að fara inn í
leiguvagninn á undan sér. Ekki
hafði hann heldur neitt á móti því,
að ég yrði fyrri til þess að setjast
niður.—
Keyrðum við svo niður á lög-
reglustöðvar, þær sem næstar voru,
eða þanni.g bauð mín barnatrú mér
að skilja þessa ferð. Eg hafði
fyrir tólf árum skrifað söguágrip
New York borgar; þarna var loks-
ins verið að sýna mér ofurlitla viður
kenningu. — Eg var nú gestur borg-
arinnar. Undanfarnar sex nætur
hafði ég verið bara eins og hver al-
;gengur ferðamaður, — á “Empire
Hotel”. — En fyrst átti að bjóða
mér inn fyrir járn grindurnar, í
tugthúsinu, sem næst var “Central
!Park.”—
(Frh. i 7. bls.)
en að þeiri hugsun yrði komið inn
hjá einhverjum hluta hinnar kín-
versku þjóðar, að æskilegt væri, að
þjóðfélagsmál hennar kæmust i það
horf, að eigi þyrftu menn að bera
út börn sín? Ef hr. Laxness er
sjálfum sér samkvæmur, hlýtur hon-
um að virðast það.
Og hví kallar þá hr. Laxness Ölaf
Ölafsson “trúboðarægsni” eða “ó-
vandaðan og óupplýstan trúboðs-
dóna?” Vel má það vera. að hvor-
ugur okkar Laxness sé Ölafi trúboða
að öllu eyti samþykkur í trúarskoð-
unum hans. En ekki situr á okk-
ur að hrakyrða Ólaf fyrir það, þótt
hann boði sína trú, meðan við boð-
um okkar trú. Halldór mætti vel
reka minni til, að hann hefir sjálf-
ur igerst trúboði þeirra trúarbragða,
(kaþólskuunar), sem ekki eru talin
að líta heilagan anda upplýsingarinn-
ar sem blíðustu auga. Ætti Hall-
dór því sízt að finna Óllafi mentun-
arleysið til foráttu, enda er Olafur
eigi ver menntaður, en allur þorri
þeirra manna, sem einhverskonar
trúboð stundar. Svo vill til, að
ég þekki Ölaf trúboða ofurlítið, og
hefir mér virst af þeirri viðkynningu,
að hann væri drengur góður og
manna einlægastur í sínu starfi, sem
hann hefir varið til æfi sinni frá
barnsbeini. Og það er ætlun mín um
hvern mann, sem vinnur verk sitt af
heitri sannfæring og mannúðar-
hvötum, að af honum megi vænta
meir góðs en ills, þótt auðvitað sé
meiri og minni þverbrestir í hvers
manns starfi.
Og þá vil ég spyrja hr. Halldór
Kiljan Laxness að lokum; Hvers
vegna skrifar hann “Alþýðubók,”
sem honum virðist slík nauðsyn á að
birta alþýðu og reun ber vitni ? Er
hann ekki með henni að boða “trú”
sína eða skoðanir á mannlífinu? Er
það annað en brennandi sannfæring
hans á mikilvægi skoðana sinna, sem
knúð hefir hann til ritstarfanna ?
Hví má þá ekki Ölafur Ólafsson trú-
boði fara eins að. án þess að vera
nefndur trúboðsrægsni eða óvandað-
ur dóni'?
Þessu þykir mér sanngjarnt að
hr. Halldór Kiljan Laxness svari á
því dómþingi, er hann hefir valið
sér.
Benjamín Kristjánsson.
----------x-----------
Frá islandi.
Alþingishátíðaljóðin
i
I dómnefndinni um hátíðaljóðin
áttu sæti: Arni Pálsson, Guðmundur
Finnbpgason, Einar H. Kvaran, Jón
Sigurðsson og Páll ísólfsson. Mesti
fjöldi hafði nefndinni borist af ljóða
flokkum, en aðeins þrír gátu komið
til mála að dómi nefndarinnar, þó
með nokkrum endurbótum. Var
höfundum þessara flokka þriggja,
Einari Benediktssyni, Davíð Stef-
ánssyni og Jóhannesi úr Kötlum gef-
in kostur á að endurbæta flokka sína
og skyldi því lokið 15. þ. m. Voru
ljóðin síðan tekin til nýrrar athugun
ar og var álit nefndarinnar á þessa
leið:
Dómnefndin um hátíðaljóðin 1930
hefir athugað að nýju þá þrjá ljóða
flokka, er teknir höfðu verið út úr
og höfundar þeirra endurbætt og
skilað á tilsettum tima, 15. þ.m. (des9
Urðu nefndarmenn sammála um, að
allir væru ljóðaflokkarnir nú vel
kveðnir og nothæfir til flutnings á
alþingishátíðinni. Hins-wegar ýarð
ágreiningur um, hvor tveggja flokk
anna, þeirra Davíðs Stefánssonar og
Einars Benediktssonar, sem mjög
eru ólíkir, væri beztur. Páll Isólfs-
son telur flokk Davíðs betur fallinn
til þess að semja löig við og syngja
heldur en flokk Einars. sem sé ein-
hæfari í því efni„ þó raunar sé hann
sönghæfur. Með sérstöku tilliti
til þessa varð niðurstaðan sú, að
leggja til, að flokkur Daviðs yrði
sendur tónskáldum til þess að semja
lögin við, en að flokkur Einars yrði
sagður fram á hátíðinni. Öll var
nefndin jafnframt sammála um að
gera þá tillögu og leggja ríka á-
herzlu á, að báðir hlytu flokkar þess-
ir 1. verðlaun, 2000 kr. hvor. Einn-
ig er það einhuga tillaga nefndar-
innar að Jóhannes úr Kötlum verði
sæmdur að minnsta kosti 1000 kr.
verðlaunum fyrir sín ljóð. Síðan
verði hátíðaljóðin öll prentuð sam-
an i einu hefti og gefin út á hátíð-
inni. Nefndin vill benda á, að
henni þyki upphafskvæði Jóhannes-
ar úr Kötlum vel fallið til sömgs
við væntanlega guðsþjónustu á há-
tíðinni, og gæti hátíðanefndin falið
einhverju tónskáldi að semja lag við
þann sálm.
Þess skal ennfremur getið að há-
tíðanefndin hefir frestað að taka af-
stöðu til tillagnanna, nema hvað hún
þegar hefir ákveðið að veita Davíð
Stefánssjmi 1. verðlaun og að senda
ljóðaflokk hans til tónskáldanna.
Þessi ákvörðun var tekin nú þegar,
vegna þess að tírai er nú orðinn svo
naumur með samning laganna og
undirbúnings söngs, og ákvörðun
mátti ekki íresta.
—Vörður.
--------x---------
Söngkennsla Björg-
vins Guðmundssonar
Deildin Frón hefir lofast til að
aðstoða Björgvin Guðmundsson við
barna-söngkennslu þá er hann hefir
haft með höndum í vetur. Það
er enginn vafi á að þessi kennsla
er eitt af þeim nauðsynjastörfum er
íslendingar hér í borg ættu að láta
sig varða. Kennslan hefir emgan
kostnað í för með sér fyrir börnin
og eru tvær æfingar á viku, önnur i
samkomusal Sambandskirkju á mánu
dagskveldum kl. 7 og hin í Jóns
Bjarnasonarskóla á laugardaginn fyr
ir hádegi, kl. 10.30. Það sem nú er
mest þörf fyrir er að börn fjölmenni
á æfingar og helzt að fleiri unglingar
mili 12 og 18 ára aldurs bætist við
í hópinn. Björgvin hefir lagt mik-
ið á sig til að koma þessu verki á
stað og er leitt ef það þarf að hætta
fyrir þá sök að islenzk foreldri í
Winnipeg kæra sig ekki um að nota
slíka kennslu fyrir börn sín. Ef
nokkur áhugi er fyrir starfinu ættu
börn og unglingar að fjölmenna á
næstu æfingar eða gefa sig fram við
umferða-kennara Fróns sem allra
fyrst, svo að sem mestur árangur
verði af kennslunni þann tima sem
eftir er vetrarins.
—Stjórnarnefnd Fróns.
--------x---------
Fréttir
(Frh. frá 1. bls.)
En síðan 1920 hefir ekki verið eftir
þessu farið, af því, að þingmenn
beggja flokka hafa Iagt meira kapp
á það að sitja fastir i stöðu sinni,
en að framfylgja stjórnarskránni.
Hefir af þessu risið sá ójöfnuður,
að sumir þimgmenn eiga færri kjós-
endur að baki sér, en 250,000, sem
er meðaltal íbúa á hvern þingmann
í Bandaríkjunum, en t. d. Los Angel-
es—Hollywood kjördæmið með 1,-
250,000 íbúum á sér aðeins einn
fulltrúa á ríkisþinginu. .
En nú er séð fyrir því að þetta
verði lagfært eftir að manntal hefir
verið tekið 1930, og er það tryggt
með samþykkt frumvarps, sem kennt
er við E. Hart Fenn, og kveftur svo
á að fulltrúafj öldi hvers ríkis neðri
málstofunnar skuli að loknu mann-
tali 1930 ákveðið á þann hátt, að
þingmannafjölda, 435, skuli deilt í
fólksfjölda Bandaríkjanna, 'og skuli
sú tala, er þá kemur út, skoðast sem
meðaltal hvers eins manns kjördæm-
is, og þingmannafjöldi hvers rikis
reiknast svo eftir því. Til dæmis: ef
eitthvert ríki hefir 8,000,000 íbúa
1930, og meðalfólksfjöldi hvers kjör
dæmis í öllu landinu verður 400,
000, þá ber að kjósa 20 fulltrúa frá
því ríki til ríkisþings.
\
gjöra þurkhreinsun samdægurs
Bæta og gjöra viö
Sími 37001 Wlnnlpegr. Man.
WONDERLAND
Laukur kemur út tárunum á flest-
um, en það er eniginn jarðargróður
til, sem kemur þér til að hlægja.
Svo segir Colleen Moore, hreyfi-
myndaleikkonan fræga. Að koma
fólki til að hlægja er hægðarleikur.
eða aðeins falið í því, að keyra hlut-
ina nógu mikið fram úr hófi. svo
að þeir verði alger fjarstæða. En
að leika reglulegt sk\ildverk, er ekki
heiglum hent. Þar dugar ekkert
nema að vera sem líkastur sjálfum
“The Fleet’s in,” sem Clara Bow
leikur aðal persónuna í, er sýndur
fyrstu þrjá dagana af næstu viku á
Wonderland, Allstaðar er lofsorði,
lokið á þá tnyncL Drengjunum af
“flotanum’’ leizt fleirum en einum
vel á Klöru, og ef ykkur fýsir að
sjá hver er hlutskarpastur, þá komiS
á Wonderland dagana sem þessi
mynd er sýnd.
Lnnpmttf.
INCORPORATED MAY 1670.
MANSFIELD DRESS 0XF0RDS
OF STURDY BRITISH CONSTRUCTION
Þessir brezku Oxfords eru úr svo ágætu
efni og með svo góðu lagi, að hvern, sem
góða skó vantar, tekur þá öllum öðrum fram.
Manfield er rétta nafnið á góðum skóm.
Þeir eru þægilegir á fæti og halda lagi
sem nýir skór eftir margra mánaða not.
Allar stærðir og víddir frá A til D.
Hudson’s Bay félagið er eini agentinn
í Vestur-Canada.
—I karlmanna skóadeildinni á neðsta gólfi H. B. C.
/