Heimskringla - 27.02.1929, Page 6

Heimskringla - 27.02.1929, Page 6
6. BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. FEBR., 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. “Hvað er þér á höndum?” spurði Ekke- hard. “Mig langar til þess að læra töfrana,” sagði Adifax feimnislega. “Hvaða töfra?’’ “Töfrana til þess að ná fjársjóðnum upp úr djúpinu.” “Þá töfra vildi ég sjálfur gjarnan þekkja,” sagði Ekkehard hlægjandi. “Ó, heilagi maður, þú þekkir þá,” kallaði drengurinn upp fyrir sig. “Átt þú ekki helgu bókina, sem þú lest úr fyrir frúna á kveld- in?” Ekkehard leit grandgæfilega framan í hann; hann var tortrygginn, minntist komu . sinnar til Hohentwiel. • “Hefir einhver sagt þér, að spyrja mig þessara spurninga?” spurði hann. “Já!” ' “Hver?” En þá fór Adifax að gráta og sagði snökt- andi: “Hadumoth!’’ Ekkehard skildi hann ekki. “Hver er Hadumoth?” •’Gæsatelpan,” sagði drengurinn með ekka. “Þetta er ekkert annað en vitleysa, sem þú ert að fara með. Haltu áfram verki þínu.” En Adifax vildi ekki fara. “Þú þarft ekki að gera þetta endur- gjaldslaust,” sagði hann, og var mikið niðri fyrir. “Eg skal sýna þér dálítið fallegt. Það eru margir faldir fjársjóðir í fjallshlíðinni. Eg veit um einn þeirra, en það er ekki sá rétti, og ég verð að finna þann rétta." Ekkehard fór að veita þessu athygli. “Sýndu mér það, sem þú átt við,” sagði hann. Adifax benti ofan hlíðina. Ekkehard fór út úr garðinum með honum og þeir héldu saman niður kastalaveginn. Þegar komið var niður í hlíðina, þar sem furuskrýdd gnýp an á Hohenstoffeln g enn lengra í hurtu Ho- henhöven blasir við, snéri Adifax út af veg- inum, og þeir ruddust í gegnum kjarr og klettabelti, sem gnæfði við himinn, grátt og kaldranalegt. Adifax beygði smáhríslur frá og reitti dá- lítið af mosa. í grásteininum, sem fjallið er aðallega úr, sást gul æð. Adifax braut dá- lítið stykki úr gula steininum, en í skorunni sem eftir var, glitruðu kristallar í öllum regn- bogans litum. Ekkehard athugaði vandlega brotið úr klettinum. Hann þekkti það ekki. Það var alls ekki dýrmætur steinn, og lærðir menn síðari tíma nefndu þetta natrolith. “Nú getur þú séð að ég veit dálítið,” sagði Adifax sigri hrósandi. “Hvað á ég að gera við þetta?’’ spurði Ekkehard. “Það veizt þú betur en ég. Þú getur látið fága það, og skreytt með því bækumar þínar. En nú ætlarðu að vera svo góður að kenna mér töfrana.” Ekkehard gat ekki að sér gert að hlægja að drenghnokkanum. “Þú ættir að verða námumaður,” sagði hann og snéri sér við til brottfarar. En Adi- fax þreif í kufl hans. “En þú verður að kenna mér nú úr bók- inni þinni.” “Hvað?” “Allra sterkustu töfrana." Gletnissvip brá fyrir á alvarlega andliti Ekkehards. “Komdu með mér,” sagði hann, “og þú skalt fá þetta, allra sterkustu töfraorðin.” Adifax gekk kátur við hlið hans og Ekke hard hafði hlægjandi upp fyrir honum hvað eftir annað orðin eftir Virgil— “Auri sacra fames, quid non mortalia cogis Pectora?”* ¥Til hvers getur þú ekki rekið mannleg hjörtu, þú illi þorsti eftir ávinning? Adifax át áfjáður upp eftir honum orðin þar til hann hafði fest þau í minni sínu. “Skrifaðu orðin,” bað hann, “svo ég geti borið þau á mér.” Ekkehard ritaði þá orðin á bókfells- ræmu, til þess að ljúka við gamanleik þenn- an, og faldi drengurinn það á brjósti sér inn undir skyrtunni. Hann var í ákafri geðs- hræringu, kyssti hvað eftir annað faldinn á kufli Ekkehards, þeyttist síðan út úr garð- inum og hentist nú áfram í stærri stökkum en fjöimestu geitinni sem hann hefði verið unt að leika eftir. “Þetta barn virðir Virgil meira en her- togafrúin gerir ,” hugsaði Ekkehard með sjálf um sér. Adifax sat nú aftur á steininum sínum um hádegið, en nú voru engin tár í augum hans. Hann hélt nú í fyrsta sinni um langan tíma á hljóðpípunni sinni og vindurinn bar tóna hennar um allan dalinn. Hadumoth heyrði hljóðið og klifraði kát til hans. “Eigum við að blása fleiri sápukúlur?” spurði hún. “Eg ætla aldrei oftar að blása sápukúsið,” sagði Adifax cg hélt áfram að að blása lag- ið sitt. Hann hætti svo, leit vandlega um- hverfis sig, hallaði sér fast að Hadumoth og hvíslaði að henni með tíndrandi augum— “Eg hefi fundið heilaga manninn. í nótt finnum við fjársjóðinn. Þú verður að koma með mér.” Hadumoth lofaði því fúslega. Vinnuhjúin höfði lokið kveldverði í hjúa- skólanum og allir stóðu nú í tveimur löngum röðum. Adifax og Hadumoth áttu sæti yzt úti við dyr, og var skylda litlu telpunnar að lesa bænina eftir máltíð yfir þessum óhrjáiega hóp. Tveir skuggar læddust út frá borðinu áður en búið var að taka af því, og fóru út um kastalahliðið. Það voru stallsystkSnin og fór Adifax fyrir. “Það verður kalt í nótt,” sagði hann við Hadumoth, og kastaði yfir hana síðhærðri geitarskinnsúlpu. Sunnanmegin, þar sem hæðin geröist brött og eins og hengiflug, hafði gamall virkisgarður verið reistur, og þar nam Adifax staðar. Var þar skjól fyrir nöprum haustvindinum. Hann rétti handlegginn há- tíðlega út fram undan sér og mælti— “Þetta hlýtur að vera staðurinn, held ég. Við verðum að bíða lengi — til miðnættis.” Hadumoth svaraði engu, og börnin sett- ust hvert við annars hlið. Tunglið var kom- ið upp og sendi flögrandi geisla sína í gegnum þokubólstra á víð og dreif. Ljós var enn í sumum gluggum kastalans; það var enn ver ið að lesa úr Virgli. Allt var kyrt og hljótt í brekkunni, nema uglan rak einstöku sinnum upp ámátlegt væl. Er löng þögn var liðin hvíslaði Hadumoth með nokkrum ugg: “Hvem ig á það að ske, Adifax?” “Eg veit það ekki,” svaraði hann. “Kann- ske einhver komi og færi okkur það, eða jörð- in opnist og við förum niður í hana, eða —’’ “Æ-æ!” sagði Hadumoth, “ég er að verða hrædd.” Nú varð aftur löng þögn. Hadumoth hallaði höfði sínn upp að öxl Adifax og féll í svefn. En drengurinn þreyttist smám sam- an á langri biðinni, néri augun ákaflega til þess að reka á braut svefnin, sem á hann sótti, og vakti stallsystur sína og sagði— “Hadumoth, nóttin er löng, viltu ekki segja mér sögu?” “Mér datt einmitt nú í hug nokkuð hræði- legt,” svaraði barnið. “Einu sinni fór mað- ur um sólaruppkomu að plægja akur sinn, og þá mætti hann gull-dverginum í eirru plógfar. inu. Og dvergurinn brosti ljúflega við hon- «m og mælti: “Taktu mig með þér. Sá, sem ekki leitar að oss, skal finna oss, en þann, sem leitar, munum vér kyrkja. Adifax, ég er svo hrædd.” Réttu mér hönd þína,” sagði Adifax, “og þá verður þú ekki hrædd.” “Ljósin í kastalanum voru öll sloknuð. Dimmur hornablástur frá varðturninum til- kynnti, að nú væri miðnætti. Adifax lagðist á kné þegar hann heyrði það, og Hadumoth hjá hnum. Drengurinn hafði tekið tréskó- inn af hægri fætinum, til þess að geta merkt dökka jörðina með berri iljinni. Hann hélt á bókfellsræmunni í hendinni og mælti nú fram með skærri röddu orðin, sem hann ekki vissi hvað þýddu— “Auri sacra fames, quid non mortalia oog- is Pectora?’ Hann hafði engu þeirra gleymt. Börnin biðu bæði á hnjánum þess, sem verða vildi, en hvorki birtist þessi dvergur né risi, né laukst jörðin upp. Stjörnurnar glitruðu í fjarska og kuldalega yfir höfði þeirra) og svalur nætur andvarinn blæs á andlit þeirra... En þó er ekki rétt að hæðast að jafn inni- legri trú og sterkri, eins og barnanna, jafnvel þótt hún flytji ekki fjöll úr stað né opinberi hulda fjársjóðu. Nú tindraði einkennilegt ljós í himinhvelf- ingunni og allt í einu skaust stjarna þvert yf- ir hvolfið og skildi á eftir sér langan feril og síðan hver af annari. “Það kemur að ofan,” hvíslaði Adifax og þrýsti Hadumoth fast að sér. “Auri sacra fames.” hrópaði hann enn einu sinni út í náttmyrkrið. Gullnar ljósrákirnar skárust hver yfir aðra, hver vígahnötturinn eft ir annan dó út, og skömmu síðar var sama friðsemdar útlitið komið á himininn og áður. Adifax horfði lengi og áfjáður umhverfis sig. Þá stóð hann hryggur á fætur. “Það er ekkert,” sagði hann og var skjálfti á röddinni. “Það hefir fallið í vatnið. Þeir unna olckur einkis. Við eigum ávalt að vera smalar.” “Fórstu rétt með töfraorðin, sem heilagi maðurinn kendi þér?” spurði Hadumoth. “Eg fór með þau eins og hann kendi mér þau.” "Þá hefir hann ekki kent þér þau réttu. Hver veit nema hann ætli sér sjálfur að finna fjársjóðinn og hafi sett net undir, þarna sem stjörnurnar féllu niður.” “Nei, því trúi ég ekki,” sagði Adifax. “Hann var góður og ljúfur á svipinn og varir hans segja ekki ósatt.” Hadumoth hugsaði sig augnablik um, en mælti svo— “Kannske hann hafi ekki þekkt réttu orð- in.” “Hvers vegna ekki?” “Vegna þess að hann hefir ekki réttan guð. Hann hefir nýja guðinn; en gömlu guð- irnir voru miklu voldugri.” Adifax lagði fÍDgurinn á varir litlu stall systurinnar. “Þey!” sagði hann. “Eg er ekki hrædd lengur,” sagði telp- an. “Eg veit um annan, sem getur kent töfra.” “Hver er það?” * Hadumoth benti á dökka hæð, sem reis beint upp af furuklæddum grunni. “Skógarkonan!’’ svaraði hún. “Skógarkonan!” hrópaði Adifax upp yfir sig. “Hún, sem olli þrumuveðrinu mikla, þegar haglið var eins stórt eins og dúfuegg, og át lávarðinn frá Hilzingen svo að hann sázt aldrei aftur?” “Já, einmitt hún. Við skulum fara og biðja hana. Líttu á! Kastalanum er lokað og við komumst ekki inn og nóttin er svo köld.” Gæsatelpan litla var orðin hugrökk og djörf. Hún vorkendi Adifax svo mikið og langaði til þess að óskir hans rættust. “Komdu nú,” hrópaði hún áfjáð. “Þú blæs í hljóðpípuna ef þú verður hræddur í > skóginum, og fuglarnir svara þér, því að það er ekki langt til dagrenningar.” Adifax andmælti nú ekki lengur, og þau stefndu í norður, gegnum þéttan, svartan furu skóginn. Bæði þekktu þau leiðina vel. Eng inn var á ferðinni. Gamall refur, sem stóð á grasbletti og var að skima eftir feitum héra, sá börnin og var ekkert ánægðari við þá sjón en þau höfðu verið að sjá stjörnuhrapið. Jafnvel refir verða fyrir vonbrigðum í þessum heimi, og þessi lagði niður skottið og laumaðist inn í runnana. Þau höfðu gengið klukkustund áð ur en þau komust að klettóttum hæðunum við Hohenkrahen. Steinkofi var hálffalinn milli trjánna. Hér námu börnin staðar. “Hundurinn fer að gelta,” hvíslaði Hadu- moTh. En þau urðu ekki vör við neinn hund og gengu að opnum dyrunum. “Skógarkonan er ekki heima,” sögðu þau hvort við annað; en eldur blakti á stórum kletti efst uppi á hæð- inni, og umhverfis hann voru dökkleitar ver- ur. Börnin iæddust því varlega upp mjóan stíginn. Fyrstu merki dagrenningar voru nú sýni- leg að baki hæðarinnar, sem lá hinumegin við vatnið. Stígurinn var mjög brattur, og nú sást ekki í eldinn vegna kletts, er slútti fram, en að baki klettsins var voldug eik. Adifax og Hadumoth færðust nú nær á fjórum fótum og gægðust yfir klettinn. Skepnu hafði ver- ið slátrað, og hausinn — hrosshaus,* sýndist þeim — hafði verið negldur á eikarbolinn. Spjótum nokkrum var stungið í jörðina um- hverfis eldinn. Beinin lágu víðsvegar og ker fyllt með blóði var skammt frá eldinum. Nokkrir menn sátu við stóran klett, sem þeir notuðu sem borð. Bjórbrúsi stór var á klettinum, og úr honum var stöðugt helt á steinskálarnar, sem drukkið var úr. Við rætur eikarinnar hnipraði kona sig saman. Með sanni mátti segja að hún hefði ekki kept um fegurð við hina dásamlegu mær Bissuln, sem svo örfaði hjarta rómverska stjórnmálamannsins Ausoniusar, þótt hann væri á sextugasta ári, að hann gleymdi tign sinni o gorkti kvæði henni til lofs.“Blámi augna hennar er sem himinbláminn og fagurt hár hennar sem rauðagull. Barn er hún barbar- anna, en að fegurð tekur hún fram leikbrúð- um Latverjanna. Sá, er mynd hennar vill mála, vqrður að dífa busta sínum í litblöndu rósar og lilju,” ritaði hann. En konan á Ho- henkrahen var gömul og guggin. Mennirnir störðu á hana. Það birti töluvert í austri. Þokunni yfir Constance-vatninu tók að létta og fyrstu geislar morgunsólarinnar náðu í fjall- tindana og lituðu þá gullna. Eldhnötturinn sjálfur hafði aðeins sést við sjóndeildarhring er konan spratt á fætur.. Mennirnir stóðu einnig upp. Hún sveiflaði knippi af meistil- teinum og grenikvíslum yfir höfði sér, deif því í blóðkerið, skvetti dropunum þrisvar sinnum í áttina til sólarinnar og þrisvar sinnum á mennina og helti síðan því, sem eftir var í kerinu, við rætur eikarinnar. Mennirnir höfðu gripið drykkjarskálar sínar, néru þeim nú þrisvar sinnum við harð- an steininn, og varð af því einkennilegt suð- andi hljóð, lyftu þeim síðan í áttina til sólar, og drukku út í einum teyg. Og nú skeltu þeir allir skálunum niður á klöppina og voru svo samtaka, að ekki heyrðist nema eitt hljóð. Því næst varpað hver maður á sig skikkju sinni og hvarf þegjandi niður hlíðina. Þetta var nótt hins fyrsta dags nóvember mánaðar. Þegar allt var orðið hljótt aftur, hættu börnin sér einu feti nær, og hélt Adifax á bókfellsræmunni í hendinni. En kerlingin þref logandi brand úr bálinu og hélt á móti þeim ylgd á brún. Börnin snérn undan og flýðu sem fætur tóku niður brekkuna. 9. KAPÍTULI Skógarkonan Adifax og Hadumoth voru komin aftur til kastalans. Þeirra hafði ekki verið saknað og þau sögðu engum frá því, er fyrir þau hafði borið um nóttina, og töluðu jafnvel ekki ium það innbyrðis. Adifax hafði um margt að hugsa. Hann tók að vanrækja geitnagæzluna og að lokum fór svo, að hann missti eina geitina út í lágar hæðirnar á bökkum Rínar, þar sem hún rennur úr Constance-vatninu. Þangað varð hann að leita og kom aftur með stroku • geitina, eftir heils dags leit. Hadumotli fagn- aði honum vel og þótti undur vænt um að hann skyldi hafa verið svona heppinn að kom- ast hjá barsmíð. • En nú kom veturinn og skepnurnar voru hirtar í húsum sínum. Einn daginn sátu börn in ein við eldinn í skála hjúanna. “Ertu enn að hugsa um fjársjóðinn og töfrana?” spurði Hadumoth. Adifax dró sig nær henni. ‘Heilagi maðurinn hefir réttan guð,” mælti hann. “Hvernig veistu það?” spurði Hadumoth. Adifax stóð upp og gekk að byrginu, sem hann svaf í. í hálminum hafði hann falið allskonar steina. Hann tók einn þeirra og kom með hann. “Líttu á,” sagði hann. Þetta var grár gljásteinn, en í honum mátti greinilega sjá myndina af fiski, höfuð,ugg ar og hryggur Ijóslega markaður. “Þetta fann ég við rætur Schiener-fjallsins, þegar ég var að leita að geitinni. Það hlýtur að hafa borist með flóðinu mikla, sem að fað- ir Vincentius prédikaði eitt sinn um. Og þetta flóð sendi drottin himinsins og jarðar- innar yfir allan heiminn þegar Nói smíðaði stóra skipið. En um þetta veit skógarkonan ekkert.’” *Hrossum var fórnað guðum hinna heiðnu Tevtóna, kjötið átu fornfærendur en liausinn negldu á tré eða vegg í húsi. Sagnaritarinn Tacitus segir svo frá, að er Cæsina kom og leit yfir vígvöllinn í Teutoburgerskógi, þar sem Varus beið ósigur, þá sá hann að hesfcum Róm- verjanna, er Þjóðverjar höfðú tekið til fanga, hafði verið slátrað og hausarnir negldir á trjástofnana.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.