Heimskringla - 20.03.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.03.1929, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. MARZ, 1929 Blað ór dagbók i. Dagurinn rann upp heiður og hlýr, og hélst þannig til kvelds. Svell- rimarnir, er þíðviðrin undanfarna daga höfðu skilið eftir, runnu sundur i sólbráði. Varð fljótt vott og gususamt á götum úti; bagalegt að vera skóhlífalaus; ljósir kjólar og holdlitaðir sokkar í stöðugri hættu frá aurgusum, er hraðskreiðar bif- reiðar sendu frá sér langar leiðir. Vorilmur í loftinu. Það var siðastliðinn lokadag febr- úarmánaðar. Vekjaraklukkan, vægð arlaus gall við kl. 7 að morgni. A fætur! Arbítur étinn í skyndi, og lagt af stað áleiðis til Evanston, 111. Við vorum fimm námsmenn frá Meadville-skólanum, þar á meðal all- ir Islendingarnir. Evanston á að heita borg út af fyrir sig, en er i rauninni víðáttumikill hluti -Chi- cagoborgar, er teygir sig fagurlega norður eftir strönd Michigan-vatns- ins. Eftir nálega 2 kl. flýtisferð, fyrst í bifreið, þá i pallvagni (ele- vated railwayý náðum við áfanga- staðntlm, — Garett’s Biblical Insti- tute, sem er orðlagður guðfræðis- skóli Meþódista. Hafði hann boðið til sín Fimta Ársþingi Stúdentasam- ■bands Guðfræðiskóla. (Inter-Semi- nary Student Union). Þetta sam- band nær yfir vesturhluta Miðríkj- anna og er grein allsherjar sambands um öll Bandaríkin. Veit ég ekki betur en að í þessu sambandi séu allir Guðfræðiskólar, er nöfnum nefnast, — að undanteknum auðvit- að kaþólskum—;lúterstrúarmenn, evl angelistar, meþódistar, presbyterar, anglicbnar, congregationalistar, ad- ventistar, baptistar, unitarar, versalistar, o. s. frv. uni- What will you be doing one year from today? [ \ A course at the Dominion Business College will equip you for a well paid position and prepare you for rapid promotion. Enroll Monday DAY The “Dominion” and its branches are equipped to render a complete service in busi- ness education. BRANCHES l ELMWOOD 210 Hespeler Ave. ST. JAMES 1751 Portage Ave. AND EVENING CLASSES Þetta ársþing fór fram í veglegri meþódistakirkju: “The First Epis- copal Methodist Church.’’ Um 500 stúdentar sóttu þingið — eftir því sem ég gat nánast ætlað á. Umræðu- efni þingsins hafði verið valið: “Áhrifapresturinn” (The Effective Minister). Þing var þegar sett er okkur bar að garði. Fyrsti fyrirlesarinn var rétt að stiga í stólinn, presbytera- presturinn R. E. Vale, frá Oak Park, 111. Hár, skarpleitur miðaldramað- ur, raddskær og einbeittur. , “Trúar- legt einkalif áhrifaprestsins” var um- ræðuefni hans. Tók hann ýms dæmi þess, að mikilhæfum klerkum hefði förlast starfið, er á leið, fyrir van- rækslu á sínu eigin andlega lífi, og misnotkun lýðhyllinnar. La'gði ræðumaður 'greinilega áherzlu á Krist krossfestan sVo sem lausn alls vanda og afl alls siðgæðis. Ræðan var sérlega áheyrileg; flutti ýms leið- beinandi sannindi, sem þörf er á að endurtaka sem oftast; fór hinsvegar naumast inn á nýjar brautir. og þó þróttmikil ræðumaður; læddi út úr sér smáhæðilegum athu'gasemd um um fánýti og flónskusyndir kirkjuklofningsins ' (denominational- ism). Fanst mér klerkur þessi hafa mest að segja þeirra allra, enda efni hans í beinustu samræmi við megin- tilgang Sambandsins og Þingsins. Séra Cox sýndi fram á 'hvernig menn bindu trygðir við ýmsa flokka. og veldu þeim hin og þessi virðing- arnöfn eins og “hreyfingin,” “stefn- an” og einkum "bræðralagiðog bak við þessi “virðulegheit” tækist þeim svo að fela öfgar og yfirsjón- ir sínar og flokks síns. Nú væri mannfélagið að leita sam- ræmis og einingar á öllum sviðum — alþjóðlegrar einingar á sviðum hag- fræði, vísinda, mentunar, uppeldis og heilbrigði, o. fl. Skylda kirkjunnar væri að veita þessari stefnu afl og göfgi, en til þess þyrfti hún fyrst að standa sameinuð sjálf. Heiðin’gjatrúboð kirkjunnar nú í dögum væri að verða henni lærdóms ríkt. Þjóðernislegur einingarandi væri að gagntaka austrænu þjóðirn- | ar. Yfirleitt hefðu þær litla lyst á Næst talaði Von Ogden Vogt, | kröfukenningum vestrænu guðfræð- prestur Fyrstu Unitarakirkjunn|ar i | innar'. vist væri um það, að trú- Chicago. Sú kirkja er hér beint fræðilega Skæklatogið á milli kirkju- á móti skólaibúð vorri — hinumeg- in götunnar. Séra Vogt er sérkenni- legur maður; hefir að sögn, eins og flestir klerkar, ntisjöfn áhrif á áheyr- ' þjóöa. endur sina; fylgist vel með táknum tímanna í heimi lista, vísinda og trú- arbra'gða; mun teljast til “húman- ista,” sem að mínu viti eru mætir deildanna sjálfra gæti ekki viðgeng- ist lertrur. Það lægi svo bert fyrir gagnrýni hinna gáfuðu, vakandi Yfirleitt væru kirkjudeildirnar að vakna til nýs og glöggari skilnings á hlutverki sínu á jörðu hér. Ekki , r , x. væri það svo mjög, síst eingöngu, sem menn. en torskildir sem forverðir | r J það, a.ð tryggja einstakl- trúarbragða. Eigi að síður hefir það nauniast verið reynsla min, að ,nþ,n,in ég hafi grætt á þvi, að sækja messur langleiðis, i stað þess að skreppa yfir götuna og hlusta á séra Vogt. i Dominion Business Gollege i QheMall. WlNNlPEG. | T1Í ‘<WHITE SEAL’ Bruggað af æfðustu bruggurum úr úrvals malti og humli. — Eins og bjórinn sem þú varst vanur að drekka. BEZTI BJÓR f KANADA TIL HEIMILISNOTA A JOLUNUM Fluttur beint til leyfishafa gegn pöntun Biðjið um hann á bjórstofunum Sími 81 178,-8 170 KIEWEL BRE\V ÍNG CO.,LTD. St Boniface, Man Stofnað 1882. Löggilt 1914. j D.D. Wood& Sons, Ltd. í KOLA KAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni á viðskiftin SOURIS—DRUMHELLER FOOTHILLS, SAUNDERS CREEK POCAHONTAS, STEINKOL, KOPPERS, SOLWAY EÐA FORD KÓK ALLAR TEGUNDIR ELDIVIÐAR. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington Str. Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljis Umtalsefni hans var “Oþinberar guðsþjónustur og áhrifapresturinn.” Lagði hann áherzlu á tvennt sem nauðsynleg atriði hverrar guðsþjón- ustu smárrar eða stórrar: 1. Hið dulrœna, eða þuðsamfélagið ("The Mystica! Apprehension of the MoSt Higli”) og 2. Hið huc/lccya, — íhug- un, upprifjun, ("The Recollective Contact”). Taldi hann bæn og sálmasöng einkuni lúta að hinu fyrra; víxllestur og ávarp, eða prédikun, einkum að því síðara, — þótt allt gripi þetta að nokkru hvað inn í annað. Ekki virtist ræðumaður hafa orðið fyrir neinum áhrifum frá vini vorum, V. Jóhannessyni. Hann t. d. vítti harðlega þá nýungu, er innleidd hefir verið í glænýja og glæsilega tveggja-miljóna bænhúsinu (Chapel), er Rockefeller gaf háskól- anum hér fullbygt í haust — að setja upp hljómleik, eftir fyllstu kúnstar- innar röglum í stað kveldbæna (ves- per). Rétt eins gott væri þá að skjótast í hljómlistarhallirnar eða leikhúsin. Bænlaust, sálmalaust, á- varpslaust “music-programme” væri engin messugerð. — — Góður miðdegisverður var fram- reiddur í samkvæmissölum kirkjunn- ar. Glatt var á hjalla. Engin mis- klíð. enginn vottur tortryggni né “ills auga.” Allir sem hjörð úr I einu byrgi (Jóh. 10.). Og þarna hittumst við allir íslenzk u guðfræðinemarnir, er ég minntist á í "Kveðju’’-grein minni í haust, (að undanskildum Wilhelm Anderson, sem ekki stundar náin þennan árs- fjórðungj: E'gill Fáfnis og Erling- ur Ölafsson frá lúterska skólanum í Miaywood; Guðmundur B. Guð- mundsson, Philip Pétursson, Guðrnundur Gúðjónsson og undirritaður, frá únitaraskólanum, — og svo sjálfur húsbóndinn á heim ilinu, Svein-björn ölafsson, er lifir og hrærist og les þarna í þessu fagra mentasetri meþódistanna, rétt á vatns bakkanum. Við vorum búnir að á- kveða að nota tækifærið til þess, að láta taka af okkur mynd, svo sem “Félagi Islenzkra Guðfræðinema.” En þegar til kom þoldi félagssjóður ekki ósvífnar fjárkröfur Ijósmyndar ans. Það var nú slæmt.--------- Eftir hádegið talaði Gilbert S. Cox, meþódista prestur, hér í borg, um: “Áhrifapresturinn og eining kristinnar kirkju.’’ Kýminn nokkuð, skemtilegan 1óð- arblett á sólvöngum annarlegra til- verustiga — heldur hitt, að beita séi fyrir þjóðfélagsle'gu réttlæti; láta Guðsvilja verða svo á jörðtt, sem á himnum; taka með öllu rnóti, óbeint og verklega, þátt í endurnýjun óg umbætingu þjóðskipulagsins. Gagn- vart þessu verkefni stæði kirkjan ráðþrota og sek án sameinaðra krafta. Innan og utan kirkjunnar, bæri mjög á og færi jafnvel vaxandi, ó- trú á áhri fagildi, og, þess vegna, til- verurétti hennar. Feiknahörð gagn rýni kæmi víðsvegar að. I gamla daga hefðu Meþódistarnir haft býsna gott lag á því, að verða fyrstir til trúarlegrar þjónusju í nýbýlahéruð- unum; leggja svo undir sig héraðið og ráða þar að mestu einir. Þeir glæsilegu dagar væru taldir. I hverju smáhéraði, smábæ, væru nú orðið 4 —6 kirkjur, er streyttust á um holl- ustu og gjaldþol umhverfisins, og gerðu hver annari lífið leitt, fjár- hagslega og áhrifalega. Þetta kal]- aði ræðumaðúr ekki aðeins syndsam- legt, heldur glæpsamlegt. (Shame! Crime! Dánger!) — Óþægilega eft- irtektavert væri það, að flestar ein- beittustu bardagahetjur og brautryðj endur þjóðmálanna stæðu utan kirkj- unnar, og sumir hæfustu siðfræðing- arnir gengu alveg fram hjá henni í tillögum sínuni uni siðbætur.* *Hvað snertir þessar fullyrðingar ræðumannsins um gagnrýni á kirkj- unni, vil ég gera þessa athugasemd: Sú gagnrvni er vitanlega aldagöm- ul *en alls ekkert siðustu tíma — fyrirbrigði. N^'ungar í vísinduni og viðhorfum kunna þó að blása nýju lifi í gamla gagnrýni, er'' molnað hafði undir tímans tönn. Kirkjulaus- ir og trúlausir siðfræðingar eru oft- sinnis þeir menn í heimi hér, sein átakanlegast bera vitni um ófróðleik hins sérfróða (ignorance of the ex- pert). Mikið af ádeilunni á kirkj- una var, og er, ekkert annað en hæg- tækasta hjal ábyrgðarleysingjans, sem digurbarklega talar úr þægilegu vigi hlutleysisins. Amiel hinn franski segir í sinni frægu bók “Journals”: “An error is more dangerous in pro- portion to the degree of truth which it containV’ sem er svo að kalla orð- rétt þýtt með þessum vísuhelming St. G. Stephanssonar: “Hálfsannleikur einatt er óhrekjandi lýgi”------ Það eitt að kirkjan er gagn|rýnd, og það af miklum og sérfróðum mönnum afsannar ekki áhrifagildi hennar né tilverurétt. Og sjálfsagt Fishermen’s Supplies Limited, Winnipeg Umboðsmenn fyrir— Tanglefin Fiskinet, tilbúin af Nationa! Net and Twine Co. Brownie kaðla og tvinna. Vér höfum í Winnipeg birðir af:— Tanglefin fiskinetjuni, með lögákveðinni möskvastærð. Maitre kaðla og tvinna. , > Kork og blý. Togleður. fatnað. Komið og sjáið oss þegar þér komið til Winnipeg, eða skrifið oss og vér skulum senda yður verðlista og sýnishorn. FISHERMEN’S SUPPLIES, LTD. 401 Confederation Life Bldg., Winnipeg Sími 28 071 ==^ i Þá veík ræðuniaður áð Ijónum örð- ugleikanna á vegi kirkjulegrar ein- ingar. Þjióðrembingur og kirkju - legt flokksfylgi lifðu að miklu leyti á sömu mannle'gu hvötunum. Meðan annað væri við líði, yrði hinu naum- ast á kné komið. Markið væri ekki auðsótt. Gott væri að gera sér strax grein fyrir því mikla sprengiefni, er sigra yrði í sambandi við ættjarðar- sögur, kirkjusögur, flokkssögur, helgi dóma, helgisiði, erfðahugsanir, erfða- venjur, fylgisöflun, o. s. frv. Alda- gamlir múrar .einræningsháttar og staðbundinnar hollustu væru ekki auðfærðir út, þótt nýir tíniar, nýtt mannfélagsviðhorf virtist gera þá útfærslu að hrópandi nauðsyn. — Skapa yrði fyrst það, er ræðumaður. lagði mikla áherzlu á, og kallaði “Sacrificial Social-mindedness,” eða “fórnfúsa félagshugð.” Mönnum yrði að lærast að fórna sínum smærri hugðum, hversu réttmætar sem þær væru í sjálfu sér, vegna hinna s’ærri og brýnni velferðarhugða. I þessu sambandi dettur mér í hug eitt af því er séra F. R. Lewis, prestur únitara í Beverley, Mass., sagði í ræðu er hann flutti liér að Meadville, ekki alls fyrir löngu: “Jesús var góður sonur. En hann hefði getað verið miklu betri sonur með því að láta að óskum móður sinnar og systkina; vera kyr heima í Nazareth; leggja ekki sjálfan sig í hættu; gerast vitur fyrirmyndar tré- smiður bæjarins, og blessa og gleðja ástvini sína með návist sinni. Vit- anlega hefði honum sjálfum verið það ljúfast og léttast. En, sjá, hann fórnar þessari persónulegu hugð, á altari mannfélagshugðarinn- ar! (sbr. Mark. 3, 31—35).” Vonlaust mun vera um velferðarmál mannlífsins, ef síngirnin og sérhyggj an — svo margt sem má þó segja hefir ræðumanni, sem þjóni kirkj- unnar, verið það ljóst. Að gagn- rýnin, hinsvegar, ætti að verða kirkj- unni lærdómsrík, efla hana og göfga. er hafið yfir allan efa. þeim til réttlætingar — halda áfram að ráða mestu um framkomu mann- anna. A meginreglu félagsskapar og samvinnu byggist heillavonin. Menn verða því að skóla félagslyndi sitt, smátt og smátt, unz þeir eru orðn ir þroskaðir félagsmenn. Fyrir því er líka afstaða einræninganna, út- úrskotsmannanna ávalt dálítið var- hugaverð og tortryggileg, hversu skarpleg og vel úti látin sem gagn- rýni þeirra kann að vera félagsvið- leitni annara manna, er vilja vel, þótt þeir megni miður.------ Ekki hlýðir að dvelja mikið leng- ur við erindi séra Cox. Á það má þó minnast að — sú kirkjulega ein- ing, er hann taldi fyrst mega stefna að, yrði eitthvað í líkingu við þjóð- bandalagið. Síðar væri þá hægt að gera sér vonir um innri einingu eða samruna deildanna (organic unity). Einingarvegsummerkin helztu, er þegar væri farið að bera á, væru þessi: Menn væru yfirleitt betur sammála en áður um það frumatriði, hvað það er, að vera — kristinn mað- ur. Menningarleg (cultural) eining væri að aukast. Siðfræðileg (ethi- cal) einin'g: hefði ávalt verið furðu- lega mikil þrátt fyrir sundurleitu trú- arkenningarnar. I ýmsum alþjóð- legum stórmálum færi hún vaxandi, til dæmis gagnvart hernaði. Engin tilviljun væri það, að hernaðarbubb- Bakverkir eru elnkenni nýrnasjúkdóiro. GIN PILLS lœkna þá fljótt, vegna þess atJ þœr verka beint, en þó mildllega, á oýrun — og græbandi og styrkjandi. 50c askjan hjá öllum lyfsölum. 182 ÞJER SEM NOTIÐ TÍMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Blrgðir: Henry Ave. East Phene: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.