Heimskringla - 20.03.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.03.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. MARZ, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Hertogafrúin hörfaði til baka, gjörsam- lega agndofa af undrun, og glampinn í aug- um hennar var því líkastur, sem hún hefði löngun til þess að hrinda munkinum ofan í djúpið fyrir neðan. “Ekkehard!’’ mælti hún, “þú ert barn — eða fífl!’’ Hún snéri sér við og gekk ofan hlíðina með snöggum og þóttamiklum skrefum, steig á bak hesti sínum og reið svo ofsahratt aftur til Hohentwiel að nærri lá, að fylgdarsveinn- inn missti sjónar af henni. Ekkehard skildi ekkert í atburðinum. Hann strauk hendinni um brá sína í fullkom- inni undrun, eins og hann væri að strjúka burtu mistur, og hélt síðan hægt heim í kast- alann. En um nóttina er hann sat í turnherberg inu sínu og hugsaði í næturkyrðinni um at- burði dagsins, sá hann glampa í fjarska. Hann gætti betur að og ,sá þá eldsloga innan um furutrén á Hohenkraen. Skógarkonan hafði heimsótt í síðasta. sinni væntanlegt bænahús St. Heiðveigar. -------------x------------- 10. Kapítuli JÓL Þykkjan, sem sezt hafði að í huga her- togafrúarinnar þetta kvöld á Hohenkraen, hvarf ekki í marga daga á eftir. Það er ekki svo auðvelt að afsaka falska hljóma — ekki síst fyrir þá, sem sjálfir hafa valdið þeim. Og Heiðveig hertogafrú sat nú í marga daga inni í dyngju sinni og í mjög lélegu skapi. Virgil og málfræðin fengu að eiga sig, og hún gerði að gamni sínu við Praxedis og gabbaðist að skólakennurum í Konstntínópel, og virtist nú þykja það glens betur viðeigandi en áður. Ekkehard spurði hvort hann ætti ekki að hald- a áfram kenslustundum sínum, en hertoga- frúin afsakaði sig. “Eg hefi höfuðverk”, sagði húp, jðg Ekkehard lét í ljós samúð sína og fanst líklegt að hráslaginn í haustveðrinu ylli þessu. Hann kom oft á dag til þess að grenslast eftir heilsu húsmóðurinnar, og hertogafrúin gat ekki varist að láta sér þykja til um um- hyggju hans. “Hvernig er hægt að gera sér grein fyrir því”, sagði hún við Praxedis, “að svo mikils meira skuli geta verið vert um mann, en ytri háttsemi hans og framkoma sýna?” “Það stafar af skorti á tilfinningu fyrir þokka”, svaraði gríska stúlkan. ‘‘Mér hefir oft virst þessu öfugt farið í öðrum löndum, en hér virðist fólk vera of latt til þess að láta insta eðli sitt brjótast út í ytri hreyfingum og háttsemi. Eg geri það - en þeir! þeir vilja heldur hugsa en sýna í verkum, og þeir halda að allur heimurinn hljóti að geta lesið á enn- um þeirra það, sem er að gerast fyrír innan-í hugskotinu.” “En annars erum við yfirleitt iðjusöm”, sagði frú Heiðveig með sjálfsánægju. ‘‘Vísundarnir starfa líka allan daginn", var rétt komið fram á varir Praxedis, en hún lét sér nægja í þetta sinn með það eitt, áð hugsa það. * En annars var Ekkehard í mjög rólegu skapi og ánægður. Honum kom aldrei til hug- ar, að hann hefði svarað heftogafrúnni á o- viðeigandi hátt. Hann hafði í raun og veru verið að hugsa um þennan stað í Ritningunni og gat ekki áttað sig á, að það væri ekki æfin- lega sem hentugast að vitna í biblíuna, er svara skildi vingjarnlegu viðmóti- Hann virti hertogafrúna, en ðllu fremur sem tákn þess, sem háleift er, en sem konu . Honum liafði a'.drei hugkvæmst, að háleitar verur krefjast tilbeiðslu, og enn sfður hafði honum komið til hugar, að hin liáleitasta persóna getur stundum metið mikils ást þeirra, sem henni eru mikið lægri. Hann þóttist skynja, að hertogafrúin væri að vísu ekki í sem allra beztu skapi, en hann huggaði sig við þá al- meunu niðurstöðu, aó örðugra væn að vera daglega samvistum við hertogafrú en við bræðurna í St. Benedikts. Hann eyddi tím- anum við lestur Pálsbréfanna, er hann hafði fundið í bókum Vincentiusar. Spazzo gekk fram hjá honum með enn meiri lítilsvirðingar- svip en venja var til. Heiðveig hertogafrú komst að þeirri nið- urstöðu, að bezt myndi fara á því að hverfa aftur til þess ástands, sem áður hafði verið. "Það var vissulega fögur útsjón, sem við höfðum á Hohenkrahen þarna um kveldið, er við horfðum yfir til Alpanna,’’ sagðj hún dag einn við Ekkehard. “Þekkir þú veðramerkin hér á Hohentwiel? Þegar Alparnir sýnast mjög skýrir nálægt, þá er veðrabreytingin í loftinu. Við höfum haft leiðindaveður síð- an þann dag. Við skulum byrja á Virgli aft ur.” Ekkehard sótti með mikilli ánægju Virgil sinn í þunga málmbandinu, og þau héldu á- fram náminu. Hann las og þýddi fyrir þær aðra Æneid-kviðuna, um fall Tróúuborgar, um viðarhestinn og slægð Sinonns, og hin hræðilegu afdrif Laocons. Þá las hann um bardagann á náttarþeli, örlög Cassandras, dauða Priasar og flóttann. Heiðveig hertogafrú hlustaði sýnilega með miklum áhuga á þessa hrífandi sögu. En ekki var hún alveg ánægð með hvarf Kreusar, eiginkonu Æneasar. “Hann hefði ekki þurft að skýra Dido drotningu frá þessu í svona löngu máli,” mælti hún, “því að ég efast um, að lifandi kon- an hafi látið sig skifta miklu þessa löngu leit að þeirri, sem týnst hafði. Því, sem liðið er, er lokið.” Og nú færðist veturinn yfir landið. Him- ininn var drungalegur og dimmur, þoka huldi fjarlægar hæðir. Fjallatindamir, sem næstir voru, færðu sig í snjómöttla sína, og brátt fór dalur og slétta að dæmum þeirra. Ising fest- ist á bjálkunum uppi undir rjáfrinu, og átti að fá að vera þar í friði mánuðum samian. Gamla linditréð í hallargarðinum hafði farið að eins og forsjáll maður, sem selur Gyðingi í hehd- ur fötin sín, og hafði hrist a fsér visin laufin handa vindinum að leika séb að. Stórir haugar höfðu safnast saman og andvarinn feykt þeim í burtu. Krúnkandi krákur voru komnar úr skógunum umhverfis og sátu á greinum og biðu þess að beini væri fleygt út úr eldhúsinu. Einn daginn sást einn af þess um dökku bræðrum eiga erfitt með að flug- ið, eins og eitthvað væri að vængnum á hon- um. Ekkehard átti af tilviljun leið um hall- argarðinn, en krákur flaug gargandi burt, er hann kom auga á hann. Hann hafði einu sinni áður á æfi sinni séð munkakufl, og end- urminningarnar voru ekki skemtilegar. Vetrarnætur eru langar og dimmar. Við og við glóðu norðurljósin og leiftruðu á himn- inum. En bjartara en norðurljósin skín í hjarta mannsins minningin um nóttina, er englar stigu niður til fjárhirðanna, er sátu yf- ir hjörð sinni, og færðu gleðitíðindin: Dýrð Guði í upphæðum og friður á jörðu og vel- þóknan meðal mannanna. Á Hohentwiel var mikið um undirbúning fyrir jólin og viðbúnaöur um vinsamlegar gjafir. Árið er langt, og margir þeir dagar, er fólkið hefir tækifæri til að sýna hvert öðru smávegis greiðvikni og góðvild; en germönsk- um huga er %vo háttað, að hann þarf sérstak- an dag til þeirra hluta, og fyrir því urðu þær þjóðir fyrstar til þess að hefja siðinn að gefa jólagjafir. Góðsamur hugur hefir sín eigin lög að fara eftir. Heiðveig hertogafrú lét málfræðisnámið því nær algerlega á hilluna um þetta leyti; í skálum kvennanna var mikið unnið að saum- skap og hannyrðum, og hnyklar með gullnum þræði og dökkar silkipjötlur lágu víðsvegar. Eitt sinn er Ekkehard kom þar inn að óvör- um, hljóp Praxedis í veg fyrir hann og rak hann út aftur, en hertogafrúin flýtti sér að fela einhvern saumaskap í körfu. “Forvitni Ekkehards var vakin og hann komst að þeirri frekar eðlilegu niðurstöðu, að verið væri að undirbúa gjöf handa sér. Hanrt hugsaði um það, hvernig hann gæti launað velvildina, og hann ákvað með sjálfum sér, að beita öllum sínum lærdómi og snild við það verk. Hann sendi þess vegna boð til Fol- kards, vinar síns og kennara í St. Gall, og bað hann að senda sér bókfell og liti ásamt pensl um og dýrmætu bleki. Folkard gerði eins og hann var beðinn um, og margar nætur á eftir sat Ekkehard í klefa sínum og hugsaði djúpt um smíði kvæðis á latínu, sem tileinka átti hertogafrúnni og votta henni viðeigandi holl- ustu. En það var ekki eins auðvelt verk og hann hafði búist við. En tilraunin var á þá leið, að hann byrj- aði á sköpun heimsins og ætlaði sér að stikla á stórviðburðum, þar til kæmi að ríkisstjórn hertogafrúarinnar í Svabíu. En hann var ekki kominn lengra en að Davíð konungi eftir að hann hafði ritað nokkur hundruð vísuorð, og með sama framhaldi var iíklegt að kvæðinu yrði lokið fyrir jól þremlur árum síðar. Næst hugkvæmdist honum að skýra frá öllum konum, sem sökum fegurðar eða valda hefðu sett mark sitt á heiminn, byrja með Semiramis drottningu og minnast á Amasons- meyjarnar, hina hugp^úðu Judit og Saplpó, hið unaðslega skáld; en honum til mikillar armæðu uppgötvaði hann, að er penni hans yrði kominn að hertogafrúnni, þá myndi vera gjörsamlega ógerningul' að finna orð til þess að dásama hana með. Hann varð þess vegna mjög hnugginn og í miklum vanda. ‘‘Hefir þú gleypt kongdló, þú perla meðal prófessora?’’ spurði Praxedis hann eitt sinn er hún mætti honum með þennan armæðu- svip. "Þú hendir gaman að mér,” sagði Ekke- hard raunamæddur — og sagði henni svo und- ir þagnareið, hvað að væri. Praxedis gat ekki að sér gert að hlægja. ‘‘Eg sver það við þrjátíu og sex þúsund bindi bókasafnsins í Konstantínópel,” sagði hún, “að þú ætlar þér að fella heilan skóg, þegar ekki er þörf á öðru en fáeinum blóm- um í blómvönd. Hvers .vegna ritar þú ekki eitthvað einfalt, lærdómslaust og fallegt, eins og elskan þín hann Virgil hefir gert?” og hljóp svo leið sína. Ekkehard hélt aftur til herbergis síns. “Eins og Virgil!” hugsaði hann með sjálfum sér, en í Æneasarkviðunum var ekkert þessu líkt. Hann las nokkur kvæði, og var að velta þeim fyrir sér, þegar snildarhugsun skaut upp í huga hans. “Nú veit ég það!” hrópaði hann. “Hið elskulega skáld skal votta henni hollustu sína!” Hann tók sér penna í hönd og skrifaði kvæðið niður, eins og Virgil hefði birtst hon um í einmanalegum klefanum, látið í ljós gleði sína yfir því, að söngvar hans skyldu enn lifa í Þýzkalandi, og vottað þakklæti sitt hinni tignu frú, sem varið hefði tíma sínum til þess að kynnast þeim. Hann hafði lokið við er- indin á fáeinum mínútum. Nú var næst að athuga í hvaða formi kvæðisgjöfin skyldi framborin. Ekkehard langaði til þess að rita það á bókfell og skreyta með fagurri málningu, og hann hugsaði sér gaumgæfilega hvernig myndinni skyldi hátt- að. Hertogafrúin sat í hásæti níeð kórónu og veldissprota; Virgil hneigði sig fyrir fram an hana, klæddur í hvíta skikkju og með lár- viðarsveig um ennið; á hægri hönd honum stóð Ekkehard, auðmjúkur á svipinn, eins og lærisveini sómdi, og sýndi henni á sama hátt vott, virðingar sinnar. Hann fór nákvæmlega eftír ströngum reglum hins ágæta Folkards, og teiknaði fyrst uppkast að myndinni. Hann hafði e'tt sinn séð mynd í sálmabók í klaustrinu, þar sem æskumaðurinn Davíð stóð frammi fyrir Abi- melek konungi. Hann neitaði því persón urnar á líka lund og þar hafði verið gert. Hertogafrúin var stærri en Virgil, svo að nam þykt tveggja fingra, og Ekkehard á myndinni var töluvert styttri en heiðna skáldið. List, sem er nýfædd, sýnir tign og mikilleik á ytn hátt, er hana skortir önrtur tæki. Honum tókst þolanlega með myndina á Virgli, því að St. Gall klaustrið hafði ávalt haldið fast við aðferð gömlu meistaranna og teiknað búnað og menn á einn og sama við- urkenda hátt. Honum heppnaðist einnig með myndina af sér sjálfum, það er að segja, hann neitaði rnynd af krúnurökuðum manni í munkaklæðum. En hann var í hræðilegum vanda staddur með að sýna drotningarlegan vöxt kvenmanns, því kvenmannsmynd, jafvnel heilagrar móðir Maríu, hafði aldrei fengið að komast í listasafn klaustursins. Hann mundi vel eftir inyndunum af Dav- íð og Abimelek, en þær komu hér að engu haldi, því að skikkjur þeirra náðu ekki nema ofan að kné, og hann vissi ekki hvernig hann átti að halda fellingunum áfram. Svo nú sóttu áhyggjurnar aftur ákaft á hann. ‘‘Hvað er nú að?” spurði Praxedis einn daginn. ‘‘Kvæðinu er lokið,” sagði Ekkehard. “en það vantar annað.” “Hvað getur það verið?” “Flg þarf að fá vitneskju um, hvernig klæði kvenmanns falla að fögrum limum henn ar,” svaraði Ekkehard dapur í bragði. “Þú ert hvorki mieira né minna en ósæmi- iegur í tali, dygðablómið þitt,” sagði Praxedis ávítandi. Ekkehard útskýrði vandkvæði sín ná- kvæmar, og þá hreyfði gríska stúlkan sig til, eins og hún ætlaði sér að lyfta upp á honum aujgnalokunum. “Lúktu upp augunum!” sagði hún, “og líttu umhverfis þig.” Ráðið var einfalt, en þó var það þeim nýtt, sem fengið hafði leikni sína einungis við einmanalegt nám í klefa sínum. Ekke- hard athugaði ráðgjafa sinn lengi og vand- lega. ‘‘Það gagnar mér ekki," mælti hann. ‘‘Þú ert ekki í drotningarskikkju.” Gríska stúlkan sá aumur á hinum dapra listamanni. “Bíddu,” sagði hún, “hertogafrúin er niðri í garðinum. Eg skal varpa yfir mig há- sætisskikkju hennar og það ætti að leiða þig í allan sannleika.” Hún skaust burtu og kom fáum mínútum síðar með þunga purpuraskikkjuna, faldaða gullfaldi, á herðunum. Hún gekk hægt og tignarlega um herbergið, og greip ljósastiku af borðinu. Með þetta sem veldissprota gekk hún fram fyrir munkinn, og bar höfuðið hátt. Ekkehard hafði tekið fram bókfell og ritblý. “Snú þér lítið eiþt að Ijósinu,” sagði hann ákafur og tók þegar að keppast við að teikna myndina. Og f hvert skifti, sem hann leit á hina fögru fyrirmynd, horfði hún á hann glampandi augum. En Praxedis varð litið út um gluggann, er drættir Ekkehards tóku að gerast hægari, og hóf skyndilega máls í upp. gerðar róm: “Með því að keppinautur vor um ríkis- völdin er í þann veginn að fara úr kastala- garðinum og hætta er á að hann komi oss að óvörum, þá skipum vér svo fyrir, að viðlögðu lífi yðar, að þér ljúkið við uppkastið áður en augnablik er liðið.” ‘‘Þakka þér fyrir,” mælti Ekkehard og lagði frá sér ritblýið. Praxedis gekk nær til þess að líta á verk hans. "Hvílík sviksemi!” hrópaði hún. ‘‘Það er ekkert höfuð á myndinni!” “Eg þurfti ekkert annað en fellingarn- ar,” svaraði Ekkehard. “Þú hefir látið gæfu þína ganga þér úr greipum,” hélt Praxedis áfram í sama gam- anrómnum. ‘‘Hefðir þú teiknað andlitið sam vizkusamlega, hver veit nema vér hefðum þá gert þig að patríark í Konstantínópel, sem vott vorrar konunglegu velþóknunar.” ‘‘Fótatak heyrðist fyrir utan og Praxedis brá af sér skikkjunni og lagði hana yíir hand- legg sér, rétt í því að hertogafrúin kom inn í herbergið. ‘‘Ertu aftur farinn að nema grísku?" spurði hún Ekkehard, í dálítið ávítandi róm. “Eg var einungis að sýna honum hinn dýra stein, sem er á skikkjuhnefslu frúarinn- ar,” mælti Praxedis; “úthöggna höfuðið er svo fallegt, og meistari Ekkehard hefir svo mikla þekkingu á og mikinn smekk fyrir forn- gripum. Hann lauk miklu lofsorði á and- litið....” Jafnvel Adifax var að búa sig undir jól- in. Vonir hans um að finna fjársjóð höfðu þorrið að mjklum mun, og hann lét sér nú mest hugað um staöreyndirnar umhverfis sig. Hann fór oft um náttmál ofan að Aacli- árinnar, er rann í hægðum sínum eftir dalnum og ofan í vatnið. Hálffúin trébrú lá yfir ána, og rétt hjá brúnni var holt pílviðartré. Adifax sat á verði margar stundirnar og hafði sterkan staf í hendi. Hann var að sitja um otur. En aldrei hefir heimspekingi í leit eftir fyrstu orsök allrar tilveru fundist verk sitt örðugra en þessum litla geitnasmala fanst oturveiðin vera. Því að mlörg neðanjarðar- sund láu úr háum bakkanum og ofan í ána, og oturinn þekkti þau öll, en Adifax þekkti aðeins eitt þeirra. Drengurinn sagði oft við sjálfan sig, skjálfandi af kulda: “Nú hlýtur hann að koma,” og hann liafði ekki fyr hugs- að þetta en hann heyrði skvamt langt upp með ánni, þar sem vinur hans oturinn, hafði laum ast upp í öruggri fjarlægð til þess að draga andann. Adifax laumaðist gætilega á hljóð- ið, en uppgötvaði þá það eitt, að oturinn hafði velt sér á bakið, og lét sig fljóta með mestu spekt með straumnum. í eldhúsinu í Hohentwiel var slíkt umsýslu og umrót, að líktist því að verið væri í tjaldi hershöfðingja kveldið fyrir orustu. Heiðveig hertogafrú tók sjálf til starfa með þjónustu- fólkinu. Hún var með hvíta svuntu í stað þess að bera hásætisskikkjuna sína, og stóð mitt á meðal þeirra og deildi út mjöli og hun- angi, pipar og kanel til þess að bæta smekk deigsins. “Hvaða form eigum við að nota?” spurði hún. “Ferhyrninginn með höggormunum?” ‘‘Nei,” svaraði hertogafrúin, ‘‘stóra hjart- að er fallegra.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.