Heimskringla - 20.03.1929, Blaðsíða 8

Heimskringla - 20.03.1929, Blaðsíða 8
«. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. MARZ, 1929 Fjær og nær. MESSUR Séra Guömundur Árnason mossar aö Lundar næstkomandi sunnudag, 24. marz, kl. 2 eftir hádegi. Séra Þorgeir Jónsson messar að Árborg næstkomandi sunnu- dag 24. þ.m. kl 2 e.m. Áfsfund- ur safnaðarins verður haldinn eftir messu, og menn beðnir að fjölmenna. Cuðsþjónusta í 'Piney Séra Ragnar E. Kvaran messar í Piney á Páskadag næstkomandi, 31. iþ. m. “Native Sons of Canada,” hafa 'beöið ungfrú Rósu M. Hermannsson að syngja, sem einsöng, hinn fagra söng vorn, “ö, Canada,” í ársveizlu er félagiö heldur nú á föstudaginn í INorman Hall hér í bæ, og einnig ein- hvern annan söng, frumsaminn i Canada. Verður þaö sennilega eitt af þeim lögum, er Björgvin Guö- rmundsson tónskáld hefir samið við ensk ljóö. Ungfrú Þorbjörg Bjarna son aðstoðar. Væri ekki úr vegi fyrir Islefndinga að kynna sér þann öfluga félagsskap, og hyggja að því, Tivort þar sé ekki framtíðarvænleg- tir akur fyrir eitthvað af starfskröft- tim þeirra.— MSss “Tootsey Ölafsson, dóttir Mr. og Mrs. Jóns Ölafsson frá Glenboro, nr. 18 Ruth apts., kom í dag frá Ninette heilsuhæli,, þar sem hún hef- ir fengið heilsubót eftir langvarandi sjúkdóm. Leikfélag Sambandssafnaðar er að undirbúa leik, er það hefir í hyggju að sýna bráðlega. Það er hinn frægi leikur “Á útleið” eftir Sutton Vane, sem farið hefir sigur- för víðsvegar um heim. Meðal annars var hann sýndur hér á Win- nipeg-leikhúsinu fyrir fáum árum og í Reykjavik mun hann hafa verið sýndur 1926. Sagt verður frá þessu leikriti nokk uð greinlegar innan skamms, en þess má geta, að búist er við að fyrsta leik ‘sýningin verði mánudaginn 8. apríl i samkomusal Sambandskirkju. Má búast við að glíma Leikfélags Sam- bandssafnaðar við þetta skáldverk veki allmikla athygli meðal Islend- inga í Winnipeg, því að viðfangsefni leiksins er næsta nýstárlegt. Mr. B. B. Olson frá Gimli fór snemma í þessum mánuði til Ninette heilsuhælisins hér í Manitoba til þess • að leita sér heilsubótar við brjóstbil- un þeirri, er hann hefir um svo mörg ár átt við að búa. ■“The Young Peoples Society of the First Federated Church,” heldur skemtifund föstudagskveldið 22. marz, kl. 8 síðdegis, í samkomusal Sam- bandskirkjunnar á Banning og Sar- gent.— Félagið er nýlega endur- reist og virðist eiga hina blómlegustu ■ framtíð fyrir höndum.— Allir vel- komnir. Fjölmennið! p ° s p *V THEATRE ' THI'RS—FRI—H.VT THIS VVEKK DOIMI.K PROORAM “THE WRONG MR. WRIGHT” An ALL STAR CAST —ALSO— Hoot Gibson in ”The Flying Cowboy” “TKRRIRLK PEOPLK” and FABLES VIO >—TUES—W E D VEXT VVEEK II ICi SPECIAL WITH SOUND 6 Lon Chaney in “WHILE THE CITY SLEEPS” COMEDY .VKWS Málfundafélagið heldur fund næsta sunnudag í Labor Hall, Agnes str. Talar þar Björn Magnússon. Er málefnið: “Hvers vegna bauð Island ekki Rússlandi að, senda fulltrúa á þúsund ára afmælishátíð Islands 1930?” Frjálsar umræður. Allir velkomnir. WONDERLAND “Forboðnar stundir”, heitir ein af myndum þeim, er þessa viku er sýnd á Wonderland. Hefir sú mynd hvar vetna heillað hugi fólks. I næstu viku verður brugðið upp á léreftið spennandi ástarsögu. Simonson Studio Club efnir til mánaðarsamkoniu sinnar fimmtudag inn 21. marz, kl 8:30 síðdegis að hljómlistarskóla unfrú Freda Simon- son.— Ungtfrú Elorence Rawlinson syngur á þessari samkomu. A fyrra föstudag lést húsfrú Guð- rún Ölason, kona Metúsalems Ölason við Akra, N. D.— Jarðarförin fór fram síðasta miðvikudag og jarð- söng dr. Rögnv. Pétursson. Island Hr. Brynjólfur Þörláksson söng- ikennari, kom frá Argyle á miðviku- ■daginn var, á leið suður til N. Dak. þar sem hann er ráðinn til söng: íkennslu í fjóra mánuði að minnsta Ikosti. Dvöl hans í Argyle hefir borig ágætan árangur, að þvi er kunnugir menn þaðan hafa tjáð oss, svo að áhugi fyrir sönglist mun hafa aukist og vaknað þar á allar lund- ir.. Hæstu hlutir hér í, bænum um 1000 kr. síðan á nýárí, auk þess sem afl- ast þessa dagana. Svipaðir hæstu hlutir í Súgandafirði og Hnífsdal; litlu lægri i Bolungarvík. —Mbl. Eftirfylgjandi nemendur Mr. O. Thorsteinssonar, Gimli, Man., tóku próf við Toronto Conservatory oí -Mjisic. /Elementary Theory Examination Mr. Jóhannes Pálsson, 90 stig, first class honors; Miss Josephine Olafson ‘87 stig, first class honors; Mr. Stefán Guttonnsson, 86 stig, first class hon- ors; Miss Marion Lang, 81 stig, first class honors. FRA ALÞINGI Reykj. 19 .febr. I gær gengu þingmenn á fund til forsetakosninga og þvíuml. Aldurs- forseti Sþ., Björn Kristjánsson, tók við fundarstjórn samkv. þijig.skóp- um. Áður er gengið var til kosninga ávarpaði hann þingheim með því að minnast þeirra manna, er látist hafa síðastliðið ár, og átt höfðu sæti á þingi en það voru þeir Guttorttiur Vigfússon í Geitagerði, Magnús /Kristjánsson fjármálaráðherra, séra Páll Ölafsson í Vatnsfirði, Tryiggvi Bjarnason í Kothvammi og próf. Valtýr Guðmundsson. Þá fór fram kosning á forseta Safneinaðs þings og var kosið tvisvar. ....Lýsti aldursforse‘i Magnús Torfason réttkjörin forseta Samein- aðs þings. Varaforsieti sameinaðs þingls vtar kosinn Ásgeir Asgeirsson með 17 atkvæðum. Efri deild Þar var kosinn forseti Guðmund- ur Ólafsson með 8 atkv. Annar varaforseti Ingvar Pálma- son með 8 atkv. Neðri deild Forseti var endurkosinn Bened. Sveinsson með 13 atkv. Fyrri varaforseti var kosinn Þorl. Jónsson með 13 atkvæðum en forseti kosinn Jör. Brynjólfsson með 14 atkv., en tólf seðlar voru auðir. —Mbl. Þjórsártúni, 19. febr. Á sunnudagskveldið sáu menn í Htoltum, á Landi og í Fljótshlíð eld í norðurátt. Segir bóndinn á Skammbeinsstöðum í Htoltum að það an hafi eldinn borið norðan við Heklu og í sömu stefnu sást hann af bæj- um á landinu og eins á Stórólfs- hvoli. Þar sást eldinum breg'ða fyr ir af og til á tímabilinu frá kl. 7— 9 um kveldið. Var þá gljóbjart veður, heiðríkja og tunglsljós. Ólafur í Austvaðsholti var einn af þeim, sem sá eldinn. Lýsti hann » sýninni svo, að komið hefði blossar, gasleiftur. einna líkast og í seinasta Heklugosi. Gizkaði hann helzt á að eldur myndi vera uppi í Dýngjufjöll um. Reykjav. 20. febr. Næstliðinn sunnudagsmorgun (17. þ. m.) andaðist hér í bænum - séra Jón Ólafur Magnússon, síðast prest- ur í Rípurprestakalli í Ska^afirði. Er þar á bak að sjá mætum mann- kosta- og_ drengskaparmanni, sem var alla tíð mikilsmetinn af þeim, er honum kyntust og áttu eitthvað sam an við hann að sælda. — Mbl. i Landsspítalanum með stórgjöf í inn anstokksmuni til spítalans. —Tíminn Sendimenn Islendinga vestan hafs hurfu heim á leið með Goðafossi síð ast. Fengu þeir góð erindislok. Er í ráði að þeir fái Landsspítalann og ef til vill fleirj byggingar til íbúð- ar meðan þeir dvelja hér í bænum, sem gert er ráð fyrir að verði 5—6 daga. Verður þlað olíku skemti- legra fyrir þá heldur en að dreifast um bæinn og búa í misjöfnum húsa- kynnum við óhægari aðstöðu um samgöngur og skemtanir, enda þótt efalaust megi telja að Reykjavíkur- búar taki þeim opnum örmum. Gert er ráð fyrir að eigi færri en 400 manns komi að vestan og ef til vill allt að 800. Að loknum hátíðahöld- unum er gert ráð fyrir að hver sæki til átthaga sinna í stutta kynnisför. Má telja víst að Islenditvgar heima veiti þeim góðan forlæina um allt, er þeir geta veitt, en vestanmönnum er sæmd í að þiggja. Meðal annars ætti að mega vænta að við sjáum okk ur fært að veita þeim ókeypis farkost hafna á milli meðan þeir dvelja hér við land. Heyrt hefir Títninn að vestanmenn ætli að launa gistingjpna Listavcrk ríkisins. Núverandi stjórn hefir tekið upp þann sið, að dreifa listaverkum lands ins, flestum, sem keypt hafa verið milli skóla og hjá fulltrúum landsins erlendis, svo sent hér segir: Hjá Sveini Björnssyni seridiherra mynd af Esjunni eins og hún sést úr Reykj avík. Hjá Jóni Sveinbjörnssyni konungsritara á skrifstofu hans í konungshöllinni mynd frá Þverá á Síðu. 1 háskólanum konumynd og brjóstmynd af St. G. Stephanssyni skáldi. I mentaskólanum tvö mál- verk úr Hornafirði o,g eitt úr Vest- mannaeyjum. I kennaraskólanum mynd af Hallormsstað, úr Vestmanna eyjum og Reykjavík. I ungmenna- skólanum í Reykjavik mynd af Herðu breið ög úr Hornafirði. I stýrimanna skólanum rnynd af seglbát i .hafróti. I Laugavatnsskólanum mynd af Heklu frá Ásólfsstöðum. A Hvann eyri mynd af Heklu. Á Hvítár- bakka riiynd úr Hornafirði. Á Núpi málverk úr Hornafirði. A Hólurn mynd af Heklu. I Gagnfræðaskól mum á Akureyri mynd af Baulu, séð úr Norðurárdal. A Laugum, í hér- aðsskólanum og húsmæðradeildinni, mynd af Þingvöllum og úr Horna- firði. Á Eiðum mynd frá Þingvöll um. Með þessum sið tekst að venja hinn upprennandi æskulýð við að meta gildi listaVerka. Má telja sennilegt að þar sem Méntamálaráð- ið hefir væntanlega úr töluverðu fé að spila árlega, þá verði þessum sið haldið áfram. Gefst þjóðinni þá tækifæri til að kynnast list málara og myndhöggvara. —Timinn. Sighvatur Bjarnason fyrv. banka- stjóri hefir nýlega afhent bæjarstjórn kr. 1000 að gjöf með þeim ummæl- um, að bærinn sjái um að féð verði ávaxtað i Söfnunarsjóði, unz höfuðí stóllinn er orðinn kr. 2,000,000. en siðan verði sjóður þesi notaður til styrktar einhverju þörfu fyrirtæki hér í bænum. Fjárhagsnefnd legg ur til að bærinn taki við gjöf þessí ari með ofangreindum skilyrðum. —'Morgunblaðið. B Gullfallegt Piano á sanngjörnu verði MENDELSSOHN - $295. Þessi Mendelssohn Piano í hinuni einkar viðkunn- anlega nýlendu stíl, eru sérstaklega smekkleg og fögur útlits. Stærðin er einnig ákjósanleg fyrir hvert meðal stórt heimili. Á hina vönduðu smíði Mendelssohn hljóSfærisiná er einnig vert aS minn- ast. MeS krossstrengdum tónstiga, bakiS úr járni, meS 3 fótstillum, 7^ áttund, hæS 4’2”, úr valhnotuviSi, rauSaviSi, eSa eik. Akureyri 20. febr. FB. Fregn frá Breiðumýri hermir að undanfarið hafi sést eldbjarmi það- an úr sveitinni frammi i dölum. Tal- ið er, að um gos sé að ræða í Vatna- jökli vestanverðum, en alls ekki í Dyngjufjöllum. — Ekkert öskufall, en mistur og móða yfir hálendinu í suðri. — Óvenjuleg hlýindi af suðri. Bjarminn lítið sést síðasta sólarhring. —Morgunblaðið. Frú Sigríður Þorsteinsson kona séra Bjarna Þorsteinssonar i Siglufirði, andaðist nýlega á heimili sínu. Hún hafði verið heilsuveil í vet ur, en þó bar dauða hennar bráðar en menn hugðu. Hún var dóttir Lárusar Blöndals sýslumanns í Húnaþingi. Arni Pálsson bókavörður er ráðinn til þess að fara til Canada næsta vetur til þess að halda þar fyrirlestra um Island og íslenzka menningu. Er þeir voru hér á ferð séra Rögnv. Péturs- son og Jón Bíldfell, réðu þeir Arna til þessarar ferðar, en þeir höfðu umboð frá mentamálaráði Canada um að útvega mann í þessa ferð. Fyrirlestra þessa á að halda í hin- um svonefndu Canadian Clubs, í 20 —30 helztu borgum Canada. Að þeim loknum er búist við að Árni ferðist um Islendingabyggðir og haldi fyrir- lestra þar. Hann fer héðan undir áramót, og verður sennilega 4—5 mánuði í ferð þesari. —Mbl. Emil IValter fyrrum sendisveitarritari Tékkó- slóvakíu í Stokkhólmi er nú orðinn skrifstofustjóri i utanrikisráðuneyt- inu í Prag. Hefir hann nýlega fengið viðurkenda doktorsritgerð eft ir sig og ver hana á næstunni. Fjall ar hún um “skyld efni í bókmentum íslendinga og Tjekka og Færeyinga og Tjekka,” og er einn kaflinn um íslenzka sálma af tjekkneskum upp- runa. I árbók sænsk-íslenzka fél. hefir hann skrifað langa ferðalýs- ingu frá Islandi. Innan skamms kemur út vönduð útgáfa af þýðingu Walters á Gylfaginningu og einnig hefir hann lokið við þýðingu á Vatns- dælu. Er Walter óþreytandi í þvi að auka þekkingu landa sinna á Is- landi og islenzkum bókmenntum. —Island. Blað úr dagbók (Frh. frá 3. síðuj. Áður en að skemtiskránni kom, voru ýins fyrirliggjandi mál stutt- lega rædd — þa^ merkast, fanst mér, að ‘'Vísir’’ ætlar að aðstoða “Al- þjóðastúdentafélagið” (International Student Association) hér við háskól- ann, í sambandi við hinn íslenzka hluta norrænnar skemtisamkomu er halda á 26. apr. næstkomandi. Dönsk stúlka, Florence Ziegler. námsmey við háskólann, hefir í vetur werið af vinna að þátttöku íslendinga í þessu móti. Hinn mæti Islendingavinur, Dr. C. N. Gould, prófessor í ger- mönskum málum, og frú hans, hafa og látið si'g þetta varða. Miss Ziegler var þarna á “Vísis”-fundin- um, og ræddi margt við hr. Árna Helgason, rafverkíræðing. Hann mun vera einn þeirra félagsmanna, sem ótrauðastir eru að leggja til fé og fyrirhöfn, og var, eins og kunn- ugt er, sá er fyrir skemstu stóð fyr- ir hinu myndarlega íslenzka víð- varpi hér í borginni, ásamt forset- anuni. Bazarhald kom til umræðu. I því sambandi kom 'gjaldkerinn, hr. Barnes, næstum þvi út á mér tárum viðkvæmninnnar. Flutti hann ræðu þess efnis að ekki yrði annað fyrir- sjáanlegt en að minna yrði í félags- sjðði á næsta ársfundi, en verið hefði síðast. Gat þess jafnframt, að ekki gæti félagið þrifist með því, að hver otaði til annars ef eitthvað þyrfti að gera eða einhverju að fórna. — Einhvernveginn var ræða þessi eins og söngur sálu minni! Þótti mér allt í einu sem ég væri staddur í gagnkunnugu landslagi; þekkti þar þúfurnar allar! Eða eins og Hannes kvað: “Þetta snerti skylda strehgi!’’ Svo kom kappræðan! ó(g kappræðan var góð. Upphaf- lega höfðu kappræðumennirnir ætl- að sér að verða gamansamir og kappræðia um “hjónabandiðA En því meir sem þeir bjuggu sig undir það, því Ijósara varð þeim hve háal- varlegt og háskalegt efni þeir höfðu rekist á ! Svo þeir breyttu til. Erl- ingur og Philip tóku að sér að halda þessu fram; “Akveðið að Islending- ar í Norður Ameríku hafi Iagt of tr.ikla rækt við isletizkar erfðir og tungu,” 'gegn þeim, og þessum og þvílíkum málstað, leiddu svo þeir Sveinbjörn og Egill gumntáka sína. Talað var á ensku, nema það sem ég sagði ex officio sem glímustjóri. Eg hefði nú átt að segja sem minnst, því ég hafði magnaðar tilhneigingar til hlutdrægni. Féll mér miður hve röggsamlega unglingarnir, Philip og Erlingur, héldu á sínum málstað — þ. e., ef ég mætti segja, eins og biskupnum forðum varð að' orði: “fóru vtel tneiv rangan málstað;!” Víkingar fara ekki að lögum — allra sízt í kappræðu. En þetta hefi ég séð fullkomnasta samvinnu og bróð- erni lúterskra manna og Unitara! Og þá átti við það er karlinn kvað: | “Því er nú ver, s«m betur fer.” — j En nú víkur söguntti að Sveinbirni j og Agli. Fyrnefndur, sent venju- lega er hýr og bjartur eins og Bragi, að yfirlitum, gerðist nú hvasseygður 1 og harðleitur á að sjá, og sparaöi sizt skotfærin. Lét hann Hunting- j ton og önnur álíka fallstykki rigna yfir andstæðingana. Egill reis sið- astur úr sæti. Mátti þó á honutn sjá, að honum þótti setan ill. Gerð- ist hann ærið þungur á brún, er á ieið, líkt og nafni lians forðum. Og álla þótti honutn andstæðingarnir kunna að nieta feðratunguna. Taldi ekki aðeins fjarstæðu, heldur ómeng- aða 'goðgá, að nokkurntíma, né nokk urítetaðar. né á nokkurn hátt yrði of mikil rækt lögð við íslenzkuna — blessað guðlega, Svífa-málið sjálft! Það var almennur rómur áheyr- endanna að ungu mennirnir hefðu verið reglulega skemtilegir í þetta sinn. Þannig unnu þeir allir kapp- ræðuna nteð sóma! Svo fór unga fólkið að dansa. Svo voru frambornar gómsætar veitingar. Svo fór unga fólkið aftur að dansa, -----og ég með. Fr. A. Fr. $295.00 Þetta verö er fyrir borgun út í hönd. En fæst með afborgunarskilmálum með dálítilli auka borgun. Piano má kaupa gegn sérstökum niðurborgunarskilmál- um á lengri tíma en hinn vanalega tíu mánuða borg- unarskilmíála. EATON C? WINNIPEG LIMITED CANADA VV/ONDERLANQ THEATRE Continuous Daily 2—11 p.m. Sat. Show starts 1 p.m. THlIIt—FRI—SAT., THJS tVBEK KEN MAYNARD IN “THE PHANTOM CITY” COMEDY ANIJ “THE MYSTERY RIDRR” ChCapt. 7 TWO FRATIIRBS MOY—TIJRS—WRD., JIAR. The Orent Star of “Ben Hur" -2«—27 RAMON NOYARRO IN “FORBIDDEN HOURS” AND “DRIFTWOOD” with Don Alvarado and Mar- celine Day — Allan Roscoe and Fritzi Brunette x Also Comedy v

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.