Heimskringla - 20.03.1929, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.03.1929, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 20. MARZ, 1929 HEI MSKRINGLA S. BLAÐSIÐA ar og og verzlunar babbítar stimpl- uöu hverja kirikjudeildina á fætur annari sem friðvina klíkur (pacifist cliquesj. Það væri alltaf að verða minna og minna sem kirkjuleg sið- fræði fyndi styrjöldum til réttlæting- ar. Hefði þroskuð kirkjuleg eining ríkt í þessu cfni 1914 hefði ekkert beimsstríð orðið. — Þannig væri það gífurlögur ábyrgðarhluti fyrir hverja kirkjudeild, að kaldhamra sérhugðir sínar, sjónarmið og erfðavenjur, í trássi við einingu og velferð heildar- innar. — — Fjórði ræðumaðurinn var Dr. C. E. Jéfferson, hinn velkunni prestur í “Broadway Tabernacle Church” í New York. Gamall maður, hár, fríður og fyrirmannlegur; orðlagður fyrir mátt og einfaldleik í flutningi. Engin fyrirgangur flugelda né þrumu bresta; málið eins og mjúk, botntær, létt fram streymandi lind; málefnið djúp-alvarleg áherzla á persónulefgan hreinleik og þjóðfélagsiegt réttlæti,— enda var verkefni hans; “Áhrifaprest urinn og þjóðfélags-vandamálin.” Eitt af því, er Jefferson fór vel með, var samanburður á þjóðmála- ábyrgð frumkristninnar og nútíma- kirkjunnar. Kvað hann algengt að fólk lýsti því yfir, að það vildi ekk- ert annað heyra • en “hið góða og gamla fagnaðarerindi,” og í því væri ekkert þref um stjórnmál, stéttaríg né atvinnumál! Ræðum. félst á það að fa!gnaðar- erindi nýjatestamentisins væri mrð- að við einstaklinginn — væri “indi- vidualistic.” En auðgert væri líka að lesa út úr því ýrnsar óheimilar öfga-skoðanir. Þannig læsu menn ti! dæmis út úr sögunni um skattpen- inginn, að, vegna þess, að Jesús neit- aði þar, að taka afstöðu til opin- berra ágreiningsmála, þá væru mann félags-vandamál kristind., sem slíkum, á öllum tímutn óviðkomandi! En.menn yrðu að skilja, að hlutverk Jesú. og Páls, og hinna fyrstu leiðtoga var, og gat ekki annað verið en það, að sá so’ðinu fyrsta i 'nugi og hjörtu einstaklingapna, og hrinda þannig hreyfingunni af stað. Þeim var þýðingarlaust að reyna að taka skipu lag rómverska keisaradæfnisins tök- um, með þvi að ganga þegar beint í lærhögg við það. Nú orðið væri öðru máli að gegna. Nú væri tala kristinna manna orðin um 400 milj- ónir! Nú væri ekkert framar því til fyrirstöðu, að kristnir menn sýndu. fyrir mátt samtakanna, hugsjónahelgi kirkju sinnar., Aðeins fyrir van- rækslu þeirra tækifæra væru styxj- aldir ennþá hugsanlegar; áf^igis- og eiturvíti starfrækt; Hstin, leikhúsin, blaðamenskan — lág og gróf. Meginmál Jeffersons minnti mig á það, sem liinn skozki, gáfaði vinut minn, William Thómson, fyrverandi ritstjóri Wynyard Advance, hefir rnanna bezt gert mér ljóst — þetta að fyrrum var starfsaðferð klerka og hugsjónamanna því nær eingöngu sú, að snúa sér að skapgerð einstaklings ins, treysta hana og fegra (individual appeal). Og vitaskuld verður þess ávalt þörf. En fyrir gjörbreyttar aðstæður síðari tíma, er eigi aðeins réttmætt, bteldur og hánauðsynlegt, að vernda og siðbæta mannlífið, nteð ýmislegri félagslegri skipulagningu (organizational, institutional reform). Fyrir þvi verður hver áhugasamur nútíðarklerkur að ígera það upp við samvizku sina, hvort hann muni koma meiru góðu til vegar með því. að halda áfram að standa. með ein- staklingunum sem “sálusorgari” þeirra, eða með því, að kasta sér út i skipulagningu ahnennra réttlætis- málefna. Að þetta tvennt getur ekki altaf farið saman er ljóst af mörgum dæmum. Nóg er að minna á mafn- kenda Ottawa-þingmanninn dr. J. S. Woods'wwrth. Safnaðarmönnum hans forðum fanst víst ýmiskonar ó- þarfi blandast hjá honum saman við hið “góða, gamla fagnaðarerindi.” 'Prestar eiga ekki að vera “póka” við stjórnmál!” Eg get, til dæmis, huiggað mér, að sterkur áhugi presta, i kanadiskum hveitibygöum, fyrir velferð og eflingu hveitisámlagsins, gæti stundum kostað það, að mætir nieðlimir segðu sig úr söfnuði. En hvora götuna sem hugsjóna- rrtenn nútímans kjósa að ganga, þá er sannleikurinn sá að þess er- þörf að báðar séu farnar. Siðgæðisrækt og sálverndun einstaklingsins getur aldrei orðið öðruvísi en persónuleg — áhrif frá sál til sálar. Mikil og hættuleg er því flónska þeirra manna, er varpa vilja ábyrgð sinni i þeim efnum upp á opinberar stofnanir, hversu vel skipulagðar sem þær kunna að vera. Starf “sálusorgarans’’ í mynd móður, föður eða prests, eða annara, má því aldrei falla niður. Því að fullreynt er, og enda auðsæi- legt, að engin stétt, stofnun eða skipu lag fær staðist til lengdar án þess að uppihaldsmennirnir séu gawldir traustri og trúverðugri skapgerð. — Um 3-leytið hófust samtalsfundir (colloquial groups). Skiftist þing- heimur eftir sjálfsvild í fjóra hópa til þess að ræða óformlega áður- nefnd umræðuefni. Upp úr þvi fannst mér ég hafa marga verðmæta púnkta. En út í þá skal þó ekki farið að sinni. • II. Miargt er við tímann að gera í Chi- cago. Straumkast lífsins fossar fram, eða iðuhverfist í dökkum og djúpum hyljurn. Það tekur afl og æfingu að verða sundfær í þeim flaumi, og fara, eins og laxinn, að- eins sinna eigin ferða.. Mig hafði mikið langað til, og altaf síðan i haust hafði ég ætlað að heimsækja hér íslenzka Þjóðræknis- félagið “Vísir,” og alltaf kom eitt- hvað til hindrunar! Þótt félagið halcfi reglulega fundi einu sinni í mánuði, reyndist mér ókleift að ná til þeirra — þarigað til að kveldi þessa sama fyrnefnda þingdags! Og gat það þó eiginlega ekki þá heldur 1 Mér hálf leiddist semsé að yfirgefa þingiö kl. 5. Því þótt fyrirlestrar væru búnir, þá var eftir fjögra klt. dagskrá: veizla, sjónleikur, orgel- hljómleikur, altarisganga, o. fl.. En þetta voru siðustu forvöð að sjá land ana, og auk þess stóð svo á, að okk- ar göfuga “Félag Islenzkra Guð- fræðinema” hafði tekið að sér að sjá um skemtiskrána á “Vísis”-fundi, er halda skyldi þetta kveld. — Svona er Chicago. Af því að maður get- ur nú ekki — þrátt fyrir útlistanir vissra sálfræðitegunda — skift sjálf- um sér margs á millum, í einu, þá verður maður aö hafna einu, til þess að geta hreppt annað. Þar koma andstæðar hugðir aftur til skjalanna! Við námsmennirnir komum á fund inn í tæka tið, og var vel fagnað Hreint gekk fram af mér að sjá þarna samansafnaða um eða yfir 70 manns — ó Þjóðrœknisfundi! Hugsaöi ég mér að ég skyldi síðar meir segja sem flestum frá svo óvenjulefg'u fyr- irbrigði. Fundinum stýrði hr. J. S. Björnsson. miðskólakennari, er ver- ið hefir forseti félagsins frá byrjun. Honum hafði ég kynst áður, og not- ið gestrisni hans. (Frh. á 8. bls.J ----------x---------- Avarp forseta (Frh. frá 4. bls.) minnast, að /mikið af árásununi á félagið höfðu tekist á þá lund, að fjöldi manna snérist til fylgis við það, er áður höfðu látið það hlut- laust og eigi hafa áhuga fyrir stefnu þess. Er þeirrar aðstoðar hér minnst með þakklæti. Erv í augum þeirra, sem sérstak- lega höfðu á hendi þetta útbreiðslu- starf fyrir félagið á árinu, er það nterkilegast, sem eigi verður i tölum rakið né sagt um: það er hér, það er þar. Eg á við þann yaknandi skilning á inálum íslenzkra manna, sem eigi fær dulist eftirtektinni Lít- ilsvirðingín fyrir sjálfum sér er að þverra, metna^urinn að aukast fyrir hönd þjóðar sinnar og kyns. Inn í daglegt mál hérlendra manna hefir borist orðatiltæki sálarfræðinganna, er tala unt “inferiority complex” — þennan sjúkdónt í sálarlífi mannsins, er sefjar hann til vantrúar á sjálfan sig. Þennan sjúkdóm er sívaxandi fjöldi íslendinga að hrista af sér. Hin batnandi andlega heilsa birtist meðal annars í þessu, að menn ganga til stuðnings og fylgis við félagið, sem sérstaklega hefir þá köllun, að halda uppi trúnni á þjóðina. En á það vill stjórnarnefndin, sem nú skilar af sér störfum, leggja hina ríkustu áherzlu, að hún telur út- breiðslustarf félagsins aðeins hafið. Ekki er nokkur minnsta ástæða til þess að ætla, að með atorku megi ekki halda áfram að auka félagatöl- una að sama hlutfalli og verið hefir þetta ár. Megin félagsins vex með hverju árinu. Líkindin vaxa fyrir því, að félagið geti orðið þess til gagns, er til frambúðar verði, og með auknu verki aukast því vinsældir og fylgi. Nú sem stendur veltur í raun og veru á því mest, að sem haganleg ast sé háttað starfsaðferðum fél- agsins. Á það atriði mun ég lítil- lega drepa síðar. Eg leiði hjá niér að þessu sinni að tala um það mál félagsins, sem mest hefir verið deilt um á árinu — heimfararmálið. Geri ég það vita- skuld fyrir þá sök, að það mál hef- ir verið þvínær að öllu í höndum sér- stakrar nefndar, sem með það fer þar til það er að öllu leyti til lykta leitt. Sú nefnd er að því leyti á annan veg skipuð, en þingið gekk frá henni • í fyrra, að maðurinn, sem þá var í hana kosinn, Dr. Sig. Júl. Jóhannes- son, hefir sagt af sér störfum fvrir alllöngu síðan. Forseti og féhirðii heitufararnefndarinnar eru væntan- legir, annar eða báðir, mjög bráðlega úr Islandsferð, en skýrsla um mál nefndarinnar mun naumast geta kom-j ið fyrir þing fyrsta þingdaginn. Auk heimfararnefndarinnar hafa tvær milliþinganefndir haft sérstök mál með höndum. Önnur þeirra er sú, er fjalla.átti um fræðslumál fél- agsins í framtíðinni. Var svo til ætlast, að nefndin rannsakaði hent- ugustu leiðina til þess að ná sam- bandi við hina yngri kynslóð vora — hvernig örfa mætti áhuga liennar fyrir málefnum Islendinga og vekja skilning hennar á verkefnum þeirra. Vafalítið er þetta eitt mesta vanda- mál, sem þingið getur falið nefnd að fást við. En ég get ekki látið hjá líða að láta í ljós undrun mína yfir því, að einum nefndarmanni skuli hafa fundist það vel við eiga, að taka að átelja stjórnarnefnd félagsins í opinberu blaði fyrir að hafa ekki ráðið fram úr þessu máli, sem hann tók að sér að ráðleggja félaginu um, með því að taka sæti í nefndinni. Hinsvegar vona ég að nefndin hafi svo góðar tillögur að leggja fyrir þing nú, að komið geti að verulegu haldi fyrir framtíðarstarf félagsins. Hin m’illiþinganefndin hefir haft með höndum íþróttamál. Því mið- ur hafa rpér borist þær fregnir, að henni hafi virst horfa frekar þung- leg um þau mál yfirleitt. En sam- kvæmt tillögum hennar hefir stjórn- arnefndin notað sér að einu leyti heimild um fjárveitingu til íþró’ta- mála, sem síðasta þing veitti. Þing- ið mælti svo fvrir, að nefndin mætti verja allmikilli upphæð til íþrótta- starfsemi gegn jafn mikilli upphæð úr annari átt. Samkvæmt tillögqm milliþinganefndarinnar veitti nefndin $50 til félagsins Sleipnis í Winnipeg, enda hafði félagið tryggt sér jafn inikinn styrk úr annari átt utanfél- ags. Þetta voru einu tilmælin, sem nefndinni bárust i þessa átt. Þvt núður.er ég hræddur um, að ekki hafi það stafað af umhyggjusemi fyrir sjóði félagsins, heldur hinu, að niikil deyfð hvílir nú yfir íþrótta- mönnum meðal vor. Stjórnarnefndin hefir í einu efni brotið fyrirmæli þau, er síðasta þing hafði gefið henni. Það er viðvíkj- andi bókasafni fél^gsins. Stjórnar nefndin hefir ekki talið rétt að opna þennan vísi að safni ennþá til út- lána. Eins og menn muna, þá var samþykkt reglugerð um útlán á síð- asta þingi, en nefndin hefir frekar litið á hana sem heimild fyrir sig og leiðbeining en beina fyrirskipun, er henni væri nauðsynlegt að fram- fylgja. Enda munu menn minnast þess, að skoðanir manna um þetta efni voru harla skiftar á þinginu. Þegar þess er gætt, að það hafði nokkurn kostnað í för með sér að hefja útlán, safnið enn lítið, en þó að stækka, þá vonast ég til að þing- heimur fallist á, að það hafi ekki verið óhyggilegt að doka við með út- lán. Eg hefi áður getið þess í blaðagrein. að félaginu hefir á þessu ári borist höfðingleg gjöf í safnið. Frú Steinunn Líndal, frá Victoria, B. C., sendi félagiriu að gjöf tnilii 170—180 bækur, sumar allverðmætar, og allar mikinn feng fyrir safnið. Er stjórnarnefndin henni mjög þakk lát fyrir þetta og ég efast ekki um að svo muni vera um alla félagsmenn. Auk þessara bóka, sem ég hefi þegar getið um að félaginu hafi á- skotnast, er önnur gjöf, sem ég get skýrt frá. Lestrarféla'g, sem starf- að hefir í Churchbridge hefir ánafn að'allt safn sitt Þjóðræknisfélaginu til eignar. En um leið og sú gjöf var tilkynnt, var þess getið að Þjóð- ræknisdeildin Snæfell, sem starfar þar í byggðinni vildi gjarnan hafa safnið enn um hríð í byggðinni og j gæta þess þar og nota eftir þörfum félagsmanna. Stjórnarnefndin féllst að sjálfsögðu á þessi tilmæli. Deild- in mun því fyrst um sinn annast um j þetta safn, eða svo lengi sem deildiu er til og óskar þess, en safnið er eft- ir sem,áður eign jðalfélagsins. Eftir þeirri skýrslu, sem ég hefi fengið um bækur þessar, þá er mikil og -ágæt eign í þeim. Þetta eru 161 bók bundin, en auk þess töluvert af óbundnum bókum, sem deildin hef- ir í hyggju að koma í band hiö bráð- asta. Hefir stjórnarnefndin þakkað fyrir þessa gjöt fyrir hönd félagsins og vonar áð félaginu bætist fleiri slíkar höfðinglegar 'gjafir á næstit árum. Frekari upplýsingar um bókasafns málið mun s’jórnarnefndin gefa, er það mál kemur á dagskrá þingsins. Stjórnarnefndinni var falið á síð- j asta þingi að fara þess á leit við ísl. blöðin i Wpg. að þau tækju upp þann sið að gefa út fylgirit fyrir unglinga í líkingu við það, sem tíðk ast með hinum ensku dagblöðum. þótt vitaskuld yrði allt í minna stíl. Skjalavörður hefir fyrir hönd stjórn arnefndarinnar átt tal um þetta við .ráðsmenn beggja blaðanna. Svarið hefir verið, að blöðunum myndi verða þetta með öllu um megn, nema með beinum styrk frá þeim, sem áhuga hefðu fyrir þessu. Ohugsandi væri að þetta gæti borið sig fjárhagslega og blöðin hinsvegar ekki fær um að ( taka á sig byrðar. Stjórnarnefndin hefir ekki haft neina heimild til þess að taka á sig, fyrir hönd félagsins, neina fjárhagslega ábyrgð í þessu skyni, en þingmönnum mun, gefftst kostur á að ræða þetta mál frekara, er rætt verður úm fræðslumál. Eins og þeir muna, er hér voru staddir á síðasta þingi, var þá allmik- ið rætt um hugmynd hr. Björns Mrignússonar um að Vestur-Islending- ar ættu að veita heimaþjóðinni á Is- landi lið í tilráunum hennar við að rækta skóg á Islandi. Var það trú | hans, og ýmsra annara, að vér gætum j orðið hér að verulegu liði. Þessi j hugmynd hefir styrkst við það, að ^ menn á Islandi, sem sérstaklega hafa lagt fyrir sig fræði skógræktarinnar. , hafa látið í ljós þá skoðun sína, að j vér gætum á margvíslegan hátt veitt, (Frh. á 7. bls.) ! DR C. J. HOUSTON ÍDR. SIGGA CHRISTIAN- j SON-HOUSTON GIBSON BLOCK Yorkton —:— Sask. TIL SÖLU i A ÖDfRlI VERDI f “FIIRNACE*’ - -bæöi viöar Og | i kola “furnace” lítitS brúkaö, er 1 l til söl u hiá undtrrttuöum. i | Gott tœkifœri fyrir fólk út á i J landi er bæta vilja hitunar- | 1 áhöld á heimilinu. UOODMAN & CO. 1 7S0 Toronto Sfml 2SS47 ! >00080000000000000000000000000000000000000000000000001 | NAPNSPJO L D I Emil Johnson SERVICE ELECTRIC 900 Lipton St. Selja allskonar rafntarnaákðld. ViRgerCir á Rafmagnsáhöldum. fljótt og vel afgreiddar. Stmli S1 SOT. Hrlmaalmli 3T »6 HEALTH RESTORED Lœknlngar á n lyíj* Dr- S. O. Simpion N.D., D O. D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG, _ MAN. A. S. BARDAL I *«lur likklatur og »tnn«ai un- I farlr Allur fUbúnaðui m bectl : Rnnfrerour nelnr hanii allnkonai | ralnnlnvarTVa og legsulna _ ^HEHRROOKF j Phonat «OT WlNVIPRl. , T.H. JOHNSON & SON j CRSMIÐIR OG GUH.SAL.AR ! (RS)IHMH OG GULLSALAR | Seljum glftinsa leyfisbréí og I giftinga hringja og allskonar gullstá.ss. ! Sérstök athygll veitt pðntuuum og vihgjörhum utan af landl. 353 Portnge Ave. Phone 24637 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. ÐR. A (II.ÖMIAI. B02 Medlcal Arts Bldg Talsiml. 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkddma — AD httta: kl. 10—12 f. h. og 8—6 e. b Helmlli: 806 Vlctor St.—Slml 28 180 i { SWANSON 4 Cb Ulmlted R B N V A U • I N 9 U R AlfUH HBAL. BSTATB MOHTGA G B 8 600 Parla Bulldlag, Wlaalpeg, Maa DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg Cor Graham and Kennsdy •> Phone: 21 834 VlStalstlmi: 11—12 og 1—6.8* Helmllt: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. —" ---------------------=i Talilml ■ » hm» DR. J. G. SNIDAL IANNMUKNIH Hlnob Po ru.n WINNIPn- •>«».n — n — „ — „■■o — U — G —— u~.< , POSTPANTANIR Vér höfum tœki á atJ bæta úr öllum yltkar þörfum hvaö lyf snertlr, oinkaleyflsmellöl, hrein- lætLsáhölil fyrlr sjúkra herbergt, rubber áhöld, og fl. Sama verö sett og hár ræúur I bænum á allar pantanir utan af landsbygh. Sargent Pharmacy, Ltd. Sargent ojc Toronto. — Sfml 23 455 MARGARET DALMAN TRACllRP OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE 26 420 Björgvin Guðmundsson A.R.CM. Teacher of Muisic, Composition, Theory, Counterpoint, Orches- tration, Piano, etc. 555 Arlington SL S1>II 71621 .J— Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— naggage and Fornltare Movlng 6ALS ALVERSTONE ST. SIMI 71 S»S Eg útvega kol, eldivib meö sanngjörnu veröi, annast flutn- ing fram og aftur um bæinn. Dr. M. B. Halldorson 401 H «*yO Hl«g. \ Skrlfstofuslral: 33 674 Stundar sérstaklega lungaasjúk dótas. Br aV flnn«. á skritstofu kl. 1._u f h. og 3—< e. h. Hetmlll: 46 Alloway Ave Talslmli 33 1*8 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFANSSON Islenekir lögfrteðingar 709 Great West Perm. Bldg. Sími: 24 963 356 Main St Hafa einnig skrifstofur að Lund- ar, Piney, Gimli, Riverton, Maa. Dr. J. Stefansson 8J6 MEDICAL ART8 BL69 Hornl Keúnedy og Graham • tnadar s.-l- elncðngn «, ra. °« kvtrka-a) akdOmn 'h hltta fr» kl. II tll II 1 , "« kl. 8 tl * e- h Talalmli 21 834 Helmlll: 638 McMIUan AVe. 42 691 Telephone: 21 613 J. Christopherson, Islenzkur lögfrteðingur 845 Somerset Blk. Winnipeg, Man. CARL THORLAKSON IJrsmiður Allar pantanir með pósti afgreidd- ar tafarlaust og nákvæmlega. — Sendið úr yðar til aðgerða. Thomas Jewellery Co. 627 SARGENT AVE. Phone 86 197 Rose Hemstitching & Millinery SlMI 37 476 Gleymiti ekki a3 á 724 Sargent Ava. fáet keyptlr nýUzku kvenkattar. Hnappar yflrklœddlr Hemstltchtng og kvenfataaanaur gerBur, lOc Stlkl og 8o Bámall. Sárstök athygll valtt Mall Ordara H. OOODMAN V. SIGURDSON BEZTU MALTIDIR 1 bænum á 35c og 50c Crvala úveztlr. \lndlar tðbak m. d. NEW OLYMPIA CAFE 32* PORTAGE AVK. (Möti Eatons búBlnnl) Messur og fundir 4 kirkju Sambandssafnaðar Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskvöld í hverjum mánuði. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta uánudagskvöld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju iag hvers mánaðar. kl. 8 að kvöld- inu. Söngflokkurinn: Æflngar á hverju úmtudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hrverjum sunnudegi ld. 11—12 f. b. i Þorbjörg Bjarnason i L.A. B. Teacher of Piano j and Theory 726 VICTOR ST. SIMI 23 130 ! E. G. Baldwinson, LL.B. Iijigfræbingur Roldfnce Phone 24 200 Offlop Phom* 24 063 70S Mininu Exchange, .350 Mnlu St. WINNIPEG /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.