Heimskringla - 20.03.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.03.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 20. MARZ, 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA það sem gerst hefir á þessari “skálm- öld,” sem staöiö hefir meðal vor, þegar bræöur hafa barist, virðist vit og sanngirni krefjast þess, aö nú sé, af öllum forkólfum þessa máls, snú- iö sér aö því einu augnamiði aö gera allt sem unt er til að auka sóma ættjarðarinnar. Með því á ég ekki viö það eitt aö varpa ljóma á grund feöra vorra svo að aðrar þjóöir sjái vegsemd hennar, heldur einnig þaö, og ég vil segja fyrst og fremst það aö Vestur-Islendingar sjálfir, ynjgri og eldri, fái sem mesta og bezta fræöslu um hátíðina sjálfa á Is- landi og allt sem aö henni lýtur svo að þeir skilji hvernig á henni stend- ur. Eg tel þetta með öllu óvið- jafpanlegt tækifæri til að gefa yngri kynslóöinni einhvern skilning á kyn- stofninum, sem hefir gefið henni til- veru. Á því er henni þörf. Aldrei áður hefir oss gefist kostur á þessu eins vel Qg nú. Vér þurfum ekki að <láta þetta verða Sturlungaöld sem endar. með því að sélja sig í hendur Noregskon ungi. Öldurnar freyða,. hafgolan hressir, Fjallkonan rís úr ægi blám. Með Eggert Ölafssyni segi ég: Náttúran er söm að sjá sækist skipavegur leiðarsteinninn fjöllum frá flaust að landi dregur. Allar skepnur yndishót, inna mínu geði, höfrungarnir hlaupa mót hefja dans og gleði. Landsins fu,gl um fiskatún finnur hrelling öngva heldur móts oss hafs á brún hefja kvak og söngva.” Þó skipin séu tvö sé ég að Fjall- konan er ein, og Eggert Ölafsson, sem elskaði hana með fölskvalausri ást, hann er einn. Þó skipin séu tvö horfir allur skarinn á þeim á sömu móður. Sami stafurinn C, verð- ur líka yfir báðum skipunum. Vestur-Islendingar, ég fer ekkert fram á það, að þér leggiö niður vopn, en ég skora á yður alla, sem drengir vilja heita, að nota þau ekki, nema i neyð, til að höggva hver að öðrum, heldur til að berjast drengilegri bar- áttu fyrir Island og íslenzka þjóð. I þessu máli sjáið þér Fjallkonuna. og hana eina rísa upp úr hafinu. Ef þér missið aldrei sjónar á því augna miði, ná feilin aldrei að þurka út göfugan árangur. I því sem menn hafa verið að fjandskapast við Þjóðræknisfélag Vestur-Islendinga hefir óneitanlega kent ekki lítillar óbilgirni, enda hefir hún orðið mörgum málum Islendinga að fjörlesti. Að vísu má finna félaig’sskap vorum margt til foráttu, en ég veit ekki af nokkru félagi sem er gallalaust, og kannast vel við að Þjóðræknisfélagið er það alls ekki. En það er tilfellið með þann félags- skap, ekki síður en annan, að hann er það sem meðlimirnir láta hann vera. Ef mönnum finst, að forkólf um þess hafi mistekist ættu þeir hinir sömu að láta sér ekki lynda það eitt að hylja sig skugganum og kasta á það steinum. Þeir ættu að ganga, sem djarfir, hreinir drengir í félagið og vinna að þvi af alefli að lagfæra það sem miður fer. I því sambandi dettur mér í hug saga ein sem sögð er um Abraham Lincoln. Borgarastríðið mikla i Bandaríkjunum' stóð yfir, en hann var forseti. Kom þá, sem oftar, stór nefnd, sem hafði margt og mik- ið út á það að setja hvernig hann færi með stríðsmálin. “Vinir mín- irsagði hann, “ef Blondin væri nú að ganga á kaðli yfir Niagara foss- inn og bæri með sér allt það gull sem þið ættuð, væruð þið þá alltaf að setja út á, hvernig hann færi að því, til dæmis: “Blondm, þú hallar þér ekki nógu mikið til vinstri, eða til hægri, eða þú ert of beinn, eða þú horfir ekki rétt ?’’ Nei, þið gerðuð ekkert slikt. Þið mynduð ;gefa hon- Um tækifæri.” Tiækifærið sem Þj'óðræknisfélagið þarf er sameining kraftanna. Það er hugarburður einn að menn geti ekki unnið þar saman. Vestur-Is- lendingar eiga þar sameiginlegt mál, og engu málefni væri það tjón að þar væri unnið i fallegu samræmi. Nú vil ég stinga upp á mannjöfn- uði hér vestra nokkuð með öðrum hætti en nefnt hefir verið hér að framan. Eg vil að allir Vestur-ls- lendingar' stofni til samkeppni. Vil ég. að enginn skori sig undan að taka þátt í henni. TCappið verði í því fólgið, að sérhver reyni að kom- ast á hæsta tind, sem unt er að ná, í sanngirni, drenglyndi. óeigingjarnri, fölskvalausri ást til landsins þar sem vér lifum og störfuin og að hvert ein asta barn Fjallkonunnar varpi með framkomu sinni Ijóma á islenzkan uppruna sinn. I Eg get ekki að því gert, að ætíð þegar ég er að hugsa um íslenzku lindina, sem laugað hefir sál mína, finnst mér ég standa á heligurp reit. Þess vegna fæ ég ekki annað betra til að enda mál mitt með en þetta: “Ö, Guð, ó, guð, vér föllum fram og fórnum þér brennandi, brennandi sál, Guð faðir, vor Drottinn frá kyni til kyns. og, kvökum vort helgasta mál; vér® kvökum og þökkum í þúsund ár, þvi þú ert vort einasta skjól; vér kvökum og þökkum með titrandi tár, því þú tilbjóst vort forlaga hjól.” ----------x— ■ . Frumherjar (Frh. frá 1. bls. ákveðnum rökum á helztu kostina í kvæðum og sögum byrjandans. Þ<ýr eru ennfremur, oftast, marklausir, af því þeir eru^ örsjaldan óhlutdrægir. Hver klíku-ritstjóri hælir því hástöf- um, sem helzt er líklegt að styrkja málstað flokksins á málfundum eða —fyringefið mér ef ég guðlasta — á sóknarnefndar samkomum. Jón Trausti átti ekki sjö dagana sæla hjá ritdómendum i byrjuninni. Það hefði óneitanlega verið á- nægjulegt, ef íslenzka “krítíkin” hefði fundið eitthvað þróttmikið og þroskavænlegt i fari þessa efnis ung- lings. Það hefði réttlætt hana á DYKRS & C1.HANKRS CO„ LTD. grjöra þurkhretnsun samdægurs Bæta og gjöra vit5 Sími 370«! Whmipeg, Man. degi dómsins, ef hún hefði hjálpað honum í byrjuninni, leiðbeint honum njeð góðfúsum aðfinnslum, örfað hann með öfundarlausri viðurkenn- ingu. Mlér ofbýður oft hrottaskapurinn í hegðun manna, þessi djöfullega dómharka og þessi miskunnarlausu meiðvrði um annara hag ag hyggju. Það er þarflaust að telja sér trú um að annað eins geti átt sér stað i þroskuðu þjóðfélagi. Alstaðar á þetta illa við en einna skaðlegast þó í þrælslegum ritdómum, um tilraunar s’örf þeirra, sem þrátt fyrir erfiða aðstöðu, vilja auðga vorar fáskrúð- ugu bókmenntir. Eg sé ekki hvernig nokkur sið- mentaður maður getur leyft sér að óvirða annara hugsjónir, eða dæma gálauslega um gáfnafar unglinga. I huga mér er það stórum verra en líkamlegar meiðingar og litið betra en mannsmorð. Auðvitað eru rétt mætar aðfinnslur sjálfsagðar. en þær eiga að vera mannúðlegar, sprottnar af meðbróðurlegum kærleika, sem þráir það öllu fremur að sjá æskuna vaxa til fullkomnunar. Mér finnst talsvert öfugstreymi í hugsun Islendinga. Þeir grobba mjög af gáfum sínum, en eru þó nianna ófúsastir til að viðurkenna ýfirburða hæfileika einstöku kyn- bræðra sinna. Aftur á móti falla þeir i stafi fyrir öllu, sem hefir hlotið frægðarorð i öðrum löndum, og verði einhver landi fyrir því láni að hljóta “loflega umigetningu” í erlendu blaði endurómar allt ísland af fagnaðar- söngum. Mér finnst við ættum að verða fyrstir til þess að viðurkenna vora nienn og kannast við það sem vel mögulegan möguleika að við get- um staðið öðrum jafnfætis að and- legu atgerfi. Við skulum taka dálítið dæmi. * Walter Scott er álitinn, með réttu, einn af helztu rithöfundum Breta en ég get þó ekki séð, að hann taki Jóni Trausta svo níjög frain í skáld- skapnum, en samt grunar mig að enn séu þeir menn til á íslandi, sem blátt áfram finnst það fíflska að jafna þeim saman. Af hverju? Einung- is af því að þeir igeta ekki trúað, svona undirniðri, að Frónbúar kom- ist jafnlangt og fremstu skáld stór- þjóðanna. Til þess að afla sér álits heirna, reyna þess vegna margir ung ir íslenzkir höfundar, að líkjast hin- um útlendu “snillingum,’’ sem allra mest, verða nokkurskonar vasaútgáf- ur af Hamsun, Sinclair Lewis, Up- ton Sinclair og Wells. Vitaskuld hefir Trausti sínar tak- markanir og sína galla, en þrátt fyr- ir það, álit ég hann mikið skáld og ég dáist að manndómi hans — þeim manndómi, sem lét hann menlast í fjósinu út’á Melrakkasléttu, þeim manndómi, sem gaf honum þróít til sjálfstæðis þrátt fyrir aðkast og öfund manna. Hiann er einn af uppáhalds höf- undum þjóðarinnar, þó sumir vilji naumast viðurkenna það, af því ment uðu mennirnir hafa sitt hvað sagt um ritverk hans. Sagt er, til dæmis, að hann skrifi aðeins hversdagssögur um hversdags menn (mikið skelfing langar mig til að brúka verulega kjarngóða islenzku en verð samt að haga mér skikkan- lega). Átti hann, máske, að skrifa einhverja dómadags vitleysu um sendi herrann frá sólinni, sem hreinskiln- innar vegna vildi ekki klæðast í nokkra spjör. (Sbr. sendiherrann frá Júpiter.J Jú, Trausti skrifaði sögur um hvers dagsfólk með ættarkosti og eðlis- bresti vors kyns. En þetta frum- stæða ættareðli var mótað og bjálfað \ eldi lifsreynslunnar. Hann orti, með öðrum orðum um nútiðar Islend inga, um mannlifsmyndir veruleik- Þér fáið fleiri brauð og’ líka betri, ef þér notið ___ RobínHood FIiOUR Ábyggileg peninga trygging í hverjum poka ans en ekki hugmynda-vanskapnaði málrófsmannsins. En hvaða stoð er að skrifa bækur um hversdaigs menn? Höfum viö ekkf ótal útgáfur þeirra daglega fyr- ir augunum? Jú, að vísu, en það cr margt, sem hindrar oss í að eigu- ast alsanna mynd af nágrönnutium. Við erum svo nærri þeint, að okkur hlýtur annaðhvort að líka við þá vel eða illa, en það eru aðeins einstöku göfugmenni, sem kannast við kosti óvina sinna eða hafa réttlæti til að dæma yfirsjónir vina sinna ráðvand lega. Fáir eignast því fullkomna nianr. þekkingu af eigin athugun, *en beztu mannlýsingarnar er oftast að íinna á góðum skáldsöigum. I daglegri umgengni sjáum við aðeins hina ytri hlið athafnalífsins, en skáldin hitast við að gera okkur grein fyrir orsök- um athafnanna i þroskun hvatann.i. Skáldsögurnar eru æfisögur hins innra lífs. Þær herma frá þeim, þjáningum, sem hjartað líður, þeirri hrifningu, sem gagntekur andann, þeim hugmyndum, sem í huganum þróast. En . skáldskapurinn vet öur að vera mönnunt skiljanlegu", eigi hann að verða þeint nytsamiegu- til náms. Ef hann villist út írá a|lri mannlegri lífsreynslu, er hann aðeins hljómmikill málmur og hvellandi bjalla. Trausti orti sögur um hversdags- fólk og daglega viðburði í sjóbúð- um, sölutorgum og hreppsfundum, en það var einhver hressandi ntóður í máli hans, einhver örfandi ntann- dómsbragur á allflestum sögupersón- unum. Undir skinnstakknum sló ástriðuþrungið hjarta og búrkonan geymdi viðkvæma og vonhlýja sál. Manni verður undireins þelhlýtt til þeirra, og lesarinnj fylgir sögunni með athygli og áhuga. Lundin var föst, greindin góð, enda þótt hugur- inn væri ekki ákaflega háfleygur. Tilfinningarnar voru ríkar, enda þótt þær blossuðu sjaldnast upp í augna- bliksofsa hins istöðulausa, en þær entust og þess vegna var það ó- maksins vert að gera þær sér að vin- um. Skáldið sýndi hina skáldlegu hlið þjóðlifsins og sannfærði alla sann- gjarna rnenn um þau ntikils varðandi sannindi, að Islendinigar þurfa ekki að sækja sér hrífandi yrkisefni til útlanda. Ástin er alltaf jafn róm- antisk, hvort sem hún á upptök sín i samkvæmissölum Parísarborgar eða fiskireitum' Hafnarfjarðar. Sjóferð á gufuskipi fram með frónskum ströndum, er engu óskáldlegri en gondóluleiðangur í Feneyjum. Og það má yrkja alveg eins fögur ljóð um íslenzka smala, sem svissneska hjarðsveina. Ekkert verður fagurt né hrífandi. fyr en listin hefir lostið það með töfrasprota. Við þá snertingu fellir heimurinn sín ytri efnisklæði og birtist i sinni innri eðlismynd; og sjá, jafnvel steinninn verður yndis- leg imynd þróttarins, og blómin brosa ásthlýtt, eins og vordraumur lífsins i muna mannsins. Skáldið getur lýst hversdags hlut- um, svo þeir verði dýrðlegir, og al- gengum mönnum svo þeir verði hríf- andi. Yfir flestum sögum Trausta hvílir léttur, laðandi lifsfögnuður og hin frum-norræna hugsun, að hamingjan fáist fyrir erfiðið. Að hafa dug til áræðis, þrótt til framkvæmda en bregðast aldrei í mannraunum er auðsjáanlega þær manndygðir, sem hann metur mest. Eg hef sagt að Trausti hafi notið mikillar lýðhylli. Eg held einna helzt af því að mannlifsmyndir hans eru svo sannar. Alþýðan þekkir þar sjálfa sig, eins og hún er i innsta eðli sinu þó eigin slysni og atvikin þafi brákað það og breytt því á ýms- an hátt. íslenzka þjóðin hefir tek- ið skáldið sér að hjarta, og hún mun sjá um að heiður hans fari ekki minkandi í framtiðinni. Eins og nú standa sakir trúi ég líka alþýð- unni einna bezt til þess að meta lífs- gildi þjóða. (Framh.) / Fjær og nær Á föstudaginn lést hér á almenna sjúkrahúsinu, Jóhannes Sigurðsson Nordal, frá Árborg, sonur Sigurðar Nordal. Geysir, og konu hans.— Jó- hannes heitinn var maður á bezta aldri, og liafði sér einskis næins kennt fyr en þess, er nú dró hann mjög snögglega til dauða. Eftir- lifandi ekkja hans, Jóhanna, er dóttir Jósefs og Kristínar Schram í GeysiS byggð.-^ Jarðarförin fór fram að Árborg í gær og jarðsöng dr. Rögnv. Pétursson er fór þangað norður á mánudaginn. Yfirlýsing Þeir, sem kynnu að vita um heim ilisfang dóttur minnar, Mrs. T. B. Hawkins, áður Winnie Reykjalin, eru vinsamlega beðnir að gera mér að- vart við fyrstu hentugleika. Siðast þegar ég vissi til, var hún búsett að Oakland, California. Jón Reykjalín, C/o General Hospital, Selkirk, Man. sem þú kaupir þaí. ' þá geturðu altaf og algjörlega reitt þig á Magic Baking Potvder af því, að þa3 inni- bcldur ekkert álún, 1 e3a falsefni aí nokk A urrí t’gund /// m BOIÐ TlL 1 C ANADA MACIC BAKINC POWDER Nýar Vor - Yfirhafnir Vér höfum óheyrilega mikið úrval af öllu því ný- asta í vor-yfirhöfnum. Láttu ekki bregðast að sjá “YORK MODELIД Ver8 $18 til $45 Stiles & Humphries < Winnipeg's Smart Mens Wear Shop 261 Portage Ave.( Next to Dimgwalls) Ætlið þér að byggja í vor? Vér höfum tekið upp nýja aðferð, sem bæði er þægileg og hagkvæm — sparar þeim bæði fé og tíma, sem ætlar sér að byggja. VJER LEGGJUM ALLT TIL —möl, við ,stál, járnvöru, mál og innanhús-skraút o. s. frv. Notið þessa aðferð. Verð vort er gott.. Varan send eftir þörfum. Engum tíma tapað. Hvers virði þessi aðferð er var greinilega sýnt síð- astliðið sumar. Notið tækifærið. Símið 322, biðjið um Lumber Department. —Þriðja gólfi, H. B. C. (lomimtttt INCORPORATEÐ 2~? MAY 1670. U N G A R i Ungrar úr eggjum af ágætu kyni borga sig vel. Þegar ] 1 þeim er snemma ungað út verpa þeir snemma næsta haust; og . 1 þá er verð eggja hátt. Við getum sent þér unga frá Winnipeg, , 1 Saskatoon, Regina eða Calgary út ingunarstöðvum vorum. Við , ábyrgjumst þá í bezta standi þegar þú færð þá. White Leghorns j ] eru 18c hver, Barred Rocks 19c, White Wyandottes 20c hver. j Pöntun ekki sint ef fyrir minna er en 25 ungum. Ef marg&r j , sortir eru keyptar og 25 af hverri er hver ungi 16 cent. [ 32. blaðsíðu catalogue frítt, með öllum upplýsingum við- i i víkjandi hænsnarækt. i Skrifið eftir þvi tilt HAMBLEY WINDSOR HATCHERIES LTD. ! ! 601 Logan Ave., Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.