Heimskringla - 20.03.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.03.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 20. MARZ, 1929 |;H;! WINNIPEG, 20. MARZ, 1929 Ávarp forseta Séra Ragnars E. Kvaran, við setningu hins ársþings Þjóðræknisfél- agsins, 27. fcbr., 1929. Eg leyfi mér að setja þetta 10. ársþing Þjóðræknisfélagsins um leið og ég býð þingmenn og gesti velkomna hingað. Eigi er kunnugt um að nein völva hafi staðið yfir vöggu félags vors, er það leit fyrst ljós dagsins. Hinsvegar er það alkunnugt, eð ekki hefir skort spádóma um framtíð þess þau 10 árin, sem það hefir lifað. Nokkuð af þeim spádómum hafa verið feigðarspár. Aðrir spáð um langlífi og frama. Hefir sá mismunur ekki einsgöngu stafað af því, að ólíkir menn líta jafnan nokkuð misjcifnum augum á framtíðina. heldur væntanlega mest af hinu, að flestra manna spádómar eru framar öllu sprottnir af óskum þeirra. Þjóðræknisfélagið hefur annan áratug æfi sinnar með þeim sérstökum hlunnindum, að þvi er nú ljósara en áður, hverjir óska því feigðar, og hverjir gengis. Ekki getur oltið á nokkrum vafa utn það, að þessu er vel farið. Sú hreyfing er að eðli sínu lítilsigld, sem ekki vekur andstöðu. Vekti Þjóðræknishreyfing vor ekki andstöðu, þá væri það ákveðið merki þess, að hún væri feig. Það er því ekki ósk mín, heldur athugun á staðreynd- um, sem því veldur, að ég vil láta ljós þá sann færingu mína, að með þessum öðrum áratug sé félag voít að ganga inn í markvert tímabil og ríkt í sögu sinni. Með því að mótbyrinn á þessu ári hefif verið nægilega mikill til þess, að unt hefir verið að átta sig á, hve hugsanir fél - agtsins eiga sér i raun og veru mikinn bakhjarl i lundarfari og vilja ísl. almennings hér í landi, jafnframt því að ljóst er, að feigðarviljinn fær ekki vakið þá öldu, sem féla'ginu sé ekki fært að brjóta áf sér. Eg ætla ekki að verja þessari stund til þess að rifja upp þau vopnaviðskifti, sem fram hafa farið á árinu í sambandi við störf fél- i ■ agsins. Þau munu vera flestum svo í fersku minni, 3ð það sé ástæðulaust. Aðeins skal á það mint, að þingi voru hafði naumast verið slitið í fyrra, er tekið var að leita að sérhverju því, sem ímyndunarríkum mönnum gat hug- kvæmst til þess að vekja óvinsældir félagsins. Árangurinn af því starfi hefir orðið vonum minni, þótt kappsamlega hafi leitin verið rek- i *- • in. ; ] • Um leið og ég drep á það helzta, sem stjórn- arnefndin hefir fjallað um, síðan síðasta þingi : lauk, langar mig til þes^ að þakka samnefndar- : mönnum minum fyrir prýðilega samvinnu. Þrátt j fyr>'- þann styr, sem staðið'hefir um málefni ; ifélagsins, hefir samvinnan innan nefndarinnar verið svo ljúf, sem frekast hefir verið á kosið. j Minnist ég þess ekki, sem þó mun sjaldgæft vera, i að nokkur nefndarmaður hafi nokkuru sinni Iskorast undan að vinna neitt verk, er félagar ; hans hafa beðið hann að gera. Munu allir , þeir, sefn við félagsmál hafa fengist, geta met- ; |ð þá lipurð, er í hlut eiga menn, sem flestir hafa átt mjög annríkt við önnur störf. Aðalmál stjórnarnefndarinnar á milli þinga hlýtur ávalt að vera eitt öðrum fremur — út- breiðslumál félagsins og hugsjóna þess. Síð asta þing mælti svo fyrir, að stjórnarnefndinni væri heimilt að verja allt að 200 dollurum í þarfir útbreiðslumála. Slik heimild hefir oft ást áður verið gerð á þingum, en þetta er í fyrsta skifti, sem nefndin hefir notað sér hana að fullu. Þessari fjárupphæð hefir verið varið fil þess að greiða fargjald fulltrúa stjórnarinnar •pg borga fyrir húsaleigu og annað, er að fund- arhöldum litur. I sambandi við þetta langar mig til að geta þess, að landar vorir vestur á ^etmsktiiuilei (StufnatS 188«) Ketnnr nt * krrrjnm mHrlknlrgl EIGBNDUR: VIKING PRESS, LTD. HfSS <>K 85.1 SARGBNT AVE , WINNIPBG TALStMI: KO 537 V»r« blatislns er »3.00 árgangurlnn Lorg- lat fyrlrfram. Allar borgantr sendtet the viking PRESS ltd. 5IIGEÚ8 HALLDÓRS trá Höfnuut Rltstjórl. UtnnAekrltt ttl blanntnm THI VIKIVG PltlfiSS, I.U-. l»n* *1«® UtnnAnkrlft tll rlt?itj«rnnnt EDITOR HKIMSKKIÍÍG1.A, Box 3105 WINNIPKG, MAN. "Heimekrlngla ls ptibltshcd by The Vlklnis I're«» Utd. and prlnted by UIT* printing a pobi.ishkvg co. 858-855 Snrtrent Are.. Wlnnlpeg, Man. Telephnnei .86 53 7 Mannjöfnuður (Framh. frá 1. síðu). þeim efnum. Stundum var leikurinn á þá leið, að einn, eða fleiri, af gestum í veizlu tók sér jafnaðarmann, það er að segja mann, sem hann helzt þóttist mega jafna sér við og færði rök fyrir málinu. Væru jafnaðarmenn báðir viðstaddir, spunnust einatt langar kapp- ræður milli þeirra; hvor í kapp við annan lofuðu þeir öll sín afrek og öll sín manngildi ýmist í ljóðum eða óbundinni ræðu. Það er eðlilegt að mörgum yrði heitt í hamsi við mannjöfnuðinn ef í alvöru sló. Enda bar það eigi allsjaldan við, að fjandskapur kviknaði af, er leiddi til að jafnaðarmenn bárust á bana- spjót fyr eða siðar. Að þetta hafi verið veizluskemtun er eng- um blöðum um að fletta. Það sannar meðal annars sagan um mannjöfnuð þeirra bræðra Sigurðar konungs Jórsalafara og Eysteins kon- ungs bróður hans Qg er sagt frá því í Heims- kringlu. Upphaf hennar er á þessa leið: “Eitt kveld, er þeir voru saman að veizlu, var munn- •gát slæmt og menn hljóðir. Brýtur þá Eysteinn upp á því að hafa mannjöfnuð að ölteiti: “mun ek taka þik bróðir, til jafnaðarmannz mér.” Þá svarar Sigurður: “Mantu eigi þat, er ek braut þik á bak ef ek vilda ok vartu vetri eldri.’’ M,eð því voru tungu- og metnaðarhöftin leyst og úr því ekki sparað að tína til það sem hvorum þótti veigamest sér i vil en keppinautnum sem mest til skaða. Þegar þeir höfðu all lengi leikist og barist minntist Sigurður á Jórsalaferð sína er talin hafi verið “heldur höfðingleg* en þú sazt heima sem dóttir föður þíns.” Seinna get- ur hann þess, sér til frægðar, að hann hafi háð margar orustur í Serklandi og “jafnan haft sig- rr.”> Eysteinn kvaðst ætía hitt “nytsamara landi og lýð, er hann reisti kirkjur, gerði hafnir og byggði sæluhús á fjallvegum,’’ rtieðan bróðir hans “brytjaði niður þlámenn fyrir fjandann úti á Serklandi.” A endanum þögnuðu þeir. ok var hvártveggi reiður.” Lokasenna í Sæmundar-Eddu er í þrengs'a skilningi ekki mannjöfnuður þótt skyldleikinn við þessa samkeppni sé auðsær. Þannig stendur í frásögn þessari að Loki á í höggi við fleiri en einn. I raun og veru á hann í höggi við öll hin goðin, en þótt hann hafi þau öll á móti sér hikar hanii samt við að jafna sér við hvert fyrir sig og þykjast meiri. Annað dæmi í ’sama kvæðasafni er á- kveðinn mannjöfnuður. Það er að finna i Hárbarðsljóðum: “Þór fór ór Austrvegi, ok kom at sundi einu; öðrum megin sundsins var ferjukarlinn með skipit.’’ Er Þór fremur mjúkmáll í fyrstu og heitir launum, ef hann fái ferð yfir sundit, en ferjukarlinn sem nefnist Hárbarður, er sumir hyggja að verið hafi Öðinn, er ekki fljótur til að verða við bón komumanns, og lætur þess :g<etið, a ðsér hafi verið uppálagt að ferja enga hrossaþjófa eða hlennimenn. Verður skjótt úr þessu hin snarpasta sam- keppni. Þór telur fram stórvirki sín, dráp Hrungnis, dráp Þjazza og fleira og spyr í hvert skifti: “Hvað vantu þá meðan Hárbarðr'?” Ekki stendur á steini fyrr Hárbarði, þó afreksverk hans séu annars eðlis, mest fólgin í vélum og göldrum. Leikurinn harðnar þangað til Hár- barðtir neitar með öllu að flytja Þór yfir sund- ið og verður lítill kærleikur í kveðjum. Þór Kyrrahafsströnd höfðu farið þess á leit við stjórnarnefndina, að hún sendi þeint fulltrúa til þess að mæta á Islendingadegi síðastliðið sunt- ar. Henni þótti rétt að verða við þessum til- mælurn og veitti $50 styrk til fararinnar. Er sú upphæð talin með í þessum $200 dollurum, er ég hefi getið um, að eytt hafi verið.til út- breiðslumála. Starfið í þessa átt hefir borgað góðan árang ur. Félagatalan hefir aukist svo, að furðulegt má heita. Skiftu nokkurir menn með sér verk- um og naut nefndin einnig aðstoðar ágætra manna utan nefndarinnar. Nefni ég þar sérstak lega til séra Jónas A. Sigurðsson og Asmund P. Jóhannsson, sem unnu hið ágætasta verk. Var störfiim þannig háttað, að sérstaklega voru heimsóttar þær byggðir, er eigi voru deildir fyrir í. Yfir 270 rlýir félagar bættust við, og er nú feTagatalan mj og tekin að nálgast það, að fullt sé fyrsta þúsundið. Mér virðist þessi árangur fyrir margra hluta sakir eftirtektarverður. Ekki sízt fyrir þá sök, að þetta gerist á þeim tíma, sem verið er að leitast við á allan hugsanlegan hátt að gera félagið tortryggilegt í augum almennings. Það er og alkunnugt, að mörgum hafði þótt svo fyr- ir um deilurnar í blöðunum, að þeir óskuðu sér þess helzt að vera sem fjærst þeim eldi, sem vakinn hafði verið. En hins er vitaskuld líka að , (Frh. á 3. bls.) segir: “Launa mun ek þér farsynjun ef vit finn- umk í annat sinn,” og Hárbarður svarar: “Far þú nú þars þik hafi allar gramir.’” Þessi dæmi ná langt til baka í tíðina. Eng inn veit hvað langt. Og slík dæmi í sögum vor um eru mörg. Þau eru í raun og veru óslitin eftir söguleið vorri gjörvallri. Nú spyr einhver: Hvaða skemtun er í þessu ? . Til svars því má segja fyrst af öllu: skemtun er afar víðtækt orð. Það sem er einum til skemtunar er oft öðrum til hinna mestu leiðinda. Má í þessu sambandi minna á þjóð- söguna um vermennina frá Norðuríandi er voru á leið suður. Er hríð skall á fundu þeir fylgsni í helli nokkrum og eftir að þeir höfðu búið um sig! þár eftir því sem bezt þeir gátu fóru þeir að ráðgast um það hvað skyldi haft til skemtunar. Afráðið var að kveða Andra- rímur. Þegar því hafði farið fram alllengi heyrist hróp frá tröllkarli sem lengra var inn í hellinutn: “Nú er mér skemt en ekki konu minni; hún vill heyra Hallgrímsrímur.” Þegar svo PSssíusálmar höfðu verið sungnir um hríð kveður við sama raustin: “Nú er konu minni skemt en ekki mér.” Þetta er ekki annað en dæmi af því sem sí og æ kemur í ljós. Hvað einum er til skemtunar fer eftir andlegu ásig- komulagi hans, tilfinningum smekk, þekkingu, o. s. frv. Segjum að þessu sé valið ógöfu:gt nafn og kallað “rifrildi’’ eða manna-at. Veit ég að menn fara þá að hugsa um aðra skemtun sem mjög var tíðkuð á Islandi: hesta-at. Um það er sagt: “að etja saman stóðhestum til vigs og horfa á þá*bítast og slást og berjast fnæsandi og hvíandi, þóti eitthvert hið mesta alþýðu- gaman, enda var jafnan fjölment við slíkar skemtanir.” Þetta er á engan hátt sérkennilegt fyrir nor- ræna menn. Menn mega minnast nauta-a‘s á Spáni, blóðsúthellinga manna og dýra til að skemta áhorfendum i hinni fornu Rómaborg og svo hnefaleikar nútímans. Það mun vera sann- leikur að dýrustu mótin sem nú eru haldin i heiminum eru hnefaleikasamkomurnar. Dýpsta rót þessarar skemtunar er óefað bar- dagablóðið sem svellur í æðum hvers einasta manns. Þar á maðurinn sameiginlegan reit með gjörvöllu dýralifinu á jörðunni. Einhver tæki íil verndar, gegn óvinum munu vera ásköp- uð þeim öllum. Kunningi minn einn hér í Winnipeg sagði mér nýskéð sogu sem sýnir hve mikinn áhuga áflog, hvort heldur er dýra eða manna vekja. Fólk var komið saman til kirkju; en fleiri höfðu komið á kirkjustaðinn en fólkið. Fyrir var dávæn sveit hunda. Einn safnaðarmanna hafði komið með vöxtulegan gamlan rakka, og hefir víst eigandinn haft álit á honum til bardaga. Þegar nú presturinn er kominn að einum alvöru þrungnastá kafla prédikunarinnar heyrist þess- ujji safnaðarmanni að eitthvað sögulegt sé að •gerast utan kirkjuveggja. Stendur hann upp, sér hundana alla í einni orustuþvögu og þann gula skara fram úr í hetjuskap. Getur þá maður þessi ekki varist því að láta aðdáun sína í Ijós og gellur upp yfir allan söfnuðinn: “Mik- ið a.......... stendur hann sig vel sá guli.” Svo mikið er af bardagablóði í mönnum yfirleitt, að víðast mun “sá guli” vekja ekki svo litla skemtun. Lifið er stríð. Frá upphafi til enða er það stríð. I einhverri mynd er það stríð, eða ekki verður annað sagt eftir því sem vér höfum átt kost á að kynnast því. Hinu neitum vér ekki að friðul er til, aiveg eins og hvíld er til þótt vinna sé það hlutskifti, sem útmælt er öllum mönnum. Eins verður því með engu móti neitað að stríð er óaðskiljanlegur hluti lífsins. Þessi skilningur á lífinu var sérstaklega næm ur með forfeðrum vorum. Ekkert er skýrara í Völuspá, heiðindómsbiblíu h|orðurLndabúa, en einmitt þetta. Æsir eiga í, sífeldri baráttu við jötna, auk þess sem þeir eru ekki lausir við inn- byrðisstríð, og bæði hin góðu ctg hin illu öfl bíða úrslita orustu. Öefað áttu hin erfiðu lífskjör manna á norðurlöndum þátt í að opna mönnum skilning á þessum sannleika. Holskeflur hafsins og jök- ulnepjur voru í raun og veru jötnar, sem þeir voru aldrei með öllu lausir við. Nú heyri ég einhvern flytja þá mótbáru að, þó þetta sé óneitanlega rétt lýsing á einum sterk- asta þætti i lífi Norðurlandamanna, gæti þetta með engu móti talist til skemtunar, heldur ná- kvæmlega hið gagns‘æða; menn hafa tæpast gert sér það til skemtunar að vera úti í blind- byl uppi á reginfjöllum eða að tefla við opinn dauðann í hamslausu ofviðri sem orgaði við skerið, sem ekki sýndist unt að stýra framhjá. Þessari mótbáru svara ég á þann hátt að kann- ast við það brot af sannleika sem hún geymir. En ekki getur það verið tilviljun ein að engir fóru til Valhallar nema þeir sem féllu í orustu, en með fyrirlitningu er sóttdauðum mönnum vís- að til Helju. Valhallar-sælan er líka að miklu leyti í því fólgin >að heyja orustu hvern einasta dag. Þessir menn fóru ekki á ijjis við á- nægju af því að standa í stórræð- um hvort sem- óvinirnir voru menn eða náttúruöfl. Söngur Víkinganna eftir Gísla Brynjólfsson lýsir einum þætti' þessa máls með svofeldum orðum: “Ef að hvolfa öldur háar eiga á mari vænum knör og ef kaldar bárur bláar * búa mönnum dauðaför, Víkingarnir vel ser una á votum öldum.” Vist er um það að skemtanir manni staiída í all-nánu sambandi við starfs líf þeirra. Allir hafa víst veitt því eftirtekt, að leikar barna, þar sem þau eru algerlega sjálfráð um hvern ig og hvað skuli leika, eru, eru að miklu leyti eftirstælinglar þess sem þau sjá fyrir sér í athöfnum fullorðna fólksins, Lg hafið þér nokkurntíma veitt því eftirtekt, hve mikið af starfslífinu fléttast inn í skemtanalíf fullorðna fólksins. Ein helzta skemtun manna nú, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt, eru myndasýningar; en hvað eru þær annað, þegar skap- lega tekst til, en mannlífið sjálft í starfi og öðru. Þetta verður þó Iíklega enn ljósara þegar athugað er skemtanalíf til forna. Meðal þess sem þar var haft til skemtunar var þetta: sögur af Vikingalífi og svað- ilförum, ljóð um sigurvinningar, skrípaleikir og eftirs'ælingar af .ýmsu því sem gerðist i starfslífinu, líkam- legar íþróttir, auk mannjafnaður, sem áður hefir verið nefndur. Sam band alls þessa við lífið liggur i aug- um uppi. m Skemtun er hverjum það sem hreyfir hugann og hann hefir lund og smekk fyrir. \ Skemtun höfðu norrænir menn af mannjöfnuði, þótt stundum gránaði gamanið á endanum. Það var "svo ríkt í blóðinu að eiga í erjum. Svo varð þessi skemtun reglulegrlr hverfisteinn fyrir skarpskyggni og orðahagleik. Sterkasta aflið af öllu var áfergjan í að sigra. Til þess að ná þvi takmarki þurfti þátttak- andinn að vera fljótur að hugsa, hygginn að velja til þrifamestu sannanagögnin og hagur að smíða smellnustu orðatiltækin til þess að flytja hugmyndir sínar. Það er engin furða að gáfuðum mönnum þætti gaman af þessu bæði að taka þátt í þvi og hlýða á. Og óblandin skemtun hefir deilan um heimferðarmálið verið mörgum manni hér vestra, jafnvel sumum sem tæpast myndu kannast við það, þó langt sé frá því að þetta nái til allra. ' » Það er óneitanlega einn galli á þesari skemtun eins óg frá henni er sagt í fornritum' vorum. Það er sami gallinn eins og er á hesta-atinu og öðru ati, það er að segja, þegar menn eru að etja kappi í leikum, sem áttu að vera til skemtunar eða þá í leik lífsins. Sá galli nefnist óbil- girni. Ölplgirnin setur það tak- mark að sigra, hvað sem það kost- ar, hve mikil sem sárin kunna að verða og hversu illa sem keppinaut- urinn verður útleikinn. Það nægir að verða ofaná; það gerir mýina til hvort það hefir orðið með réttu eða röngu. Þetta er stundum nefnt of- urkapp, og má vera, að þaþ standi í sambandi viö framsóknafan’da, sem er réttmætur og göfugur. “‘Kapp er bezt með forsjá,” er víst gamallt orð. Það er talað frá hygginda sjónar- miði einu. t Kristnir menn ættu að bæta við og* segja: “Kapp er bezt Jiegar því er s^jórnað af réttmæti og kærleika.’’ Líklegast er deilunni um heim- ferðaijmálið ekki með öllu í ætt skot- ið hvað óbilgirni snertir, þegar hún er borin saman við mannjöfnuð með Islendingum í fornöld og á’ öldunum sem liðnar eru síðan. Hún er meira að segja, ekki einstök í sögu Vestur- íslendinga. Oftar en einu sinni hafa byggðir, eða þá litla vestur-ís- r DODDS kidneyI í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurklenndiu meöujL, við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. 'nz’ka mannfélagið i heild. skifst í tvær sveitir, sem hafa fylkt sér sín um hvorn mann. og ekki niun það fjarri sanni, þegar öll kurl eru til grafar komin, að þessi síðasta deila etgi dýpstar rætur i viðureign mjög fárra manna. Eg veit, að það gæti verið mjög hrífandi fyrir tilheyrendur mina að heyra skarpskyggna gagnrýning á þessum hildarleik framsetta með smellnum skáldlegum orðum. Einn maður hefir þegar gert nokkra til- raun til þess verks, séra Guttormur Guttormsson. Satt að segja vona ég að það verði einhverntíma gjört enn rækilegar af samskonar manni sem vinnur það verk eins og sannur vísindamaður sem huigsar um það eitt að þræða sannleikann og þorir að segja hann; en ekki hefi ég í huga, sizt að þessu sinni, neitt heild- aryfirlit. Jafnvel þó ég- hafi nokk- uð ákveðnar skoðanir um það, hvar feilin liggja í þessu máli, er það al- gerlegá fyrir utan tilgang minn nú, að koma fram sem nokkur dómari; en fyrir því get ég ekki lokað aug- unum, og tæpast nokkur sem kunn- ugur er þessari deilu, að borið hefir á í henni, ekki svo lítilli óbilgirni. Sverja Vestur-Islendingar í því efni sig i ætt við heiðna forfeður sína. Ekki verður því heldur neitað, að leiftrandi gáfur hafa oft haldið blik- andi sverði á lofti. Klofningurinn er nú orðinn með öllu órjúfanlegur, og það er orðið ó- hjákvæmilegt, að Vestur-Islendingar geta elfki orðið samferða á einu skipi til að samfagna ættjörðinni út af þúsund ára minning alþingis. “Að sitja sárt og kvíða, á sjálfan þig er hrís,” segir Hallgrimur Pétursson, o,g vil ég heimfæra það upp á núverandi á- stand meðal vor. Með Skúla fógeta segi ég: “Hættið nú öllum skælum.” Drengileg samkeppni er eina skap- lega leiðin úr þessu. Matthías Jochumsson leggur Jóni Arasyni þessi orð í munn á aftöku- staðnum: “Einna hrópa ég hefnda; Herra, láttu spretta upp af okkar blóði, allt hið sanna og rétta: trú og frelsið forna frægð Qg þrek og tryggðir.” Án þess að slá stryki yfir nokkuð COKE ZENITH KOPPERS C O A L McLEOD RIVER GALT ALL STEAM COALS J. D. CLARK FUEL CO. LTD. Office: 317 Carry Str. PHONES YARD: 23341 - 26547 - 27773 - 27131

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.