Heimskringla - 27.03.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.03.1929, Blaðsíða 6
6. ÖLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. MARZ, 1929 breiddir út mældist hann full sex fet. Bréf fylgdi þessari stórkostlegu villibráð. “Lestu það upphátt,” hrópaði hertoga- frúin forvitin. Ekkehard braut innsiglið, sem hann þekkti ekki, og las— ‘‘Til hins velæruverðuga bróður Ekke- hards að Hohentwiel, ritað með hönd Burk- ards klausturnema, fyrir hönd Romeiasar vökumanns. ‘‘Ef þeir hefðu verið tveir, þá hefðir þú fengið annan. En með því að mér auðnaðist ekki að ná í tvo, þá er þessi ekki fyrir þig: þinn kemur seinna. Þér er það sent vegna vanþekkingar á nafni hennar. Hún kom með hertogafrúnni daginn sem hún kom til klaust- ursins, og var í kjól sem var eins litur og grænn gaukur, og hárið á henni var vafið um- hverfis höfuðið. “Hún á að fá fuglinn. Vegna hinnar sífeldu umhugsunar hans, sem fuglinn skaut, um gönguferðina með henni til einsetukon- unnar. Það Verður að bleyta það vel og steikja hægt þangað til það er orðið mjúkt, annars verður það seigt. Komi gestir, þá á hún sjálf að éta hvíta ketið á hryggnum, því að það er bezt; það er harpeisbragð að brúna ketinu. “Hér með einnig margar óskir um gæfu og blessun henni til handa. Og einnig til þín, æruverðugi bróðir. Vanti í kastala þinn varðmann, dyravörð, eða skógarvörð, gerðu svo vel að mæla vingjarnlega við hertogafrúna með Romeiasi, sem æskir að breyta til um þjónustu sökum þess að brytinn hlær að hon- um og skrímslið hún Wilborad kvartar undan honum. Hægt er að fá vottorð um æfingu við dýragæzlu, og reynslu í að veita og neita ókunnugum gestum umferð. Sama er að segja um dýraveiðar. Hann horfir þegar í áttina til Hohentwiel, eins og hann væri dreg- inn þangað á þræði. Lengi lifi þú og her- togafrúin! Vertu sæll!” Almennur hlátur braust út er lestrinum á þessum pistli var lokið. En Praxedis blóð- roðnaði. ‘‘Þetta er dáfallegt!” hrópaði hún reið til Ekkehards. “Rita bréf í nafni annars og smána mig!” “Bíddu við,” mælti hann; “hvers vegna ætti ekki þetta bréf að geta verið áreiðan- legt?” ‘‘Það væri ekki fyrsta bréfið, sem munk- ur hefði falsað,” svaraði FTaxedis með mikilli beiskju. ‘‘Hvers vegna þarftu að vera gera gys af þessum óheflaða veiðimanni? Það var ekkert að honum!” “Praxedis, vertu nú skynsöm,” mælti hertogafrúin. “Líttu á fuglinn; vissulega hefir hann ekki verið skotinn í Hegau, og Ekkehard ritar ekki svona hönd. Eigum við að vera að bóninni og veita umsækjandanum starf í þjónustu vorri?” ‘‘Nei, ég bið þig að gera það alls ekki!” hrópaði Praxedis upp fyrir sig í flýti. “Eng inn skal geta sagt -----” ‘‘Jæja, jæja,” sagði húsmóðir hennar í róm, sem ekki var mótmælt, og hún vafði í sundur bókfellið. Myndimar efst höfðu tek- ist nokkurnveginn þolanlega, en nöfnin, Heið- veig, Virgil, Ekkehard, vörpuðu ótvíræðu ljósi yfir þær, ef um einhvern efa gat verið að ræða, af hverjum þær ættu að vera. Stór upphafsstafur, skreyttur með útflúri, hóf fyrstu línu kvæðisins. Hertogafrúin varð hjartanlega glöð. Ekkehard hafði aldrei áður sýnt nokkurn vott þess, að hann væri svona mikill snillingur í málaralist. ' Praxedis leit á purpuraskikkj- una, sem hertogafrúin bar á myndinni, og hún brosti eins og hún byggi yfir einhverju, sem hún gæti sagt frá, ef hún kærði sig um. Hertogafrúin gaf Ekkehard merki um að lesa kvæðið upphátt og þýða það. Hann gerði það og var innihald hins latneska frum- kvæðis á þessa leið í óbundnu máli — ‘‘Aleinn ég sat um miðnæturstund og las forna fræði. Lék þá ljómi umhverfis mig, sem bjartari var mánabirtunni. Og skyndi- lega sá ég geislandi mannsmynd. Bros lék um varir hennar, og var sem brosið væri eigi af þessum heimi. Dökkt hárið liðaðist í þykkum lokkum, en heiðurssveigur krýndi lokkana. ferðir Æneasar og reiði guða, um allt það, er að lokum leiddi til stofnunar hinnar rnikiu Róma. , “Þúsund ár eru síðan komin og farin; látinn. er óðmæringur, látið allt hans kyn. Sjaldan færir andvarinn mér til kyrlátrar graf ar minnar óminn af gleðinni innan um vínvið- inn eða brimliljóðið frá Messinahöfða. “En fyrir skömmu flutti vindur norð- lægra landa mér furðulegar fréttir, að í fram- andi landi væri enn lesin saga örlaga Æneas- ar; það gerði prinsessa, göfug og kynstór; ný orð og þokkaþrungin votta um þá ástríðu, er eitt sinn fyllti hjarta mitt. Trú vor var sú, að við rætur Alpanna byggi ómannaður múg- ur og allt út í mýrlendi Rínarlanda; en er vor eigin þjóð hefir gleymt oss, þá sjá! lifum vér að nýju meðal ókunnugra þjóða. Enga meiri sæmd fær skáldið þegið, en slíka viður- kenningu göfugrar frúar. ‘‘Heill sé frú þinni, því hvað fær himin- inn ágætara gefið en vald með vizku? Eins og Aþena meðal goða situr herdrotningin í hásæti sínu, og stundar listir stríðs og frið- ar. Mörg árin haldi hún sprota á lofti; verði þjóð hennar sterk og prúð í siðum. En minnist mín er þér hlýðið á hetjukvæði og fagran söng. Kveðjur sendir ítalía, og Vir- gil heilsar kietti Hohentwiel. * “Þannig mælti hann og laut höfði og hvarf. Sömu nótt ritaði ég boðskap hans og færi frú minni sem auðmjúka gjöf þessar lín- ur frá þjóni hennar Ekkehard.” Það varð stutt þögn á eftir síðustu orð unum. Þá gekk hertogafrúin til hans og rétti honum höndina. / "Ekkehard,” mælti hún, ‘‘ég þakka þér!” Einu sinni áður, í garðinum í St. Gall, hafði hún notað sömu orðin, en rómurinn var jafnvel enn þýðari í þetta sinn, það var glampi í augum hennar og bros hennar minnti á bros dísarinnar í æfintýrinu, sem jafnan stráði um sig ilmandi rósum. Hún snéri sér síðan að Praxedis og hélt áfram — “Og eiginlega ætti ég að skipa þér að biðja fyrirgefningar á hnjánum fyrir að hafa 1 étt áðan talað óvirðulega um þenna lærða, geistlega mann.” Það kom glettnissvipur . á 1 andlitið á gfísku stúlkunni. Hún vissi vel, að munkin- um hefði naumast tekist svona vel, ef hennar ráða og aðstoðar hefði ekki notið við. “Framvegis,” mælti hún, “skal ég gæta þess að sýna ágæti hans þá virðingu er því ber. Ef frú mín æskir skal ég jafnvel flétta honum blómsveig.’” Miðnæturstundin var komin, og Ekke- hard farinn til herbergis síns, en kvenmennirn- ir tveir voru eftir í salnum. Gríska mærin hafði sótt vatnskönnu, fáein smábrot af blýi og skeið úr málmi. “Blýbræðslan síðasta ár sagði-okkur rétt um framtíðina,” mælti hún. “Við gátum þá ekki áttað okkur á, hvað þessi undarlega mynd var. En nú er ég orðin san'nfærðari og sannfærðari um, að hún líktist munka- kufli, og nú er munkakufl í kastalanum.” Hertogafrúin varð hugsi. Hún lagði lilustirnar við, til þess að vita hvort Ekkehard kynni ef til vill að koma til baka. “Þetta er ekki nema heimskuleg hérvilla,” sagði hún. “Ef frú minni fellur þetta ekki,” svaraði gríska mærin, “hvers vegna bauð hún þá ekki kennaranum að skemta okkur með einhverju öðru? Vafalaust er Virgill hans öruggari í spásögum en blýið okkar, ef hann skyldi ljúka upp bókimii á þessari helgu nótt með blessun og bæn. Mér þætti gaman að vita hvaða hluti kvæðisins myndi segja okkur fyrir um það, sem bíður oss á næsta ári.” “Þeý!” sagði hertogafrúin. “Það er ekki lengra síðan en urn daginn, að hann tal- aði mjög stranglega um galdur.” ‘‘Þá verðum við að láta okkur gömlu að- ferðina nægja,” sagði Praxedis, og hélt skeið- inni með blýkögglunum yfir lampaljósinu. Blýið bráðnaði og titraði; Praxedis stóð á fætur, þuldi einhver óskiljanleg orð, og helti blýinu í vatnið. Það hvæsti undan því. EKKEHARD * Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Og nú voru hunangsbrauðin bökuð í hjartaformi og frú Heiðveig skreytti hið feg- ursta með möhdlum og kryddjurtum. Adifax kom einn daginn inn í eldhúsið hálfdauður af kulda og kraup sem næst log- andi eldinum á hlóðunum. Varir hans titruðu eins og hann væri sjúkur, en hann var glaður og sigri hrósandi engu síður á svipinn. “Bú þig af stað, litli náungi,” sagði Prax- -edis, “því í dag verður þú að labba út í skóg- inn og höggva fallegt, lítið grenitré.” "Það er ekki mitt verk,” svaraði Adifax með þótta, “en ég skal gera það, ef þú vilt gera mér annan greiða í staðinn.” ‘‘Og hvers æskir herra Geitnahirðir?” spurði Praxedis. Adifax spratt á fætur og hljóp út, en kom aftur að vörmu spori og hélt sigrihrósandi dökkbrúnu loðskinni á lofti. Stutt, mjúkt hárið var gljáandi og þykt og þægilegt við- komu. “Hvar hefir þú náð í þetta loðskinn?” spurði Praxedis. “Eg veiddi það sjálfur,” svaraði Adifax og leit á herfang sitt með sýnilegri ánægju. “Þú átt að búa til loðhettu úr þessu fyrir Hadu- moth.” Og gríska stúlkan, sem féll vel við Adi- fax, lofaði að verða við bón hans. Lokið var við að höggva jólatréð, bera það heim í kastalann og skreyta það með epium og kertum. Maður frá Stein á Rín- árbökkum kom og afhenti körfu, sem saumuð var inn í léreft. Það hafði verið sent frá St. Gail, til meistara Ekkehards. Og frú Heið- veig lét setja þetta, óopnað, á borðið ásamt öðrum gjöfum. Loksins kom jólakveldið. Allir íbúar kastalans höfðu safnast saman, klæddir í sitt veglegasta skraut, því þennan dag var -enginn munur gerður húsbænda og hjúa. Ekkehard las fyrir þau út ritningunni um fæðingu Krists; og nú gengu tveir og tveir saman inn í stóra salinn, þar sem kertin log- uðu glatt á dökkgrænum greinum grenitrés- ins. Adifax og Hadumoth gengu síðust allra. Svolítið blað af gull-laufi, sem fallið hafði niður, er verið var að gylla hneturnar, lá á þröskuldinum. Adifax laut niður til þess að taka það upp, og það molnaði niður er hann snerti það. “Þetta féll úr vængjum Krists bamsins,” hvíslaði Hadumoth að honum með viðkvæmni. Gjafirnar handa þjónustufólkinu lágu eft Ir endilöngum stórum borðum — lín og vefn- aður og kökur. Hjúin tóku með gleði og þakklæti við þessum táknum um mildi hús- móður þeirra, því hún lét ekki ávalt þann eig- mleika í Ijós. Vitaskuld var loðhettan meðal gjafanna, er Hadumoth hlaut. Hún gat ekki varist gráti, er Praxedis kom upp um gjafarann í glensi og gamni. ‘ Eg hefi ekkert handa þér, Adifax,” sagði þún. “Þetta er í staðinn fyrir gullkórónuna,” • svaraði hann. Hjúin þökkuðu hertogafrúnni fyrir sig »8 snéru síðan aftur til skála síns. Þegar þau voru farin, tók hertogafrúin í hönd Ekke- Jiards og leiddi hann að litlu borði til hliðar. “Handa þér!” mælti hún. Milli möndlu skreytts krydd-hjartans og körfunnar lá falleg prestahúfa úr flaueli og stórfallegur hökull. Kögrið á höklinum var saumað með gullþræði og dökkir silkiblettir ísaumaðir; sumir voru settir perlum og í heild sinni mátti gripurinn vel sæma biskupi. “Lof okkur að sjá hvernig þér fer þetta,” sagði Praxedis og setti húfuna, þótt geistleg væri, á kollinn á honum og brá höklinum yfir herðar honum. “Afbragð! hrópaði hún. “Vissulega imáttu vera þakklátur!” Ekkehard lagði feiminn frá sér hina helgu liluti og dró upp úr lausum fellingunum á barmi sér bókfellið brosandi. Böndin voru skorin af körfunni. Gríð- arstór þiður lá í körfunni, vandlega falinn í heyi og með öllu óskemdur, vegna þess hve kuldinn í veðrinu hafði hlíft honum vel. Ekke Jiard lyfti fuglinum upp; þegar vængirnir voru “Rólegt augnaráðið féll á opna bókina. Hann mælti: Vertu hughraustur, vinur! Eigi er ég vofa, komin til þess að rjúfa frið þinn; kveðjur ég færi þér, og gleði vildi ég gefa þér. Köld virðast nú orðin á bókfelli þínu, og þó ritaði ég þessi orð með vörmum lífsstraumi hjarta míns. Eg kvað um dáð Trojumanna, Heiðveig hertogafrú horfði áhugalaus á, meðan Praxedis hélt könnunni upp að ljósinu. í stað þess að detta í smáhluti með ýmissri lögun, hafði blýið allt orðið að einum löngum dropa. Praxedis tók hann og lagði í lófa hertogafrúarinnar, þar sem glámpaði dauflega á hann. “Þetta er önnur gáta fyrir framtíðina að lesa,” sagði Praxedis í gamni. ‘‘Framtíðin sýnist í nótt vera líkust greniköngli.” “Eða tári!” sagði hertogafrúin alvarleg, og laut höfðinu fram á hönd sína. Mikill hávaði frá neðsta gólfi kastalans tók fyrir frekari rannsóknir. óp og hví frá griðkonum, hvellir tónar í gígju og sterkar karlaraddir, allt kom þetta í einni þvögu að neðan. Og nú kom kvennaskari á flótta að dyrum hertogafrúarinnar, og staðnæmdist þar, eins og hann þyrði ekki lengra, en leitaði að vernd. Friderun stóra gat naumast stillt sig um að skammast með mjklum hávaða, og Hadu- moth grét sáran. Að baki þeim heyrðist eins og stórt bjarnartrýni. Það urraði og klunnalegt, staulandi fótatak, fótatak tví- fætts dýrs, og nú kom það í ljós, klætt í bjarn- arfeld og með naálaða viðargrímu,, sem var eins og stórt bjarnartrýni. Það urraði, og ýlfraði eins og hungraður bangsi í leit að bráð, en við og við komu falskir tónar frá gígj unni, sem það bar í rauðu bandi yfir loðnum herðunum . En þegar dyrnar opnuðust og hertogafrúin kom í ljós, snéri þessi nætur- vofa við og staulaðist aftur út göngin, sem bergmálaði fótatalcið. Ráðskonan gamla hóf söguna; hvernig þau hefðu setið í næði saman og skemt sér við jólagjafirnar, þegar skrímsli þetta hefði brotist inn á þær og hefði fyrst brugðið á dans eftir sínum eigin gígjuslætti; en því næst hefði það slökkt á kertunum og ógnað hræddum stúlkunum með kossum og faðmlögum; en að lokum hefði það gerst svo óstýrilátt og hamslaust, að þær hefðu ekki átt annars úrkosti en að leggja á flótta. Það fylgdi og með sögunni, að ef marka mætti af hinum ruddalega hlátri bjarnarins, þá væri nokkur ástæða til þess að ætla aö Spazzo, stallarinn, hefði falið sig í loðskinni 'þessu, og væri að ljúka við jóla- veizluna (eftir að hafa fengið sér eigi all- lítið í staupinu) á þennan hátt. Heiðveig hertogafrú huggaði hin mæddu og reiðu hjú, og bað þau að ganga til hvílu. En undrunaróp heyrðust frá garðinum, og allir hópuðust þar saman til þess að horfa á varðturninn, því að hinn hræðilegi björn hafði klifrað upp og sat í vígskörðunum á turnin- um. Hauslubbinn teygðist til himins, eins og hann væri að heilsa nafna sínutn, Stóra- birni. Þessi diökka mynd bajr gj-einilega við stjörnubjartan himininn, og urrið lét drauga- lega í næturkyrðinni, en þó hefir enginn dauð- legur rnaður komist að raun urn hvað hinir skínandi himinhnettir opinberuðu vínþrungn- um heila meistara Spazzos. En Ekkehard kraup á kné þessa sömu miðnæturstund fyrir framan altarið í kapellu kastalans og söng með lágum rómi hin fyrir- skipuðu jólanæturljóð kirkjunnar. 11. KAPÍTULI Öldungurinn í Heiðanhelli Það sem eftir var vetrarins leið tilbreyt- ingarlítið og fyrir því fljótt. Þau báðust fyr- ir og unnu, lásu Virgil og námu málfræði. Frú Heiðveig var hætt að spyrja örðugra spurninga. Hefðarfólk nágrennisins kom að heim- sækja hertogafrúna, meðan stóð á kjötkveðju hátíðinni — lávarðarnir frá Nellenburg og Veringen, gamli greifinn frá Argengau með dætur sínar, Guelph-arnir sjö frá Ravens- burg handan yfir vatnið, og ýmsir aðrir, svo nóg var um veizlur og drykkjur þessa dag- ana. En kyrðin ríkti aftur í Hohentwiel, er gestirnir voru farnir. Marzmánuður kom, og með honum storm ar miklir og umhleypingar. Halastjarna sást á himm ir næst var stjörnubjört nótt, og storkurinn, sem átti þægilegt hreiður á þakskeggi kastalans, flaug aftur burtu eftir að hafa staðnæmst aðeins eina viku um vor- ið. Margir hristu höfuðið yfir þessum tákn- um. Og einn daginn rak smali frá Engen hjörð sína fram hjá Hohentwiel og sagði þá frá því, að hann hefði séð herorminn.* Allir vissu að það var fyrirboði ófriðar. *Sérstakar lirfur, sem hanga saman í kökk- um.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.