Heimskringla - 10.04.1929, Síða 4

Heimskringla - 10.04.1929, Síða 4
4. BLAÐSÍÐA HEI MSKRINGLA WINNIPEG, 10. APRÍL, 1929' IBcímskrin^la (StofnaH 1886) Krmnr mt 6 hrerjuiti mlf>Tlkude*l. EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 8B3 »K 855 SABOENT AVF. , WIN.XII'KO TAI.S1 M 1: 8« 537 V«rV bl&Vslns er $3.00 árgangurlnn borg- l«t fyrlrfram. AJlar borganlr sendlst THE VIKING PRESS LTD. ÍIGFÚ8 HALLDÓRS tiá Höfnurn Rltstjórl. HtanAnkrlU (II hlnfVnlnsi THHJ VIKING PIUCSS, Md., «•! tltan Ankrlftf (II rltfntfJAranni RDITOIi HEIMSKIUNGLA, Boi 81«B WlfVNIPEG, MAN. 8106 "Heimskrlngla ls pnblished bj The Vlklnic I'reaa I«td. and prlnted by CITV PRIIMTING PIJBGISHl-NG CO. Saricentf Avf.« Wlnnlpe*, Mnn. Telephonei .86 .%3 T WINNIPEG, 10. APRÍL, 1929 A víð og dreit UM SJÖ SYSTRA MÁLIÐ 0 Fylkisstjórnin vann sig-ur í þinginu þriðjudaginn 2. apríl, eins og skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu, með aðstoð liberala, eftir að hafa orðið að leita á náðir þeirra. Hve haldgóður sá sigur yerður, kemur ekki í Ijós fyr en við næstu fylkiskosningar, er sennilega fara ekki fram, úr því sem nú er komið sambandi stjórnarflokksins og liberala, fyr en hið venjulega kjörtímabil er á enda. En því miður er ekki hægt að segja, að þetta hafi verið sigur framsóknar- stefnunnar í fylkinu, að kveða niður til- lögu Mr. Queen um það, að skipa þing- rannsóknarnefnd til þess að rannsaka Sjö-systra samninginn milli fylkisstjórn arinnar og W. E. félagsins, eða, máske réttara sagt, allan aðdragenda þess samnings. Stjórnin hefir fullyrt, hvað eftir annað, að hún hefði aðeins og ávalt haft velferð fylkisbúa fyrir augum, og að hún hefði ekki hið minnstá óhreint í pokahorninu í sambandi við samninginn. Samkvæmt þeirri fullyrðingu fáum vér eigi annað séð, en að hún hefði átt að taka tillögu Mr. Queen feginshendi. Rannsóknarnefndin. er starfað hefir und- anfarið, hefir takmarkaðra starfssvið en svo, að hún geti öllum kurlum til graf- ar komið. En almenningur á heimtingu á því, að svo sé gert. En komi aldrei að því, eins og nú lítur út fyrir, þá hlýtur hjá mörgum manni, jafnvel þeim, er vel hafa treyst stjórninni til að sjá hag fylkisins borgið, að vakna efi um það, að traust stjórnarinnar á afstöðu sinni hvíii á jafn óskeikulum grundvelli og hún fullyrðir. Og sá efi vex frenáur eh rén ar, eftir því sem honum gefst lengri tími til þess að búa um sig. Menn, sem fást við stjórnmál, ættu að bera það skyn á sálarlíf manna, að vita það, að þetta er jafnan óhjákvæmileg afleiðing, og hefir'orðið banabiti margri stjórn, er stuðst hefir við meira ofurefli, en Brack- enstjórnin hefir nú að baki sér. Hvers vegna ætti þá nokkur stjórn að stofna sér í slíka hættu, er hún, samkvæmt full yrðingum sínum, hlýtur að vita að enga nauðsyn ber til þess? * * * Sé nú einhver efi vaknaður, þar sem sízt skyldi, (í herbúðum stjórnar- andstæðinga gengur hann auðvitað Ijós- um logum) um afdráttarlaust traust stjórnarinnar og þingfylginauta hennar, á óbifandi málstað, þá miðar ekki deyfð eða hálfvelgja stjórnarþingmanna á því að verja samninginn í allra áheyrn, til þess að rýra þann efa. Stjórnin ætti að skilja það, að mörgum hlýtur að þykja grunsamlegt, að nálega enginn af þing- mönnum hennar verður til þess að mæla samningnum bót. Menn skyldu þó halda, er um svo afar þýðingarmikið miál er að ræða, að þingmönnum stjórnar innar væri það ljúf skylda, að bera eigi einungis skjöld fyrir hana í þessari löngu og háskalegu hólmgöngu, heldur einnig höggva og leggja ótrauðlega henni til varnar. Aðgerðaleysi þeirra mættu þeir þó vel skilja, að mörgum þætti til þess benda, að annaðhvort séu stjórnar- þingmenn næsta ófróðir um þenna samn ing, er haldið var leyndum fyrir þeim, meðan hann var á döfinni: ófróðir um gildi hans, borið saman við önnur hugs- anleg úrræði, og þau fordæmi um opin- bera virkjun, sem kunn eru, eða þá að þeir kjósi fremur að fylgja stjórninni en að leita ákveðinnar sannfæringar með opnum augum. Hvorttveggja er óálit- legt, og hið síðara einkum háskalegt hv&rjum þingmanni. Háskalegt gagn- vart kjósendum — ef illa fer; háskalegt gagnvart sjálfum sér, hvernig sem fer. * * * Nauðsynin, að rannsóknarnefnd í slíkum málum sem þessu hafi fullkomið starfssvið og vald, hlýtur að vera öllum ljós. Alveg sérstaklega liggur það ! augum uppi, samkvæmt vitnisburði Mr. A. W. McLimont í Los Angeles, hvílík pauðsyn er á því, að sú endurskoðun á yiðskiftabókum W. E. félagsins fáist, er félagið nú kemst upp með að neita þver- lega. Samkvæmt þeim vitnisburði hafði Mr. McLimont jafnan fé á reiðum höndum, eftir vild, til þess að tryggja félajgi sínu “góÖvild” flokka og stofn- ana, eftir því sem hann áleit nauðsyn- legt, að leggja þeim til í hvert sinn. En ómögulegt var rannsóknarnefndinni að fá nokkra vitneskju um reikningsfærslu þessara útgjalda, né um það hvað langt þau næðu. Það hlýtur að vera meira cn lítiö 'þægilegt fyrir framkvæmdarstjóra að hafa þessa aðstöðu gagnvart félaginu er hann veitir forstöðu. En Mr. McLimonc hafði auðvitað fullt samþykki fé'úgsstjór í arinnar til þess að ráðstafa þessum iit- gjöldum, að sinni vild. Frá hans sjór> armiði og félagsstjórnarinnar er þet algerlega réttmætt; fullnægjandi báðum þeim aðilum. /En það fullnægir ekki glmenningi. Almenningur á heimtingu á því, að Tyft sé hulunni, að rannsakaður sé í yztu æsar “góðvildar”-kaupreikning- ur Winnipeg Electric félagsins og allir aðrir viðskiftareikningar, er lúta að bralli þess við flokka og stjórnmálamenn, ekki sízt þegar tekið er tillit til hinnar ægilegu vitneskju er fengist hefir við op inbera rannsókn í Bandaríkjunum um mútukaup vatnsvirkj.-hringsins þar á stofnunum og lærdómsbókahöfundum, en sá hringur stendur vafalítið í sambandi við vatnsvirkjunarhringana eða hringinn hér í Kanada. * * # Mörgum mun þykja það eftirtektar- vert við atkvæðagreiðsluna, að þingmað- ur liberala í St. George kjördæmi, Mr. Skúli Sigfússon greiddi atkvæði með til- lögu Mr. Queen, og þá á móti leiðtoga sínum og flokksbræðrum. Hvort hann hefir gert það af því að hann er sömu skoðunar og hér er áður látin í ljós, að stjórnin hefði átt að reka skýlaust laf sér all^r grunsemdir um það að hún viti ekki málstað sinn að öllu leyti öruggan, eða af hinu, að hann hafi aflað sér þeirr ar vitneskju, að kjósendur hans séu yfir- leitt á því, að ótakmörkuð rannsókn ætti *fram að fára um þessi mál, að minníta kostí, ef þeir eru þá ekki samningnum mótfallnir, skulum vér eigi fullyrða neitt um. En sennilegra þykir oss þó, að hann hafi greitt átkvæði sem hann gerði með hliðsjón af vilja kjóslenda. En hvort sem er, þá er afstaða hans sérlega lofsverð, ekki sízt ef vér skyldum eiga hér kollgátuna. Er oss því skyldara, og þá því meiri ánægja að viðurkenna þetta, sem það er kunnugt, að vér vorum ekki kosningu hans meðmæfltir, sökum þess, að vér höfum jafnan álitið aö hag fram- sóknarflokksins og þá um leið kjósenda í St. George, hefði verið betur borgið, með því að kjósa jafn ákveðinn fram- sóknarmann og séra Albert E. Kristjáns- son. Mr. Sigfússon hlýtur að hafa treyst hald sitt á kjósendum við þessa atkvæða greiðslu, hvort sem hann sýndi hér þann kjark og það sjálfstæði, er þarf til þess að fylgja sannfæringu sinni í berhögg við íeiðtoga sinn og flokk, eða hann mat meira vilja kjósenda sinna en augnabliks vilja forystumanna flokksins; skilur það, að hann er fyrir kjósendurna, en kjósend ur ekki fyrir hann. / * * * “Hafi bændaflokkurinn nokkurn- tíma átt sér leiðarljós, þá var það eignar og ráðstöfunarréttur almennings á auðs- uppsprettum. Og það er auðmýkjandi að vera beðinn að koma til þess að verá viðstaddur líkskoðun þess.’’ Fyrir þessi ummæli og önnur hellir ‘‘Free Press’’ sér yfir Mr. Pratt, fylkisþing manninn frá Birtle, og fyrir þá afstöðu er hann tók að segja sig úr stjórnar- flokknum, er hann áleit að flokkurinn hefði gengið á bug við eitt allra þýðing- armesta atriðið í stefnuskrá sinni. Pólitízkt sjálfstæði er frekar fágæt- ur gripur hér í Kanada. Það þarf kjark og karlmennsku til þess að láta ekki breyta sér úr flhkksmanni í klíkiH þjón. Vanalega ^tyðjast þeir, er völdin hafa við auðsveipa jábræður alls þess er leiðtogunum dettur í hug. Það er helzt þegar einhver flokkur kemst í minni- hluta að einstakir meðlimir hans fá eitt hvert svigrúm til þess að láta í ljós einka skoðun sína. Þegar flokkuriniy kemst að völdum, eru þeir menn helzt verðlaun aðir, er næst komast skynlausum skepn. urii í auðsveipni sinni við “yfirvöldin,” svo að það má teljast með táknum og stórmerkjum, þá örsjaldan það ber við, að flokksmaður greiði atkvæði móti stjórn sinni, í einhverju máli, er nokkru varðar. Veittu atfylgi þitt þeim, er við völdin sitja, hvort sem þú í hjarta þínu álítur. þá á réttri leið eða rangri; dug lega eða framkvæmdarsnauða; heiðar- lega eða klækjótta — og þú munt sálu- hólpinn verða, á metorða- og mann- virðingakvarða þessa heims að minnsta kosti. Farðu ávalt eftir því sem þú veizt réttast og sannast — og þér mun útskúfað verða af “flokknum.” Það er mikið til um það, að ‘‘fáir eru vinir hins fallna.” En sem betur fer þá er það þó ekki algildur sannleik- ur, og sízt meðal þeirra, er hneigjast að frjálslyndum stefnum. Frjálslyndir menn álíta ekki endilega þann mann dauðan, er “fallið’’ hefir, í ónáð flokks ins, á einhverju músarbragði leiðtog- anna. Gallinn er sá, að verulega frjáls- lyndir menn eru um of fámennir og sundraðir. En stundum rísa þeir þó úr sætum til stuðnings þeim, sem “fallið” hefir. Og þegar þeir ná jafn auðveld- lega saman, sem kjósendur í fylkiskjör- dæmi eiga kost á, þá getur auðveldlega svo farið, að það verði “flokkurinn,’’ en ekki ‘‘hinn fallni,” er skaðann bíður. “Free Press” og ýmsir aðrir sama sinnis, hella ótæpt úr skálum fyrirlitn- ingar sinnar yfir Mn_ Pratt. Hvílíkur fíflsháttur af honum! Hverju skyldi hann svo sem fá til leiðar komið, flokks- laus og einmana á þingi? Beinasta svarið við þessu, er það, I að þingmaður, er hefir kjósepdur að baki sér, er aldrei einmana, hverju sem rignir á þinginu, ög því síður magnlaus. Hann getur komið kjósendum sínum að fullu gagni , og fylkinu, eða ríkinu, fyr- ir því, stundum meira, stundum minna. Því svo er um óháða menn yfirleitt, og alveg sérstaklega um óháða þingmenn að þeir eru salt þess jarðvegs, er þeir reyna að rækta til bóta. Ef þeir aðeins hafa þann stuðning að baki sér, er tryggir þeim opinbert málfrelsi, þá eru áhrif þeirra að öðru jöfnu langt um víð- tækari en flokksþjónanna. Menn hlusta með meiri athygli á orð þeirra, af því að frá þeirra hendi vita menn sér von djarfmannlegri og hlutlausari greinar- gerðar um helztu áhugamál Sín. — X X X Og þá má ekki í þessu sambandi láta hjá líöa að minnast þeirrar afstöðu, er Mr. Joseph T. Thorson tók í aðdáan- legri ræðu, er hann flutti í sambands- þinginu 28. febrúar síðastliðinn, í tilefni af yfirlýsingu innanríkisráðherrans, Mr. gtewart. Vér getum hér aðeins minnst á það atriði í ræðunni, er víkur að hug- leiðingum vorum hér að framan, og lát- um oss nægja, að tilfæra þessi orð Mr. Thorson: “Herra forse‘i! A mánudaginn var skýrði innanríkisráðherra frá því, að eftir að hafa náð sambandi við eins marga Manitobaþingmenn og sér hefði verið mögulegt um' sumarið, hefði hann komist að því, að sú andstaða, er svo ótvírætt hefði komið í Ijós hér á síðasta þingi væri að mestu Ixafin. Með tilliti til þessara ummæla, og til þess að skjalfesta óívírartt afstöðu niína, álít ég það skyldu mína að segja, að mótmæli mín á ieigu Sjö-systra fossanna i hendur einkafélags- hagsmuna var hin sama frá upphafi til enda. Eg veit að sú var afstaða háttv. þingm. frá S.-Winnipeg -Mr. McÐiarmid). Víst er, að allir sambandsþingmenn frá Winnipeg, hvort heldur liberalar eða verkaflokksmenn stóðu i sameinaðri andstöðu gegn samningnum frá upp- hafi til enda, og að mér er ekki kunnugt um að einn einasti maður úr þeint hóp hafi slakað til hið minnsta.” Mr. Thorson ber svo ótvírætt lof fyrir þessa frammistöðu, að óþarfi er að fjölyrða um það. Hann hefir sýnt það, að hann metur meira sannfæringu sína og trúmennsku gagnvart kjós- endum sínum en svo, að hann sitji hjá, sem þögull jábróðir leiðtoga sinna, þótt um töluvert alvarlegt ágreiningsefni sé að ræða. Enda fór Dr. J. S. Woodsworth eitthvað á þá leið orðum um hann nýlega hér í Winnipeg, að Mr. Thorson hefði ávalt gert allt er í mannlegu valdi hefði staðið, annað en að segja skilið við flokk sinn, til þess að andmæla Sjö-systra samningnum.” En að grípa ti! þess úrræðis hefir ekki þýtt fyrir Mr. Thorson, enda enginn ætlast til þess af honum. Því Sjö-systra málið horfir býsna öðruvísi við frá flokkssjónar- miði í sambandsþinginu, en hér í Manitoba. Vér álítum að Mr. Thorson hafi ekki getað betur gert en hann gerði, og hann má áreiðanlega vera býsna ör uggur um það, að þegar að næstu kosningum kemur, þá muna kjósendur hans honum trúmennsku hans og drengi- lega framkomu. Ýmsir kunna að vera þeirr- ar skoðunar, að Mr. Thorson hafi með þessari drengilegu frammistöðu varpað steini í framtíðai braut sína. Vér hyggj um að tíminn muni leiða hið gagnstæða í ljós. Vér vitum að vísu ekki hvernig innanríkis- íáðherranum, eða öðrum leið- togum hefir í augnablikinu orð ' ið innanbrjósts við þessa yfir- lýsingu. En það er lítill efi á því, að Mr. Thorson muni hafa vaxið fremur en rýrnað í aug um þeirra fyrir vikið, er þeir athuguðu málavexti. Því vér °rum sammála einum merkasta V.-íslendingi, er sagði, er þetta barst í tal, að svo reyndur og duglegur stjórnmálamaður, sem Mr. Mackenzie King, myndi auðveldlega skilja þá skaphöfn, er ræður afstöðu Mr. Thorson gagnvart kjósendum. Og þegar við þá skaphöfn bætast afburða liæfileikar á ýmsa lund til þátttöku í opin- berum ^málum, þá vqgri það ein kennilegt ef leiðtogarnir skynj uðu ~það ekki hvílíkur styrkur er í atfylgi slíks liðsmanns og hvílíkt flokkstjón, að færa sér ekki að fullu í nyt slíka hæfi- leika. Því ekkert getur flokks leiðtogi heimskulegar gert — né glæpsamlegar, liggur við að segja — gagnvart þeim mál- stað, er hann berst fyrir, en að afræi'kja þá fylgismenn sína, er mest hafa til að' bera, þola þeim eigi málfrelsi um sérskoðanir1. er þá á stundum kann að greina á við leiðtoga sína, um eitt- hvert mál eða úrlausnarleið. ef þeir í grundvallaratriðum eiga yfirleitt samleið með flokknum. * * * Þótt hér sé borið maklegt lof á þá þingmenn, sem víst er um að hafa í þessu máli haft karlmannlegt áræði til þess að taka að einhverju leyti opin- bera andstöðu gegn leiðtogum sínum samkvæmt sannfæringu sinni, þá vildum vér um leið sem ákveðnast reyna að fyrir- byggja allan hugsanlegan mis- skilning um það, að með því liggi endilega sá skilningur til grundvallar, að allir aðrir þing menn, er öðruvísi greiddu at- kvæði, hafi gengið á bug *við sannfæringu sína. Vafalaust eru í þeim flokki ýmsir ágætir menn, er af jafn öruggri sann- ffæringu hafa greitt atkvæði /sem þeir gerðu. Menn hljóta að harma það, og reyna að benda á það ef þeir álíta að aðrir samherjar hafi tekið skakka stefnu að fyrirhuguðu, sam- eiginlegu marki, en að bregða þeim þar fyrir um þýlyndi eða svik við sannfæringu sína, nær ekki riokkurri átt, nema ákveðn ar sannanir liggi fyrir hendi. I fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið kk viðurkenndiu jneðuL viö bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna rriörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfabúS um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. Þær sannanir hafa enn ekki komið fram, og finnast von- andi ekki. Og þá líka von- andi af því, að þær eru ekki til. — ------x------ 0PIÐ BRÉF Til G. T. Afhclstan íilfros, Sask.. 1. apríl 1929. Gamli góökunningi ! Þökk fyrir bréfið þitt í Hein.s- kringlu. En þú gleymdir aö setja. þar address þitt, svo ég verö enn á ný að fara með þessar linur í blaö- iö. Annars hefÖi ég slcrifað þér lieina leið “í gegnum póstinn.” Verst að ég get naumast búist við að nokkr um lesendum blaðsins sé þasgð í að við séum að jagast í dálkum þess. Eg tók vel eftir síðasta orðinu i bréfi þínu, steindrcpið. Samtíð andans mestu manna hefir ætíð þótzt viss um að hún heíði “steindrepið” þá. En viti menn ! verk þeirra hafa stungið upp höfði, og framtíðin leitt það í Ijós, að þó þeir væru orpnir moldu, lifðu þeir samt. Hvorki þeir sjálfir, né þiff, getið drepið þá; því i þeim Jifir sá eldur sem vermir kyn- slóðirnar gegnum aldaraðir. Og Láxness er einn af þeim, Tryggvi minn. Eg vissi varla hvort mér féll það betur eða verr, að þú ert orðinn hálf smeikur við lesturinn. Eg veit vel að ef við einskorðum okkur í hugsun, verður miklu þægilegra að fá í soðið. Heldur þú ekki að hann Vilhjálmur ok/kar Stefánsson hefði “haft meira upp úr því” að gangast fyrir hvalveiði í norðurhöfunum, en að asnast um ísana þar nyrðra eins og “höfuðsóttar-kind ?” En þeir eru svona þessir menn, Vilhjálmur og Halldór. Þeir fara sína leið. Koma upp með allra handa bölvaða vitleysu, og trufla góða horgara, eins og til dæmis “Manninn sem þekkti Coolidge.” Þeir kollvarpa því sem Vilhjálmur hefir svo vel nefnt "Standardization of Error;” og þeg- ar svo langt er gengið í ósvífninni, þá er ekki til neins að reyna að koma vitinu fyrir þá. Þess vegna, Tryggvi minn, skulum við skrifast á í lokuðum umslögum. Annars lof- aði mér eintjver því, að við sæjumst innan skamms. Og þætti mér það gaman. Því deilur okkar geta aldrei komist í hálfkvisti við það, sem lúterskir menn og únítarar, að ég tali nú ekki um labbakúta og spenamenn, leggja frá sér að Lög- bergi” eða jafnvel þvert og endilangt um “Heimskringluna.” Rlessaður! Þinn, J. P. Pálsson. ----------x---------- ísland fiskiforða- búr Evrópu Bftir Earl Hanson Ö (Grein þessa sendi hinn igóðkunni íslandvinur, Banda'rikjámaðurinn Earl Hanson, verkfræðingur og rit- höfundur, Heimskring'lu gáðfúslega til birtingar. Lesendur Hieimskr.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.