Heimskringla - 10.04.1929, Síða 5

Heimskringla - 10.04.1929, Síða 5
WINNIPEG, 10. APRÍL, 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA kannast viö Mr. Hanson af greinum eftir hann, er vér höfum þýtt og birt í blaðinu.—■). Fyrir skömmu átti ég tal við Mr. Clarence Birdseye. Hann er Verk- fræðingur og lífeðlisfræðingur og er einn af merkustu mönnum innan hins ameriska fiskiðnaðar. Hann er einn af þeim fáu mönnum, sem hefir kynnt sér til hlítar allt það, er að fiskveiðum og fiskiðnaði lýtur beggya megin Atlanzhafsirts. Tal okkar barst að íslenzkum fiskiveið- um, og þvi, sem ég veit um islenzka atvinnuhætti." Það sem Mr. Birdseve sagði mér um þessi efni var þess eðfis, að mér H*'' þótti ástæða til þess að orð' hans bærust Islendingum. Mér finst mál lians og álit vera Islend- ingum ihugunarefni. Það má vera, að þeim sé þetta allt saman kunnugt áður, og þeir séu þegar komnir i fiskiveiðum sínum og fiskiðnaði inn á þá braut, sem þessi fróði maður bendir á. En þó svo sé, þá getur það haft þýðingu út af fyrir sig, að heyra álit hans, því það er eftirtekt- arvert hvernig þessi maður lítur á fiskveiðar Islendinga og framtíð þeirra. Hann hefir aldrei til Is- lands komið, en hefir um alllangt skeið veitt líjlandsmálum athygli. 1 (ann hefir í hyggju að koma til Is- lands á næstunni, og eins og gefur að skilja, dró ég ekki úr því, að hann kæmi því í verk. — Islendingar geta lueglega gert land sitt að fiskveiðamiðstöð Ev- rópu, sagði Mr. Birdseye. -—Hvernig haldið þér að það geti átt sér stað? sagði ég, og benti hon um á ýmsa þá erfiðleika sem íslenzk útgerð á við að stríða, einkum sam- keppnina frá hendi Norðmanna, Skota og Færeyinga. —Samkepni, sagði Mr. Birdseye. Ef íslendingar halda vel á sínum mál um, þá geta þeir Imðið allri sam kepni byrginn. Þeir geta fagnað þvi, að sem flest erlend skip flvkkist á miðin við strendur landsins —ut- an landhelgi vitanlega. Þvi fleiri sem kæmu, því be'ra. Því öll gætu þau flutt landinu auðæfi. cocccccceðcosccoscccccccccoccoccccoccccccccccccccisr. | Weymarn Oils Ltd. HÖFUÐSTÓLL $1,250,000 250,000 hlutir hver á$5,00 Weymarn Oils Ltd., á og hefir umráð yfir 16,- 000 ekrum á eftirfylgjandi stöðum: Turner Valley .......... 160-ekrur Wainwright .............. 6,000. ekrur Pincher Creek ........... 4,000 ekrur Clearwater 3,000 ekrur Rocky Mountain Forest Reserve ......s....... 3,000 ekrur FélagitS á einnig Mount Royal lindina vit5 Pincher Creek, sem er 1,000 feta djúp og sýnir olíu. Er metitS ati framleitSslan Sp nægileg á 1700 feta dýpi. í»á er Black Diamond lindin í Turner Valley á 1300 feta dýpi, og Clearwater lindin á 500 feta dýpi. Þrjú borunaráhöld eru á áminstum stötium. Rannsökuti veröa svæöin í Wainwright og Mercoal á þessu ári, ennfremur vert5a 11 brunnar boratiir í ár. Weyrúarns Oil Ltd.. er stofnatS af norskum autSmönn- um. Hr. Paul von Weymarn, jartSfrætSingur, er forseti félagsins. The Parent Co., Limited STOCKS BONDS GRAIN 187-189 Grain Exchange Annex Sími 89 987 Winnipeg, Man. ccccccccccccccocccccccsssssocccccsccccccoocccccccccss FURBY TAXI 50c 75c $UOO Phone 37201 ALL PLAIN CARS 501 FURBY STREET —Hvernig þá það ? —Sjórinn og fiskmiðin við strend ur Islands eru að miklu leyti ónotuð enn í dag. Þarna eru beztu fiski- mið Evrópu nú á tímum. Ef þau væru ekki svona langt í burtu frá meginlandinu, þá væri þarna alveg ótölulegur sægur veiðiskipa allan I ársins hring. En þá erum við einmitt komnir að i kjarna málsins. íslenzku fiski- miðin eru éinmitt mátulega langt frá meginlandinu, til þess að ísland sjálft geti notið þeirra til fulls. ís- lenzkltr fiskur er orðinn of gam- all, þegar með hann er komið á Evrópumarkaðinn til þess að hann sé verðmæt og útgengileg vara. íslendingar salta og þurka mest af fiski sinum. Við vitum þó báðir jafn vel, að þessi aðferð er úrelt, að engin þjóð ge'ur byggt efnalega afkomu sína og efnalegt sjálfstæði á saltfiskssölu. Eftirspurnin eftir saltfiski fer minkandi. Hún fer a. m. k. mink- andi í samanburði við eftirspurn- inni eftir nýjum fiski,- og eykst ekki í hlutfalli við fólksfjölgun. Þetta hafa menn skilið á Nýfundnalandi, Nova Scotia og eins er með okkttr hér í Nýja Englattdi. Saltíísks- verzlun er ekki heillavænieg. A1- menningur urn allan heim vill fá fiskinn nýjan, og er fús á að gefa fyrir hann gott verð. Ef Islend- ingar koma fiski sinu nýjum á mark- aðinn í Englandi, Belgiu Pýzkalandi, þá# er útgerð landsmanna borgið i framtíðinni. Því eru Islendingar að streitast við að^selja fisk sinn til Suður-Ameríktt, þó þeir hafi enska ntarkaðinn rétt við hendina? Og eins er með kjöt þeirra. Ef það væri vel verkað og vel með farið, þá væri hægt að fá fyrir það læzta verð í Englandi. Þú hefir sagt mér að Islendinga vantaði iðnað i landið. Hér eiga | þeir leik á borði. Þeir geta unnið Söiu sýning á myndum Frá Listmyndasal Eaton’s Á þessari sölusýningu eru margar eftirtektaverðar og fagrar vatns- og olíumyndir, sem gerðar eru af víðkunnum brezkum og evrópískum P listmálurum. A. R. L. Carroll, stjórnandi listmyndahallar Eaton’s, náði í mvndirnar í Englandi og Evrópu — á mikilsverðtim sölunt, frægra listmyndahalla, eða keypti þær hjá listamönnunum sjálfum. Derwent Atkinson sér um söluna á sýningunni. Yður er vinsamlegast boðið að koma og sjá hina fræígu mynd Hugh de T. Glazebrook’s s “Sigurvegararnir” Er til sýnis er í listmyndasal vorum Stórfenglegasta myndin af “friði,” er nokkru sinni hefir máluð verið, voru orð þeirra -er myndinni lýstu í Evrópu, er hún var fyrst sýnd þar. , Myndin sýnir Napoleop og Markskálka hans og fylgja þeim aðrir yfir- menn í liði þjóðhöfðingjans. Þeir eru allir á hestbaki og eru á ferð upp eftir hlíð. Eti orustuvöllurinn er stráðum brotnum fallbyssum, drepnum og særðum hermönnum, og öðrum fylgjum hernaðar. Til hliðar sést þar stytta, sem að nokkru leyti hefir verið eyðilögð af skot- hríð, en á þeirn hluta hennar, er ennþá er óskemdur, er líkneski af Kristi á Krossinum. í myndasalnum á sjötta gólfi, Donald. ^T. EATON C9m.ted WINNIPEG CANADA úr fiski sínum og kjöti, útgengilega, vel verkaða matvöru, sem þannig er gengið frá, að fyrir hana fæst tryggt og gott verð. Islendingar hafa þeg ar endurbætt veiðiaðferðir sínar og veiðitæki aðdáanlega vel. I staðinn fyrir gömlu árabátana og skúturnar eru nú komnir vélbátar og togarar. Þeir eru afburða góðir sjómenn, standa meðal fremstu sjóntanna heimsins. En þetta er ekki nema byrjunt Leiðin er aðeins hálfnuð að mark- inu. Hvað stoðar að veiða meiri fisk en nokkrir aðrir, ef ekki er hægt að selja hann með hagnaði. Þeir verða að korna meðferð, verkun og frágangi fisksins í nýtízku horf. Þegar þeir taka sér það fyrir hendur og koma því í kring og leggja eins mikla alúð við þær umbætur og eins mikið fé, eins og þeir iiafa lagt í umbæturnar á veiðununt sjálfum, þá geta Islendingar, eins og ég sagði áðan, gert land sitt að fiskimiðstöð Evrópu. Sérðu hvað ég á við er ég segi að þeir geti boðið allri samkeppni byrgin’? Þeir geta það með því að konta á hjá sér hraðfrystingu á fiski, og gera hann og útbúa samkvæmt kröf um tímans, þá verða öll þau skip sein véiða við Island helzt að leggja afla sinn þar á land — ekki í önnur hús að venda. Það verður ekki hægt að fara með fiskinn í ís á F.vrópumarkaðinn, því hann er ekki samkeppnisfær við fisk sem hrað- frystur er. Og þess vegna geta Is- lendingar fengið yfirhöndina með fiskiverzlunina, og ráðið yfir verzl- uninni með þann fisk, sem beztur er og útgengilegastur. Island er svo nálægt Englandi að Isiendingar geta selt þangað hrað- frystan fisk, í því bezta ásigkomu lagi seni á verður kosið. — Félag mitt sendir fisk unt q11 Bandaríkin með járnbrautumv • Við þurfum ekki á frystivögnum að haida. Jafn- vel á sumrin, þegar hitinn er 90 gráður á Farenheit, þá helst fisk- urinn óskemdur i átta daga, ef um hann er búið í 50 punda pökkunt, og fæst fyrir hann hæsta verð hvar sem hann keniur. Hér er frásögn Mr. Birdseye lok- ið. Mér þótti hún svo eftirtektar- verð, að ég ákvað að rannsaka ntál- ið nánar. Eg fann grein um frysti aðferð hans i “Fishing Gazette,” sem er aðal fiskiveiðablað Bandaríkj- anna. F.g fann a|íra grein í tima- ritinu "Food Industries.” Eg fann skýrslu um málið i húsmæðrablað- inu "The Ðelineator,” þar sem far- ið er mjög lofsamlegum' orðunt um það live fiskur hans sé góður og vel verkaður. Eg fann lofsamlegar frásagnir um sama efni frá fiskiveiða skrifstofunni í Bandaríkjunum 'TJ. S. Bureau of Fish*eries.” Ennfrem .ur hefi ég rekist á greinar um hann Qg meðferð hans í ýmsum dagblöð- um, þar sem húsmæður eru hvattar til þess að nota fisk frá verkunar- stöðvum og frystihúsum hans; ekki einasta vegna þess hve fiskurinn er góður, heldur einnig vegna þess hve þrifalega er tneð hann farið, hve hreinn hann er, og hve þægilegt er að meðhöndla | hann, -húsmeeSuir þurfa ekki að hafa fyrir neinni verk un, fiskurinn er eins og hann kemur úr verzluninni tilbúinn til suðu. Verkfræðingar, heilsufræðingar, rithöfundar og gerlafræðingar hafa rannsakað vörur Mr. Birdseye, hver frá sínu sjónarmiði, og hafa allir hælt honum einum rómi. Verzlunar menn einir hafa andæft, sast að að- ferðir hans væru óframkvæmanlegar i hinu praktíska lífi; en þeir hafa orðið að skifta um skoðun. Eftir tveggja ára samkeppni hafa keppi- nautar hans nú orðið að viðurkenna yfirburði hans. Reyna þeir nú að rannsaka aðferðir hans til þess að geta stælt þær, lært af þeim. Mr. Birdseye hefir fengist við fiskverzlun mörg ár. Fyrir nokkr um árum, þegar kunnir voru orðnir yfirburðir hraðfrystingar yfir fyrri aðferðir, þá fann hann upp hrað- frystiaðferð og byggði verzlun sína á henni. Þetta fyrirtæki hans mis tókst. Hann fann þá upþ aðra að- ferð, og vélar til þess að skera fisk- inn til og korna honum umbúðir, og setti á stað annað félag til þess að notfæra vélar þessar. Hér voru á ferðinni gagngerðar um bætur. Menn héldu í upphafi að aðferð hans væri óframkvæmanleg í stórum stíl, eða ómöguleg með öllu. En allt stóðst þetta próf reynslunn- ar. Fyrir nokkru skipaði Kanadastjórn nefnd ntanna til þess að athuga fiskveiðar landsmanna. Nefndin mælti með aðferð Birdseye. Stjórn in gekst síðan fyrir stofnun félags, er félag Mr. Birdseye’s (The Gener- al Seafords Corporation) tók þátt i. Uin þessar mundir lýkur félagi1® "The Nova Scotta Public Storagu Terminals Ltd.,” við stórar fiskverk- smiðjur í Halifax U. S. A. Félag Mr. Birdseye setur þar upp hrað- frystivélar sínar og áhöld sin, sem notuð eru til að roðfletta fiskinn, skera hann og tilreiða, og er með i ráðum við útbúnað allan á frystivél- uin og við allt er að-tilreiðslu fisks- ins lýtur. 1 Nýlega sendi Ástralíustjórn menn til Anteriku til þess að rannsaka fiskiverzlun, Árangurinn af þeirri ferð varð sá, að aöferð Mr. Birds- eye og vélar hans verða framvegis notaðar í Astralíu. Arum saman hafa rnenn vitað að gamla frystiaðferðin er ófullnægj- andi. Umbætur Mr. Birdseye eru byggðar á hraðfrystingunni. Eg ge' ekki lýst þessari aðferð nákvæmlega Magic Baking Powder er a!t af áreiðanlegt Ú! þess að baka sætabrauð, kökur o. fl. Ekkert álún er í því, og er það ósvik'ð að öllu ieyti. Verið viss um að fá það og ekkert annað. r hér, en í niðurlagi greinar þessarar skal ég gera stuttlega grein fyrir t hverju umbætur hraðfrystingar eru fólgnar. -Framh.). 1»--' Peningar PENINGAR LÁNAÐIR út á BÚLÖND OG BÆJAREIGNIR iLeitið upplýsin^a hjá agentum í ykkar bygðarlagi eða á aðal skrifstofu félagsins — í ^ánsdeildinni. THE GREAT WEST LIFE ASSURANCE CO., LTD.. Winnipeg, Manitoba, Canada STOCK ALE SHEÁS WINNIPEG BREWERY LIMITED

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.