Heimskringla - 10.04.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 10.04.1929, Blaðsíða 6
6. HLAÐSÍÐA HEI MSKRINGLA WINNIPEG, 13. ARÍL, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. ‘‘í þýzkum löndum var mér ráðlagt að gleypa marin augu úr krabba, blönduð með moldinni af gröf St. Markúsar, og öllu átti að skola niður með góðum sopa af víninu, sem ræktað er hérna við vatnið okkar. Enn var það árangurslaust. Og nú er ég orðinn sárs aukanum vanur og mjúk tunga Mummolíns sleikir það versta í burtu. Komdu hingað Mummolín minn, þú hefir aldrei svikið mig.” Hann varp öndinni þungt og þagði en strauk hundinn. ‘‘Erindi mitt,’’ hóf Ekkehard mál sitt, en öldungurinn gerði honum bendingu og mælti — Hafðu enn dálitla þolinmæði. Það er ekki gott að tala matarþurfi. Þú hlýtur að vera hungraður. “Hungrið fer ekki að lög- um," sagði djákninn, er hann sá gesti sína éta fimm eða sex silunga, en skilja þann minnsta eftir handa honum. Sá, er afskifti hefir haft af heiminum, gleymir þessu ekki gjarna. Rauching, matbú þú.” • Rauching fór inn í afhelli, sem var bú- inn út fyrir eldhús. Margvísleg fæða var geymd í úthöggnum hillum hellisins. Eftir fáein augnablik stóð hvítur reykurinn upp um rifuna á klöppinni, sem notuð var sem reyk- háfur, og suðunni var bráðlega lokið. Stein- stétt var notuð fyrir borð, og á hana var sett aðalfæða máltíðarinnar, stór gedda. En þessi gedda var gömul; því var líkast, sem höfuðið væri mosavaxið, og fiskurinn var seigur eins og leður. Rauching bar einnig fram vín- brúsa, en það vín hafði komið frá Sippling- en hæðunum, og jafnvel fram á þennan dag er Sipplingenvínið frægast fyrir það, að það sé súrasta víntegund, sem framleidd sé í nám- unda við vatnið. ‘‘Jæja, hvað veldur því, að þú ert hingað kominn á minn fund?” spurði öldungurinn, er þessari óbrotnu máltíð var lokið. ‘‘111 tíðindi. Húnarnir eru að ráðast inn í landið. Áður en langt um líður, munu hóf- ar hesta þeirra traðka jörð Svabíu.” ‘‘Gott!” hrópaði öldungurinn upp fyrir sig. “Þetta er þeim mátulegt. Koma nor- rænir menn líka að norðan?” ‘‘Þú talar undarlega,” mælti Ekkehard. Það var sem eldur glóði í augum gamla mannsins. “Þótt óvinir ættu að spretta upp úr jörð- inni eins og gorkúlur, þá eigið þér það skil- ið, þér og drottnar yðar! Rauching, heltu í giasið þitt. Húnarnir eru að koma — neque enim!” Nú fáið þið að éta grautinn, sem drottnar yðar hafa saltaö fyrir yður. Mikið og voldugt ríki hafði verið stofnað, er náði frá Ebró til Raab og alla leið upp að landa- merkum Danmerkur, og svo vel var þess gætt, að rotta hefði ekki getað laumast inn án þess að tryggir varðmenn hefðu hand samað hana. Og þetta ríki hafði hinn mikli Karlamagnús—” ‘‘Sem guð blessi,” mælti Rauching inn í. ‘‘...sett á öruggan fót. Ættflokkarn- ir, sem eitt sinn höfðu sigrað Róm, voru sam- einaðir í heild, eins og vera bar. Á þeim dögum hnipruðu Húnarnir sig innan um bikkjur sínar á mosanum á Dónárbökkum. Veðrið var ekki hagstæltt fyrir þá. Þeir höfðu ekki fyr gert tilraun til þess að mjak- ast áfram, en tinvburherbúðum þeirra í Pan- nonia var útrýmt, svo engin merki sáust eft- ir, því svo grimmilega réðust Frankarnir á þá. En tignum mönnum þessa ríkis hafði skilist, að ekki gæti sérhver þeirra verið höfðingi veraldarinnar. En fyrir þá sök reyndu þeir þetta í smærri stíl, hver í sínu heima. Undirferli, uppreist og drottinsvik, það átti betur við þá, og þeir ráku frá ríkjum hinn síðasta af afkomendum Karlamagnúsar, sem réði yfir heimsveldi. Hann, sem er tákn hins sameinaða ríkis, verður að éta brauð sitt smurt — og nú hafa þessir höfðingjar, sem heldur vildu bastardinn Arnúlf og eigin hé- gómaskap, fengið Húnana á hæla sér, og gömlu tímarnir eru að koma aftur, gömlu að farirnar, sem Attila konungur málaði. Hefir þú séð myndina’ í höllinni í Milan?” ‘‘Á henni var rómverski keisarinn málað- ur í hásæti sínu, en við fætur hans^höfðingj- ar Skýþa. Einn dag kom Attila ríðandi framhja, sá myndina, hló og mælti: ‘‘Þetta er rétt, aðeins er þörf á einni smábreytingu.” Og hann lét setja andlitssvip sinn á manninn í hásætinu; en hinir, sem lágu við fætur hans og heltu gullskattinum úr pokum sínum, urðu líkir rómverskum keisurum.” “Þessa mynd má enn sjá í dag." “Þú ert að hugsa um liðna atburði,” mælti Ekkehard. “Liðna atburði!" tók öldungurinn upp eftir honum. ‘‘Það, sem mér kemur við, hefir ekkert nýtt gerst síðustu fimmtíu ár- in, nema skortur og eymd. Gamlar sögur! Þeim er vel, sem enn minnast þeirra, því hann mun sjá hvernig syndir feðranna koma niður á börnunum og barnabörnunum. Veiztu fyrir hverja sök Karlamagnús eitt sinn út- heiti tárum? Þeir höfðu komið til hans til að segja honum frá árás norrænna Víkinga. “Meðan ég er á lífi,” hrópaði hann, “er þetta leikur einn, en ég kvíði vegna barna-barna minna!”” “Vér höfum enþá keisara og keisara- dæmi,” mælti Ekkehard. ‘‘Jæja, hafið þér í raun og veru keisara?" sagði öldungurinn, og saup á súra Sipplingen víninu. “Eg segi ekki annað en það, að ég óska honum til hamingju. Hornsteinarnir eru brotnir í sundur og húsið er að hrynja. Ekkert ríki fær staðist með hrokafullum að alsmönnum. Þeir, sem ættu að hlýða, ríkja, og sá, sem ætti að ríkja, verður að flaðra fyr- ir þeim í stað þess að stjórna. Mér finnst ég hafa heyrt getið um einhvern, sem hafi fengið smásteina frá auðmjúkum þjónum sín- um í staðinn fyrir skatt, og að höfuðið af hin- um tigna manni, sem átti að innheimta skatt inn, hafi verið með í grjótpokanum. Og hver hefir hefnt fyrir það verk?” ‘‘Keisarinn er að berjast í ítalíu og afla sér þar frægðar,” mælti Ekkehard. “Ó, ítalíu, ítalíu!” hélt öldungurinn á- fram, ‘‘hún verður þyrnir í þýzku holdi. Það var eina yfirsjónin, sem Karlamagnús gerði nokkuru sinni. Það var óheilladagur, er þeir settu kórónu á höfuðið á honum í Róm, og enginn hló eins hjartanlega og sá, er þá sat í stóli St. Péturs. Hann þurfti á hjálp vorri að halda — en hvað kemur oss Italía við? Líttu á. Er það að ástæðulausu, að fjalla- vegurinn hefir veriö reistur allt til himins. Allt landið hinumegin heyrir Miklagarði til, og það með réttu. Grísk sjægð má sín meira þar, en þýzkur þróttur. En eftirkomendur Karls gátu ekkert betra gert, en að sjá um að þessarar yfirsjónar gætti ávalt. Þeir hafa hörfað frá því góða fordæmi, er hann gaf þeim; og þótt margt kalli að í austri og norðri, verða þeir að flana til Italíu, eins og stór segulsteinn væri falinn í hæðunum að baki Rómaborgar. Oft hefi ég hugleitt þetta e{ni, og undrast hvað gæti hafa rekið oss svona langt í ranga átt. Og hafi það ekki verið fjandinn sjálfur, þá getur það sannarlega ekki hafa verið annað, en ofmikið af góðu víni.” Ekkehard var orðinn raunamæddur af máli öldungsins. Hann tók eftir því og mælti— ‘‘Láttu ekki tal manns, sem þegar er grafinn, hafa áhrif á þig. Við hérna í hell inum fáum ekki neinu breytt, en sannleikur- inn hefir oft átt hæli í dýflissu, er heimskan reið á spretti um landið.” “Grafinn maður?” spurði Ekkehard. “En engu að síður verður þú að drekka með honum,” sagði öldungurinn í gamni. ‘‘Nauðsyn bar til, að heimurinn skyldi telja mig dauðan, því að þrautirnar í höfðinu og vondir fantar hafa valdið því, að nafn mitt hefir fallið í óvirðing. Nei, ekki þarftu að stara svona á mig, litli munkur. Settu þig hiður á steinbekkinn og ég skal segja þér skrítna sögu. Og þú getur breytt henni í ijóð og sungið þau við gígju þína...” ‘‘Einu sinni var til keisari, sem fáar átti ánægjustundir, því að keisaradæmi hans var stórt og sjálfur var hann stór og feitur og þjakaður af höfuðverk a!la ríkisdaga sína. Fyrir því valdi hann sér höfuðráðgjafa, og það var stórgáfaður maður, og gat hugsað betur en húsbóndi hans, því að hann var magur og grannur eins og spýta, og hafði engan höfuð- verk. Hann var af lágum stigum, sonur srniðs, en kéisarinn hóf hann upp úr ófrægð- inni, helti yfir hann velgjörðum og fór að ráð- um hans í hvívetna. Já, hann gerði jafnvel skammarlegan frið við vikingana úr norðrinu samkvæmt ráðurn hans, því ráðgjafinn sagði að þetta skifti litlu máli og að hann hefði um merkari mál að hugsa, en að hirða um skær ur við sjóræningja. Og þessar sömu vikur fór ráögjafinn til drotningar keisarans og kom sér í mjúkinn hjá henni með gígjuleik sínum. Og hann náði einnig tangarhaldi á meira en einni dóttur tígins manns og gerði að lokum samsæri við óvini keisarans. Og þegar að lokurn keisarinn kallaði saman mikið þing til að koma skipulagi á allt, sem aflaga fór, þá stóð þessi granni ráðgjafi fremstur í flokki til þess að mæla á móti honum; ræðu sína hóf hann með orðunum ‘‘neque enim” og sýndi þeim fram á, að þeir yrðu að velta keis- aranum úr stóli. Og með höggormsslægð og eitri talaði hann gegn sama friðnum við vík- ingana, er hann hafði sjálfur samið, svo að öll samkundan féll frá sínum rétta höfðingja, eins og visin lauf, er haustvindar hrista trjá- toppana. Og þeir hrópuðu um það, að dagar hins feita manns væru á enda og sviftu hann ríkisstjórn. Með þrefalda kórónu hafði hann riðið inn í Tribur, en hann fór þaðan án þess að geta talið nokkurt sína eign annað en föt- in, sem hann var í, og í Mains stóð hann fyrir framan höll biskupsins og var þakklátur fyr- ir að honum var réttur súpudiskur út um glugga dyravarðarins. Nafn hins góða ráð- gjafa var Luitward frá Vercelli — megi guð launa honum samkvæmt verðskuldun hans og drotningunni Richardis og þeim öllum saman! “En þegar fólkið í Svabíu sá aumur á þessum vesalings útlaga og gaf honum svo- lítinn landsskika, til þess að hann skyldi ekki svelta, og var síðar að því komið að taka upp vopn til að verja réttindi hans, þá sendi Luitward morðingja til þess að leita hann uppf. Það var óveður þá nóttina við Nied • ingen. Stormurinn sleit greinarnar af trján um í skóginum og hristi gluggana með háv- aða, og ríkislausi keisarinn, sem ekki gat sofið vegna þjáninga í höfðinu, hafði klifrað upp á þakið til þess að láta storminn kæla heita brá sína, þegar þeir brutust inn til þess að drepa hann. Eg get sagt þér, að það er skemtileg tilfinning að sitja uppi á þakinu í kuldanum og hafa verki í höfðinu og hlusta á raddir manna fyrir neðan, sem harma það að hafa ekki fundið mann til þess að kyrkja hann eða hengja hann uppi yfir brunninum. Þeim er bezt að deyja sem skjótast, er eitt sinn hefir lifað til þess að hlusta á það. ‘‘Og M'eginhart feiti í Neidingen hafði dottið ofan úr tré og látist rétt um sama leyti, svo við létum hann á líkbörur og létum það berast út um landið, að dauðinn hefði líknað hinum afsetta keisara. Það er sagt, að það hafi verið tilkomumikil skrúðganga, er þeir báru líkamann til Reichenau; himininn laukst upp og varpaði ljósgeisla á börurnar og það hefir víst verið áhrifamikil ræða, sem þeir fluttu, er þeir lögðu hann til hvíldar hægra megin við altarið. “Hann hafði verið þjáður með því að svifta hann heiðri sínum og ríki að tilhlutun himinvaldanna til þess að hreinsa og reyna sál hans; Hann hafði borið það með þolin- mæði, og ástæða var -til þess að vona, að drottinn myndi launa honum með kórónu, er frá honum hafði verið tekin. • “Þannig prédikuðu þeir í klausturkirkj- unni í Reichenau, en höfðu litla hugmynd um, að hann var einmitt á þessari stundu, sem þeir héldu að þeir væru að leggja hann í gröf- ina, að flytja sig í einveruna í Heiöarhelli, takandi með sér eignir sínar og kvikfé, en skiljandi eftir bölbænir yfir heiminum.” Gamli maðurinn hló. ‘Hér vantar ekki kyrðina og næðið, og hægt er að hugsa um forna daga. Lyftu upp glasi þínu og við skulum drekka liinum dauðu til! Og sjálf- ur var Luitward svikinn. En þó svo sé, að keisari hans verði að bera gamla hettu í stað gullkórónu á höfði, og þótt hann verði að drekka súrt þrúguvínið frá Sipplingen í stað hins gullna Rínarvíns, þá er hann þó á lífi, en hinn magri náungi dauður og allt hans kyn fyrir löngu. Og stjörnurnar munu sanna, að þrátt fyrir allt muni það reynast rétt, sem spáð var við fæðingu hans, að hann myndi yfirgefa þennan vesæla heim í styr og hávaða orustunnar. Húnarnir eru að koma! Kom þú einnig brátt, gleðilegi endir alls!" Ekkehard hafði hlýtt á með mikilli at- hygli. ‘‘Drottinn, hversu undursamlegir eru veg ir þínir!” mælti hann, og ætlaði að krjúpa á kné frammi fyrir öldungnum og kyssa á hönd hans, en hann vildi það ekki. “Allt þetta er fyrir löngu um garð geng- ið. Minstu þess að------” “Þýzkaland hefir framið mikla rang- sleitni gagnvart þér og ætt þinni,” mælti Ekkehard, en öldungurinn greip fram í fyrir honum. “Þýzkaland? Eg ber engan kala til landsins. Eg vona að það vaxi og blómgist, { friði fyrir fjandmönnum, og ég vona að það eignist höfðingja, sem geri það virt meðal þjóðanna, en ha0 a|drei höifuðverk sjáffurf er víkinga ber að garði, né hafi mann að nafni Luitward frá Vercelli fyrir ráðgjafa. En þeir sem skiftu á milli sín klæðum hans og kastað hafa hlutum um föt hans.......” ‘‘Megi himininn refsa þeim með eldi og brennisteini!” sagði Rauching út í horni. “Hvaða boð frá þér á ég að flytja frú minni,” spurði Ekkehard, er hann hafði lok- ið úr bikar sínurn. ‘‘Þú átt við í sambandi við Húnana?” spurði öldungurinn. "Vissulega er það ein- falt mál. Segðu hertogafrúnni að fara út í skóg og aðgæta hvað broddgölturinn geri, er óvini ber að. Hann setur sig í hnút og stingur út broddum sínum, og sá er viss með að særast, er reynir að leggja hendur á hann. Nóg er af spjótum í Svabíu. Farið eins að. Og ekki getur það skaðað neinn munkinn, þótt hann taki sér vopn í hönd. Og vilji frú þín hlýða á fleiri ráð, þá skaltu segja henni einkunnarorðin sem ríkja í Heiðarhelli. Rauch ing, hver eru þau?” “í tólf feta fjarlægð eða við kljúfum á þér hausinn,” svaraði Rauching. ,‘Verði rætt um frið, þá skaltu segja henni, að öldungurinn í Heiðarhelli hafi eitt sinn samið smánarfrið en muni aldrei gera það aftur, jafnvel þótt honum væri jafn illt í höfðinu, eins og honum var þann dag. Heldur vildi hann söðla hest sinn með eigin höndum 6r hann heyrði herlúðurinn gjalla — syng messu yfir sál hans, ef þú ert á lífi eftir síðustu ferð hans.” Öldungurinn hafði talað með frábærum áhuga og hita. En nú misti hann allt í einu valdið á rödd sinni, hann tók andköf, og hann lét höfuðið hniga ofan á bringu um leið og hann stundi þungan. ‘‘Enn einu sinni er það komið,” mælti hann. Rauching flýtti sér til hans til þess að aðstoða hann, gaf honum vatn að drekka, en gat ekki linað þessa áköfu ásókn sjúkdóms- ins. ‘‘Við verðum að reyna lyfið,” mælti Rauch ing. Hann velti þungum steini fram úr skoti í hellinum; var steinninn nærri jafn hár manni og höggnar á hann einhverjar mynd- ir. Þeir höfðu fundið þetta í hellinum — gamlar mlnjar um fyrri hallarbúa. Rauching reisti steininn upp við vegginn. Efri endinn á honum var ekki allsendis ólíkur manns- höfði, sem væri með biskupsmítur. Rauching tók sér kvistóttann lurk í hönd, rétti gamla húsbóndanum annan, og lét nú höggin rigna yfir þesa steinmynd, en mælti um leið, hægt og sönglandi, eins og hann væri að fara með helgan lestur: ‘‘Luitward frá Vercelli: svik- ari og hórkarl, neque enim! nauðgari nunna og skríðandi fantur, neque enim!” Höggin féllu þungt og hægt og hægt fæi-ð ist bros yfir fölnaða ásjónu öldungsins. Hann stóð upp og tók líka að berja steininn með sínum máttvönu örmum. ‘‘Ritað er, að biskup skuli lifa óaðfinnan- legu lífi,” mælti hann í sama róm og Rauch- ing. ‘‘Taktu þetta fyrir friðinn við víking- ana! Og þetta fyrir að tæla Richardis drotningu! Og þetta fyrir daginn á þing- inu í Tribur, og þetta fyrir að kjósa Arnúlf fyrir keisara! neque enim!” Hellirinn bergmálaði af höggunum, en steinmyndin stóð föst undir barsmiðinni. Sársaukinn í höfði gamla mannsins virtist linast eftir því sem hann hitaði betur sína gömlu hefndartilfinningu, er hann hafði nært sitt auma líf á öll þessi ár. Ekkehard fannst naumast hann geta trúað þessu, sem hann var að horfa á, og hon um féll það mjög óþægilega. Hann stóð upp og kvaddi. ‘‘Eg býst við að þú hafir haft gaman af gamla fíflinu þarna uppfrá,” sagði ráðsmaður inn í Sernatingen við hann, er hann færði honum hestinn hans. “Trúir hann því enn, að hann hafi mist kórónu og ríki? Ha! Ha!” Ekkehard reið heimleiðis. Grænt gras- ið var að skjóta upp kollinum í birkiskóginum og boðaði vorið, sem var að koma. Ungur munkur frá Reichenau var líka á ferð um veginn. Söngúb hans kvað við, djarfur og glaðlegur, í einmanalegum skóginum— ‘‘Fortis juventuá, virtus audax bellicia,, Vestra per muros audiantur carmina, Et sit in armis aeterna vigilia, Ne fraus hostilis hæc invadit mænia. Resultat echo comes: Eja, vigila! Per muros eja dicat echo vigila!” Þetta var söngurinn, sem næturverðirn- ir sungu í Modena í ítalíu, þegar Húnarnir sátu um borg biskupsins. Munkurinn hafði staðið á verði við hlið St. Germanianus þrem ur árum áður, og hafði oft heyrt hvininn í örfum Húnanna. Þegar meðvitundin um nálægar orustur liggur eins og i loftinu, þá vakna gamlir söngvar í minningu manna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.