Heimskringla - 17.04.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 17.04.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 17. APRÍL, 1929 HEiMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA SANNLEIKS STJARNAN (Sbr. “The Star of Truth Dawn Shining.) Sannleiks stjarna starir blíð á storð í gegnum ský Æ lát þinn geisla leiða mig, þá lífs frá villu sný Hversu sem að löng er leið, í ljósið heim til þín Og'þó að brekkan ógni önd, ver ætíð leiðsögn mín. Eg veit þín heilög geisla glóð ei gerir villu sýn í gegnum allra alda vé, skín ennþá birtan þín. Og þó að oft á villu veg, þér veröld stefni frá; Má ennþá við þitt leifturljós, hinn Ijúfa Drottinn sjá. En þessi blóðgu þrauta spor er þínir gengu hér, Vitni ljóss á voða stig, þau veginn sýndu mér. Gæti ég þeim geiglaust fylgt, mun gatan reynast slétt Ef fús þú lífsins byrði ber, sjá byrðin er þér létt. Og senn mun kneri siglt í höfn og sáttur kveð ég heim Með öll þau pund, sem guð mér gaf. Hvað gerði ég úr þeim? Mun fyrsta spurn á bana-beð, er birtan myrkrið flýr Á móti breiðir faðminn fold — svo fæðist dagur nýr. H. E. Johnson. ■----L- í kringum W. J. Lindal 25. febr., 1925, víkur hann sér að mér með þessum orðum; “Tveim dögum síS- ar. (27 febr.) varð ég þess áskynja, að afgangur Ingólfssjóðsins virttisf vera tvö hundruð dölum lægri en ég hafði vænst, og gat féhirðir Ing- ólfsn. ekki gert grein fyrir þvi á annan hátt........” Með þessu á auðsjáanlega að gefa í skyn, að ég hafi misbrúkað féð og ekki getað gert grein fyrir. Og Arnljótur hafi þurft að halda rar.nsóknarrétt í mál- inu. En sannleikurinn er sá, að ég kvittaði opinberlega i blöðunum fyr- ir samskotafénu og lagði i-eikning' fram á nefndarfundi yfir bæði tekj- ur og útgjöld. Sá reikningur er enn til, og hefir hvorki A. B. Olson né nokkur annar getað sýnt fram á eins eyris skekkju í honum. . / Næst kemur mat Arnljóts á starfi mínu, og segir hann þar að ég fiafi tekið hlut á þurru landi. Eg get verið fáorður um það atriði. Það launar hver eftitVþví sem hann er drengur til. Arnljótur Olson tók sig fram um að meta starf mitt og launa mér löngu áður en starfinu var lokið. Þau laun voru ekki igreidd í peningum, heldur i annari mynt, sem hann er ósþar á. Þau voru tekin úr sörnu skúffunni og það aukagjald, sem hann er nú að ota fram í greinum sínum, mér til handa. Það má vel vera að sumir líti svo á að illsakir Arnljóts séu þau einu laun, sem mér bæri, en ég leit ekki þann veg á málið sjálfur, og þess vegna krafðist ég borgunar. Arn- ljótur spyr á öðrum stað i grein sinni hvað sagt hafi samvizikan í sambandi við þetta. Eg get sagt það bæði Arnljóti og öðruni, að ég igerði ekkert í þessu máli, sem ég þarf að hafa samvizkubit af. Launa kröfuna lagði ég fram af því að ég áleit hana, undir kringumstæðunum, sanngjarna og rétta og það áiit mitt stendur óbreytt enn. Eg vil að endingu vísa frá mér öllum aðdróttunum Arnljóts og fél- aga hans, um það, að við höfuin brugðist trausti almennings í með- ferð Ingólfsmálsins, vegna þess að við vildum draga Þjóðræknisfélag- inu afgang fjársins. Við breyttum eftir þvi sent skynsemi okkar og samvizka vísaði til. I því sam- bandi ,vil ég geta þess, að tillagan sent úrslitum réði á Ingólfsmálinu á þinginu 1925 var borin fram af séra Ragnari Kvaran og studd af Sig. Júl. Jóhannessyni. Þeir félagar voru þá ekki búnir að gera þessar upp- götvanir, um óráðvandlega ráðstöfun fjárins, sem þeir nú tönglast á mánuð eftir mánuð. Né heldur það að nefndin hefði brugðist trausti al- mennings. Eg hef frá upphafi haft annan skilnitig á starfi og aðstöðu okkar nefndarmanna heldur en settur hefir verið fratn í greinum þeirra félaga. Og sá skilningur brevtist ekki fyr en ég heyri honutn andmælt nteð einhverjum betri rökum en þeirn sem komið hafa fram í ritjórtri Jón- asar Pálssonar og hans nóta; eða ég heyri honum andmælt af einhverj- um, sem ég treysti hetur til að líta óhlutdrægum augum á þetta mál, heldur. en hr. H. A. Bergman. Eg sé, þegar ég lít yfir grein Arnljóts að enn eru tvö atriði, sem eg vil mótmæla. Fyrst þessi stað- hæfing, að “við, sem -í þeirri nefnd vorum, bundumst dren^skaparheiti um það, i byrjun starfsins, að taka ekkert fvrir verk okkár.” Þessi stað- hæfing er blátt áfram lýgi. Og þori ég að bera það undir alla seni í nefndinni voru. þlm tilgang höf- undarins með henni þarf ekki að taia. AUir sjá hann. Þá er hin önnur staðhæfing hans, sem hljóðar þannig: “.......enda var sá reikningur hans aldrei samþykkt- ur af Ingólfsnefndinni.” Þetta á við kröfu mína um . horgun fvrir starfið. Eg hef áður getið þess, að reikning’ur minn var sainþykktur af stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins, á lögmætuni fundi. Og getur Arnljót- ur séð bæði samþykktina og reikn- inginn í fundargerðabók nefndarinn- ar, ef minni hans er svo bilað, að hann viti ekki að hann fer með rangt mál. Hvað við keniur Ingólfsnefnd þeirri, sem Arnljótur talar tim, vil ég segja þaö eitt, að ég veit ekki ti! STUCCO SEM ÁBYRGST ER The TYEE STUCCO WORKS gefur þér fimm ára ábyrgð á Tyee Stucco þegar notað er samkvæmt þeirra ráðleggingum. Þá ábyrgðin nái aðeins til fimm ára, er auðvitað varan góð alla æfi þína. Skrifið eftir nöfnum þeirra plastrara sem nota það samkvæmt þessari á- N byrgð. \ ------------------- Tyee Stucco Works ST. BONIFACE MANITOBA ) að eg skuldi henni nein reiknings- skil og mig varðar engu hvað hún hefir samþykkt eða ekki samþykkt. Eg veit ekki til að sú nefnd sé neitt annað en grilla í höfði hr. H. A. Berg mans. Ef til vill hleypur hún það- an einhvern daginn eins og Aþena úr höfði Seifs. Og er þá vonandi að hún steypi einhverjum glæsihjúpi yfir þá undirsáta föður sins, sem mest þurfa á honum að halda. Annars er ekki ómögulegt að tilfinningar almennings gagnvart framkomu þeirra í þessu Ingólfsmáls-uppvakn- ings-þrasi verði eitthvað líkar til- finningum skáldsins, sem þetta kvað: “Endurminningu allri hans, yztu takmörkum þessa lands, forsmánarstraumur fleytir af, fordæntingar í eilíft haf.” Hjálmar Gíslason. ----------x--------- Uppvaknings draugurinn í mína tíð á Islandi var draugun- um skift niður í flokka, og var einn fllokkurinn ikallaður “uppyakning- ar.” l>essi flokkur var álitinnn að vera mannskæðastur, enda var ntik- iö í hann spunnið og mikið til hans unnið. Að vekja upp draug' þótti hart verk og framúrskarandi ó- þokkalegt, og’ undir öflum kringum- s’æðum varð djöfullinn að vera með í verkinu. Nú um þessar rnundir hafa Vestur- Islendingar einn þennan draug sin á nteðal, og er hann kallaður "Ing- ólfsmálið.” Hann er áreiðanlega versti draugurinn og illkynjaðasti, sein landar hér hafa átt við að stríða, enda tók það tvö heljarmenni að magna hann og koma honum ú kreik. Hvað nafni draugsins við- víkur niætti geta þess að ófreskja þessi mun hafa verið vakin upp und- ir áhrifum persónunnar Ingólfs lng- ólfssonar, og mun því réttara vera að kalla ára þennan “Ingólfssjóðs- málið”, en ekki “Ingólfsmálið.” Um hitt, hver garpanna hafi lagt til móðurfrumuna og hver faðerhið, í þennan þokkagest, gef ég ímyndun arafli lesarans óskorðaðan rétt til aö dæma um, þó afstaða þessara mann við Ingólfssjóðinn gæti kannske orð- ið góður leiðarvísir í þessu tilliti. Annar maðurinn lætur ekki skilding í kistuna (Ingólfssjóðinn) og ekkert af hendi rakna, annað en orða-elg, en hinn leggur til vinnu og tekur mest af skildimgunum úr kistuni. F.n draugsi djöflast um Islendingabyggð ir og spillir öllum friði. •* * * Það var áreiðanlega ósvikin þjóð- rækni, að forða Ingólfi frá gálgan- um, og þvo áfallandi blett af íslenzka þjóðarbrotinu vestan hafs og þá að minnsta kosti óbeinlínis af þjóð vorri heima á Fróni. Já, það var stærsta þjóðræknisniálið Vestur-Islend- ingar liafa haft með höndum. En nú er Ingólfur frelsaður frá gálg- anum og þjóðernissaurinn þvegin í burtu, og því horfir nú málið allt óðruvísi en það gerði. Nú er það orðíð bróðurkærleikans og kristninn ar tnál fyrst og fremst, og ber þvi ekki að einblina á sjóðinn, hvort sem við höfum lagt nokkuð í Iiann eða ekki. Það er lang bezt að gleyma sjóðnum, svo hægra verði að attn sig á tilgangi manna í mál- inu. Mér finst að þeir sem hafa stað- ið fremst í klrkjumálum okkar vest- ur Islendinga annaðhvert einumegin eða öllumegin ættu nú í kærleikans og kristninnar nafni að koma Ingóífi á vitlausra sp'italann, eða í annan þann verustað sem þeir geta komið auga á að sé heppilegastur fyrir hann. ef þeim þá dettur í hug að hann sé ekki bezt kominn þar sem hann er. Þegar þeir svo hafa á þann hátt gert fyrir Ingólf það sem þeir vita bezt, þá ætti áreiðanlega sjóðurinn ekki að vera lengur lokaður til afnota. Var Ingólfsmálið Mál Þjóðrœkn- isfélagsinsf Fólk segist vera orðið leitt á því rifrildi í blöðunum útaf Ingólfsmál- inu, en þáð ætti að segja Ingólfs- sjóðsmálinu, því málið væri nú á- reiðanlega ekki á dagskrá ef enginn sjóður hefði verið til. Að Ingólfsmálið hafi verið mál Þjóðrækriisfélagsins, sést sæmi- lega glögt, á því, að féiagið kýs’ stjórnarnefnd sína til að hafa málið með höndum. Það skorar á stúkur sínar út um byggðir, að taka ti! starfa, kjósa nefndir, safna fé, o.s.f. Það kýs mann til að veita móttöku samskotafénu og utanfélagsmenn skora á félagið að taka að sér mál- ið. Þjóðræknisfélagið fer á stað og vinnur út um byggðir, í gegnum blöðin og á annan liátt, og pening- arnir streyma inn, af því málið var þjóðrœknismál. Og undir þjóðrœkn- isfélags nafninu gékk það hér, og undir því nafni safnaði ég peningum í sjóðinn, bæði í San Diego og Nat- ional City. Og afskaplega hlýtur sá maður að vera blindur af sjálfs- trausti, eða hafa hryllilega lágar hugmyndir um íslenzkan almenning, er ætlar sér þá dul, að telja fólki trú um, að af því andstæðingar þjóðr,- fél. (“því sá sem ekki er meö mér, hann er á móti mér”) greiddi stjórn- arnefnd þess traustsyfirlýsingu til þess að takast málið á hendur, að þá hafi það ekki verið Þjóðræknisfél- agsmál. Allt sannar hið gagnstæða. Utanfélags mennirnir æskja að fel- agið og stjórnarnefnd þess fari með málið og varpa öllum þunga þess á herðar félagsins, að það beri rnálið til sigurs, eins og það lika gerði. Svo kemur áherzluatriðið, að þegar nefndin skilar af sér.þá varð hún. eins og allar stjórnar- nefndir, í hvaða félagi sem er, að skila af sér sjóð og embætti til sins eigin félags, en ekki einhverra ein- staklinga út um hvippinn og hvapp- inn. Svo allt er þetía rétt, að Þjóð- ra^knisfél. hefir sjóðinn til umráða En draugurinn hamast, og er búinn að* gjöra það að verkurn, að ekki verður skotið saman í nálægri frant- tið til að frelsa Islending frá gálg- anum þó við liggi, o£ fá svo draitg á sig eins og þennan uppvakning, og þarf þá ekki þeim óhappamanninum að blandast hugur um hvar ábyrgðln hvílir. Ef allir sent söfnuðu í Ingólfssjóð- inn legðu saman að kveða niður draitgskratta þeuna, þá er það að jíkJndutn eini vegurinn seim dygði. Og þvi þá ekki að gjöra það ? Jolin S. La.xdal ---------x---------- ísland fiskiforða- búr Evrópu Ejtir Earl Hanson Niðurlag Eg hefi fyrir framan ntig skýrslu til stjórnarinnar í Brasilíu frá Mr. Gardner Poole, en hann er meða! þeirra manna, sem mest vit hafa á fiskverzlun í Ameriku. Hann hefir fengist við þessa grein viðskiftanna i 30 ár; verið formaður ýmsra verzl- unarfyrirtækja, og utn skeið var hann í verzlunarráðuneyti Banda- ríkjanna. Hann kemst þannig að orði: “Ef góð matvæli, svo sem fiskur og kjöt, eru fryst á þann liátt, sem viðgengist hefir fram á síðustu tíma, til dæmis með því að láta matvælin vera svo lengi í frystirúmi, að þau gegn- frjósi — þá tekur frystingin tals- verðan tíma, margar klukkustundir eða jafnvel syo sólarhringum skiftir. Þegar frystingin tekur svo langan tíma, þá eyðileggjast “sellu”-vefir matvælanna, gerð sellanna eða frum anna aflagast öll frá þeirri mynd'sem á þeim var meðan dýrið var lifandi, jafnframt því, sem bragðkeimur þeirra breytist. I hinum lifandi líkama, meðan hver sella heldur sinni sjálfstæðu lifeðlisgerð, eru selluveggirnir hindrun þess, að sótt- kveikjur og gerlar breiðist út um lík- amann. En þegar þessar “sótt- kvíar” eru eyðilagðar, sellugerðin öll aflöguð, veggir sellanna komnir í rúst, þá geta sóttkveikjur og gerl- ar leikið lausum hala um matvælin. Ef matvælin aftur á móti eru hrað fryst, þá helst sellugerðin öll hin sama og var í matvælunum iglænýj- um, og matvælin missa ekkert af upp- runalegum gæðum sinum við frysting una. Þegar þau eru þídd upp aftur til notkunar, eru þau að öllu leyti sem glæný.”— Mér líst svo á, eftir þessu að dæma, að Islendingar ættu að taka upp hraðfrystingaraðferðir við mat- væli þau, er þeir flytja til útlanda. Aðferðir við hraðfrystingú eru margar, og hafa allar til síns ágætis nokkuð, og allar sína galla. Margar af aðferðum þessurn verða vafa laust úr sögunni áður en mörg ár eru liðin. Ef Islendingar á annað borð ætla sér að taka upp hraðfryst- ingu, þá verða þeir að gæta þess vel, að taka upp þá aðferð, sem heilla- vænlegust reynist. Það yrði alveg óbærilegur kostnaður, að setja upp vélar ðg útbúnað fyrir mikið fé, sem þyrfti að fleygja og ónýta allt eftir fá ár. % * * * l Nýlega hafði ég tækifæri til þess að kynna mér aðferðir þær, sem not- aðar eru við hraðfrystingu. Eftir því seni ég fæ bezt séð, jafnast eng- in þeirra við aðferð Birdseyes. Fyr- ir íslendinga er sú aðferð sérstak- lega hentuig vegna þess, að með henni er hægt að taka til frystingar mat- væli, sem ^ru í mjög mismunandi stórum stykkjum, án þess að það valdi nokkurri truflun á verkinu. Smákola er hægt að frysta samtímis og heil kjötkrof. Tekur frystingin aðeins 7 mínútur. Hægt er að setja matvælin í söluumbúðir áður | en þau eru fryst, meðan þægilegt er | að fara með þau og laga þau i | hendi. En þetta er ekki hægt þeg- | ar sú aðferð er höfð, að dýfa mat- vælunum ofan í vökva til frysting i ar. Vélar Birdseye hafa marga aðra kosti. Þeir, sem vildu kynnast nán- ar aðferðum hans og útbúnaði, geta leitað fróðleiks um þau efni í blað- inu "The Fishing News,” frá nóv- ernber 1928, sem gefið er út í Aber- deen. Þar er grein sem heitir “Ad- vantage of Quick Freezing over the SIow Freezing Process” (yfirburðir hraðfrystingarinnar yfir hægfara frystingu). * * * íslendingar ættu að kynna sér þessi mál til hlítar. Eg tók mér tíma nýlega til þess að kynnast því eftir fönguni. Bg fór til Gloucest- er, og þaðan út á fiskimiðin fyrir utan Boston. Grein þessi er skrif- uð úti í amerískum togara. Mr. Birdseye var mér mjög hjálp- legur og velviljaður. Hann greiddi götu mína eftir föngum. Hann lét sýna mér frystihús sín og stöðvar, fékk togaraskipstjóra til þess að taka mig í veiðiför;; leysti fullkom- Búið sjálf til SAPU og sparið peninga.! Alt sem þér þurfiS er úrgangsfita og GILLE17S PURE FLAKE Notvisir í hverjum bauk. Matsali yðar hefir það! LYE lega úr öllum spurningum mínum *g kvaðst myndi greiða fyrir mér fram- vegis eftir mætti. Tvö meginatriði ktoma til greina, við hraðfrystingu Birdseyes. Mat- væli þau, er hann sendir frá sér, hafa þá aðalkosti, að vera hrein og handhæg í matreiðslu. Þessum tveim meginkostum gangast húsmæð- ur fyrir, og telja ekki eftir sér að greiða fyrir þau matvæli hátt verð, sem þannig eru. Hingað til hafa menn litið svo á, að það væri alveg ógerningur að verka fisk eins vel og fullkomlega eins og gert er með Birdseyes-að- ferð. Sýnishorn eru tekin úr hverjum fiskfarmi, sem að landi kemur, og þau rannsökuð. Gerðar eru á þeim efna- og gerlarannsóknir, auk þess sem þau eru prófuð í suðu. Þegar fiskurinn er kominn á verkunarstöð- ina og meðan er verið að tilreiða hann, er hvert einasta stykki þvegið í gerilsneyddum sjó. En verkunin öll gerist í svo skjótri svipan og er öll svo hreinleg, að fiskurinn fær ekki tíma til að skemmast vitundar- ögn. Stjórn Bandaríkjanna og allar heilbrigðisnefndir sem þess óska, igeta hvenær sent er athugað verkun- ina og tekið sýnishorn til rannsókn- ar, hvort heldur sem er á verkunar- stöðvunum, eða af vörum þeim,- sem þaðan koma. Þetta vita kaup- endur og neytendur allir, og fá með' því fulla tryggingu fyrir gæðum vörunnar. Þetta er mikilsvirði, þvi það er sannarlega erfiðleikum bund ið, að fá húsmæður inni á meg- inlandi Ameríku, þrjú þúsund kílómetra frá sjó, til þess að trúa því, að fiskur sá, sem þær kaupa í matinn, sé að gæðum eins og hann væri nýdreginn úr sjó. (Frh. á 8. bls.) CRESCENT FRAMLEIÐSLAN ER HREINSUÐ Mjólk — Rjómi — Smjör — Isrjómi — Áfir Cottage Ostur SfMI 37101 CRESCENT CREAMERY COMPANY, LTD. i \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.