Heimskringla - 17.04.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 17.04.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 17. APRÍL, 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA Nýrun hrelnsa blóVitS. I'ega.r þau bila, safnast eitur fyrir og gigt, tauga. Kifft, lendaflog og margir aórir sjúk- dómar orsakast. GIN PILLS lagr- f«ra nýrun, svo þau leysa starf sitt. og gefa þannig: varanlegan bata. 60c askajan alstabar. 134 A þeim degi urðu þeir vinir Eftir Einar Þambarskelfir Sorgarleikur í jafn mörgum þáttum og tölublöð Lögbergs koma út. Eciksvið: Lögberg. Persónur: Jónas. Hjálmar. 1. Þáttur (Þegar tjaldi'S er dregiö frá, situr Hjálmar í hásæti og Jónas viö fætur hans,) Jónas: Sit heill! Þú frömuöur og talsmaður sannleikans og réttvísinn- ar. Hjálmar: Þú líka, minn óviðjafn- anlegi stallbróöir. Jónas: Þitt gáfnaljós skín nú skær- ast allra Vestur-lslendinga. Hjálmar: Næst þinu, minn kæri stallbróðir. Jónas: Þjóöin þekkir ekki sinn vitjunartíma, og daufheyrist við þin- um spámannlegu orðum. Hjálmar; Og þínum, minn kæri samverkamaður. Jónas: Mælska þín og speki yfir- gengur ajlan mannlegan skilning. Hjálmar: Nema þinn, minn kæri skoðanabróðir. Jónas: Orð þin standa eins og þyrnir í holdi hinna rangsnúnu. Hjálmar: Þú ristir þó dýpra, minn ágæti fóstbróðir. Jónas: Hjartagæzka þín er öllum ráðgáta. Hjálmar: Aðeins þú skilur mínar leyndustu hugrenningar. Jónas: Þú ert vor mestur. Hjálmar: Þú ert mér meiri. Jónas: Friður sé með þér. H jálmar: Og með þínum anda. Báðir: Amen! (Tjaldið fellur til að gefa til kynna að næsti þáttur byrji, þegar næsta Lögberg kemur út.J 2. Þáttur (Þegar tjaldið er dregið frá situr Jónas í hásætinu og Hjálmar við fætur hans). i Hjáímar: Sit heill! Þú frömuður og talsmaður sannleikans og réttvis- innar. Jónas: Þú líka, minn óviðjafnan- legi stallbróðir. Hjálmar: Þitt gáfnaljós skin nú skærast allra Vestur-Islendinga. Jónas: Næst þinu, minn kæri stall- bróðir. Hjálmar: Þjóðin þekkir ekki sinn vitjunartíma, og daufheyrist við þín- i:m spámannlegu orðum. Jónas: Og þinum, rninn kæri sam- verkamaður. Hjálmar: Mælska þin og speki yf- irgengur allan mannlegan skilning. Jónas: Nema þinn, minn kæri skoð anabróðir, H|jálmar: Orð þín standa eins og þyrnir í holdi hinna rangsnúnu. Jónas: Þín rista þó dýpra, minn ágæti fóstbróðir. Hjálmar: Hjartagæzka þín er öll- um ráðgáta. Jónas: Aðeins þú skilur mínar leyndustu hugrenningar. Hjálmar: Þú ert vor mestur. Jónas: Þú ert mér meiri. Hjálmar: Friður sé með þér. Jónas: Og með þínum anda. Báðir: Amen! (Tjaldið fellur og er niðri þar til næsta Lögberg kemur út.) Aths.—Þessu var lofað rúmi í síðasta blaði en komst eigi að, sökum þrengsla. Samsæti Klukkan átta að kveldi þess 16. febr. var veglegt afmælisgildi haldið að heimili Mrs. og Mr. Eiríks Thor- bergssonar hér í borginni. Afmælis barnið var Mr. Ásmundur Johnson frá Sinclair. Var honum boðið þangað ásamt konu sinni og syni, af aldavini hans Eiríki Thorbergssyni, og nokkrum kunningjum, er sam- gSeðjast' viiJdu með afmælisdrengn- ' um, sem fyllti sextugasta aldursár- ið það kveld. Mr. E. Thorbergsson mælti fyrir minni vinar síns. Fór hann nokkr um vel völdum orðum um fyrstu vináttuböndin, sem þeir tengdu á æskustöðvum sínum og sem aldrei hefði fallið alvarleg snurða á, þessi sextíu ár sem þeir ættu nú báðir að baki sér. Kvað hann sér vera það mikil ánægja, að mega enn votta honum hinn sama hlýhug sinn og vináttu og þakklæti fyrir tryggð hans og góðvilja sér til handa, frá fyrstu tíð, um leið og hann rétti hon um hönd sína á sextugasta aldursár- inu og óskaði honum heilla og bless- unar á öllum komandi árum, sem hann vonaði að yrðu mörg og hon- um gleðirík. FARIÐ TIL ÍSLANDS 1930 á 1000 Ára Afmælishátíð Alþingis Islendinga Canadian Pacific járnhrautarfélagið og Canadian Pacific gufuskipafélagið ,óska að tilkynna Islendingum, að þau hafi nú lokið við allar mögulegar ráðstafanir við fulltrúanefnd Al- þingishátiðarinnar 1930 vestan hafs, viðvíkjandi fólksflutningi i sambandi við hátíðina. SKIP SIGLIR BEINT FRÁ MONTREAL TIL REYKJAVfKUR Parþegja sem fýsir að heimsækja staði í Evrópu, eftir hátíðina, geta það einnig { ferðinni. Sérstakar Lestir fara frá Winnipeg til Montreal í sambandi við skipsferðirnar. Sérstakar Skemtanir er verið að undirbúa á lestum og skipum fyrir þá sem hátíð- ina sækja. Þetta er óvanalega gott tækifæri til aÖ sigla beint til Islands, og til þess að vera viðstaddur á þessari þýð- ingarmiklu hátíð 1930. Yðar eigin fulltrúar verða með yður bæði til Islands og til baka. Notið þetta tækifæri og sláist í förina, með hinum stóra hópi Islendinga, sem heim fara. Til frekari upplýsiniga viðvlíkjandi kostnaði o. fl. snúið yður til: W. C. Casey, General Agent, Canadian Pacific Steamships. R. G. McNeillie, General Agent, Canadian Pacific Railway. Eða J. J. Bildfell, formanns Heimferðarnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. Canadian Paciíic Umkringir jörðina Þakkaði Mr. Asmundur Jónsson vini sínum fyrir hans hlýju orð, vin- semd og alla góða viðkynningu frr. því fyrst er þeir léku sér saman drengir á fæðingarstað þcirra beggja, Syðri-Tungu á Tjörnesi í S.-Þingeyjarsýslu. Kvaðst liann á- valt myndi minnast þessarar stund- ar með hlýhug og gleði, þvi svo væii sér I<ært að sitja á eigin heimili DIX0N MINING CO. LTD. CAPITAL $2,000,000 SHARES Sfofnnfi Kamkvæmt S»m hniid.slöKiiro Knnadn IVO PAR VALUB Félagið hefir í Fjárhirzlu sinni 800,000 hlutabréf ( FJELAGIÐ HEFIR EKKI MEIRA A BOÐSTOL- UM EN 100,000 HLUTABRJEF At 50' Per Share Seld án umbo'ðslauna og koNlna lin rlnust fjeð notað til frekara STARFS f FJELAGSÞÁGU Gerist þátt- takendur Nú í þessu auðuga námu fyrirtæki, með óendanlega mögu- leika, þar sem centin geta á stuttum tíma orðið að dollurum. TWELVE GROUPS OF CLAIMS Dixie Spildurnar útbúnaður bæði nægur og: góð- ur Af þv sem numið hefir verið sézt, að Kvars æð ein, sem á mörgum stöðum hefir verið höggvin og rannsökuð, 3000 fet á lengrd, hefir sýnt hve ögrynni af málmi þarna er, svo sem gulli, silfri, blýi og eyr, sumstaðar yfir 11 fet á breidd. Waverly Spildurnar trtbúnaður nægur og góður. Dessi spilduflokkur hefir sul- phide-æð, nokkur þúsund fet á lengd, sem gnægð auðs í gulli, silfri og eyr má vinna úr. Kinnig hefir þarna verið upp- götvuð þýðingarmikii æð, sem úr horni af 3000 feta löngu og 4 feta breiðu, var tekið $54. virði af gulli, silfri, blýi og eyr. Hinar Spildurnar Hadiore mælingar og kannanir sýna miklar líkur til að auð- ur sé mikill á þessum svæð- um. EIGNIR Nærri 5,000 ekrur af náma landi, valið af sérfræðingum í því efni, allt mjög nærri járn- braut í nánd við Flin Flon og Flin Flon járnbrautina. Machinery Equipment 2 Small Diamond Drills, 1 Large Drill, 1 Complete Compressor, Outfit with hoist, Ore Bucket, Ore Wagon and Miniature Rails, 2 Complete Blacksmith Outfits, 1 Complete Assaying Outfit, 2 Large Motor Boats, 1 Barge, 2 Canoes with Outboard Engines, Horses, Caterpillar Snowmobile and all necessary small tools ánd equipment, also 3 Complete Camps. 100,000 hlutir er allt sem Selt verður í þetta sinn LesitS þetta attur og íhugit) og þér muniti sann færast um ati nú er tíminn til atS kaupa. PÖNTUNUM Á 50c HLUTINN—Verður v eitt móttaka á skrifstofu félagsins 408 PARIS BUILDING WINNIPEG Or at Our Agents, Messrs. WOOD DUDLEY and HILLIARD, LTD, 305 McArthur Bldg., Winnipeg, Man. DIX0N MINING C0. LTD. vinar síns meðal kunningja siana í 1 fagnaði. á meðan hann væri að ganga inn á fyrsta árið yfir sjötta tuginn. Þessu næst var Mr. Asmundi Jó- hannssyni flutt hlýlegt írumsatmð kvæði af Mr. Davíð Björnssyni. og birtist það á öðrum stað hér i blað- inu. | Nokkru síðar voru borðin rudd og þá farið að skemta sér við dans, spil. söng og samræður, langt fram á nótt. Samsætið var mjög átiægju- legt og fór hið bezta fram.og er mér ljúft að-þakka þá ánægju stund er ég átti þar þetta áminsta Itve'd. —Vcislugcsntr. ---------x-------(— MR. ÁSMUNDUR JÓNSSON Erindi flutt á scxtíu ára afmccli hans þann 16. mars, 1929 I. Gaman er á góðri stund að gleðja sig með dreng og hrund. Þá dillar okkur lif og ljóð, sem logheitt æsku blóð. Og þess er þörf, þaö vitum vér að varpa hversdags ryki af sér, og gleyriia »striti, stirðri lund, og stefna á vina fund. Við komum saman. Kátt er geð sem kvæðið mitt og ber með sér, því afmælis' er veizla völd meö vinum höfð í kvöld. Og sextíu ár að baki ber nú barnið, sem við hyllum hér. Og er það ekki nýung? Nei. Nei! Jú, sei, sei, sei.------ II. Svo áratugi sex að baki berðu. Ert býsna ern þó. Ekki ferðu að ég hygg — það sjálfur sérðu að sveipa þig strax í elli belg. Mæli ég um af magna þori, að marga tugi ára af vori, þú eigir enn og auðnu i spori, og yfir þér va'ki goðin helg. Þessi er ósk vor allra, allra! allra hérna — kvenna og karla. Hygg ég því að verði varla vafi’ að óskin rætist þér. íslendingur ! Lifðu lengi! Leiktu á þýða gleði strengi, svo að hefjist mærast mengi meinum lífs og solli frá. Laugaðu þig við ljóssins fætur, langar, bjartar sumar nætur, svo engan vott um elliglætur á þér megi nokkur'sjá. D. Björnsson. Frá íslandi. Ur Húnaþingi 25. febr. FB. Tíðarfar Tíðin óminnilega góð til þessa, jörð oftast auð, þó fest snjó, en hann horfinn næstu daga. Hafa bif- reiðaferðar haldist flesta tíma af Blönduósi í flesta hreppi sýslunnar, sömul. til Hvammstanga og undir Holtavörðuheiði. Frézt hefir, að bifreiðum muni fjölga að mun á Blönduósi í vor. Nú eru þar fimm vöruflutningsbi f reiðar... Fcnaðarhöld hafa verið fremur góð, en þó mis- jöfn. Vart hefir orSið lungna- veiklunar í sauðfé og drepist sum- staðar, einkum á 2 bæjum, Enni í Refasveit og Kistu í Vesturhópi. Heyfengur frá síðastliðnu sumri reynist ódrjúgur, — heyin létt og gjafafrek. Fiskafli á Húnaflóa hefir verið í allan vet- ur, þá gefið hefir á sjó. Félagsstofnun Þann 16 desember var stofnað fél- ag á Blönduósi, sem nefnir sig ‘'Framfarafélag Húnavatnssýslu.’' Stjórnina mynda Jón Pálmason, Sig1- urgeir Björnsson, Orrastöðum, og Hafsteinn Pétursson, Gunnsteinsstöð um. (Frh. á 8 síðu). 100 herbergi meti etSa án bat5s SEYMOUR HOTEL vert5 sanngjarnt Sími 28 411 C. G. IIITCHISON', eijrnndi Market and King St., Winnipeg —:— Man. MEST EPTIRSPl RÐASTA TEGUNDIN 1 AVINNIPEG HEZTI BAKING POWDER FVRIR FINNI RAKUN “BLUE RIBB0N” IHDIH AÐ BttKUNIN HEPNAST VEL FKAMLEIDDUR I WINNIPEG SIÐAN 1882 . J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.