Heimskringla - 24.04.1929, Page 6

Heimskringla - 24.04.1929, Page 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. APRÍL, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. “Það mætti áreiðanlega brjóta niður múrveggi með yður, þegar blóðið er loks kom- ið í hreyfingu,’' sagði gamli hermaðurinn, og kinkaði ánægður kolli. Þeir af munkunum, sem hófðu skarpa sjón og voru liðugir í liðamótunum. voru settir í bogama'inaliðið. Og þeir æfðu sig dyggilega. Ei*t sinn heyrðu spjótamennirn- iv hinu megin í garðinum, hávær fagnaðaróp frá þeim. Einhverjir gamansamir náungar höfðu búið til manrismynd úr strái, sett kór- ónu úr uglufjöðrum á hausinn á henni, sex- þætta svipu í hendina, og á brjóstið pjötlu af rauðu klæði eins og hjarta að lögun. Þeir höfðu þetta að skotspæni. “Þetta er Attila, Húnakonungur!" hróp- uðu bogamennirnir. “Hver getur sent ör í gegnum hjarta hans?” ‘‘Það er lítill vandi að hafa glens um hönd,’’ sagði Heiðveig hertogafrú, sem horfði á þetta ofan af svölum sínum. “Dauðinn feldi hann að velli á brauðkaupsnóttinni ör- lagaþrungnu, en andi hans lifir enn á jörð- inni, og ég er jafnvel hrædd um, að þeir, sem á eftir oss eiga að koma, muni verða að hafa fyrir því að særa hann á braut.’’ ‘‘Hamingjan gefi að þeir skjóti ekki iak- ara en þessir, senl þarna eru niðri!” sagði Praxedis, er óstýrilátum fagnaðarópum laust upp í garðinum, um leið og strámyndin riðaði til og féll með ör í hjartanu. Ekkehard kom upp í dyngju hertogafrúar innar. Hann hafði æft sig af kappi með hinum, og var andlit hans hraustlegt og fjör- mikið eftir áreynsluna. Hjálmurinn, sem hann var ekki vanur við, hafði skilið eftir rauða rák á enninu. Honum hafði láðst í ákafanum að skilja spjótið sitt eftir fyrir ut an, og hélt enn á því í hendinni. Hertogafrúin leit á hann með bersýnilegri ánægju. Hann var ekki lengur feiminn lat- ínukennarinn. Hann laut hertogafrúnni. “Bræður vorir í drottni frá Reichenau biðja mig að segja frú vorri frá því að þeir séu allþjáðir af þorsta.” Heiðveig hertogafrú skellihló. “Láttu setja tunnu af köldum bjór út í garðinn. Byrlari vor má ekki kvarta um hvað tæmist í ámunum, fyr en Húnarnir eru reknir heim aftur.” Hún benti á aðganginn í garðinum og mælti: ‘‘Þegar til kemur sýnir lífið marg- breytilegri myndir en skáldið getur gert. Þú hefir naumast búist við þessari breytingu, En Ekkehard vildi ekki að hægt væri að setja út á hinn ástkæra Virgil hans með nokkuru móti. “Fyrirgefið,” mælti hann og studdist fram á spjót sitt. ‘‘Þér getið komist að raun um að Virgil hefir lýst þessu, sem þér sjáið, lið fyrir lið — nærri því eins og ekkert nýtt gæti verið undir sólinni. Vill ekki mín göf- uga frú ímynda sér að Virgil hafi staðið á þessum svölum og horft á lætin, er hann kveður um upphaf ófriðarins í Latinum — hýst ég við.” Sumir hamra hjálma fyrir orustuvöllinn; aðrir binda táar til styrktar skjöldunum; aðrir brjóstverjur og lendahlífar móta, og bræða þær í gulli og silfri. Sigð og ljár fær að víkja fyrir virð- uglegri tækjum — stolti stríðsins, sverði og fjaðraskrauti; gamlar sveðjur eru hertar í eldi að nýju. Gjall hornsins gleður hvert hjarta og hressir; boðin berast, hröðum höndum binda þeir hjálm undir höku og bregða skildi á loft.” ‘‘Já, satt er það, þetta lýsir atburðinum vel,” sagði hertogafrúin. Hún ætlaði að fara að segja: “Ef til vill getur þú sagt fyrir um, hvemig þessu muni lykta, rneð aðstoð kvæðis þíns?” en því miður að þegar allt er í uppnámi er ekki auðvelt að ræða um skáld- skap. Hún hafði ekki hafiö mál sitt, er brytinn kom inn og tilkynnti, að hver einasti kjötbiti væri nú uppétinn, og baðst leyfis að mega slátra tveimur uxum í viðbót........ Að fáum dögum liðnum var Simon Bar- dó búinn að æfa menn sína svo vel, að hann hugsaði sér að hafa sérstaka sýningu frammi fyrir hertogafrúnni. Og því fór betur, að tíminn hafði verið vel notaður, því að þeir höfðu þegar séð ófriðartáknin færast nær, nóttina áður. Langt í fjarska fyrir handan vatnið sást rauður bjarmi á himninum. Þetta ógnandi tákn hékk eins og reiðiský á loftinu í margar klukkustundir. Sjálfur var eldslog- inn að líkindum langt inn í Helvetíu. Munk- arnir gátu ekki orðið sammála um þetta; sumir sögðu þetta vera tákn af himni, merki til allrar kristninnar að vera viðbúin, aðrir töldu þetta mikinn eldsloga einhversstaðar í Rínardalnum. Og einn bróðirinn, sem hafði sérstaklega næma þeftilfinning,, fullyrti jafn- vel, að hann fyndi lyktina af brunanum. Bjarminn hvarf ekki fyr en langt var liðið á nóttina. Framan í suðurhlíðinni var allstór slétta, þar sem fyrstu vorblóm voru þegar tekin að spretta út, þótt snjór væri í gilja- drögum. Ákveðið var að láta heræfinguna fara fram þarna. Heiðveig hertogafrú sat á gæðingi sín- um. Umhverfis hana voru nokkurir vel vopnaðir aðalsmenn, sem orðið höfðu við ó- friðarkallinu — Von Randegg, Von Hoewen, og hinn magri Fridinger. Ábótinn frá Reichenau var þar einnig, gjörvulegur maður á ágætum hesti, sannarlega hermaður drott- ins. Spazzo hafði sýnilega ætlað sér að keppa við hann um riddaramennsku og prýði, því að hann var með eins mikinn mikilmensku svip og honum var unt. Ekkehard hafði einnig verið ætlaður hestur og hann beðinn að vera í fylgdarliði hertogafrúarinnar; en hann baðst undan þeirri sæmd, til þess að varna því að vaknað gæti afbrýði hjá munk- félögum hans. Ytri kastaladyrnar lukust upp með miklu braki og fylkingin lagði af stað, og fóru boga menn og krossboga fremstir. Þeir gengu þétt saman en léttilega við hornahljóminn. Adifax með litlu pípuna sína var í hóp hljóm- sveitarinnar. Simon Bardó gaf merki og blásið var í hornin á sérstakan hátt. Við fyrsta hljóm. inn þustu allir af stað og tóku haldi á sér- hverjum runna og gerði í nágrenninu. Næst komu munkarnir. Þeir gengu þungt og fast, hjálmar og brynjur undir munkakuflunum og hettum, og báru spjót og skildi — sannarlega mynda,rlegur hópur. Reglusemin á göngunni var mikil. Þeir hefðu getað verið verulegir hermenn, því að andlegur agi er sterkum mönnum ágætur undirbúningur fyrir hermenskulíf. Aðeins einn þeirra, munkur í vinstra fylkingararmi, gat ekki haldið röðinni og hristist spjót hans öðrum hvoru út úr beinni línu félaga hans. ‘‘Þetta er ekki honum að kenna,” mælti Wazmann ábóti við hertogafrúna. “Hann afritaði einu sinni heila handbók á sex mán- uðum, og hefir ritkrampa síðan í hendinni.” Ekkehard gekk í hægito, fylkingararmi. Honum var litið á hertogafrúna, um leið og hann fór fram hjá, og var þá augnaráð hennar með þeim hætti, að það gat naumast verið ætlað fylkingunni í heild sinni. Þjónar og þegnar komu því næst. Ýms- ir blésu í stór horn og mátti þar sjá allskonar vopn; höfðu sum þeirra fengið eldskírn sína í bardögum Karlamagnúsar. Sumir báru mennirnir stórar kylfur einar, og ekki annað vopna. En Spazzo hafði um skeið horft hvössum augum ofan dalinn. ‘‘Vel er það,” sagði hann, ‘‘að við erum allir saman og reiðubúnir. Eg býst við að nú megi eiga von á skarpri hríð,” og benti í áttina þangað, er sjá mátti þökin í Hilzingen- þorpinu upp yfir smáhóla nokkura. Dökk rák kom í ljós og nálægðist. Simon Bardó lét menn sína staðnæmast og starði fast. ‘‘Þetta eru engir Húnar!” mælti hann, “Þeir eru ekki á hestbaki.” En til vonar og vara lét hann bogamennina taka sér stöðu í hlíðarslakkanum. 'Þegar gestirnir komu nær mátti sjá, að þeir voru líka klæddir búningi St. Benedikts, en gullinn kross blakti upp yfir spjótum þeirra. Upp til varðanna í hlíðinni barst hljómurinn af söngnum: “Kyrie eleison!” “Bræður mínir!” hrópaði Ekkehard upp fyiúr sig, og hann hafði ekki fyr sagt þetta, en munkarnir frá Reichenau ruddust fram úr fylkingunni og þutu með hávaða og kveðju hrópum ofan hlíðina. Kveðjur manna eru helmingi hjartanlegri á hættustund en ella. Þessir aðkomumunkar gengu upp hlíð- ina og leiddu munkana frá Reichenau. Sein ast kom klunnalegur vagn og var Thieto ekið í honum. ‘‘Guð sé með þér, göfuga frænka!” sagði Cralo ábóti og laut hertogafrúnni. ‘‘Hverjum skyldi hafa komið til hugar fyrir sex mánuð- um, að ég og allir klausturbúar myndu gjalda þér á þennan hátt heimsókn þína. En guð fsraels segir: Leggið af stað, lýður minn, og verið mér trúr.” Hertogafrúin rétti honum hönd sína af hestbaki og var sýnilega allhrærð. “Þetta eru miklar reynslustundir,” mælti hún. “Eg býð þig velkominn." Verjendur Hohentwiel snéru nú aftur til kastalans, er þeir höfðu fengið þennan liðs- auka. Praxedis hafði komið út í kastala- garðinn og stóð undir linditrénu og hugði vei að mönnunum, er þeir gengu inn. Aðkomu- mennimir frá St. Gall voru allir komnir inn, en þó horfði hún enn á hliðið, eins og hún ætti von á einhverjum í viðbót. En sá, er hún leitaði að, var ekki meðal þeirra, er inn gengu. í kastalanum voru miklar annir við að ráðstafa þessum. nýju gestum, því að rúmið var nú tekið að þrengjast. í stóra hring- turnínum var allstórt herbergi og var þar bor- inn inn hálmur og búið um til næturgisting- ar í bráðina. ‘‘Ef þessu heldur áfram,” sagði brytinn, sem stóð gjörsamlega á höfðinu í umstanginu og uppþotinu, “þá verður ekki langt að bíða þangað til öll klerkastéttin í Evrópu verður komin hingað á klettinn hjá okkur.” Úr eldhúsi og kjallara var allt fram- borið, sem bezt var til. Munkar og vopn- aðir menn sátu í neðri kastalaskálanum og snæddu með hávaða. Heiðveig hertogafrú hafði boðið ábótunum báðum og tignum mönnum að snæða með sér í sinni eigin borð- stofu. Um margt var að ræða og íhuga, enda var látlaust spurt og svarað. Craló ábóti sagði frá forlögum klausturs síns. “Hættan kom að okkur þvínær með öllu óviðbúnum,” mælti hann. "Naumast hafði fyr verið minnst á Húna, en jörðin dundi und- ir hófum jóa þeirra. Það mátti ekki seinna vera, að hafist væri handa. Eg sá um að lærisveinarnir úr klausturskólanum væri sendir til virkisins í Wasserburg. Eg býst við að ryk verði að falla á Aristoteles og Ciceró um hríð. Drengirnir geta í þess stað fiskað silung í vatninu, ef ekki bíður þeirra neitt annað alvarlegra. En kennarar þeirra höfðu aðeins tíma til þess að koma þeim á öruggan stað. Við hinir höfðum gert okk- ur dálítið vígi til hælis. Við fundum góð- an stað, sem hulinn var af skóginum, þar sem Sitterlæ(kurinn suðar gegnum greni- klæddan skóginn, og við héldum að blóðhund arnir heiönu myndu aldrei þefa okkur upp þarna, og þess vegna reistum við upp vígi með vegg og turni, óg helguðum hinni heil- ögu þrenningu — megi drottinn vernda það enn! ‘‘Varla var lokið við að setja þakið á, er sendimenn komu frá vatninu, er hrópuðu: Flýið, Húnarnir eru á hælum yöar! Og frá Rínardalnum komu aörir, og “Flýið!” kvað við úr öllum áttum. Himininn varð rauður af bruna húsanna og af eldinum í herbúðum, en loftið fylltist af veini flóttafólksins og af brakinu í vagnhjólum í æðisgengnu undan- haldi. Vér héldum því frá klaustrinu. Gull og gimsteinar, bein St. Gallusar og St. Oth- mars, allir vorir dómar og dýrgripir hafði ver ið faldir á öruggum stað, og drengirnir höfðu tekið bækumar með sér. En við höfðum lítið séð fyrir mat og drykk, o vistirnar voru litlar í víginu í skóginum. Við flýðum þang að í skyndi og vorum komnir langt á leið, er einn bróðirinn tók eftir því, að Thieto hafði verið skilinn eftir í horni sínu. En enginn snéri aftur til þess að sækja hann, því að jörðin brann þegar undir fótum vorum. Við földum okkur þarna í. turninum í greniskóg- inum í nokkura daga, og oft stukkum við á fætur á nóttunum og gripum vopn vor, því að viö héldum að fjandmennirnir væru komn- ir að okgur; en það var þá eggi annað en niðurinn í Sitteránni, sem við liöfðum heyrt, eða þytur vindsins í trjáliniinu. En eitt kveld heyrðum við þó greinilega mannsrödd, er til vor kallaði, og þegar dyrnar voru opn- aðar féll Burkhard, lærisveinn úr klaustur- skólanum, að fótum vorum,, hálfdauður af hræðslu og mæði. Hann hafði verið eftir, sökum vináttu sinnar við Rómeias varðmann, án þess að við hefðum tekið eftir því. Hann færði oss illar fréttir, og sumt, sem fyrir augu hans hafði borið, hafði verið svo ægilegt, að sum hárin Á höfði hans höfðu gránað á einni nóttu.” Craló ábóti varð skjálfraddaður. Hann þagnaði og drakk sér teig af víni. ‘‘Drottinn miskunni öllum kristnum látn- um mönnum!” hélt hánn áfram og reyndi að stilla rödd sína. ‘‘Megi ljós hans skína yfir þá og hann veita þeim frið sinn!” ‘‘Amen!” tóku hinir undir. “Við hvem áttu?” spurði hertogafrúin. Praxedis hafði staðið upp og var komin að baki stól hertogafrúarinnar. Hún stað- næmdist þar og beið með öndina í hálsinum eftir næstu orðum ábótans. ‘‘Það er ekki fyr en einhver maður er dáinn og farinn, sem þeir, er hann hefir eftir- skilið, fá metið gildi hans,” hélt ábótinn á- fram, og tók upp þráð sögu sinnar. “Romeias, þessi fyrirmynd allra varðmanna, hafði ekki farið með oss burt. “Eg ætla að standa á verði mínum meðan unt er,” sagði hann. Hann setti slagbranda fyrir allar dyr, faldi allt, sem verðmætt var, gekk stöðugt fram og aftur upp á múrunum með Burkhard sífelt við hlið sér, og geymdi vopn sín í varðturninum. Skömu eftir að við vorum farnir kom njósn- aralið Húnanna að múrunum og skygndist vandlega um. Romeias heilsaði þeim með liornahljómi sínum, eins og hann var vanur, snaraði sér svo yfir á hina hliðina og blés í annað sinn, eins og menn hefðust enn við í klaustrinu og væru viðbúnir. ‘‘Og nú er tími til þess að leggja af stað!” sagði hann við Burkhard. “Hann festi gamlann, visinn blómvönd í hjálm sinn, sagði Burkliard okkur, og svo hröðuðu þeir sér báðir eftir Thieto, sem bað þá að lofa sér að deyja í horni sínu; en þeir settu hann á burðarstól milli tveggja spjóta og báru hann út um litlu bakdyrnar og flýðu upp í Schwarzatal. Húnarnir voru nú komnir af baki og voru teknir að klífa upp veggina, og þeir flyktust nú, þegar þeir urðu einskis varir, eins og flugnaský í hunangshrúgu, en Romeias hélt í hægðum sínum á meðan upp hæðina með gömlu byrðina sína. ‘‘Enginn skal geta sagt um varðmann klaustursins,” sagði hann við hunn unga félaga sinn, ‘‘að ég hafi hraðað göngu minni vegna heiöinnar hundaþvögu.” ‘ En ekki leið á löngu þar til Húnarnir voru teknir að rekja spor hans, æSðisgengin óp eltu hann upp gilið, og eftir fáein augna- blik hvinu fyrstu örvarnar við eyrun á hon- um. En þeir komust nú að klettunum, þar sem einsetukonurnar héldust við. En þar varð Romeias sjálfur fyrir óvæntum atburði, því að hann heyrði þá sálmasönginn frá kofa Wilborad, eins og ekkert væru um að vera. Hún hafði fengið vitneskju um hættu sína og nálægan dauða í vitrun, og hin guðhrædda Waldram hafði ekki einu sinni getað fengið hana til þess að flýja. ‘‘Kofinn er minn bardagavöllur, hér hefi ég barist gegn hinum illa óvini mannkynsins, og hér skal ég verjast til þess síðasta, eins og trúr stríðsmaður drottins.” Þannig mælti hún og beið ein á þessum einmanalega stað, er allir aðrir flýðu. ‘‘Ógerningur var að komast upp í vígið okkar. Romeias valdi sér þess vegna yzta steinkofann, klifraði upp á klettinn og lét Thieto síga varlega ofan um þakið. Því næst snéri hann sér að Burkliard og skipaði honum að fara áfram. ‘‘Eitthvað illt kann að henda þig,” sagði hann við drenginn. “Bið þú bræðurna að líta eftir gamla mann- inum.” Burkard reyndi árangurslaust að fá hann til þess að koma með sér, og vitnaði til Nisus og Euryalusar, sem einnig hefðu verið neyddir til þess að flýja inn í skógarauðnir undan hinum mikla riddaraliðsmúg frá Volscia. “Eg yrði að ganga of liratt,” mælti Rom- eias. ‘Það er ekki gott fyrir heilsuna að svitna — maður fær verk í brjóstið af því, og ég þarf að skiftast nokkurum orðum á við þessa djöflasyni.” "Hann gekk að kofa Wilborad, barði á gluggahlerann og hrópaði: ‘‘Réttu mér hönd- ina gamJa skar, við skulum semja frið, og Wilborad rétti honum út visna hægri hendina. Því næst hlóð hann hnullungsgrjóti upp í einstigið frá Schwarzatal, tók skjöldinn á arm sér og reiddi upp spjótið. Og er hann hafði þannig búið um sig, og vindurinn lék um lokka hans, blés hann enn einu sinni í hornið mikla. Eins og heróp og gjallandi reiði voru fyrstu hljómarnir; en svo breyttust þeir og urðu smátt og smátt mildir og þýðir, þar til allt í einu gall við hjáróma hljóð, er ör hafði hitf hornbelginn og farið í gegnum hann. Skothríðin skall nú á honum, og fest- ust skeytin í skildi hans, en hann hristi þau glaðlega af. Við og við reyndi Húni að ná til hans með því að klifra upp á klettana, en spjót Romeiasar sendi þá skjótlega aftur. Á- rásin varð ákafari, bardaginn var í algleym- ingi, en Wilborad söng ljóð sín og lét ekkert á sig fá: “Eyddu þeim, eyddu þeim, svo að þeir séu ekki lengur til, og láttu þá sjá, að guð ríki til endimarka jarðarinnar.’

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.