Heimskringla - 22.05.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.05.1929, Blaðsíða 6
CL HLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLÁ WINNIPEG, 22. MAÍ, 1929. EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Hann hélt áfram að ganga fram og aftur um gólfið. “Þú átt að afneita sjálfum þér og fylgja drottni þínum’’ var ritað í reglum ■St. Benedikts. Hlýðni við það boðorð var jafn mikils metið og góðverk. Nærri lá, að hann væri hreykinn af sigrinum yfir sjálfum sér. En Heiðveig hertogafrú var særð í skapi, er hún gekk ofan vindustigann. Og Illt er í aðsigi, er drembinn hugur hyggur sér hafa verið smán synd. Það var um sjöundu morgunstund, er allir söfnuðust saman til þess að hlýða á guðs- þjónustu í kastalagarðinum. Altari hafði verið reist undir linditrénu gamla og á því voru helgir gripir, er munkarnir höfðu komið með á flóttanum, svo að sálir hinna trúuðu mættu af því blessun hljóta. Garðurinn var fullur af vopnuðum mönnum. Þeir stóðu í þéttum röðum og í þeirri skipun, er Simon Bardo hafði mælt fyrir um. Inngangssöng- ur munkanna hófst eins og hljóð í fjarlægum þrumum. Ábótinn frá Reichenau, klæddur í svarta hempu með hvítum krossi, flutti há- messuna. Ekkehard gekk þá upp altarisþrepin og var innilega hrærður, er hann leit yfir mann- fjöldan. Endurminningunni um það, er hann stcð sjálfur um morguninn í klefanum augliti til auglits við hertogafrúna, skaut upp í huga hans. Og hann tók nú að lesa úr guð- spjallinu söguna aim píningu og dauða Frels- arans. Rödd hans varð skýrari og hljóm- meiri eftir því sem á leið lesturinn, og er hon- um var lokið, kysti hann bókina og rétti djáknanum hana, svo að hann gæti lagt hana á silkikoddann. Hann leit snöggvast til himins; því næst hóf hann ræðuna og mann- fjöldinn hlustaði allur í djúpri þögn og hélt niðri í sér andanum. “Nærri því þúsund ár eru liðin,’’ hrópaði hann, “síðan sonur guðs lét höfuð sitt drúpa á krossinum og mælti: Því er lokið! En þó eru sálir vorar enn ekki reiðubúnar til þess að taka við hjálpræðinu, því í syndum höfum vér lifað, og yfirsjónir þær, er vér höfum framið í harðúð hjartna vorra, hrópa til himins gegn oss. “Fyrir því er tími þjáninga til vor kom- inn, skínandi sverð eru hafin á loft gegn oss, heiðin skrímsli hafa ruðst inn í kristin lönd. En í stað þess að spyrja: Hversu lengi ætlar drottinn að láta vort kæra heimaland verða fyrir þessari skelfingu? — skal sérhver af oss berja sér á brjóst og mæla: Vegna misgjörða vorra er þetta yfir oss komið. Og viljið þér láta frelsa yður frá illu, þá minnist hins grimmilega dauðdaga Frelsara vors, og eins og hann tók upp kross sinn og bar hann upp Hauskúpuhæðina ,eins skal sérhver yðar taka sér sverð í hönd og leita að sinni eigin Gol- gata!’’.... Hann benti með hendinni ofan á strönd vatnsins. Og nú breyttist framkoma hans •og hann mælti fram huggunarorð og fyrir. heita, orð, sem kváðu við snjallt og kröftug- lega, eins og rödd ljónsins er meðal fjalla. ‘‘Tíminn er kominn, er um ef ritað: Og or þúsund ár eru fullnuö, mun Satan verða leystur úr fangelsi sínu. Og hann mun út- ganga og leiða þjóðirnar afvega, þær sem eru á fjórum skautum jarðarinnar, Góg og Magóg, til að safna þeim saman til stríðs, og tala þeirra er sem sandur sjávarins. Og þeir stigu upp á víðan völl jarðar, og kringdu um Lherbúðir heilagra og borgina elskuðu; og eldur féll af himni ofan og eyddi þeim. Og djöflinum, sem leiðir þá afvega, var kastað í díki elds og brennisteins, þar sem bæði dýrið or og falsspámaðurinn; og þeir munu kvaldir verða dag og nótt um aldir alda. “Og þetta, sem sjáandinn á Patmos sá og opinberaði, er fyrir oss fyrirheit og traust um sigur, ef vér leggjum af stað með hjörtun hreinsuð af synd gegn óvininum. Þótt þeir þeyti að oss á skjótum hestum, að hvaða Eagni kemur það þeim? Drottinn hefir sett 4 þá innsigli barna djöfulsins, og fyrir þá sök «ru ásjónur þeirra sem skrípamynd af svip «nanna. Þeir mega eyða uppskeru akra vorra og saurga ölturu kirkna vorra, en lengi 'íá þæir eigi staðist gegn armi þeirra, er þegið ftafa hugrekki sitt frá drottni. “Og gleymið því ekki, að hvar sem verja kéisaradæmi vort, þá eigum vér Svabíu- Snenn ávalt að vera í fararbroddi. Og þótt það væri stórsynd á öðrum tímum að klæðast •Iherklæðum á þessum helga degi, þá mun Hann nú blessa vopn vor og segja dýrlingum sínum að stíga niður og hjálpa oss, og Hann mun sjálfur berjast vor á meðal, Hann, drottinn hersveitanna, sem sendir hina eyðandi eld- ing af himni og lætur gin opnast á jörð- unni, er dagur fullkomnunarinnar er kominn.’’ Ræðumaðurinn örfaði nú skap áheyr- endanna með því að benda þeim á mörg dælni glæsilegra herdáða, og mörg hendin kreft- ist utan um spjót og margur fótur lyftist frá jörðu í óþolinmæði, er hann talaði um Jósúa, sem með hjálp drottins felldi af velli þrjátíu og einn konung í landinu hinu megin við Jórdán; og um Gideon, er með hvellandi lúður hljómi ruddist inn í herbúðir Midóníta og elti þá allt til Betseda og Tebbat; og um menn- ina frá Betúlia, sem réðust á Assýringa, eftir hina dýrlegu dáð Júditar, og brytjuðu þá nið ur með sverðseggjum. Að lokum mælti hann til þeirra orð Júd- asar Makkabea til lýðsins, er þeir settu tjöld sín við Emaus á undan orustunni við her- sveitir Antiokkusar — “Takið til vopna og verið hugrakkir menn, og gætið þess að vera reiðubúnir að morgni til þess að berjast gegn þjóðum þess- um, sem safnast hafa saman til þess að eyða oss og því, er oss er heilagt. Því betra er oss að farast í orustu en að líta smán þjóðar vorr- ar og helgistaða hennar. Amen!” Hann lauk máli sínu og augnabliks þögn varð á eftir. Þá varð skyndilegt vopnabrak og hávaði. Sverðum og skjöldum var lostið saman, spjótum og merkjum veifað yfir höfð- um manna — hinn forni siður að láta í ljós samþykki sitt. Amen! kvað við úr öllum átt- um og allir féllu á kné, er leið að lokum há- messunnar. Þeir, sem ekki höfðu notið sér- stakrar páskaþjónustu, hrestu nú anda sinn með hinu heilaga sakramenti við altarið. Þeir voru mitt í þeirri athöfn, er kall kom frá varðturninum: “Til vopna, til vopna! Fjand- mennirnir eru í námunda!’’ Þeir komu frá vatninu — svört þyrping hesta og reiðmanna. “Fjandmennirnir!’’ Ekki var nokkur leið að halda aftur af ákafa mann- nna. Þeir ruddust að hliðinu, eins og þeim væri þrýst áfram af ósýnilegu afli. Wazmann ábóti hafði naumast tíma til þess að fara með blessunarorðin. Fiskimennirnir við Eystrasaltið nú á tím • um flykkjast alveg á sama hátt frá sunnu- dagsmessu prestsins síns við Rugen, þegar síldartorfurnar nálgast. “Síldin er að koma!” hrópar varðmaðurinn á hvítri sand- ströndinni og á sömu stundu þjóta allir í bátana. Presturinn er skilinn eftir, einn og yfirgefinn. Hann flýtir sér að ljúka guðs. þjónustunni, grípur net sín og hraðar sér til þess að taka þátt í hernaðinum gegn hinum hreistrugu fylkingum..... Allir karlar héldu út úr garðinum, áfjáð- ir í baráttuna, og vottaði hver taug og vöðvi, að hið mikla augnablik stæði fyrir dyrum. Munkarnir frá St. Gall voru sextíu og fjórir. að tölu, þeir frá Reichenau nítíu og mennirn- ir úr landvarnarliðinu yfir fimni hundruð. Ekkeliard gekk fast viö merki St. Gall manna. Það var kross, vafinn hvítum slæðum og með svartar veifur, því að fáni klaustursins hafði verið skilinn eftir. Hertogafrúin stóð hátt uppi á svölum sínum og veifaði hvítum klút. Ekkehard snéri sér við til þess að horfa á hana, en hún varðist að líta á hann, og hann fékk ekkert af kveðju hennar. Nokkurir leikbræðurnir höfðu boriö kistu St. Markúsar úr kastalanum og ofan að neðra hliðinu. Hermenniruir snertu hana allir með spjóti sínu eða sverði um leið og þeir gengu framhjá, en héldu síðan þungum skrefum ofan kastalastíginn. Simon Bardo setti fylkingar sínar á stóru sléttunni, sem náði alla leið fram að vatninu. Og gainli hershöfðingin var sannarlega á- nægður yfir því að herklæði skyldi enn einu sinni hylja örótt brjóst hans í stað munka- kufls. Hann bar einkennilega lagaðan lijálm á höfði og belti hans, sett steinum, og gullin sverðshjöltun báru vott um, að hann hefði áður verið hersveitarforingi. “Þið lesið fornritin málsins vegna,” sagði hann við ábótana tvo, er sátu á hestbaki rétt hjá honum, “en ég lærði iðju nn'na af þeim. Jafnvel á okkar tímum má hafa gagn af því að lesa Frontínus og Vegetius. í þetta sinn skulum við byrja með því að reyna hernaðar- aðferð Rómverjanna.því með því móti er hæg- ast ab bíða fjandmannanna og sjá hvað þeir hafa í hyggju. Þar á eftir getum við reynt aðrar aðferðir, því að smáskæru þessari mun ekki lokið á hálfri klukkustund. Léttir liðflokkar bogamanna og slöngu manna voru nú kallaðir fram og þeir beðnir að taka sér stöðu í skógarjaðrinum, þar sem þéttir runnarnir vörðu þá gegn riddaraliðs áhlaupi. “Miðið lágt,” sagði Simon Bardo við þá. “Það gagnar þegar nokkuð, er þið hittið hest- ana í stað riddarana!” Lúðurinn gall við og hersveitirnar gengu fram til þess að taka sér stöðu sína. Enn var enginn fjandmaður í ljós kominn. Landvamarliðinu var skipað í tvær þétt- ar fylkingar. Þeir gengu hægt fram og báru spjótin lágt, og var tveggja fet bil á milli raðanna. Riddarinn frá Randegg og hinn magri Fridinger höfðu forystu fyrir þeim. Simon skipaði munkunum að skipa sér í einn fastan hóp og vera aftast í liðinu. “Hvers vegna?” spurði Wazmann ábóti. Honum fanst sæmd sinni misboðið, er honum var ekki ætlað að hefja fyrstu árásina. “Þetta eru “triarii” mínir," niælti hann. “Ekki vegna þess að þeir séu reyndir her- menn, heldur vegna þess, að sérhver þeirra er að berjast fyrir sínu eigin hreiðri. Að vera rekinn frá húsi og hæli og rúmi, er það, sem gerir sverðshöggin þyngst og spjótalögin dýpst. En hræðstu ekki. Byrði bardagans mun falla nógu snemma á lærisveina St. Benedikts!” Húnamir höfðu farið frá klaustrinu í Reichenau í aftureldingu. Þeir höfðu étið upp allar vistir, drukkið vínið og rænt kirkjuna og dagsverki þeirra var lokið. Það sléttist úr margri hrukkunni á andliti Heribalds, er síðasti reiðmaðurinn þeysti út úr hliðinu. Hann kastaði reiður gullpeningi á eftir þeim. Maðurinn frá Ellwangen hafði þrýst honum með leynd í lófa hans o gmælt — “Landi minn, ef þú skyldir frétta, að eitt- hvað hafi orðið að mér, þá bið ég þig að sjá um, að sungnar séu fáeinar messur fyrir minni aumu sál. Eg hefi alltaf verið vinur munka og munklífis. og ég veit varla sjálfur, hvernig ég lenti hjá heiðingjunum. En jarð- vegurinn í Ellwangen er því miður of óhrjá- legur til þess að þar geti uppvaxið dýrlingar!” En Heiibald vildi engin afskifti hafa af honum. Hann gróf upp beinin og öskuna af Húnunum tveimur og hrossunum þeirra, er brendir höfðu verið, og fleygði út í vatnið með- an fjandmennirnir voru enn í sýn á hinni ströndinni. “Ekki skulu heiðnar leifar vera á þessari eyju!” mælti hann með fyrirlitningu. Síðan gekk hann inn í garðinn og starði hugsandi- á staðinn, þar sem hann hafði verið neyddur í dansinn kvöldið áður. Húnarnir riðu í gegnum dimman greni- skóginn í áttina til Hchentwiel. Við og við prjónuðu hestainir ákaflega, því að óvarlega var farið, en örvar og steinar, sem ósýnilegar hendur sendu, komu þegar minnst varði út úr skógarþykninu. Þeir, sem fremstir fóru, hægðu á sér, en Ellak hrópaði: “Hverju skift- ir þótt mýið stingi? Áfram! Á sléttunni verð- um við að berjast,” og hann keyrði hestinn sporum. Jörðin dunaði undan hófum kláranna, er Húnarnir brunuðu áfram. Þeir dreifðu sér jafnskjótt og þeir komu út á sléttuna og hleyptu á stökki gegn Svabverjum. Ellak reið langfremstur sinna manna og með hon- um merkisberinn, er veifaði græna fánanum yfir höfði sér. Foringinn rak upp hátt óp og skaut fyrstu örinni og hóf á þann hátt or- ustuna, eins og siður var til. Og nú byrjaöi blóðugur bardagi. Það gagnaði Svabíuhermönnunum lítið, þótt þeir stæðu öruggir og óbifanlegir eins og spjótaveggur, því að þótt riddaraliðið hrykki undan þeim, þá féll yfir þá skothríð frá fjand- mönnum er fjær voru. Húnarnir hálfstóðu í ístöðunum, létu taumana falla frani á makk- ana á hestum sínum og komu á harðastökki óg skutu af bogum sínum á stökkinu. Og •örvarnar misstu ekki marks. Aörir reiðmenn komu æðandi að frá báð- um hliðum og vei þeim, sem féll af baki, ef félagar hans tóku hann ekki jafnskjótt og skutu honum inn í miðjann liópinn. Lúöurinn gall við og gaf létta liðinu í skóginum merki um að koma fram og ráðast á Húnana að baki, en Húnar snéru sér við eins og elding og sendu skothríð yfir það. Mennirnir hikuðu, fáeinir héldu áfram, en voru þegar hraktir til baka, og Adifax varð einn eftir og hélt ótrauður áfram framrás- inni. Örvarnar þutu umhverfis hann, hann leit hvorki til hægri né vinstri, heldur hélt áfrani og blés til árásar, eins og honum hafði verið ætlað, og áður en varði var hann kom- inn mitt inn í fylkingu Húnanna. Þar hætti hann að blása, því einn reiðmaðurinn kastaði reipi um hann, um leið og hann reið framhjá og dró hann með sér. Adifax leit umhverfis sig og barðist um af ollum mætti. Hann var aleinn meðal óvinanna, enginn af félögum hans hafði fylgt honum eftir. “Ó, Hadumoth!" hrópaði hann sorgbitinn upp. Sá, er tekið hafði hann til fanga, fann til ofurlítils vottar af meðaumkun af þessu ljóshærða barni. í stað þess að kljúfa haus- inn í sundur dró hann hann upp í hnakkinn og þeyttist með hann þangað sem farangurs- vagnarnir voru í skjóli undir hæð. Skógar- konan stóð upprétt í vagni sínum og horfði áfjáð á bardagann; hún hafði búið um sár þeirra, sem fyrst höfðu særst og hafði kveð- ið máttugan seiðsöng yfir fljótandi blóðinu. “Eg færi þér hérna aðstoð við að þvo katlana þína,” hrópaði reiðmaðurinn og kast- aði drengnum af baki, svo að hann féll ofan í hálminn í vagninum, að fótum konunnar gömlu. “Velkominn! þú eitraða litla padda,” hróp aði hún í ofsa. “Þú skalt fá þín verðskuld- uðu laun fyrir að leiða manninn með hettuna heim til mín á klettinum.” Hún liafði þekt hann undireins og dró hann nú út úr vagnin- um og batt hann fastan við hann. Adifax sagði ekki orð, þótt beisk tár stæðu í augum hans. En hann var ekki að gráta yfir því að vera fangi. Hann var að gráta yfir því, að vonir hans höfðu brugðist í annað sinn. “Ó, Hadumoth," sagði hann og andvarpaði aftur. Kveldið áður hafði hann og gæsatelpan setið úti í horni og horft á blaktandi eldinn á arininum. “Þú skalt verða ósæránlegur!” hafði Hadumoth sagt við liann. “Hvorki skulu högg né lög megna að særa þig.” Hún hafði soðið brúnan höggorm og smurt enni hans, herðar og brjóst með fit- unni. “Eg skal bíða þín á morgun hér á þessum sama stað. Þú skalt koma aftur til mín heill á húfi. Ekkert járn getur neitt á móti höggormsfitu.” Og Adifax hafði rétt henni hönd sína og hafði lagt svo glaður á stað með litlu pípuna sína — og nú! Bardaginn var í algleymingi í dalnum og fylkingar Svabverja voru að því komnar að láta undan síga, uppgefnar eftir þessa löngu baráttu. Simon Bardo leit áhyggjufullur á þær og hristi höfuðið. “Hin ágætasta herstyipun er gagnslaus gagnvart þessum mannhrossum,” tautaði hann í skegg sitt. “Þeytast hingað og þang- að og skjóta úr löngu færi og hegða sér eins og þessi þrefalda fylking væri ekki neitt. Það ætti alls ekki illa við, að bætt væri einum kafla um árásir Húna viö í bók Leos keisara um hernaðarlist!” / Hann reið þangað, sem munkarnir voru, og skifti þeim í tvo hluti; hann bað munkana frá St. Gall að ganga til hægri, en Reichenau- menn að vinstri arm Svabverjaliðsins. Báðir flokkarnir áttu svo að klenima að, svo að fjandmennirnir yrðu lokaðir inni í stórum hálfhring, er þeir hefðu skóginn að baki sér. "Þeir stöðvast aldrei og lofa okkur ekki að komast að þeim nema við umkringjum þá,” hrópaði hann og sveiflaði sverði sínu. “Fyrir þá sök, gerið árás!” Eldur brann úr hvers manns augum og allir voru reiðbúnir til atlögu. En þó krupu allir fyrst á kné, gripu lófafylli af niold upp og fleygðu henni yfir axlir sér, svo að helgun og blessun félli í skaut þeirra frá fósturjörðinni. Þvínæst ruddust þeir fram til atlögu. Bræðurnir frá St. Gall hófu hinn guð- rækna hersöng “Media Vita.” Notker hinn stamandi hafði eitt sinn farið yfir gilið við Gildbach, skammt frá St. Gall, er verið var að koma á brú yfir æðisgengið fljótið. Verka- mennirnir héngu þarna í þessari svimandi hæð, og þessi sjón vakti þá hugsun hjá honum að hyldýpi dauðans kynni að standa gínandi við fætur vorar á hverri stundu, og þá samdi hann sönglagið. Nú var líkast töfrasöng á það að hlýða, er verndaði þá en olli dauða fjandmannanna. Hátíðlegur hljómurinn barst yfir til Hún- anna, er munkarnir nálægðust — “Media vita in morte sumus Quem quaerimus adjutorem, Nisi te, doniine, Qui pro peccatis nostris juste irasceris.” Og frá arminum svöruðu bræðurnir frá Reich- enau —

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.