Heimskringla - 12.06.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 12.06.1929, Blaðsíða 5
WINNIEG, 12. JÚNÍ, 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSlÐA er aö finna nógar sléttur, sem laga má. Landslag á Islandi gefur flug- mönnum hinar beztu bendingar um þaö, hvernig þeir eiga að átta sig. Veðráttan er yfirleitt þannig, aö “heiðskírt er loft og- himinn klár,” loftið hlætt og undarlega gott út- sýni, nema á Austfjörðum, þar sem oft er þoka. Mér hefir verið sagt, að af vestasta jökli Islands sjái í björtu veðri til Grænlandsjökla, og þetta ómetanlegur kostur fyrir flugmenn. Því verður ekki i mót mælt, að hér er hagkvæmasta leiðin til Lund- una. I góðu veðri mun flugmað- ur sjá Grænland skömmu eftir að hann fer frá Kanadaströnd. Um leið og hann skilur við Grænland blasir Island við. Og áður en Is- landsfjöll hverfa sýnum, rísa Færeyj ar úr sjó. Og áður en Færeyjum sleppir sést liilla undir Hjaltland. En framfarirnar á Islandi og hin agæta lega þess væri Bandaríkjun- um að litlu gagni ef ekki væri leið- in þar á milli jafn auðveld og hún er. Þegar Hassel og Cramer lögðu á stað í fyrra til þess að sanna hvað norður flugleiðin væri góð, þá trúðu þeim fæstir. Og eftir.að þeim mis- tokst og þeir skildu flugvélina eftir í Grænlandi, gleymdu menn þeim yfirleitt. Þeir komust þó af, og það sýnir, að hugmynd þeirra hefir verið rétt. Það eru fáir af flugmönnum þeim, sem lagt hafa út yfir Atlanz- haf, og hafa komið aftur, ef vélar þeirra hafa hrapað á miðri leið. Innlandsísinn á Grænlandi er svo sléttur, að hann er frægasti lending- arstaður fyrir flugvélar, eins og þeir Vilhjálmur Stefánsson, Byrd og prófessor Hoobs hafa bent á. Nansen, Peary, Rasmussen, Kock og aðrir, sem lagt hafa leið sína yfir ísauðn- trnar, segja hið sama. Þar er allt eggslétt, mílu eftir mílu — 10,000 fermílur, þar sem varla er nokkur mishæð. Mesti'ókosturinn við þenn an lendingarstað er sá, að hann er 8000 fet yfir sjávarflöt. En þegar þar hafa verið gerðar birgðastöðvar og olíugeymslur, þá gerir það ekki svo mikið til. Og loftskeytastöðv- ar hljóta að koma þar upp innan skamms, hvort sem er. Að þeir Hassel og Cramer skyldu rata til mannabyggða eftir að þeir Eöfðu neyðst til að lenda, er miklu merkilegra en af hefir verið látið, ekki vegna þess, að þéír sýndi neina frábæra hreysti, heldur vegna þess, hve þeir höguðu sér skynsam- lega og vegna þess, hvernig hagar til þar í landi. ' Þeir höfðu ekki neinn vasa-áttavita sér til leiðbein- ingar og áttavitinn í flugvélinni vav of þungur til þess að burðast með hann. En reynsla þeirra Peary og Rasmussen um það, hvernig vindar haga sér á Grænlandi, kom þeim að haldi. Sé ekki óvenjulegt veður, þá blása vindar þar næstum alltaf ofan af hájöklinum og til jaðra hans í allar áttir. Vegna þess rötuðu þeir, og þessi staðreynd hefir afar mikla þýðing fyrir flugmenn í fram tíðinni. Ofviðri standa aldrei lengi á Græn landi en tímunum saman er þar fcjart og kyrt veður. Þessa er getið í “Konungsskuggsjá” og það hefir ekki breyzt síðan. ‘Þótt Grænland hafi þannig marga kosti frá náttúrunnar hendi, til þess að verða miðstöð flugferða, þá er þar engin verzlun. Ekki stafar það þó af því, að landkostir séu þar ekki góðir, heldur af hinu, að Danir halda landinu lokuðu af umhyggju fyrir íbúunum. En Danir vita þó. að þegar þar að kemur, að þess verð ur almennt krafist, að Grænland verði opnað, vegna alheims viðskifta. þá geta þeir ekki haldið því lokuðu fremur en Búar gátu setið sjálfir að demantanámum sínum. En það er ekki gott að segja, hvernig fara krfhn í Grænlandi þegar það verður opnað, en sjálfsagt verð- ur flutt mikið út þar. Hið byggi- lega svæði, sem er gott til hreindýr- arræktar, er stærra en allar Bret- landseyjar. Qg hvergi eru betri fiskimið en þar við land. Þar er og eina K'ryolit-náman, sem til er í heiminum. Og kolin, sem finnast þar í landi, eru nothæf. Það er vani okkar að gera ekki neitt fyr en einhver flugmaður tek- ur sig fram um það að vilja fara einhverja ferð, og rýkur svo á stað undirbúningslítið. Sú ferð hefir sína kosti, því að þá þykir meira vert um flugafrekin. Þess vegna eiga allir hinir djörfu og framsýnu flugmenn, eins og til dæmis Hassell, fullkominn heiður skilið fyrir sitt starf. En um flugleið eins og þessa þá væri það betra að hafa lengri undir- búning, kynna sér til, hlítar um nokk- urra ára skeið allt viðvíkjandi veð- urfarsrannsóknunum, o. s. frv., og kynna sér hvernig Islendingar og Færeyingar líta á flugmálin. Við viium nú þegar hvaða farartæki í Ioftinu gefast bezt undir vissum kringumstæðum. En til þess að koma á loftferðum milli Ameríku og Evrópu uni Island og Grænland, þarf undanfarið að gera nákvæm- legar og vísindalegar rannsóknir Þegar þeim er lokið, má fara að hugsa til framkvæmda. Nú eru komn ar veðurstöðvar um allt og verzlunar skýrslur nú allstaðar til. Upplýsing ar viðvíkjandi þessu má fá í Dan- mörku, Islandi og Kanada. Það vantar bara einhvern, sem tekur sig fram um að safna þessum upplýsing- um saman og gefur sér tíma til þess. (Grein þessi birtist i aprílhefti ameríska tímaritsins “Airway Age” sem fjallar um flugmál. Má nokk- uð af því marka, hvernig sérfróðum mönnum lízt á hugmyndina. Grein- ir. er hér dálítið stytt og þýðingin lausleg. ^En oss þótti hún þess virði að Islending'ar kyntust henni. —Hjeimskringla liefir leyfi höfund- arins að birta greinina). ----------x--------- Blaðamenska nútímans. Rothcrmcre og Bcrry. Unt það er oft talað, að ekkert vald í þjóðlífi nútímans sé eins öfl- j ugt og áhrifamikið eins og blöðin. | Um þessi mál er nú mikið rætt og j ritað í ýmsum helztu menningar- I löndum F.vrópu, ekki sizt í Bretlandi. Menn ræða það fram og aftur, hvort áhrif blaðanna séu til góðs eða ills og það, hvernig þeim ætti helzt aö vera fyrirkomið. Þótt mönnum komi saman um fátt af'þessu, eru menn á eitt sáttir um það, að áhrif blaðanna séu mikil og vaxandi. En vissan um þetta hefir í för með sér vax- andi hættu, segja menn líka. þá hættu. að einstákir menn reyna að sölsa undir sig blaðakostinn. Þetta eru stundum kaupsýslumenn og braskarar, setn ekkert skyn bera sjálfir á blaðamennsku og geta ekk- ert í blöðin skrifað. En þeir vilja einhverra hluta vegna geta liaft áhrif á gang málanna, eða þeir vilja blátt áfrarn reka blöðin sem gróðafyrir- tæki, en það verður oft til þess að rýra mjög andlegt gildi þeirra. (En hvergi erlendis et'u btöð eða tímarit gefin eða lánuð, en ávalt borguð fyrirfram af áskriíendum. Og þegar þau korna út í hundrað þúsunda og miljóna upplögum, með miklum og dýrum auglýsinguni, geta þau orðið gróðafyrirtæki). Sent sagt, það er þessi ofvöxtur blaðanna og vaxandi samsteypa þeirra í fáa einokttnarhringi, sem nú veldur mönnum hvað mestum á- h'yggjum í Bretlandi í þessutn efnttm. Því er haldið fram af ýmsum hin- um beztu blaðamönnum og stjóm- j málamönnum, að þetta spilli stórlega | ýmsu því bezta í blöðunum, tilgangi þeirra og áhrifum, einkurn þannig að það hefti frelsi þeirra til þess að vera óháðir gagnrýnendur á ntenn og mál efni. Nú má svo heita að það séu örfáir menn, sent eru einráðir urn það, hvað brezkir blaðlesendur fá að sjá og heyrR. Langmestur hlutinn af brezkum blaðakosti er nú sameinaður í þrjú stórfélög eða hringi undir stjórn Berry’s, Rothermere’s og In- veresk. Berry á til dæntis 26 stór dagblöð í 11 borgunt víðsvegar um Bretland og attk þess um 100 viku- hálfsmánaðar og mánaðarblöð. En höfuðstóll útgáfufélags hans er utn 160 ntiljónir króna og má af þessu ntarka nokkuð, hversu mikil fyrir- tækin eru. Helztu Berry blöðin eru Daily Telegraph og Sunday Times í J London og Daily Dispatch í Man- chester. Rotherniere á meðal ann- ars 12 stór dagblöð í 7 bor.gnm og Inveresk 177 blöð og timarit. Allmörg blöð, og ýms þau beztu, eru að vísu utan þessara samtaka, en samt fer veldi hringanna vax- andi. Það er hlægilegt nú orðið að tala úm frelsi brezkra blaða, sagði enskur rithöfundur nýlega í grein um þessi efni. Þau eru flest bund- ir. klíkum og flokkum og reka ein- strengislega erindi þeirra, oft á ó- prúttinn hátt. Það sem heilbrigt og skynsamlegt almenningisáJit vantar eru óháð blöð, — því klíkuvaldið er pest þjóðlífsins, — óháð blöð, sem stinga á kýlunum án manngreinar- álits, sem flvtja hollar fréttir og fróðleik, sem hækka mentunarstig lesendanna. ---;-----X--------- Oíriðarrannsóknirnar. og Renoui’in Þjóðirnar, sem tóku þátt í heims- styrjöldinni, létu á ófriðarárunum gefa út sæg af allskonar ritum til þess að sanna sakleysi sitt, einkum um ófriðarupptökin, en sekt óvin- anna. Þetta voru oftast einhliða og litaðar frásagnir. En stðan hafa einstakir rnenn skrifað margt um ó- friðinn, m. a. ýmsir þeir, sem mestan þátt tóku í honum. Lögrétta hefir áður getið um ýms af þeim ritum, til dæmis rit Churchills. En af því er nýkomið út síðasta bindið og ber þar margt á góma. Meðat annars segir hann frá því, að Lusitania hafi verið hlaðin her.gögnum til Banda- manna þegar Þjóðverjar söktu henni, en því hefir áður verið neitað og Þjóðverjum mjög legið á hálsi íyrir það, að skjóta niður vopnlaust og hlutlaust fólksflutningsskip. Auk þess, sem einstakir menn hafa skrif- að um ófriðinn, eru stjórnir ófriðar- ríkjanna á síðustu árum farnar að gefa út ýms skjöl -viðvíkjandi striðs- árunum og tímunum þar á undan. Frakkar eru nú að bvrja útgáfu mik- ils verks, þar sem birta á leyniskjöl siöus'.u ára. En Þjóðverjar hafa nýlokið við útgáfu á samskonar verki í 54 bindum og í fyrra byrjuðu Bandaríkjamenn á þessháttar útgáfu, en Bretar árið 1926. En það voru Rússar, setn fyrstir byrjuðu á birt- ingu leyniskjalanna undir stjórn Trotskys 1917. Þessar útgáfur hafa haft rnikil áhrif og brugðið nýju ljósi yfir margt í stjórnmálum og hermálum og sýnt það, að upptök heimsstyrjaldarinnar eru miklu flókn ari en ntenn héldu í ofsa ófriðarár- anna. Tvo menn má sérstaklega uefna sent hvað mest hafa að þvi unnið, að ryðja braut visindalegum rannsóknum á þessum efnum, Miont- gelas greifa í Þýzkalandi og Renou- vin í Frakklandi. Þar er von hinna beztu manna, að hlutlaus rannsókn á npptökum og eðli ófriðarins geti orðið til þess, að varna þvt að sltk vitfirring yrði endurtekin. En oft hefir samt farið svo áður, að ekki hefir ein styvjöldin verið “visinda- lega” fullskvrð þegar sú næsta hefir skollið á. Og enn eru horfurnar illar.—Lögrétta. --------x-------- Askorun. Deilur þær um heimfararmálið, er Lögberg og Heimskringla hafa flutt síðastliðið ár, eru orðnar okkttr i mjög hvumleiðar. Við fáum ekki séð, að framhald af þeim ge'.i leitt til neinna breytinga eða úrslita, end t þótt öfgalausar væru. Málið sjálft virðist fyrir löngu að vera þraut- rætt í allar áttir. Hjitt er víst, að deilur þessar eru fvrir löngu orðnar okkur Vestur- Islendingum til stórrar vanvirðu, sem einlægt fer vaxandi. Við erum orðnir að athlægi frændum okkar heima á gamla landinu og öllum þeim er frétt hafa um deilur þess- ar. Við skorum því hérmeð á leiðtoga beggja hinna andstæðu flokka í þessu máli að láta nú allar blaðadeilur um þetta niál, falla niður. Jafnframt -korum við á rjtstjóra blaðanna. Lögbergs og Heimskringlu að leyfa engum deilugreinum um þetta mál rúni í blöðunum framar. Ritstjóri Heimskringlu hefir nú þegar haft góð örð um að verða við áskorun Guttorms prests Guttorms- scnar og safnaðarmanna hans; þar á móti álítur ritstjóri Lögbergs þetta mál óviðkomandi Bandaríkjunum. Við viljum því sérstaklega beina þesari ásjkorun til ritistjóiji Lög- bergs, sem réttir hlutaðeigendur, að hans áliti. Verði blöðin ekki við þéssari á- skorun okkar, þá getur farið svo að við neyðumst til að hætta að kaupa blöðin, meðan þessu fer fram. Við viljum ógjarnan kaupa eða lesa þau blöð, sem auka okkur gremju, og baka þjóðflokki okkar óvirðingu. Nú þegar hafa margir gó®ir drengir hætt við heimförina þeint orsökum. I sambandi við þetta skorum við hér með á alla íslendinga í þessu landi, að stvðja þessa áskorun okk- ar. — Þögnin kann að geta deyft þann hatursekl er logað hefir um hríð milli okkar mikilhæfostu manna. Þessa áskorun sendum við báðum blöðunum og vonum að þau ljái henni rúm. Vogar, Siglunes og Hayland, 1. til 4. Júní 1929. GuSm. Jónsson, G. A. Isherg, B. G.' Johnson, John HelgaSon, Gísli HaUsson, B. Eggertsson, ólafía lsberg, O. MagnúsSon. H. GuSmundsson, John J. Johu- son, A. Svcistrup, J. K. Jónas- son, M. Magnússon,. F. Thorkels son, G. Peterson. ---------X--------- Islendingadagurinn 1929 verður haldinn hátíðlegur þann 2. ágúst í sumar, í River Park, eins og að undanförnu. Nefnd sú, er kosinn var á almenn- um fundi, sem haldinn var i Goöd- templara húsinu þann 12. marz 1929, til þess að vinna að undihbúningi dagsins, tók strax til starfa og hefir unnið uppihaldslaust síðan. Þó að hún sé nú þegar búin að búa sig vel í haginn, þá er hún ennþá að verki, svo allt, er að skemtunum lítur þann dag verði sem bezt og fullkomnast. Nýbrigði verða það fyrir gesti, er sækja daginn, að sjá þar Leif Heppna í fullum skrúða, og hinn fyrsta þingforseta Islands, ef hann getur komið því við, að vera hér staddur. Annars hefir Egill Skalla grimsson góðfúslega lofað nefndinni að vera hér 2. ágúst og tala nokkur orð til fólksins. Það þarf naum- ast að taka það fram, að Fjallkonan verður hér eins og að undanförnu með hirðmeyjum sinum. Hún mun nú þegar hafa lagt af stað frá Is- landi áleiðis hingað til okkar til þess, að verða viss um að verða hér i tæka tíð. (Meira síðar). ----------x--------- Kosningar í Danmörku. að Hægrimenn brugðu því fylgi, sem þeir höfðu veitt stjórninni og féllu þá fjárlögin með atkvæðum Jafnað- armanna, sem verið hafa í stjórnar- stöðu siðan Vinstrimenn komu til valda. sínum, og ráða ekki yfir nema einum sjötta af atkvæðamagþi þingsitts. Slíkan dóm kveður eitt mesta menn- ingarland álfunnar upp yfir íhalds- stefnunni. — Tíminn. Kosninigarnar fóru svo, að Jafnað armenn unnu mikið á. Þeir unnu 8 sæti alls, 6 frá Hægrimönnum og 2 frá Vinstrimönnum, bættu 100 þús. við þá atkvæðatölu, sem flokkurinn hlaut við næstu kosningar á undan. I Fólk&þinginu danska eiga sæti | 144 menn. Eftir kosningarnar eru flokkaskiftin þessii. Jajfnfeðjarmenn 61, Vinstrimenn 43, Hægrimenn 24, radikali flokkurinn 16, aðrir flokk- ar 4. Eftir er þá ótalinn þingmað- ur Færeyinga, sem enn er ókjörinn. Jafnskjótt sem kunn ujðu úrsPit kosninganna, baðst stjórn Vinstri- j manna lausnar. Hafa Jafnaðarntenn nú myndað j nýja stjórn undir forystu Staunings og með stuðningi Radikala. Eru þrír af tíu ráðherrum úr síðarnefnd- I um flokki. j Það eftirtektarverðasta í þessum kosningum er þverrandi fylgi íhalds flokksins, Hægrimanna. Þeir hafa ir.isst fimmta hlutann af þirtgsætum FRÁ ÍSLANDI < Þjórsá 5. mai FB. jÞreifandi norðanbylur skall á hér um miðnætti í fyrrinótt og hélzt í þrjú dægur. Nú sæmilegt veður og hríðarlaust, en allhvast. Veður var svo slæmt fyrsta daginn. að ó- gerningur var að finna fé, varta far- andi milli bæja. Muna menn ekki slikt veður á þessum tíma árs, og varla svo slæmt vetrarveður um langt skeið. Veðrið var vægara austur i Hvolhreppi oig Fljótshlið. Hér eru þriggja mannhæða skafl- ar sumstaðar, þar sem brúnir eruj og eru rnenn nú að ná fé úr fönn. Snjóinn leysir fljótt upp og menn moka upp skafla sem óðast, en menn óttast mjög, að talsvert af fé hafi farist, en þó verður ekki með visus um þetta sagt enn. Veður mun hafa verið heldur vægara uppi í Hreppum, en sennilega hefir fé fent þar líka. I samræmi við þær breytingar og fram- farir sem orðið hafa á síðastl. 52 árum, hefir Er ávalt hefir bruggað helzta bjór vesturlandsins. —haldið vinsældum sín- um meðal almennings með, STAMDARD LAGEJ^ , —er fullkomnað hef ir verið með 52 ára reynslu fneð ölgerð. Þann 21. marz síðastl., gerðust þau tíðindi í fólksþinginu danska, að fjárlagafrumvarp stjórnarinnar var fellt við 3. umræðu. Afleið- ingarnar urðu þær, að stjórnin leysti upp þingið og efndi til nýrra kosn- inga. En þær fóru fram 24. f. m. I Danmörku eru nú 4 aðalflokk- ar. Stærstur er flokkur jafnaðar- manna, næstur Vinstrimannaflokkur- inn, þá Hægrimenn (íhaldsmenn) og Radikali IJIpkkurJnn. Vinstri^nenn hafa farið með stjórn undanfarið. Forsætisráðherra þeirra er Miadsen- Mygdal. Það, sem ágreiningnum olli um fjárlögin voru útgjöldin til hernað- ar. Danir eru smáþjóð og hafa engin skilyrði til að verða herveldi. Landið hefir engan mátt til að reisa rönd við herjum eða flotum stór- veldanna, ef til ófriðar kæmi. Því hafa ýmsir talið heppilegt, að þjóðin léti af öllum vígbúnaði, enda yrði hann jafnan gagnslaus og til einskis nema kostnaðarauka. En í landinu eru líka menn, sem lifa á ljóma fornr ar herfrægðar, þegar Danir voru voldugust þjóð um Norð/udönd. Þessir menn vilja halda uppi her og flota og verja til þess ærnu fé. Hægrimennirnir í þinginu báru nú fram tillögur um allmikla aukn- ingu á framlögum til hersins. Nam sú aukning á 7. milj. kr. Flokkur stjórnarinnar vildi eigi fallast á þessa hækkun. Afleiðingin varð sú, KAUPMAÐURINN YE T HVAÐ ER HOLL FÆÐA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.