Heimskringla - 12.06.1929, Blaðsíða 6
6. BSLAÐtílÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIEG, 12. JÚNÍ, 1929
1
EKKEHARD
Saga frá 10. öld.
eftir I. von Scheffel.
Hún snéri nú í áttina burt frá hæðunum,
og kom brátt þar, sem skógurinn laukst upp og
mikil viðátta blasti við. Langt í burtu sást
hvar Rín liðaðist áfram eins og höggormur. Á
einum stað skiftist straumurinn um eyju, en
þar risu upp fagrir kirkju og klausturveggir.
Litla stúlkan var nógu sjónskörp, til þess að
sjá að húsin voru svört, óhrein og þaklaus
Dökkblátt reykjarský hékk hreyfingarlaust yf-
ir eyjunni.
“Hvað heitir þetta land?” spurði Hadu-
moth mann, sem skyndilega kom út úr skóg-
inum.
“Svartiskógur,” sagði maðurinn.
‘‘Og þarna fyrir handan?” og benti á eyj-
una. á
“Rheinau.”
‘‘Húnarnir hafa verið þar?”
‘‘í fyrradag.’’
“Hvar eru þeir núna?’’
Maðurinn studdist fram á staf sinn, horfði
fast á barnið, benti síðan ofan með Rín og
mælti:
“Hvers vegna spyrðu?”
“Eg ætla að fara til þeirra.’’
Maðurinn lyfti upp staf sínum við þetta
svar, hélt á stað og tautaði í barm sér: “Heil-
agur Fintan, bið fyrir oss!”
Og Hadumoth hélt áfram og lét þreyt-
una ekki á sig fá. Hún tók eftir því, að Rín
tók á sig stóra bugðu, svo að hún ákvað að fara
þvert yfir hæðirnar og komast fram fyrir Hún
ana. í tvo daga hélt hún þannig áfram, svaf á
mosanum á nóttunum og mætti naumast
nkkurri mannssál. Margt ægilegt gilið varð
hún að krönglast yfir og margann stríðan læk
inn og jafnvel heljarstóra tréstofna, er vind-
urinn hafði feykt til jarðar. Þeir lágu nú
þarna, er þeir höfðu áður teygt sig til him-
ins, og biðu þess að fúna niður, en voru
draugslega gráir og ögrandi í rökkrinu. En
hugrekki litlu gæsatelpunnar hélst jafn óbil-
andi við.
Loksins tók bratti hæðanna að minka og
teygðist nú út í hásléttu, sem hvassir vindar
j)utu um. En Hadumoth hélt áfram.
Hún hafði lokið við síðasta brauðmolann
sinn. er hún aftur sá til Rínar í fjarska. Hún
reyndi að halda í áttina til fljótsins, en þá
varð heljarmikil gjá fyrir henni og hamaðist
fjaliaá eftir henni miðri, en barmarnir voru
vaxnir ungum brómberjarunnum og þyrni.
Gegnum þennan lággróður varð barnið að
ryðja sér veg, og var það erfitt verk og ekki
sársaukalaust, því að sólin var hátt á lofti og
þymarnir voru langir og beittir. En í hvert
skifti sem litlu fæturnir námu ósjálfrátt stað.
ar, þá uppörfaði hún sig með þessu eina orði
“Adifax,” og herti sig áfram.
Þar kom að hún stóð við rætur kletta
veggs, sem hamslaust vatnið hafði rutt sér
leið í gegnum og féli nú hér niður í glitrandi
fossi. Rauðleitur mosi hafði lagst yfir
steinana, eins og væri hann forn gylling.
Steinarnir glitruðu og glömpuðu í geisla-
mergð, er vatnið skvettist upp um þá og yfir
þá, en fann loks hvíld nokkurum skrefum
neðar er það rann í grænglitrandi hyl. Lífs-
þreyttur maður finnur stundum sál sinni
frið og ró á sama hátt, eftir öra og vanstilta
æsku. Breiðblaðaðar jurtir döfnuðu ríkulega
á bakka hylsins. Droparnir lágu eins og
glitrandi dögg á blöðunum. Bláar dreka-
flugur hvörfluðu hingað og þangað, eins og
andar týndra álfa.
Buslið í vatnsrennslinu seitlaðist á ein-
hvem hátt svo friðsamlega inn í huga hins
hungraða barns. Þessum læik ætlaði hún
sér að fylgja þar til að hún kæmi til Rínar.
fBakkaírnir voru vaxnir þykku skógarkjarti.
En það var eins og Hadumoth hefði verið
fyrst manna til að stíga þarna fæti. Hún kom
allt í einu að litlum grænum bala, þurrum og
vingjarnlegum. Hann brosti við henni og
hún tók boði hans og lagðist niður í ferskan
grænan mosann. Lækjamiðurinn var svo
kælandi og friðandi, að hann svæfði hana bráð
lega í djúpan svefn. Hún lá þarna með
höfuðið á hægri armleggnum og lék bros um
j)reytt, lítið andlitið. Hana var að dreyma
Um hvern? Bláir vatnsandarnir sögðu
aldrei frá því.
Svolítið dropafall úr lófa vakti hana upp
úr draumunum. Hún lauk augunum hægt
upp og sá þá mann með sítt skegg standa
fyrir framan sig, klæddann í fatnað úr ein-
hverju grófgerðu efni en berfættur upp að
knjám. Fiskistöng, net og tréfata, sem
bládröfnóttir silungar syntu í, var í grasinu
hjá honum. Hann hafði lengi horft á
þennan litla sofanda og verið í vafa um hvort
þetta væri í raun réttri mannleg vera, en sótt
svo vatn og vakið hana.
“Hvar er ég?” spurði Hadumoth ó-
skelfd.
‘‘Við Wieladingen-fossinn,” svaraði fiski-
maðurinn. “Þetta er Murg áin, í henni er
ágætur silungur og hún rennur út í Rín. En
hvernig ert þú hingað komin litla mær?
Féllstu ofan úr himninum?”
“Eg er komin langt að og fjöllin eru öðru
vísi þar sem ég á heima. Þau standa ein,
hvert fyrir sig, upp af sléttunni, og silungur-
inn er í vatninu og er mikið stærri. Landið
mitt er kallað Hegau.”
Fiskimaðurinn hristi höfuðið.
“Það hlýtur að vera langt héðan,” mælti
hann; ‘‘og hvert ertu nú að fara?”
“Til Húnanna," svaraði Hadumoth, og
hún sagði honum nú með miklum einfaldleik
frá því, hvers vegna hún hefði lagt á stað og
hvers hún væri að leita.
Fiskimaðurinn hristi höfuðið enn ákaf-
ar en áður.
“Hamingjan sanna,” sagði hann, “þetta
er hættuleg ferð!’’
En Hadumoth krosslagði hendurnar á
brjóstinu og sagði:
“Fiskimaður, þú verður að vísa mér leið-
ina til þeirra!”
Síðskeggur komst við.
‘‘Verðir þú að fara,’’ tautaði hann, “þá
er bezt að þú komir með mér. Þeir eru ekki
langt héðan í burtu.”
Hann tók saman veiðarfærin sín og þau
gengu bæði meðfram árfarveginum. Þegar
stórt tré eða runnur eða klettur varnaði þeim
vegarins tók fiskimaðurinn stúlkuna á hand-
legg sér og óð með hana fram í strauminn.
Ekki leið á löngu þar til þau voru komin svo
langt, að þau höfðu gjána á hægri hönd og
stóðu undir hæðarrótum, sem Rín rann fram
hjá.
‘‘Líttu á, barn mitt,’’ sagði maðurinn og
benti þangað er sást hæðarmúli, er stóð einn
sér. “Frá þessum hæðum kemstu ofan í
Frick-dalinn, sem liggur við ræítur Bötzbergs.
Þar hafa þeir reist herbúðir sínar. Þeir
brendu Laufenburg í gær. En lengra skulu
þeir ekki komast með brennur sínar Og morð,”
bætti hann grimdarlega við.
Þau gengu enn um stund saman, þar til
leiðsögumaður Hadumoth nam staðar við
stóran klett.
“Bíddu svolítið,” sagði hann við stúlk-
una litlu, og tók að safna saman lausum við-
aibútum og greinarstúfum. Hann hlóð úr
þessu köst, og fyllti bilið á milli stofnanna
með harpeisþrungnum grenjihrislum. Hann
kveikti ekki í kestinum en skildi hann eftir
og hlóð aðra með nokkuru millibili. Hadu-
rnoth horfði á þetta, en gat ekki getið sér til
um hver tilgangurinn vseri. Loksins komu
þau að Rínarbökkum.
“Er þér í raun og veru full alvara með
Húnana?” spurði maðurinn að nýju.
“Já,” svaraði Hadumoth.
Fiskimaðurinn hratt þá lítilli kænu, sem
falin hafði verið í runnunum, út í ána, og réri
með telpuna yfir fljótið. Þau lentu á skógi-
vaxinni strönd. Maðurinn gekk lítið eitt á-
leiðis og gætti vandlega að öllu. Kom hann
þá auga á annan viðarköst, sem þakinn var
og falinn undir grænum greinum. Hann
kinkaði ánægður kolli meo sjálfum sér og sneri
sér að Hadumoth.
“Lengra get ég ekki farið með þér,’’
mælti hann. Þarna fyrir handan er Frick-
tal og herbúðir Húnanna. Sjáðu um að þeir
láti þig fá drenginn tafarlaust. Frekar í dag
en á morgun, því að annars kann það að verða'
of seint. Guð veri með þér; þú ert hugrakt
barn.”
“Eg þakka þér fyrir,” maðlti Hadumoth,
og hún þrýsti harða hendina með litlum lófum
sínum. “Hví viltu ekki koma með mér?”
‘‘Eg kem seinna,” mælti fiskimaðurinn,
eins og eitthvað byggi undir, eu steig því
næst í bát sinn aftur.
Húnarnir höfðu reist herbúðir sínar í
dalsmynninu. En ekki voru þær í öðru fólgn
ar en fáeinum tjöldum og nokkrum stórum
kofum úr trjágreinum og strái. Hestarnir
voru geymdir í húsum, sem tildrað hafði verið
saman úr bjálkum. Brött hlíð var búðunum
til varnar að baki. En Húnarnir höfðu graf
ið djúpa gryfju að framan og hlaðið síðan upp
garði með bjálkum og grjóti á þann hátt, sem
kenndur er við hernað Skýtanna. í nokk-
urri fjarlægð frá virki þessu' voru varðmenn á
gangi, og héldu þeir stöðugt í hring umhverf-
is. Ástæðan til þess, að þeir dvöldu svona
lengi í þessum búðum var tvöföld — annars-
vegar þörfin á hvíld eftir miklar ferðir og
orustur, og hinsvegar löngunin til þess að
ráðast á klaustrið í St. Fridolin, sem þaðan
var skammt í burtu. Nokkur hluti liðsins
kepptist við að smiða báta og fleka á Rínar-
bökkum.
Hornebog lá í tjaldi sínu, og var hann nú
eínn foringi eftir fall Ellaks. Hann hafði
hlaðið um sig svæflum, en gat ekki fundið
hvíld á þeim. Erika, Heiðarblómið, sat hjá
honum og lék sér að skrautgrip, er hékk í
silkiþræði á hálsi hennar.
‘‘Eg veit ekki hvernig á því stendur,”
mælti hann, ‘‘en ég er lvættur að kunna við
mig. Þessir sköllóttu náungar við vatnið
gerðu oss erfitt fyrir.. Við verðum að búa
okkur betur undir í næsta skifti. Og mér
finnst ekki örugt hér um slóðir. Það er
eins og það sé of friðsamlegt. Það er ávalt
logn á undan storminum. Og svo er ekki
hægt að tjónka neitt við þig, síðan Ellak var
drepinn. Þú ættir að elska mig, eins og þú
unnir honum, en í þess stað ertu eins og kuln-
aður eldur."
Erika kippti í bandið um hálsinn, svo að
gripurinn skall til baka á brjóst hennar og
kvað við. Því næst tók hún að raula þjóð-
vísu fyrir munni sér.
Rétt í þessu kom vörður inn og leiddi
Hadumoth við hönd sér. En Snewelin kom
á eftir til þess að vera túlkur. Barnið hafði
gengið beint inn í herbúðirnar, farið óskelft
fram hjá vörðunum, ekki hirt um hróp þeirra
og köll, þar til þeir gripu hana höndum.
Snewelin skýrði frá bón hennar viðvíkjandi
Adifax, fanganum. Hann var í aumkunar-
verðu og viðkvæmu skapi, eins og að hann
hefði verið heima í fæðingarþorpi sínu á ösku
degi, því að hann hafði einmitt um morgun-
inn verið að telja saman ódáðaverk sín frá því
er hann gekk í lið Húnanna, og klausturránin
voru tekin að íþyngja allmjög samvizku
hans.
“Segðu honum að ég geti líka greitt
lausnargjald,” sagði Hadumoth. Hún spretti
upp saum á treyju sinni, náði í gullpeninginn
og rétti Hornebog hann. Hann rak upp
skellihlátur, og Erika tók undir með honum.
‘‘Hvílíkt öfganna land!” hrópaði Horne-
bog upp fyrir sig. Karlarnir raka á sér skall-
ann og börnin hegða sér þannig, að samboð-
ið væri hinum hraustasta hermanni. Hef
vopnaðir menn frá vatninu komið á eftir oss.
en ekki þetta litla barn, þá hefðum við verið
í klípu.”
‘‘En því næst leit liann tortryggnislega
framan í telpuna.
“En hver veit nema hún sé send til þess
að njósna!” mælti hann.
Erika stóð á fætur og klappaði á kollinn
á Hadumoth.
‘ Þú skalt vera hjá mér,” sagði hún. ‘‘Eg
þarf á einhverju að halda til þess að leika mér
að, því að svarti gæðingurinn minn er dauður
og Ellak er dauður.”
“Farið þið burt með krakkann,” greip
Hornebog skyndilega fram í og var geðvond*
ur. ‘‘Komum við til Rínar til þess að leika
við krakka?”
Erika sá að stormur var í aðsígi í brjósti
foringjans. Hún tók í hönd telpunnar litlu
og leiddi hana á braut með sér.
Eldhús hafði verið sett þar sem hlíðin
tók við búðunum, og réði Skógarkonan hér
lögum og lofum. Adifax lá við stærsta ketil-
inn og blés ákaft í elidnn, sem logaði undir
kjötsúpunni, er hafa átti til kveldverðar.
Hann rauk á fætur og æpti upp fyrir sig, er
hann sá litlu lagskonu sína. En gamla norn-
in rak þá tafarlaust hausinn upp að baki öðr-
um katli. Þett nægði. Adifax hreyfði sig
ekki úr stað, en þreif hríslu og tók að hræra í
katlinum. Veslings drengurinn var ímynd
þögullar sorgar og þjáningar. Hann var
orðinn fölur og gugginn og hann var voteyg-
ur af gráti, gráti, sem ekki hafði vakið með-
aumkun nokkurs hjarta.
‘‘Það er vissara fyrir þig að gera börn-
unum ekkert illt, gamla apakerling, eða ég
skal koma til sögunnar,” hrópaði Erika.
Hadumoth flýtti sér til drengsins, sem
óðara sleppti verkfæri sínu, en tók þegjandi
í hönd hennar, en út úr augum hans mátti í
svip lesa sögu fangelsisvistar hans, þolinmæði
hans og löngunar eftir frelsi. Hadumoth
stóð þegjandi fyrir framan hann. Hún hafði
oft hugsað sér hvernig þau myndu fyrst heils
ast, en nú hvarf það allt út í veður og vind.
Hin innilegasta gleði sendir þakklæti sitt til
himna í þögulum söng.
“Gefðu mér svolítið úr katlinum þínum,
Adifax,” mælti hún. ‘‘Eg er svöng.”
Skógarkonan leyfði honum að fylla tré-
disk með ilmandi samsuðunni úr katlinum og
gefa svangri telpunni. Hún hrestist mikið
við eftir máltíðina og horfði með forvitni en
óttalaust á villimannsleg andlitin á Húnun-
um, sem komu til þess að sækja sér kveld*
verðinn. Þegar Adifax hafði lokið við að að-
stoða við þetta, settust bæði börnin saman k
jörðina. Drengurinn var í fyrstu þögull og
hræddur, en þegar tók að dimma og kven-
drekinn gekk í burtu, tók að losna um tungu
brns. Hann horfði smeykur umhverfis sig
en tók þvínæst til máls í hálfum hljóðum.
“Ó, Hadumoth,” hvíslaði hann: ‘‘Eg veit
svo margt. Eg veit hvar dýrgripir Húnanna
eru! Skógarkonan gætir þeirra. Tvær stór
ar kistur eru undir rúminu hennar í kofanum
þarna. Eg sá þetta sjálfur, og þar eru spenn
ur og tjaldahnappar, settir í gimsteinum, og
fagrir gulldiskar. Þar var líka silfurhæna
og egg að auki — einhver stal því í Lombardí.
Já, ó, svo margir aðrir fallegir munir. En ég
verð að greiða mikið fyrir að fá að sjá þá!”
Hann tók ofan linan leðurhattinn sinn.
Helmingurinn af hægra eyranu hafði verið
sniðinn af.
“Skógarkonan kom aftur áður en ég var
búinn að loka kistunni. ‘‘Þetta skaltú hafa
skærunum sínum. Það var sárt, Hadumoth.
En .einhverntíma skal ég launa henni!”
‘ Eg skal hjálpa þér,” sagði lagsmærin
litla.
Þau hvísluðust lengi á, því að svefninn
hafði flúiö gleðina í augum þeirra. Hávað-
inn í herbúðunum dó smám saman út og næt-
urskugginn hvíldi yfir dalnum. En Hadumoth
hvíslaði þá:
“Mér finst endilega sem það sé enn sama
nóttin, eins og þegar stjörnumar féllu.”
Adifax stundi þungan. ‘‘Einhvemtíma
finn ég fjársjóðinn minn,” sagði hann, ‘‘ég
veit að ég geri það.”
Og aftur sátu þau í kyrlátri gleði. En
allt í einu hrökk Adifax svo mikið við, að
Hadumoth fann að höndin á honum skalf.
Hinumegin við Rín, uppi á dökkri hæö, braust
út logi. Það var eins og kyndill, sem maður
sveiflaði yfir höfði sér og fleygði síðan upp í
loftið.
‘ Nú er það sloknað,” hvíslaði Adifax
. lágt.
‘ En líttu á þarna!” og Hadumoth, sem
var orðin dauðskelfd, benti í áttina að baki
þeim.
Annar logi braust út frá tindinum á
Bötzberg, þeyttist í hring og dó út í neista-
flugi. Það var sama merkið. Og nú kom
upp eldur mikill í Schwiarzwald, þar sem kindl
inum hafði áður verið sveiflað, og lýsti log-
inn upp til hins stjörnulausa himins. Verð-
irnir í dalnum gáfu ýlfrandi merki og allt
komst í uppnám í herbúðunum.
Skógarkonan kom aðvífandi.
‘ Er þig ennþá að dreyma, drengur?”
hrópaði hún ógnandi. “Flýttu þér, spentu
hestana fyrir vagninn og búðu út klyfjahest-
inn”.
Adifax gerði þegjandi eins og fyrir lxann
var lagt.
Vagninn var reiðbúinn. KÍyfjahesturinn
var bundinn við staurinn. Nornin gamla
laumaðist gætilega að honum og hengdi tvær
körfur á hann. Þvínæst kom hún með tvo
kistla, setti þá í körfurnar og stráði síðan
heyi yfir allt. Hún starði óróleg út í myrkr-
ið, er þessu var lokið. Þögn var aftur yfir
öllu. Vínið úr Frick-dalnum olli því, að Hún-
arnir sváfu vært.
‘‘Það er ekkert,” tautaði gamla kerling-
in, ‘‘við getum tekið af hestunum aftur.”
En hún hafði ekki fyr lokið við setn-
inguna, en hún rauk upp aftur, nærri blind
af birtu. Hæðin fyrir ofan herbúðirnar var
öll í einum eldi frá kyndlum og eldibröndum
og þögnin raufst af herópi. Dökkar niyndir
komu frá Rín með miklum hraða, og eldur
gaus upp á hverri hæð. Upp, svefnpurkur!
En það var þegar of seint. Eldibrandarnir
streymdu ofan að herbúðum Húnanna. Kof-
arnir, sem hestarnir voru í, voru þegar í
loga, og hnegg veslings skepnanna fyrir inn-
an kvað við svo heyrðist víðsvegar um. Dauð-
inn hafði komið í birtu eldibrandanna og sá,
sem komið hafði með hinn geigvæna óvin, var
Irminger barón, hraustur faðir sex hugrakkra
sona. Honum hafði farið eins og Mattat-
híasi, að hann hafði ekki getað horft lengur
aðgerðarlaus á þjáningar lýðsins.