Heimskringla - 17.07.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.07.1929, Blaðsíða 2
2. BLADSÍÐA HEI MSKRINGLA WINNIPEG, 17. JÚLÍ, 1929 Sigurður Stefánsson. ---Æfimmning---- “Skín sól á legstaS hans, sem hér til hinstu hvílu færöur er. Meö viröing lands, og héraös hans, er lík hans lagt í gröf.”—'Þ. G. óöalsbóndinn góökunni, aö Krist- nesi, Sask., Siguröur Stefánsson, fæddist 1. nóvember 1859, aö Ytri- Löngumýri, Svínavatnssókn, Húnav.- sýslu. Foreldrar hans voru Stefán Jóhannesson frá Fífilgeröi i Kaup- angssveit í Eyjafirði, og kona hans Hallfríður Siguröardóttir. Þau flutt- ust skömmu síöar út á Skagaströnd og bjuggu þar nokkur ár í þurrabúö. Þar andaðist faöir Siguröar, er dreng urinn var tæpra 9 ára, vorið 1868. Ekkjan fór í kaupavinnu um sumarið og haföi drenginn meö sér, svo tekjurn ar uröu rýrar. Næsta ár lá hafís fyrir Noröurlandi, og voru víöa af- skapleg haröindi, einkum viö sjávar síöuna. Varö drengurinn þá aö fara á sveit fööur síns í Eyjafirði, og ólst síöan upp hjá vandalausum, löngum viö allþröng lífskjör, eins og veröa vildi um fátæka í þann tíð. Leit þó móöir hans eftir honum, allt sem henni var unnt. Áriö 1886 kvænt- ist Sigurður Jósefínu Guömundsdótt- ir frá Klauf í Staöarbyggö í Eyja- firöi. Byrjuöu þau búskap aö Ytri Fjörum. En skömmu síöar fluttu þau ásamt tveim börnum sinum til Vesturheims — eöa árið 1890. Stóöu stutt viö í Winnipeg, en settust aö í Garðar-byggð, N. Dakota, og dvöldu þar t 9 ár. Þau fluttust þá noröur til Winnipegosis, Manitoba, og bjuggu þar í fimm ár. Til Vatnabyggða i Sask. komu þau áriö 1905, og námu bólfestuland aö Kristnesi; hafa dvalið þar síðan, hefir búnast ágætlega og liðið vel. Þeim varö alls fimm barna auðið, sem öll lifa, og öll eru til heimilis og búsett þar í nágrenn- inu — í Kristnes og Foam Lake bygg®- Eru þau: Guömundur; þá Kristin, kona Jóns kaupmanns Breiö- dal í Foam Lake; þá Anna, kona Björns Johnson; þá Emma, kona Guö mundar Kristjánssonar; þá Stefán, kvæntur ólöfu, fædd Benediktsson. Sigurður heitinn var yfirleitt vel heilsuhraustur maður þangaö til rétt síðustu árin. Fékk hann sjúkleika kast fyrir fáum árum síðan, en batn- aöi þaö og var farið að líöa vel. Síðastliðinn vetur sýktist hann af inn vortis-meinsemd, er leiddi hann fljótt til bana. Hann andaöist föstudag- inn 3. maí, á 70. aldursári. Andlát hans var undur hægt og friösælt. Siguröur Stefánsson var vel gef- inn maður og drengur hinn bezti, i hvívetna. Konu sinni var hann ástúð- legur og skyldurækinn æfifélagi og nærgætinn vinur niðja sinna. Af eigin handafli og hyiggjuviti braut hann sér og sínum lífsveg; fæddist, eins og fyr er getið, i sárri fátækt, erfiðaði framan af í sárri fátækt, vann sig áfram, efnaðist, gerðist búhöldur og héraöshöföingi. En skynsemd hans og áhugi beind- ist aö fleiru en búskapnum. Að hætti íslenzkrar bændastéttar las hann töluvert og hugsaöi mikið, því aö; “Hvar hefir geymst gróörarvísir manndóms okkar og mennta allt frá upphafi íslandsbyggðar ? Þaö er í bóndans bæ.”—Þ.G. Sjálfstæöi Sigurðar i hugsun, svo og einka-framtak hans og lifskjör öll, ollu þvi, aö yfirleitt batt hann ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Varö honum ekki auðsnúið af þeirri braut, er hann sjálf ur hafði kosiö að ganga. Fremur hafði hann ótrú á samvinnu- og jafn- aðarstefnum nútímans t atvinnumál- um, og var þaö hið eina, sem sá, er þetta ritar, heyrði að sumum sam- byggöarmönnum Siguröar féll miöur í fari hans. I I einu tilliti var Siguröur þó ein- dreginn samvinnumaöur. Hann var trúhneigður maður. Eins . og um- hyggjusömum og skylduræknum fjöl- skyldufööur sæmir vann hann og erf- iðaði og “safnaði í kornhlöður” eftir mætti. En í kófi hversdagsannanna fenti aldrei yfir þá sanfæringu hans, aö sú stund kæmi,er hann [ yrfti einhv.- konar reikningsskap að standa af anda sinttm og sál. Þótti honum aö til- gangur mannlifsins myndi meiri og æöri en sá einn, aö fæöast og seðjast, æxlast og deyja. Fyrir því fann bann ávalt til ríkrar ábyrgöar í sál sinni gagnvart málstað trúar og kirkju, og lagði á sig öörum fremur fórnir og erfiði þeirra vegna. Hugs- anasjálfstæöi hans hlaut að gera hann að frjálshyggju — og frjálskirkju- manni. Var hann þó mörgum skoð- anabræðrum sínum víösýnni og um- buröarlyndari, og gat vel átt samvinnu viö íhaldssamari menn, og styrkti viö- leitni þeirra, meðan þeir einir héldu uppi kirkjulegum félagsskap í byggö- inni. Sigurður var aö veröa sjötugur maöur, og þó fannst mönnum hann fara allt of fljótt. Fáum mánuðum fyrir andlát hans virtist hann geta átt eftir mörg ár áhugaríkra starfa. Er og til þess fundið, eigi aðeins af nán- ustu ástvinum hans og niðjum, heldur og almennt af byggðarbúum og öör- um, er Sigurð heitinn þekktu, aö mik- ils er viö mist. Er við burtför hans merkur maöur kvaddur og alllöngum æfiþræöi lokiö, er fjölspunninn var litmiklum þáttum sælu og sárs- auka, haröræöis og hamingju. Fr. A. Fr. --------x-------- 450 ára hátíð Kaup- mannahafnar-háskóla Bftir dr. Bjarna Sœtnundsson Kaupmannahafnarháskóli er annar elzti háskóli Norðurlanda. Hann er stofnaður af Kristjáni I., 1479, aðeins tveimur árum síðar en Uppsalaháskól- inn. Átti hann því 450 ára afmæli í vor, eins og almenningi hér mun kunnugt vera oröið af blaöafregnum. I byrjun aprílmánaðar birtu dönsk blöö þá fregn, aö háskólinn heföi á- kveðið aö minnast afmælisins meö því aö kjósa 36 heiðursdoktora (doctores honoris causa) meðal læröra manna á Noröurlöndum. Voru nöfn þeirra þá þegar nefnd, og var undirritaður einn i þeirra hóp. Var þess ennfremur getið, aö þessum mönnum yröi boðið til Hafnar á afmæli háskólans, um mánaöamótin mai—júní, til þess aö ' taka á móti skírteinum sinum, er áttu aö afhendast þeim á afmælisdaginn. Staðfestingu í þessari blaöafregn fékk ég fyrstu dagana í apríl, meö bréfi frá deildarforseta (decanus) stærð- og náttúrufræðisdeild háskól- ans, próf. H. M. Hansen, þar sem mér var tilkynnt kjöriö og boöiö aö koma til Hafnar, til þess að vera við- staddur afmælishátíðina og afhendingu skírteinanna, 1. júní. Eg þá boðið og fór til Hafnar 22. maí. Annars gátu blööin lítið um hátiða- höldin út af þessu afmæli, enda var þaö fyrst, vegna kostnaðarins, ofan á í háskólaráðinu, aö engin hátiðahöld yrðu önnur en athöfnin i háskólanum, og að henni hefðu ekki aðrir komist en kennarar háskólans og boðsgestir, en sára fátt af stúdentum og læröum mönnum. Stúdentarnir heimtuöu víðtækari hátíöahöld og varð hinn litli meiri hluti háskólaráðsins að láta und- an; var þá ákveðið, aö stúdentar efndu til blysfarar og borgarstjórn Hafnar bauö þeim og kennurum og gestuin háskólans til kveldskemtunar í ráöhúsinu. Um fyrirkomulag hátíðarinnar vissi ég litiö fyrri en daginn sem ég kom til Hafnar (27. maí), og haföi heils- að upp á rektor háskólans, Hjelmslev prófessor, og þar með tilkynnt komu mina. Samkvæmt framansögðu var hátíö- in eiginlega í tvennu lagi: hátíö stúd- enta og hátið kennara háskólans. Og þar sem þetta var söguleg hátíö, þá á bezt viö, að byrja á byrjuninni og fylgja ráö viðburðanna. Hátíð stúdentanna, blysförin, var haldin kveldið fyrir aðalhátíöina. Þátttakendur í henni voru 2400 stúd- entar, ungir og gamlir, allir meö hvit- ar húfur, og auk þess sönjgflokkur stúdenta. Var komið saman i ríkis- dagsgaröinum viö Kristjánsborgar— höll, kveikt á 500 blysúm kl. 9.30 er farið var að skyggja, og svo gengið þaöan í langri fylkingu, syngjandi, meö blysberana utan til í fylkingunni, ýmsar krókaleiöir upp að háskólan- um.*) — Um tíuleytið staönæmdist fylkingin á Frueplads, fyrir framan háskólann, og stóö þar rektor háskól- ans og dekanar á tröppunum, en aör- ir kennarar til beggja hliða, prúöbún ir til þes saö taka á móti blysförinni. Hvast haföi verið á noröan um dag- inn, svo að menn óttuðust, aö ekki gæti orðið af blysförinni, en hann lygndi um kveldiö og va rveðrið hiö bezta, en all-kalt. Ríkislögmaðurinn Goll haföi orð fyrir stúdentunum og hylti “alma mater” (þ. e. háskólann) í langri og snjallri ræðu, og færði hénni 35 þús. kr. afmælisgjöf frá eldri og yngri háskólagengnum rnönn um, en rektor þakkaði fyrir hönd há- skólans. Svo var og sungin blysfar- arsöngur eftir Johannes V. Jensen. • Oss, gestum háskólans, var boðiö til þessarar móttökuathafnar og ætluö sæti í forsal háskólans, meö útsýni gegn um dyrnar, en þaö fór svo, aö viö sáum lítið af blysförinni og heyrð um litið af ræöunum, þrátt fyrir há- talara og önnur hjálpartæki. Laust fyrir kl. 11 var athöfninni við háskólann lokiö og haldið rak- leiöis út til ráöhússins. Tók yfir- borgarstjórinn á móti gestunum, er voru nær 3000 að tölu, í hinum mikla samkomusal, meö ræöu til háskólans, en rektor þakkaði meö stuttri og fjör- ugri ræöu. Einnig var sungið kvæði. Að því búnu var gengiö upp í hina minni samkomusali á 1. lofti; þar var veitt smurt brauö.öl og aldinvin og ¥)Kennslustofnanir í Kaupmanna- hafnarháskóla eru mjög misgamlar og dreifðar víða um borgina. Aöalhús- ið, Universitetet, og elzta stendur i utanverðum “gamla bænum.” Við Frueplads, andspænis Frúarkirkju. Aðalhúsið er fremur tilkomulítið, en hátíöasalurinn, sem er i sérstakri álmu aftan viö framhúsið, er bæði stór og skratitlegur, prýddur veggmynd um eftir fræga danska málara. svo kaffi með allskonar kökum, þar á meðal svo þykkum og lostætUm pönnukökum, aö ég varð hrifinn og innilega þakklátur hinum ‘vísu feðr- um borgarinnar fyrir aö vita, hvað mér kom bezt. Það var eitthvað annað en hin froðufylltu þunnildi, sem nefnast pönnukökur, og maður á nú aö venjast í höfuðborg Islands. Þá, er ég hafði fengið nægju mina af þessu sælgæti, varö mér reikað inn í svalirnar, er umkringja samkomu- salinn, hátt frá gólfi. Var nú gólf- ið alskipað dansandi fólki, stúdentum o,g stúdinum (svo nefna Danir kven- stúdenta) og öðrum dömum, sjálfsagt yfir þúsund pör, “allt á iði, eins og síld á miði,” svo aö mann svimaði nærri að horfa á iðuna. Gerði ég ýmist að horfa á dansinn eða tala við ýmsa kunningja eldri og yngri, er ég hitti þar, og skemti mér prýðilega. Engan sá ég ölvaðan, þó að nóg öl væri á boðstólum. Stúdentaflokkur, setn fór að dansa uppi á svölunum, var all glaðvær, en það var víst freni ur af æskufjöri, en af því, að þeir hefðu fengið of mikið í kollinn. Kl. 2 var hátíðin úti og bilaði ég heim, ,ásamt Adolf Jensen dýrafræðis prófessor og frú hans — en hjá þeim bjó ég (inni í sjálfum háskólagarðin- um) meðan ég dvaldi i Höfn. Dagur aðalhátíðarinnar var nú upp runninn, en ég svaf lengi frameftir, því nú var, eins og gamli Steenberg sagði, “den store Dag.” Eg borð- aði “heima,” saman með einu dokt- orsefninu, Esben Petersen, borgar- stjóra í Silkiborg, og nokkurum starfs mönnum við dýrasafnið; Petersen er mikill skordýrafræðingur (uppruna- lega alþýðukennari), var og eini dýra- fræðingurinn annar en ég meðal dokt- orsefnanna. Kl. 1.30 áttum við doktorsefnin að mæta á háskólanuni, og var skammt fyrir okkur Petersen að fara (aðeins yfir garðinn). Tóku dekanar hverr- ar deildar við sínum mönnum í samkomusal háskólaráðsins, og skip- uðu þeim og sér í fylkingu, sem “niarséraði” svo inn í hátíðasalinn, sem þegar var nærri fullskipaður fólki, inn um aftari dyrnar og eftir auðum gangi á miðju gólfi og leiddu þá til sætis alla á einum stað, utan til við konungsstúkuna, sem er fyrir miðjum vegg, eins og öndvegi, gagn- vart ræðustólnum við hinn vegginn. —Voru þarna samkomnir allir kenn arar háskólans og frúr þeirra, full- trúar norrænna háskóla, sendiherrar annara ríkja, forsætisráðherra og kennslumálaráðherra og margt annað stórmenni, allir í sínum beztu spjör- um, margir krossberar og sumir með stjörnum Oig breiða borða að auki; SHEÁS WINNIPEG BREU/ERY LIMITED í stuttu máli sagt: mesta mannval. KI. 2, á slaginu, gekk rektor fram að aðaldyrum salsins; var þar kominn konungur og drotning, krónprinsinn og gamli Valdemar prins og föruneyti þeirra. Leiddi rektor konungsfólk- ið til sætis, og svo byrjaði athöfnin. Hún hófst með því, að stúdentar og ýmsir aðrir söngvarar sungu fyrsta hlutann af kantötu Chr. Richardts frá 1879. Naut söngurinn sín ágætlega ofan af svölunum, sem eru rétt uppi undir lofti í hinum háa sal. Að þvi loknu tók rektor til máls og sagði stuttlega frá stofnun háskólans 1. júní 1479, með fáeinum útlendum kennurum og 79 stúdentum (nú eru. kennararnir í kringum 159 og stúd- entar um 5000), gat um hinar auknu kröfur til háskólakennslunnar, sem nú t'er svo mjög fram í labóratóríum, og vaxandi erfiðleika á að fullnægja þeim, en skýrði um leið frá hinum miklu gjöfum Carlsbergssjóðsins: 150 þús. kr. til stærðfræðisstofnunar og 100 þús. í afmælissjóðinn, sem stofnað hafði verið til, og eru nú 300 þús. kr., og ýmsum minni gjöfum til afmælisbarnsins. Því næst fór ‘prómótsjón’ heiðurs- doktoranna fram. Af þeim höfðu ekki komið nema 27. Athöfnin var i því fólgin, að dekanus hverrar deild ar gekk — þá er sunginn hafði ver ið viðeigandi hluti kantötunnar — fram á gólfið fyrir framan ræðu- stólinn og kallaði fram fyrir sig þá, sem undir hans deild heyrðu, og nefndi nafn hvers eins og hið helzta, sem hann hafði til síns ágætis unn- ið, og “prómóveraði” hann svo til heiðursdoktors í þessari eða hinni fræðigrein, tók í hönd honum og af- henti honum doktors-skirteinið — mikið skjal á latínu —. Þetta var endurtekið fimm sinnum, jafn oft og deildir háskólans (fakúltetin) eru margar. Að því loknu beindi rektor nokkrum orðum til hinna nýbökuðu doktora, gat þess, að þeir hefðu nú öðlast rétt til þes's að kenna við há- skólann o. fl. Því næst báru fulltrúar frá há- skólum Norðurlanda (þó ekki allra) frarn kveðjur og heillaóskir í stutt- um ræðum og afhentu rektor skraut rituð ávörp. Fyrir hönd háskóla vors var þar staddur Agúst prófessor Bjarnason. Fór hann nokkrum snjöll um orðum um þýbingu Hafnarháskóla fyrir íslenzka menningu og minntist þeirra Rasks og Höffdings sérstak- lega vegna áhrifa þeirra hins fyr- nefnda á viðreisn íslenzkrar tungu, hins síðar talda á íslenzka stúdenta á síðari áratugum, og afhenti um leið ávarp á latínu, undirritað af nær 200 Islendingum, sem stundað hafa nám við háskólann. Þegar þessu var lokið, var sung- inn síðasti hluti kantötunnar. Að því búnu stóð konungsfólkið upp úr sætum sínum; konungur igekk að sæt um heiðursdoktoranna og tók fast og innilega í hönd hverjum þeirra. Fylgdi svo rektor hinum tignu gest- Þér fáið fleiri brauð og líka betri, ef þér nctið ^ RobinHood FIiOUR Ábyggileg peninga trygging í hverjum poka LUMBER i-Æ' u'. r. THE McARTHUR LUMBER & FUEL CO.. LTD. Winnipeg Manitoba ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Blrgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Stofnað 1882. Löggilt 1914. D. D.Wood& Sons, Ltd. j VICTOR A. WOOD President HOWARD WOOD Treasurer LIONEL E. WOOD Secretary I I'Iltarnlr »em <»Uum reynn ntl þftknaMt) Verzla með:- BYGGINGAREFNI — KOL og KOK Búa til og selja:- SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE SAND — MOL OG MULID GRJOT Gefið oss tækifæri SIMAR 87 308 — 87 309 — 87 300 Skrlfstofa og verksmiðja: 1028 Ariington Str. (milli Ross og Elgin) Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.