Heimskringla - 17.07.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 17.07.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 17. JÚLÍ, 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSlÐA hospital, and that Ingolfur Ingolfsson has behaved mighty well, is not at a!l despondent, and has never complained °f his treatment there, nor has he re- quired any medical attention. As I was anxious to get into the question of the mental aspect of the case I enquired if it were not advisable to have Ingolfur Ingolfsson examined by a high authority on mental diseases (Frh. á 7. bls). Bréf til Hkr. (Frh. frá 1. síðuý. hugasemdir um stjórnmál framtíSar- mnar, út af hinu einstæða lögreglu- leysið, — eða verra,—sem vant er, og I Cold Lake 1. júlí. En það atriði var óvæntur heiður fyrir svo nýjan °g norðjægan bæ. Nú er ég iorninn aftur til The Pas °g er hér sama dreifing og atvinnu- leysið, — eða verra, sem vant er, og svo vonlaust að verjast hér skuldum svo vikum skifti, að ég mun leggja leið mína til nýrra og betri vatna, uieð allt það nauðsynjadót sem ég fæ saman dregið, svo fljótt sem ég fæ því við komið. Mun ég ekki reyna að sækja óvissa atvinnu í tauga- veikisbælin hér á brautunum fyrir norðan, ef nokkur vegur verður ann- ar>— heldur búa mig sem fyrst og hezt undir fiskiveiði næsta vetrar, ef fæ því ráðið og við komið, fá-, tæktar yegna. En bíða verð ég orð- sendingar frá þér og “Kringlu” áður en ég fæ nokkuð aðigert um ferð héð- an nú að sinni og þakka þér og öðr- um fyrir góðar undirtektir undir sam- hyggð með mér í skaða mínum. Mún eg enn minnast þess nánar síðar ef sv0 má verða. Úkki hefi ég eina línu fengið frá stjórninni á íslandi né aðstandendum hennar síðan ég fékk fregnina um loforð hennar um styrk til áframhalds rannsóknum m’mum, en það bréf var r,tað af góðvini mínum, Klemens landritara Jónssyni 10. sept. 1928. Nú mun hann illu heilli, veikur vera orðinn og ekki fá að skriftum unnið - svo að neinu nemi. En hið bezta traust ber ég til forsætisráðherra Is- lands Trygva Þórhallssonar, svo á- g*tur maður sem hann þykir vera. En af ýmsum ástæðum gæti þátttaka íslandsstjórnar í máli þessu dregist enn um óvissan tíma, (þó ólíklegt sé), svo að mér yrði að slíku enn meiri óþægindi og ef til vill nýr skaði, þó að brennt barn reyni að forðast eld- mn eftir megni. En enginn veit hvað okomnir dagar geyma í skauti sínu. °ss gengur sjaldan allt að óskum. Eg lýk svo að sinni máli þessu með heztu kveðju til þin og annara vina minna. Þinn einlægur, Steinn H. Dofri. The Pas, Man. FRÁ ISLANDI ASalfundur Einiskipafélagsins 'Tekjuafgangur á árinu 1928 utn hálf milj. króna FélagiS œtlar aS auka skipastól sinn R’vík. 25. júní Aðalfundur Eimskipafélags íslands var haldinn síðastliðinn laugardag í Kaupþingssalnum. ....Til þess að gefa almenningi nokkra hugmynd um hag félagsins og framkvæmdir á liðnu ári, verða hér birtir kaflar úr skýrslu félagsstjórn- arinnar. ReksturshagnaSur rúmar 500 þús. króna Reikningar félagsins sýna töluvert betri afkomu síðastliðið ár, en árið þar á undan. Eftir að dregnar hafa verið samtals kr. 305,703.85 frá bók- uðu eignaverði félagsins, hefir tekju afgangur orðið kr. 223.271.68. En þess ber að gæta að í þeirri upphæð er talinn styrkur úr ríkissjóði til strandferða 60. þús. kr. og aukastyrk- ur 85 þus. kr., samtals 145 þús. kr. Þó nú megi segja um strandferða- styrkinn, að hann sé endurgjald til félaigsins fyrir auknar viðkomur skip- anna á ýmsum höfnum úti um land, sem mætti fella niður, ef strandferða- styrkurinn yrði ekki veittur, þá verð- ur ekki hið sama sagt um aukastyrkinn úr ríkissjóði, sem getur fallið burtu hvenær sem er. Ef því á að fá rétta mynd af rekstursafkomu félagsins á grundvelli framangreindar niðurfærslu á bókuðu eignaverði félagsins, verð- ur frá ofantöldum tekjuafgangi kr. 223,271.68, að draga aukastyrkinn úr ríkissjóði, kr. 85,000.00 og verður þá tekjuafgangur aðeins kr. 138,271.68. Reksturshaignaður hefir verið á öllum skipunum, og hefir hann numið alls kr. 599,969.77, en árið 1927 var hann kr. 291,192.28. Mestur hefir reksturshagnaðurfnn orðið á Goða- fossi, eða kr. 217,395.14. A Gullfossi hefir orðið kr. 133,176. 71 reksturs- hagnaður, á Brúarfossi kr. 125,760.- 30, á Selfossi kr. 75.705.23 og á Lagarfossi kr. 47,932.39. Hafa öll skipin haft töluvert meiri reksturs- hagnað á síðastliðnu ári, en árið þar áður, enda hafa samanlagðar tekjur þeirra numið kr. 3,283,185.27, en ár- ið 1927 voru þær kr. 2,428,532.77. Gjöldin hafa hinsvegar numið kr. 2,683,215.50, en voru kr. 2,137,340.49 árið 1927. Þess ber að gæta, að hækkun þessi, á samanlögðum tekjum og gjöldum skipanna kemur til af þvi, að á síðastliðnu ári var Brúarfoss í ferðum allt árið og ennfremur bætt- ist Selfoss við snemma á árinu. Sé tekjunum jafnað niður á skipin, sést, að þar hafa orðið að meðaltali um 50 þús. kr. hærri á hvert skip árið sem leið en árið þar á undan. Gjöldin hafa orðið um 20 þús. kr. hærri en árið áður. Af framangreindum tekjuafgangi hefir félagsstjórnin ákveðið að verja til frádráttar af bókuðu eignaverði skipanna og fasteigna félagsins, sam- tals kr. 305,703.85, sem fært er til útgjalda á aðalreikningi félagsins 7. lið. Með þvi, sem yfirfært var frá fyrra ári, kr. 249,578.06 til ráðstöf- unar á þessum aðalfundi, leggur stjórn in til, að þessum afigangi verði ráð- stafað þannig, að í endurnýjunar- og varasjóð félagsins verði lagðar kr. 148,025.16, og ennfremur leggur meiri hluti félagsstjórnarinnar til, að hlut- höfum verði greiddur 4% arður af hlutafé sínu, og verða það kr. 67,230,- 00. Hefir ekkert verið lagt í vara- sjóð og hluthöfum enginn arður greiddur siðan fyrir árið 1920. StrandferSaskip rtkissjóSs Félagið hefir eins og að undan- förnu haft á hendi útgerðarstjórn strandferðaskip ríkissjóðs, Esju, og fékk félagið fyrir það kr. 33,600.00 árið se mleið, en auk þess fékk það kr. 1,200.00 fyrir útgerðarstjórn Villemoes í einn mánuð ársins, áður en skipið var afhent félaginu. Efnahagur jélagsins Víð síðustu áramót námu eignir fél- agsins með því verði, sem þá var bók- fært, kr. 3,862,572.61, og er það um 190 þús. kr. hærra en árið á undan. I reikningnum er svo sem fyr er sagt tilfærður frádráttur i bókuðu eignar- verða að upphæð kr. 305,703.85, og er það töluvert hærri upphæð en unt hefir verið síðustu árin, að verja til verðniðurfærslu á eignum félagsins. Síðustu fjögur árin hefir verið var- ið samtals kr. 897,692.15 til frádrátt ar á bókuðu eignaverði, svo með þvi sem áður hefir verið afskrifað, nem ur sú upphæð, sem varið hefir verið ti! þessa samtals 5 milj. 107 þús. kr., enda er ekki hægt að segja annað.en að eignir félagsins séu nú mjög var- lega bókfærðar. Breyting á flutningsgjöldum og uppskipunargjöldum Um siðustu áramót fór fram end- urskoðun á flutningsgjaldskrá félags ins, er aðallega var gerð í þvi skyni að samræma flutningsgjaldið á ýmsum vörutegundum meira en verið hafði. Voru einstöku vörutegundir færðar niður í gjaldaflokki, en almenn lækkun á flutningsgjöldum átti sér ekki stað. Hinsvegar lækkaði félagið nokkuð i byrjun ársins 1928 upp- og útskipunar gjöld þau, er það tekur hér í Reykja- vík, og það enda þótt engin lækkun yrði á vinnulaunum við þessa vinnu. En á síðasta ári hefir félagið fengið sér nokkra nýtízku vélavagna og dráttarvagna til notkunar við upp- og útskipun frá skipunum, og hefir það gert því kleift að færa gjöldin nokk- uð niður, þar eð vinnan gengur tölu- vert betur og verður ódýrari með not- kun þessara vagna. Horfur og ástand Eftir því sem bezt er hægt að gera sér grein fyrir afkomu félagsins á yf- irstandandi starfsári, þá má telja út- litið í betra lagi. Vöruflutningar að og frá landinu hafa verið töluvert miklir það sem af er ársins, og hefir félagið notið þess að talsverðu leyti. Ársfjórðungsyfirlit yfir afkomuna fyrstu 3 mánuði þessa árs sýnir tölu- vert betri árangur en á sama tíma í fyrra, með því að nú hefir verið rúm- lega 23 þús. kr. ágóði, en i fyrra var tap á rekstrinum fyrstu þrjá mánuð- ina, sem nam rúmum 13 þús. krón- um, og árið 1927 var ágóðinn aðeins 6 þús. kr. á sama tíma. Ágóði á rekstri Goðafoss hefir téða 3 mánuði orðið um 40. þús. kr., á Selfossi 46 þús. kr. og á Brúarfossi 19 þús. kr. Aftur á móti hefir á sama tímabili orð ið tap á rekstri Gullfoss að upphæð 28 þús. kr. og á Lagarfossi 20 þús. kr. tap. RáSstöfun arðsins Félagsstjórnin lagði til að arði eftir ársreikningi félagsins yrði varið þann >g: 1) I endurnýjunar- og varasjóð leggist kr. 148,025.16. 2) Stjórnend um félagsins greiðist í ómakslaun kr. 4,500.00. 3.) Endurskoðendum greið- ist í ómakslaun kr. 3,600.00. 4) Hlut- höfum greiðist 4% arður af hluta- fénu kr. 67,230.00. 5) Til næsta árs yfirfærist kr. 26,222.90. Var sú tillaga samþykkt. Aukning skipastólsins Félagsstjórnin bar fram svohljóð- andi tillögu, sem var samþykkt í einu hljóði: Fundurinn veitir félags^tjórninni heimild til að láta byggja eða kaupa eitt eða tvö skip. Ágóðaþóknun til starfsmanna á skip- um félagsins Fundurinn samþykkti þá ráðstöfun félagsstjórnarinnar, að setja í samn- ing við Sjómannafélag Reykjavíkur, dags. 30. jan. þ. á., ákvæði um það, að hásetum og kyndurum skuli til 31. marz 1930 greiða ágóðaþóknun af arði félagsins um 3% af fastakaupi greindra skipverja, þó eigi minna en sem svarar alls 5000 kr. á ári. Stjórnarkosning Kjósa átti þrjá menn í stjórn, í stað þeitra, er úr gengu, en þeir voru: Hallg’imur Benediktsson, stórkaupm., Halldor Kr. Þorsteinsson skipstjóri og Pétur A. Ölafssotj konsúll. — Kosningu hlutu: Hatlgrímur Bcnediktsson, með 19284 atkv. Halldór Kr. Þorsteinsson, með 18261 atkv. Jón Asbjórnsson hrm., með 13895 atkv. Benedikt Sveinsson hlaut 6683 atkv., Hjalti Jónsson 1379 og Ölafur J ónsson 1242. Pétur A. Ölafsson gat ekki tekið við endurkosningu, þar eð hann er fluttur burt úr bænum. Af hálfu Vestur-Islendinga var endurkosinn í stjórn félagsins Árni Eggcrtsson fasteignasali; hlaut hann 17447 atkv. KVEÐJUORÐ frá Emil Nielscn framkv.-stjóra (Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, hættir Emil Nielsen framkvæmdastjórastörfum hjá Eim- skipafélaginu frá næstu áramótum að telja. Flutti hann á aðalfundi fél- agsins nú eftirfarandi kveðju: Háttvirta samkoma: Með klökkum hug og hjarta kem ég nú fram til að kveðja aðalfund Eim- skipafélagsins, eftir næstum því 16 ára framkvændarstjórastarf, eða frá 1. apríl 1914. Allar vélar setn mikið starfa, hljóta að slitna, en sá er munurinn á mönn- um og vélum, að hægt er setja ný hjól í vélarnar, en slitið á mönnun- um verður ekki bætt. Heyrnin hef- ir nú bilað mig, svo að ég get ekki lengur tekið þátt i ráðstefnum, og álít mig því ekki færan um að hafa á hendi framkvæmdastjórn fyrir Eim- skipafélag íslands, sem hefir svo mikla þýðingu fyrir þjóðina. Félagið hef- ir vaxið hraðfara og er i blóma. Af eignum þess hefir verið afskrifað stórum. Gullfoss og Lagarfoss eru nú skuldlausir og Goðafoss verður skuldlaus 1931. Brúarfoss er kominn niður í 350 þús. kr. Selfoss mun á þessu ári vinna sér inn eftirstöðv- ar af kaupverði sínu. Og af húsinu er þegar afskrifaður rúmlega helm- ingur af byggingarkostnaði. —Virð- ist því, sem félagið megi bera góða von til framtíðarinnar. Með óblandinni gleði lit ég yfir þessi síðastliðin 16 ár. Þetta hafa verið heillaár fyrir félagið og það hafa verið heillaár fyrir mig, hér á meðal hinnar íslenzku þjóðar. Eg vil leyfa mér að færa aðalfundi Eimskipafélagsins þakkir fyrir þann velvilja, sem rnér hefir ætíð verið sýndur. Og hjartanlegar þakkir vil ég færa skrifstofustjórum félagsins fyrir það hve trúlega þeir hafa rækt skyldur sínar og erfitt starf, og hve glöggt auga þeir hafa jafnan haft fyrir því, hvað félaginu er fyrir beztu. Þá vil ég einnig minnast vors látna vinar, Þórólfs Beck skipstjóra, sem var allt í senn, skyldurækinn skipstjóri, góður maður og afbragðs sjómaður. Allir hafa skipstjórar félagsins ver- ið skylduræknir og hið sama gildir um stýrimenn og vélstjóra, já, alla hina ungu íslenzku sjómannastétt, sem hef ir siglt undir íslenzkum fána yfir höfin og til framandi hafna, oð orðið landi sínu oig þjóð til sóma. Skrifstofufólkinu, sem átt hefir mikjnn þátt í velgengi félagsins, þakka ég fyrir góða samvinnu við mig, mann af annari þjóð. Og sér- staklega vil ég minnast Sigurðar Guð- mundssonar skrifstofustjóra. Við höfum nú unnið saman hér á íslandi í 25 ár. Þá vil ég færa hinni íslenzku verzl- unarstétt, bæði kaupmönnum og kaup félögum, þakkir fyrir þann skilning sem hún hefir sýnt á hlutverki Eim- skipafélagsins, með því að senda vörur sínar með skipum þess, eins og allir hefði tekið saman höndum um það. Þetta hefir verið þungamiðjan í vel- gengi félagsins og undirstaðan að framförum þess. Ríkisstjórn og Alþingi vil ég einn- ig þakka fyrir þann stuðning, sem þau hafa veitt félagi voru öll þessi ár. Að lokum vil ég þakka stjórn Eim skipafélagsins fyrir það traust, sem hún hefir ætíð sýnt njér með því, að láta mig einan ráða starfsemi fél- agsins. Þetta traust hefir .glætt á- huga minn mjög, og jafnframt hefi ég fundið glöggt til þeirrar ábyrgð- ar, sem á mér hvíldi um hag félagsins. Og í þessu sambandi vil ég ekki láta hjá líða að minnast sérstaklega þeirra tveggja stjórnarmanna, sem eru vest- anhafs og hins ágæta vinar félags vors Sveins Björnssonar sendiherra í Kaupniannahöfn. Um leið og ég færi þannig stjórn Hverki Faðir Yðar eða Tengdafaðir Yðar Gamalmenni verður upp á yður korninn þegar fram í sækir, er það verður hvorki faðir yðar eða föðurbróðir eða tengdafað- ir, heldur þér sjálfir. Verður þessu gamalmenni gjör; mögulegt að setjast i hæginda- stólinn, ókvíðnum og fagnandi yfir efnahagnum? Vissulega ef þér byrjið nú spari sjóðsinnlegg og bætið við það jafnt og stöðugt. Munið að það er fremur hin fasta regla með innborgun, en upphæðin í hvert sinn sem telst að lokum. Byrjið strax á því að safna fyrir hann Province of Manitoba Savings Office Winnipeg félagsins mínar hjartanlegustu þakk- ir fyrir góða samvinnu vil ég geta þess, að stjórnarmennirnir hafa aldrei reynt að hagnýta sér þá stöðu sína sjálfum sér til hagsmuna né þeim stofnunum, sem þeir starfa fyrir, eða eiga hlutdeild i. Og að lokum vil ég óska eftirmanni mínum gæfu og gengis í starfi hans, og að það megi verða Eimskipafélagi Islands, landi og þjóð til blessunar. Þakkaði fundarstjóri E. Nielsen ágætt starf í þágu Eimskipafélagsins og óskaði þess, að félagið mætti lengi njóta ávaxtanna af hans starfi. Fund armenn tóku undir með því að standa upp.—Mbl. Standmynd af Hannesi Hafstein Samskotanefnd sú, sem staðið hefir fyrir fjársöfnun, til þess að koma upp standmynd af Hannesi Hafstein, hefir skrifað bæjarstjórn bréf og farið fram á að mega setja standmyndina suður í skemtigarð, í blómabeðinu sunnari hlj ómskálans. Borgarstjóra Þér getið fengið bata við gigtar* stingjum með því að taka ASCO. Þessir skamtar dreifa gigt. tannpínu, bakverk taugabólgu, og eru skað- lausir. Asco læknar betur en Aspir- in. lOc í lyfjabúðum eða skrifið til; ASCO PHARMACIAL CO., WINNIPEG, MAN. þótti staður þessi illa valinn og taldi miklu heppilegri stað þríhyrnuna við Tjarnargötuna neðan við ráðherrabú- staðinn. Voru og ýmsir bæjarfull- trúar þeirrar skoðunar, og saftiþykkti bæjarstjórn einróma i gær tillögu frá Th. L’rndal þess efnis. Innköllunarmenn Heimskringlu í CANADA: Árnes ....... Amaranth . . . Antler .. .. Árborg ,. .. Ashern ...... Baldur....... Belmont ..... Bella Bella .. Beckville ... Bifröst . .. Brown........ Calgary...... Churchbridge Cypress River .. F. Finnbogason .. Björn Þórðarson .. .. Magnús Tait .. G. O. Einarsson . Sigurður Sigfússon . Sigtr. Sigvaldason ..... G. J. Oleson .. .. J. F. Leifsson ... Björn Þórðarson Eliríkur Jóhannsson Thorst. J. Gíslason Grímur S. Grímssoiv Magnús Hinriksson . .. Páll Anderson Ebor Station............................Ásm. Johnson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale ............................. ólafur Hallsson Framnes.............................Guðm. Magnússon Foam Lake.......... .. .................John Janusson Gimli....................................B. B. ólson Glenboro..................................G. J. Oleson Geysir.................................Tím. Böðvarsson Hayland...............................Sig. B. Helgason Hecla..............................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................F. Finnbogason Húsavík................................John Kernested Hove.............. Innisfail ........ Kandahar ......... Kristnes.......... Keewatin.......... Leslie............ Langruth ......... Lonely Lake ...... Lundar .......... Markerville ............ Nes .. .............. Oak Point .. .. . Oak View ......... Ocean Falls, B. C. Poplar Park .. .. Piney ..j......... Red Deer *........ Reykjavlk .. .. Riverton ......... Silver Bay ...... Swan River .. .. Selkirk.............. Siglunes.......... Steep Rock ....... Tantallon........... Thornhill......... Víðir............. Vogar ............ Winnipegosis .. ., Winnipeg Beach . Wynyard........... .....................Andrés Skagfeld ................... Hannes J. Húnfjörð. ......................F. Kristjánsson, .......................Rósm. Árnason. ......................Sam Magnússon ......................Th. Guðmundsson ..................ólafur Thorleifsson ....... ..............Nikulás Snædal ...................... Björn Hördal .................. Hannes J. Húnfjörð; .........................Páll E. Isfeld ......................Andrés Skagfeld ................... Sigurður Sigfússon. ......................J. F. Leifsson .......................Sig. Sigurðsson ........................ S. S. Anderson ................... Hannes J. Húnfjörð ......................Nikuláö Snædal ................... Björn Hjörleifsson ................. ólafur Hallsson ■. . ................Halldór Egilsson ...................B. Thorsteinsson .....................Guðm. Jónsson ......................... Fred Snædal ....................Guðm. ólafsson ...................Thorst. J. Gíslason .......................Aug. Einarsson ......................Guðm. Jónsson ....................August Johnson ......................John Kernested ....................F. Kristjánsson f BANDARfKJUNUM: Bantry.......................... Chfcago......................... Edinburg .. ú................... Garðar........................... Grafton........................ Hallson ....................... Hensel......................... Ivanhoe ....................... Milton.......................... Mountain........................ Minneota ....................... Pembina......................... Point Roberts................... J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold........................... Upham.......................... .. Sigurður Jónsson .. Sveinb. Árnason . Hannes Björnsson .. S. M. Breiðfjörð- .. Mrs. E. Eastman .. Jón K. Einarsson, .. Joseph Einarsson, . .. G. A. Dalmaúa .. .. F. G. Vatnsdal . Hannes Björnssoa . .. G. A. Dalmana Þorbjöra Bjaraarson Sigurður Thordarsoa .. .. Seattle, Wash, .. BJöra Sveinssoa .. Sigurður Jónssoa The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.