Heimskringla - 31.07.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 31.07.1929, Blaðsíða 1
XLHI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, .31. JUU, 1929 NUMER 44 HELZTU FRÉTTIR KANADA • Samkvæmt nýkomnum skýrslum sambandsstjórnarinnar um manntal í Kanada 1- júní s. 1. var fólksfjöldi 9,796,000, og er iþaö 38,000 mönnum fleira en í fyrra sumar um sama leyti. Til samanburðar má geta þess að áriö 1921 var fólksfjöldi í landinu 8,788, 483, svo aS íbúum befir fjölgaS á þessum átta árum um röska 1 miljón. Langflestir eru ibúarnir í Ontario (3,271,300) og Quebec (2,690,000) enda er stööugt mestur fólksstraumur- inn þangað. Manitoba telur nú 663,200 ibúa og er þaö 8,200 fleira, en við manntalið í fyrra. Eftir því sem innflytjendaskrif- stofurnar skýra frá, verða í sumar, t fyrsta skifti í sögunni, engir verka- menn fengnir frá Austur-Kanada, til að vinna við uppskeru hér i sléttu- fylkjunum. Vegna góðrar uppskeru í fyrra sumar voru fengnir 42 þús. verkamenn aö, bæði frá Austur-Kan- ada, iStór-Bretlandi og Bandaríkjun- um og er talið að í góðæri hafi oft ekkert veitt af 75 þúsund mönnum, auk 9 þúsunda er venjulega koma frá British Columbia og talsvert mikils mannafla er ^altaf fer úr bæjunum í vinnu út á land á sumrin. Orsök þess hve manneklan er nú mikið minni en oft áður, er ekki eingöngu að kenna slæmum uppskeruhorfum, þótt það valdi miklu um, heldur orsakast það einnig af stóraukinni notkun hinna nýju kornskurðarvéla (combines) sem talið er nú að vinni um 12 þús. manna verk hér í fylkjunum og aukþesshefir nú á síðustu tveim árum fólksfjöldi vaxið mjögi í fylkjunum sjálfum vegna aukinna iðnfyrirtækja vestur frá, en námustarfs fyrir norðan. Samkvæmt frásögn Thos. M. Molloy, námu-atvinnu- og - iðnaðarmálaráð- herra í Saskatchewan munu nú verða notaðir um 4,000 slíkar kornskurðar- vélar (corrfbines) í Saskatchewan í sumar. Telur hann og að verkafólki hafi fjölgað þar um 33 per cent siðan 1925 vegna iðnaðarstarfsemi og þar af leiði að færri þurfi að fá að. Nú sem stendur sé aðeins þörf fyrir 15 þús. verkamenn og þar af sé 9 þús. til í fylkinu, 4 þús. fáist frá British Col- umbia og 2 þús. frá Manitoba. Samkvæmt nýkomnum skýrslum Winnipeg Hydro hefir hálfsárs ágóði fyrir 1929 numið 184,000 dollurum, sem er $40,000 meira en á sama tíma í fyrra. Býst J. G. Glassco fram- kvæmdarstjóri félagsins við 300 þús. dollara ágóða þetta ár. Orkustöðvar þær, sem félagið er nú að byggja við Slave Falls eru komnar vel á veg. Skógareldar miklir ihafa verið uppi í Ontario undanfarið. Alls hefir verið getið um skógarbruna á 70 stöðum og hafa þeir unnið stórtjón. brent upp ca. 7000 ekrur af skógi. Eins og skýrt hefir verið frá í blaðinu, skipaðist þannig við nýaf- staðnar kosniqgar í Saskatchewan að liberalar 'hlutu aðeins 27 þingsæti eða Iþrem fleira, en conservativar, sem fengu 24. Auk þess fengu ó- háðir 5, óháðir .bændur 1 og fram- sóknarmenn 5. Kröfðust þá conser- vaflvar þess þegar í stað, að Gardiner forsætisráðherra segði af sér, þar sem flokkur hans hefði ekki hlotið greini- legan meirihluta í þinginu, og fylkis- búar hefðu með því sýnt, að þeir væru óánægðir með stjórnina og slíkt hið sama gerðu bæði óháðir og fram- sóknarmenn. En Gardiner neitaði að segja af sér, fyrr en þingi kæmi saman og kvað stjórnina vera þeirrar skoðunar, að eigi væri hægt að taka slíkar áskoranir til greina, nema þær kæmi frá þinginu sjálfu og teldi stjórnin það því skyldu sína, þar sem hún væri studd af fjölmennasta þingflokknum, að sitja þangað til unt væri að kalla þing saman í septerrnber. Slóu þá allir hinir þingflokkarnir sér saman og kusu Dr. J. T. M1. And- erson fyrir ráðherraefni og undirrit- uðu á föstudaginn var, bænaskrá stílaða til Newlands fylkisstjóra um að reka Gardiner forsætis-'ráðherra frá völdum og biðja J. T. M. Anderson að mynda nýja stjórn. H. W. Ndw- land fylkisstjóri svaraði skrifleiga þessari málaleitan daginn eftir, á þá leið, að hann hefði ráðfært sig við Gardiner forsætisráðherra og fallist á röksemdir hans, um að núverandi stjórn gæti ekki vikið frá völdum fyr en þing kæmi saman í haust. Skyldi það verða kallað saman 3. sept., eða svo fljótt og unt væri, eftir að kosningar þær, sem frestað hefði verið væri um garð gengnar. BAN DARfKIN Nefnd sú sem Hoover Bandarikja- forseti hefir sett til að rannsaka ýms- ar nútíma breytfngar á þjóðarhögum, hefir komist að þeirri niðurstöðu að framleiðslumagn hvers einstaks ameríks verkamanns hafi vaxið um 53,5% á síðustu níu árum. Telur Julius Klein, verslunarmálaritari, framleiðslu amerískra verka-manna vera nú $5200 á ári að meðaltali, en það er meira en þrisvar sinnum hærra en 1 Evrópu (framleiðsla þar talin $1500 á mann). Verður ekki annað sagt en að þetta sé allmikill þjóðarauður. Til samanburðar er fróðlegt að athuga það, að samkvæmt nýkomnum skýrslum frá Chicago fá margir óbreyttir verkamenn þar mikið lægra kaup en það, sem hjálparstofn- anirnar geta verið þektar fyrir að l/jóða átvinnulausum f jöíslkyldu- /nönnum til lífsviðuthalds. Meðal kaup við tóbaks iðnað telst að vera $800 á ári og vefnaðar starfsmenn í suðurríkjunum fá venjulegast 12 til 13 dollara á viku. iSímað er frá Neiw York 29. júli að 1700 fangar í fangelsinu í Auburn hafi gert uppreisn meðan einn þriðji hluti varðmannanna voru fjárverandi; brotist inn í vopnabúr fangelsisins og náð þar í 50 rifla og fjórar hríðskota- byssur og barist hraustlega unz skot- færin þrutu. Voru iþeir þá settir í steininn á ný, nema fjórir, sem hepnað- ist að sleppa í upphlaupinu. BRETAVELDI Þingstörfum í báðum málstofum brezka þingsins hefir verið frestað frá 26. júlí til 29. október næstkom- andi. Samkvæmt skeyti frá London 25. júlí s. 1. hefir Ramsay McDonald skýrt neðri málstofu breska þingsins frá því, að hann 'hafi fengið flota- mála stjórnina, til að fallast á tilögur sínar um að draga til stórra muna úr henbúnaði við flotann þetta ár. Verð- ur frestað framkvæmd herflota laig- anna frá 1925, og auk þess hætt við að byggja tvo bryndreka, tvo neðan sjávarbáta og kafbátastöð eins og á- ætlað hafði verið að gera á þessu ári. Er talið að Iþetta muni spara ríkinu um 15,000,000 dollara. Þykir þetta mikill stjórnmála sigur fyrir jafnaðar- mannastjórnina að hafa komið þessu til leiðar og bera vott um að Englend- ingar sé yfirleitt farnir að hneigjast til friðar. Er þessi stjórnarráðstöfun gerð í samlbandi við Bandaríkin, -sem einnig hafa ákveðið að draga úr herbúnaði sínum og þrjú önnur ríki, Frakkland, Italia og Japan, hafa lýst yfir velþóknun sinni á þessum ráð- stöfunum, og þózt vilja fara að þeirra dæmi. Er í ráði að Ramsay Mac- Donald ferðist til Bandaríkjanna í byrjun október til að hitta Hoover að máli viðvíkjandi takmörkun flotanna. Lloyd lávarður, sem hefir verið erindsreki (high commissioner) Breta á Egyptalandi síðan 1925, hefir sagt af sér, og er nú kominn heim til Eng- lands. Olli fráför hans talsverðum árásum á stjórnina og var talið, að hún hefði gefið honum bendingar um að segja af sér, en Arthur Henderson utanríkisráðgjafi neitaði að nokkrar slíkar ástæður væru fyrir hendi, held- ur væri fráför Lloyds lávarðar af- leiðing af rnisklíð sem lengi var búin að vera milli hans og fyrverandi stjórnar. Las ihann upp ýms bréf og skeyti því til sönnunar. Lloyd lávarður tók við embætti sínu á Egyptalandi á eftir Allenby greifa 1925. Hafði hann áður gegnt ýms- um störfum fyrir ensku stjórnina bæði á Egyptalandi, Gallipoli, Meso- potamíu og Hedjaz meðan á stríðinu stóð.. Egyptaland er nú óháð ríki að nafninu til en undir vernd Bretlands sem einnig annast utanrikismál þess. ÍTALfA. 26. júlí síðastliðinn gerðist sá merkisatburður í Róm, að Pius XI. páfi, sté fæti sínum út fyrir múra Vatikanhallarinnar, en það hefir hvorki hann né fyrirrennarar hans gert í síðastliðin, 60 ár. Orsök til þess, að páfinn hefir um undan far- andi áratugi skoðað sig sem fanga í Vatikaninu var sú, að kirkjuríkið rómverska var innlimað konungsrík- inu Italia árið 1870 og páfinn þar með sviftur öllum veraldlegum völd- um. Féll páfa þetta svo þungt, að hann hefir eigi litið út fyrir dyru- staf síðan, unz Mussolini huggaði hann og vann hollustu kaþólskunnar með því að endurreisa páfa rikið í febrúar i yetur. Síðan hefir ekkert verið þvi til fyrirstöðu að hinn heil- agi faðir heiðraði umheiminn með nærveru sinni, en sú athöfn hefir þó dregist þangað til nú að hann léti sjá sig. Var mesti sægur fólks saman kominn til að fagna honum, þegar hann gekk út um hallarhliðið með prélátum sínum lýsandi blessun sinni “urbis et orbis” (yfir borginni og öllum heiminum). Caligula, einn af hinum tryltustu og ósiðuðustu keisurum Rómaveldis forna, sem sat að völdum frá 37—41 e.K. lét smíða tvö mikil skrautskip á Nemivatninu, þar sem hann hélt veizlur sinar og annan gleðiskap. Einhverra hluta vegna sukku beeði skipin og hafa nú hvílt á vatnsbotni í nærri 1900 ár. Hefir verið grunt á öðru þeirra og kafarar hafa oft freistað að leita þar gersema og stund- um komið upp með fáséna gripi. Gerðar hafa verið ýmsar tilraunir til að hefja upp skipin, t.d. ein á dögum Prospero Colonna kardinála, árið 1447 en jafnan hefir það mishepnast, enda útbúnaði öllum til þess verið ábóta- vant. Nú á síðustu árum hafa nokk- ur rík ítölsk verslunarfélög tekið sig saman um að leggja fram fé til að ná upp skipunum og er það gert með þeim hætti að vatnsborðið er lækkað með því að dæla vatnið burt með helj- ar miklum rafdælum. Er talið að dæla þurfi burt hér um bil 1 milj. kúbik metra af vatni eða lækka vatnsborðið um 22 metra til að skipin komi til að standa á þurru. En það tekur á ann- að ár, því að dælurnar lækka éigi vatnið meifa en 5 c.m. á sólaPhring. Er nú það skipið, sem nær Hggur ströndinni komið talsvert úr kafi og reynist að vera í furðanlegu góðu á- sigkomulagi. Það er 64 metra langt og 20 metra breitt. Hitt skipið er stærra, 71 rnetra langt og 24m. breitt. Er fornum fræðum eigi lítill ávinningur að framdrætti þessara skipa. RÚSSLAND OG KfNA. Eins og getið var um hér í blaðinu risu allmiklir úfar milli Nankinstjórn- arinnar og Soviet-Rússlands út af Manchuriu járnbrautinni, svo að búist var við striði. Rússar höfðu tlpp- runalega byggt brautina árið 1896, til að ryðja sér leið austur að Japanska hafinu til Vladivostok, þar sem þeir geymdu hluta af herflota sínum. Auk þess lögðu þeir styttri linur til Suður Manchuriu. En þetta varð til þess að þeir eiiginuðust ýms ítök í Man- churiu og litu Japanar það ekki hýru auga, því að sjálfir höfðu þeir á- girnd á landinu fyrir margra hluta sakir. Varð þetta meðal annars orsök til stríðsins milli Japana og Rússa 1904, þegar Rússar urðu að gefa upp Suður Manöhuriu járríbrautina í hendur Japönum. Hinsvegar höfðu þeir umsjá með Norður-Manchuriu- brautinni til ársins 1920, er þeir af- hentu Ktnverjum hana til umsjónar. Sáu þeir sig þó aftur um hönd og náðu með sérstökum samningi umsjón brautarinnar aftur í sínar hendur árið 1924 og fengu náð ýmsum réttindum þar eystra, er þeir hafa haldið siðan, unz kínv^rska stjórnin rak rúss- nesku embættismennina nú um mán- aðarmótin, júni og júli. Gaf hún Rússum að sök, að þeir hefðu ekki haldið samninga, meðal annars að þeir hefði boðað kommunistiskar kenningar þar eystra, sem samningur- inn hafði stranglega bannað. Rússar sendu Kínverjum “ultimatum” þegar í stað og kröfðust þess að yfirráð brautarinnar væri fengin þeim i hendur innan þriggja daga, ella mundu þeir láta hendur skifta. Tóku báðir aðiljar að draga her að landamærum og láta sem ófriðlegast. Kínverjar sendu þó að nafninu til nefnd til sam- ninga, en Rússum þótti það litt vera af heilum hug og slitu stjórmála sam- bandi við Kínverja þann 17. júlí. Síðan hefir fátt gerst söigtulegt. Fregn- ir herma að Rússar hafi tekið ein- hverja smábæi herskildi og Kínverjar tekið til fanga rússneska þegna í Manchuriu, en báðar þjóðirnar hafa þó lýst yfir því, að þær kysu heldur að jafna deiluna með friðsamlegum hætti. Hafa þær og verið minntar á að báðar hafa þær ritað undir Kel- oggs sáttmálann og auk þess er Kina í Alþjóðabandalaginu. Það sem mestu mun þó líklegast ráða um friðinn er það að báðar þjóðirnar eru nú sem stendur kúgþreyttar á stríðum og skuldum vafðar. Hyggja menn það að þessi ófriðarblika muni dreifast stórtíðinda lítið að þessu sinni. SUÐUR-AMERfKA. Símað var frá Quito, Ecuador 27 júlí s.l. að jarðskjálftar þar hefðu eyðilagt mest af borginni Movugo, sem liggur mitt á milli Quito og Machuachi. Gerði snarpan jarð- skjálftakipp á föstudaginn og héldu jarðskjálftarnir áfrarn alla laugardags nóttina. Mikið tjón varð líka í Tatn- billo, Machuachi og LaTacunga, sent allar liggja í þröngum dal suður frá Quito. Sprakk jörðin víða í sundur og talið er að um 60 manns hafi látið lífið. Um sama leyti varð og vart við talsverðan jarðskjálfta í Japan. FRAKKLAND iSímað var frá Paris síðastliðinn laugardag að Raymond Poincare for- sætisráðherra hafi sagt af sér sökum heilsubrests og Doumergue forseti hafi beðið Briand, að mynda nýja stjórn. Verður þetta í tíunda skifti sem Briand er skipaður forsætisráð- herra, en átjánda skifti, sem hann er kjörin til ráðherraembættis. Hefir hann átt sæti í ráðuneyti Poincares, sem utanríkisráðherra frá 1926 og sat eftir í stjórninni, eftir að skipað var í hana að nýju í haust sem leið. Talið er, að Alþjóðasambandið muni fagna þessum ráðherraskiftum og telji nú friðar og afvopnunar horfur öllu vænlegri. Séra Kristinn til sannsvegar færður. Á kirkjuþingi ísl. lút. kirkjufélag- sins getur forsetinn um mig svo, sem vænta mátti. ^ Þó ummæli þessi séu alls ekki ókurteis í minn garð, get ég samt ekki látið þau framhjá mér fara án athugasemdar. Annars veit ég naumast hvað sumar athugasemdir hans eiga að þýða. Hann virðist fremur undrandi yfir því að eg skuli nú yfir-gefa kirkju- félagið úr því ég hafi verið fulltíða maður, er eg gerðist meðlimur þess. Mega fulltíða menn þá aldrei breyta um skoðun ? Eg hygg Syíra Kristinn hafi breytt meir um skoðun en ég, og legg ég honum það ekki út til lasts, siður *n svo, þvi að hann hefur stór- um batnað við þá breytingu. I ræðum hér vestra, síðastliðinn vetur, varð honum tiðrætt um þann fjárhagsstyrk, sem ég hlaut til náms frá kirkjufélaginu og nú ítrekar hann þau ummæli í blöðunum. Að vísu er það satt, að ég hlaut ofur lít- inn styrk, en nokkuð af honum var endurgreitt meðan ég starfaði sem umfsrðar predikari fyrir félagið og var kaupið þó lágt; aðeins fimtíu dollarar á mánuði. Siðan hefi ég starfað fyrir lægra kaup, en nokkrir söfnuðir mundu leyfa sér að borga presti sinum. Eg hefi verið kirkju- félaigs-prestur í rúmlega ellefu ár. I tvö ár hafði ég sex hundruð og fimtíu dollara í kaup, á ári. I þrjú ár hafði ég átta hundruð dollara í árslaun og í fimm, eitt þúsund. Eg er ekki að lesa þetta upp til að berja mér, því að mér virðist barlómur og eftir- tölur vera jafn auvirðilegt. Mér er líka mest um að kenna, því það er hreinasta heimska, að vinna fyrir svo litlum launum, að maður geti ekki staðið sómasamlega í skulda skilum. En satt að segja finst mér, að kirkju- félagið ekkert eiga hjá mér. Forsetinn getur þess, að um eða yfir fjörutíu manns hafi gengið í söfnuðinn eftir, og lét þar af störfum, og sé hann nú fjölmennari, en nokkru sinni. Er næst að ‘halda, að þetta góða fólk hafi ekki gengíð í söfnuð- inn fyr einungis af því þessu fólki gast ekki að preststarfi minu eða stefnu. En ef ég hélt svona mörgum frá kristindóms starfsemi,sé eg ekki betur, en það væri blátt áfram skylda min, að láta af störfum. . Að ósekju vil eg ekki væna neinn um óeinlægni, en er ekki þessi undrun yfir því, að eg skuli nú hafa skilið við kirkjufélagið að mestu látalæti? Eg veit ekki betur enn sumir spornuðu á móti því af alefli, að ég fengi hér prestskap af því að ég væri of frjáls- lyndur, en hjá öðrum voru það helstu meðmælin. Eg hef aldrei farið í launkofa með skoðanir mínar né siglt undir fölsku flaggi. Eg var svona lengi í kirkjufélag- inu af því mér virtist það vera að hneigjast til meira frjálslyndis með árunum, þó að ofurlítill afturkippur kæmi í þá framsókn eftjr kirkjuþing- ið ií Árborg árið 1919, en þar börðust þeir fyrir því Dr. Björn, Séra Hjört- ur og Séra Kristinn að lögleiða þær greinar, sem að mestu hefði gert alla íslenzku kirkjuna að fullkominni fri- kirkju. Eitt er alrangt í athugasemdum Séra Kristins. Hér hefur alls ekk- ert únítarískt trúboð átt sér stað og sú hjálp, sem við höfum fjárhagslega frá þvi félagi fengið kom fyrir um- beiðni héðan, en ekki ásókn þeirra. A8 ipðru leyti er filikirkjusöfnuðurinn hér algerlega óháður öllum félags- skap bæði Unítara, og annara. H. E. Johnson Frá Norður - Nýja Islands Þaðan mætti margt segja, ogi sumt, sem að tíðindum mundi þykja sæta, ef stórfeld framför væri þar óvanaleg; en nú i seinni tíð, hefir hvert fram- farasporið rekið annað til lands og sjávar, sem sótt er af hinni mestu atorku og dugnaði, i framsýni og þekkingu. Ekki er því samt gleymt, að skemta sér, eins og gömlu landnáms- menn og forfeður vorir á Fróni gerðu, að afloknu erfiði dagsins. Eg, sem þessar línur skrifa, var staddur í Riverton um síðustu Ihelgi, otg kom þar á söngsamkomu, sem haldin var í hinni nýju Sainbandssafnaðar kirkju, sem er mjög fagurt og vandað hús, eins og vænta mátti, þar sem óhætt mun vera að segja, að Mr. Sveinn Thorvaldsson stórkaupmaður og sveitaroddviti, muni hafa verið aðal maðurinn á allan hátt, hvað byggingu þess húss viðkemur, enda er það ekki fyrsta húsið, sem hann hefir hjálpað til að koma upp í þvi bygðarlagi, því að ég hygg, að fá hús hafi svo reist verið í Riverton, að hann hafi ekki að meira eða minna leyti lagt þar til hjálparhönd. Á annari samkomu var ég í River- ton er haldin var í samkomuhöll bæjar ins. Það samsæti var haldið til heið- urs og minningar ‘hinum öldnu heið- urshjónum og landnemum, Jónasi Jónassyni og konu hans. Eg veit að um það samsæti verður getið af öðrum, og þess vegna get ég þess ekki meira, nema að það var hið á- nægjulegasta og fór fram hið bezta. Eins og skiljanlegt er fylgir sfikum samkvæmum sem þessum kostnaður mikill og þarf tilöflun mikla, þó að kvenfélög bygðanna hjálpi þar ósleiti- lega með dugnaði og samheldni, ásamt (ef svo mætti að orði kveða) óþreyt- andi elju, en svo kemur eðlilega. til karlkynsins, að draga að hreiðrinu, og það er nú orðið gert afdráttarlaust. Samgöngur um sveitina eru nú ágætar, vegabætur orðnar svo, að nú igieta menn farið á fáum mínútum þá vega- éngd, er áður tók marga klukkutima, enda eru nú komnir að heita má í hvers manns eign, sjálfhreyfivagnar (eða gandreiðir) í stað ‘hesta. Land- búnaður er viða kominn i all-gott Horf í kring um Árborg. Þar hafa menn bæði gripi og kornrækt. Með fram vatViinu er meira stundað fiskveiði, enda er mikið aukinn skipastóll til þeirrar útgerðar árlega. Eitt skip sá ég í smíðum í Riverton, er mun vera 50 til 60 feta langt, og leizt mér svo vel á lögun þess, að mér datt í hug að það ætti að heita Stígandi, eins og knörrinn, sem Haraldur konungur gaf Ingimundi gamla. Alt þetta eru engar nýjungar, eða þó að dugnaðarmaðurinn og bænda- öldungurinn Gestur Oddleifsson í Haga, sé að breyta líttfærum vegi í igóða akbraut. Alt þetta áðurtalda er aðeins dagleg venja nú orðið þar norð- ur frá. En það er eitt spánýtt framfaraspor, sem bændur og bygðarmenn norður þar i Nýja Islandi hafa stigið, til þess að bindast bróður og systur böndum, enn þá betur í framtíðinni; þeir hafa i félagi keypt landspildu við vatnið, hálfa mílu sunnan við járnbrautarstöð- ina á Hnausum. Mun það land vera um eða yfir 12 ekrur og er liðlega (Frh. á 8 bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.