Heimskringla - 31.07.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 31.07.1929, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEI MSK.RINGLA WINNlt'EG, 31. JtJLÍ, 1929 Færist Ameríka yestur á bóginn? Eftir mag. S. A. Anderson. Við nýjar mœlingar á afstöðu Grœnlands við Evrópu, sem nýlega voru gerðar, tókst að sanna, að Grœnland fœrist vestur á bóginn. Hér er stuttega gerð grein fyrir kenningu þýska jarðfrœðingsins A. Wegeners, um það að landaflutningur eigi sér stað, en þessi flutningur Grœnlands er álitinn sanna kenningu þessa. Fæstar af hinum víötæku vísinda- legu kenningum eru þess eölis, að hægt sé að útskýra þær fyrir þeim, sem hversdagslega hugsa ekkert um þau viðfangsefni, er kenningunni er samfara. Þannigeru þeir teljandi, er vita, hvað Einsteins-kenningin er, hvað þá heldur að þeir viti, hvað hún hefir sér til ágætis, eða hvaða munur er á heimsmynd hennar og heimsmynd Nevvtons. Með Wegeners-kenning- una er alt öðru máli að gegna,_þar eð aðalatriðin eru feykilega einföld, svo einföld, að vísindamönnum hætti til í byrjun að gera lítið úr kenningunni, og það var fyrst eftir aðihún gat skýrt ýms algeng fyrirbrigði á einfaldari hátt en áður, að farið var að veita henni tilhlýðilega athygli. Þúsundir vísindamanna sitja dag- lega við að safna athugunum, setja þær saman, mynda kerfi, án þess þó að hægt sé að skilja samhengið, eða steypa öllu í stærra mót og safna því undir allsherjarlögmál. En við og við lyftir vísindamaður sér út yfir athuganir sínar og annara, því að hann hefir fundið samhengið, alls- herjarlögmál, sem skýrir ýmislegt tor- skilið á einfaldan hátt. Ef hugmynd- in er ófullkomin, nefnist hún tilgáta. Tilraunir munu þá annað tveggja hafna henni, og er hún þá ómerk, eða þær munu staðfesta hana, og er hún þá nefnd kenning, er síðar verð- ur fyllilega sönnuð og talin með sta$- reyndum. öll þessi stig hefir kenning Wegeners farið yfir. Eniglendingur, Green að nafni, kvað árið 1857 upp úr með þá tilgátu, að lilutar jarskorp- unnar fljóti í kjarna, og 1880 se£ir Svisslendingurinn Wettstein, að það sé ekki nóg, að löndin fljóti í vestur, heldur breyti þau einnig lögun. Pickering bendir á það 1907, að af því hve austurströnd Suður-Ameriku sé lík vesturströnd Afríku, megi draga þá ályktun, að Ameríka hafi slitnað frá Afríku, þegar tunglið eftir tilgátu G. H. Darwins, hafi kastast út úr jörðinni, á þeim stað, þar sem nú er Kyrrahafið. En árið 1910 setti W»egener fram kenningu sína, óháða hinum óvissu tilgátum fyrirrennara sinna. Hann komst að þessari niðurstöðu með því að athuga strendur báðumegin At- lantshafs, og með því að athuga þær niðurstöður, er menn höfðu komist að um bygging jarðarinnar. Á nokk- rum árum hafði hann safnað svo miklum gögnum, að kenning hans mátti teljast á ágætum rökum bygð, og loks hepnaðist Dönum að sanna kenningu hans, þannig að nú má það teljast staðreynd, að löndin færist yfir yfirborð jarðar. Til þess að útskýra, hve frábrugðin þessi kenníng er eldra áliti, er nauð- synlegt að skýra Htið eitt frá því. Frá alda öðli hafa menn greint í sundur meginlönd og höf, og álitið, að það útlit, sem jörðin hefir nú, hafi hún ætíð haft, en eftir því, sem jarð- fræðinni fleygði fram, kom í ljós, að lögur og láð voru miklingum breyt- ingum undirorpin. Þareð víst var, að jörðin hafði fyr verið miklu heitari, lá skýringin um samdrátt jarðskorp- unnar afar nærri. — Allir þekkja þessa skýringu og ef hugsað er um hana nánar er ein mikil veila i henni þ. e. a. s. það hvernig hriíkkurnar gátu orðið jafn misjafnar ag þær eru, þannig að jafnstór höf og Atlantshaf Qg Kyrrahaf gátu myndast, og það að fjöllin voru á einstökum stöðum á jörðinni, en ekki jafnútbreidd. I Suður-Evrópu eru fjallgarðar, sem ekki halda á- fram út í hafið, sem við mætti búast, ef sama efni væri í landinu þar og hafsbotninum. En ef reiknað væri, hve jörðin hefði þurft að vera heit fyr, til þess að Alparnir gætu mynd- ast við fellingar jarðskorpunnar, kemur út, að hún þyrfti að hafa verið a. m. k. 3000 gráðum heitari, en það kemur ekki heim við þá staðreynd að í þeim hita myndu allar steinteg- undir hafa verið fljótandi, en ekki fastar. Þar að auki er upplýst, að hitabreytingar hafa ekki orðið miklar siðan á elstu jarðöldum er taldar eru. Frá elstu jarðfræðitímum finnast menjar um ís, en það sannar, að hit'- inn hefir á ýmsum stöðum verið fyrir neðan 0.. Af rannsóknum á dýralifi fyr á tímum, plöntulífi og i jarðfræði, hafa menn komist að þeirri niðurstöðu, að Ameríka hafi í fyrndinni verið sam- vaxin Evrópu. Lá þá rrærri að haida, að hafsbotninn hafi si'gið síðan þá, en á móti því mælir þaö, að jafnvægið í jarðskorpunni myndi þá hafa raskast, en slikt hefir ekki átt sér stað. Hafs- botninn í Atlantshafi hefði orðið of þungur og hann hefði r'askað jafn- vægi jarðarinnar. — Deilur risu út af- þessu. Héldu sumir fram, að spöng hefði verið milli landanna, en- aðrir að ekkert slikt hefði getað átt sér stað. Deilunni varð aðeins skorið úr með nýrri kenningu, er sannaði, að báðir hefðu nokkuð til síns máls. Þessa spurningu leysti Wegeners- kenningin algerlega. Hún heldur því fram, að fyrrum hafi Ameríka legið upp að Evrópu og Afríku. Dýr og plöntur hafi því hæglega breiðst jafnt í báða heimshluta. lantshafs hefir þá verið undirstaða Ameríku, en Ameríka hefir flotið burtu, eftir að hún slitnaði frá megin- landinu. Wegener álítur eins og ihér hefir verið lýst, að löndin fljóti eins og granitflögur í basalti, sem að mestu leyti er undirstaða landanna. Það mætti líkja þessu við ís, sem sígur niður,- þegar stígið er ofan á hann, en rís upp, ef farginu er létt. Löndin síga undan t. d. jöklum, og hefjast aftur upp, er jöklarnir bráðna. þyngra efni. Þannig færist Ameríka í vestur, en af því leiðir, að vestur- strönd 'hennar er há og brött að sjó, þar eð svo mikil mótstaða mæðir á henni. Hækkun vestur strandarinnar hefir leitt af sér mikil umbrot, svo sem jarðskjálftann 1906, þegar mestur hluti San Francisco eyðilagðist, og við jarðskjálfta 1899 hófst ströndin norðanverð um næstum 16 metra. 1906 hófst jtrönd Chile um 60 metra við jarðskjálfta. A sama hátt er mest hafdýpi í Kyrrahafi við strönd Suður- Ameríku. Suður-Ameríka færist því vestur á bóginn, og hefir áður legið fast við Afríku. Það er afar auðvelt að finna hve strandlínurnar eru líkar. Nálægt suðurodda Afriku er fjallgarður, sem liggur frá austri til vesturs. Sá fjallagarður á sér framhald við Buenos Aires í Suður-Ameriku. Þetta hefír jarðfræðingur frá Af- ríku sannað. —■ Hann var gagnkunn- ugur fjöllunum í Suður-Afríku, og þegar hann kom til Suður-Ameriku,' fanst honum, sem 'hann væri að rann-1 saka Afríku-fjöllin, svo lík voru jarð- lögin. Slíkt væri óhugsandi, ef löndin hefðu *tíð staðið eins af sér. Ef vér hugsuðum oss, að hinar miklu fellingar, sem eru í Himalaya-1 fjöllunum, yrðu flattar út, þá mundi Vestur-Indland ná alla leið að eynni •Madagaskar við austanverðan odda Afríku. Þetta skýrir það, hve Mada- Bötn At- gaskar minnir að mörgu leyti á Vest- ur-Indland, enda þótt hún liggi uú 10 1 sinnum lengra frá V.-Indlandi en Afríku. Ennfremur er álitlð, að Ástralía hafi legið nálægt Suður- Afríku, en milli hénnar ag Suður- Ameríku hafi legið meginland það, sem nú liggur við Suðurpólinn. Við slíka röðun á meginlandinu má benda á öll þau lönd, þar sem spor finnast eftir ís, og liggja þau þannig saman, í stað þess að nú eru þau dreifð um helming hnattarins. Þessi spor hafa fundist í austanverðri Suður-Ameriku fimm ár, sem liðið höfðu, en það ér að meðaltali 36 metrar á ári. Hér var fengin óræk sönnun fyrir kenn- ingu Wegeners, og hún má því tel- jast með staðreyndum. Lík mæling var nýlega gerð á fjar- lægð Washington frá Paris. Sú til- raun sýndi, að fjarlægðin óx um 32 cm. á ári. Eftir kenningu Wegeners hefir þró- un jarðarinnar farið fram án mikillar kólnunar. Sá hiti, sem jörðin með- tekur frá sólinni, geislar aftur út í geiminn, en sá (hiti, sem iður jarðar- innar hafa geymt, hefir ekki farið forgörðum. ísflákar, eins og Græn- landsjökull, hafa ætíð verið einhvers- staðar á jörðinni.. Það má glögt sjá, hvernig byrjunin að ‘Atlantshafinu hefir litið út, með því að athuga Austur-Afriku. Frá Dauðahafi i Palestinu 'gegn um Tanganjika-vatn og Njassa-vatn, gengur mikill klasi af brotalínum, er bendir á, að landflutningur sé þar í undirbúningi. Slíkt hefir þegar átt sér stað í Rauðahafi, því að Arabía og Afríka hafa fjarlægst hvor aðra um nokkur hundruð kílómetra— Eftir nokkrar miljónir ára má gera ráð fyrir, að austurhluti Afríku verði orðinn eyjaklasi, sem skilinn sé frá. meginlandinu með djúpum álum. Lesbók Mbl. Á ísöldinni hvíldi feikna ísfarg á ' Suður-Afríku, • Vestur-Indlandi Norður-Evrópu, og ætla má, að það hafi þrýst jarðskorpunni mikið inn, enda er það staðreynd, að síðan hefir það land sífelt verið að hefjast upp. Mest hefst landið við Kyrjálabotn.eða á miðju ísaldarsvæðinu, þar sem menn hafa 'gengið úr skugga um, að landið hefst upp 1 cm. á hverju ári, og hefir alls hækkað um 275 metra. Við tilraunir um aðdráttarafl jarð- arinnar, hafa menn komist að þeirri niðurstöðu, að það er minst í f jöllum, meira í láglendi, en mest yfir hafinu. Þetta sýnir, að jarðskorpan er þyngst í höfunum, léttari á láglendi en létt- ust á fjallasvæði. Af þessu má sjá, að hinn þungi hafsbotn, hefir tæplega getað verið land áður, þar eð öll meg- inlönd eru samsett úr léttum bergteg- undum, og skaga því upp úr hinu þyngra efni hafsbotnslns. Kenning Wegeners skýrir ennfrem- ur það, að dýpt hafsins er ákaflega jöfn, samanborið við yfirborð megín- landsins. Venjulega er dýpst næst landi, en kenningin skýrir það þannig, að hafsbotninn er úr seigu efni, sem þjappast niður, er löndin fljóta yfir, og verður lægri við strendurnar. Til- raunir hafa sýnt, að meginlandið er hér um bil 60 km, að þykt. lætta kann að virðas; afar mikil þykt, en samanborið við víðáttu, er hún ekki mikil. Hún er t, d. ekki nema einn hundraðasti hluti úr breidd Suður- Ameríku. Aðalatriðið í kenníngunni er samt það, að meiginlandsflögurnar halda ekki kyrru fyrir, heldur fljóta á hinu °g vestanverðri Ástralíu, og hefir þvi Suðurpóllinn að líkindum legið á þessu svæði. A sama hátt lendir hin þáverandi miðjarðarlína yfir mestu kolalöndin, svo sem Bandaríkin England, Frakkland, Þýzkaland, Pólland, Rússland og Kína. Þessi lönd virðast í þann tíma hafa haft hitabeltisloftslag-. I lok krítartimabilsins hefir Suður- Ameríka losnað frá Afríku og flotið vestur á bóginn. Nokkru síðar hefir svo Norður-Ameríka losnað frá Ev- rópu, en virðist þó fram yfir ísöldina hafa verið landföst við hana á Græn- landi. Þetta sannar sú staðreynd, að ísmörkin í Norður-Ameríku liggja á líkum stöðum og í Evrópu. Eftír þessu a^i dæma, er Grænland sá hluti Ameríku, sem síðastur losnaði við meginlandið, og sé borin saman fjárlægð landsins frá Evrópu (1780 km.) og sá tími, er það tók að fjar lægjast (50—100 þús. árý, kemur út hinn árlegí flutningur, 18—36m. Slíkt ættí að koma fram á hinum hárfínu verkfærum, sem nú eru notuð, og það konj í Ijós við fyrri niælingar á Grænlandí, að mælingaskekkjur bentu á. að landið færíst vestur á bóginn. Þar eð þarna var fenginn möguleiki til að sanna kenníngu Wegeners, á kvað Geodætisk Institut í Kaup- mannahöfn að mæla Iandið nákvæm- lega, með fimm ára millibili, til að ganga úr skugga um þetta. Fyrri mælingin var gerð 1922, endiin síðari 1927, og sannaðist þar með, að land- ið hafði færst 180 metra í vestur þau HYGGINDI Vitrir menn bera fyrinhyggju fyrir framtíðinni. Þér skulið byrja að leggja inn í sparisjóð hjá oss, meðan þér eigið enn- þá óskerta krafta, til að afla fjár A IV/ 4 2/0 vextir árlega, scm batt er við höfuðstólinn ár hálfsárs fresti, munu láta sparifé yðar vaxa óðfluga. Engir sparisjóðir eru settir í veð heldur í glæsilegustu skuldabréf og hlutabréf. Innborgaður höfuðstóll: $6,000,000 Eignir og varasjóðir yfir $7,500,000 A. R. McNICHOL LTD. WINNIPEG Aðal skrifstofa: 288 PORTAGE AVE. Phone 80 388 North End Branch: 925 MAIN STREET Phone: 56956 Hin nýjasta allra rafhljóm véla — Victor Radio með Electrola, nýfundin upp er eitt hið merkilegasta á- hald nútímans og ári á undan öllu öðru á markaö- inum. Þú þarft að heyra hana til að geta öðlast hugmynd um hina óvið- jafnanlegu hljómfegurð. $375.00 $25.00 niðurborgun og 20 mánaða afborganir Vægustu skilmálar í Canada gMsMUl gar^ent Ave. at ^herbroolt MACDONALD’S Eitte Cut Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. Gefinn með ZIG-ZAC pakki af vindlingapappír ASK FOR DryGincerAle OR SODA Brewers Of COUNTHYCLUB' BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BR E W E R.Y OSBORN E & M U LVEY - Wl N NIPEG PHONES 4I III 4730456 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDERS FLEST FYRSTU VERÐLAUN f BÖKUNAR SAMKEPPNt f KANADA UNNIN MEÐ RobinHood FLOUR LUMBER THE McARTHUR LUMBER & FUEL CO.. LTD. Winnipeg Manitoba ÞJE R S E M NOTIÐ TIMBUR KAU PIÐ A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Stofnað 1882. Löggilt 1914. o í D. D.Wood& Sons, Ltd. j VICTOR A. WOOD President HOWARD WOOD Treasurer LIONEL E. WOOD Secretary < Piltarnlr MPin ölluni reyna a ö ]»óknast) Verzla með:- HALDIÐ SAMAN MYNDASEDLUNUM BYGGINGAREFNI — KOL og KOK Búa til og selja:- SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE SAND — MOL OG MULID GRJOT Gefið oss tækifæri SÍMAR 87 308 — 87 309 — 87 300 Skrifstofa og verksmiðja: 1028 Arlington Str. (milli Ross og Elgin) Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.