Heimskringla - 31.07.1929, Blaðsíða 3

Heimskringla - 31.07.1929, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 31. JOLÍ, 1929 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA Skýrsla Lands- banka Islands Heimsikringla þakkar fyrir skýrslu Landsbankans, er hún hefir nýlega meötekið. Merkustu almennar fregn- ir úr skýrslunni eru þessar: SíðastliðiS ár var hið mesta góð- æri bæði tid lands og sjávar, og vdrð- lag útflutningsafurða var með betra móti. Landbúnaðurinn. Fyrst eftir ára- mótin var umhleypingasamt, en, frá miðjum febrúar og fram í júni var ó- venju hagstætt tíðarfar. Þá gerði um tíma kalda tíð og þurviðrasama og varð því igrasspretta Jítil, sérstaklega norðan og austanlands. Frá réttum til ársloka var tíðin með mildasta móti. Fénaður gekk vel undan vetri og var slept mun fyr en vant er. Hey- skapartíð var ágæt um land alt, en talið er, að heyin séu létt til fóðurs. Ormaveiki gerði víða vart við sig, sérstaklega á Austurlandi. Til frá- lags var fé vel í meðallagi. Slátrun til útflutnings var með mest móti, um 220000 fjár. Saltkjötsveröið var hærra en árið áður, í byrjun kauptíð- ar um 100 norskar krónur tunnan, en hækkaði brátt, svo mestur hluti útflut- ningskjötsins seldist fyrir um 110 n. kr. tunnan. Ullar og gæruverð var hátt og- heldur hærra en árið áður. Fyrsta flokks sunnlensk ull var um 3,10—3,20 kr.kg. og norðensk ull 3,35- 3,45. Verð á gærum var 2,30—2,45 . kr. kg. Utflutningur af frystu kjöti var með allra mesta móti, um 45000 skrokkar. Salan gekk ekki greiðlega, en þó munu áhöld verð fyrsta kjötsins og saltkjötsinSj þegar kostnafmrmunur er dreginn frá. Jarðaibætur ársins 1927 sem mældar voru á þessu ári, voru meiri en nok’kru sinni áður. Mun styrkur til þeirra samkvæmt jarðrækt- arlögum nema um 375000 kr. Á árinu voru bygð tvö frystihús og byrjað á hinu þriðja. Eitt mjólkurbú tók til starfa og byrjað á byiggingu annars. Brú var bygð yfir Hvítá í Borgar- firði, hið mesta mannvirki. Sjávarútveffurinn. Aflabrögð voru jög góð á árinu. Aflinn er talinn 409000 skpd. og er það 30% meira en arið áður og það mesta, sem nokkru sinni hefir aflast hér á landi. Botn- ■vörpungarnir voru í árslok 39. Höfðu 4 skip bætst við á árinu, en 2 farist. Línuveiðagufuskipum hefir einnig fjölgað og sú hreyfimg, að setja vélar i róðrabátana, er enn að aukast. Veiðitími botnvörpunganna á salt- fiskiveiðum var miklu lengri en árið aður, en veiðin á togdag töluvert minni og veiði botnvörpuskipanna yfir f'öfug tiltölulega minni en annars! skipa. Fiskþurkun gekk mjög vel um land alt. Vertíðin var góð á Suður-1 landi öllu og ágætis aflaár bæði á; Norðjjr og Vesturlandi. A Austur- | dandi aflaðist sæmilega. Verðið á full- j verkuðum stórfiski var í byrjun ár- j sins um 125 kr. skpd. og hækkaði svo j upp í 133—136 kr. i byrjun apríl. i Svo fór það að falla og var í júní —, júlí komið niður í 113—120 kr. Síð-! an fór það ihækkandi aftur og var í byrjun september komið upp í 130 — 132 kr. Og.var mikið selt fyrir það verð. Eftir það hækkaði verðið enn og var um áramót 152—155. Verðið á labradorfiski sveiflaðist milli 80 og 90 kr. pr. skpd. Nú um áramótin voru fiskibirgðirnar i landinu 45000 skpd. og er það með allra minsta rnoti. Tilraununum til sölu á fiski til Suður-Ameríku hefir verið haldið afram, og einnig verið flutt óvenju- mikið til Portúgal á þessu ári. Til Englands hefir verið selt mjög mikið af óverkuðum fiski, sem Englending- ar verka sjálfir og selja til Suður- Ameríku og nýlendanna. Gufubrætt meðallýsi var í ársbyrjun 1,10—1,15' kr. kg„ hækkaði svo, og komst í apríl | upp í kr. 1,40. Svo fór það lækkandi það sem eftir var ársins og var í árs- lok komið niður i kr. 1,10. Aðalsalan var á kr. 1,20—1,25. Síldveiðin var mikið stunduð og gekk ágætlega, eins og árið áður. Saltaðar (og krydd- saltaðar voru 174000 tunnur, en í bræðslu fóru um 340000 mál. Er það nokkuð minna en árið áður, en þess ber að gæta, að þá lögðu miklu fleiri útlend skip hér upp veiði sína, svo að veiðin á íslensku skipunum mun vera alíka mikil. Útgerðarmenn fengu 25—26 kr. fyrir tunnuna af herpinótasíld og 26—27 kr. fyrir tunnuna af reknetasild. Verðið á nýrri síld var talsvert lægra en undanfarandi ár eða j um 9 kr. málið til bræðslu og 12 kr. til söltunar. Vers'un við útlönd. Utfluttar vör- ru námu á síðastliðnu ári rúmlega 74 milj. kr., en aðfluttar vörur 60 milj. kr. Utflutningurinn hefir því verið um 14 milj. kr. hærri en inn- flutningurinn. Sennilega munu þess- ar tölur hækka eitthvað, þegar end- anlegar verslunarskýrslur koma, en hlutfallið mun þó ekki breytast að neinu ráði. Af útfuttum vörum á ár- inu námu sjávarafurðir 65,8 milj. kr. (1927 50,4 milj. kr.J og landafurðir 8,2 milj. kr. (1927 5,8 milj. kr.) Fjárhagur rtkissins. Tekjur ríkis- sjóðs voru á árinu rúmlega 13,8 milj. kr„ en gjöldin tæplega 12,3 milj. kr. Tekjuafgangur því rúmlega \yí milj. kr. Tekjur og gjöld ríkissjóðs hafa sí'ðustu fimm árin verið þessi: Tekjur : Gjöld- 1928 13.8 milj. kr. 12,3 milj. 1927 11,3 12,8 — 1926 12,4 12,6 — 1925 16,0 10,9 — 1924 11,1 9,5 — Skuldir ríkissjóðs voru í lok síðast- iiðins árs um 11,5 milj. kr„ en voru i árslok 1927 12,2 milj. kr. Heimför Vestur-Islend- inga og Manitobastjórn. Meðal Vestur-íslendinga hafa, sem kunnugt er, orðið deilur út af heim- ferðarmálinu og árásir verið igerðar á heimferðarnefndina fyrir lítilshátt- ar styrkþágu frá Manitobastjórn sem látin hefir verið í því skyni að “aug- lýsa Manitobafylki á Islandi” eins og það er kallað. Nú mun mörgum hafa dottið í hug, að auiglýsing þessi væri gerð til þess að tæla héðan innflytjendur, og þá sem von er þótt óviðeigandi að landar vorir hefðu slíkar veiðar á bak við eyrað um leið og þeir kæmu hingað í hátíðaheinTsókn, enda þótt reyndar megi telja vást, að öll hætta af út- flutningi héðan sé Um 'garð gengin vegna síbatnandi atvinnumöguleika hér heima. Nú ‘hafa vestanblöð birt bréfaskifti nokkur milli heimferðarnefndarinnar Islendinga Oig Manitobastjórnar, og er ekkert annað af þeim að ráða en að stjórnin með þessum óverulega styrk óski að auglýsa Manitobafylki á Islandi eins og það altaf ver nokkru fé til að auglýsa sig og viðskifti sín í öðrum löndum. / Nú verður ekki séð, að neitt sé við slíkar auglýsingar að athuga. Öll lönd igera slikt meira og minna, og Alþingishátíðin að ári er, eins og henni er fyrir komið, ein stór auglýs- ing fyrir Island. Manitoba hefir nú náð sambandi við sjávarhöfnina Kirkjuhvol (Fort Churchill) við Hudsonsflóa og hugs- ar gott til að koma korninu frá sér þessa leið yfir til Evrópu. Næsta Norðurálfuhöfnin er nú einmitt Réykjavík, og er ekki nema eðlilegt, að reynt sé af hálfu beggja rikja að vekja athygli á þessari viðskiftaleið. Þetta er nú sýnilega það, sem vakað hefir fyrir heimferðanefndinni, er hún sótti um þennan smástyrk (1000 dollara) til Manitobastjórnar, að hann átti ekki síður að vera auglýsing fyrir ísland heldur en Manitoba. Þetta skýrist og betur af þvá að þeir hafa bent Manitöbastjórn á að setja það skilyrði, að lagt skuli upp til'Tieim- ferðarinnar eiijmitt frá Fort Churchill Allir, sem á annað borð lesa um þessa pílagrímsferð Vestur - Islendinga, hljóta þá um leið að vekjast til um- hugsunar um hina nýju verslunarleið milli gamla og nýja heimsins...... Það virðist vera einkenni á Islend- ingum hvar sem þeir eru, að finna sér einhver efni til sundrungar og flokkadráttar. Við þurfum ekki að undrast það neitt þótt landar vorir vestra bregði nú ekki venjunni með þetta. En eins og á stendur, gætum við þess hér heima, að blanda okkur ékki inn í þessa deilu, og allra sist að fara að geta í eyðurnar um óhreinar hvatir í einu eða öðru efni í sam- bandi við beimferðarmálið. Það eina sem við höfum að gera er það, að kappkosta að taka sem best á móti löndum vorum þeigar þeir koma, og gera þeim dvölina sem ánægjulegasta hér heima. Z. —Visir. FRÁ ÍSLANDI Rvík. 4. júlí Kaldadalsveginn er nú verið að ryðja og lagfæra, svo að hann verði fæ bifreiðum. Var verkið hafið að sunnanverðu og mun vegabótaflokk- urinn nú kominn norður í Brunna. Um Kaldadal sjálfan er vegurinn á- gætur, en þegar norður af dalnum kemur,mun hann þurfa allmikillar lag- færingar, svo sem á Skúlaskeiði og víðar.' Er vonandi, að svo verði frá þessari vegabót gengið, að ekki þurfi umbóta að vori. Um Lyngdalsheiði austan Þing- valasveitar fara bifréiðir nú daglega. Var vegurinnn lagaður nokkuð síðast-" liðið haust og ef til vill í vpr lika, og má nú beita sæmilegur, þegar þurt er um. TÍMARNIR SKÁNA EF BAKAÐ ER MEÐ OCILVIES 8ROYAL HOUSEHOLÞ E FLOUR Tyee Stucco Works ST. BONIFACE MANITOBA Canadian Pacific. Umkringir jörðina NAFNSPJOLD | DYERS A CLKANEItS CO., LTD. grjöra þurkhreinsun sanulægurs Bæta og gjöra vit5 37001 Wlnnlpeg1, Man. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C, Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL selur líkkistur og ann&st um útfar- ir. Allur útbúuatíur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarha og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 88 607 WINIVIPEG *T.H. JOHNSON & SON CRSMIÐIR OG Gl'LLSALAR CRSMIDAR OG GULLSALAB Seljum giftinga leyfisbréf og giftinga hringia og allskonar gullstáss. Sérstök athyglt veitt pöntuuum og vitSgjöröum utan af iandl. »."53 Portage Ave. Fhone 24637 STUCC0 SEM ÁBYRGST ER The TYEE STUCCO WORKS gefur þér fimm ára ábyrgð á Tyee Stucco þegar notað er samkvæmt þeirra ráðleggingum. Þó ábyrgðin nái aðeins til fimm ára, er auðvitað varan góð alla æfi þína. Skrifið eftir nöfnum þeirra plastrara sem nota það samkvæmt þessari á- byrgð. DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. DR. A. BLÖNDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsimi: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — AtS hitta: kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Heimili: 806 Victor St. Sími 28 130 I.n-kiiafirisanlr — Einknleyfis metiöl ARLINGTON PHARMACY I.IMITED 800 Snrgent Ave. Siml 30120 Takiti þessa auglýsing meti yöur og fáit5 20% afslátt á metiölum, ennfrcmur helmings afslátt á Rubber vörum. DR. B. H. OLSON 216-220 Meilienl Arts Rldg. Cor. Graham and Kennedy St. 8 Phone: 21 834 Vit5talstími: 11—12 og 1_6.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. HÁTlÐAFERÐIN TIL ÍSLANDS 1930 Nú er búið að ákveða HÁTÍÐISDACANA Á ÞINGVÖLLUM fyrir Alþingishátíðina, — 26. TIL 29. JÚNÍ að báðum meðtöldum. ÞAÐ ER ÞVf RJETT ÁR TIL STEFNU, OG SÁ TIMI LfÐUR FLJÓTT, ÞANGAÐ TIL LAGT VERÐUR AF STAÐ FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVfKUR. Það veitir því ekki af að fara að búa sig undir ferðina. Hin hagkvæmustu kjör viðvíkjandi fargjöldum, fyrir væntanlega heimfarendur, með hinum ágætu járnbrautarlestum og skrautlegu skipum CANADIAN PACIFIC félagsins, fást nú með örlítilli niðurborgun er menn ættu nú að tryggja sér sem fyrst. $245.80 FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVÍKUR OG TIL BAKA AFTUR. Farbréfagildi til árs. ÞETTA VERÐUR EINA TÆKIFÆRI ÆFINNAR fyrir fjölda marga íslendinga að heimsækja æskustöðvar, frændur og vini, og samfagna með þjóðinni á þessum einstak- asta og söguríkasta hátíðisdegi hennar. Húsnæði, fæði og þjónustu, hefir Heim fararnefnd Þjóðræknisfélagsins samið umfyrir ferðahópinn þegar heim kemur. NEMUR SÁ KOSTNAÐUR AÐEINS $52.80í HÁLFAN MÁNUÐ meðan á hátíðahaldinu stendur á Þingvöllum og í Reykjavík. Skrifið yður fyrir farbréfi sem fyrst og sendið niðurborgun. Peningárnir verða geymdir og afhentir yður ef eitthvað kemur fyrir svo þér getið ekki farið. Eftir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu aðlútandi ferðinni snúi menn sér til I W. C. Casey, General Agent, Canadian J’acific Steamships. R. G. McNeillie, General Passenger Agent, Canadian Pacific Railway. * Eða J. J. Bildfell, formanns Heimferðarnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. f U — TaNfml x 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Somerset Bloek Portapre Avenue W'INNIPEG -i TIL SÖLU A ÓDÍIIU VERÐI “FURNACE” —bœöi viöar og | kola “furnace” lítitS brúkatJ, er . til sölu hjá undirrituöum. [ Gott tækifæri fyrir fólk út & j landi er bæta vilja hitunar- I áhöld á heimilinu. j GOODMAN & CO. É 786 Toronto St. Sfml 28847 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 MESSUR OG FUNDIR í kirkju Sambandssajnaðar Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuSi. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuöi. Kver.félagið: Fundir annan þriðju dag hvers mánaöar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn:— A hverjum sunnudegi kl. 11—12 f. h. Björgvin Guðmundsson A.R.CM. Teacher of Muisic, Gompositíon, Theory, Counterpoint, Orches- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. SIMI 71621 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— BaKWíe and Furnlture Movlng 668 ALVERSTONE ST. StMI 71898 Eg útvega kol, eldiviti metS sanngjörnu vertSi, annast tiutn- ing fram og aftur um bæinn. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aö finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsfmi: 3315S WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfræðingar 709 Great West Perm. Bldg. Sími: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur aö Lund- ar, Piney, Gimli, Riverton, Man. Dr. J. Stefansson 21« MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stnndnr elngöngu niiKSna- eyrna- nef- ob kverka-sjfikdðma Er atS hitta frá kl, 11—12 f h og kl. 3—5 e. h. Talafml: 21834 Heimiii: 638 McMillan Ave. 42691 I G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfræSingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 1 Telephone: 21 613 J. Christopherson, Islenzkur lögfroeðingur 845 Somerset Blk. Winnipeg, Man. CARL THORLAKSON Ursmiður Allar pantanir með pósti afgreidd- ar tafarlaust og nákvæmlega. — Sendifi úr yðar til aðgerða. Thomas Jewellery Co. 627 SARGENT AVE. Phone 86 197 DR. C. J. HOUSTON j DR. SIGGA CHRISTIAN- SON-HOUSTON GIBSON BLOCK Yorkton —Sask. Þorbjorg Bjarnason L.A. B. Teacher of Piano and Theory 726 VICTOR ST. SIMI:» 23130 E. G. Baldwinson, L.L.B. IJiKfnelHnRiir IloMldenee l'hone 24206 Offtee Phone 241>63 708 MiniiiK Exchanse 3.-»6 Mnln St. WINNII'RG. 100 herbergri meö eöa án baös SEYMOUR HOTEL vertS sanngjarnt Slml 28 411 C. G. HUTCHISON, eigandl Market and King St„ Winnipeg —:— Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.