Heimskringla - 31.07.1929, Blaðsíða 8

Heimskringla - 31.07.1929, Blaðsíða 8
8. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. JÚLI, 1929 Fjær og nær Messa á Langruth 11. ágúst n. k. séra Þorgeir Jónsson prédikar. Cand. theol. Philip Pétursson flytur guSslþjónustu á ensku í kirkju Sam- bandssafnaSar í Winnipeg næstkom- andi sunnudag kl. 11 f.h.' Mr. Hannes Kristjánsson, frá Wyrryard, var í bænum um helgina sem leiö í heimsókn til ættingja og vina. iHafói hann af góðum upp- skeruhorfum aS segja, en ekki annaö tíðinda. Fyrir nokkrum dögum kom hingað til bæjarins Mrs. D’Arcy Goodrich meö ungan son sinn frá San Fransisco, Calif. Er hún á leið til manns síns, sem er skrifstofu stjóri í Detroit, Mich. Mrs. Goodridh, fædd Magnea Halldórsson, er dóttir Mr. og Mrs. B. B. Halldórssons í San Fransisco en bróöur dóttir Dr. Halldórssons. Lika var hér á ferö í fyrri viku Mr. Viggo Sölvason miðskólakennari frá Centralia, Calif. Var hér að heim- sækja, frændur og forna vini. Hann er fóstursonur Sveins læknis Sölva- sonar, sem fyr meir bjó lengi skamt frá Mountain N. D. Valmenni hið mesta. Nýdáin er í Árborg. Mrs. Guðrún Reykdal, fædd Skaptason, en ekkja Andrésar Reykdals sem lengi bjó hér í Winnipeg og síðar í Árborg. Hún var dóttir Björns Skaptasonar frá Hnausum og Margrétar konu hans en systir Capt. Joseps Skaptasonar í Selkirk og þeirra systkina. Jarðar- för hennar fór fram á miðvikudaginn 24. júlí frá útfararstofu A. S. Bardals. iHinn 18. júní voru þau Runólfur Sigurdson og Winnifred Rachel Holi- day, bæði til heimilis í Winnipeg gefin saman í hjónaband af séra Runólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður framvegis í Winnipeg. Hingað kom á sunnudaginn var bílleiðis frá Jackson, Mich. Mrs. og Mr Jón J. Pálmi á Ibrullaupsferð. Höfðu þau verið 12 daga á leiðinni, ferðast gegn um Ontario og komið víða við. Mrs. Pálmi, fædd Sophie Stankewitz, er af pólskum ættum, náskyld skáldinu Henryk Sienkiewicz. Varð fiöl- skyldan landflótta frá Póllandi og skifti því um nafn er hingað kom. Mr. JónJ. Pálma þekkja margir vegna verðlauna þeirra, sem hann hefir gefið til hringhendu samkepni hér í blaðinu og sem útbýtt verður hér á íslendinga- deigiinum i Winnipeg. Ætlar Jón J. Pálmi, að vera viðstaddur og ef til vill að taka þátt í glímunum, því hann er glímu maður mikill. SAMKOMUR: Tryggvi Björnsson efnir til piano- hljómleika á eftirfarandi stöðum. Árorg 5. ágúst. Riverton 7. ágúst. Lundar 12. ágúst. Glenboro 14. ágúst. Baldur 16. ágúst. Gimli 19. ágúst. Heimskringlu hafa borist mjög lof- samleg ummæli um þennan efnilega .pianó-leikara úr “Cavalier Chronicle’ N. D. Nýlega hafa tekið próf við Toronto Gonservatory of Music, allar með First Class Honors: Elementary: Liney Björnson og Margrét Chatterton. Introductory: Elisabet Björnson. Eru þær nemendur Mrs. L. G. How- ard, fædd Elín Ásmundson, Selkirk. TIL ÓTEINS H. DOFRA Frá séra Friðrik A Friðrikssyni $5.00 Séra Fr. A. Friðriksson frá Wyn- yard, flutti messu að Piney sunnud. 21. þ.m. Var þar ein hin fjölmennasta messusamkoma er hafist hefir meðal Islendinga hér í byggð. Sótti hana flest byggðarfólk og nokkrir sunnan landamæra. Mun ræða prestsins hafa vakið andlegt líf áheyrenda og áhuga á málum kristindómsins, því flutt var hún í anda friðar og kærleika til allra manna. Næsta dag heimsótti séra Friðrik allmörg fjölskyldu heimili og- mun hvarvetna hafa 'þótt kærkominn gestur. Piney, 23. júlí, 1929. S. J. Magnússon. Þeir feðgarnir Jón M. Olafsson og ! Steingirímur Ölafsson frá Glenboro komu á bíl hingað til bæjarins í gær og héldu aftur heimleiðis dag. Töldu þeir útlit mjög ískyggilegt með hveiti- uppskeru þar um slóðir. Jarðskjálftar á fslandi. Samkvæmt skeyti frá Reykjavík ti! Daily Mail London þann 23. júlí síð- astliðin, urðu meiri jarðskjálftar á suðurströnd íslands þann dag en kom- ið hafa í fimtíu ár. Knappastir höfðu jarðskjálftakippirnir verið í kring um Heklu. I höfuðstað landsins höfðu steinhúsin riðað á grunni, svo að fólk flýði út óttaslegið. Þó er eigi getið um neinn mannskaða eða verulegar skemdir nema steinveggir höfðu sprungið og strompar hrunið. ROSE Myndin “Thé Shopy,orn Angel,” sem sýnd verður á Rose næstu þrjá dagana er rómantísk saga af Broad- !yvay hispursmey ogi feimnum sveita- pilti. Paul Lukas fer vel með hlut- verk sitt í þessari mynd, sem tekin er eftir sögu eftir hin vinsæla sagna höfund Dana Burnet. Fréttabréf til Heimskringlu. San Diego, Cal. 15. júlí, 1929 Mér datt í hug, vegna þess að ég er nokkuð pennalatur maður og ég skulda svo mörgum vinum minum bréf, að biðja þig að birta iþetta ibréf í Heimskringlu, svo að kunningjar mínir og vinir geti vitað líðan mína. Af mér er það að í fréttum að segja, að mér líður bara ljómandi vel. Eg kann betur við mig eftir því sem ég er hér lengur og það hefir mikið að segja fyrir mann sem verður að sæta útivinnu árið um kring. Blessuð sumartið, sem vér höfum hér árshringin! Austur í ríkjum er talað um Caiforníu sem heilsu-bæt- andi land og veður blíðu, og svo koma menn hópum saman til Californíu, en þegar til Californiu kemur, þá er tal- að um San Diego sem heilsu besta staðinn og er óg viss um það að það er satt, því að hér er svo mátuleg tíð hvorki of kalt á vetrum eða of heitt á sumrum. Það eina, sem að er hér, er að við fáum aldrei skúr úr lofti alt sumarið frá mai byrjun til september loka og skrælnar þá jörð öll upp og vex ekkert á sumrum, nema það sem hefir vatnsveitu, en vatn er hér mjög dýrt og í mörgum tilfellum stenzt varla á kostnaður og ábati að yrkja jörðina í mörgum plássum hér. En svo er nú búist við í nálægri framtið að það verði ráðin bót á þessu vatnsleysi, því að stjórn Banda- ríkjanna samþykti í vor sem leið að gjöra annað mesta stórvirki, sem Bandaríkin hafa ráðist í síðan að Panama skurðurinn var gerður og það er að veita svo kallaðri Colorado á eða gjöra Boulder Dam svo kallaðan og þegar það stóra mannvirki er kom- ið í kring, þá verða 7 ríki, sem hafa ómetanlegan hagnað af því; og við hér verðum í stórum hagnaði með vatnsleiðslu og mun þá verða alt ann- ar blær á landbúnaði hér, þegar það er komið í kring. Á öðru stórvirki er verið að byrja hér í San Diego, er verið að grafa keyrslubraut .undir fjörðinn út í Cor- onado, og er búist við að það taki 5 ár að fullkomna það verk. Hér eru heldur daufir tímar, þó stækkar bær- inn töluvert og flæmist út, en það er margur um vinnuna af hvarflandi verkalýð, sem kemur hin'gað á haust- in og hverfur á burtu á vorin. öllum Islendingum líður hér held- ur vel og allir hafa þeir eitthvað að gjöra. 23. júní urðum við fyrir þeirri sorg að missa úr okkar fá- menna hóp heiðursmanninn.Sumarliða Kristjánsson. Hann dó á almenna spitalanum hér. Átti hann heima að 3986 Gamma St. hér í borginni. Hans er sárt saknað af öllum sem hann þektu, því hann var besti drengur. Hann lætur eftir sig aldraða ekkju Margréti að nafni, heimilisfasta hér að 3986 Gamma St. og einn son gift- an og búsettan í Seattle, Wash. Eg hefi orðið töluvert að gjöra með “truck” og svo er ég nú farin að byggja mér hús, því að ég er fast- ráðinn í því, að láta hér fyrir berast og bera hér beinin. Og ég býst við að ég sé hér eins nálægt himnaríki eins og eg kemst á þessari jörð. Enn er það eitt, sem ég ætla að biðja ykk- ur kunningja mína. Þegar þið takið ykkur upp til að ferðast til Californíu að stansa ekki allir í Los Angeles, heldur að halda áfram alla leið til San Diego, ykkur mun ekki iðra Iþess, því að það er fallegasti bærinn á suð- ur parti strandarinnar. Svo kveö ég ykkur öll og alla gamla vini og kunnimgja, og bið góðan guð að vernda ykkur og blessa. Það mælir af alhug, Sigfús Paulson. R. 3, Box 538. ROSE Theatre Sargent at Arllngton The West End’s Finest Theatre THUR.—FRI.—SAT. (This Week) Whoopee!! Don’t Miss it The Shopworn Angel With Nancy Carroll, Gary Cooper and Romance A Part Talking Picture ALSO A 100% Featurette Hobart Bosworth —“THE MAN HIGHER UP”— MON,—TUE—WED. (Next Week) Monte Blue in Greyhound Limited A Part Talking Picture and a Great Railroad Melodrama. VEITIÐ ATHYGLI! Eg bý til beztu “Caboose” tjöld af ýmsu tagi, einnig fiskmanna tjöld. Góð kjör. Bezta efni notað. Póst- pantanir fljótt og vel afgreiddar. R. JACOBSEN, 215 James Street Sími 28 602 Winnipeg Man. Nú er heitt í veðri En óþarfi er að þjást af hitanum. Því að svali sá, sem kemur af raf-dælum vorum er hressing, sem þér ættuð ekki að vera án. Verðið er mjög lágt. Loftdæla, til að fjarlægja matarlykt er önnur þægindi fyrir húsmóðurina. Auðvelt að flytja með sér og koma fyrir í efra gluggafaginu. Vér skulum sýna yður að- ferðina. Hvorttveggja selt gegn lítilli niðurborgun og vægum afborgunar skilmálum. Til sýnis í hinni nýju áhalda búð vorri. WIWWIPEC BLECTRIC COMPAWY “Your guarantee of Good Service'’ THREE STORES: Apþliance Department, Power Building; 1841 Portage Avenue, St. James; Cor. Marion and Tache, St. Boniface. WONDERLAND Á fimtudaginn, föstudaginn og laugardaginn þessa viku sýnir leikinn “Gentlemen Prefer Blodes.” Það er regluleg kvennmynd og trúum vér ekki öðru en kvenfólkið hafi gaman af að sjá hversu auðvelt er að leika á karl- mennina. Þá verður og sýndur leik- urinn “The Branded Man.” Fyrri hluta næstu viku verður sýnd myndin “Ships of the Night” þar sem Clara Bow leikur aðal hlutverkið. Frá Norður (Frh. frá 1. síðuj. G. Oddleifsson, bóndi í Haga í Bifröst. S. Thorvaldsson, kaupmaður og sveitaroddviti í Riverton. G. Sigmundsson, kaupmaður á Hnausum. —Þetta eru aðeins sex nöfn af 20 manna nefnd, en því miður veit ég ekki að greina nöfn hinna en engum efa mun það ibundið að það eru alt ágætis menn. Þó býst ég við því, sem í raun og veru er eðlilegt, að ýmsar verklegar framkvæmdir lendi að meira og minna leyti mest á þeim, er næst búa vettvangi, sem er hr. Gísli Sigmundsson á Hnausum, fyrverandi WONDERLAND Winnipegs Coziest Suburban Theatre THUR.—FRI.—SAT. (This Week) “ANITA LOO’S” —in— “GENTLEMEN PREFER BLONDES” added feature “THE BRANDED MAN” also lst Episode “THE FINAL RECKONING” MON.—TUE.—WED. (Next Week) CLARA BOW —in— THREE WEEK ENDS helmingur þess þakinn fögrum greni- skógi. Norðurjaðar eða nærfelt helmingiur, er slétt grund, og er þaðan mjög fagurt útsýni norður eftir Breiðuvíkinni og svo blasir við Mikl- eyjan. Þennan stað hafa bygðarmenn valið fyrir skemtistað (park) fyrir framtíðina, og þeir hafa ekki keypt “köttinn í sekknum.”Fegurri stað fyrir skemtigarð hygg ég að erfitt muni að finna, á vesturströnd Winnipegvatns, alt frá Rauðárósum til Sandy Bar. Byrjað er á því nú þegar, að byggja og 'hreinsa. Því að þar verður hald- inn Islendingadagurinn 5. ágúst næst- komandi, og þarf enginn að efa, að með þeim mönnum, sem Park-nefnd þar skipa, verður miklu hrundið í framkvæmd af því, er gera þarf fyrir þann 5., þótt það sé í raun og veru aðeins byrjun á því, sem gert verður í framtiðinni. Því miður veit ég ekki nöfn allra nefndarmanna, en þessa get ég til- nefnt svo að fólk, sem kunnugt er, sjái að ekki hefir verið valið þar af lakari endanum, heldur valinn maður í rúm hvert. Þeir eru þessir : Dr. Sv. E. Björnsson, Arborg. G. Einarsson, verzlunarstjóri, Árborg. G. Magnússon, bóndi í Framnes- ibygð. sveitarráðsmaður, og sem alþektur er fyrir dugnað og framkvæmd og valin- kunnur að vinsældum, og með slíkan mann til meðstöðu sem Mr. Svein Thorvaldsson í Riverton, mun fram- tiðin leiða það í ljós, að þessi skemti- staður verður bæði byggðarblómi og bygðarsómi, og ef að þeir, sem ein- hverra ástæðna vegna ekki geta farið næsta ár til gamla landsins, en vilja samt halda minningu 1000 ára lög- gjafarþings íslands ihér, þá er hvergi betri stað' að finna, en þennan umtal- aða skemtistað, og ber margt til þess, fyrst, að það er fyrsta ísl. nýlenda vestan hafs, — annað, Islendingar eiga landið, og þriðja, það er á vatnsströnd sem minnir á hafið heima. Nú ber Islendingiadaginn upp á 3. ágúst í Winnipeg, en þann 5. á Hnaus- um. Mjög finst mér að það væri æskilegt, að hvorir sæktu aðra heim ef þurviðri helst, svo að brautir séu góð- ar. Það ætti að vera ánægja samfara skemtuninni, auk þess sem það mundi styrkja samúð og bræðrabönd nábú- anna nefnilega Winnipeg íslendinga og Ný-lslendinga. Eg get fullvissað Winnipegbúa um það, að það sem hér að framan er skráð, plássinu viðvíkj- andi, er satt. Eg hefi verið þar að- eins stuttan tíma að þessu sinni, en vona að koma þangað síðar og hafa þá lengri dvöl. I Okkar verð er lœgst Astæftan er sú, at5 alllr eldri bíl- ar eru keyptir þanntg aS vér getum stabist samkeppni hinna undursamlegu nýju Ford Bíla, sem seldir eru svo ódýrt. BeritS saman þetta vertS vitJ þatS sem atSrir bjótia: FORDS 1928 Light Delivery ....$550 1927 Light Delivery ...$300 1925 Light Delivery ...$210 1928 Sedan ............$750 1922 Touring............$ 95 1924 Coupe .............$145 1926 Touring ..........$260 1928 Touring ...........$500 1926 Coupe ............$325 1927 Coupe.............$375 VÆGIR SKILMÁLAR DOMINION Motor Co. Ltd. FORT & GRAHAM 87 316 EVBSÍIJÍGS 87411 Bið ég svo þá, sem þessar línur lesa, að virða til betri vegar, hvernig þær eru í stíl færðar. 151 Kingston Row, St. Vital, 29. júlí, 1929. N. OttenSon. ! í ! i íi n! 11 í (I ! í í i í' í í A I í í! i' í Islendingadagurinn Fertugasta ÞjóÖhátíð Yestur-Islendinga Haldinn í River Park, Winnipeg Laugardaginn 3. Ágúst 1929 Byijar kl. 9.30 árdegis Inngangur 50c Börn innan 12 frítt • ---------------------------------------------------- Skemtiskrá: Ræðuhöld byrja kl. 2 síðdegis menn, aldraðar konur og aldraðir menn, “Boot J. J. SAMSON and &hoe race’” Three legged race.” forseti dagsins Börn öll, sem taka vilja þátt í hlaupunum, verða að vera komin á staðinn stundvíslegia kl. FJALLKONAN árdegis. Sælgæti handa börnunum. Miss Margrét Backman || þATTUR “Ö, guð vors lands”.......Lúðrasveit Byrjar kl. 1 e.h. Avarp ............v:.. íorseti daSsins Verðlaun: gull- silfur og bronzemedalíur. 100 yards; Running High Jump; Javelin; Avarp Fjallkonunnar .... Þorskabítur 880 yards; 220 yards; Shot Put; Running Broad ■^varP ..........Leifur hepni Eiríksson Jump; Hop, Step and Jump; 440 yards; Discus; Avarp ............ Egill Skallagrímsson Standing Broad Jump; einnar mílu hlaupj Luðrasveitin Running Broad Jump> ^ * MINNI ÍSLANDS Fjórir umkeppendur minst verða að taka þátt Ræða ........ séra Benjamín Kristjánsson í hverri þrótt. Kvæði ......... Dr. Sig. Júl. Jóhannesson Lúðrasveitin — Verðlaun: Silfurbikarinn gefinn þeim, sem fesu ^.nn.nga (tj] e.ns _ s^jöldur.nn MINNI CANADA KnnÍSíÍfSííí T* fleSta vinninea hefir- - Hannessons beltið fær sa, sem flestar glimur Ræða ........./....... séra H. J. Leó vinnur. Kvæði ..... Jónas Stefánsson frá Kaldabak Lúðrasveitin III. ÞÁTTUR MINNI VESTUR-fSLENDINGA Byrjar kl. 4.30 síðdegis Ræða ............ Dr. Sv. E. Björnsson Kvæði ............... Jón Jónatansson Glímur, (hver sem villj; gull- silfur og Lúðrasveitin bronzemedalíur eru veittar. I. ÞÁTTUR Verðlaunavalz byrjar kl. 8 síðdegis, aðeins Byrjar kl. 9.30 f. h. fyrir Islendinga. Verðlaun : $8.00, $6.00, $4.00 Hlaup fyrir unglinga frá 6 til 16 ára — ógift Lúðrasveitin spilar á undan og á milli ræðu- kvenfólk, ógiftir menn, giftar konur og giftir haldanna. ForstöSunefndin: J. J. Samson, forseti; Sig. Björnsson, ritari; H. Gíslason, féhirðir; S. Einarsson, E. Haralds, N. Ottenson, Einar P. Jónsson, O. Pétursson, Sigfús Halldórs frá Höfnum, G. P. Magnússon, Ben. Ölafsson, B. A. Bjarnason, Jón Asgeirsson, W. J. Lindal. I i! i 5

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.