Heimskringla - 31.07.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.07.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐS1£>A. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. JÚLI, 1929 Heimskt'tn0la (StofnnU 1148«) Keaar at I kTerJoin ml»Ttkn«eft EIOENDUR: VIKING PRESS, LTD. NU of 855 SARGENT AVE . WIJiNIPBG TAIíSIMIl 80 537 V«r» blaVRtna er »3.00 Aroanrurlnn bor*- |at (yrlrfram. Allar borganlr sendlst THE VTKING PRÍEB8 LTD. •IGEtJS HALLDÓRS Irá Höfnum Rltstjórl. PtanAskrllt tll blabslnsi THI VIKING PRESS, L|d, Box »10« Utan Askrlft tll rltstjðraaat ■DITOR HEIMSKHINGLA, Boi »105 WINNIPEG, MAN. “Hslmskrlngla Is publlshed by The VlklnK Preaa Ud. and prlnted by __________ OITY PRINTIING * PBBU9H*N8 CO. MS-855 Sancept A»e, Wlnalpe*. Mam. Telrphnnet .80 5» T WINNIPEG, 31. JÚLI, 1929 bækur Bókaútgáfa virðist heldur hafa ver- ið með daufara móti á íslandi síðastliðið ár. Fátt markverðra bóka hefir verið gefið út, þegar undan eru skilin hin sér- stöku bókaútgáfufélög svo sem Bók- mentafélagið, Þjóðvinafélagið og Sögu félagið. Hafa þessi félög stöðugt á hendi útgáfu allmerkilegra rita, þótt sium af þeim þyki miður við alþýðu hæfi. Einkum hafa heyrst kvartanir um Forn- bréfasafnið, sem Bókmentafélagið gefur út, að alþýðu manna þyki það eigi girni- legt til fróðleiks, og slíkt hið sama mun vera sagt um Alþingisbækur þær, sem Sögu-félagið hefir gefið út. Er það að vísu satt, að margt af þessu er ekki skemtilegt aflestrar. En hér er þó um svo stórmerka sagnfræðilega útgáfu að ræða, þar sem grafin erui upp úr skjala- dyngjum dýrmæt gögn um sögu landsins, er síðar geta orðið fræðimönnum tiltæk án óskaplegrar fyrirhafnar, að skamm sýni er, að klifa um það, enda fá félags- menn jafnan góða uppbót þessa í rausnar- legri bókaútgáfu félagamja af öðrum læsilegri bókum. Bókmenta-félagið, hefir auk Fom bréfasafnsins með höndum útgáfu þriggja stórra safnrita annara. Má þar fyrst telja Kvæðasafn, eftir íslenzka menn frá mið- öldum og síðari öldum, mjög merkilegt safn, sem þegar er komið eitt bindi af og Annálar íslenzkir frá 1400—1800, komið á annað bindi. Var engin vanþörf á, að fá nýja útgáfu annálanna, því að gamla útgáfan, sem Árna Magnússonar sjóður- inn gaf út, er nú í fárra höndum, enda voru ýmsir annmarkar á henni. 1 Safni til sögu íslands og íslenzkra bókmenta, er nú að koma stórfróðlegt rit, eftir Dr. Guðbrand Jónsson, um dómkirkjuna á Hólum í Hjaltadal. Loks gefur Bók- mentafélagið árlega út tímaritið Skírni, sem um nokkurra ára skeið hefir verið undir ritstjórn Árna Pálssonar sagnfræð- ings og er jafnan skemtilega ritað og hef- ir ýmsan fróðleik að flytja. Sögufélagið hefir gefið út ýms merkileg rit t.d. Biskupasögur Jóns Halldórssonar; Skólameistara sögur; Æfi- sögu Jóns Steingrímssonar,; Morðbréfa- bækling Guðbrands biskups Þorlákssonar o.fl., auk þess sem það gefur nú út árlega rit, sem heitir Blanda og hefir með-ferðis ýmsan sagna fróðteik. Félagið hefir snúið sér nær einvörðungu að því að birta heimildarrit og ritgerðir um sögu íslands og hefir þessvegna þótt nokkuð einhæft. Hafa því þó mjög aukist vinsældir á síðari árum, eftir að það hóf að gefa út Þjóðsögur Jóns Árnasonar að nýju. Voru sögurnar mjög vinsælar og orðnar upp- gengnar fyrir löngu. Er nú Sögufélagið langt komið að prenta fyrsta bindi sagn- anna. Bæði þessi félög hafa mjög starfað að því sameiginlega marki að viðhalda og efla þjóðleg fræði íslenzk og sýnir það glöggt hve þjóðin er stöðugt unnandi þess- um fræðum, að félagatala fer mjög hækk- andi með ári hverju — og er nú orðin tiltölulega geysi há. ÞjóSvinafélagið hefir meira snúið sér að ýmiskonar alþýðlegum fróðleik. Hef- ir það nú gefið út Almanak sitt í 56 ár og Andvara í 54 ár, hvorttveggja mjög vinsæl rit, og um nokkurra ára skeið und- anfarið hefir það gefið út safn af ýmsum ágætum ritum í flokki, sem nefndur hefir verið: Bókasafn Þjóðvinafélagsins. Hef- ir þar birst meðal annars: Varnarræða Sóktratesar, Máttur manna, eftir William James, Á Norðurvegum eftir Vilhjálm Stefánsson, Germanía Tacitusar í þýðingu Páls kennara Sveinssonar og fleiri merki- leg rit. — Nú hefir verið horfið frá þessari ritaþýðing um stund og í stað þess á að koma út á næstu árum mikið rit-verk eft- ir forseta félagsins, hinn stórvirka fræði- mann, prófessor Pál Eggert Ólason, um Jón Sigurðsson. Eru á þessu ári liðin 50 ár frá dauða hans og er vel viðeigandi, að þjóðin minnist á einhvern viðeigandi hátt sinna mestu og bestu sona jafnóðum og líður að heiðursdegi hennar. Áætlað er að rit þetta komi út í fimm bindum næstu árin og ræðir hið fyrsta, sem þegar er komið út, um æsku Jóns og uppvöxt, nám alt og þroska og hin fyrstu starfsár og ritstörf að undanskildum þjóðmálastörfum. Er rit þetta röskar 30 arkir að lengd og hið vandaðasta að frágangi öllum, prentað á þykkan og góðan pappír. Eins og vænta má og kunnugt er af öðrum ritstörfum höfund- arins t.d. hinu ágæta riti: Menn og menn- tir siðarskifta aldarinnar, er hér ekki kast- að höndum að neinu, heldur eru heimildir allar rannsakaðar með nákvæmni og svo óhemju miklum fróðleik hrúgað saman, að segja má höf. fylgi Jóni næstum því frá degi til dags. Er skarpskygni höf. því undraverðari.sem engar minnisgreinar eru t til um einkahagi Jóns. Auk þess gerir höf. mjög nákvæma grein fyrir flestum samtíma viðburðum og öllum helztu mönnum, sem koma við sögu Jóns Sig- urðssonar, og voru það raunar allir áhrifa menn landsins um hans daga. í öðru bindi verða svo rakin þjóðmálaafskifti Jóns til loka þjóðfundar. Þriðja bindið á að fjalla um stjórnmálaþófið á árunum 1851—59. Pjórða bindi um undanhald landsstjórnarvalds við kröfum íslendinga 1859—69 og hið (imta um aðdraganda og tildrög stöðulaganna 1871 og stjórnar- skrárinnar 1874. Verða sem greinileg- ust rakin afskifti Jóns af öllum þessum málum, enda verður brátt hin pólitíska saga Jóns og saga landsins ein og hin sama. Alt þjóðlíf íslendinga er markað og mótað af starfsemi hans. Og því er höfundi það nauðsynlegt, að grafa fyrir rætur ailra málefnanna, kynna sér kjör og hagi þjóðarinnar í hvívetna, alla 19 öldina, sem að ýmsu leyti er merkilegt tímabil í sögu landsins. Er því hér um mjög fullkomna íslandssögu að ræða yfir þetta tímabil, sem er nánasti inngangur að sögu nútíðarinnar og ætti enginn að Iáta rit þetta fara fram hjá sér, sem þekkja vill góða grein íslenzkra mál- efna. Eftir því bindi að dæma, sem komið er út, er sagan skemtileg af- lestrar, mjög skipulega samin, í sögulegum og kjarngóðum stíl. Vinnur prófessor- inn með þessu riti hið mesta nauðsynja verk íslenzku sagnvísindum. Áður en ég skil við þessa grein bók- jnentanna íslenzku vil ég lítillega drepa á hina fyrirhuguðu nýju fornrita útgáfu. Fyrir nokkru var stofnað í Reykja- vík “Hið íslenzka fornritafélag.” Hefir félag þetta tekið sér fyrir' hendur það þjóðþrifaverk að gefa út, vandaða vísinda- lega útgáfu, sem þó sé við almennings- þæfi, af öllum hinum merkari fornritum vorum. Hefir verið ráðgert, að gefa út kringum 32 bindi, þrjátíu arka stór hvert, svo að þetta verður lang fullkomn^eta safn íslenzkra fornrita, sem enn hefir ver- ið gefið út. Auk íslendingasagna og þátta eiga að koma í safni þessu Noregs- konunga sögur, fornaldarsögur Norður- landa, biskupasögur, riddara-sögur, forn ar þýðingar og kveðskapur, — í einu orði sagt alt hið merkasta í bókmentum ís- lendinga fyrir árið 1400. Verður saminn inngangur að hverju riti, sem gerir skil- merkilega grein fyrir stöðu þess í bók- mentum, heimildargildi þess og listagildi. Auk þess eiga að fylgja hverju bindi skýr- ingar torskilinna orða, athugasemdir um forna siði og menning, tímatal og sögu- leg sannindi, ættartölu töflur, nafna reg- istur og kort yfir sögustaðina. Má nærri geta, að slík útgáfa er ekkert áhlaupaverk og þarf vel til hennar að vanda, enda ætlar Dr. Sigurður Nordal, sem ráðinn er út gáfustjóri, að ferðast um öll sögusvæðin og rannsaka þau eftir föngum, en ýmsir hinna yngri íslenzkra fræðimanna munu verða til að leggja hönd að verkinu. Fyrir- tækinu er hrundið af stað í fyrstu með samskots fé og all ríflegum styrk frá Al- þingi, en síðar er ætlast til, að það beri sig sjálft fjárhagslega af kaupenda fjölda. Eiga að vera komin út fyrir næsta vor tvö bindi og verða í öðru þeirra: Egilssaga Skallagrímssonar, Gunnlaugs-saga orms- tungu, Gils þáttur Illugasonar, Hænsa þóris saga og Bjarnar saga Hítdæla kappa, en í hinu: Eyrbyggja, Halldórs þáttur Snorrasonar, Laxdæla og Stúfssaga. Mun marga fýsa að eignast þessa útgáfu forritanna og mun hún verða bæði til að glæða áhuga íslendinga sjálfra og erlendra fræðimanna fyrir tungu og bók- mentum landsins. Meðal annara merkra bóka, sem ný komnar eru út má nefna II. bindi af Árin og eilífðin, prédikunarsafni eftir prófessor Harald Nielsson. Var fyrra bindi þessa prédikunarsafns vinsælt með afbrigðum og mun þetta verða það eigi að síður, enda telja sumir það betra en hið fyrra. Mun eg rita um það síðar. Um Pál postula, eftir prófessor Magnús Jónsson hefi ég áður getið hér í blaðinu. Af skáldsögum hefir mjög fátt komið út. Þó má geta um síðara hlutann af Gömul saga, eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Þykir Gömul saga standa næst síðustu sögu höfundarins: Gestir talsvert að baki að skáldskapargildi. Þó er þar margt undur fallega ritað og af næroum skil- ningi á skapgerð manna og lundarlagi. Sögur Kristínar eru allar ritaðar með fag- urri siðferðilegri hugsjón fyrir augum og með rómantískum blæ, sem minnir tals- vert á Selmu Lagerlöf. Er íslenzkum bók- mentum að þeim góður fengur. — Séra Gunnar Benediktsson í Saurbæ í Eyjafirði hefir gefið út nýja skáldsögu sem heitir Anna Sighvatsdóttir. Er saga þessi eins og fyrri sögur höfundarins fremur sókn- arskjal jafnaðarmanns á hendur þjóð- skipulagi nútímans en skáldskapur og stendur hún þó síðustu sögu höfundarins: Við þjóðveginn að baki í því tilliti. Dökku litirnir eru víða málaðir með ólíkindum og dregur það úr þunga ádeilunnar. Auk þess er málinu á sögunni talsvert ábóta- vant með köflum, þótt höfundur segi vel frá sumstaðar. Er ekki útséð um að séra Gunnar geti samið allgóðar skáldsögur ef hann vandar sig betur og lætur ekki þjóðmálaskoðanir sínar fara með skáld- skap sinn í gönur. Auk þessa hafa komið út á Akureyri á forlag Þorsteins M. Jónssonar bóksala, sem er einn hinn stórvirkasti bókaútgef- andi á íslandi um þessar mundir, tvær bækur eftir Friðrik Ásmundson Brekkan: Nágrannar (þrjár sögur) og Saga af Bróður Ylfing, þýdd úr dönsku. Gerist sú sagá í Vesturvegi á víkinga öld og lýs- ir hún hvorutveggja, norrænum víkingum og írskum höfðingjum, er fléttuð utan um Brjánsbardaga (ca 1004 e. k.). Þykir saga þessi vera með talsverðum til- þrifum og lýsa mikilli þekkingu á fornum siðum og háttum. Má búast við efnileg- um rithöfundi þar sem Brekkan er, sem taki við af Jóni Trausta, með sögulega skáldsagna gerð. Friðrik Ásmundson Brekkan er nú nýlega fluttur heim til ís- lands og seztur að á Akureyri, en áður hafði hann dvalið lengi í Danmörku og Svíþjóð og ritað nokkrar sögur á dönsku sem hann gat sér allgóðan orðstír fyrir og ennfremur hefir komið út eftir hann ofurlítið ljóðmælasafn á því máli. Er það vel farið, að Brekkan er nú kominn heim og tekinn að rita á móðurmáli sínu. Með þessum bókum, sem gefnar eru Út á Akureyri, má og nefna Gráskinnu, sem er safn af draugasögum, undrasögum og æfintýrum, er þeir Sigurður Nordal og Þorbergur Þórðarson hafa safnað eða rit- að upp. Á að koma. hefti af þessu safni árlega og eru nú tvö komin út. Ætlunar- verk ritsins er að bjarga frá gleymsku og afbökun gömlum sögum og nýjum, sem ganga manna meðal, og ennfremur að koma fyrir almennings augu ýmsum fróð- leik, sem grafinn er í handritasöfnum og alþýða manna hefir eigi aðgang að. ‘‘Grá- skinna vill flytja allskonar alþýðleg, ís- lenzk fræði: Þjóðsögur, munnmæli, kynja- sögur og fyrirburða, lýsingar einkenni legra manna og atburða, gömul kvæði og æfintýri, skýrslur um gamla trú og siði o.s.frv. — segja ristjórarnir og eru þeir manna vísastir til að færa alt slíkt sem prýðilegast í stílinn. Er þetta ætlunar. verk ritsins merkilegt og ættu menn hér, engu síður en á íslandi að bregðast vel við og senda útgefendunum sögur í ritið. Sérstaklega mælist Dr. Sigurður Nordal til þess í síðasta hefti, að menn sendi sér sögur af hinum þjóðfræga draugi Þor- geirsbola, og ætiar doktorinn nú að fara að rita æfisögu hans. í því hefti Grá- skinnu sem kom út í vetur eru ýmsar ágætar sögur t.d. sagan um mannabeinin á Loftsstöðum, og ‘‘Vélstjórinn frá Aberdeen.’’ Öllu: magnaðri draugasaga þekkist ekki í bókmentum. Er Gráskinna líkleg til þess að verða vinsæl meðal alþýðu og má búast hér við hinu merkileg- asta þjóðsagnasafni. Af Ijóðmælum hefir fátt kom- ið út nýlega. Ein allmerk ljóða- bók hefir þó borist Heims- kringlu, er ég vil geta um að lokum, en það eru Ljóðmæli, eftir Sigurjón Friðjónsson á Litlu-laugum. Sigurjón er elzur þeirra Sandsbræðra og eru þeir allir vel hagmæltir, þótt af beri um þá Guðmund. En ekki getur ó- h'kari skáld en þá Guðm. Frið- jónsson og Sigurjón. Skáld- skapur Guðmundar er saman rekinn og fullur af spaklegum líkingum og eigi allstaðar auð- skilinn, en kvæði Sigurjóns eru blæfögur og ómljúf, þótt víða sé þau einnig djúp hugsuð. Það hefir lengi verið vitað af kvæðum sem birzt hafa í ís- lenzkum blöðum og ritum, ein- kum Óðni, að hann er skáld gott. Hagmælskan er lipur og fótviss, jafnvel á erfiðustu hátt- um og dvelur hugsuninn löng- um við hinar torráðnustu gátur. Af Ljóðmælum þessum má fá sem gleggst heildarmynd af ljóðgáfu hans. Umgerð næstum því allra kvæðanna er íslenzk náttúrufegurð, vordýrð eða sumarblíða, sjaldan, en þó stöku sinnum, skammdegisnótt og vetrarharka en alt verður þetta í skáldskap hans að lík- ingum innra sálarlífs. Höfund- urinn virðist vera dullyndur og viðkvæmur í skapi og er undir- straumur kvæðanna trúarlegur (religious). Hann er samgró inn sveit sinni og landi, manni finnst stundum jafnvel við of, því að víðari sjóndeildarhringur hefði vafalaust gefið jafnríkri eðlisgáfu meiri tilþrif og fjöl. breyttari viðfangsefni en vart verður í kvæðunum. Ljóðmæli Sigurjóns bera greinilega með sért að hér er um ofkúldaða skáldgáfu að ræða. Lífstregi hans orsakast af of einhliða vaxtarskilyrðum og þar af leið- andi niðurbældum gáfum, sem hvergi hljóta frið fyrr en að lok- um í trúarlífinu, eins og kemur greinilega í ljós í þessu erindi úr kvæðinu Upp til fjalla: Hverskyns útsýn stækkar, stækkar, Stiaðarbarnsins harmur smækkar. Leitar sérhver lífskend mín lífsins iherra, á veg til þín. Ömur dularklukkna kliðar kallar, býður, laðar, niöar. Sigurjón mun jafnan þykja góðskáld með þjóð sinni og trú- að gæti ég því, að tónskáldin ættu eftir að gera sum ljóð hans ódauðleg, því að til söngs eru þau flestum kvæðum annara ís- lenzkra skálda jafn betur fallin. Benjamín Kristjánsson. Myndastyttan af Leifi Eiríkssyni. Heimskringlu hefir borist úrklippa úr St. Paul Pioneer Press 22. júlí s.l., þar sem talaS er um þaS, aS stungiö 'hafi veriS upp á Jóni Magnúsi Jóns- syni myndhöggvara í New York sem formanni nefndar, til aS sjá um aS gerS sé teikning og myndastytta af Leifi Eiríkssyni. Þyki hann mjög vel tilþessara hluta fallinn, fyrst og fremst af því, aS sjálfur sé (hann af- komandi hinna norrænu víkinjga og vel aS sér í norrænni goöafræöi og svo vegna Iþess, aö hann sé kunnasti myndhöggvari af íslenzku hergi hrot- inn í Ameríku. Jón Magnús Jónsson er alinn upp í Upham, Towner County N. D. og hlaut fyrstu mentun sína í búnaSar- skólanum í NorSur Dakota. Tók hugur hans brátt aS hneigjast aö list- um og eftir aS hann útskrifaSist þaS- an stundaöi hann myndhöggvara náni hjá Lorado Taft um nokkur ár og naut mikils álits. Siöan dvaldi hann um nokkurn tíma í Salt Lake City undir handarjaðri Gilbert Riswold, ■sem er kunnur myndhöggvari ogi hlaut aS því loknu styrk til að stunda nám viö Louis C. Tiffany stofnunina r New York. Hefir hann nýlega sett á stofn sína eigin vinnustofu á 114 East Twenty-eight, St., New York. Grundvöllur frjáls- lyndrar trúarskoðunar, Fyrirlestur fluttur á kirkjuþingi í Riverton, 28 júní af Séra Ben- jamtn Kristjánssyni * ( Framháld) Tvœr mótbárur. I fyrsta lagi hef- ir verið bent á það aö orðatiltækiS “andi Krists” sé mjög óákveðiö hug- tak, sem hver og einn skýri eftir sínum eigin geðþótta og misjafnlega mikilli þekkingu, jafnvel sjálft nýja testamentið gefi fleira en eitt sjónar- mið a skapgerð Krists og persónu. Sé því nauðsynlegt, aS hafa einhverja ákveðna siðareglu aS miða við, sem gerð hafi verið aS bestu manna yfir- sýn. Er þessu fyrst til að svara því, að utanað lærð siSaregla igetur og; oröið ýmislega skilin, ef nokkur til- raun er gerS á annaS borö til aS skilja hana, en án þess getur hún held- ur ekki. orSiö mikilsvirSi, og í öðru lagi er þessi ýmislegi skilningur a5 mörgu leyti fremur kostur en löstur. Ef vér gætum mælt og vegiö anda Krists í fljótu bragöi, mundi oss naumast vera af honum mikillar sálu- hjálpar aö vænta. Einmitt af því a5 vér þurfum stööugt aö kanna órann- sakanlegt djúp andans, getur hann orSiö oss aS mikilli blessunarlind, þvi aö meS því móti nær hann frekar á- hrifum á margskonar skapgerö og- hugsunarhátt. Andi Krists er nógu rúmt hugtak, til þess aS íhyglí hvers einstaklings geti fundiS þar nýjan sannleika, sem fariS hefir fram hjá öðrum, og hrifist af honum. Því aS “mismunur er á náðargáfum, en andinn hinn sami.” Og þótt þaS geti veriö örðugleikum bundiS aS skýr- greina andann og gera nákvæma grein fyrir ýmsum eiginleikum hans og starfsemi þá munu allir kristnir menn fara dálítiS nærri um þaö, hvernig andinn starfar, ef þeir leggja hlustir við samvizkunni og sínu bezta eSli. Hin nánasta skýrgreining í einu oröi, sem reynt hefir veriS aS gefa á hugtakinu “andi Krists” eöa Krists lund er orðiS kœrleikur. Eins og Jesús Kristur sagöi að alt IögmáliS og spámennirnir væri fólgiö í því aö elska guS af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig og Páll postuli seigir, að elskan sé uppfylling lögmál- sins og ekkert sé meira en hún, þannig innibindur þetta eina orð allan krist- indóm, sé þaS rétt skilið. Ef vér erum ekki algerlega blindir af eigin- gjörnum ástæðum,segir samvizkan oss; nærri um þaS, hvenær vér göngumst á lög kærleikans, og ef vér gefurtr gaum aS þessu af alhug og einlsegni mun þaS verða oss til meiri sálu- hjálpar en öll játningarrit fornaldar og miðalda. — I annan staS getum vér skýrgreint andann sem guðlegt sonerni. Jesús er í Nýja-testament- inu nefndur “guðssonur”. Samkvæmt Rómverja bréfi Páls var 'hann “fyrir anda heilagleikans kröftuglega au'g- lýstir að vera guðssonur’ og samkvæmt eiginni kenningu hans er þaS kærleik- urinn, sem friðinn flytur og nær jafnt yfir óvini sem vini, er gerir mennina aS guössonum (Matt. 5. 9, 45). Hvort sem þaS er því kærleikurinn eöa andi heilagleikans, sem gerir oss aS guSs börnum, þá er þetta hvorttveggja fólgið í anda Krists, aS skoðun hinna kristnu helgirita. En þá erum vér rakleitt komin aö annari mótbárunni er þannig hljóöar: “Hver þykist þá með sanni geta sagt, að hann hafi anda Kristsf Hafa ekki allir ofsatrú- armenn þózt hafa Ihann.enneitaS öðrum um hann eins og t. d. Lúther gerði viS Zwingli, er hann sló á hönd hans og sagði: “Þér eruö af öörum anda en vér.” Sú saga hefir oft endurtekiö sig. — En sá, sem þykist standa gæti þess aS hann ekki falli. Andi Krists er ekki andi drambs og sjálfbyrtgingsskapar heldur sanngirni og bróðurþels. Vafalaust er þaS satt, sem eitthvert skáldiS hefir sagt, að Krisfur einn hafi veriS kristinn, í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.