Heimskringla - 31.07.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 31.07.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEI MSKRINGLA WINNIPEG, 31. JÚLÍ, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. “Við megum engan tíma missa,’’ sagði ábótinn í skyndi. “Þeystu af stað, byrlari eins fljótt og þér er unt og flyttu hertoga- frúnni fregnir um hvað oss þyki fyrir þessu. Taktu dálítið af silfri úr kistlinum í skaðabætur handa garminum, sem fyrir áverk- anum varð, og segðu að vér munum biðja fyrir honum, svo að hann fái skjótan bata. Af stað nú! í>ú ert guðfaðir hans og slunginn maður.” “Þetta verður erfiðleikum bundið,’’ svar- aði Rudimann. “Hún verður áreiðanlega mjög reið.’’ “Færðu henni gjöf að auki,” mælti ábót- inn. “Auðvelt er að múta börnum og kven- fólki.” “Hverskonar gjöf?” ætlaði Rudimann að fara að spyrja þegar hurðinni var hrundið upp og Spazzo gekk inn með tilhlýðilegan svip á andlitinu. “Eg spyr í nafni hinnar ágætu hertogafrú- ar!” hrópaði hann.. “Hefir ábótinn í þessari rottuholu helt blýi í eyrun á sér eða er hann orðinn lamur á fótum. Hversvegna kemur hann ekki ofan til að taka á móti gestum sínum?” “Þú kemur mér að óvörum” svaraði ábót- inn. “Nú skulum vér fagna þér.’’ Hann lyfti upp fingrunum eins og hann ætlaði að blessa hann. “Eg hefi enga þörf fyrir slíkar kveðjur,” hreytti Spazzó úr sér. “Fjandinn er dýrðling- ur í dag. Vér höfum orðið fyrir ósvífni, stór- kostlegri ósvífni! Vér dæmum til sektar, minsta kosti tvö hundruð pund silfurs. Dauði og djöfull! Vér látum eigi munka-svífni troða á rétti tignar vorrar! Vér erum sendiherra.’’ Og hann lét sporana skella í gólfinu. ‘‘Afsaka oss,’’ svaraði ábótinn, “en vér þektum ekki búning sendiherrans. Þar sem voru þessi gráu veiðimannsföt. “Eg sver við skikkju Jóhannesar skírara úr úlfaldahári,”brast nú út úr Spazzo, “að þótt ég hefði komið í skirtunni einni, þá hefði það verið nógu gott til að flytja ykkur svartkuflum boðskap!” Hann setti hjálminn á sig aftur og lét fjaðrirnar hristast ógnandi. “Greiðið mér og leyfið mér að fara.Loftið hérna er slæmt, mjög slæmt.” “Fyrirgefðu,” sagði ábótinn, “en vér leyf- um engum gesti að fara reiðum úr eyju vorri. Þér er skapþungt vegna þess að þú hefir ekki neytt niatar. Eg bið þig um að fyrirlíta ekki vora óbrotnu máltíð. Við getum svo rætt um önnur mál á eftir.” Stallarinn gat ekki að því gert, að það hafði nokkur áhrif á hann að vera boðið til miðdegisverðar, eftir að hafa sýnt svona mikla ókurteisi. Hann tók þessvegna hjálm- inn ofan aftur. “Vér látum eigi munka-ósvífni troða á rétti tignar vorrar,” sagði hann aftur, en ábótinn benti á klaustur eldhúsið, og mátti sjá um opnar dyrnar þangað, að ljóshæirður eldhúsdrengur var að snúa við kjötstykki yfir eldinum. Hann sleikti út um, því að steikar- lyktin var fyrir vitum hans. Þakið var yfir alskonar mat lengra inni, og vakti sú sjón hug- boð unj margt girnilegt, og þá ekki sízt sú sjón, er munkur hélt með stærðar vínbrúsa í gegn- um eldhúsið og úr kjallaranum. Öll var sjón- in freistandi. Spazzó gleymdi íglda svipnum, sem starf hans og erindi krafðist, og þáði boðið. Skammaryrðum hans tók að fækka er hann var kominn að þriðja réttinum, og þau hættu með öllu, er rauða Meersburg-vínið glóði í bikarnum. Rauða vínið frá Meersburg var ágætt.. En Rudimann reið nú, meðan þessu fór fram, út úr klausturhliðinu.. Fiskimennimir við Ermatingen höfðu veitt stóran lax. Hann lá nýr og kaldur í kjallaranum og Rudiman hafði valið þennan fisk sem viðeiggandi gjöf til þess að friða hertogafrúna. Hann þyrfti einnig að sækja dálítið úr klaustur-skrifstof- unnni áður en hann fór. Leikmaður varð að fara með honum og reiðg, fiskiferlíkið vafið inn í strá á múlasna sínum. Spazzó hafði þeyst drembilega, en Rudimann hélt leiðar sinnar hógværlega. Hann spurði eftir hertogafrúnni í lágum og auðmjúkum róm, og honum var sagt að hún væri út í garðinum. “Og hvar er minn guðhræddi bróðir Ekkehard?” spurði byrlarinn. “Hann fór með hinum særða Cappan heim í kofan hans á Hohenstofflen til þess að hjúkra honum þar. Hann kemur ekki heim aftur fyr en í kvöld,” var honum svarað “Mér þykir fyrir að heyra það,’’ sagi Rudi- mann og glotti við tönn. Hann lét taka utan af laxinum og láta hann á steinborð í hallar- garðinum. Linditréð kastaði skugga á glit- randi hreystrið á risavaxna fiskinum. Það var eins og köld augun í honum væru enn þá lif andi og störðu í þögulli sorg handan yfir grænu trétoppana yfir að vatninu bláa. Fisk- urinn var hérumbil sex fet að lengd og Praxed- is rak upp óp, þegar strávafningarnir voru tek- nir í burtu. 4 “Hann kemur ekki til baka aftur fyr en í kvöld,” tautaði Rudimann um leið og hann braut sterka grein af linditrénu og setti hana upp í ginið á fiskinum, svo að það héldist opið. Þvínæst tíndi hann dálítið af grænum laufum og lagði þau vandlega inn í ginið, dró síðan bókfelið, sem skammarrit Gunzós var ritað á, undan kufli sínum, og vafði það laglega saman og stakk því inn. Praxedis horfði forviða á aðfarirnar. Hún hafði aldrei áður verið sjón- arvottur að slíkri athöfn. « Hertogafrúin kom nú. Rudimann gekk með auðmýktarsvip fram fyrir hana og sár- bændi hana að virða á betri veg fyrir leigulið- um klaustursins; hann sagði frá því, hve sárt ábótanum hefði tekið þetta, talaði vingjarnlega um hinn særða mann, lét í ljós vantrú sína á veðurgöldrum, og flutti að öllu leyti fyrirtaks sáttarræðu. “Leyfið mér nú að færa yður lítilfjörlega gjöf, til þess að votta yður hina óbifanlegu vin. semd Reichenaus” sagði hann að lokum um leið og hann gekk til hliðar ag sýndi laxinn í allri sinni dýrð. Hertogafrúin brosti og var að mestu leyti runnin reiðin. Hún kom auga á endan á handritinu, sem stóð út úr “Og hvað er þetta?” spurði hún. Hið nýjasta í bókmentum,’’ svaraði Rudi- mann. Hann hneigði sig djúpt í kveðjuskyni, steig á bak asna sínum og flýtti sér heimleiðis. Rauða vínið frá Meersburg var ágætt og Spazzó var ekki þess háttar maður, að hann nokkur léttúð eða leti væri í hug hans er hann stóð andspæmis víni. Hann settist öllu frekar með þeim hátíðleik og alvöru við vínbrúsann eins og væri það umsetin borg, og drakk hreyfingarlaus á bekk sín eins og hnnn vildi láta æskulýðnum eftir köll og hávaða. “Af öllu sem klaustrinu tilheyrir, er mest vit í þessu rauða víni. Hafið þið meira af því í kjallaranum?” hafði hann sagt við ábótann, þegar fyrsti brúsinn var tæmdur. Þetta var kurteisisvottur, merki um sátt og samlyndi, að hann óskaði eftir meiru að drekka, og fyrir þá sök var komið með annan brúsa í viðbót.” “Við skálum án þess að nokkru sé slept af réttindum vorum,” mælti hann þungbúinn um leið og hann drakk ábótanum til. “Engu slept!” endurtók Wazmann og skotraði til hans augunum. Það var komið fram á fimtu stund. Klukku var hfingt í klaustrinu. “Afsakið mig,” sagði ábótinn. “Við verð- um að ganga til kveldsöngs. Ætlar þú að koma með okkur?’ “Eg held ég bjði þín heldur hér,” svaraði Spazzó og gaut augunum á brúsann. Enn var eftir nægilegur forði til kveldstundar drykkju, Hann lét því munkinn fara til kvöldsöngsiire og hélt áfrarn að drekka einn. Önnur klukku- stund leið. Hann reyndi að rifja upp fyrir sér hver ástæðan hefði verið fyrir því að hann skyldi hafa riðið yfir í klaustrið, en honum var það hvergi nærri ljóst. Ábótinn kom aftur. “Hvernig hefir þér liðið?” spurði hann. “Ágætlega,” svaraði Spazzó. Brúsinn var tómur. “Eg veit ekki hvort — ”byrjaði ábótinn. “Sannarlega!” sagði Spazzó og kinkaði kolli. Það var komið með þriðja brúsann. Rudimann var nú kominn aftur, meðan á þessu stóð, úr leiðangri sínum. Sólgeislr féllu inn um hina þröngu glugga á drykkjubræðurna sem sátu við borðið. Þegar Spazzó skálaði í næsta skifti við ábótann, hafði rauða vínið breyst í glóandi vökva í kristalglasinu, og geislabaugur Ijómaði umhverfis höfuð ábótans. Spazzó starði á hann og reyndi af öllum mætti að átta sig. “í nafni Heiðveigar og helgra manna, hver ertu,” spurði hann í hátíðlegum róm. Ábótinn skyldi hann ekki. “Hvað sagðir þú?” spurði hann. Spazzó kannaðist aftur við röddina. “Ó, já,” hrópaði hann og barði í borðið með hnefanum. “Vér látum eigi munka ó- svífni troða á rétti tignar vorrar!” “Nei, vissulega ekki,” sagði ábótinn. Stallarinn fann til nokburs sársauka í höfðinu. Hann þekkti þennan sársauka vel og kallaði hann “vekjarann.” “Vekjarinn” gerði aldrei vart við sig, nema þegar hann sat yfir vínbrúsa; þá átti hann það til að þjóta í gegn- um höfuð hans og var það merki þess, að inn- an hálstíma mundi tunga hans missa máttinn og honum verða ógerlegt að neyta máls. Ef “vekjarinn” gerði tvisvar vart við sig, þá stóð lönuin á fótunum líka fyrir dyrum.. Spazzó stóð þessvegna á fætur. “Þessir náungar í kuflunum skulu ekki verða þeirrar ánægju njótandi að sjá klaustur- vínið svifta stallara á höfðingjasetri málinu,” hugsaði hann með sjálfum sér og stóð á fætur “Dokaðu enn við augnablik!” mælti ábót- inn. “Skilnaðarskálin er eftir.” Fjórði brúsinn var sóttur. Það var hverju orði sannara, að Spazzó hafði staðið á fætur, en margt verður að gerast frá að staðið er upp og þar til gengið verði. Hann drakk aftur. En hann rataði ekki á borðið, þegar hann ætlaði að sitja bikarinn á það, svo að kristallinn brotnaði í duft á steingólfinu. Þetta litla at- vik æsti hann til reiði. Sundurleitar hugsanir börðust um yfirráðin í heila hans. “Hvað hafið þið gert af honum?” sagði hann í valdsmannlegum róm við ábótann. “Af hverjum?” “Klausturbóndanum. Út með hann; þessi fantur ætlaði að drepa skírnarbam mitt!” og hann færði sig ógnandi nær ábótanum. Hann missté sig ekki nema einu sinni. “Hann er í Schlangenhof,” sagði ábótinn brosandi. “Þú mátt taka hann, eíi þú verður að fara að sækja hann sjálfur.” “Dauði og djöfull! vér skulum sækja hann,” hrópaði Spazzó, sló á sverðshjöltin og staulaðist til dyranna. “Úr rúminu skulum við draga hann þorparann þann arna, og þegar við höfum náð honum, þá skulum við svei mér!\ ef hann — þá — eg skal segja þér-----” Hann lauk aldrei við ræðu sína, því að tunga hans staðnæmdist alveg eins og sólin gerði að skipun Jósúa í bardaganum við Amorita. Hann þreif bikar ábótans og tæmdi hann. En valdið yfir tungunni kom ekki heldur. Blítt bros kom á varir hans, hann gekk til ábóatans og faðmaði hann að sér. ‘‘Vinur og bróðir! ástkæri gamli vínbrúsi! hvernig væri það, ef ég þrýsti úr þér öðru aug- anu ? ’’ reyndi hann að segja með sinni óþægu tungu, en ekkert orð heyrðist. Hann þrýsti ábótanum fast upp að barmi sér og steig jafn- framt með þungum stígvélunum sínum ofan á fæturna á honum. Wazmann ábóti hafði verið að hugsa um það, hvort hann ætti að hýsa hinn uppgefna mann, en faðmlagið og sársaukin í tánni lét hann falla frá því ráði, og tók hann í þess stað að flýta fyrir heimferð gestsins. Hryssa stallarans stóð söðluð í klaustur- garðinum. Hálfvitinn Heribald var að flæk- jast þar hjá. Hann hafði sótt stórt glóðar- stykki inn í eldhús og hafði hugsað sér að stinga því inn í nasirnar á hryssunni og ná sér á þann hátt niðri fyrir sverðshöggið. Spazzó stallari hresti sig upp eftir mætti og gerði sig eins virðulegan eins og honum var unt, er hann ■ gekk yfir garðinn á eftir þjóni, sem bar blys fyrir honum. Hanp hafði kvatt ábótann við efra hliðið. Stallarinn reyndi að komast á bak hryss- unni, Falada, en var ekki fyr kominn í söðul- inn, en hann valt út af hinu megin. Heribald stökk fram til þess að lijálpn honum, og nerust skeggbroddarnir á munkinum við ennið á Spazzó, er hann greip hann í faöm sér. “Ert þú hér líka einfeldningur! þú vitri Salómon!” stamaði Spazzö. “Vertu vinur minn!” og kysti hann. Heribald hjálpaði hon. um til að komast á bak og lét glóðarstykkið falla til jarðar og steig á það. “Heill þér, tigni herra!” hrópaði hann,” og megir þú komast farsællega heim. Koma þín hingað var önnur en koma Húnanna og þessvegna er -burtför þín líka önnur. Og þó voru þeir líka vel að sér í list víndrykkjunnar.” Spazzó þrýsti hjálminum fast ofan á koll- inn á sér og þreif hraustlega í taumana. Eitt- hvað sótti enn á huga hans. Hann barðist við hina óþægu tungu. Ofurlítið af mætti henn- ar kom aftur. Hann steig upp í ístöðunum; í þetta skifti hlýddi röddin og hann hrópaði: “Vér látum eigi munka-ósvífni troða á rétti vorrar!” Rödd hans heyrðist hvell í kyrðinni og myrkrinu í klausturgarðinum og barst upp í herbergið, þar sem Rudiman sat með ábótan- um og var að skýra frá góðum úrslitum erindis síns til hertogafrúarinnar. Spazzó reið leið sína. Hann fleygði gull- hring til þjónsins, sem hafði lýst honum með blysinu, og liafði það örlæti svo mikið á mann- inn að hann fylgdi honum alla leið að eiðinu. sem lá frá eyjunni til lands. Hann komst heilu og höldnu yfir eiðið til strandar. Tunglskinið lýsti upp leið hans; skýin þjöppuðust saman langt í burtu, yfir Alpatindunum. Spazzó reið inn íþungbúin greniskóginn. Gaukurinn gal- aði með ákveðnu millibili og heyrðist greini- lega til hans í kyrðinni. Spazzó hló með sjálf- um sér. Var það einhver skemtileg endur- minning eða björt framtíðarvon, sem kom hon- um til þess að brosa svo unaðslega? Hann tók í taumana á hestinum. ““Hvenær á brúðkaupið að standa? hróp- aði hann og gsneri sér að trénu, þar sem söng- varinn sat. Hann taldi svörin. Gaukurinn var óþreytandi þessa nótt. Spazzó misti þolin- mæðina, þegar hann hafði talið til tólf. “Þegiðu, garmurinn þinn!” hrópaði hann. Enn tónn gauksins skall við í þrettánda sinn. “Fjörutíu og fimm árin hefi ég beðið!” sagði Spazzó reiður. “Þrettan í viðbót mundi gera mig fimmtíu og átta. Heldur seint fyrir ásta- mál!” Gaukurinn Iét f jórtanda tóninn gjalla og það vakti annan fugl, sem líka hóf upp rödd sína. Sá þriðji bættist við og nú kvað skógurinn við af samsöng gaukanna eins og til þess að stríða honum. Ekki var nokkur leið að telja lengur, og þolinmæðin yfirgaf nú hinn drukkna stall- ara með öllu. “Þið eruð lygalaupar og hórkallar, allir saman!” öskraði hann til fuglanna. “Fjandinn hirði ykkur alla” Hann keyrði hestinn á hart brokk. Skóg- urinn þéttist, skýin héldu áfram að þéttast og drógu fyrir tunglið. Níðamyrkur varð, trén urðu draugaleg og svört þögn hvíldi yfir öllu. Spazzó hefði verið feginn að fá að ljlusta á gaukinn nú, en þessi friðrofi næturinnar hafði flogið í burtu. Ónota-tilfinning fór að sækja á hinn einmanalega riddara. Formlaust ský rann fyriir mánann og faldi hann með öllu, og gamla sagan, sem fóstra hans hafði sagt honuni í æsku, er hann sat á hné hennar, bærði á sér í huga Spazzós — sagan um hin ílla úlf Hati og hundinn Mánagarm sem eltu himinhnöttinn um geiminn. Hann leit aftur upp til himins og sá þá úlfinn og hundinn greinlega, rétt að því komna að stökkva á hinn góða huggara ferða* manna um nætur sakir. Það fór hrollur um Spazzó, hann fyltist af samúð og dró sverðið úr sliðrum. “Vince Luna! sigraðu tungl!” hrópaði hann eins hátt og röddin var til og sló sverð- inu í brynhosurnar. “Vince luna!' vince luna!” Hrópið var hátt og vopnabrakið var grimmilegt en himinskrímslin sleptu ekki taki sínu. En hestur hans sjálfs fældist og fór á stökki með hann um dimman skóginn. Þegar Spazzó vaknaði morguninn eftir, lá hann undir Húna-haug. Reiðskikkja hans lá á vell- inum og hryssan hans, Falada, var á beit við skógarjaðurinn spölkorn í burtu. Söðulinn var undir kvið og beislið var slitið; hún át ný- græðinginn með bestu list. Miaðurinn var syfjaður og leit hægt upp, geispandi og horfði umhverfis sig. Klaustur- turnirin í Reichenau speglaði sig í vatninu eins friðsamlega eins og ekkert hefði í skorist. Spazzó reif upp handfylli sína af döggvotu grasi og brá því að enni sitt. “Vince luna!” mælti hann og brosti beisklega.. Hann hafði hræðilegan höfuðverk. 19. KAPITULI Klaustur-lærisveinninn Burkajnd. Rudimann byrlari var óheimskur maður. Ekki gat hjá því farið, að bókfell í laxgini vekti forvitni. Meðan Spazzó sat við drykkju og þambaði vínið í Reichenau, voru þær hús- móðir hans og Praxedis inni í herbergi að reyna að stafa sig fram úr ritlingi Gunzos. Nemendur Ekkehards höfðu lært nægi- lega mikið í latínu til þess að geta áttað sig á merg málsins. Þær gátu sér til um það, sem þeim var máflræðislega óljóst, og skálduðu þar í eyðurnar, er þær gátu ekki rámað neitt í Praxedis var reið. “Er fræðimannástéttin alstaðar eins?” mælti hún. “Fyrst er mýflugunni breytt í fíl og síðan barist við skrímslið, sem þeir hafa sjálfir skapað! Gjöfin frá Reichenau er súr eins og edik!’’og hún setti st;út á fallegan munn sinn, eins og hún hafði gert endur fyrir löngu yfir krabbaepli Wilborödu. Heiðveig hertogafrú var undarlega æst. Hún hafði fullkomið veður af því, að illur andi gagnsýrði rit Gunzós, en þó þótti henni það ekki miður, að Ekkehard skyldi verða fyrir auðmýking. “Eg held að hann eigi þessa áminningu skilið,” mæfti hún. Praxedis stökk upp. “Okkar góði kennari á skilið margskonar áminningar,” sagði hún, “en við ættum að sjá um þær sjálfar. Ef okkur tækist að aga út úr honum klaufaskapinn og feimnina, þáliefðum við vel gert; en þegar einhver, sem hefir bjálka í augunum, tekur að áminna þann, sem flísina hefir, þá fer mér ekki að lítast á. Þessir illu munkar hafa sent honum þetta í því skyni að gera honum* ilt og ófrægja hann. Má ég fleygja því út um gluggann, náðuga frú?” “Vér ætlum að biðja þig að lúka hvorki við uppeldi Ekkehards né fileyja gjöfum vorum út um gluggann,” svaraði hertogafrúin svo hast- arlega, að Praxedis þagnaði. Það leið á löngu áður en hertogafrúin gat slitið sig frá handriti Gunzós. Hún hugsaði ekki lengur um ljóshærða munkinn á sama hátt og hún hafði gert daginn, sem hann hafði borið hana yfir þröskuldinn á klaustrinu. En mönnum finst þeir hafi orðið fyrir smán, er aðrir skilja þá ekki, þegar þeim er innilega mikið niðri fyrir — broddurinn situr ávalt. Hjartasláttur hennar örfaðist ekki lengur, er hún sá hann. Stundum leit hún á hann með- aumkunaraugum, en það var ekki hin við- kvæma meðaumkun, sem ást sprettur af, líkt og lilja sprettur í rökum jarðvegi. Meðaum- kun huldi vott af fyrirlitningu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.