Heimskringla - 07.08.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.08.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. AGOST, 1929 WINNIPEG, 7. AGÚST, 1929 MINNI ISLANDS. Rœða flutt 'x River Park í Winnipeg á Islendinga- degi 3. ágúst 1929 af séra Benjamín Krist- jánssyni. Góðir Islendingar! Sjaldan eða aldrei hefir athygli um- heimsins snúist jafnmikið að íslandi og um þessar mundir. Veldur því margt, en einkum þó þjóðhátíð sú, sem nú er fyrir dyrum á vori komanda. Minnast á þúsund ára afmælis hins íslenzka ríkis. Við- búnaðurinn er mikill heimafyrir, að gera þessa hátíð sem mesta og merkilegasta fyrir ísland og íslenzkan málstað. Ýmsum erlendum þjóðum hefir verið boðið til fagnaðarins. Enginn vafi er á því, að þau boð verða þegin og víða koma þá íslandi sæmdir og vinahugir. Vér höfum þegar séð þess ýms merki hér Vestanhafs, Yfirleitt er nú íslands allsstaðar minnst, meðal er- lendra þjóða, þar sem þjóðhátíðin ber á góma, með hlýju og vinarþeli og fullri viðurkenningu á þýðingu þess fyrir menn- ingarsögu germanskra kynstofna. Þetta hlýtur að gleðja oss Vestur- Islendinga, eigi síður en heima þjóðina. Landinn hér er ennþá blóð af íslenzku blóði, lítt þyntu í Vellankötlu þjóðablend- ingsins, þó að kynstofninn sé nú búinn að eiga viðdvöl í þessari álfu í fullan manns- aldur. Hver gleði og sómi heimalandsins hlýtur því að snerta viðkvæman streng í hugum hérlendra íslendinga, ef sonernið fer að líkindum. Og á því er heldur eng- innn vafi að svo er. Að minsta kosti munu allir þeir, sem á íslandi eru fæddir og uppaldir, hugsa nú heim sterkara, en endrarnær. Logsár og hálfgleymd heim- þrá frumbýlingsáranna rís nú upp í nýjum mætti í ísenzkum sálum og hristir af sér tímans ryð og snýr heim á leið. Vér minnumst ósjálfrátt Vésteins, þar sem hann stóð á fjalls-egginni og heimþráin varð lífsþránni yfirsterkari.. “Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar ok mun ek þangat ríða, enda em ek þess fúss.’’ Hann vissi að riðið gat á lífi hans að hann færi, en fór engu að síður því að: ‘‘Sérhvern dropa þrífur þráin þar að mega hníga í sjáin. —Deyja ofan í Dýrafjörð.” Svo sterk getur heimþráin orðið, að hún er sterkari en dauðinn. Öll sönn kærleiks tilfinning er sterkari en dauðinn! En hér er ekki um neitt slíkt að ræða að heimþráin og lífsþráin togist á. Þær renna saman í eitt í þeirri eðlilegu löngun að sjá átthagana og líta föðurland sitt augum. Eðlilegt væri það,að þjóðræknistil- finning íslendinga hér Vestanhafs tæki nú mikinn fjörkipp við svo merkan atburð. sem nú er fyrir höndum. Það væri eðli- legt að allir væri nú samhuga og á eitt sáttir, að gera sóma ættjarðar sinnar sem mestan að því leyti, sem þeir mættu stuðla að honum. Gæti heimför Vestur-fslend- inga, ef hún væri rausnarlega gerð og bróðurlega, orðið all eftirminnilegur at- burður í sambandi við þessa 1000 ára há- tíð. En því hörmulegra er til þess að vita hvílíkt sundrungar og misklíðarefni hún hefir orðið nú um hríð. Eg ætti ef til vill ekki, að minnast á þétta efni nú í dag, og geri það heldur ekki til þess að áfellast nokkurn öðrum fremur. En ekkert mál versnar við það, að um það sé rætt, enda verður einungis þannig fundinn greinar- munur á góðu og illu. Margir eru nú orðnir á eitt sáttir um það, að heimferðadeilan sé orðin Vestur-íslendingum til vanvirðu. En hún hefir einnig skaðað þá meira. Hún hefir hjá mörgum slökt áhugann til heim. ferðar og einnig dregið úr gleði fslendinga heima, að taka á móti þeim, sem heim fara, til að sjá gamla landið. Verri há- tíðaspjöll er eigi hægt að vinna nú, þegar hugur vor á að hverfa eindreginn heim og gleðjast með þjóð vorri. Vér íslendingar hér í Vestur-heimi erum svo fáir og dreifðir að raun er og minkun að því, að vér skulum þurfa að stofna til flokkadrátta og misklíðar út af smámunum. Eingöngu með samlyndi og bróðurhug getum vér orðið hvomm öðrum til gleði og farsældar og fslandi til sóma, en með sundrungu og flokkaríg hvorugt. í dag skulum vér því reyna að gleyma öllu öðru en því, að vér erum íslendingar, því að ísland er einingarbandið, sem á að geta tengt oss alla saman, ef vér minn- umst þess réttilega og eins og það á skilið. Forstöðunefnd þessarar samkomu hefir sýnt mér þann sóma, að biðja mig að minnast íslands í dag. Hvers er þá að minnast? Hversvegna hníga nú hugir margra þjóða heims í norður ætt, til íslands? Fyrir nærfelt þúsund árum síðan eða kringum árið 930 var Alþingi íslendinga sett á stofn og því helgaður þingvöllur við Öxará. Með því var grundvallað hið forna íslenzka ríki. Þessi ríkisstofnun þykir nú hafa verið að ýmsu leyti einstæð og . merkileg. Þegar kúgunar og einveldis- stefna réð í flestum öðrum Evrópu-lönd- um, hyltu íslendingar eindregna lýðræðis- stefnu. Þetta var auðvitað bein afleið- ing af því, hvemig landið bygðist. Það var bygt af úrvali atorkusamra manna, sem brutust undan ofríki Haralds hár- fagra og voru í hvívetna reiðubúnir, að leggja á tæpasta vaðið, til að bjarga frelsi sínu og mannréttindum. Og af því að eigi skorti þá mannvitið og dugnaðinn, hepnaðist þeim -að stofna allsherjaríki á íslandi, þar sem einstaklingsfrelsinu var gefið hið ítrásta svigrúm, jafnvel svo, að sumum þykir að verið hafi við of, því að seinna hafi orðið mein að því í skorti fram- kvæmdarvaldsins. Hvað sem um það má segja, er það víst, að íslendingum farnað- ist alla þá stund vel, sem þeir voru þessum málstað sínum trúir, unz einvaldshugsunin tók aftur að festa rætur hjá þeim sjálfum á 13 öld. Eg vil taka undir það, sem dr. Helgi Péturss segir svo fallega einhvers- staðar í ritum sínum: “Á tíundu öld var vaxtar-broddur mannkynsins á Islandi. Hvergi var hárið gulara eða augun blárri. Hvergi voru drengilegri menn eða fríðari konur. Hvergi var snjallar kveðið eða betur talað. En íslefl&ingar brugðust íslenzkum málstað. Þeir gerðu Gunnar útlægan og drápu hann. Þeir drápu Gretti eftir langa útlegð og erfiða. Á þrettándu öldinni var enn vaxtar- broddur mannkynsins á íslandi. Hvergi voru drengilegri menn eða fríðari konur. Hvergi var betur talað eða snjallar kveðið. Aldrei hefir saga verið rituð eins og þá. Aldrei fyrirmannlegri veislu skemtun, en hjá Snorra Sturlusyni, er hann sagði gestum sínum af guðum forfeðranna eða af ferðum og kvæðum Egils. — En íslend- ingar brugðust aftur. Þeir snerust gegn þeim mönnum er þeir áttu mest að styðja. Ritlaunin fyrir Eglu og Njálu voru goldin með axarhöggum og spjótalögum.” Þessi axarhögg og spjótalög tíðkast ennþá mjög, allstaðar þar sem einvalds og yfirgangs hugsanir blómgast. En eng- ir þeir, sem hylla íslenzkan málstað vega með þeim vopnum. Það eru þeir sem bregðast íslenzkum málstag eins og dr. Helgi Péturs bendir réttilega og spaklega á. Það voru þrælar einveldishugsjónar- innar, sem drápu Snorra Sturluson og stóðu yfir höfuðsvörðum fleiri þeirra Stur. lunganna, sem þegar á alt er litið voru ef til vill beztir íslendingar á sinni öld. Hinn íslenzki málstaður er málstaður drenglyndi og friðar. Þótt margir íslend- ingar hinir fomu þættu baráttu-menn, var þjóðarsálin raunar friðsöm. íslending- ar þoldu eigi kúgun, þeir börðust ætíð fyrir mannréttindum, af því að þeir höfðu ríka réttlætistilfinningu. Aðeins friðsamir menn hafa mikla réttlætistilfinn- ingu og réttlætishugsjón íslend- inga birtist einmitt í lögurn þeirra og ríkis- stofnan. Skortur framkvæmdarvaldsins mun öllu fremur hafa átt orsök sína að rekja til þess trausts, sem íslendingar settu hver til annars, að þeir brygðust ekki íslenzkum málstað — frelsinu sem þeir börðust fyrir. Þessvegna var og þing- völlur þeirra helgaður af allsherjargoða og mátti ekki verða roðinn vígsblóði og mælt fyrir griðum á öðrum minni háttar sam- komum. 1 þessu birtist hugsjón hins forna lýðveldis hvað bezt. Svo frjálslyndir og réttsýnir og friðsamir voru íslendingar t.d. á Alþingi árið 1000 að unt var að koma á sameiginlegum sið meðal allra lands- manna. Heiðinn meiri hlutinn vann það til friðarins að taka kristna trú, til að komast hjá sundrungu og missætti. Beri menn þetta saman við sáttfýsi kristinna manna nú og það sem annarsstaðar er kunnugt um þau efni. En aldrei hefir ís lenzkur maður talað viturlega en Þorgeir goði á Þingvelli árið 1000, er hann talaði þar fyrir friði og sætt manna. Hann vissi að þá bar hann í höndum sínum fjöregg íslenzkra málefna------ Þannig héldu hollvættir landsins og árnaðargoð traustum verndarhöndum um hið unga þjóðveldi, alt fram á Sturlunga- öld. En brestandi fylgi við íslenzkan mál- stað olli því, að landið var svikið í hendur útlendu vaidi, og af því flaut íslandi öll sú hörmung, er síðar dundi yfir, þegar ó- hamingu þess virtist verða alt að vopni, Vér skulum eigi dvelja lengi við þá rauna- tíma, sem í hönd fóru, þegar langvarandi einangrun, einokun og yfirgangur er- lendra ránsmanna mergsaug þjóðina unz yfir þyrmdi með drepsóttum, óáran og hallærum í lok 18. aldar. — Með nítjándu öldinni tekur aftur smám saman að roða af fegurri sól. Og þá er aftur tekið að berj- ast fyrir íslenzkum málstað, þegar Jón Sigurðsson gekk fram fyrir skjöldu og hóf merki sitt: Aldrei að víkja, sem hann lét ekki niður falla, hversu vonlaus, sem sóknin var stundum, fyrr en sá stórsigur var unninn, sem stjórnarskráin 1874 ó neitanlega var, þegar á alt það er litið, sem á undan var gengið. Fyrsta ágúst 1874 gekk stjórnarskrá Kristjáns konungs 9. í gildi á íslandi og dagana þar á eftir voru hátíðahöld víða um Suðurland, þann 5—7 ágúst á Þing- velli, sumpart til að minnast þúsund ára íslandsbygðar, en mest til að fagna unn- um sigri yfir hinu erlenda einveldi, sem Jón Sigurðsson hafði mest unnið að, að brjóta á bak aftur — En enn var þó löng barátta fyrir hendi unz íslenzkur málstað- ur fékk loks fulla viðrétting með Sam- bandslögunum 1918, þar sem ísland var viðurkent fullvalda ríki “í nafni hins æðra réttlætis,” þótt enn væri það í konungs- sambandi við Danmörku. Eins og yður mun vera kunnugt um vakti það eigi litla athygli, er allir þing flokkar lýstu yfir því á þinginu í fyrra, að þeir mundu vilja algerðan skilnað við Dan. mörku, þegar Sambandslögin yrðu endur- skoðuð 1943. Og nú hefir Sjálfstæðis- flokkurinn nýi tekið þetta mál einarðar- lega upp á stefnuskrá sína. Er það ein- dreginn vilji íslendinga, að hafna öllu konungvaldi framvegis, jafnvel þótt ekki sé nema að nafninu til og hrísta þannig af sér síðustu menjar fornrar einveldiskúg- unnar. Þannig hefir nú íslenzkum málstað verið ötulíega fylgt heima á Fróni, hinni fornu lýðveldis hugsun og einstaklfhgs- frelsi, enda komu ávextirnir brátt í Ijós, því að á þeim tíu árum, sem hið unga ís- lenzka fullveldi hefir staðið, hefir þjóðinni miðað lengra áfram í menningaráttina, en öll þau ár er hún laut erlendra valdi. — Sagan hefir sýnt að hagur íslands hef- ir einungis blómgast, þegar íslenzkum málstað hefir verið drengilega fylgt — svo var til forna, þannig er enn og þannig mun ávalt verða. — Og þenna íslenzka málstað erum vér að hylla nú í dag. Þótt oss sé það skapað að búa víðsfjarri íslandi, viljum vér samt allir vera íslendingar. Vér viljum frelsið og víðsýnið, drengskapinn og rétt- lætistilfinninguna, sem í öndverðu réðst til að byggja ísland og stofna þar fyrir myndar ríki, í trássi við þröngsýnan og valdagráðugan aldaranda og háði friðheil- agt Alþingi sitt við hjartastað íslenzkrar náttúrufegurðar. Þeim málstað getum vér verið trú og viljum vera trú, þótt vér nú búum í fjarlægu landi og getum aðeins látið andann svífa í innri sjótihending þangað, sem Ármannsfell rís yfir þingstað íslenzkra málefna. En í dag erum vér einnig að minnast landsins sjálfs, sem verið hefir vagga þessara hugsjóna og sem fóstrað hefir þjóð vora, í blíðu og stríðu — í velgengni hennar, niðurlægingu og upphefð. Landið svo fátækt af gulli og gersemum, yen þó svo ríkt af náttúrufegurð og friði, þar sem það baðast í sólgyltum öldum Norður- hafanna. Landið, með fossum og fjöllum og fannbungum, hraunum og jöklunum öllum, eins og skáldið kemst að orði. Landið, með j hina dásamlegu vornætur dýrð, , langdegið, sem bjarmar yfir fjallabrúnunum um miðnættið og kyndir þar logandi varðelda, meðan bygðin öll laugast í frið andi hvíldarstraumum vorblíð- unnar. Þótt vér minnumst einnig harðviðranna á vetrum, snævarins og ísalaganna og hríðarbyljianna, .sem einungis, hafa eflt þjóðina að harðfengi, þá er þó gaman að veita því athygli, hversu skáldin eru minnugri á vorblíðuna og vor- birtuna. — Þess minnist rómantíska skáldið Bjarni Thorarensen, er hann yrkir kornungur í Kaup- mannahöfn og fullur af heimþrá hið þaulkunnuga kvæði: Eldgamla ísafold ástkæra fósturmold fjallkonan fríð, mögum þín muntu kær meðan lönd girðir sær og gumar girnast mær gljár sól á hlíð. Og náttúru skáldið Jónas Hallgrímsson minnist þess í þessari ódauðlegu vísu: Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla, og svanahljómi, silungs á og sælu blómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla — Drjúpi ‘ana blessun drottins á’ um daga heimsins alla! Þessi innilega ást til Islands, sem öll er vafin vornætur draumum, kemur þó ef til vill greinilegast í ljós í ljóðum Stepháns G. Stephanssonar, í Ástarvísum til íslands byrjar hann að lýsa því, hversu hugur sinn hrífist til ættjarðarinnar þegar vorsólin lýsir um lágnættis- skeið sem ljóshvel í útfjarðarmynni og enn lýsir hann, með tilfinn- ingar hita útlagans, hversu hin ósjálfráða ást til íslands blæs upp hvern neista af göfugum krafti í sál hans og hlúir að list- hneigð hans því svo ert þú ísland í eðli mitt fest að einungis gröfin oss skilur. Og hann færir rök að ást sinni með þessu ógleymanlega erindi: brýnir lífið frost og glóð; heimilishaga hér gaf drottinn vorri þjóð, hér blessast heitt og kalt hér er oss frjálsast alt Faðmi þig himins fagurblár föðurleifð vor, í þúsund ár Slíkar blessunarbænir og hamingjuóskir og óskir þessara ágætu skálda, hljóma nú í hjört- um vorum allra á þessum minn- ingardegi þjóðernis vors, þótt oss sé það eigi gefið að færa þær í jafn fagran og listfengan búning. En hitt getum vér á- valt: sýnt viljann á því að vera íslendingar og heiðra íslenzkar hugsjónir með orðum vorum og athöfnum og leitast við að gera ( eigi ættlandi voru vanvirðu með | smásálarlegum rógi og sundr- j ungar anda. Ef þetta íslenzka þjóðarbrot, sem hér býr, á ekki að drukkna undireins í flaumiðu þjóðablendingsins, þá er sá kost- ur vænstur að sundurslíta ekki friðinn út af smámunum, heldur festa augun á Islandi og íslenzk- um málstað. Lifi Island! Grundvöllur frjáls- lyndrar trúarskoðunar. | Fyrirlestur fluttur á kirkjuþingi í Riverton, 28 júní af Séra Ben- jamín Kristjánssyni Niðurlag Rétt *r aö taka það fram aö róm- I versk kaiþólska kirkjan hefir allstaöar neitað að taka þátt í ^líkri viðleitni | og neitaö aö ræða hana á sameigin- í legu kirkjuþingi, nema á þeim grund- velli aö aörir trúarflokkar beinlínis gangi inn í kaþólsku kirkjuna. Sýnir í þetta hvað Igleggst andann, þar sem I rétt-trúnaöurinn eða valdboðiö er enn | í algleymingi. En prótestanta kirk- I jurnar eru aftur á móti, aö vakna til j meðvitundar um meira frjálslyndi en . þaö sem varð til aö kljúfa þær, enda | hefir meira miöað i einingar átt- ! ina á síðustu fimm árum, en á | næstliðnum hundrað. Og vert er að j ®efa því gaurn, að frjálslyndustu trúarflokkarnir hafa altaf átt frumat- kvæðið og verið liprastir til allrar bróðurlegrar samvinnu eins og t. d. Congregationalistar hér í Ameríku. Á siðustu 20 árum hafa þeir stöðugt j verið að leita samvinnu við ýmsar I aðrar kirkjudeildir, en löngum strand- j að á þröngsýni þeirra, sem samvinnn | var leitað við alt til skamms tíma. Er Þín fornöld og sögur mér búa í barm og bergmál frá dölum og hörgum þín forlög og vonspár um frægðir og harm mér fylgt hafa að draumþing- um mörgum. Þinn svipurinn ljúfi, þitt líf og þitt mál í lögum þeim óma er kveður mín sál. Þetta er ástæðan til þess að oss Islendingum, sem fæddir eru og uppaldir heima verður tíð hugsað heim til íslands og er það hjartfólgnara, en önnur lönd, að Iandið er snar þáttur af sjálfum oss eða réttara sagt: vér af því. Og öll viljum vér taka undir orð skáldsins í nið- urlagi kvæðisins: Eg óska þér blessunar, hlýlega hönd þó héðan þér rétt geti neina. En hvar sem eg ferðast um firnindi og lönd ég flyt með þá vonina eina. Að hvað, sem þú föðurland fréttir um mig sé frægð þinni hugnun. Eg elskaði þig. Þessi fölskvalausa ástarjátn- ing skáldsins til íslands, skyldi engum Vestur-íslendingi úr minni líða né hin göfuga von sem við hana er tengd. Fellur hún saman við ástar-jHtningu þjóðskáldsins íslenzka séra Matthíasar Jochumssonar: ísland þig elskum vér alla vora daga, bygð vor við brjóst þín er braut líf og saga. blikeldar braga og einkennilegt að veita því athygli, að þessi sama kirkjudeild hefir einnig barist ósleitilegast fyrir ýmsuni mannúðar málum, eins og t. d. afnámi: þrætasölunnar meðan aðrir létu ýmist óátalið eða jafnvel mæltu því bót. t'egar þetta alt hefir verið athugað, ágreiningur og framkoma hinna ýmsu trúarflokka, þá hafa menn mjög tekið að efast um einsýna fullyrðingu hvers flokks fyrir því að hann hafi yfir öllum sannleika og sáluhjálp að ráða, og hallast fremur að því, að dæma þá eftir ávöxtum þeirra eða framkomu yfirleitt. Menn eru hættir að taka alvarlega þá einokunar hugmynd um sannleikann er hver kirkjudeild hefir, en teknir að s'kilja það að guðsríki verður ekki alt inni'byrgt í kirkjunum né úthlutað þaðan eins og sakramenti heldur vex það í jöfnu hlutfalli við alt það, sem gott er og sómasamlegt og bróðurlegt í samfélagi manna — Og erum vér þá vafalaust komin nær hugsun Krists, en í öllum flokka- dráttum og trúarbragðakrit. HugSun hans var fyrst og frcmst að stofna guðsriki, en ekki einsýna kirkju. Og guðsríki hans getur rúmað margar kirkjur og ]afnvel margskonar trúar- brögð. Það tekur sér bólfcstu, grœr og vex mitt í vanþroska mann- kynsins og ófullkomleika. En Krist- ur verður aldrei vegsamaður með þvt að halda fram ýmiskonar þröngsýni og trúarhatri í ltans nafni, sem honum var gjörsamlga fjærri skapi. Vér byrjum fyrst að sjá hversu mikill hann var, er vér skiljum að sú trú, sent hann boðaði var víðfaðma eins og mannkynið sjalft og háreist eins og himinn guðs. Gildi kirkna. Fjarri fer því að þessi skoðun ætti að gera oss hirðu- lausari um kirkjur né óglöggari á nytsamlegt starf þeirra. Þótt segja

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.