Heimskringla - 07.08.1929, Blaðsíða 8

Heimskringla - 07.08.1929, Blaðsíða 8
8. BLAÐSlÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 7. ÁGÚST, 1929 Fjær og nær Séra Þorgeir Jónsson messar í Langruth næstkomandi sunnudag, þ. 11 ágúst, kl. 2 e.h. Cand. t'heol. Philip M. Pétursson flytur guðsþjónustu á enska tungu í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg sunnudaginn, 11. ágúst n.k. Ungfrú Sigurveig Christie andaSist á almenna sjúkrahúsinu hér í borginni, að nýafstöSnum uppskurSi, er gjörS- ur var viS innvortis meinsemd er þjáS hafSi hana um nokkurn tíma, á föstudagsmorguninn var, 2. ágúst. JarSarför hennar fór fram frá Sam- bandskirkjunni síSastl. mánudag 5. þ.m., aS viSstöddu fjölda fólks, ætt- ingjum og vinum. Ræðu flutti séra Ragnar E. Kvaran og cand. theol. Philip M. Pétursson og G. P. Magnús- son stórtemplar. Sigurveig 'heit- in var einkar vinsæl stúlka. Hennar verSur nánar getiS siðar. HingaS komu í vikunni sem leið syst- urnar Lilja oig Victoria Halldórsson, dætur H. J. Halldórsson, Wynyard, Sask. i heimsókn til systur sinnar Mrs. Bismark Bjarnason. Búast þær viS aS dvelja hér um viku tíma. Á þriðjudaginn var lögðu þeir séra Ragnar E. Kvaran og séra FriSrik A. FriSriksson af staS í mán- aSar ferðalag vestur á Kyrrahafs- strönd. Hin góSkunna söngkona Rósa Her- mannsson lagði af staS s.l. föstudag austur til Toronto, þar sem hún hygst aS dvelja um tíma til aS fullkomna sig í söngment sinni. Var henni haldið fjölment samsæti áður en hún fór að heimili Mr. og Mrs. Gísli Johnson, 906 Banning St. hér í bænum. Tryggvi H. Björnsson tónfræSingur og hljómlista kennari, kom til borgar- innar á föstudaginn, bílleiSis frá N.D. MeS honum voru móSir hans og bróðir frá Hallson N. Dak. Mr. Björns- son hefir dvalið í New York um langan undanfarinn tíma við nám og getiS sér hinn bezta orðstír. Hann gjörir ráð fyrir að ferSast um og sýna list sína, eins og um var getiS í blöSunum. íslendingadagurinn á Hnausum á mánudaginn þ. 5. ágúst fór ágætlega fram. HjálpaSist alt að, veður- blíða, náttúrufegurð staSarins og skemtiskrá'að gera daginn sem ánægju legastan. Söngflokkurinn frá Arborg og Riverton undir stjórns hr. Sigur- björns SigurSssonar frá Riverton söng ljómandi vel. Auk þeirra ræðu - manna sem ákveðin minni fluttu talaði •SambandsiþingmaSur bygðarinnar L. P. Bancroft nokkur orð. ÁætlaS var að mikiö á 3. þús. manns hefði sótt skemtun þessa úr nærsveitunum og Winnipeg. HeimleiSis hélt i dag til Ashern Man. Hra. Sigurgeir Pétursson. Hann hef- ir dvalið hér hjá ættingjum um nokk- urn undaníarinn tima. Til bæjarins komu í gær hra. Chris Halldórsson og hra. Jón Einarsson frá Lundar. StóSu þeir viS aSeins dag- langt. Þessir nemendur Bjargar Frederick- son hafa tekiS próf við Toronto Con- servatory of Music: Primary Grade: Honours. Florence I Moore. Elementary Grade. First j Class Honours; Marie Sveinsson, Gwendolyn Jackson. Honours : Faith Graham ; Esther Jósephson ; Sigrún j Ölafsson; Una Turnbull; Evelyn Nordman. Pass: Sylvia Magnus Introductory Grade. First Class Hon- ours: Gertie Mýrdal. Hönours: Ruth Sigurdsson; Edith Jeffries. BAZAAR Kvenfélag Sarríbandssafnaðarins á Gimii efnir til útsölu á ýmsum klæS- naði, útsaum og sætabrauSi, laugar- daginn 10. þessa mánaðar. Utsalan verður í greiSasöluhúsi Mrs. Viktoriu Sigurgeirsson á aðalstræti bæjarins. Þar verður margt til sölu er hentugt er til fatnaSar fyrir unga og gamla, og á mjög rýmilegu verði. Eftirfylgjandi nemendur Mr. O. Thorsteinssonar, Gimli, Man., tóku próf við Toronto Conservatory of Mtusic : Jntermediate Pianoforte Grade Miss Beiþóra Goodman 67 stig pass. Junior Pianoforte Grade: Miss Snjólaug Josepsson 73 stig, Honor’s. Primary Pianoforte Grade: Miss Josephine Sigrid ölafsson 74 stig, Honor’s. Elementary Pianoforte Grade: Miss íSigrún Jóhannsson 76 stig, Honor’s Miss Kristín Bensson 75 stig, Honor’s Miss Ölöf Jónasson 72 stig, Honor’s Miss Evangeline Vigdís Ölafsson 70 stig, Honor’s. Introductory Pianoforte Grade: — Miss Ina Jónasson 76 stiig, Honor’s Miss Margret Jónasson 75 stig Honors Miss Freya ölafsson 72 stig, Honor’s Miss Pearl Sigurgeirsson 70 stig Honor’s. Junior Violin Grade: Miss Marion Lang 71 stig, Honor’s. Primary Violin Grade: Mr. Jóh- annes Pálsson 81 stig, First Class iHonor’s; Mr. Stefán Guttomsson 76 stig, Honor’s. Intorductory Violin Grade: Miss Björg Guttormsson 73 stig, Honor’s Miss Thorsteina Swanson 70 stig, Honor’s. Mr. Frank S. Welsman frá Toronto var prófdómari. HingaS kom til bæjarins á mánu- daginn billeiðis frá Wynyard Sask. A. G. Eggertsson lögfræSingur; Kristján J. Austmann læknir og Sig- tryggur Goodman bóndi við Wynyard. Þeir gjöra ráS fyrir að dvelja hér fram eftir vikunni. Uppskeru segja þeir mjög misjafnar þar vestra, gjöra ráð fyrir í bezta lagi tæpu meðal ári. Um 900 manna munu hafa veriS saman komnir á íslendingadeginum í River Park í Winnipeg 3. ágúst s.l. Þótti eigi lítiS til drottningarinnar (Miss Margrét Backman) koma þar sem hún sat í öndvegi í sefgrænum mötli og þeir fornmennirnir Egill Skallagrímsson (N. Ottenson) og Leifur hepni (Egill FafnisJ sitt hvoru megin. Voru þeir all mikilúSlegir á- sýndum, i hinum skrautlegiustu lit- klæöum og ávörpuöu mannfjöldann með nokkrum vel völdum orðum. I- þróttir og ræðuhöld fóru hið bezta fram, enda var veöur hiS fegursta, þótt gola skemdi litið eitt. Lúðra- sveitin gerði sitt bezta til að skemta. Margi munu hafa saknað þess, aS ekkert varð af glímum, vegna þess að engir fengust þátttakendur. Er þaS óhæfileg deyfð af Islendingum hér i borg að týna niður þessari fornu og fögru þjóðaríþrótt. Auk ræðumanna, sem á skemti- skránni voru ávörpuöu þessir erlendir gestir samkomuna: McKerchar bæjar- ráðsmaSur, fyrir hönd borgarstjóra pg Kummen norskur ræöismaður hér í borginni. KvaS hann mörg hund- ruS Norðmanna hafa í hyggju að sækja Island heim næsta sumar. ROSE. “The Duke Steps out” er myndin þessa viku fimtudag, föstudag, laugar- dag. EfniS er aS Wiliam Haines ríkismannssonur flögrar ýmist milli háskólagarösins eða hnefaleikara-klef- ans. Myndin er kátleg. Mánudag og áfram í 3. daga verður hin yndisfagra mynd frá suðurríkjunum sýnd; “The Little Wild Cat.” Hana ættu allir að sjá. ^ Sápan og— (Frh. frá 1. síðuj. söguna byggir hann alla á heimildum, “Siig. Júl. í Lögbergi” og því sem hann sjálfur hefir sagt. Ut fyrir þaS þarf hann ekki aS fara meS Jóhannes. HafiS gæti hann frásögu sína á hon- um og atburöi þeim er þeir taka hann upp i félagið meS orðum fornsögunn- ar “ok þeir refluSu um það í hljóSi hver þar myndi vera guðs vinr” og þeir fundu Jóhannes, Og aS því loknu sökum Kronikubókalærdóms höfundar- ins ætti hann aS fylgja kappanum fram á völlinn meS rækilegri ættar- tölu á forna vísu. En þar bæri að gæta fremur hins andlega en líkam- lega skylduleikans. Væri og auðiS að góðum og gildum EddusiS, aö fela í máli frændsemina meS þvi aS kenna hvern til sinnar iðnar, þó hin sama sé, ef einhver grunsemi kynni aS leika á því aS “bent yrði á nöfnin.” R. P. Frá Islandi. Rvík. 12. júlí 1929 V eiðbjallan heitir önnur flugvjelin,, sem FlugfjelagiS hefir í ferSum hjer í sumar. Á hún aS annast síldarleitir nyöra í sumar, mun nafniS valiS meS tilliti til þess. Er hún búin loftskeyta- tækjum og getur því sent frjettir jafnharðan til skipa þeirra er hafa viötæki. VeiSibjallan kemur meS “Selfoss” eftir helgina. Stjórnar henni Simon flugmaður, sá er var með Súluna í fyrra og siSan er aS góðu kunnur hér. Símalagningunni milli Víkur í Mýrdal og Horna- fjaröar miðar mjög vel áfram. AS ROSE Theatre Sargent at Arllngton The West End’s Finest Theatre THUR.—FRI.—SAT. (This Week) WILLIAM HAINES —in— “THE DUKE STEPS OUT” A Talking Picture with Joan Crawford and Karl Dane TIGERS SHADOW No. 4. Featurette ------ Fables Kiddies! — Kiddies.'l — Whoopee.'l In addition to the above pro- gram there will be a special “TOM MIX” Feature shown next Satur- day Afternoon Only. Come early and don’t miss it. MON.—TUE.—WED. (Next Week) “The Little Wildcat” A Part Talking Picture with Audrey Ferris, Robert Edeson, Gearg Fawcett Comedy--- Featurette -News VEITIÐ ATHYGLI! Eg bý til beztu “Caboose” tjöld af ýmsu tagi, einnig fiskmanna tjöld. GóS kjör. Bezta efni notað. Póst- pantanir fljótt og vel afgreiddar. R. JACOBSEN, 215 James Street Sími 28 602 Winnipeg Man. Athugið Heimilis Kostnaðinn Rafmagnið er minsta útsvarið. Það eru einu nauðsyn- jarnar er lækkað hafa í seinni tíð. Orsökin til þess er fullkomnun framleiðslutækjanna og vaxandi notkun. Hver doilar er gengur fyrir rafafl og ljós veitir meiri þægindi heldur en nokkur annar dollar sem lagður er fram til útgjakia fyrir heimilið. Heimsækið áhaldabúð vora í POWER BYGGINGUNNI. WIWWIPEC ELECTRIC^COMPAWY “Your guarantee of Good Service’’ THREE STORES: Appliance Department, Power Building; 1841 Portage Avenue, St. James; Cor. Marion and Tache, St. Boniface. vestan er línan komin austur aö Hvétf- isfljóti en aö austan vestast i Öræfi og eru þá eigi eftir nema um 50 kíló- metrar af hinni löngu leiS. Um mánaSamótin siðustu voru opnaðar þessar.símstöðvar á vesturhluta línun- nar: Flaga í Skaptártungu og Kirk- juibæjarklaustur, en á austurhlutanum Fagurhólsmýri í Öræfum, Kvisker á BreiSamerkursandi, Hali og Kálfa- fellstaSur í Borgarhafnarhreppi og Brunnhóll á Mýrum. Búist er viö siminn verði fullger í næsta mánuSi og er þá komiö samfelt símasamband alt í kringum landiö. Þessi spilda, sem nú hefir fengiö simalínuna hefir senni- lega verið erfiðust viðfangs af öllum þeim stööum, sem símar hafa verið la;gSir á, vegna auravatnanna, sem falla um sandana austur þar, og ávalt breyta sjer meira eSa minna. Var það trú margra, á fyrstu árum landsímans, að ógjörningur væri aS koma símalínu austur yfir sandana. — Þegar nýja línan er fullger legg- jast á hana viöskiftin til útlanda, sem áSur hafa fariS noröur um land til SeyðisfjarSar, en viS það ljettir stór- um á norSurlínunum, auk þess sem talsamband við AwstfirSi verður stór- um betra en áður. Framtíðarhús Stjórnarnefnd Byggingar- og Land- námssjóðs hefir nýlega efnt til sam- kepni um teikningar að sveitabýlum. iSkulu þar vera þrjár mismunandi teg- undir af húsum, sem teikningar séu gerðar að, nfl. á smábýli, miSlungs- ibýli og stórbýli. Eru tvenn verS- laun veitt fyrir hvern flokk húsa, 500 og 250 kr. fyrir smábýlahúsin, 500 og 300 fyrir miðlungsbýlin og 700 og 350 fyrir stórbýlin. Skal uppdráttun- um skilaS til sjóöstjórnarinnar fyrir lok nóvemlbermánaðar. 0 tvarpsmálið. Hin nýja útvarpsstöö ríkissins verSur boðin út þessa daga. Er gert ráS fyrir að hún hafi 7.5 kílovatta styrkleika og kosti um hálfa miljón króna. AS líkindum veröur stöðin reist skamt frá Reykjavík innundir Elliðavatni eða þar í nágrenni. TaliS er, að þaS taki alt aS því eitt ár að koma stöðinni upp, en ef alt gangi sem fljótast, er ekki óvíst að hún geti veriS komin í það horf fyrir AI- þingishátííSina, að not megi hafa af henni þá. Simun av Skarði, lýðskólastjóri, sem dvalist hefir hér á landi um tíma hvarf heimleiðis á fimtudaginn var. Hefir hann ferS- ast víða hér sunnanlands á vegum ungmennafélagsins “Grímur Kamban” og sótti meðal annars íþróttamót ung- mennasambandsins Skarphéðinn, við Þjórsárbrú og flutti þar stutt erindi og kveðju í ljóðum. A tlantshafsflugin. Eftir rétta mánaöardvöl hér á landi tókst Svíunum Ahren’berg og Flodén loks að komast héðan aftur á miS- vikudaginn var. Höföu þeir þá reynt nýja hreyfilinn, sem þeir fengu á sunnudag og biöu ekki boðanna, er þeir fréttu aö veður væri hreppandi á leiöinni til Ivigtut, sem var næsti áfangastaður þeirra. LögSu þeir upp um miðjan dag, skömmu fyrir kl. 2 og tóku stefnu á Hvarf i Grænlandi, því þeim þótti ótryggara að fljúga yfir ísinn. Fyrir miðnætti voru þeir staddir fyrir utan Ivigtut fjörðinn en þoka mun hafa veriö svo mikil inni i firöinum, aS þeim hefir þótt óráö- legt aS halda áfram, en settust þar sem iþeir voru komnir og biðu þangað til létti. Komu þeir til Ivigtut kl. 5 á fimtudagsnótt. Ameríkumanna-leiSangurinn, sem stórblaðið Chicágö Tribune gerir út, hefir tafist af þokum og andbyri og er ekki kominn lengra en til Port Burwell þegar þetta er ritað. Er veð- ur enn óhagstætt og bíða nú báöar flugvélarnar byrjar, sín hvoru megin Davidssunds, Cramer og þrír föru- nautar hans vestan sundsins og Ahren- berg austan. I fyrra reyndi sænsk-ameríski flug- maöurinn Hassel aS fljúga til Ev- rópu ásamt Cramer en komst þá ekki lengra en til SySri StraumfjarS- ar í Grænlandi. Þau tvö flug, sem reynd hafa verið í sumar hafa heldur ekki gengið að óskum, og hefir veðr- áttan við Grænland og Labrodor átt sinn þátt í því. Er vafalaust, að til þess aS nokkur IeiS veröi aS halda uppi sæmilega reglúbundnum flug- ferðum á þessari leiS, þarf aS auka veSurathuganir aS miklum mun og koma upp radio-áttavitum víöa á leiS- inni, sérstaklega þar sem mest er um þoku. Þrjú erlend skemtiskip voru stödd hér samtímis á sunnu- daginn var, öll meS ferSamenn frá Ameríku, nær 1100 samtals. Heita skip þessi Calgaric, Franconia og Reliance og er hiS síðastnefnda þýzkt en hin ensk. Á þriSjudagsmorgun kom enska skipiS Arcadian hingaS frá Skotlandi, meS um 400 enska ferða- menn og stóð við tæpan sólarhring. Og í dag er hér statt þýzka skipiö Sierra Ventana, meS nálægt 300 far- þega, flest ÞjóÖverja. Fjöldi ferða- manna fór austur á Þingvöll, að Grýlu í Ölfusi og suöur i Hafnar- fjörS. SeySisfirSi, 13. júli. Sláttur víðast byrjaöur um mánaða- mót. Grasspretta ;góS. VeSrátta hagstæS. Fiskiafli dágóöur á Aust- fjörSum, síld veiöist ööru hvoru. Rvik., 15. júlí Embættisprófi í læknisfræði hafa þessir stúdentar nýlega lokið hér viö háskólann: Sig- uröur Sigurdsson, 1. eink., Bragi Ólafs sonsOn, 2. betri eink., Jón N. Nikulás- son, 1. eink., Ólafur Einarsson, 1. eink. ÞórSur Þórðarson, 1. eink. og Karl S. Jónasson, 2. eink. betri. Rvík., 17. júlí. Bílferðir upp í Borgarfjörð og til Norðurlands. MeS vélbát yfir HvalfjörS. * Eins og flestum er kunnugt, er í ráði, aS landvegurinn til BorgarfjarS- ar verði lagður með tilliti til þess, að ferja verði höfö á HvalfírSL Til aS leita sér fullvissu um þetta fyrirkomu- lag, verSa nú í sumar gerSar tilraunir um fastar ferðir frá Reykjavík og upp í Kjós. Þar tekur vélbátur við ferða- fólkinu og flytur það yfir HvalfjörS. Þessar áætlunarferðir verða fyrst um sinn farnar þrisvar í viku, á mánudög- um, fimtudögum og laugardögum. VerSur þá fariS í bíl héSan, en bátur- inn mun hafa bækistaö sína í Kala- staðakosti, og fer hann yfir fjörðinn Um kl. 4 og tekur farþega. Þar rnunu verða bílar til taks frá Borgarnesi, sem flytja farþega upp í Borgarfjörð eSa áfram til NorSur- lands. FariS yfir fjöröinn mun kosta 2 krónur fyrir manninn, en meS bílun- um eftir taxta. FerSin upp í Borgar- fjörS t.d. aS Ferjukoti, mun meS þessu fyrirkomulagi taka 3y2—4 tima. Á öðrum tímum verður hægt að panta bátinn í sima frá Kalastaöakoti. Þessar feröir eru og hentugar fyrir hjólreiða- menn ogi fótgangandi menn. Flestir hafa orðið varir viö óþægindin viö aS feröast-með skipi til Borgarness. Fyrir þaö eru menn ibundnir viö ákveöna daga. Ur þessu verSur nú bætt, vegna WONDERLAND Winnlpegs Coziest Suburban Theatre THUR,—FRI.—SAT. (This Week) Jack Holt “AVALANCHE” Glen Tryon —in— “THE KID’S CLEVER” Double Bill. Comedy "BIG GAME” Chapter 2 “THE FINAL RECKONING” MON.—TUE.—WED. (Next Week) Ken Maynyard “The California Mail” Jay Wray and Gary Cooper ---“THE FIRST KISS”----- Okkar verð er lœgst Ástæðan er sú, atS allir eldri bíl- ar eru keyptir þannig ab vér getum stabist samkeppni hinna undursamlegu nýju Ford Bíla, sem seldir eru svo ódýrt. Berió saman þetta verb vit5 þaó sem abrir bjóba: FORDS 1925 Coach ........... $265 1926 Coach .......... $325 1928 Light Delivery ...$550 1927 Light Delivery .. $300 1925 Light Delivery .. $210 1922 Touring ......... $ 95 1926 Touring...........$260 1928 Touring ......... $500 1926 Coup ............ $325 1927 Coup .............$375 VÆGIR SKILMÁLAR DOMINION Motor Co. Ltd. FORT & GRAHAM 87 316 EVENINGS 87411 þess, aS utan áætlunarferSa mun bát- urinn veröa til taks aSra daga eftir samkomulagi. Þannig geta bæSi fót- gangandi menn og hjólreiöamenn pantaö bátinn í síma. Fyrsta áætlun- arferSin verSur væntanlega farin » næstunni og mun þá reynt að sjá uní, aS ekki verði dýrara þessa leiöina en sjóIeiSina. Winston Churóhill fyrverandi fjár- málaráSherra Breta lagöi nýlega af staö í ferö hingaS til Canada og SuS- ur-Ameríku ásamt syni sínum og ibróður. Verður hann væntanlegur hér í WSnnipeg um mánaðarmótin n.k. Þíðviðri. I>eysir Gróa, mela, mó, Markir, flóa, heiöar, Leysir snjóa, hýrna hró, Hjarna skógarmeiSar. F. H. B. Karl Johnson vélsetjari • Heims- kringlu kom aftur í gær til bæjarins eftir þriggja vikna heimsókn til for- eldra sinna í Wynyard, Sask. ASK FOR DryGinger Ale ORSODA Brewers Of COUNTRY CLUB" BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BREWEHV OSBORN E & M U LVEY - Wl N NIPEG PHONES 41-111 4230456 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDERS’

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.