Heimskringla - 07.08.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 07.08.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 7. AGOST, 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. wegi aö trúarlífiö sé að sumu leyti einkamál milli i'guös og mannssálar- innar og að Jesús Kristur hafi ráð- lalgt mönnum að fara inn í heribergi sitt og loka dyrum, þegar þeir bæðust íyrir — og sjálfur hafi hann jafnan beðist fyrir í einrúmi, þá á trúarlifið þó engu og siður, að efla samúð manna og skilning á því, að þeir eru börn sama föður, og eiga að sækja til sama áfanga.. Hið foma máltæki Cypríans kirkjuföður, “Extra ecclesiam nulla salus” (engin sálu- hjálp utan kirkjunnar) hefir oft verið notað sem dæmi um trúhræsni og kirkjuvalds hulgmyndir kaþólsk- unnar, en raunar getur einnig fahst í því djúpur sannleikur. Enginn er sjálfum sér nægur. Gll menning vor og siðmentun er fólgin í ótal á- hrifum, sem að oss berast frá fjölda annara einstaklinga og sem hver mað- ur gerist arftaki að. Þannig hlýtur trú einstklingsins að vera að ein- hverju, meira eða minna leyti innblásin frá fjöldanum og sér- hver þroskuð trúarhugmynd að vera verk mangra kynslóða. Þegar trúin or vakin í brjósti mannsins getur hún heldur eigi öðlast þroska eða eigin- lcga merkingu, nema fyrir starfið í mannlegu félagi. Ef safnaðar hug- tak Cypríans er látið ná yfir mann- félagið yfirleitt, má Iþað til sannsvegar f*ra. Jafnvel munkar og einsetu menn hafa að lokum leitað sál sinni fróunar í miskunnar verkum, þegar hænariðjan hefir eigi nægt þeim, enda er eigi unt að slíta sig út úr heildinni, þótt igerð sé ákveðin til- raun til þess. En af þessu verður oss það ljóst, að þegar dýrlingar og hdgir menn hafa ekki fundið frið- sálum sinum, nema i samfélaginu við aðra menn, þá er það skiljanlegt að almenningur leiti hughreystingar og trúarstyrkingar í söfnuði, ’með sam- eiginlegri bæn og guðsdýrkun. Það er og í samræmi við öll sálvísindi, að sameiginleg guðsþjónusta eða sam- hæn sé mikill ávinningur. Þegar vér komum saman til guðsþjónustu með einlægum huga skapast máttugur straumur kærleiks og bænarhugarfars, Ef till vill finnur enginn það betur en presturinn hversu mikið sterkari straumurinn er, þegar fleiri eru i kirkjunni en færri. Hugsunin er mattur og þess vegna styrkir hver maður annan í andanum, þar sem margir eru samankomnir með líku hugarfari. Þetta hefir Jesús senni- fega átt við, þegar hann ,sagði að hvar sem tveir eða þrír menn væru saman- homnir í sínu nafni væri hann og mitt a meðal þeirra. Að koma samán í Jesú nafni, þýðir aðeins það að koma saman í ihans anda eða með hans hugarfari. — Á þá Jesú við það að sa andi muni styrkjast því meir, sem fleiri komi saman, og menn geti þannig hjálpað hver öðrum til að öð- 'ast andann. Prótestantiski skilningurinn á guðs þjónustunni hefir einkum lagt á- 'herzlu á orðið, sem meigin náðar ttteðal kirkjunnar, er verki á mennina 8egn um skynsemi þeirra til tilfinn- lngar og breytni. En hið ósýnilega Oaðarmeðal sammagnanarinnar, sem verður af því að hugur verkar ósjálf- ratt á hug sem orkugjafi, hefir þeim hirkjudeildum verið gjarnara á, að sjást yfir — að ég nú ekki tali um t>*r skoðanir dulspekinga, að við slíkar athafnir Ihafi framliðnir vinir vorir og englar himnanna betri að- stöðu en annarstaðar að nálgast oss ^eð krafti sínum og friði. — Það sjónarmið á guðsþjónustunni, sem engum ætti að geta verið fjarlægt sem á annað borð trúir á framhald- andi líf eftir liikams dauðann og á *ðri veraldir, þar sem lífinu er lifað ,* meiri kærleika olg visku en hér, ætti að stuðla hvað mest að því að auka lotningu manna fyrir guðsþjónustunni °S ást manna á henni. Kristin trú f^fir, eins og öll önnur trú, unnið að tví að varðveita þessa sannfæringu nm annað líf, og það var meira að segja eitt aðal verkefni kirkjunnar °? tilgangur í fyrstu að varðveita sambandið við annan heim og vissu manna um hann. Þessvegna getur frjálslynd kirkja heldur 'ekki gengið fram hjá þessu sjónarmiði, heldur ber henni að íhuga rök allra þessara skoð- ana 0g áhrif þeirra á andlegt og sið ferðilegt líf og sömu leitina og þrána eítir eilífu lifi. Frjálslynda kirkju hreyfinffjn vest- an hafs. Langar mig þá til, í niður- lagi þessa erindis, að drepa ofurlítið á hvernig ástatt muni vera um frjáls- lyndi kristinna manna íslenzkra hér vestan hafs. Eg býst við að þetta kirkjufélag vort telji sig einkum vera fulltrúa frjálslyndisins í trúarefnum, enda verður því naumast neitað, að til þess liggja öll söguleg rök. Annar þáttur þessa fólks, sem í voru kirkju- félagi starfar gekk úr sambandi við Lútherska kirkjufélagið, vegna þess að þeir töldu sig ekki fá iþar fult skoð- ana frelsi, en hinn þátturinn er fólk sem 'hallast hefir að únítarískum skoð- unum, sem er mjög frjálslynd guð- fæðisstefna, er ganga hefir viljað á snið við allan bókstafs þrældóm og þessvegna stundum hlotið fyrirlit- ningu og óvild fáfróðra manna og þröngsýnna. Eg hefi ætlað mér að sýna fram á það síðar, á öðrum stað, hversu sjálfsagt það er, og eðlilegt. að ÍJnitarar og nýguðfræðingar leiti samvinnu, þegar þess er gætt að þær niðurstöður sem nýguðfræðin hefir komist að, eru í öllum verulegum at- riðum nákvæmlega hinar sömu og ÍJnítarisminn var kominn að, þegar \ á dögum Channings og Theodórs mannanna, og í þeim Parker. En Iþað sem mestu ræður þó er það að hvorritveggja stefnunni hafa fylgt frjálslyndir menn og hugsandi, menn með rannsóknareðli og sann- ieiksþrá, sem ekki hafa viljað kaupa köttinn í sekknum í sáluhjálpar efnum. — Öhjákvæmilega hlýtur svo að fara, að í þesskonar trúarflokka, safnist einnig margt það fólk, sem efandi er og leitandi, því að frjálslynd kirkja býður mennina velkomna, án þess að prófa þá fyrst *i trúnni og óskar að geta orðið öllum slíkum mönnum að liði. En annað mál er það, að slíkir menn verða ekki æfinlega kirkjunni að liði: Stundum telja sig til félags- skaparins menn sem enga trú hafa á neinu megin trúaratriði kirkjunnar, heldur eru hreinir efnishyggju menn og leggja alt kapp á að rífa niður alla andlega lífsskoðun hennar. Vitan- lega eiga þeir menn ekki heima í neinni kirkju, hvorki frjálslyndri né annari, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafa ekki samúð með neinu mál- efni kirkjunnar, og telja þau öll hé- góma og heilaspuna og kirkjuna sjálfa úrelta stofnun. Hinsvegar samsama >essir menn sighinni frjálslyndu kirkju hreyfingu og telja að hún eigi að vera slíku eintómu niðurrifi fólgin. Af æssu hefir hin frjálslynda trúar- hreyfing beðið talsvert mikinn hnekki viða um heim. Almennings álitið færir allri trúarhreyfingunni til syndar orð hvers öfgamanns, sem þykist tala hennar nafni, hversu fjarri allri sann- girni, sem slíkt þó í rauninni er. Hér í Ameríku mun hættan ekki vera minni þessu en annarstaðar, þar sem öf garnar svo að segja snertast, efnis- hyggjan og trúarþröngsýnið. * * * I erindi mínu hér undanfarið hefi ég nokkuð rætt um hina frjálslyndu trúarhreyfingu á víð og dreif, bæði reynt að benda á hvaða annmörkum henni er hættast við að stranda á, hver sé frumskilyrði hennar og hvataafl, 'hvert sé samband hennar við nýrri tíma guðfræði og hvernig ég álíti að frjálslyndur kristindómur megi dafna og hvert honum iberi að stefna. Eg hefi lagt þetta mál fram hér vegna þess, að ég veit að við raunum telja oss frjálslynd og er oss þá ekki litil nauðsyn á, að kafna ekki undir nafni Eins og ég hefi áður tekið fram er það mjög auðvelt að staðna á hvaða skoðanastigi sem er og verða ortho- doks nýguðfræðingur, orthodoks tJní- tari, eða hvað sem er. Ekkert af þv er betra andlegt ásigkomulag, en að vera orthodoks lútherskur. Hitt er örðugra, að gæta þess, að vera ávalt frjálslyndur og geta rétt höndina fram til bræðralags, hvenær sem er, og viðurkent trúarfrjálslyndi undir hvaða nafni sem það birtist. Vér megum ekki gleyma því, að lútherskir menn geta einnig orðið frjálslyndir undireins og þeir hverfa frá orthodoksum hug- sunarhætti. T. d. er það mjög at- hyglis vert, að gefa þvi gaum, að prestur Fyrsta lútherska safnaðar í Winnipeg séra Björn B. Jónsson, sem fyrir tuttugu árum síðan 'hélt því fram, áreiðanlega regla fyrir trú manna, kenning og lífi,” og að hún væri al- gerlega sönn í öllum atriðum og fylli- lega innblásin í öllum efnum — ritar nú um það í 5. blaði Sameiningar- innar þetta ár að slík trú sé hætt að hafa gildi fyrir augum nútímamanna, 'heldur vilji þeir trúa því einu, sem staðfest sé af trúarreynslu þeirra sjálfra. Trú sem bygð sé á valdboði utanfrá, óskeikuium mönnum eða ó- skeikulum bókum, hafi tíðkast á þeim tímum, þegar fólk var óupplýst og þekkingin í fárra höndum. Hafi þá þótt sjálfsagt að lúta drottin-valdinu. En sú trú sé fánýt. Alla áherzlu beri að leggja á það, að rannsaka sjálfur og hafa það eitt fyrir satt, sem manni sjálfum reynist satt. Þessi prestur segir ennfremur að nútíma- maðurinn láti sig litlu varða hvað "skrifað stendur” eða feðurnir hafi sagt, hann sætti sig ekki við annað en hann sannfærist um sjálfur að sé gott og nytsamt. Þetta hafi nákvæm- lega verið aðferð Krists, sem hann vék aldrei frá. Hann hafi einmitt sagt: farið og prófið sjáfir, því að hann hafi álitið, að kenningin væri hverjum manni gagnlaus, nema hann tileinkaði sér hana og sannfærðist um gildi hennar af reynslunni. Fleiri eru orð þessa merka prests í sömu átt, en þetta nægi til að sýna, hversu gjör- samlega hann er nú snúinn til allrar frjálslyndrar og nýrrar guðfræði, frá því er 'hann og séra Kr. Ölafsson voru að útskýra fyrir rétti, kenningu sina um “plenary” innblástur ritningarinn- ar fyrir tuttugu árum síðan og kom- ust að þeirri niðurstöðu, að samkvæmt henni væri dómgreind einstaklinganna alls ekkert svigrúm gefið, til að velja og hafna í biiblíunni og það sé ekkert svigrúm til að beita dómgreind ein- staklingsins, við að ákveða hverju skuli trúa og hverju ekki. Væri það og nauðsynlegt að trúa hinum og öð- rum mótsögnum biblíunnar, þó að maður skildi þær ekki né gæti skýrt >ær, fyrir sjálfum sér. Öþarft er að geta þess að séra Björn sýnist nú vera kominn nákvæm- lega í sama trúarskoðana stig og and- stæðingar hans voru á fyrir 20 árum síðan. Hvort aðrir prestar kirkju- félagsins hafa snúist jaín eindregið í fjálslyndis áttina veit ég ekki um, né hvort grundvallarlögum Lútherska kirkjufélagsins hefi verið breytt í þá átt, sem séra Björn telur að upplýsing og þroski nútímans krefjist og sé fullu samræmi við orð og eftirdæmi Jesú Krists, en líklegt þykir mér það, að séra Björn sé þar engin einstök hrópandans rödd á eyðimörku. En undir eins og svo er komið, að það kirkjufélag er snúið til hinnar sömu trúarákoðunar og kirkjuféfag vort hefir viljað -berjast fyrir og er stofnað til að efla og útbreiða, þá ættu öll ágreinings efni að vera sjálf- fallin burt frá báðum aðiljum ogþess að mega vænta í náinni framtíð, að þessi tvö kirkjyfélög íslenzkra manna Vesturheimi fari að dæmi margra annara kristinna trúarfélaga víðs vegar um heim og rétti hverju öðru hendurnar til bræðralags, án nokkurr- ar skoðunarkúgunar frá hvorugri hlið Það er kominn tími til þess hér sem annarsstaðar, að smávægilegur skoðana kritur eða persónuleg óvild sé látin niður falla meðal þeirra þótt þau færu nú að láta gamlar vær- ingar og skoðanaríg niður falla og sameinuðu heldur krafta sína á þeim drengilega grundvelli, að reyna að vinna guðsríki gagn og huigsjónum Jesú Krists, eftir því sem guð hefir gefið hverjum af oss vit og vilja til að skilja þær. Með þessu móti þarf hvorki lútherskur maður eða únitari eða ný- / guðfræðingur, að hafna í nokkru sinni dýrmætu trúarsannfæringu, heldur aðeins að viðurkenn^ góðfúslega rétt hvers annars til frábrugðinnar skoð- unar og skilja það, að öllum getur skjátlast að einhverju leyti( í trú sinni, og að allir geta einnig eitthvað hver af öðrum lært. Jafnvel hinir allra fyrstu lærisvein- ar Jesú Krists voru ekki sammála í öllum atriðum, enda getur aldrei verið við slíku að búast af fólki, sem stendur á misjöfnu menningar og gáfna stigi. En skoðana ágreiningur inn á eigi að valda neinni sundrungu. Hann er ávinnningur meðal viturra manna, þeir læra af honum, en gera hann ekki að fjandskapar efni—Þegar hægt verður, að sameina þessi tvo litlu kirkjufélög Islendinga í Vestur- heimi á þessum grunvelli, þá er einnig með því fullnægt grundvallar atriðum alls frjálslyndis, og þess- vegna vona ég, að við öll sem hér erum saman komin mundum hugsa til slíkrar sameiningar með gleði og óska hennar eindregið. Oss ríður eigi minnst á því, kæru kirkjuþings gestir, að gagnrýna vora eigin frjálslyndi. Vér getum verið full af hleypidómum alveg eins og >eir, sem vér stundum ásökum fyrir þröngsýni — aðeins annari tegund hleypidóma. Og hleypidómar eru jafn grunnfærnir og illir af hvaða tegund sem iþeir eru. Bernhard Shaw komst eitt sinn þannig að orði er -hann r að gagnrýna kristna sið- fræði, að hugleysið vceri hin mesta harmsaga við skapgerð mannsins. Ef vér eigum að ná nokkrum árangri og framförum, hvort heldur er í voru eigin trúarlífi eða annara, verðum véf að þora að kljúfa máléfni inn að kjarnanum og sjá veilurnar, jafnt hjá sjálfum oss og öðrum. Þeim manni fer aldrei fram, sem ekki skilur sínar eigin yfirsjónir. Og af því að það er áreiðanlegt, að öllum yfirsézt á ýmsa lund, þá er aldrei úr svo háum söðli að detta, þótt einhver skyssan sé viðurkend. — En hættulegra er að sjá ekki veiurnar, nema hjá öðrum. Það er að vísu ágætt að sjá þær 'hjá öðrum, en þó ennþá heilsusamlegra að finna þær hjá sjálfum sér. Eg vil ráðleggja þessu kirkjufélagi og oss öllum, að œfa frjálslyndi vora á því og mun þá vel fara. Og gleymum því eigi, að ekki er alveg víst, að fjar- stæðukend og heimskuleg kenning geri manninn að villutrúar manni— hitt er víst að slæmur maður gerir hvaða kenningu, sem hann flytur að villutrú. Samdægurs að kvöldi var efnt til samkomu, Sanfbandssöfnuðinum til á- góða. Og enn safnaðist saman fjöldi manns. Enda var þar margt góðra atriða á skemtiskránni. Kappræddu þeir þar af móði miklum, séra Guð- mundur Ánason og Dr. Rögnvaldur Pétursson um afstöðu trúarbragða- kenslu og almennra skóla. Séra Ragnar E. Kvaran söng einsöngva, með aðstoð ungfrú Oafsson. Átta manna karla-kór söng nokkur lög. Guðmundur Björnsson spilaði tvær “trombone-sólóar.’ Reglulegt nýnæmi var að heyra þá Timot-heus Böðvars- son og Björn Bjarnason frá Geysir, kveða Alþingisrímumar við raust. Guttormur J. Guttormsson, skáld, las upp tvö af gamankvæðum sínum, og tókst upp að vanda. Er nokkuð leið á kvöldið var tekið að stíga dans. Varð þess þá lítið vart í margmenninu að vér eldri mennirnir, sumir, hurfum heim og tókum á oss náðir. I dag- renningu næsta morigun skyldi haldið heimleiðis. Það er enganvegin ofmælt að þetta sjöunda ársþing kirkjufélags vors, i Riverton tókst mætavel. Það var ein- kar bjart og ánægjulegt yfir öllum þessum samveru- og samvinnustund- um. Þar bar naumast nokkurn skugga á. Xit virtist hjálpa til: menn og konur, veður og vegfr. Kirkju- félagið í heild, svo og gestir og full- trúar þingsins, hvers fyrir sig, eru í mikilli þakklætisskuld við Sambands- Skrifið eftir ASS® Beztu skamtar við höfuðverk, kvefi og beinverkjum- Þér þurfið ekki að líða af gigt. Tveir Asco skamtar bæta hana samstundis. Asco læknar höfuðverk, verki innvortis, eða hvar sem eru. Asco er ekki eingöngu Aspirin, það er meira. ---5 krifið—-— ASCO PHARMACIAL CO. WINNIPEG, MAN. söfnuðinn í Riverton og kvennfélag hans, fyrir hinar ágætu viðtökur. Hins- vegar veit ég að sambands safnaðar- fólkinu er ljúft að minnast þess og þakka það að það naut vinsamlegrar aðstoðar úr ýmsum áttum Nýja Is- lands, og það eigi aðeins frá samherj- unum, t.d. í Árborg, 'heldur og frá utansafnaðar-mönnum og lúterskum mönnum í Riverton og nágrenni. Mér er til dæmis kunugt um, að ýmsir með- limir Bræðrasafnaðar hjálpuðu við kirkjuvígislu sönginn og samkomu- sönginn á mánudagskveldið. Verður eigi annað sagt, en að þeir sýndu þar mjög vinsamlegt “frjálslyndi” sem vert er að kannast við og þakka. Wynyard, 25. júlí, 1929. Friðrik A. Friðriksson. •M, 7 O r - O ----- - r- - - , ... * ........> '■'to um mun hún finna sömu viðleitnina' að “biblían væri hin eina sanna og hvorugs þessara kirkjufélaga hér, manna, sem allir telja sig kristna og halda vilja uppi hugsjón Jesú Krist um hógværð og mannkærleika. Slikt sundurlyndi á ekki að þrífast og getur ekki þrifist meðal kristinna manna, ef þeir eru það meira en að nafninu og á frjálslyndið hér óskilið mál, svo fremi að það vilji einnig blása að sundrungar andanum. En það frjálslyndi kafnar undir nafni, sem þannig fer að. Að sjálfsögðu ætti kirkjufélag vort, ef það telur sig frjálslyndara, að stiga fyrsta sporið í áttina til þeirrar endursameiningar ís- lenzkrar kristni hér í Ameríku, sem öllum málsaðiljum ætti að vera á- nægja og sómi að vinna að. Þetta íslenzka þjóðarbrot hér er svo fá- mennt, að hrein og bein skömm er að þvi, að menn skuli þurfa að hanga í hárinu hver á öðrum út af öllum sköpuðum hlutum, jafnvel kristindómi, sem sízt af öllu ætti að þurfa að verða mönnum að illindum. Eg hygg, að saga kirkjufélags vors mundi ekki þykja ófegurri i famtiðinni, og saga Áf kirkjuþinginu (Frh. frá 1. bls.) réði, og vann flestum fremur að henni, er Friðgeir Sigurðsson að Riverton. Vígsla kirkjunnar fór fam sunnu daginn 30. júní, og hófst kl. 2 e.h. Var aðsókn meiri en húsrúm leyfði, enda veður hið besta. Séra Benjamin Kristjánsson flutti fagra og áhrifa mikla bæn. Séra Ragnar E. Kvaran hélt kirkjuvígslu ræðu. Forseti safn- aðarins, Sveinn Thovaldsson, afhenti svo söfnuðinum og bygðinni, formlega og opinberlega, kirkjuna, kristilegum trúar og siðgæðismálum til varðveislu og eflingar. Séra Þorgeir Jónsson prestur safnaðarins prédikaði. Rögnv Pétursson flutti ræðu og árnaðaróskir fyrir hönd “American Unitarian Association.” Séra Friðrik A. Frið riksson talaði fyrir hönd hins Samein aða kirkjufélags. - Cand. theol. Philip M. Pétursson qg séra Guðmundur Arnason fluttu ræður á enskri tungu Þingi lauk síðdegis mánudaginn 1 júlí. Um leið og því var slitið bauð sambandssöfnuðurinn og kvenfélög hans þingheimi öllum og bygðarbúum til samsætis í samkomuskála Riverton bæjar. Fór það ágætlega fram undir stjórn Sveins Thorvaldssonar, kaup manns. Undu menn sé hið bezta við örlátlegar veitingar, sörtg og ræðu höld. 1 sumar hitunum heima eða í sumarleyfinu niður við vatnið, er ekkert sem þér megið treysta á með full- komnari vissu, en fram- leiðslu vora á HREINNI MJÓLK Gæði hennar ósvikin og þér fáið hana í réttu ástandi. Crescent CRESCENT er gerilsneydd. Mjólk, Rjómi, Smjör, ísrjómi, Áfir, Ostur. SÍMIÐ 37101 NÚ Á DÖGUM I samræmi við þær breytingar og fram- farir sem orðið hafa á síðastl. 52 árum, hefir DBEWRYS Er ávalt hefir bruggað helzta bjór vesturlandsins —haldið vinsældum sín- um meðal almennings með STANDARD LAGEIT fullkomnað hef ir verið með 52 ára reynslu með ö'lgerð.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.