Heimskringla - 07.08.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 07.08.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 7. ÁGtJST, 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA Dómsdagur. Þeir bárust aS skerinu, á farlama fleytunni Fimm, nærri dauöir af vosinu og iþreytunni; En þrxr voru sjógarpar, hraustir og hugaöir Þó hartnær þeir væru nú þrotnir og bugatSir, Og móöir í ibátnum, bar barniö á arminum Aö brjóstinu þrýsti því, lokaöi hvarminum. Hún skelfdist viö hvitfextar haföldur hrynjandi Á hrím þaktri ströndinni, brotnandi og stynjandi Þá bað hún um líkn fyrir barnið sitt, einasta — Nú brotnaði gnoðin við fjörkippinn seinasta. Svo skall yfir hrönnin í hamslausum voðanum, Það hryktir í böndum. — Þá steytir á boðanum. * * * En tveir lyftu höndum til himinsins biðjandi Af hræð’slunni gripnir; sá þriðji var styðjandi Konuna veiku í þeim hamförum hljóðandi Við hrannar æðið og marlöðrið sjóðandi. Svo greip hann eitt sprek, á það barnið batt. Það ibarst, með straumnum, að landi hratt; Þar stóðu menn ráð-þrota, störðu yfir sæinn Er stormurinn hveinandi lamdi utan bæinn. * # * Þeir barnið af fjörunni báru heim 1 bæinn, en engin fær gagnað þeim, Er eftir þar stóðu og störðu á dauðann En stormurinn þaut yfir marflötinn auðann. Svo lyfti sér bára frá lagar-munni Og líkin hún bar niðrað ægis grunni. * * * Svo hastaði guðs-rödd á solinn sæ Og sálirnar vakti í unaðsblæ Þær lyfta sér uppúr dauða djúpi, Sem draumvera leyst úr efnis hjúpi. A ljósvaka hvikunum liðu yfir geiminn, Um leiftrandi, blikandi stjarna-sveiminn, En hitta þó loksins himnasali Og hrærðir um Edens blómstur dali Þeir reikuðu og engil rákust þar á I rjóðrinu páima lundinum hjá. * ¥ * Þeir tóku að ræða um trúna og verkin. “Ef trúin er einlæg þá sýnir hún merkin I breytni, en ekki í boðorða lestri Því blandað er sögnum í játning flestri.” Svo hiklaust mælti himnabúinn. ‘'Hvað heyrðum við ? Þett’ er ei barna trúin ! Að 'hugsa sér slikt í himnaríki! Þó heiðingjar þessarri vantrú flíki. — Að 'hrópa til drottins af hræðslu o,g neyð I hamingjuleysi og bitrum deyð. Þetta boðorð oss kirkjan kendi 0|g kerlingar skarið, með heiftarvendi, Sem hýða mann vildi inni himnaríki Frá helvítis ógnum í voðans díki.” “Hver kendi slíkt orð'? Or kristnum sögum Það klerkarnir drógu á fyrri dögum Að alt sé það sannleikur efa ég sízt Því Eilífur, prófastur hefur þó hnýzt I biblíurnar og boðorðin skildi Þó brestina ýmsa kápan hyldi. Þann afreksmann lofa allir hreint, Sem öruggur hélt við þann sannleik beint, Er fyrstur var óvita krakkanum kendur Og í kirkjubókunum gömlu stendur.” Þá hrópaði engillinn. “Hættu nú bara Því hér verður æði margt til svara. — Þín trú á undur er ekki iþað, Sem aflar þér sælu.’ Hann mildur kvað. “Þó djöflarnir himna dásemd skoði Og dómurinn æ þeim skelfing boði Þeir hlutu ei fyrir það himna vist Þó hefði þeim drottins ásýnd birzt. - Nei himnaríki er samkend sú Er sálu þinni leggur brú Til alls hins ibetrandi göfiga og góða 1 guðs þíns eðli og skapi þjóða; Sem lætur þig gleðjast við blessuð blómin Og brosandi hlusta á sumar óminn; Til hjálpar þig glaðan hendur rétta Og hjarta sorgunum þungum létta, Með vörmu brosi og vinarhóti En vinsælan aldrei berja grjóti Þann syndara, er hefur i sorgir ratað Og sjálfs sins eðli og velferð glatað.” * » * Þá sáu þeir bæði satt og logið Og sýndist nú fremur veikt og bogið Það hugvekju-orðið, sem kirkjan kendi En kvölin þá innst í hjartað brendi, Að hafa ei sannleikann hlotið fyr Við hegidómsins opnar dyr.--------- Að hafa ei lifað, en lifa samt og lánið og manndómin fyrrast jafnt Það draup, sem eitur á sjúka sál Að sjálfir þeir kyntu sitt vítis-bál Sú óláns vissa, sem ormar naga Þá innst í hjartað og rósemd baga. * * * En einn stóð þar 'hljóður með höfði beygðu Og hlustaði á hvernig þeir málið teygðu. Honum leist það ei heiður til launa að mælast Fyrir lítinn greiða né um það hælast Hann rólegur beið þess er verða vildi En vissi nú samt að hann dæmast skildi. Þá hvíslaði engill, í sálu hans sjálfs. “Þú sveikst ekki lífið því ertu nú frjáls.” H. E. Johnson. Maður, sem vill færa konu sinni bezta mjöl sem aldrei bregst, tlyt- ur heim til sín poka af RobinHood FIOUR ÁBYGGILEG PENINGATRYGGING f HVERJUM POKA Þjóðræknisþingið 1929. (Frh. frá 3. bls.) doktorsins sig að sumu leyti á hróp lýðsins forðum: Gef oss ekki þenn- an (Krist) lausan, heldur Bárrabas. En hvað sem því liði, væri hjálpin sem um væri töluð Ingólfi til handa, með þvi að koma honum á vitfirringahæli, engin. Viðvíkjandi leifum varnar- fjár Ingólfs, lýsti hann Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, ósanninda mann að því, að Þjóðræknisfélagið hefði dregið sér það fé. I sambandi við flutning á Inigólfi heim til Islands, skoraði hann á Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, Hjálmar Bergmann lögfræðing og Jónas Páls- son, að lýsa því opinberlega yfir, að þeir væru fúsir til að ábyrgjast það sem af því hlytist, að Ingólfur væri fluttur til íslands, ef skraf þeirra um það væi annað en meiningarleysa, áður en tilraun væri hafin í þá átt. Einar P. Jónsson kvaðst ’hafa verið óánægður með ráðstöfun ársþingsins 1926 á Ingólfssjóðnum, en sú ráðstöf- un er nú væri gerð í tillögunni, væri nær sinni skoðun. Árni Eggertsson lögfræðingur tók það fram, að eftir að hafa íhugað mál Ingólfs frá öllum hliðum, væri hann þeirrar skoðunar, að honum væri happasælast að vera þar sem hann er komin að svo stöddu. Við mættum ekki gleymaþvf, að sem canadiskir borgarar, yrðum við að skoðamanninn dæmdan í lífstíðar fangelsi lögum samkvæmt. Islendingum yrði nú sér- stök eftirtekt veitt, fram að árinu 1930. Væri því mikils vert, að Iþeir létu ekki lítilsháttar skoðunamun á vel- ferðamálum sínum, verða tll þess að öðru vísi væri á það litið en hingað til 'hefði verið gert. Öskaði hann að þeir heimsæktu ættjörðina sem bræður Jón Gillis gerði breytingar tillögu og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson stuAii, er svo hljóðar: Samkvæmt fenignum upplýsingum, þá sjáum vér ekki, að vér getum eða höfum getað bætt kjör Ingólfs Ing- ólfssonar að nokkru leyti. En sök- um þess, að það er ekki víst að það verði ætíð þannig, þá leggjum vér til, að þeirri bendingu forseta félagsins sé tekið, að sjóðurinn sé lagður á banka sem sérstakur sjóður og varið einungis Ingólfi Ingólfssyni til hjálp- ar. Forseti kvað þessa tillögu ekki igeta komið til greina með því, að hún væri að efni til hin sama og aðal tillagan. Lét hann þó, með leyfi þingsins, að þeirri beiðni tillögumanna að bera til- löguna upp. Var hún feld við at- kvæða greiðsluna. Bending kom frá Sigfúsi Halldórs frá Höfnum og Árna Eggertssyni, lögfræðingi að við síðustu orð aðal- tilögunnar sem hljóðaði svo: að færa eftirstöðvar samskotafjársins á sér- stökum lið í reikningum félagsins,” sé bætt orðunum : “undir nafninu : Varn- arsjóður Ingólfs Ingólfssonar.” Veittu tillögumenn þá breytingu fús- lega. Var þá gengið til atkvæða um aðal tillöguna. Báðu fulltrúar deilda um' leyfi til að nota atkvæðis rétt sam- kvæmt skýrteinum sínum frá deildum, sem auðvitað var veitt. Féllu atkvæði þannig, að tillagan var samþykt með 232 atkvæðum. Ekkert atkvæði var greitt á móti. Þá var heilla-óska símskeyti lesið af forseta frá Sjwedish Canadian League til Þjóðræknisfélagsins, er svo hljóðaði: To the convention of the Icelandic Patriotic Leajgue, care of Rev. R. E. EINSTÖK VÖRUGÆÐI HEILSISAMLEGT, ÓHLANDAÐ OG ÁREIDANLEGT LYFTIDUFT TAKIÐ EFTIRs SendiTS undfrritufiuni 25c metS pdgti oic |»f*r fftift fienda ytSur hina friejcu Dlue Kibbon MatreltÍMlubók f fögrru hvitu bandi. BLUE RIBBON LIMITED — WINNIPEG damju»t£, INCORPORATED 2í* MAY 1670. Kvaran, 796 Banning St., Winnipeg, Manitoba.— Expressing our greetings to your conventxon with hopes of good re- sults from same, we also desire to congratulate you upon your motion for a Scandinavian home and want to assure you of our most sincere appre- ciation for your initiative. Swedish Canadian League, per Carl E. Rydberg, Sec’y. Var skeytinu fagnað með lofa- klappi. Eundi frestað til kl. 2 e.h. ROBIN HOOD. Hveiti það sem vex og malað er í Vestur Canada, er- hið besta hveiti, sem þekkist í víðri veröld. Ef nokk- ur húsmóðir í Vestur Canada hefir ennþá þá hugmynd, að hún þurfi dýrara, innflutt hveiti til bökunar, ætti hún að lesa það, sem hér fer á eftir. í samkeppni um besta heimabakað brauð af öllum tegundum á fylkissýn- ingunni í Sask. 1929, vann brauð, sem bakað var úr Robin Hood hveiti 43,fyrstu verðlaun; 1. silfur medalíu °g L guhmedaliu og mörg verðlaun önnur. Þetta sýnir hve auðvelt er að baka gott brauð úr þessu hveiti. Robin Hood Mills Limited mun ávalt með ánægju láta yður, té allar upplýsingar og for- skriftir og láta yður njóta alls ágóða af tilraunum í bökunarstofum vorum. Yðar einlaígir, , - Robin Hood Mills Limited LAUSAVISUR. Einsdæmi. Lætur Gróa, lán í té lítt sér snjó í fjöllum. Brumar skóga, bragðast fé, blómstur glóa á völlum. Vcðrabrigði. Hríðin tryllist, svellur sær, syngpxr engin lóa. Tíðin stillist, blíður blær, bleika strýkur móa. Loftfcrlar. Lofts er ferlum leiðin kunn. Lóum, erlum, þröstum. Dags þó perla, um boða brunn, bök ,ei merli á vöstum. a Kemur erla kát í tún, kvik á ferli að veizlum. Dags þá perla, ibláfjalls brún, björtum merlar geislum. b Líður erla létt í tún, lofts af ferli yfir græði. Dags þá perla bláfjalls brún, björtum merlar geisla þræði. Alt til uppsprettu sinnar. Lækir allir landi á, leyfum mjallar nærðir á brúnum fjal'la bröttum frá bjartir falla út í sjá. "Allrar veraldar vegur.” Allra daga kemur kveld, kólnar blóð en stirðnar hold. Ungir taka af öldnum völd. Eldri kynslóð gistir mold. F. H. B. Vertu viss um að hafa alltaf nægar birgðir af HEITU VATNI Fáðu þér RAFMAGNS VATNS-HITARA Vér virum og setjum inn einn þeirra Fullbúinn fyrir AÐEINS QQ ÚT í HÖND Afgangurinn gegn auðveldum skilmálum Hotpoint Vatns-Hitari .$20.50 í peningum Red Seal Vatns-Hitari.$19.00 í peningum Brösun að auki ef þarf WuinípeOHifdro, 55-59 lií PRINCESSSI Sími 848 132 848133 H. B. JAMAICA og DEMARA ROMM H. B. C. ROMM ÞJÓÐKUNNUGT UM VESTUR-KANADA f MEIR EN HUNDRAÐ ÁR Verndið paradís Veiðimanna gegn— ELD/ G r æ n i r skógar t r y g g j a tæran straum af rennandi vatni, en brendur skógur setur leðju og stýflur í alla læki. Góður veiði maður er því sjálfs sin vegna varasamur með eld í skóg- unum. Issued by authority of Honourable Charles Stnvart Minister of the Interior Löggilt 1670 Hefir því rekið viðskifti 259 á ar L Wrttösun'a |foni Co.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.