Heimskringla - 21.08.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.08.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. ÁGÚST, 1929 Hcímakringla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, W.innipeg Talsími: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist íyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., «53 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 21. ÁGÚST, 1929 Einstætt fordæmi. Hver mun geta lesiö, alþýðumaður eða mannfræðingur, án þess að hjarta hans verði ‘‘hrifið hæstri bifan,” sögu Sví- anna í Gammal-Svenskby, þegar hún verð ur að fullu skrásett af þeim sem vald hef. ir? Fáir þættir úr menningarsögu alíra alda og þjóða, er mannkynið hefir sagnir og sögur af, myndu geta jafnast við þá frásögn, sem á skilið penna Snorra, Ham- suns eða Heidenstams. — Hún ætti ekki að standa að baki herleiðingarsögu Ritn- ingarinnar. Fyrir meira en tvö hundruð árum síð- an flytja nokkrir sænskir alþýðumenn til Ktillar eyju í útjaðri Sviaveldis. Tuttugu árum síðar komast þeir undir erlent stór- veldi, gersamlega óskylt að tungu, hátt erni og menningu. Nær sjötíu ár halda þeir samböndum við ættþjóð sína yfir um Eystrasalt. Meðan það helzt, gengur þeim tiltölulega auðveldlega að því er skilja má, að halda við tungu sinni, trú og menningu. Og þó hafa fjölmennari land nemar týnt að mestu þessu öllu á skemmri tíma. En þá eru þeir sendir í herleiðinguna miklu. Skapmikil einvaldsdrottning, sem þá að líkindum er orðin þreytt á fast- heldni þessara örfáu, fátæku sálna við trúna og tunguna, ásetur sér að þver- brjóta þessa þrákelkni svo dugi, eitt skifti fyrir öll. Hún lætur taka hvert manns- barn á Dagey, karskt og karlæg^, og flytja til Suður-Rússlands, suðaustur í Úkranje, mörg hundruð mílur frá öllum sænskum samgöngum. Þar neyðast þeir til þess að leggja sig eftir nýjum lifnaðarháttum. Þar eiga þeir að festa rót í frjósemi vín- ekru og kornlanda; gleyma gamalli menn- ingu og minningum við nýtt athafnalíf; sogast og hverfa í hringiðu fjölmennrar, gamallar litskrúðugrar menningar; gleyma tungu sinni og tala nýja; gleyma Eiríki sigursæla, Karli Karlssyni Bónda, Gústöfunum— Vasa og Adolph— Karli tólfta; öllu því í söng og sögu sænskrar þjóðar, er borið hafði þá upp og haldið þeim uppréttum á Dagey, í sjötíu ár, undir oki erlendrar áþjánar. Það var ekki óskynsamlega til get- ið, að þetta myndi takast. Enda var Katrín drottning enginn fáráðlingur. Og vafalaust hefir hún gengið ánægð til hvílu kveldið það, er hún hafði með hæst- eiginni hendi undirritað herleiðingardóm þessara þverúðarfullu fiskimanna á Dagey.— Því meir forviða hefði hún hlotið að ýerða, eftir því sem fram liðu stundir. Hefði hún við og við mátt líta upp úr gröf sinni næstu 120—130 árin, og verða þess vör, að herleiðingarráð hennar, náði ekki tilgangi sínum. Hún hefði hlotið að undrast stóriega, ekki síður en vér, er nú undrumst og fögnum yfir heimkomu þeirra úr meira en hundrað ára herleið- ingu. Hún hefði hlotið að undrast þá rót, sem þetta fólk var af runnið. Undrast skapfestuna, er róleg og sigurviss stóðst hundrað ára athlægi, þeirrar tegundar, er öllum fámennum og umkomulausium “útlendingum” eða ‘‘emígröntum’’ fellur í skaut frá fjölmennum og auðugum frum öyggjum landsins, unz þeir hafa jært að skilja hana og meta á borð við sína eig- iil; undrast þann menningarþrótt og sjálfsmetnað, er heldur leiftrandi lífi í trú og tungu, þrátt fyrir aukna tímalega vel- megun í skjóli tæknari menningar, og gerir sér fulla grein fyrir því, að það er ekki endanlega eini sáluhjálparvegurinn fyrir hvern þann er verða vill ‘‘góður borg ari’’ í nýju landi, að beygja svírann, skiln- ings og möglunarlaust, undir hvem dint nýrrar tízkiui eða gamallar hefðar þess fjölmenna meirihluta er fyrir býr, þótt til þess þurfi að ganga á bug við og kasta fyrir borð öllu því sem göfugast var og fegurst í fari aðkomenda. Þenna höfuðlærdóm mættum vér V.- íslendingar nema af frændum vorum frá Gammal-Svenskby, þrátt fyrir ‘‘prédikun- ar”-starfsemi sumra “leiðtoga” vorra á undanförnum árum, því það þarf enginn að ætla að þessum herleiddu Svíum hafi hlýtt annað en að reynást ‘‘góðir borgar. ar,” auðsveipir við landsins lög, í öll þessi 100 ár, freklega talin, er hnútasvipa zars- ins vofði yfir iandi og lýð frá St. Péturs- borg. Þó mætti kannske virðast, sem sá lærdómur komi oss að litlu haldi, er lét- um Nýja ísland ganga úr umsjá vorri og yfirráðum sem alíslenzkt hérað. En að minnsta kosti ætti þó þetta dæmi tæpra þúsund manna meðal miljónanna, að afsanna fyrir oss þá bábilju, að nauðsyn beri til þess endilega, að íslenzk tunga verði aldauða í þessu landi á næsta mannsaldri eða svo. En hvort sem vér treystum oss eða eigi ,til þess að hefjast til nokkuð líkra samtaka til verndunar máli og menningu og þeirra er ráðið hafa lífi og örlögum frænda vorra í Gammal Svenskby á liðn- um öldum, þá hlýtur hver þjóðrækinn maður að senda þeim yfir hafið hugskeyti samúðar og þakklætis fyrir það einstæða fordæmi, er þeir hafa öldum og óbornum eftirskilið. Árnaðaróskir í garð þeirra, um velgengni og farsæld í framtíðinni, eru í raun og veru óþarfar, því slíkum er guðsríki visst, svo framarlega sem því verður hér á jörðu staður fundinn. Þyzk endurreisn. Fyrir fimmtán árum síðan stóðu ÞjóðVerjar á hæsta tindi veldis síns. Á síðari hluta nítjándu aldar hafði járnkanzl arinn mikli, Bismaick fursti, skapað ef til vill öflugasta stórveldi Norðurálfunnar, ef ekki alls heimsins, úr Tnörgum smáríkjum, meira og minna sundurþykkum. Þjóðin svall af lífsþrótti, stolti og metnaði. Á sviðum lista og vísinda hafði hún tekið forystu menningarþjóða heimsins. Hún hafði öflugastan og bezt búinn landher allra þjóða í heimi; herfloti hennar gekk næstur brezka flotanum. Hún átti þriðja mest nýlenduríki í heimi; kaup- floti hennar gekk næstur kaupflota Breta, og nær allstaðar keppti hún sigursæl við aðrar þjóðir um verzlun og viðskifti öll. Og fjórum árum síðar var allt hrun- ið í rústir. Þjóðverjar höfðu reitt of hátt, eða máske öllu heldur of geist, til marksins. Hinn öflugi landher þeirra var þrautsigraður af ofurefli liðs; her- flotanum sökkt í sævardjúp; þjóðin van- megna af hungri og hverskyns neyð; flug- herinn afnuminn og gereyðilagður og verzlunarflotinn gerður upptækur, svo að þeim voru eftirskilin einungis 419,- 000 tonn, af 5,000,000, til þess að viða að' sér nauðsynjavömm og hráefnum. Stór- ir skikar skornir af landinu; allar ný- lendur af þeim teknar; auðugustu náma- héruðin af þeim tekin; iðnaðurinn farinn í kaldakol, og ógurlegur skuldabaggi bundinn þeim á herðar til sextíu ára. Síðan á dögum Kartagóborgar hefir sjald- an eða aldrei verið gengið svo greypilega á milli bols og höfuðs á nokkru stórveldi, að því er virtist. En þrátt fyrir dæmafá afrek þjóðar- innar á 19. öldinni, þá var sem nú fyrst kæmi ótvírætt í ljós, hvílíku ódrepandi lífsmagni hún átti yfir að ráða. Möglunar- lítið var að skilmálunum gengið, því ekki tjáði að deila við dómaranh, og sigraðir menn verða að sætta sig við allt. Og möglunarlaust var tekið að vinna, eins og þjóðin hefði tileinkað sér það vígorð, er Hinrik Dalgas gaf Dönum, er Þjóðverjar höfðu leikið þá harðast, 1864: ‘‘Það sem út á við tapast skal inn á við vinnast.” Sverðsmiðjum var breytt í plógsmiðjur; efnasmiðjurnar gengu nótt og dag, til þess að komast það á undan, sem þær voru fyrir stríðið, þótt sigurvegararnir hefðu tileinkað sér ailar dýrmætustu upp fyndingar þeirra, og þar sem áður voru smíðuð verzlunarskip og herskip, voru nú verzlunarskip eingöngu smíðuð. Og stöðvunarlaust var haidið áfram afborg. ununum í hina botnlausu skuldahít, þótt sú borgun næmi langt um meira á ári en ' allar tekjur ríkissjóðs Kanada. O g nú í dag, aðeins ellefu árum eft- ir ‘‘hörmungina miklu,” eru Þjóðverjar komnir vel á veg áleiðis á öndvegisbekk iðnaðar og verzlunarþjóða veraldarinn- ar. Þeir hafa smíðað hraðskreiðasta og fullkomnasta farþega og flutningsskip verldarinnar. Þeir hafa nýlega lokið við langstærstu flugvél heimsins, er hefir rúm fyrir meira en 100 farþega. Hið volduga loftskip þeirra, ‘‘Graf Zeppelin” fór nýlega hamingjusamlega aðra ferð sína til Ameríku og heim a,ftur, og er ein- mitt í dag, er þetta er ritað, farsællega lent í Japan, eftir nálega 7,000 mílna ferð frá heimili sínu Friedrichshafen á Þýzka- landi (á tæpum 102 klukkustundum) á hringferð sinni um hnöttinn; fyrstu ferð slíkri, er fartæki þeirrar tegundar hefir lagt í. Og þeir hafa komið sér upp 4, 000,000 tonna kaupskipaflota á þessum ellefu árum, fjórða stærsta kaupflotanum í heimi, — ef þeir hafa þá ekki þegar tek- ið þriðja sætið frá Japönum,— og áreið- anlega bezt búna kaupflotanum, þar sem eingöngu er um nýtízku skip að ræða. Hverja skoðun sem menn kiunna að hafa haft á ófriðarsekt þeirra, þá er ó- mögulegt annað en að dázt að slíku ókúg- andi lífsmagni og framkvæmdaþrótti. Og þótt menn viðurkenndu það, sem flestum fróðustu mönnum, óvilhöllum, mun þó nú finnast býsna viðurhlutamikið, að Þjóð- verjar hafi átt meiri sök á skelfingum styrjaldarinnar miklu en aðrir aðiljar, þá hlýtur þó flestum að finnast sem slíkar stórdáðir, og þær, er hér hafa vprið nefnd- ar og óteljandi fléiri slíkar, hafi bætt það brot að býsna miklu leyti, svo framarlega sem mögulegt er að bæta slíka hörmung. Og þá ætti líka að vera óhætt fyrir þá, er til samá ættstofns verða nánast tald- ir, að fara að láta blóðið renna sér óhindr- að til skyldunnar, ekki síður en áður, er allt lék í lyndi fyrir þessu stórveldi hins germanska kynstofns. “Landinn enn!” Stórblöðin hér í Winnipeg fli’ttu þá fregn í fyrradag, að við allsherjar skot- mót, er haldið var á laugardaginn var í Ottawa, mejíð 173 þátttakendum úr öllum fylkjum Kahada, beztu skyttum landsins, hafi góðkuhni v.-íslenzki skotkappinn, J. V. Austman, bóndi frá Kennaston, Sask., sonur hr. Snjólfs Austman, borið sigur úr býtum, og hlotið meistaraskyttu- titil Kanada. Skoraði hann 247 mörk í samkeppnirtni, tveim mörkum hærra en sá er næstur honum varð. Mun þetta vera mjög þá skor. Segja blöðin, að sjaldan eða aldrei muni samkeppnin hafa verið harðvítugri en nú, né úrslitin talin vafasamari, svo margar úrvalsskyttur, sem þarna voru samankomnar. Þessi samkeppni fer fram árlega og er hún kennd við ríkisstjóra. Er sigurveg- arinn borin á sérstökum ‘‘heiðurs-skot- stóli, við lúöraþyt og bumbuslátt til aðal- herbúðanna, þar sem ríkisstjóri sæmir hann verðlaunapeningi úr gulli, er fylgir kanadiska skotmeistaratitlinum, og $200 sjóði að auk. ‘Joe’ Austman, er ásamt föður sín um og fjölskyldu Winnipeg íslendingur gamal- og góðkunnur, þar sem hann e uppalinn hér. Og orðálír sá, er ham vann sér þegar fyrir ófriðinn, sem úrvals skytta, lifir enn í minni allra Vestur-Is lendinga. Yfir til Kaupmannahafna bárust á ófriðarárunum fregnir um úr valsskyttuna vestur-íslenzku, er ásam fjölda annara vaskra vestur-íslenzkn drengja væii farin á vígvöllinn. Svc fréttist einn góðan veðurdag, að hani hefði fallið óvígur í gashríðinni, í annar orustunni við Ypres, verið tekinn hönd um og fluttur í fangelsi á Þýzkalandi Þegar Austman slapp úr prísundinni at ófriðnum loknum (eftir hálft fjórða ár) fluttist hann jafnskjótt hingað til Winni- peg, og þaðan vestur til Kennaston, Sask. þar sem hann hefir dvalið síðan við land- búnað, ásamt föður sínum oftast. Síðan Austman kom aftur heim frá Þýzkalandi hefir verið hljótt um skot- fimi hans, enda kom hann illa þjakaður undan hörmungum gassáranna og fangels is vistarinnar. Hefir hann ekki tekið þátt í skotkeppni síðan fyr en þetta. Er því enn gleðilegra hinum mörgu vinum hans, að þessi ágæti íþróttamaður skyldi þegar sýna það, að hann hefir aftur náð há- marki íþróttar sinnar. Margir y Vestur-íslendingar myndu óska séi- að geta hafa haft færi á því að vera í Ottawa á laugardaginn og sjá Ianda sinn borinn til sigur-veg- semdanna. En bezt af öllum hefðum vér getað unnt föður hans þeirrar gleði að vera við- staddur, er sonur hans var “haf- inn á skjöldu,” samkeppenda sinna. Því betri ísiending, en Snjólf Austmann yrði erfitt að finna, þótt grandgæfilega væri leitalð. Hans verðlur minnst þegar fullskráðir verða vestur- íslenzkir annálar, fyrir margt það bezta, sem einkennir rík- lundaðan, íslenzkan drengskap- armann. Mættum vér að skaðlausu hafa á meðal vor tal- ið enn fleiri, er hefðu látið sér jafn annt um það, innan sinnar stéttar, að hvergi væri lítils- virðing sýnd íslenzku þjóðerni. Minni Vestur-Islendinga (Franvh. frá 2. bls.) fundiö slíkt land. Hann- sá í slíkri nýlendu, ekki einungis ihag fyrir Is- lendinga sjálfa, heldur og fyrir Bandaríkin og Canada. Hann var svo stórhuga að sjá í slíkri nýlendu er stofnuð yrði af 10,000 Islending- um “þá yrði þar eftir 3—4 aldir þar orðnar 100,000,000 og myndu þá þekja allt meig’inlandið frá Hudsons- flóa til Kyrrahafs. Þeir gætu þá geymt tungu sína, aukið hana og auðgað af hennar eigin óþrjótandi rótum. Og hver veit ef til vill sem erfingjar hins mikla lands fyrir sunn an sig smátt og smátt útbreitt hana með sér yfir þessa álfu og endurfætí hina afskræmdu ensku tungu.” Engum dylst hversu fögur hug- mynd þetta var og er. Enigu að síður þó að eigi væri þá hægt að framkvæma þetta. En ef landinn hefði þá • farið að ráðum J. Ö. þá þyrftu þeir %kki nú að bera kvíð- boga fyrir því að börn þeirra hverfi algerlega inn í enska heiminn hér eins og dropi í sjóinn. Eg tel það hiklaust hina mestu ógæfu að Is-r lendingar skyldu tvístrast eins og 0 ' raun varð á í byrjun hér. Það þarf enginn að ætla sér að prédika þá skoðun inn í mig að Islendingar gætu þrifist á tótnri ensku. Þeir þurfa að hafa kjarnbetri fæðu; og hana er hvergi annarsstaðar að finna en í íslenzkri tungu og bókmenntum. Hvað á þá að gera til að Islendingar hér ekki gleymi uppruna sínum?. Þeirrar spurningar hefir oft verið spurt. Vér getum rakið hana aftur í tímann til ársins 1890, og þar er bætt við. “Myndi ekki jafnvel þann dag í dag mega finna þó nokkur ís- lenzk ungmenni, einkum í Winnipeg, sem miklu fremur kysu að ræðurnar í kirkjunni og ræður og söngvar á samkomum Islendinjga færu fram á ensku' ? Eg geri ekki ráð fyrir að spurning unni sé auðsvarað nú á annan en neikvæðan hátt. En sannarlega var þetta tímabært spursmál á þeim tíma og er í raun og veru enn hvað viðhald tungunnar snertir. En nú verður naumast horfið til baka til þeirra möguleika sem þá voru á því að sameina íslendinga í eitjni ný- lendu. Eg vil minnast séra Jóns Bjarna- sonar, sem gerðist andlegur leiðtogi nýbyggingjanna hér; hvatti þá til dáða Qg drengskapar og Ieitaðist við að sameina þá í kirkjulegnm efnum. Hann talaði minni Vesturheims ú hinum fyrsta Islendingadegi. Hann talaði í líkingum til Islendinga um fund Nieptunusar. Hvernig það atvikaðist. “Hann fannst áður en hann sást. Menn tóku eftir óreglu. eða truflun eða “perturbationum” á næstu jarðstjörnum Úranusi, og sannfærast um það að. sú truflun stafaði frá annari óséðri plánetu utar í geimnum.” Hann talaði um “hill- ingar á preríunum.” “Vér sæjum oft langt út fyrir vorn eigin sjónd,- hring. Landið fyrir utan hann lyft- ist upp og kæmi nær. Það væri ímynd þessa lands í andlegum skiln- ingi. Júlíus Cæsar þegar hann sté í land í Afríku saigði: Teneo te Africa. Eg vil nú i nafni íslend- inga segja, Teneo te Ameríka —Eg held þér Amerika.” Og hann held ur áfram og segir: “Skylda vor við þetta land. Hver er hún? Hún er það, að vér leggj- um vorn skerf, skerf frá oss sjálf- um og voru íslenzka þjóðerni til vaxtar og viðgangs þessu framtíðar og frelsis landi. Gleymum ekki að vér svíkjum þetta, vort nýja land svo framarlega sem vér ekki lifum fyrir það að koma — í góðum skiln- ingi auðvitað “perturbation” á stað í sögu landsins. (Með þeim huga vil ég segja “Teneo te America,” og með þeim huga skora ég á yður alla að hrópa: Blómgist og blessist, vonarinnar,. frelsisins, framtíðarinnar, einstaklings ins og “perturbationanna” land. Am- eríka.”) Þetta er kafli úr fyrsta minni Vesturheims hér á þessum slóðum og hversu fagrar hugsjónir eru hér ekki dregnar fram. Það er ekki að undra þó að Islendingar hafi í heiðri minnimg þessara manna og minnist þeirra með einhuga þakklæti á degi eins og þessum. Það er ekki furðu- legt þó oss langi til að geyma minn- ingu þeirra og annara sem leiðbeindu hópnum íslenzka i allskonar þreng- um. Það er ekki furðulegt þó inn- lendir menn tækju eftir hvað var að gerast með þessum fámenna hóp ís- lenzkra nýbyggja. Dufferin láv- arður, er hann heimsótti Nýja Island 14. september 1877 komst meðal ann- ars þannig að orði: “Eg* ber óbilandi traust til hinnar harðgjörvu hugrökku og þrautseigu íslenzku þjóðar. Saga þessa norræna ætt- stofns sannar betur en nokkuð annað að einkenni hins göfuga kynþáttar hafi verið iðjusemi, dugnaður, stöð- uglyndi, seigja og óbilandi þolgæði.” Hann segir ennfremur: Eg hefi veðsett álit sjálfs min hinum canadisku vinum mínum fyrir því að nýlenda yðar þroskist og blómigist.” Eg vil minnast séra F. J. Berg- mann, sem eins hins trúverðugasta. mikilhæfasta, ötulasta leiðtoga á sviði bókmennta og trúmála. Og marga aðra mætti telja ef tíminn væri ekki takmarkaður. Og einum má sízt gleyma, og það er skáldið sem nú er n^látinn svo að segja, en sem lifir með oss líklega lengst allra frumbyggja Vestur- heims í sínum ógleymanlqgu and- vökuljóðum. Eg á við Stephan G. Stephansson. Hann hefir kennt oss svo margt þarft og uppbyggilegt i sínum göfugu ljóðum. “Að lífsins kvöð og kjarni er það að líða og kenna til í stormum sinna tíða.” Hann hefir dregið upp fegurst allra þá “undirstrauma lífsins í náttúrunni” sem einungis andans mikilmenni kunna. Það hefir verið sagt, og það með sanni að einn merkasti við- burður í sögu Vestur-Islendinga 'hafi verið það þegar heimaþjóðin toauð honum heim árið 1917. Öll helztu menningarfélög þjóðarinnar stóðu fyrir því heimboði. Fagnaðarsam- sæti voru honum haldin um allt land og gefnar gjafir. Þar á meðaí 3000 kr. heiðursgjöf frá landinu. G- F. kemst þannig að orði um hann i ræðu. “Hann i(St. G. St.) er einn af viðlendustu landnámsmönnum í andlegu lífi hinnar íslenzku þjóðar. Þegar hann flutti héðan héldu allir að hann flytti aleiguna í einu kof- orti. En í stað þess flutti hann með fiér ósýnílegan sjóð allls' þess sem dýrast er og bezt ættað í tungu vorri bókmenntum og þjóðareðli.” Hanrt er “öræfanna andi sem á sér ríki og völd,” og skáld öræfanna er— Haralyndur, hlákuvindur Höfundur sem engan stælir Sitt í eigin orðum mælir Hvað sem hugsar tún og tindur Starfar, stundar, straums og grundar Öfjin leysa úr ísatjóðri Opna dyrnar fyrir gróðri Rumska þvrsem bundið blundar.” Eitt af íslands beztu skáldum, Davið Stefánsson frá Fagraskógí yrkir kvæði við þessa heimkomu Stephans. Kvæðið heitir Stephan G. Stephansson og er einkar faignirt. Það er svona: Kvöldsólin hnígur x Kyrrafiaf Og Klettafjöll rósbjarma skreytir. Eg styð mig við frónskan flækings- staf Um fagrar og ókunnar sveitir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.