Heimskringla - 21.08.1929, Síða 5

Heimskringla - 21.08.1929, Síða 5
WlNNIPEG, 21. ÁGÚST, 1929 HEIMSKRING L A 5. BLAÐSIÐA. Svo kem ég á bæ og ber á dyr— A bjagaöri ensku ég heimamann spyr: Hver sé húsbóndi hér, Þá hlær hann af undrun og svarar mér: Stephan G. Stephansson. Svo þetta er land hans og þetta bær Og þarna á hann búslóö sína alla; Svo það er hér sem hann hörpuna slær Svo að heyrist til Islands fjalla. Hér ;býr hann, þá, íslenzki útlaiginn, Sem var útlægur gjör fyrir hörpu- slátt sinn I'ennan andvöku óð Sem að ókyrði og vakti hans sofandi þjóð. • Hér vil ég gista—og heimamann bið Til húsbóndans kveðju að bera Frá vegmóðum Islending, anddyr hans við Sem óski að fá að vera. Og sveinninn fer inn að segja það Svo kemur maður einn út á hlað Mundar hendina á mér Mælir djarflega: Nefndur é|g er Stephan G. Stephansson. Eg stari á hann — undrast þá Islands synd Að eiga hann i fjarlægu ríki. Hann er eins og hreystinnar heilaga mynd, Væri hún höggvin í útlaga líki. Úr hendi hans streyiwir styrkur og þor Stálvilji, framsókn, íslenzkt vor. Fátt er fatnaði hans Fjölskýldumannsins og landnenians. Eg heyrði til Islands þinn hjarta- slátt Um húmdimmar andvökunætur Og veit hve oft sá á erfitt og bágt Sem í útlegð af heimþrá igrætur. Eg þekki þig hetja, þinn andvöku óð Þitt islenzka hjarta, þitt norræna blóð Þína ættjarðarást Sem í útlegð var dæmd til að lifa og þjást. Eg þekki þig hetja, þau skot er þú skaust Það skotvopn er tókstu í hendur, Þegar þú sjálfur blæðandi brauzt A bak aftur þína fjendur. Svo græddir þú þeirra svöðusár Með söngvum—nú brosa þeir gegnum | tár Til hins syngjandi svans Til sigrandi mannúðar postulans. \ Og ef til vill var é)gi einn af þeim Sem fékk áverka af þér fyrir löngu Og gróinn af sárum sæki þig heim Soltinn og þreyttur af göngu. Eg er kominn til þín yfir Klettafjöll Yfir koldimmar sprungur og vatna- fjöll Til að þakka þér Þrekvirkið sem þú vannst á mér. Hann býður mér inn í bæinn sinn Og brosandi spyr hann mig frétta Heiman af Islandi, útlaginn Með ánægju segi ég það rétta Að ísland þakki hans andvökuljóð Því þau örvi og kæti hina vaknandi þjóð Þrái að hafa hann Við hjarta sitt skáldið og útlagann Stephan G. Stephansson. I þessu eða þvilíku getum við bezt séð eða heyrt undirtóna þá, sem hreyfast í hugum heimaþjóðarinnar gagnvart frændum þeirra hér. “Og daggir andans hrynja á lífsins haf- flöt svo hringir myndast, þeir, er víkka, stækka og efla óð og afrek, ást og samhug, og leita upp sjálfa lífsins rót.” —Mesta ánægjuefnið hér var að Stephan átti allt þetta og meira skilið. Og það er hróður hverjum manni að hafa lært í gegnum lestur ljóða hans að skilja og meta rétt þær gáfur sem hér voru að verki og þá starfsþrekið, göfuglyndið, 'hreinskilnina og alla þá hugprýði sem blasir við manni í Andvökum Stephans., Já, vissulega höfum við átí marga agæta menn á vorum frumbýlings- árum hér. Marga fleiri mætti telja ef tími væri til en nú er þess naum- ast kostur. Þó vil ég ekki skilja svo við þetta erindi að ég ekki minnv ist í fám orðum nokkurra atriða úr lifi Islendinga hér sem við megum aldrei gleyma eins lengi og íslenzk sál á sér bústað í þessum heimkynn- um. Eg get þó ekki annað en drep ið lauslega á aðeins nokkur atriði að þessu sinni. Eg á þá við það frægðarorð sem Islendingar hafa Igetið sér fyrirJ dugnað og áhuga í samkepninni við annara þjóða menn hér. Það er ekki tekið úr lausu lofti. Dæmin sýna það bezt. Og hví skyldi ekki einmitt á degi sem þessum minnast með þakklæti allra íslenzkra manna, sem i samkeppninni við aðrar þjóðir hafa svo oft borið sigur úr býtum? Vér munum öll hina gáfuðu og ötulu íslenzku náms- menn sem skarað hafa fram úr öllum öðrum við háskólaprófin hér, og sér í lagi þá tvo, er hlutu Rhodes Scholarship fyrir sína góðu frammi- stöðu. Þá ber oss einnig að minn- ast kappanna íslenzku er sigldu til Olympisku leikjanna, og urðu þar fyrir sína frammistöðu heimsins frægustu hockeyleikarar. Og ég vil minna yður á að þetta og þvílíkt er alls engin tilviljun. Einnijg og ekki sízt ber oss að minn ast hér allra ' eirra hraustu drengja, sem lögðu sitt allt á altari hugsjóna sem þeir álitu réttmætar, í stríðinu mikla. Minning þeirra hugprúðu manna er svo djúprætt í hugum vor allra að öll orð um hana verða að tómum hljóm. “Við það traust og 'þá trú, hverf ég tímanna brú, að það kul sem ég kennt hefi til, verði dögg, er ég dey, því að ljóð, sem ég kvað, bera lifandi bar, bera vott hver ég var,” segir Hannes Hafstein. Orð sem áttu við hann og eiga við alla ’dugandi drengi eins og hina íslenzku hermenn. , Nú vil ég minnast í fám orðum á það sem mér finst helzt ætti að vaka fyrir þessari kynslóð islenzkra manna og kvenna. Það er þá fyrst að vér ættum að kynna oss sögu þeirra manna og lífsferil, sem iháðu hér fyrstu baráttuna og ruddu veg fyrir ókomnar kynslóðir. Vér ætt- um að læra að þekkja lyndiseinkunnir þeirra og bera þær saman við vorar eigin. Og ég er ekki í neinum vafa um að nútíðar kynslóðin gæti mikið gott af því lært. Skapferli hinna fornu landnema var þroskað við þrengingar og erfið lífskjör á alla lund. Þess vegna urðu þeir sterkir og vakandi menn. Þeir lærðu að hugsa um lífið alvarlega og urðu fyrir það góðir menn. Þeir tóku með sér sitt erfðafé heiman af ættlandinu, sem var innrceti, byggt á þúsund ára sögu og lífsbaráttu hinnar islenzku þjóðar. Þeir kunnu “ástkæra, yl- hýra málið, sem er allri rödd fegra.” Og þcir kunnu að mcta hlýleikann og dýptina í hljómi og visku hinnar íslenzku tungu. Enn eitt má benda á sem einkenndi íslendinga fyr á tím- um, og sem vafalaust hefir orðið þeim heilladrjúgt í lífsbaráttunni hér; og það er mcnntafýsnin. Hún var eins og runnin i merg og bein allri þjóð- inni. Mig grunar að þeir hafi tek- ið hana með sér heiman af Fróni. Mig grunar líka að sú menntafýsn sé nú að dofna hjá oss hér þó rauna- legt sé. Eg kenni ekki æskulýðnum um það: heldur mun orsökin Hggja í breyttum hugsunarhætti yfirleitt hjá öllum fjöldahtim. Væri þvi vel ef því væri haldið áftam í ræðum og riti meðal vor að hvetja íslenzk ung- menni inn á menntabrautirnar. Eg vildi sjá þá alla ganga þann veg að svo miklu leyti sem unnt er, því Is- lendingar eiga um fram allt að vera mennta,ðir menn og konur. Vér eig- um marga í öllum stöðum lífsins hér, en vér þurfum að eiga enn fleiri eftir því sem árin líða. Sú þjóð, sem framleiðir menn eins og Vilhjálm Stefánsson til dæmis, á að hafa fyrir skyldunánisgrein i skóla lífsins, að voga öllu til að rannsaka og læra að þekkja til hlítar hin yztu höf mann- legra vitsmuna. Ekkert má verða til að tefja fyrir þeim þroska.— Sú þjóð sem átti fyrir leiðtoga (andlega og líkamlega) menn eins og séra Pál Thorláksson, séra J. B., séra F. J. B., St. G. St., Sigtr. Jónasson, B. L. Baldwinson, W. H. Paulson, G. Páls- son, Jón Ölafsson, Brj. Brynjólfs- son, E. Hjörleifsson og marga aðra, fyr og síðar, á að kappkosta að halda uppi því merki er þeir hafa borið. Hún á að kappkosta um fram allt að • u. 'l;:t . I í#/ • J. l *» vera samhuga i öllu því er leitt get- ur til sigurs í lifsbaráttu hvers ein- staklings meðal vor hér; áð fyrst ekki tókst að sameina þá í einni nýlendu hér fyrir 50 árum síðan að nú skuli hafist handa á ný og að nýlenda Is- lendinga í framtíðinni verði œðstu menntastofnanir landsins. Eg segi: áfram ungu íslenzku menn og konur til vegs og gengis í nýlendu þeirri sem bíður yður í landi sannrar þekk- ingar. Hverfið aldrei inn i þetta þjóðlíf sem smáþjóð ein, er ekki hafði neitt markvert til síns ágætis, heldur kappkostið að verða kennarar þjóðar- innar í öllu því sem leitt getur eina þjóð til sannrar gæfu.. I því einu getur varðveizt um aldur og æfi sá íslenzki þjóðararfur, sem svo mjög er talað um í seinni tið. Það er is- lenzkt landnám í heimi bókmennta og lista. Grunntónninn em berst til vor í gegnum alla baráttu íslendinga hér held ég engum dyljist að sé óþreytandi áhugi fyrir því að allt hið bezta i eðli voru geti notið sín, og borið þús- undfaldan ávöxt í hérlendu þjóðlífi. Það er vissulega ósk allra góða Is- lendinga, þó ýmsar leiðir hafi menn viljað fara i því augnamiði. Ot í deiluefnin skal þó ekki farið hér. En ekki' væri úr vegi að minna yður á það, að deilurnar hafa, þvi miður, oft orðið oss til tjóns, meira en unnt er a^5 merkja i fljótu bragði. Þær hafa tafið fyrir öllum eðlilegum þroska hjá oss. Þær hafa gróður- sett hatur milli manna og flokka. Þær hafa stundum orðið svo fyrir- ferðamiklar að áhugi fyrir öllu öðru hefir dofnað og orðið að engu hjá öllum fjöldanum. . Eg vil aðeins minna yður á, í því sambandi, orð Einars Hjörleifssonar um stærstu von ungu hjónanna sem í raun og veru allt byggist á, þá “að þeim megi ávalt koma vel saman.” Það er stóra atr- iðið i heimilislífi manna og þá engu síður í þjóðlífinu. Ég vil þá að endingu hverfa að því sem minnst var á í byrjun þessa máls — hinum fyrsta Islendingadegi í Vesturheimi fyrir 40 árum síðan. Hvað er það helzt sem sú lýsing, sem gerð var á þeirri markverðu hátíð gefur til kynna ? Og hvað getum við af hátiðinni lært? Mér er sem ég sjái þennan hóp íslenzkra manna Oig kvenna á leiðinni til að minnast hátíðarinnar og sömuleiðis fagna hinu nýja fósturlandi. Og þá hinn brenn- andi áhuga fyrir þvt að láta þenna sérstaka viðburð bergmála hróður lands vors og þjóðar, ef unnt væri, til yztu endimarka jarðarinnar. Það er eftirtekktarvert hvað Winnipeg- blöðin ensku höfðu um hátíðina að segja og þá hina íslenzku þjóð yfir leitt og komast meðal annars þannig að orði: (Free Press—4. ágústj ' Norðvesturlandið byggja marigar þjóðir, en fáar af þeim munu geta haldið hátíðlega minningu um 1016 ára byggingu ættkinds síns. Það var þetta sem Íslendingar gerðu siðastl. laugardag. Eftir eitt eða tvö ár vonast allur Vesturheimur eftir, svo framarlega sem Chicago herðir sig með undirbúninginn, að taka þátt i minningu þess að þá eru 400 ár liðin frá því að meginland þetta fanst. Vér erum hrein börn í samanburði við íslendinga því að þeirra þjóðlíf byrjaði fyrir meir en þúsund árum og hefir alltaf haldið áfram síðan án þess nokkurt hlé hafi á orðið. Þeir hafa alla hæfileika til að komast áfram. Vér höfum enga betri inn- flytjendur hér í Norðvesturlandinu.” Tribune, 4. ágúst.—Procession — r.okkurskonar opinberun; einhver sú stærsta sem nokkurntíma hefir farið um W.innipeg götur. —Munum ekki eftir neinni sem jafnast við hana að skynsemi, reglusemi og sparsemi. Auk þess sem íslendingar að fjöld- anum til er einhver allra mesti þjóð- flokkur í fylkinu eru þeir einnig ein- hverjir hinir bett ménntuðu og ein- hverjir rtiestu framfaramenn. Ráð- vendni þeirr^ og trúmennska er orð- ið að orðtaki. Þeir eru framúrskar- andi lagnir á að laga sig eftir breýtt- um höigtrm og að taka upp hina nýj- ustu hætti nútjíma tnenning'nrinnar. Og það er alveg undursamlegt hvað þeir eru fljótir að nema enska tungu. Við getum þá fyrst lært af þessum fyrsta íslendingadegi að virða og meta rétt arfleifð þá sem brennur i eðli og uppruna hinnar íslenzku þjóð ar.. Að kasta ekki frá okkur ófyrir- synju því sem er og verður þjóð- ernislegt innræti vort. Það er ávalt sérstætt fyrir hverja þjóð. Að kunna að vera samverkamenn þeirrar þjóðar sem vér búum með án þess að glata sjálfir nokkru af því sem gildi hefir í oss sjálfum en er eign vor og enigra annara. Að láta alla vora daga, og þá umfram allt alla vora Islendinga- daga færa þessari þjóð heim sanninn um það að landið vort ógleymanlega sem næsta ár heldur 1000 ára minn- ing hins fyrsta lýðveldis þessarar jarðar, á hér sonu og dætur sem brenna af áhuga fyrir því að geta kannast við sinn eigin uppruna hvar og hvenær sem er. Eg vildi sjá að allir vorir Islend- ingadagar gætu orðið oss til eins mik- ils sóma og sá fyrsti hefir vafalaust orðið. Eg vildi sjá stórmenni þessa fylkis taka þátt í þeim með oss eins og þá. Islendingar eru svo sterkur þáttur orðinn í þessu þjóð- félagi að mér finnst að almenn kurt- eisi heimta meiri þátttöku frá hér- lendum mönnum en átt hefir sér stað á siðari árum í þessu hátíðahaldi.. En ég áfellist þó ekki neina í því sam- bandi aðra en oss sjálfa. Það er tómlæti voru að kenna að hérlendir menn eigi taka meiri þátt í þessu há- tíðahaldi en þeir nú gjöra. En ég efast ekki um það að þessi árlega minningarhátíð Islendinga gæti orðið allt önnur, oig öflugri ef hugur fylgdi máli hjá oss, og oss virkilega þætti vænt um þenna dag umfram aðra daga. . Vér gætum ef vér vildum gert hann að viðburði í sögu þessa lands í stað þess að láta hann veslast upp og vera aðeins ó- ljós mynd af iþvi sem hann áður var. Eg vil að Islendingadagurinn endur- :rjsi í þeirri mynd sem þessari þjóð hlýtur að verða starsýnt á um aldur og œfi. En til þess að það geti orð- ið þurfa beztu menn vors þjóðflokks að taka sigi fram um að berjast fyrir því. Vér eigum nóg af góðum fyr- irliðum og fríðu föruneyti sem getur gert þenna dag þannig úr garði að ómar hans berist frá hafi til hafs. Eg segi að öll Winnipegborg eigi að taka ríflegan þátt í þessu hátíðahaldi, ekki i góðigjörðaskyni, heldur sem marg verðskuldaða viðurkenning fyrir það sem hérlent fólk hefir lært, og á eftir að læra af íslendingum, af því sem eitt hefir varanlegt gildi í lífi hvers einasta manns. Það er kjarni sá er lýst er í sögu hinna nor- rænu Víkinga er eitt sinn námu Is- land, og sem endurspeglast hefir svo áþreifanlega í landnámssögu Islend- inga í Vesturheimi. Það er hinn arnfleygi andi Leifs Eiríkssonar, sem að Vínland hið góða er nú að heiðra á ný, eftir meir en 9 aldir með einni þeirri stærstu viðurkenninigu sem unnt er að gefa, þeirri, að ihann hafi orðið fyrstur hvítra manna að finna þetta mikla meginland. Það er göfgi 'þeirrar tungu sem var móður- mál Snorra Þorfinnssonar hins fyrsta manns sem fæddist meðal hvítra manna hér í Vesturheimi. Það er hrynjandi þeirrar tungu sem felur í sér svo mikla dýpt, speki og fegurð, að þekking á henni einni er æðri menntun út af fyrir sig. Það eru áhrif Islands sjálfs á innræti þjóðar- innar. Þau hafa vissulega gert þessa litlu þjóð vakandi fyrir ýmsu mikil- vægu sem einungis þeir taka eftir er eigi eru truflaðir af skarkala hinnar nýrri menningar. Það er trú og siðgæði Hallgrims Péturssonar, feg- urðartilfinning og smekkvísi Jónasar Hallgrímssonar, sjálfstæði og rök- vísi Jóns Sigurðssonar, hetjuskapur Grims Thomsens, víðsýni og fjör Matthíasar Jochumssonar, dugur og prúðmennska Hannesar Hafsteins, göfgi og Ijúfmennska Þorsteins Erl- ingssonar, lífsspeki Qg lífstrú St. G. Stephanssonar og list Einars Jóns- sonar. Það er andi íslands, andi íslenzkrar tungu, andi Snorra, og andi hins fyrsta lýðveldis sem stofn- að var fyrir 1000 árum á Þingvöll- um, “sá öræfanna andi sem á - sér ríki qg völd,” sem er hin dýrmæta arf- leifð vor Vestur-lslendinga. Eg vil því skora á Vestur-Islend- inga, eins og Mátthías gerði forðum daga í sínu ógleymanlega kvæði: “Særi ég yður við sól og báru iSæri yður við líf qg æru Yðar tungu (orð þó yngistj Aldrei gleyma í Vesturheimi Munið að skrifa meginstöfum Mannavit og stórhug sannan Andans sigur er æfistundar Eilífa lífið — farið heilir.” Að vaka á þennan hátt, og allan hátt yfir því að þjóðerni vort og rækt- arsemi og allt það bezta í því verði fyrir yðar aðgjörðir grafið óafmáan- Iegu letri á meðvitund þessara miklu þjóða sem vér búum með. Það er skylda vor við sjálfa oss, við Island og um fram allt við hið nýja fóstur- land, Vesturheim. Lengi lifi Vestur- Islendingar sem þjóðræknir menn, sem sannir landnemar í þessu nýja landi — sem sannir menn! Okkar verð er lœgst ÁstætSan er sú, aT5 allir eldri bíl- ar eru keyptir þannig ab vér getum stat5ist samkeppni hinna undursamlegu nýju Ford Bíla, sem seldir eru svo ódýrt. Berit5 saman þetta vert5 vit5 þat5 lem at5rir bjót5a: FORDS 1923 Stake Body .........$125 1921 Express Body .......$350 1926 Stake Body .........$375 1925 Stake Body ....... $290 1927 Stake Body .........$485 1928 Stake Body .........$775 1928 Chassis ............$675 1928 Panel Light Delivery $550 1929 Model A, lJ^-Ton, Stake Body ............$875 VÆGIR SKILMÁLAR DOMINION Motor Co. Ltd. FORT & GRAHAM 87 316 EVENINGS 87411 E( þú ert að reisa nýtt heimili eða endurbæta hitunina Þá borgar sig fyrir þig að skoða L0FTHITUNAR Ábyrgst að hita upp húsið fullkomlega Þessi fullkomna og eldiviðarspara hitunarvél er úr steypujárni og sérstaklega lög- uð fyrir kanadisk linkol. Sérstakur kostur á henni er lofthólfið er flytur allar gas- tegundir úr kolunum og yfir eldinn og brennir þær svo að eigi er sprengingu að óttast, en hitamagnið aukið að mun. Aðrir kostir eru: loft lokurnar, er varna hita út í strompinn; kolapotturinn, sem er fóðraður innan með pottjárni; kolaristin, er með hægu móti má taka úr, og að til allra stykkja ofnsins má ná til að hreinsa þau. Valið efni vélarinnar tryggir ævarandi endingu. Símið til Ofnadeildarinnar, og umboðsmaður Éatons vcitir yður ufþlýsingar um verð vélarinnar ufpscttrar í húsinu. Með 18 þuml. Eldhólf/ Með 20 þuml. Eldhólfi Með 23 þuml. Eldhólfi og járnklæðningu og járnklæðningu og járnklæðningu $80.00 $92.50 $103.00 Vér setjum upp hitavélarnar líka. Stove Section, þriðja gólfi, Portage. VÉLINA Lánsskilmálar gefnir með mjög vægum afborgunum. ^T. EATON C9»™ WINNIPEG CANADA

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.