Heimskringla - 21.08.1929, Síða 6

Heimskringla - 21.08.1929, Síða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 21. ÁGÚST, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. Hertogafrúin hafði hlakkað mikið yfir þessum nýju dutlungum sínum og búið sig sérstaklega vandvirknislega. Það var skammt éliðið kveldsins, er hún gekk inn í laufskálann, fögur og mikilfengleg á að líta. Hún var klædd í víðan kirtil og voru ermar og borðar brydd- aðir með gulli. Frá öxlum hennar hékk iaus skikkja og féll í mjúkum fellingum að fótum hennar, en gimsteinanæla festi hana yfir barminn. Slæða úr bleiku, gagnsæju efni féll frá höfði hennar og var fest með gullband- inu, sem bundið var um ennið. Hún tók rós úr blómvendi Burkards og festi milli bands og slæðu. Klausturnemandinn, sem var rétt við það að gleyma sínu fommenntanámi og hinni frjálsu list, hafði beðið um leyfi að fá að halda uppi slóða hertogafrúarinnar, og henni til heið- urs hafði hann sett upp sérstaka skó, frá- munalega frammjóa, skreytta með lafandi blöðkum á hvorri hlið, er slógust til og frá. Hann var næstum utan við sig af gleði, yfir hinni miklu hamingju, sem honum hafði hlotn- ast, að fá leyfi til, að vera þjónustusveinn þess- arar hefðarkonu. Praxedis og herra Spazzo fylgdu henni. Hertogafrúin leit snöggvast í kringum sig og spurði: “Hefir herra Ekke- hard, sem við höfum ákveðið að eyða þessu kveldi til gleði og uppbyggingar, orðið ósýni- legur?” Ekkehard hafði ekki látið sjá sig. "‘Föðurbróðir minn hlýtur að vera veikur,’’ eagði Burkard. í allt gærkveldi gekk hann um gólf í tumherberginu sínu, og þegar ég óskaði eftir að benda honum á Stóra Björninn, Orion og hið daufa Sjöstimi, svaraði hann mér engu, en fleygði sér niður á legubekkinn, og er hann var sofnaður tók hann að tala.’’ “Hvað sagði hann?” spurði hertogafrúin. ‘‘Ó, dúfan mín, þú sem ert í klettasprung- um í hinum óiþekkta stað, þar sem stiginn er, lofaðu mér að sjá framan í þig, láttu mig heyra rödd þína, hún er svo indæl og ásjóna þín er einnig fögur.’’ Og í annað sinn sagði hann: '“Hví kystirðu drenginn fyrir augunum á mér?” ‘‘Þetta er dálaglegt mál,” hvíslaði Spazzo að hinni grísku stúlku. ”Hefir þú það á sam- vizkunni?” “Þig hefir sjálfan verið að dreyma,” sagði hertogafrúin við Burkard. “Hlauptu upp og biddu föðurbróðir þinn að koma niður, við bíðum eftir honum.” Með fögrum og mjúk- um hreyfingum setti hún sig niður á sitt virðu - lega sæti sem var boðlegt hverri drotningu; og eftir fáein augnablik kom Ekkehard óg bróð- ursonur hans inn í laufskálann. Ekkehard var niðurdreginn og fölur, og augnaráð hans dauft og órólegt. Hann hneigði sig án þess að segja nokkurt orð, og settist niður við borðsendann. Burkard ætlaði að setja stólinn sinn við fætur hertogafrúarinn- ar, á sama hátt og kveldið áður, meðan Virgil var lesinn, en Ekkehard reis upp, tók í höndina á honum og dró hann til baka. ‘‘Sittu hérna,” sagði hann og benti honum á stað við hliðina á sér. Hertogafrúin lét sig þetta engu skifta. Hún leit í kringum sig og hóf síðan mál sitt á þessa leið: ‘‘í gær héldum við því fram, að í okkar þjóðversku sögum og helgisögnum, væri eins gott efni til skemtunar eins og í hinu róm- verska söguljóði um Æneas Eg er þess full- viss að sérhvert af oss þekkir einhverja sögu um skyndilega unnið afreksverk og þraut- seigju í baráttu, um sanna elskendur, sem orð- ið hafa að lifa aðskildir, og um volduga kon- unga, sem voru lítilsvirtir. Mannlegt hjarta er svo mjög breytilegt, það sem einn hirðir ekk- ert um er öðrum til gleði og dægradvalar. Þess vegna höfum vér ákveðið að hver af vor um trúu þegnum skuli í kveld segja skemti- léga sögu. Og að því loknu skal úthlutað verðlaunum til hins snjallasta sögumanns, sem skemtilegustu söguna hefir sagt.. Ef svo skyldi fara að einn af ykkur karlmönnum yrði sigur- vegarinn, skal hann fá hið forna drykkjarhom, sem hangið hefir í höllinni síðan á dögum Dagóberts konungs. Og ef mín trygglynda Praxedis verður hlutskörpust skal ég heiðra -hana með veglegum skrautgrip. ' Þið verðið öll að varpa hlutkesti um það, hver á að byrja.” Praxedis hafði þegar á reiðum höndum fjögur strá af mismunandi lengd og rétti þau að hertogafrúnni. “Á ég að bæta við einu strái fyrir hið unga skáld?’’ spurði hún. En Burkard greip fram í dapur í bragði og sagði: “Eg grátbið þig göfuga frú, að hafa mig und- anskilinn, því ef kennari minn að St. Gall heyrði að ég hefði aftur farið að skemta mér við vitlausar sögur, myndi mér verða refsað, eins og forðum, þegar við lékum í varðturni Romeias söguna af Hildibrandi og syni hans Ha dubrand. Varamaðurinn hafði ávalt mjög gam- an af öllu slíku, og það var hann sem smíðaði tréhestinn og hinn stóra þríhymta skjöld fyrir okkur. Eg var Hadrubol, en skólabróðir minn Notker var gamli Hildibrandur, vegna þess að hann hafði svo stóra og slapandi neðrivör, alveg eins og áttræður karl. Við hlupumst á svo harkalega að rykið þyrlaöist upp og út um glugga Romeias. Notker hafði losað armband sitt og rétti það til mín sem gjöf, eins og lýst er í hinu gamla ljóði, og ég sagði við hann: ‘‘Ha, ha, gamli félagi, í sann- leika sagt, ertu of slægur. Ætlarðu fyrst að ginna mig með orðum, og leggja síðan til mín með spjóti? Hefir ekki höfuð þitt orðið grátt af lygum og þó svíkur þú enn? Sjófarendur frá Vesturlöndum, hinumegin við Wendel haf, hafa sagt mér: ‘‘Dauðinn tók hann í orustu, Hildibrand, afkomenda Heribrands” — þegar herra Ratolt, kennari okkar í mælskufræði kom upp stigann, og lét stóru kylfuna sína ganga á okkur svo grimmilega að hesturinn, skjöldurinn og sverðið slóst úr höndum okkar Hann kallaði Romeias hirðulausan, gamlah heimskingja að ginna okkur þannig frá gagn- legu námi, og félagi minn Notker og ég vorum lokaðir inni í þrjá daga við brauð og vatn, og sem frekari hegningu fyrir Hildibrandsleik okkar urðum við að búa til hundrað og fimm- tíu hexametra til heiðurs St. Óðmari.” Hertogafrúin brosti og sagði: “Guð líður það ekki að við lokkum þig aftur til slíkrar syndar.” Hún tók hin fjögur blaðstrá í hægri höndina, og rétti þau brosandi fram til þeirra sem áttu að draga um það hver byrja skyldi að segja sögu. En meðan Ekke- hard gekk fram fyrir hana, hvfldu augu hans stöðugt á rósinni, sem var í skarbandi hennar, og tvisvar varð hún að tala til hans áður en hann dró sitt blað. “Hver d...........’’ var rétt að segja komið fram á varimar á Spazzo; hann hafði dregið styzta blaðstráið. Afsak- anir vissi hann að myndu vera gagnslausar, og hann starði hálf hnugginn niður hina snar- bröttu kletta, eins og hann vonaðist eftir ein- hverri hjálp neðan úr dalnum. Praxedis hafði tekið fiðluna sína og byrjaði að spila einskonar forspil, sem blandaðist svo einkennileg vel hinu létta blaðskrjáfi hlynsins. “Stallarinn okkar þarf ekki að óttast neina refsingu, eins og litli klausturnemandinn, þó hann segi okk- ur fallega sögu. Vertu svo góður að byrja.” Herra Spazzo hallaði sér lítið eitt áfram, strauk skeggið, studdi sig við meðalkaflan á sverðinu sínu og byrjaði. ‘‘Þrátt fyrir það þó mér þætti aldrei gam- an að gömlum sögum, og vildi heldur hlusta á vopnabrak og bunuhljóð vínsins úr vínkjagg- anum, hitti ég samt einu sinni á ágæta sögu. Þegar ég var ungur vildi svo til að ég þurfti að fara til Italíu. Leið mín lá gegnum Týrólalpa, yfir Brenniskarð; var það sannarlega ósléttur og steinóttur reiðvegur yfir hraun og stórgrýti að fara, enda vildi það til að hesturinn minn reif undan sér eina skeifuna. Um kveldið náði ég að litlu þorpi, sem kallað var Gothen- sass eða Gloggensaohsen, sem lá hálfhulið meðal lævirkja trjáa síðan á dögum Diðriks lávarðar af Berne. í útjaðri þorpsins við fjallsræturnar stóð hús eitt, sem leit út fyrir að vera virki, og fyrir framan það lá sindur- hrúga. Innan úr húsinu lagði bjarma af eldi og þaðan heyrðist steðjahljóð. Eg kall- aði því á járnsmiðinn og bað hann að jáma hestinn minn, en þar sem enginn ansaði eða kom fram, sló ég á hurðina með spjótskaftinu svo hún opnaðist, og um leið hrutu mér af vörum nokkur sterk og ófögur orð. í sama bili stóð fyrir framan mig maður með strítt hár og svarta’ leðursvuntu, og ég var naumast búinn að átta mig á nærveru hans fyr en spjót mitt var slegið úr hendi mér og mölbrotið, líkt og hinn stökkasti leir, og yfir höfði mér var sveiflað járnstöng. Svo voru handleggir mannsins þróttlegir, að af þeim gat maður vel ályktað að hann gæti rekið steðjann sextán faðma ofan í jörðina. Eg áleit þess vegna, að undir slíkum kringumstæðum, myndu kurteis- leg orð vera bezt og heppilegust, og sagði: “Eg óska aðeins eftir, að þú viljir gera svo vel og negla skeifuna undir hestinn minn.’ . Við þetta lét járnsmiðurinn járnstöngina síga nið- ur og sagði hátt. “Þetta lætur nokkuð betur í eyrum og hjálpar. En ruddaskapur fær engu áorkað í smiðju Welands. Segðu það hverjum sem þú hittir.”’ Hann járnaði hestinn minn og ég uppgötv- aði það, að hann var leikinn í sinni list; fékk ég á honum góðan þokka, lét klárinn minn inn í hesthúsið hans og gisti hjá honum um nótt- ina. Við sátum lengi saman fram eftir nótt- inni og drukkum fast, kallaði hann vínið ‘‘Ter- laner” og helti því úr leðurflösku. Meðan við drukkum spurði ég þennan sótuga gest- gjafa minn um nafn smiðjunnar og hvemig hann hefði eignast hana. Við það rak hann upp skellihlátur og sagði mér síðan söguna af Weland, smið. Hún er ekkert sérlega fíngerð en engu síöur góð fyrir það. Herra Spazzo þagnaði og rendi augunum til borðsins, líkt og maður sem þráir að væta þurrar varir sínar í gómsætu víni. En á borð inu stóð ekkert vín, svo hinu þyrsta augnaráði hans var ekkert sinnt og hann hélt sögunni áfram. “Hvaðan Weland smiður kom,” sagði mað urinn frá Gothensass við mig, ‘‘veit enginn með neinni vissu. Það er sagt að jötuninn Vade hafi verið faðir hans, sem átti sér bústað langt í burtu við Norðurhöfin í landinu Schonen, og að amma hans hafi verið hafgyðja, sem kom upp úr djúpum hafsins um það leyti er hann fæddist, og sat hún heila nótt á kletti og söng: ‘‘Weland skal verða smiður!” Þess vegna flutti Vade faðir hans hann til Mímis, sem.var frægur fyrir járnsmíði, og átti heima í dimmum furuskógi tuttugu mílur bak við Toledo. Mímir kenndi honum hinar ýmsu greinar listar sinnar; en jafnskjótt og hann hafði smíðað sitt fyrsta sverð, skipaði Mímir honum að fara burtu og ljúka námi sínu hjá dvergum. Fór Weland til þeirra og náði þar mikilli frægð. En dag einn réðust risamir inn í dvergalandið • svo Weland varð að flýja, og gat hann ekki náð neinu með sér utan breið sverðinu sínu Mxmung; spennti hann það yfir bak sér og kom þannig til Týról. í þá tíð ríkti milli Eisach og Inn Elberich konungur. Tók hann Weland mjög vel, og seldi honum í hendur smiðjuna í skóginum við Brenniskarð ásamt því járni og gulli sem var þeim megin í fjallinu. Allt þetta tilheyrði Weland. í hjarta sínu varð Weland mjög glaður og sér- staklega ánægður í Týrólölpum. Fjallalækim- ir brunuðu fram hjá smiðjunni og drifu hjólin hans áfram, stormurinn blés í aflinn, svo eld- urinn blossaði, og stjörnurnar hvísluðu hver að annari: ‘‘Við verðum að gera okkar bezta, svo að gneistarnir, sem' Weland slær burtu yfir. gnæfi okkur ekki að fegurð og skínandi birtu.” Þannig gekk verk Welands og heppn- aðist ágætlega. Alla skrautgripi konungs- hallarinnar, sverð, skildi, hnífa og bikara smíð aði þessi mikli hagleiksmaður, og svo langt sem sólin skein á hina snjóþöktu Alpa, var' enginn smiður, sem keppt gat við Weland. Elberich konungur hafði samt sem áður marga grimma óvini. Gerðu þeir méð sér sam- band og óðu inn í landið undir forystu Amilas- ar hins eineygða. Ótta miklum sló á Elber ich, og hann sagði: “Sá sem flytur mér höfuð Amilasar skal öðlast brúðarkoss frá einka- dóttur minni.” Þegar þetta barst til eyrna Welands slökkti hann eldinn á afli sínum, spennti á sig sitt góða sverð Mímung og réð- ist móti óvinum Elberichs. Sverðið dugði frá- bærlega vel. Amilas féll og var höfuð hans höggvið af búknum, og allir sem fylgdu hon- um flýðu allt hvað aftók yfir fjöll og firnindi. Weland færði konungi höfuð Amilasar. Brá honum mikið við það og hrópaði í talsverðri gremju: ‘‘Vindurinn hefir feykt burtu því, sem ég sór gagnvart dóttur minni. Smiður getur aldrei orðið sonur minn, því annars myndu hendur mínar verða svartar, er hann snerti þær í kveðjuskyni. En sem laun skalt þú fá þrjá gullpeninga. Fyrir þá getur þú farið í burtreið og barist, dansað og gert þér glaðan dag, ræktað garð og keypt þér á mark- aðinum fallega kvinnu.” Weland tók hina þrjá gullpeninga og kast aði þeim á gólfið við fætur konungs, svo að þeir ultu innundir hásætið, og hann sagði: “Guð verndi þig! Þú munt ekki sjá mig framar,” og hann gekk í burtu með þann á- setning að fara úr landi. En konungur vildi ekki fyrir nokkra muni missa smiðinn burtu. Hann fékk því menn til að ráðast á hann og varpa honum til jarðar. Síðan lét hann skera sundur fótsinar hans svo hann varð haltur og fyrir þá skuld neyddist hann til að hætta við áform sitt að flýja. Þannig á sig kominn drógst Weland heim í smiðju sína bæði hrygg- ur og reiður. Nú hætti hann að syngja og blístra' meðan hann sveiflaði hinum þunga hamri og einhver ógurleg heift tók að setjast að í huga hans. Einn dag hljóp sonur kon- ungs, undurfagur sveinn, aleinn út í skóg. Hann kom til Welands og sagði: ‘‘Weland, mig langar að sjá hvernig þú vinnur.” Weland svaraði kænskulega: “Komdu hérna fast að steðjanum, því þar sérðu allt bezt.” Síðan dró hann glóandi járnstöng út úr eldinum, og rak hana í gegnum konungsson í hjartastað. Að því búnu fló hann kjötið af beinunum, hvít fægði þau, bar á þau bronz óg silfur og bjó til úr þeim kertastjaka. Hauskúpuna lagði hann guilli og gerði af henni drykkjarker. Alla þessa hluti sendi hann til Elberich; og þegar sendimenn komu og spurðu um dreng- inn svaraði hann: “Eg hefi ekki séð hann; hann hlýtur að hafa hlaupið út í skóginn.” Um sama tíma var konungsdóttirin að ganga sér til skemtunar í garðinum sínum. Hún var svo fögur, að sagt var, að liljumar hneigðu sig fyrir henni. Á vísifingri bar hún gullhring í slöngulíki. 1 hausnum blikaði rauðleitur gimsteinn, sem Elberieh hafði sett þar. í hans augum var hringurinn jafnvel dýrmætari en konungsríkið, og hann hafði gefið dóttur sinni hann því hann elskaði hana fram úr öllu hófi, meir en allt annað. En þegar ungfrúin var að slíta upp rós eina, vildi svo til að hrimgurinn rann fram af fingrinum. Lenti hann á steini og brotnaði þannig að gim- steinninn losnaði úr greiping sinni. Konungs- dótturinni varð svo mikið um þetta að hún fórnaði upp höndunum og brast í grát; hún þorði ekki að fara heim sökum ótta við reiði föður síns. Þá sagði við hana þjónustustúlka sem var þar viðstödd: “Farðu leynilega til Welands smiðs. Hann getur hæglega hjálp- að þér.” Þetta ráð tók konungsdóttir, og fór til Welands og tjáði honum vandræði sín. Weland tók hringinn og bræddi hann saman með gulli og bronzi, og brátt glitraði gim- steinninn í slönguhausnum líkt og áður. En alla þá stund sem hann var að þessu var hann dökkur yfirlitum og þungbúinn og brýrnar hnyklóttar. Og þegar mæi’in brosti glaðlega til hans og bjó sig til farar sagði hann: “Ha, ha, svo þú skreiðst þá til mín,” og hann lét hina þungu hurð falla að stöfum og sló lokum fyrir. Að því búnu greip hann konungsdótt- irina og bar hana inn í svefnherbergið, þar sem mosa og burknalaufum var hrúgað upp í einskonar hvílubeð. En þegar mærin yfirgaf herbergið grét hún sárt og reif og sleit sitt mikla og fagra hár—” í þessu bili var herra Spazzo stöðvaður af hávaða. Praxedis hafði litið til hertogafrú- arinnar, og vænti þess auðsjáanlega að hún stykki á fæt'ur blóðrauð og skipaði hr. Spazzo að þegja, en ásjóna hertogafrúarinnar bar að- eins vott um djúpa ró, og Praxedis tók að slá fiðluna sína í ákafa og með óþolinmæði. ‘‘Ofbeldisverk var drýgt þenna dag,” hélt stallarinn áfram alveg óskelfdur. “Þá byrjaði Weland að syngja og blístra eins og hann hafði gert áður en fótsinar hans voru skornar í sund- ur. Hann hætti við sverðin og skildina hálf- smíðaða og vann dag og nótt að því að smíða tvo vængi handa sjálfum sér. Tæplega hafði hann lokið við þá er Elberich konungur kom ríðandi niður Brenniskarð með flokk af vopn- uðum mönnum. Er Weland sá það festi hann vængina við axlir sér, girti sig sínu góða sverði og fór upp á húsþakið. En er mennirnir sáu það hrópuðu þeir^ “Sjá, Weland er orðinn að fugli!” Með þrumurödd kallaði hann frá þaktopp inum: “Guð verndi þig Elberich konungur. Eg hygg þú rnunir ekki gleyma smiðnum. Son þinn hefir hann drepið, og dóttir þín er þunguð af hans völduin. Lifðu vel og skilaðu til hennar kveðju minni.” Að svo mæltu breiddi hann út vængina og sveif gegnum loftið, og hávaðinn sem myndaðist við flugið líktist helzt fellibylshvin. Konungurinn greip í skyndi bogann sinn, og slíkt hið sarna gerðu riddarar hans, og örvarnar fylgdu Weland líkt og heill her af vængjuöum drekum, en hann hóf sig hærra og hærra upp í loftið, og ekki ein ein- asta ör hitti hann! Hann flaug þannig alla leið til Schone, til kastala föður síns, og kom aldrei framar í ríki Elberichs konungs. Ekki hirti Elberich um það að skila kveðjunni til dóttur sinnar, sem á því sama ári eignaðist son. Var hann nefndur Wittick og varð hin mesta hetja, líkt og faðir hans”. Þetta er endir sögunnar af Weland smið.” Herra Spazzo hallaði sér nú aftur á bak og varp öndinni, líkt og maður sem losnað hefir úr einhverri þvingandi prísund. “Það biður mig ekki urn sögu í annað sinn,” hugsaði liann með sjálfum sér. Áhrifin, sem saga hans virtist að hafa haft á áheyrendurnar voru talsvert mismunandi. Hertogafrúin lofaði hana og lét í ljósi sam- hygð sína með smiðnum í hefndarverkum hans; henni fannst honum vera vorkunn. Prax edis dró ekki dul á það, að sagan væri regluleg járnsmiðssaga og að stallaranum ætti að vera vísað burt úr návist kvenna. Ekkehard sagði: “Eg veit varla, en það er eins og mér finnist að ég hafi heyrt svipaða sögu áðúr, aðeins sá munur, að konungurinn hét Niðung- ur og smiðjan var í Kákasus.” “Jæja,” kall- aði herra Spazzo með gremju í röddinni, “Ef þið viljið heldur Kákasus í staðinn fyrir Gloggen sachen, þá skiftið bara um, en ég man vel hvernig hinn týrólski vinur minn sýndi mér hinn rétta stað. Yfir herbergisdyrunUm var brotin rós úr bronzi, og á turninum var amar- vængur úr járni, og þessi orð voru> höggvin á steininn:; “Af þessum bletti flaug smiðurinn burt.” Og menn fara oft pílagrímsferöir til smiðjunnar, því þeir trúa að Weland hafi verið helgur maður.” "Látum oss sjá, hver vill næst keppa við herra Spazzo um verðlaunin,” sagði hertoga- frúin, um leið og hún ruglaði aftur saman blaðstráunum. Að því búnu var dregið í ann- að sinn og stytzta stráið lenti rnilli fingra Praxedis. Hún kippti sér ekki minnstu vit- und upp við það og bað heldur ekki um neina vægð eða vorkunnsemi. Aðeins strauk hún drifhvítri, mjúkri hendinni ofur hægt og rólega yfir hinar dökku hárfléttur sínar og byrjaði:

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.