Heimskringla - 04.09.1929, Síða 1

Heimskringla - 04.09.1929, Síða 1
Ágeetustu nýtizku lltunar og fftUkrtlu- unarstofa i Kanada. V«rk unnit) á 1 dftfL Wlnnipeg —»— Mnn. Dept. 1. XLIII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 4. SEPT., 1929 NÚMER 49 HELZW' Pétureson xJR « horns st, - CITY KANADA LEIÐARLOK Lífsins þegar leið er runnin, Launin tekin, verkin unnin, Ljósin dags á burt, úPbrunnin og breiðist yfir koldimm nótt. Ljúft er þá að leggjast niður í legstað hægan brjóst þín viður Aldna móðir. Unaðs friður Anda mínum vaggi rótt. Friður, sem að friðar manni Ferðalúnum. Góða nótt. Hugur lyftist hátt um geima, Helgar myndir lítur sveima. Englar guðs hvar eiga heima Engin finnst þar tímans nótt. Efnisiböndin eydd og slitin, Uppljómaður gnæfir vitinn Hátt, sem brýtur bjarta litinn Og breytir doða í lífsins þrótt. Vitinn, sem að vísar manni Veg að finna. Góða nótt. Lát mig faðir lúinn sofna, Líkamann, með bringu rofna, Leysast upp í duft og dofna, því dauðlegt allt má hverfa skjótt. Eg bið hljótt að andinn megi Áfram halda þína vegi, Og á hinsta æfidegi í örmum þínum hvílast rótt. Alfaðir um aldir alda Andann þroska! Góða nótt. —B. B. Hroðalegur eldsvoði varð hér í Winnipeg aSfaranótt sunnudagsins. Klukkan rúmlega hálf þrjú um nótt- ina varS elds vart í Medway Court, fjölhýsi á Edmonton stræti rétt norS- an viS Portage. Kom eldliSiS á vettvang um fimm mínútum seinna, og mátti þá byggingin heita alelda. Sáust konur, menn og börn á hlaupum oig reiki viS glugga og á svölum á ýmsum stöSum í byggingunni, kall- andi á hjálp. BjörguSust sumir út um dyrnar; allmörgum var bjargaS út um glugga, eSa af svölum; ýms- ir hentu sér ofan á strætiS undan eld og reyk, jafnvel af þriSju og fjórSu hæS, en sumt af íbúunum komust aldrei úr herbergjum sínum, heldur ýmist köfnuSu þar í reyknum eSa brunnu inni, án þess aS nokkurri björg yrSi viS komiS. Fórust alls átta manns í eldinum; hinn niundi dó á mánudaginn af meiSslum; fjór- ar manneskjur eru enn í hættu staddar af meiSslum viS aS hlaupa á strætiS úr mikilli hæS, en fimm manneskjur, er meiddust, eru úr allri hættu. Verst úti urSu tvær fjölskyldur, Edwards og Appleby er bjuggu i 14. og 10. íbúS. Mrs. Madge Edwards brann inni, ásamt tveim börnum sínum, Marjorie og Gordon, 14 og 9 ára gömlum. Mr. Alfred Appleby í 10. íbúS brann inni ásamt dóttur sinni, Irene, 11 ára gamalli, en Mrs. Apple- by og önnur dóttir 'þeirra hjóna, Alice, 14 ára gömul, meiddust svo af því aS stökkva niSur á strætiS áSur en fallneti varS viSkomiS, aS nokkur tvísýna er á lífi þeirra. M*un þetta vera einhver hroSalegasti elds- voSi er nokkuru sinni hefir átt sér staS hér í Winnipeg. Rt. Hon. J. H. Thomas, innsiglis- vörSur og atvinnumálaráSherra, í ráSuneytinu brezka, kom hingaS til Winnipeg á mánudaginn, á ferS sinni um Kanada, er áSur hefir veriS get- iS um hér í blaSinu. JafnharSan og Mr. Thomas var hingaS kominn, settist hann á ráSstefnu viS Sir Henry Thornton, forstjóra þjóSbrautakerfis- ins (C. N. R.) og hafa þeir vitanlega rætt um innflutningsmál og afstöSu iþjóSbrautanna til þeirra, aS því er atvinnuleysingja á Bretlandi snerti. En hvaS þeim hefir fariS á rnilli í þeim efnum hefir hvorugur gert upp- skátt, enda hefir Mr. Thomas skýrt fregnritum kanadiskra blaSa frá því aS lítiS sé á sér aS græSa í frétta- skyni, meS því aS hann sé hingaS kominn fyrst og fremst til þess aS hlusta og athuga, en ekki til þess aS skrafa. Frá Halifax var símaS á mánudag- inn, aS þá um nóttina hefSi látist af meiSslum, er hann hlaut af bílslysi, Hon. John F. Mahoney ráSherra náma og náttúrufríSinda í Nova Scotia. Rann strætisvagn á bíl ráS- herra, er hann keyrSi sjálfur. Mr. Mahoney var 4 ára aS aldri. Hitarnir héldu áfram síSustu viku óslitiS aS kalla mátti; og var sérstak- lega afarheitt í vikulokin, og á sunnu daginn, er 98° voru í skugga hér í Winnipeg. MögnuSust skógareldar um fylkiS við þessa veðráttu og hef- ir þykk reykjarsvæla hvílt hér yfir borginni síðustu dagana, frá skóg- areldum hér fyrir norSan eigi alllangt, norSur á milli vatna fyrir vestan Gimli, meSfram Ár.borgar-járnbraut- inni, og eins frá eldum norSaustan viS Winnipegvatn, þar sem meSal annars hefir staSið hvildarlaus bar- átta vikum saman að bjarga smá- bænum Rennie, sem er nálægt landa- mæruni Manitoba og Ontariofylkja.— NokkuS létti þaS undir bardagann viS eldana, aS á aSfaranótt mánu- dagsins gekk þrumustormur meS steypiregni sumstaSar yfir næstu hér- uS Winnipegborg. — Þó náSi þaS regn ekki aS neinu gagni til Malonton þorpsins, sem er á Arborgarbraut- inni, um 52 mílur norSur af Winni- peg, og er i ntikilli hættu frá eldum, er komnir voru svo nálægt í gærdag, að einungis munaði 300 fetum aS þeir næðu tökum á þorpinu. Er fjöldi manns þar aS berjast viS aS stöðva eklhafiS. FylkisþingiS í Saskatchewan kent- ur saman á morgun, kl. 3 síSdegis. Er búist viS harðri sennu þegar í þinigbyrjun, þar sem stjórnarflókk- urinn náSi aSeins 28 þingsætum af 63 viS síSustu kosningar, en forsætis- ráðherra hefir þó ekki sagt af sér þrátt fyrir ítrekaSar áskoranir og kröfur Dr. J. T. M. Anderson, leið- toga conservatíva flokksins er aS vísu náði ekki heldur meirihluta viS kosn- ingar, en þykist viss um liðveizlu ó- háðra og framsóknarþingmanna til þess aS fella stjórnina frá völdum. Óvenjulegur og hryllilegur atburS- ur skeSi í Lowland, Man., á föstu- daginn. Voru þrjú börn Mr. og Mrs. Fred Gregoroiciuk, ein heima, meðan móðir þeirra flutti manni sín- um mat í vinnu, er stór skógarbjörn braut upp hurSina, greip elzta barn- iS, sjö ára gamla stúlku, og hljóp út nreð hana. Hin börnin flýðu til nábúa. Er móSirin kom heirn fann hún húsiS tómt. Er hún svipaðist eftir börnunum fann hún leifar þær, er björninn hafSi skilið eftir af lik- ama elztu dótturinnar. Hin börnin fann hún síðar hjá nágrönnum. FlýSi hún húsiS ásamt þeim, en maður hennar beið. Laugtardags- kveldið kom björninn aftur, og skaut þá Gregoroiciuk á hann, en særði hann aðeins svo hann slapp. HéraSslög- reglunni var þegar gert viSvart, og hófu lögreglumenn þegar leit aS birninum. Fundu þeir hann aðfara- nótt sunnudagsins, og reyndi hann þegar aS ráðast á þá. Mátti hann sín þó ekki fyrir ofurefli riffilvopn- aðra manna og varð aS hníga aS velli. Var þetta óvenju stór björn; um níu fet á lengd og 420 pund á þyngd. Samkvæmt síðustu fréttum frá land búnaSareftirlitsmanni C. P. R., er kornsláttur að mestu leyti búinn; þ. e. a. s. urn 80% af öllum kornekrum í Vestur Kanada slegnar. MeS hinni auknu viSartekju og pappírsgerS og því aS rafafls notkun hefir vaxiS stórkostlega á heimahús- um á síSari tíS, hefir rafafls frani- leiðsla í Kanada meir en tvöfaldast á síSastliSnum fimm árum. Hin margvíslegu rafáhöld í heimahúsum, sem nú tíSkast, og verðlækkun á raf- aflinu sjálfu, eru orsökin til hinnar auknu notkunar heima fyrir. A síS- astliðnu ári óx framleiSslan um 11% yfir áriS 1927, er þá nant 16 billion kilowiatt stundum. Yfir árið 1928 var rafafl er svar- aði 1,588,000,000 kilowatt stunda, selt frá Kanada inn í Bandaríkin, eða einn tíundi hluti allrar framleiSslunn ar. Af þessari upphæS voru 454,156, 000 kílowatt stundir leiddar frá orku verinu viS Niagarafossana og inn til austur ríkjanna. Heimilisnotkun hefir vaxiS, bæSi með fjölgun heimila er rafafl nota og svo meS því aS meira er notaS á hverju heimili en áður. Samkvæmt skýrslum stjórnarinnar eru nú 1,120.- Helga Jóhannesson Myndin hér aS ofan er af ungfrú Helgu Jóhannesson, er í vor hlaut silfur-verSlaunapening hljómlistaskól- ans í Toronto fyrir iiSluleik, þann, er gefin er árlega í ‘'lntermediate” deild hljómlistaskólans, þeim nem- endum, er sérstaklega skara fram úr í þeirri iþrótt. Hlaut hún 91 stig í aSaleinkunn.— Unsgfrú Helga Jóhannesson, sem nú er aðeins 17 ára aS aldri, er dóttir þeirra hjóna Halldórs Jóhannesson- ar, trésmíðameistara og frú Ragn- heiðar Þorbergsdóttur Fjelsted, 848 Banning stræti. BæSi eru þau hjón ættuð úr Borgarfirði syðra. Halldór trésmíSameistari er sonur Jóhannesar Magnússonar, bónda a'S Gufá í BorgarfirSi. Er systir hans á lífi heima á Islandi: GuSfríSur, gift GuSmundi Þorvaldssyni á Litlu Brekku. Eru nú í sumar rétt 30 ár liðin siSan hann fluttist hingaS vestur. — Frú RagnheiSur er dóttir Þorbergs Fjelsted (bróður Andrésar heitins á HvítárvöllumJ er síSast bjó á Jörva í KolbeinsstaSahreppi í Mýrasýslu, áSur en hann fluttist hingaS vestur. Eru synir hans GuS- mundur Fjelsted, bóndi aS Gimli, fyr verandi fylkisþingmaður í Manitoba og nafnkunnur samvinnumaSur, og Jón Fjelsted, klæðskeri í Reykja- vík. Giftust þau Halldór og Ragn- heiSur hér vestra. — Ungfrú Helga er lærisveinn Mr. Thorsteins John- stone fiSluleikara. — Öskar Heims- kringla þessari ungu og sérstaklega efnilegu stúlku allra heilla á fram- tíðarbrautinni.— 637 heimili lýst með rafljósum í Kanada. Flest eru þau í Ontario hlutfallslega, eða 42 af hverju hundr- aSi er raflýst eru um land allt. Næst keinur Quebec meS 28 af hundraði, Þá British Countbia, Manitoba, Al- berta og Saskatchewan. Einkum hefir rafafls notkun í British Colum- bia aukist, stórkostlega, á síSari ár- um. Frá Islandi. Nám Islemkra stúdenta 1928—1929 Samkvæmt gögnum þeim, sem Upp- lýsingaskrifstofa Stúdentaráðsins hef- ir j’fir aS ráSa, voru samtals 209 is- lenzkir stúdentar viS nám veturinn 1928—29. þar af 144 hér á landi, 140 í Háskóla Islands og 4 viS undirbún- ingsnám i lvfjabúSum, en 65 voru i skólum erlendis, háskólum og sér- skállum. Veturinn 1927—28 voru 152 stúdentar innritaSir við Háskól- ann, en 51 erlendis. Hefir því stú- dentum Háskólans hér fækkaS, en þeim fjölgaS, sem sótt bafa frarn- haldsmenntun sína til erlendra skóla. Mest 'hefir fjölgunin orðiS viS þýzka skóla. Eftir löndum skiftust stúdentar svo: 1927—28: ísland 152, Dan- mörk 29, Þýzkaland 10, Frakkland 9, Noregur 2, Svíþjóð 1. 1928—29: Island 144, Danmörk 28, Þýzkaland 20, Frakkland 8, England 3, Noregur 2, SviþjóS 1. I Sviss, Austurríki og Bandaríkj- unum er 1928—29 einn stúdent í hverju landi, enginn veturinn áSur. Eftir námsgreinum skiftust stú- dentar svo: I. tsland: 1927—28: GuSfræSi 30, lögfræSi 40, læknisfræði 64, Isl.-fræSi 18, und- irbúningsnám í lyfjafræSi 3. — 1928—29: GuðfræSi 20, lögfræSi 39, læknisfræði 69, ísl.-fræSi 12, undir- búningsnám í lyfjafræSi 4. II. Erlendis: LæknisfræSi 5, tungumál, ný 8, tungumál, gömul 1, saga 3, heimspeki, sálarfræSi 2, uppeldis- og mannfræSi 3, dýra- og grasafræði 2, veSurfræði 1, stærðfræði, sjörnufræSi 4, eðlis- fræSi, efnafræði 2, tryggingar- og hagfræSi 5, alþjóðaréttur 1, verzlun- arfræði, námsskeiS 3, verzlunarfræði, reglulegt háskólanám 1, tannlækning- ar 3, dýralækningar 2, landbúnaSar- nám, skógrækt 1, rafmagns-verkfræði 6, byggingarverkfræSi 2, verksmiSju verkfræði 2, véla-verkfræSi 1, húsa- byggingar 4, leikfimi 1. Aukanáms greina er ekki getið. Próf: 30 stúdentar tóku burtfarar- og embættispróf, 21 í Háskóla Islands, 9 frá erlendum skólum. Einn stú- dent hætti viS nám ytra og lét innrita sig til Háskólans. Eftir prófum skiftast kandidatar svo: 6 guðfræSingar, 8 lögfræðing- ar, 6 læknar, 2 verkfræðingar, í ísl. fræðum, sögu, dýrafræSi og trygg- ingum einn í hverri grein, í öðrum greinum samtals 4.—ísland. Ak. 27. júlí. Hafís liggur nú stöSugt á Húna- flóa vestanverSum og fyrir Horni. VerSa skipin, sem um þær slóðir sigla, meira og minna vör við hann. Gull- foss sigldi gegnum is í 6—7 stundir. Einn af veiðibátum Samvinnufélags íslendinga var 12 tíma aS komast gegnum ísinn. Drottningin rak sig á jaka, en sakaði lítt eða ekki. En verst varS þó Nova úti. Hún rakst svo illilega á hafísjaka, aS mikill leki kom upp á skipinu. StóS allmikill sjór í farrúminu, þegar til IsafjarSar kom. Þoka er sífellt yfir ísnum, og gerir leiðina enn torveldari. BlíSskaparveSur er nú á degi hverjum, og uppgripasíldarafli. Til skams tíma .hefir síldin aðallega veiðst á Húnaflóa og fyrir VestfjörSum. En síSustu tvo dagana hefir verið á- gæt veiði hér í firSinum utanverS- um og umhverfis f jarðarmynnið. Horfir nú til vandræSa meS markaS fyrir síldina, þvi bræSsluverksmiSj- urnar mega heita yfirfullar. Alls mun vera búiS aS leggja upp í bræSsl- ur nálægt 140 þúsund mál á rúmlega þriggja vikna tíma. Togaraflotinn, sent fiskar í bræðslurnar vestra hefir algerlega hætt veiSum í viku. Hér nyrSra hafa skip stundum orðiS aS bíSa tvo sólarhringa eftir losun, og surnir ísfirsku bátarnir hafa losað afla sinn i síldatþró inn á ísafirði. BorgfirSingar eru nú byrjaSir byggingu nýs héraðsskóla í Reykholti. Á hann aS verSa svo búinn á næsta ári, aS hægt verði aS hefja þar skóla- störf. Verður þá Hvítárbakkaskól- inn vafalaust lagður niður. Þann skóla, ásamt jörðinni Hvítárbakka, keyptu héraSsbúar af SigurSi Þórólfs syni, sem stofnaSi skólann og starf- rækti hann um langt skeiS. Reyk- holt er að vísu afskekktara í héraS- inu en Hvítárbakki. En söguleg helgi staðarins, ásamt jarðhitanum, s em þar er nægilegur til afnota fyrir stóran skóla, gerir nýja skólastaðinn svo sjálfsagSan, aS héraSsbúar fylkja sér nú einhuga unt færsluna, og leggja fram mlkiS fé til aS fram- kvæma hana. — Aður eru þeir búnir aS leggja á sig miklar fjárhagslegar byrSar, skólans vegna.—Verkarn. Frá Hœstarétti Eggert Briem hæstaréttardómari hefir veriS kjörinn dómstjóri Hæsta- réttar næsta dómsár.—Island. Rektorsembœtti laust Rektorsembætti M,enntaskóans hef ir veriS auglýst laust til umsóknar. “Ægir” Nýja gæsluskipiS “Ægir” kom hingaS til lands 14. júlí. ÞaS er mjög vandaS aS sjá, enda kostar þaS tæpa miljón krónur. ÞaS brennir aSeins olíu. Og verður þaS vafa- laust ódýrara í rekstri þeirra hluta vegna. Gæsluskipin eru nú orSin þrjú: Þór, ÓSinn og Æigir. Mun það öllum gleðiefni að gæsluskipaflotinn er orðinn þetta stór, því aS rnikils þarf viS. “Ægir” kom hingaS með þýzkan togara. Tók “Ægir” hann í land- helgi fyrir sunnan land. Togarinn var sektaður um 12,500 krónur. Skip- stjórinn áfrýjaði dóminum til hæsta- réttar. réttar.—Island. Moldsteypuhús. Hafist er handa til þess aS aihuga hvort hér séu skilyrði fyrir nwldsteypu-byggingar Fyrir nokkrum árum kom ASal- steinn Hialldórsson hingaS til lands eftir margra ára utanlandsveru. AS- alsteinn er maður athugull og áhuga- sarnur um nytjamál. Hann hafSi komiS auga á byggingaraSferS þá, er hann hefir nefht moldsteypu. ByggingaraSferS þessi hefir á síS- asta áratug rutt sér allmikiS til rúms í Evrópu. ASferSin er gömul mjög, en var óvíSa notuS urn skeið, unz fjárekla og vandræSi manna um og eftir ófriSinn, urSu til þess aS marg- ir fóru aS gefa henni gaum á ný. En þá fór sem oftar. Flestir höfSu ótrú á þessari “nýung” sem í raun og veru engin nýung var, og töldu þaS bábiljur einar, að hægt væri aS steypa eSa hlaða húsveggi úr samanþjapp- aSri mold eða leir. A NorSurlöndum hafa verið gef- in út leiðbeiningarrit urn aSferð þessa, og námsskeiS haldin. Þetta hefir ASalsteinn kynt sér og aflað sér leiSbeininga, unz hann í haust sem leiS byggði sér kartöflu-geymsluhús i Reykhúsum í EyjafirSi meS aSferS þessari. Hann og fleiri snéru sér síðan til búnaSarþingsins síSasta, um þaS aS BúnaSarfélagiS afli sér upplýsinga um þetta mál. Og nú hefir félagiS fengiS hingaS norskan mann, Lieng aS nafni, sem hefir fengist viS mold- steypu í Noregi, og ætlar aS ferðast hér um landið, rannsaka hvernig mold er hér til slíkra bygginga, og byggja smáhýsi til reynslu á stöku staS. Sem stendur, er Lieng austur á SámsstöSum í Fljótshlíð, viS bygg- ingu eina þar. Ætlar hann ef til vill aS byggja viðar hér sySra, en fer þaðan landveg til NorSurlands og athugar ntold til bygginga þar sem hann kemur. Moldin sem hann nær til í Fljóts- hlíðinni er leirlítil, og samloðun því ekki mikil i henni, er ekki sýnilegt annað, en byggingarefni sé hvar sem er. En líklegra þykir, aS eigi fái hann haldgott efni úr mýramold og eldafjallaösku, eins og þar, en betur reynist jökulleirinn, sem víða er viS hendina á NorSurlandi. Hvernig sem árangurinn verSur af för Liengs, þá er eitt víst, aS hér er tekiS upp mjög eftirtektarvert mál fyrir bygging lands vors, mál sem eigi má hætta viS, fyrri en fullrann- sakaS er i öllum atriSum. —MorgunblaSiS. ÚR BÆNUM HingaS kom á mánudagskveldiS frá Langruth og Lonely Lake, Mr. Ingi- rnundur Erlendsson. Hann kom hingaS til aS leita sér ráSa viS augna depru hjá dr. Jóni Stefánssyni. Allt sæmilegt kvað hann aS frétta úr þeim byggðarlögum, er hann þekkti til; nýting orðið ágæt á uppskeru Og bætt þannig upp vaxtarrýrSina; myndi líkast aS 'bændur fengju ekki mikiS rninna fyrir uppskeru sína nú en í meSalári.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.