Heimskringla - 04.09.1929, Blaðsíða 8

Heimskringla - 04.09.1929, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. SEPT., 1929 Fjær og nær Messur í Sambandskirkju á sunnudaginn kemur 8. þ. m., verða sem hér segir: Kl. 11 f. h. Rev. Geo. F. Pat- terson D D. frá Boston, préd- ikar. Honum til aðstoðar verð- ur prófessor Smith, fyrverandi kennari við Wesley College. Að kveldinu á venjulegum. tíma (kl. 7) ‘prédikar séra Ragnar E. Kvaran. Að lokinni prédik- un ávarpar Dr. Patterson safn- aðarfólk og flytur því kveðju frá The American Unitarian As- sociation. Að lokinni guðsþjón- ustunni fara fram kaffiveiting- ar í samkomusalnum, til þess að gefa öllum er við kirkju verða tækifæri til að kynnast Dr. Pat- terson. Vonast er til að safn- aðarfólk fjölmenni. Hirtg-aS kom á mánudaginn var, séra Ragnar E. Kvaran vestan frá Blaine á Kyrrahafsströnd, þar sem hann hefir dvaliö um tíma í embættis- erindum. Með honum kom einnig frá Blaine til Wynyard séra Friðrik A. Friðriksson. Höfðu þeir verið við kirkjuvigslu fyrsta sambands- safnaðar í Blaine, 25. ágúst, og hafði mikill mannfjöldi verið þar samankominn.— z Þau hjón, Mr. George Salverson, lestaskiftastjóri C. N. R. í Fort Wil- liam og skáldkonan frú Laura Good- man Salverson komu hingað til bæj- arins á miðvikudaginn var, í kynnis- för til ættingja og vina. Dvelja þau hér fram undir lok þessarar viku.— Hingað kom á laugardaginn var, Mr. Hjörtur Lárusson frá Minneapo- lis og dvelur hér í orlofi sínu fram i næstu viku, hjá mági sínum og systur, Mr. og Mrs. Steindór Jak- obsson, 676 Agnes stræti. Hitti hann einnig annan mág sinn og syst- ur hér, þau Mr. og Mrs. Salverson, frá Fort William, sem hér eru stödd um þessar mundir, eins og getið er á öðrum stað í blaðinu. Mr. Lárus- son er meðlimur Minneapolis sym- fóniuhljómsveitarinnar miklu. Hingað kom á laugardaginn Har- aldur kaupmaður ólafsson frá Moun- tain, N. D. Hélt hann heimleiðis aftur á mánudaginn. Fundarboð Með 'því að íslendingadagsnefnd- inni hafa borist raddir um það að efnt muni verða til hátíðahalda hér vestra um sama leyti og þúsund ára minningarhátið Alþingis stendur yf- ir heima á Islandi, þá álítur hún skyldu sína að boða til fundar í Good Templarahúsinu 12. septemiber, kl. 8 e. m., til að leggja þetta mál fram fyrir almenning. Nefndin vill því /biðja alla íslendinga, sem áhuga hafa fyrir þessu máli, að mæta á fundinum, svo hægt verði að taka ákvarðanir til undirbúnings sem allra fyrst. Æskilegt væri ef Islendingar í nærliggjandi byggðum sem hefðu löng un til samvinnu um hátíðahaldið 1930, sendu erindisreka á þenna fund. J. J. Samson, forseti. /. /. Björnsson, ritari. Hingað komu á föstudagskveldið frá Detroit Mrs. J. J. Bildfell, er þar hefir dvalið í sumar með dætrum sínum og Miss Sylvia Bildfell, er verður hér í orlofi sinu um viku, á- samt Mr. J. J. Bildfell, er brá sér þangað nú um mánaðamótin. Hingað kom á föstudaginn snögga ferð, í viðskiftaerindum, hr. Egill Egilsson, kaupmaður frá Brandon. Kvað hann uppskeruhorfur þar um slóðir betri en vonir hefðu staðið til fyrir mánuði síðan. Væri útlit fyrir allt að því meðalár. Frú Steina Kristjánsson, 788 Ing- ersoll str., kom í fyrri viku vestan frá Wryt>yard þar sem hún hefir dval- ið um tveggja mánaða tima ásamt tveim börnum þeirra hjóna hjá mág- afólki og tengdaföður, Mr. og Mrs. Árna Sigurðsson og Mr. Friðriki Kristjánsson. Mr. Tryggvi Björnsson píanóleik- ari frá New York, efnir til hljóm- leika i fyrstu lútersku kirkju á þriðju dagskveldið kemur, 10. þ. m. — Mr. Björnsson hefir farið víða um byggð- ir íslendinga í sumar og allstaðar orðið við þeim vonum, er vinir hans höfðu gert sér um hann sem lista- mann. Og þeir, sem hlustuðu á hann í fyrstu lútersku kirkju, við hljómleikana, er hann hélt til ágóða fyrir Jóns Bjarnasonar skólann, mánudaginn 27. ágúst, eru einráðnir í því að hlusta nú á hann aftur og hvetja kunningja sína til hins sama. Mr. Gunnar Erlendsson píanókenn- ari, sem dvalið hefir í Wynyard í sumar, er nýlega kominn hingað til bæjarins. Mun hann dvelja hér t vetur við píanókennslu og tekur hann nú þegar við nemendum. Hingað komu billeiðis frá Grand Forks, N. D. á laugardagskveldið Mrs. og dr. G. J. Gíslason, ásamt Mrs. og dr. Guðm. Thorgrímsson, Mr. og Mrs. H. Halvorson og Mr. og Mrs. Vold. Komu þau aðeins snögga ferð, fóru heimleiðis aftur á sunnudagskveldið. Sæmilegar horf- ur sögðu þau þar syðra, liti út fyrir betri uppskeru en vonir hefðu stað- ið til. og Mrs’. S. Sigfússon og Mr. og Mrs. O. Eiríksson. Heimsóknin og sam- sætið var i alla staði svo ánægjulegt að við munurn seint gleyma þeirri stund. Yfir 50 manns tóku þátt í heimsókninni víðsvegar úr byggð- | inni í kring. i Annað samsæti var okkur einnig I haldið af þremur fjölskyldum á | heimili þeirra Mr. og Mrs. Einars , Sigurðssonar. Voru það auk Sig- urðssons hjónanna. þau Mr. og Mrs. Sk. Sigurðsson o g Arnljóts Gísla- son fjölskyldan. Þar voru okkur ^ einnig gefnir mætir ntunir. | Fyrir allt þetta þökkum við af al- ! hug öllum þessum vinum okkar og | finnum sárt til þess hversu óverðskuld j að það er. Við höfum dvalið í Oak View byggðinni um 23 ár og er- um nú flutt til Winnipeg, en þakklátur hugur hvarflar þangað norður og gleymir ekki neinu ykkar þ.ar, Mr. og Mrs. Eyjólfur Svcinsson. *Flutti eftirfylgjandi erindi: Vertu sæl, ástkæra vinkona mín, vertu sæl ásamt með karlinum þín karlinum trúfasta og trygga; börn ykkar kveð ég í kærleika hér kærleikans faðir þau taki að sér hvert sem að leiðin kann að liggja. Hingað kom á laugardaginn frá Calgary, Alta., snögga ferð til heim- ilis síns, hr. Þorsteinn Borgfjörð byggingameistari. Snýr hann vestur aftur undir vikulokin. Hirtgað kom á föstudaginn var, Mr. Sumarliði Hjaltdal frá Langruth, Man., í heimsókn til barna sinna, tveggja dætra og tveggja sona, er hér eru búsett, dvelur hér til miðvikudags, að hann heldur vestur til Burns Lake, B. C., þar sent hann verður í vetur við fiski, hjá Mr. J. H. Johnson, er hefir þar mikla útgerð og hefir meðal annars byggt þar frystihús. — Stúkan Skuld nr. 34, I. O. G. T. efnir til sinnar árlegu tombólu fyrir sjúkrasjóð st. sem haldinn verður mánudaginn 23. þ. m. Allir með- limir stúkunnar eru bróðurlega á- minntir um að aðstoða nefndina, sem kosin hefir verið til að standa fyrir tombólunni með allri hjálp og lið- veizlu, sem hver og einn getur veitt. Nánar auglýst síðar um alla þá kjör- drætti og kjörkaup, sem verða á Skuldartombólu 23. september næstk. M'unið eftir deginum — 23. þ. m. —Nefndin. Hin árlega tombóla til arðs fyrir sjúkrasjóð stúkunnar Heklu verður haldin mánudagskveldið 7. október næstkomandi. Munið eftir degin- um. Nánar auglýst síðar. WONDERLAND Myndin sem sýnd verður þar þessa viku er hin mikla ásta og töfra mynd “Abie’s Irish Rose.” Mynd þessi hefir verið sýnd í samfíleytt fimm ár í New York og hlotið afar mikla aðsókn. Jean Hersholt og Charles Rogers leika ástapersónurn- ar af mikilli snilld. Með þeim eru skarar af frægustu kvikmyndaleik- urum er koma fram á sjónarsviðið, hver í sínu hlutverki. Svo er sagt að ekki sé til sá rikisstjóri í Banda- ríkjunum, er ekki hafi séð myndina, svo hefir hún verið vinsæl meðal hærri sem Iægri. Þakklæti Fjórða ágúst var okkur hjónum boðið heim til þeirra Gísla Hallsonar og konu hans til miðdagsverðar; fluttu þau okkur heim aftur á bif- reið og brá okkur heldur en ekki í brún þegar við komum til baka. Var >á kominn fjöldi fólks á heimili okk- ar og hafði flutt með sér allskonar borðbúnað. Allt var tilbúið til veg- legrar veizlu og við látin setjast til borðs meðal þessara sjálfboða gesta. J. K. Jónasson frá Vogar var for- ingi heimsóknarinnar; flutti hann á- varpsræðu til okkar hjóna og afhenti okkur $56 í peningum. Auk hans töluðu þau Sigurður Sigfússon, Mar- grét Sigfússon,* Mrs. Guðrún Hall- son og lýstu allar ræðurnar meiri hlý- hug og vináttuþeli en við áttum skil- ið. Auk peningagjafanna gáfu þau okkur sína ferðatöskuna hvoru Mr. Vatnavöxturinn á Skeiðarársandi. Búist við hlaupi Frézt hefir, að vatnavextir miklir hafi verið á Skeiðarársandi að undan- förnu, en sagnir um það hafa verið fremur óljósar og eigi sem áreiðanT legastar. Vísir hefir því snúið sér til A. J. Johnson’s bankagjaldkera, sem er nýkominn austan úr Öræfum, og beðið hann að skýra frá ástæðum þar eystra. Honum segist svo frá: Þegar við samferðamennirnir, — sem voru 4 austur í Öræfi, en 2 til baka — komum austur í Fljótshverfi, fréttum við að nýtt vatnsfall væri að koma á Skeiðarársand austarlega. Við fengum svo beztu vatnametln- ina, sem til voru í Fljótshverfi, þá Stefán á Kálfafelli og Hannes á Núpsstað, til að fylgja okkur, með því að hvorugur vildi gera það einn, og virtist okkur það benda á eitthvað óvenjulegt, því báðir eru mjög vanir vötnunum; hafa verið póstar um lang an tíma, og oft séð skammt á milli lífs og dauða, þegar hlaup hefir ver- ið á ferðinni, og sjálfsagt oftar. Voru okkur sagðar margar sögur af viðureign þeirra við vötnin og hlaup- in, sem báru vott um fádæma snar- ræði og huigrekki. Hjá þeim feng- um við og níu vana vatnahesta, því að eigi þótti okkur gerlegt að ríða okkar hestum yfir vötnin. Þegar við komum skammt austur fyrir Núpsvötnin, tók Hannes eftir þvi, — hann hafði farið yfir sandana fyrir hálfum mánuði, — að skrið- jökullinn, að vestanverðu, hafði breyst mjög mikið á þeim tíma; hafði allur hækkað, og var mjög sprunginn. Var hann allt annað en fagur ásýndum, kolsvartur, og hver sprungan við aðra. (Til skýringar ókunnugum er rétt að geta þess, að þessi skriðjökull, sem öll hlaup koma úr, og kemur frá landsins höfuð- fjanda, Vatnajökli, nær yfir þveran Skeiðarársand, milli Núpsvatna að vestan og Skaftafells að austan, er ca. 40—45 km. á lengd, og á ca. 10 km. svæði að vestan, var hann hækk- aður og sprunginn, og bar öll ein- kenni þess, að hann myndi hlaupa þá og þegarj. Þegar við höfðum riðið yfir tvo þriðju hluta sandsins (i 4 tíma) komum við að nýju vatni, sem fylgdarmehn okkar kölluðu Há- öldukvísl, og er sæluhúsið, sem er á sandinum, skammt fyrir austan hana. Lét hátt í henni því hún rennur í tals verðum halla, en hreidd hennar þá hefir líklega verið nálægt 300 metr- ar. Sögðu fylgdarmennirnir að þetta nýja vatnsfall hefði komið á rúmri viku, því áður hefði Háöldu- kvísl verið næstum þur. Mér fannst þeir setja þetta nýja vatn í sam- band við hlaup. Vel gekk okkur að komast yfir, þótt bæði væri alldjúpt og straum- hraði talsverður, því að Stefán og ■Hannes kunnu að velja beztu “brotin.” En illa leizt þeim á þetta nýja vatn, og héldu það vera í vexti, svo sem raun varð á. Milli háöldukvislar og Skeiðarár fengum við það mesta þrumuveður, sem ég hefi verið úti í hér á landi. Stóð það látlaust upp undir klukkutíma, en þó sáum við altlaf til sólar, og regn fengum við sama og ekkert. En sorti og skúrir voru yfir jökultánni, og vestur með ströndinni. Fannst mér fylgdar- mennirnir setja þrumuveðrið i sam- band við hlaup úr jöklinum, sem ég skildi þá ekki í bili, en skildi síðar. Og austur í Hornafirði og vestur á Síðu, þar sem þrumurnar heyrðust, var talið víst, að nú væri Skeiðará að hlaupa. Þetta varð þó ekki í það sinn. Þegar austur á Skeiðará kom reyndist vatn í henni talsvert minna en venja er til. (Framh.J Eiríkur Kjerúlf og Straummælir hans (Frh. frá 5. bls.) lausn á því vandamáli, að geta siglt í straumi á opnu hafi án þess að þurfa að óttast að ókunnur straum- ur reki skipið af leið. Eg þarf eikki að taka fram, að lausn þessa vandamáls hefir stórkost- lega þýðingu, og ég fæ ekki betur séð, en að uppfinning (Opfindelse) læknisins, eða öllu heldur uppgötv- un (Opdagelse) verðskuldi að henni sé afar rækilega sint og gaumur gef- in*.” Þess ummæli frá slíkum manni ern mjög merkileg, því að í Damjiörku eru gerðar meiri kröfur til þekking- ar manna, sem veittar eru ábyrgðar- miklar stöður, heldur en að þeir hafi gengið í samvinnuskóla. Hlutafélag hefir þegar verið stofnað til þess að hagnýta uppgötvun Kjer- úlfs og koma einkaleyfi á hana i ýmsum löndum. Kostnaður er þegar orðinn rúmlega 20 þús. króna, en meira fé þarf, líklega um 15 þúsund- ir. Geta þeir sem vilja leggja í fyrirtækið, skrifað sig fyrir hlutum hjá gjaldkera Morgunblaðsins. Kjerúlf er það mikið áhugamái að uppgötvunin verði viðurkennd sem íslenzk uppgötvun og að Islend- ingar hafi hagnaðinn af henni. Myndi honum hafa verið í lófa lagið, að selja uppgötvunina ytra, en það vill hann ekki. Er það drengiiega hugs- að, að láta þjóðina hljóta heiður af uppgötvuninni, og það er henni heið- ur, ef erlend skipafélög fara að keppa um það að útbúa skip sín með straum mæli Kjerúlfs. En hjá því getur ekki farið, þegar reynsla er komin á mælirinn, og er líklegt, að vátrygg ingarfélög setji það sem skilyrði, að skip hafi straumniælirinn, því að öryggi þeirra verður mörgum sinn- um meira en nú er og miðunarstöðvar jafnvel óþarfar. Þá er og líklegt að | vátryggingargjöld öll af skipum og farmi, lækki stórum, þegar þau hafa fengið straummæli, og hefir það stórkostlega þýðingu fyrir oss Is- lendinga, sem eigum samgöngur vor- ar við umheiminn kontnar undir sig'lingum. Uppgötvunin getur því orðið til stórgróða fyrir land og lýð, jafnframt því sem húix eykur hróður þjóðarinnar um allan heim. —M.orgunblaðið. W0NDERLAND Cor. Sargent & Sherbrooke THUR.—FRI.—SAT. (This Week) GLEN TRYON IN “IT CAN BE DONE” MONTE BANKS IN “Flying Luck” Comedy — “FISHING FOOL" MON.—TUES.—WED., Next Week NANCY CARROLL BUDDY (Chas.) ROGERS in Anne Nichol’s “ABIE’S IRISH ROSE” “Manchu Love” (In Natural Colors) REVIEW BÚLAND TIL SÖLU Eða leigu, gott tækifæri fyrir dugleg- an mann er vill stunda skepnurækt, og koma sér þar fyrir er hann getur rekið hana í stórum stíl. Óþrjótandi haga ganga, uppsprettuvatn og fyrirtaks engi er á landinu. Landið er einnig gott til akuryrkju. Upplýsingar um söluskilmála veitir undirritaður eig- andi. SIGURJÓN BJÖRNSSÓN, 1060 Dominion St., Winnipeg. Sími 38 138. *Opfindelse á dönsku þýðir ný hag- nýting kunnra staðreynda, en Opda- gelse hagnýting staðreynda, sem menn hafa ekki komið auga á áður. ROSETHEATRE Sargent & THUR.—FRI.—SAT. (This Week) DON’T MISS “IN OLD ARIZONA” 100% Talking Featurette with EDMUND LOWE WARNER BAXTER Björg 1 f j Frederickson | píanókennari byrjar aftur kennslu 4. sept. Nemendur búnir undir próf. PHONE: 35 695 —Special Added Attraction— SAT. MATINEE ONLY Tom Mix “SkyHigh” SERIAL COMEDY Arlington MON.-TUE.-WED. (Next Week) —A BIG SPECIAL— —Starring— JACK HOLT DOROTHY REVIER —in— “FATHER and SON” A TALKING FE ATURETTE —A picture no one can afford to miss. COMEDY NEWS SUMAR OG YETUR ættu þér heilsu yðar vegna að geyma allan mat á réttu kælustigi. Heilsan er fyrir öllu, en svo er líka þess að gæta sem er næstum jafn nauðsynlegt að þér sparið peninga með því að verja matinn fyrir skemdum í KELVINATOR REFRIGERATOR Hann borgar sig fljótt. Skoðið hann í nýja sýningarskálanum, í Power Byggingunni — Portage og Vaughan st. Fæst með vægum afborgunum. WIHNIPEG BLECTWIC^COMPANY “Your Guarantee of Good Service” THREE STORES: Appliance Department, Power Building; 1841 Portage Ave., St. James; Cor. Marion and Tache, St. Boniface. Ragnar H. Ragnar, Pianoieikari Nemendur er óska að njóta kennslu hjá Ragnar H. Ragnar í píanóspili geta byrjað nú þegar. Nemendur búnir undir öll próf bæði byrjendur og A. T. C. M. Ragnar H. Ragnar var fyrrum kennari við Pálsson Academy og stundar nám hjá Eva Clare. KENNSLUSTOFA 693 Banning Street Phone 34 785 soooQcooocoQeoeccososoooQosoceoosooooocosooooeoososoooooosoooeoscoooooeoosoc Business Training Pays— especial/y Success Training More than 2700 employment calls for our graduates were registered with our Placement Department during the past twelve months and more than 700 in May, June and July of this year. FALL TERM NOW OPEN DAY AND EVENING CLASSES If you cannot enroll then you may start at any time. Our system of individual instruction makes this possible. WRITE, PHONE OR CALL CORNER PORTAGE AVE. AND EDMONTON St. WINNIPEG MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.